Tíminn - 24.02.1940, Síða 3

Tíminn - 24.02.1940, Síða 3
22. Mað TlMByjV, langardagiim 24. febr. 1940 87 DÆGRADVÖL FERSKEYTLUR. V. í meira en hálía elleítu öld hefir hesturinn verið þarfasti þjónn íslend- inga. Á honinn hafa þeir ferðazt um sitt stóra og vegvana land, á honum hafa þeir flutt vörur sínar og varning. Án hesta hefði veriö örðugt lífið á íslandi. Og nú er hesturinn að fá nýtt verksvið við ræktun og búnað. Hest- urinn er því sérstaklega samgróinn ís- lendingum; hann er meira en tamið dýr: hann er vinur og félagi oftlega. Oft fer það saman að vera hesta- maður og hagyrðingur. Því er til æði mikið af hestavísum. Margar þeirra eru frægðaróður um gæðinga. Guðmundur Friðjónsson á Sandi segir: P’rár sem rakki fákur snar fótum stakk við þvitum. Fextan makka fagurt bar, froða sprakk af vitum. Jósep heitinn Jónsson bóndi á Mel- um í Hrútafirði orti þessa vísu: Aldrei skeikar fótum frám, fögrum eyk í halla, gljám, stiklar Bleikur bryddum tám, bregður á leik í klungri, gjám Sigurjón Kristjánsson bóndi í Krummshólum á Mýrum segir: Fráneyg Gletta, fótanett, fetar létt um grimdir. Þvitum skvettir, þrifur sprett, þegar slétt er undir. Páll Guðmundsson bóndi á Hjálms- stöðum í Laugardal orti eftirfarandi stöku: Sá ég Apalfáka fremst, frísa, gapa, iða. Ef að skapið í hann kemst, er sem hrapi skriða. Þessi vísa er einnig eftir Pál: Harðni sprettur, ýfist Örn, yglir skapið harka þögi, spymir tá við klettakvörn, kögglar fljúga og neistahögl. Enn heíir Páli ort: Hálsi lyfti listavel, löppum klippti vanginn, taumum svipti, tuggði mél, tölti og skipti um ganginn. Páll Ólafsson orti þessa stöku: 'Tauma slítur mér úr mund, mélin bítur Grána, áíram þýtur létt í lund, lemur hvíta gljána. Önnur visa eftir Pál Ólafsson hljóð- ar svo: Mylur sveilin kraítakná, klaka- gellur flísin, hvellir smellir heyrast þá hófar skella á ísinn. Sár er mannlunduðum og viðkvæm- um eigendum viðskilnaðurinn við hesta sína, þegar hinn hinzti dómur hlýtur um þá að.ganga. Jón Magnússon heíir ort þessa angurværu vísu: Heillavinur, þér ég þakka þína grónu æfitryggð. Þiggðu klappið mjúkt á makka, • Eins og ljóssins líking nær loks hjá smiðnum skuggamyndin, komist andinn upp á tindinn aftur svip síns guðs hann fær. Skýringar skáldsins á ljós- myndareðli syndarinnar eru ef til vill bæði vafasamar og nokk- uð torskildar. En á hinu er eng- inn vafi, aö Einar Benediktsson taldi Sæmund hafa haft fullan rétt til að stunda hin myrku fræði í Svartaskóla, til að geta orðið slíkur yfirburðamðuar, sem hann var: Búnir hans og rammi óður runnu af dýrri frónskri æð; enda hvarf harm aftur góður, andaður til sinnar móður Stef hans eru ei endurkvæð. Aldrei dýpra skyggndist landinn. Striðs og sigurs sterki andinn stendur efst í sólarhæð. Og það sem Sæmundi var fært og leyfilegt hlaut líka að geta lánazt íslenzku skáldi á 20. öld- inni: Komist andinn upp á tindinn aftur svip síns guðs hann fær. XXIX. Einn af góðvinum Einars Benediktssonar spurði hann eitt sinn, hvort hann hefði ort kvæðið Pundið, um sjálfan sig eða aðra. Hann svaraði: „Eng- inn yrkir slíkt kvæði nema um sjálfan sig.“ Enginn mun efast um að þetta svar hafi verið rétt. Shakespeare lagði beiskustu sorg og vonbrigði æfinnar í sorgarleikinn um Lear konung. Einar Benediktsson gaf 1 Pundinu það sem hann í kvæð- meðan rökkvar yfir byggð. En hálfu sárara er þó að þurfa að selja vin, ef tU vill í hendur manna, sem óvfst er, hvernig að honum búa. PáU Ólafsson túlkar hugrenningar manns, er slíkt hefir orðið að gera: Eg hef selt harm yngri Rauð, er þvi sjaldan glaður. Svona er að vanta veraldarauð og vera drykkjumaður. Ekki er örgrannt, að stundum gutli á vasapela eða pytlu í hnakktöskunni, þegar bændur bregða sér um hérað á gæðingum, í réttir eða tU mannfunda. Löngum hafa íslenzkir hestamenn og hagyrðingar þegið brennivínstárið. Þá er sjaldnast hörgull á þeim, er í góð- hestana bjóða, og oft ekkl spöruð glrni- leg boð. Jakob Thorarensen segir: í kaupstað, réttum, kirkjuferð, hvert sem þú varst sendur, buðu í gamminn geiplverð gáður jafnt sem kenndur. Þó að flestir búi vel að reiðhestum um fóðrun og aðhlynningu, þá væri synd að segja, að svo hafi verið um íslenzka hesta yfirleitt. Tiðast eru hörð og ómakleg þeirra kjör, við þrælkun og útigang. Bólu-Hjálmar lýsir útigangs- hesti, er traðkar kring um húsin: Hringur lötrar húsin kring, hanga lætur tóman svang, bringustór með bógnasting bangar fold á uslagang. Og enn kveður Bólu-Hjálmar: Hastur fær af hungri köst, hristir af sér élin byrst, kastar hóf um klakaröst, kvistar hjarn af matarlyst. Og enn segir hann: Rauður klaka rastir hrauð, riðar út á fellis hlið. Dauðans vök er orðin auð, iðar fjör við takmarkið. Slik haaf verið örlög margra hesta á íslandi. Mætti hver bóndi að því gæta með sjálfum sér, hvort slíkt eigi sér stað, eða gæti átt sér stað, um hans skepnur. Og óvægileg hefir meðferðin stund- um verið að öðru leyti, og lítt til hróss. Öm Arnarson segir: Launin vor veitt með rögg, vógust ekki í pundum. Sultur, kuldi, svipuhögg, sár og meiðsli stundvun. Jafnvel gæðingarnir, sem nutu alls hins bezta meðan fjörið var óskert, mega hörðu sæta, þegar lúinn sezt að í ofreyndum beinum og hnignun tekur að baga. Jakob Thorarensen orti: Lúnir vígjast vosi og neyð, vina- og álitstöpum. Oft í höm þér illa leið úti i haustsins kröpum. En þó að mennirnir séu ekki mlnn- ugri en þetta, ekki hjartahlýrri en þetta, ekkl réttvísari en þetta, þá er góður hestur huggun og yndi ótal manna. Bjarni Gíslason segir: Ófarin mun æfin lík. inu Snjór kallaði fjársjóð harmsins. Pundið hefst með þessum orð- um: Sólbjarmans fang vefst um allt og alla; æska og fegurð á loftbránni hlær. Moldarundrið glitrar og grær. Gullbros af náð yfir jörðina falla. Ljósherrann breiðir fegurð lífsins á veg mannsins. Hann lætur jafnvel gullbros falla á leið hans. En myrkrið felur sig helkalt og hljótt í hjarta mannsins með nagandi þrautum. Skáldið lýsir þessu myrkri: Eitt skipsbrotslíf starir i sorgarsæinn, sökkvir augum i hjarta síns eymd, þess auður er týndur, þess ákvörðun gleymd. Hann á ekki neitt, sem vermist við daginn. Hann leitar i eðlis síns leyndasta djúpi, hver lind þess er streymd í sand og á dreif undir hafborðsins hjúpi. Hann leitar á víðavangi síns anda sem visnar 1 sumarandans blæ, og sér aðeins öræfi og eyðisæ, þar aldini lifsins i blóma standa, agndofa, þögull i heimsins hjörðu, eitt helkalið fræ, sem dó fyrr en það fann jarðveg i Jörðu. Skáldið á til enn fleiri lík- ingar til að tákna þjáning mannlífsins. Honum finnst ís- vatn renna í æðum sér. Hann sér skuggann af glataðri æfi, og helför þar sem líkið sjálft svíkst úr leiknum. Þegar hinn van- máttugi maður leitar aðstoðar í ‘7 Bandiog lopi nýkomid. Ennfremur nýfar geröir af káputauum. Verksmiðjuútsalan Gefjun — Iðunn Aðalstræti. Er petta paö sem koma skal (Framh. af 2. siOu) fullviss, að þau vinnubrögð, sem verið hafa í fjárveitinganefnd siðan 1935, muni sigra í þessu efni enn sem fyrr. Alþingi hefir um nokkurra ára skeið lagt metnað sinn í, að fjárlögin væru samin með sæmd og hagsmuni allrar þjóðarinnar og allra stétta fyrir augum. Og ég þyk- ist þess fullviss, að þau áhrif séu svo rík í þinginu, að það lelðinlega frávik, sem hér hefir sagt frá, verði að engu haft. Vel má vera, að innan skamms harðni barátta heimsveldanna með þeim hætti, að íslenzka þjóðin verði, eins og í Napole- onsstyrjöldinni, að lifa miklu meira af gæðum landsins heldur en tíðkast hefir um alllangt skeið. Þá mun fjármálaráð- herra landsins fá allt aðra út- sýn heldur en hann hefir nú. Þá mun þykja lítils um vert, þó að einn læknir í Reykjavík hafi 50 þús. kr. í persónulegar tekj- ur, eða sömu fjárhæð og nú á að spara við fyrirhleðslu Þver- ár. Þá mun heldur ekki þykja mjög þýðingarmikið, þó að átta aðrir læknar í Reykjavík hafi að mestu leyti frá sjúkrasam- laginu, þær 200 þús. kr., sem nú vantar í veginn til Siglufjarð- ar. Hugir manna munu þá fyrst og fremst snúast um að auka ræktunina og innlenda elds- neytisframleiðslu. Þá getur svo farið, að blettur til jarðræktar verði fenginn illa settum launa- manni í stað dýrtíðaruppbótar í peningum, og skipulag sett á stofn til að koma björg frá sjónum með sanngjörnu verði langt inn til dala. En til að byrja með lætur þingið sér líklega nægja með að afmá áþreifanlegustu vankunn- áttumerkin af fjárlagafrum- varpinu fyrir 1941. J. J. Eiigu skal þó kvíða, meðan á ég ferðaflík og frískan klár að ríða. Þannig mun því lengi verða farið. Lengi mun hesturinn verða íslending- um öðnnn dýrum hjartfólgnari og ná- tengdari. Lengi mun hesturinn bera íslenzka bóndamanninn heiman og heim, þrátt fyrlr bifreiðavegi og vél- knúin farartæki. Og lengi munu marglr geta tekið sér í munn, með nokkrum trega og nokkrum fögnuði, en þó fyrst og fremst karlmannlegum þrótti, þessa visu Gísla Jónssonar bónda í Saurbæ í Vatnsdal, er snúið er heim á leið úr langri ferð: Hesta rek ég hart af stað, heim er frekust þráin. kólna tekur, kvöldar að, Kári hrekur stráin. Kolbeinn. krafti bænarinnar, eru bænar- orðin eins og hópvilltir ungar. Hann biður um eitt bros. Eitt blik af tári. Eitt blóðkorn af tryggð. Einn vin. Einn draum. Eina tálvon. En hann finnur ekkert nema hyldýpisauðnir ör- eiga sálar. Að kvæðislokum minnist hann æskunnar. Aldrei skín framar í lífdagsins ljósi iokkbjarta sveinsins vöggugjöf. Vaxtalaúst, .óþekkt um hauður og höf ber hjartað sitt pund að dauðans ósi. Pundið er ort skömmu áður en hinn mikli heimsófriður byrjaði. Þar hefir, skáldið komizt hæst að lýsa tómleik mannssálar- innar, mitt í glaumi og lífs- nautnum heimsborganna. Óró- legur ándi skáldsins skynjaði á einverustundunum, að í hinni ytri lífsbaráttu var hann fræ, sem aldrei var gefinn jarðvegur til að njóta gæfu lífsins, þó að sólbjarminn vefji lífið allt í fangi sér og gullbros af náð falli yfir mannheima. XXX. Enn liðu átta ár. Stórþjóðir heimsins luku mesta ófriði sem sagan kunni þá að herma frá, en lágu máttvana í blóði sínu. Einar Benediktsson kom nú heim til Reykjavíkur, heiðraði konung landsins með kvæðum og gaf út fjórðu ljóðabók sina, Voga, sum- arið 1921. Tvö af beztu kvæðum bókarinnar, Einræður Starkaðar og Messan á Mosfelli, eru óslitið framhald af hinum þungbúnu sjálfslýsingum í Hrönnum. — Starkaður segir: (Framh. á i. siOu.) Húsmæðradeild Kvennaskólans 3 stúlkur geta komizt að nú þegar vegna forfalla þeirra er ráðnar voru á námskeið það, sem nú stendur yfir. Ingibjörg H. Bjarnason. Vigfús Guðmundsson (Framh. af 2. slOu) í Borgarnesi. Hann tók þá að eiga heimili í Reykjavík á vetr- um, en í Borgarfirði á sumrin. Hann er sívakandi áhugamað- ur um framfaramál héraðsins. Fáir hafa lagt meiri orku fram til að styðja að því, að hinn nýi Borgarnesbátur, Laxfoss, yrði bjargálna fyrirtæki held- ur en Vigfús Guðmundsson. í Reykjavík varð hann flokki sínum haukur í horni um marg- háttaðan stuðning. Hann hafði árum saman með höndum fjár- mál Tímans og Nýja dagblaðs- ins. Samhliða því hafði hann með höndum fjárgæzlu Fram- sóknarflokksins og heldur því starfi enn í mikilli þökk flokks- manna. Vigfús er mikill ráð- deildarmaður fyrir sjálfan sig en meiri búmaður fyrir aðra. Góðvinir Vigfúsar Guðmunds- sonar halda því fram, að sá sjóður sé aldrei tómur, sem hann eigi að gæta. Þegar Framsóknarmenn ætl- uðu að hætta að gefa út viku- ritið Dvöl, tók Vigfús Guð- mundsson það að sér og breytti því í bókmenntatímarit. Bar þar tvennt til, að honum þótti minnkun að hopa á hæli með fyrirtæki, sem að mörgu leyti var lífvænlegt, en jafnframt því vildi hann glíma við alveg nýtt viðfangsefni. Hann hefir gefið Dvöl út 1 nokkur ár með vaxandi gengi. Vigfús Guðmundsson beitti mikilli elju og lægni við að koma Dvöl á réttan kjöl. Hann þekkti fjölda manna víða um land og fékk þá til að gerast stuðningsmenn. Jafnhliða því var hann mjög á hnotskóg um efnilega samstarfsmenn. Hafa margir námsmenn í Reykjavík byrjað rithöfundabraut sína á vegum Vigfúsar Guðmundsson- ar. Sjálfux skrifaði hann tals- vert í Dvöl. En flokkspólitík lét hann ekki ná til þessa tímarits. Vigfús Guðmundsson er að vísu fimmtugur að árum, en mjög ungur í anda. Hann er stál- hraustur, fær til erfiðustu vinnu og sístarfandi. Hann kann vel við sig í hópi ungra manna og telur það engan löst á þeim, þó að þeir sigli djarft annað veif- ið. Sjálfur er hann undarlegt sambland af tveim andstæðum. Lund hans ólgar af framfara- löngun og umbótahugsjónum. En jafnframt því er hann manna gætnastur i fjármálum. Honum er ekki nóg að láta fyr- irtækin bera sig. Hann heimtar að þau græði. Vigfús Guðmundsson á meir en nóg af bjartsýni og orku til að geta staxfað með þeirri kyn- slóð, sem er að vaxa upp i land- Vinnmgar í happdrætti sundlaugarsjóðs Umf. Dagrenning i Lundar- reykjadal. Nr. 59 hestur. — 965 skiði. — 804 reiðbeizli. — 1 myndavél. — 10 kr. 25,00 í peningum. Eigendur vinninganna gefi síg fram við Ingimund Ásgeirs- son, Reykjum, Lundarreykj adai. inu enn um langa stund. Sjálf- ur mun hann meta það mesta giftu sér til handa, að mega starfa eins og ungur maður, meðan æfin endist. J. J. 160 Margaret Pedler: konum, — það er svo langt frá því.“ Augu hennar urðu dimm og hörð, þegar hún sagði þetta. En augu Mait- lands blíðkuðust, er hann horfði á hið barnslega andlit. „Nei, Poppy, þeir eru það ekki allt- af,“ svaraði hann samsinnandi. „En við reynum það eftir megni sumir hverjir." Poppy hrifsaði hönd hans og þrýsti henni ákaft að rauðum vörunum. „Þér eruð það!“ hrópaði hún með á- kefð. „Ég veit það. En þér eruð líka þ é r. Enginn maður í heiminum er eins og þér!“ Maitland dróg að sér hendina og ýfði hrokkna hárlokkana um leið bróð- urlega og hirðuleysislega með henni. „Vertu nú ekki með neitt bull, barn- ið mitt,“ sagði hann. „Þú hefir orðið fyrir barðinu á því illa, það er allt og sumt. Við verðum það flest einhvern- tíma. En það hefir því meiri áhrif á mann, sem maður er yngri þegar það vill til,“ bætti hann við og varð um leið harðari bæði í röddinni og á svip- inn. „Jæja, sagði hann svo og ypti öxlum, eins og hann væri að kasta af sér byrði. „Hjálpaðu mér að taka til í vinnustofunni. „Ætlið þér ekki að vinna meira í dag,“ spurði hún undrandi. Laun þess liöna 157 „Þetta var fallega gert af yður“, sagði Jane við gestinn, og rödd hennar bar það með sér að hún meinti það sem hún sagði. En þér ætlið að gæta hennar afar vel, er það ekki? Við megum ekki þurfa að fagna föður hennar með því að segja frá fótbroti eða öðru slíku!“ „Ég skal gæta hennar afar vel," svar- aði Maitland. Elizabet hafði þessi hversdagslegu orð hvað eftir annað upp fyrir sér eftir að hann var farinn. Henni fundust þau I raun og veru þýða allt annað og miklu meira en svar við spurningu þeirri, er Jane hafði borið fram. XI. KAFLI. í vinnustofunni. „Jæja, Poppy, nú mátt þú hvíla þig.“ Maitland gekk aftur á bak um leið og hann sagði þetta og virti „Delilah" fyrir sér. Þetta var lítil, en fremur falleg leir- stytta, mynd konu, sem laut lítið eitt á- fram. Hún hélt höndunum dálítið i sundur, eins og hún ætlaði að rífa hárið sundur, sem hún var með á milli hand- anna. Hendur hennar voru fallegar sjálfar, en samt minntu fingurnir, sem héldu hárinu, töluvert mikið á klær. Andlit konunnar laut yfir hárið og brosti

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.