Tíminn - 15.02.1940, Blaðsíða 1

Tíminn - 15.02.1940, Blaðsíða 1
RITSTJÓRAR: GÍSLI GUÐMUNDSSON (ábm.) ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON. ÚTQEFANDI: PRAMSÓKNARFLOKKURINN. RITSTJÓRN ARSKRIFSTOFUR: EDDUHUSI, Llndargötu I D. SÍMAR: 4373 og 2353. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OQ AUQLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚ8I, Llndargötu 1 D. Sirul 2323. PRENTSMTÐJAN EDDA hj. Simar 3948 og 3720. 24. árg. Reykjavík, flmmtudagmii 15. íebr. 1940 18. blað Þingmálafundir í Mýrasýslu Frásogn Bjarna Ásgeirssonar Bjarni Ásgeirsson alþing- ismaður er nýkominn úr þingmálaleiðangri úr Mýra- sýslu. Tíðindamaður Tím- ans hefir hitt hann að máli og spurt hann frétta úr ferðinni. — Hve marga fundl héizt þú í kjördæmihu? — FUndirnir voru alls 8, einn i hverjum hreppi, 7 i sveita- hreppunum og 1 i Borgarnesi. — Hvernig var fundarsóknin? — Víðast hvar ágæt. Úr sum- um hreppunum komu menn af næf hverjum bæ. — Hvernig er farið viðhorfi manna þar efra til stjómmála- ástandsins? — Það sem hvað helzt ein- kenndi stjórnmálaviðhorf manna úr báðum aðalstjórnmálaflokk- um héraðsins, var sú skoðun, að núverandi stjórnarsamvinna værl sjálfsögð iífsnauðsyn á þessum tímum, sem nú standa yfir. Á mörguin fundum voru samþykktar áskoranir til þings- ins um að halda áfram stjórn- málasamstarfi lýðræðisflokk- anna á meðan ástandið utan lands og innan væri jafnt alvar- legt og það er nú. — Hvaða mál önnur voru rædd á fundunum? — Til umræðu og ályktunar voru tekin ýms önnur mál, bæði landsmál og héraðsmál. Meðal annars var samþykkt áskorun til Alþingis um gætilega meðferð f jármála, og að það leitast við að sporna við þvi, að fjárlögin bólgni út, þótt verðbólga verði nokkur í viðskiptalifinu meðan styrjöldin stendur. Fundirnir fóru allir friðsam- lega fram, og bar ekkert sérstakt til tiðinda, nema helzt á Borgar- nesfundinum. Þegar ég hafði lokið þar yfirlitsræðu um stjórn- Furðuleg samvinna íhaldsþingmaður og kommún- isti boða til „sameiginlegs þingmálafundar“. Enginn íslenzkur stjórnmála- fiokkur hefir hlotið jafn sterka ög almenna andúð hérlendis og Kommúnistaflokkurinn á síð- ástliðnu hausti, þegar hann op- inberaði sig sem fullkomna und- irlægju erlendra valdhafa og andvigan frelsi og lýðréttindum smáþjóðanna. Meginhluta þjóðarinnar varð þá ljóst, að Kommúnistaflokk- urinn var ekki íslenzkur flokk- ur, heldur starfaði hann ein- göngu eftir skipun annarstaðar frá og myndi grípa fyrsta tæki- færi til að vinna gegn sjálf- stæði þjóðarinnar, líkt og Kuus- inen hinn finnski. Þjóðin heimtaði af foxráða- mönnum sínum ákveðið svar gegn þessum undirlægjuflokki erlenda valdsins: Ekki neitt of- beldi að hætti einræðisþjóðanna heldur sameiginlega fyrirlitn- ingu og samtök um, að hafa ekki við kommúnista nein mök í fé- lagslegum efnum. Þannig átti að láta þá finna, að þeir til- heyrðu ekki nema að nokkru leyti hinu íslenzka mannfélagi. Alþingi brást mjög myndar- lega við þessari ósk þjóðarinnar og lýsti því í snjallri yfirlýsingu, að það teldi virðingu Alþingis misboðið með þingsetu kom- múnista, sökum þeirrar aðstöðu, er þeir hefðu markað til frelsis, réttinda og lýðræðis smáþjóð- anna. Jafnframt tóku þingmenn upp þann sið að svara ekki ræð- um kommúnista og láta þá tala ýfir auöum stólum. Vegna þessara óska þjóðar- viljans og yfirlýsingar Alþing- (Framh. á 4. siðu.) málaviðburði síðustu þinga og stjórnmálaviðhorfið, kvaddi sér hljóðs Einar Olgeirsson alþingis- maður, sem komið hafði úr Reykjavík á fundinn að ósk kommúnista í Borgarnesi. Það var borið undir fundinn, og við ítrekaða atkvæðagreiðslu feng- ust ekki nema 40—50 atkvæði með því að leyfa honum að tala á fundinum. Sóttu þó fundinn á þriðja hundrað manns. Þátttaka var að vísu lítil við atkvæða- greiðsluna, en meirihluti þeirra, sem atkvæði greiddi voru mót- fallnir þvi, að Einar fengi að tala. Þegar hér var komið, gerðu kommúnistar hark nokkurt á fundinum, og var það úr þvi þegjandi samkomulag fundar- manha að falla frá umræðum og slíta fundi. — Hvaða venju hefir verið fylgt um ræðuhöld utanhéraðs- manna á þingmálafundum í Borgarnesi áður? — Þetta atvik er nokkuð ó- vanalegt á fundum í Borgarnesi. Borgnesingar eru mjög þjálfaðir fundarmenn og þekktir að því frá liðnum árum, að hafa bæði langa og fjöruga stjórnmála- fundi. Þeir eru einnig fordóma- lausir og hafa aldrei hliðrað sér hjá að hlusta á fulltrúa hvaða flokks eða hverrar stefnu, sem þar hefir þóknazt að flytja boð- skap sinn. Enda er stjórnmála- afstaða Borgnesinga orðin i það föstum skorðum, að ein ræða til eða frá, af hvaða stjórnmála- manni, sem flutt er, haggar tæp- ast sannfæringu þeirra. Sú and- úð, sem kom fram á fundinum í garð þessa manns, mun því ein- vörðungu sprottin af þeim óvin- sældum, er forkólfar kommún- ista hafa aflað sér að undan- förnu vegna framkomu sinnar gagnvart Finnum og sjálfstæðis- málum þeirra. Fundarmenn vildu láta það koma fram, að skoðanabræður Kuusinens hins finnska væru á þessum timum engir aufúsugestir í opinberum málum og þvi hafi þeir í þetta skiptið kosið að afbiðja hinn rússneska talsmann, þótt þeir (Framh. á 4. slðu.) ORUSTURNAR Á KYRJÁLAEIÐI Orusturnar milli Rússa og Finna á Kyrjálanesinu undan- farinn hálfan mánuð eru taldar þær stórfelldustu, sem háðar hafa verið síðan heimsstyrjöld- inni lauk. Sókn Rússa hefir verið mjög hatröm. Hafa þeir bæði teflt fram stórum skriðdrekum og fótgönguliði, sem hefir verið varið með þykkum stálplötum, er bornar hafa verið á undan því. Hafa Rússar orðið ógrynni liðs á þessum slóðum og geta því daglega teflt fram óþreytt- um herdeildum. Þá hafa Rússar haldið uppi stöðugri stórskota- hríð á Mannerheimlínuna og staði á bak við hana, einkum Viborg. Er talið, að oft hafi Rússar skotið um 3000 skotum á Mannerheimlínuna á klst. Sókn Rússa hefir enn ekki borið annan árangur en þann, að þeir hafa náð nokkrum vigj- um Finna framan við Manner- heimlínuna. Meðfylgjandi uppdráttur gef- ur nokkra hugmynd um þessar vígstöðvar. Svarta línan sýnir landamærin, en þunnu ská- strikin sýna það svæði, er Mann- erheimvíggirðingarnar ná yfir. Er það talsvert breitt, og skipt- ast þar aðallega á vötn, skógar og fúafen, svo aðstaðan er frek- ar góð til varnar. Finnar létu landsvæðið milli víggirðing- anna og landamæranna strax orustulaust af hendi. Sókn Rússa undanfarið hefir aðal- lega verið á 8—10 km. breiðu svæði á miðju eiðinu. Hin hreystilega vörn Finna hlýtur mikið lofsorð erlendra fréttaritara. í finnskum til- kynningum er þó lögð áhersla (Framh. á 4. tiOu.) Hvað gerist í Póllandi ? Síðan styrjöldinni lauk i Pól- landi hefir verið furðu hljótt um málefni pólsku þjóðarinnar, enda munu hinir nýju valdhaf- ar gæta þess eftir föngum að sem minnst tíðindi berist frá landinu. Öðru hvoru segja þó erlendar útvarpsstöðvar eða blöð frá ýmsum þvingunarráðstöfun- um, sem íbúar Póllands eru beittir, og pólska stjórnin í Frakklandi ex um þessar mund- ir að gefa út bók, sem skýrir frá ástandinu þar. Sérstaklega er það útvarpsstöð páfaríkisins, sem segir mikið af tíðindum frá Póllandi, enda er katólska kirkj - an öflug þar í landi og páfinn lætur sig því málefni Pólverja miklu skipta. Norska blaðið „Dagbladet“ hefir fyrir nokkru birt ritstjórn- argrein (leiðara) um þessi mál og fer aðalefni hennar hér á eftir: Útvarpsstöð páfaríkisins flutti nýlega hörmulega lýsingu á hlutskipti hinna undirokuðu Pólverja. Var sagt að lýsingin væri byggð á skýrslum, sem páf- anum hefðu borizt, frá öllum héruðum Póllands. Þótt lýsing- arnar á kjörum íbúanna í hin- um rússneska hluta Póllands væru ófagrar, komust þær samt tæplega í hálfkvisti við frásagn- irnar um hörmungar i hinum þýzka hluta Póllands. Pólverjar eru vægðarlaust fluttir burtu úr hinum frjósömustu héruðum Vestur-Póllands og eignir þeirra afhentar Þjóðverjum. Um 70% íbúanna býr við skort, en mat- væli eru send til Þýzkalands í stórum stíl. — Þetta var frásögn útvarps- stöðvar páfastólsins. — Það er erfitt, heldur „Dag- bladet“ áfram, að fá staðfestar heimildir um það, sem nú gerist í Póllandi. Það er þó fullvíst, að næstum allir íbúarnir í Gdynia, — hafnarborginni, sem Pólverj- ar reistu og var stolt þeirra og sómi —, hafa verið fluttir burtu. Þeir hafa orðið að yfirgefa heimili sín og eignir, en hvort- tveggja hefir verið látið í té nýaðfluttum Þjóðverjum. Stór hluti Póllands — svo notuð séu orð málgagns Görings, „Essener A. KROSSGÖTTJM Þorskalýsisrannsóknir Fiskifélagsins. — Rannsóknir á lýsi og bæsiefna- framleiðslu úr skúflöngum. — Nýting kolkrabba. — Hæstaréttardómur. í nýútkomnu ársriti Fiskifélags ís- lands er greint frá fiskiðnrannsóknum ýmsum, sem dr. Þórður Þorbjörnsson hefir haft með höndum og gerðar hafa verið á rannsóknarstofu Fiskifélagsins, einkum árið 1939. Eru það aðallega rannsóknir á þorskalýsi, skúflöngum, fjörugrösmn, kolkrabba og síld. Þorska- lýsisrannsóknirnar leiddu meðal ann- ars í ljós, að þorskalýsisframleiðslan var mun minni árið 1938, miðað við heildar aflamagn, heldur en næstu tvö ár á undan. Þá var lýsismagnið 3.4 af hundraði miðað við aflamagn, hvort ár, en 3 af hundraði 1938. Einnig hafa verið gerðar all umfangsmiklar athug- anir á bætiefnamagni í lýsi, sem til fellst á ýmsum verstöðvum á vetrar- vertíð. Hefir bætiefnamagnið reynzt talsvert misjafnt frá ári til árs, og eftir veiðitima og veiðislóðmn. t t f Þá er i þessari ársskýrslu Fiskifélags- ins greint frá athyglisverðum bæti- efnarannsóknum á innyflum, sérstak- lega skúflöngum ýmissa flska. Kom í ljós, að I karfainnyflum er A-bætiefni, sem nemur einum þriðja til helmingi þess, sem er í karfalifrinni, og er það skýring þess, hvemig á því stendur, að ávallt er nokkuð af A-bætiefni í karfabúklýsi, þótt karfinn hafi verið bræddur án lifrar. Rannsókn á inn- yflum þorskfiska hefir sýnt, að mjög mikið er af bætiefnum i þeim, einkum skúflöngum, en minna í maga og þörm- um. En skúflangarnir eru líffæri, sem vinna svipað hlutverk við meltingu fæðunnar og brisin hjá spendýrunum. En úr spendýrabrisum er unnið svo- nefnt bæsiefni, notað við leðuriðju. Var því með skúflangarannsóknunum stefnt að því i senn, að kynna sér bæti- efnamagnið 1 þeim og jafnframt að leiða i ljós, hvort nota mætti þá eða meltingarefni þeirra til bæsiefnagerðar. Skúflangarnir eru til jafnaðar 1,1—1,2 af hundraði af heildarþunga þorsksins og hefir samkvæmt þvi verið áætlað, að fá mætti um 600 smálestir af skúf- löngum úr þorski, sem veiðist í ver- stöðvunum sunnan lands I meðalári. í hinum mestu aflahrotum, á stað eins og Vestmannaeyjum, berst svo mikill fiskur á land, að áætla má, að um 75 smálestir af skúflöngum fengist úr honum. — Lýsis- og bætiefnarannsókn- lrnar sýndu, að í skúflöngunum voru 2 af hundraði af lýsi, og í því var'allt að 100000 einingar af A-bætlefni í gr., en gott þykir, ef 2000 einingar eru í þorskalifrarlýsi. En úr þorskalifur fæst hins vegar lýsi 60 af hundraði. Skúf- langalýsið reyndist auðugast að bæti- efnum að sumrinu, gagnstætt lifrar- lýsi, en langlélegast um mánaðamótin marz og apríl, þegar lifrarlýsið er lang- bezt. Áf rannsóknunum þykir sýnt, að ef hirtir væru allir skúflangar, t. d. 1 Vestmannaeyjum, mætti fá þar 5000 kg. skúflangalýsis á ári og myndu vera í því 200.00 millj. eininga A-bætiefnis, en í allri þorskalýsisframleiðslu Vest- mannaeyinga má ætla að 6éu um 1.530.000 millj. eininga þess bætiefnis. Að því er tekur til athugana á mögu- leikum, sem eru á að vinna bæsiefni úr skúflöngum, varð niðurstaðan sú, að búið var til nothæft bæsiefni, sem inni- hélt 16% af skúflangamjöll. Var það reynt á sauðskinnum i verksmiðju Iðunnar á Akureyrl. Þótt bæsiefnið reyndist vel, voru samt á þvi nokkrir útlitsgallar, þótti nokkuð dökkt, ekki nógu fínt malað og nokkur fisklykt af af því. Tókst að ráða talsverða bót á þvi. Á það þó að sjálfsögðu alllangt í land, að hægt sé að framleiða hér heima bæsiefni I stórum stíl, þótt vafa- laust megi mikið bæta framleiðsluað- ferð þá, sem hér var viðhöfð. t t t Frá rannsóknum á hagnýtingu kol- krabba er stuttlega greint. Hefir til- raun verið gert til þess að vinna mjöl úr kolkrabba, og fékkst úr honum kaffibrúnt mjöl, sem hafði mjög ó- geðfellda lykt, ólik allri fiskimjöls- lykt. Var í því 18.7% fita, miðað við að mjölið sé vatnslaust. í þessari fitu reyndist vera mjög litið af bætiefnum A og D. t t t Hæstiréttur hefir nýlega kveðið upp dóm I máli, sem bóndi austan fjalls hefir átt í um skeið, varðandi skaða- bætur, sem voru greiddar vegna þess, að fé hans var lógað að valdboði, til þess að koma i veg fyrir útbreiðslu mæðiveikinnar. Hafði tvívegis farið (Framh. á 4. síSu.) í Varsjá höjöu margar konur gengið í herinn meðan umsátin um borgina stóð yfir, því að mannfall var mikið í liði hermannanna. Hér á myndinni sést ein þessara pólsku kvenhetja í her- mannábúningi. National-Zeitung' — skal byggj- ast á ný: Hinir innfæddu, þ. e. Pólverjarnir, verða fluttir bu'rtu og Þjóðverjar koma í þeirra stað. Þetta nær jafnt til bæja og sveita. Þannig var strax skýrt frá þessum ásetningi 8. okt. síðast- liðinn í þýzka blaðinu „Reichs- gestzblatt“. Þar var sagt, að eft- irtalin héruð yrðu gerð þýzk með þessum hætti: Pomarze, Posnan, Efri-Schlesia, allur norðvesturhluti landsins og Tschen. Síðar tilkynnti nazista- leiðtoginn í Danzig, Greiser, að Krakauhéraðið yrði einnig gert þýzkt. Það er með öðrum orðum tilætlunin að láta Þjóðverja ein- göngu byggja þessa landshluta, sem höfðu um 9 milj. íbúa áður en styrjöldin hófst og vitanlega voru Pólverjar þar í margföldum meirahluta. Auk þessa er ákveðið að taka um 20 þús. ferkm. svæði í kring- um borgina Lublin og mynda þar einskonar Gyðingaríki. Þangað eru nú fluttir Gyðingar frá öllum hlutum þýzka ríkisins. Þeir koma þangað án þess að þeim séu fyrirfram tryggð nokkur sérstök afkomuskilyrði. Sá hluti Póllands, sem þá er eftir, er ætlaður Pólverjum. Sá landshluti er um 60 þúsund ferkm. eða álíka stór og Lett- land. Á þessu landsvæði eiga að búa 20 milj. Pólverja sam- kvæmt fyrirætlunum þýzku stjórnarinnar. „Dagbladet“ lýkur þessari frásögn með þeim orðum, að Pólverjar séu nú leiknir líkt og villimenn í nýlendum á fyrstu yfirgangstímum hvítra manna þar. En þessar aðfarir hafa jafnframt aðra hlið: Þær gera alla friðarsamninga torveldari. Vesturveldin hafa skuldbundið sig til að endurreisa Pólland. Jafnvel þótt þau gætu vel sætt sig við, að hið nýja Pólland yrði nokkru minna en Pólland var fyrir styrjöldina, munu þau aldrei geta gengið svo langt að viðurkenna hinn harðýðgislega brottflutning Pólverja frá þeim héruðum, þar sem þeir hafa bú ið öldum saman. Afírar frcttir. Húsrannsóknin hjá leiðtogum kommúnista í Svíþjóð hefir leitt í ljós, að kommúnistar höfðu byltingaráform á prjónunum og fengu mikinn fjárhagslegan styrk frá Rússum. Meðal annars (Framh. á 4. siðu.) Á víðavangi í höfuðstaðnum eru um þess- ar mundir tvær prýðilegar leik- sýningar, sem eru til mikils sóma fyrir hina vanræktu leik- mennt bæjarins. Annaö er Fjalla-Eyvindur. Hitt er þýzkur söngleikur, sem gerist að nokkru leyti í Kína. Hataldur Björns- son hefir undirbúið báðar sýn- ingarnar með mikilli kostgæfni og góðum árangri. Freymóður Jóhannesson hefir málað leik- tjöldin svo vel, að ekki verður betur gert hér við þær aðstæð- ur, sem leikmenntin á við að búa. Flestir helztu leikarar bæj- arins taka þátt í þessum leik- sýnngum, og er það mikil fram- för frá sundrung fyrri ára. Með- al margra góðra leikenda má sérstaklega nefna Soffíu Guð- laugsdóttur og Sigrúnu Magnús- dóttur, Pétur Jónsson söngvara, Gest Pálsson, Harald Björnsson, Brynjólf Jóhannesson og Þor- stein Ö. Stephensen. Smátt og smátt munu slíkir leikendur gera þjóðinni ókleyft að láta leikhúsbygginguna standa auða og tóma. * * * Siguröur Sigurðsson búnaðar- málastjóri hefir legið þunga legu í vetur, en engu að síður kemur út efttr hann á forlagi Munkgaards bók á dönsku um á- hrif Dana á landbúnað íslend- inga. Segir Sigurður þar á dönsku nokkuð af efni því, sem hann hefir dregið saman í eldri ritum og ritgerðum á íslenzku. í bókinni er mikill fróðleikur, góður pappír og margar prýði- legar myndir. En við lestur bók- arinnar kemur manni ósjálfrátt í hug, hve ánægjulegt hefði verið, ef höf. hefði sagt sögu hinna stórfelldu íslenzku um- bóta í landbúnaðinum, sem hann hefir átt þátt í að hrinda af stað með æfistarfi sínu, i stað þess að gera þessa stóru og myndarlegu bók um hina marg- földu og óslítandi keðju danskra ósigra, meðan þeir reyndu að hafa forustu um íslenzk land- búnaða'rmálefni. * * * Gunnar Gunnarsson skáld er nú á fyrirlestraferð erlendis. Á meðan hafa nokkrir áhugasamir Austfirðingar byrjað samtök um að gefa út verk hans öll í myndarlegri útgáfu á íslenzku. Er þessi framkvæmd Austfirð- inga mjög hrósverð, og eðlilegt áframhald af þeirri viðleítni þjóðarinnar að taka vel á móti skáldinu, er hann flytur byggð sína heim til landsins. En þegar hér var komið málum byrjuðu kommúnistar að blanda sér í málið. Þeir sögðu við Austfirð- ingana: Ef þið og Gunnar Gunnarsson leggið fram svo sem 20 þúsund krónur í þessa út- gáfu, þá skulum við stjórna henni að öðru leyti og setja okkar einkenni á útgáfuna. Sagt er að Austfirðingum þyki þetta gráleg framkoma. Þeir vita, að kommúnistar vilja ná í rit eftir borgaralega rithófunda til að hafa þá fyrir flotholt. Hitt vita Austfirðingar vel, að svo mjög eru kommúnistar nú lítils virtir hér á landi, að jafn- vel hinir vinsælustu höfundar seljast ekki, ef kommúnistar standa að sclunni, því að fólk vill ekki hafa í húsum sínum neitt sem minni á framkomu þeirra í Finnlandsmálunum, svo að ekki sé fleira talið. Má telja það illa við eigandi, meðan skáldið starfar utan lands að því að auka hróður íslands, þá skuli kommúnistar láta sér detta í hug að spilla lofsamlegri fram- kvæmd Austfirðinga um þetta útgáfumál. Er það og fullyrt, að ekki muni Austfirðingar þurfa að sækja nokkra stoð í þessu efni til Einars Olgeirssonar, því að hinir helztu bóksalar og út- gefendur muni fúsir að styðja að útgáfu á verkum Gunnars Gunnarssonar á þann hátt sem honum má verða til gagns og sæmdar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.