Tíminn - 05.03.1940, Blaðsíða 2

Tíminn - 05.03.1940, Blaðsíða 2
102 TÍMITVN, þriSjndaginn 5. marz 1940 26. blað samfellt gróSurlendi á íslandi. Sá timí mun koma, að þar munu búa þúsundir manna og lifa af túnrækt og gaxðrækt. En Ölfusið hefir sérstök skil- yrði. Þar er afarmikill jarðhiti, og þar eru sjálfsánar áveitu- engjar, sem nú er verið að þurrka með miklum skurðum. Skurðgrafan hefir gert þar 4 km. af breiðum og djúpum skurðum en eftir er að gera 10 km. Það er talið að prestsetrið Arnarbæli eitt saman muni fá mörg þúsund hesta nýtt flæði- engi vegna þessarar þurrkunar, og aðrar jarðir mjög mikið. Sennilega ætti ríkið að kaupa allar jarðir meðfram veginum milli Kamba og Ölfusár og allan jarðhita í Ölfusinu, sem það á ekki nú þegar. Síðan ætti það að þurrka á næstu missirum allt þetta frjóa ræktarland og búa það undir nýbyggð. Mikið af þeirri nýbyggð gæti verið á svæðinu frá Hveragerði og niður að engjunum. Hver ábúandi gæti haft hverahita í húsum sínum, garðrækt við bæinn, en tún og beitiland í hinni miklu nýrækt. í Holtunum ætti að kaupa eina eða tvær jarðir nærri veginum og byrja á landnámi þar. í hvert sinn, sem land er tekið á þann hátt til þéttbýlis úr dreifbýli, verður að tryggja þeim, sem þar hafa búið, góða kosti í nýrækt- inni. Það virðist sýnilegt, að útgerð íslendinga verður í framtíðinni rekin með stórum vélbátum fremur en togurum. Þeir verða við landið sunnan- og vestanvert á vertið, en á síld fyrir norðan á sumrin. Það þarf að koma upp tveim vélbátahöfnum sunnan- lands. Þorlákshöfn er sjálfsögð, vegna Suðurláglendisins. En við Faxaflóa þarf að rísa stór vél- bátahöfn á hentugum stað, sem er miðuð við þarfir landsins alls. Það verður nokkurs konar frí- höfn fyrir hinn sístækkandi vél- bátaflota. Hermann Jónasson hefir látið rannsaka skilyrðin fyrir hinni miklu byggðaaukningu. Ólafur Thors atvinnumálaráðherra hef- ir látið hafnarverkfræðinga landsins vinna að athugunum á því, hversu bezt yrði hægt að mæta sanngjörnum kröfum vél- bátaflotans, sem kalla má að eigi nú hvergi höfði sínu að halla, þegar mest liggur á. Það væri æskilegt, ef rann- sóknirnar um vélbátahöfn við Faxaflóa og undirbúningur landnáms á nýjum ræktarlönd- um gæti leitt til þess að hægt yrði að beina miklum fjölda af þeim mönnum, sem misst hafa atvinnu við byggingarstörf í Reykjavik og Hafnarfirði, að þessum stórfelldu verkefnum. Menn benda vitaskuld á að til þessara framkvæmda þurfi fé. Það er að vísu ekki auðvelt að segja, hvar á að taka fé til slíkra Bændahnsið Mikilsverður þáttur í kynníngar- starfsemi íslenzkra bænda Fyrir nokkrum árum kom á heimili mitt maður, sem um mörg ár hafði dvalið í Vestur- heimi. Hann var fæddur og upp álinn í þessu byggðarlagi, kom nú til að sjá land og fólk, sem honum var kært og vildi kynn- ast framförum 20. aldarinnar hér. Mér þótti gesturinn góður og við skröfuðum margt, ekki sízt um landana vestra, hag þeirra og heilsu. Það var mér undrun- arefni, hversu kunnur hann virtist vera högum bænda í hin- um ýmsu byggðarlögum þar vestra, þótt hann væri búsettur í Winnipeg. Það leit út fyrir að hann hefði kynnzt mönnum úr öllum átturn og fylgzt með hög- um þeirra. Ég spurði hvernig á því stæði, að hann þekkti til svo margra manna, sem væru dreifðir um hið stóra land. Svar hans var á þessa leið. í Winni- peg er hús, sem allir íslending- ar koma í, ef þeir eru á ferð í borginni, íslendingahúsið. Og síðan ég eltist og hætti vinnu, kem ég þar oft og tala við land- ana. Svona hús ættum við bænd- urnir hér heima að eiga í Reykjavík. Þar kæmum við allir, sem erum á ferð, og þar gætum við kynnzt meira eða minna eftir því sem tími og vilji hvers eins leyfir. Því miður hefi ég ekki komið „út yfir“ pollinn, en mér er sagt, að í Oslo, höfuðborg Norð- manna, sé bændahúsið ein þeirra bygginga, sem ferðamað- urinn veitir eftirtekt, og svo mun víðar vera í borgum ná- grannalandanna, að bændur og fólk þeirra eigi sinn sérstaka griðastað, þar sem þeir hittast, hvílast og hressast. Ölium, sem búa utan Reykjavíkur, mun það ljóst,hversu erfitt er að hitta þar samferðamenn, sem hafa dreifzt um borgina án þess að ákveða sinn dvalarstað. Oft sjást slíkir félagar frá strandferðaskipun- um ekki — þótt vikuviðstaða sé í bænum — fyrr en þeír koma aftur í skipið til heimferöar. stórvirkja. En meðan aðrar þjóð- ir, jafnvel hinar fátækustu, sjá úrræði til að kosta undirbúning hernaðar og hernaðinn sjálfan, er okkur íslendingum ekki vammlaust, að gefast upp við að láta duglega og verkæfða menn fá lífsuppeldi sitt við að skapa skilyrði fyrir stórfelldu landnámi bæði við sjóinn og í byggðum landsins. J. J. Bændaheimili i Reykjavík gæti bætt hér mikið úr og væri mik- ilsverður þáttur í kynningar- starfsemi íslenzku bændanna. Hinar bættu samgöngur innan- lands valda því, að miklu fleiri bændur hafa aðstöðu til að koma í höfuðborgina en áður var. Allir eiga þeir erindi meiri eða minni, „auk þess að sýna sig og sjá aðra“. Sjá allt hið fjöl- breytta líf í nýtízku borg, sem er sívaxandi í allar áttir, þar sem komumaður hverfur í fjöldann, og er tæpast finnanlegur, af þeim, sem þrá að sjá hann og heyra. Eitt þeirra mála, er síðasta Búnaðarþing hafði til með- ferðar, var húsnæðismál Bún- aðarfélags íslands. Hús félags- ins við Lækjargötu er gamalt og að mörgu leyti ófullnægj andi síðan starfsemi félagsins óx svo mjög. Málið var falið stjórn Búnaðarfélags íslands með til- lögu, er samþykkt var. Segir þar meðal annars svo: „Leiði athugun stjórnarinnar að öðru leyti til þess, að hún leggi til, að nýtt hús skuli byggt, sé þess gætt, að jafnframt því að vera höfuðsetur og heimili Búnaðar- félags íslands, geti það einnig orðið aðseturs- og samkomuhús bænda, og þannig orðið miðstöð til allrar kynningar- og félags- starfsemi þeirra í höfuðstað landsins." Bændastéttin mun á einu máli um það, að æskilegast væri að hið umrædda bændahús væri jafnframt heimili Búnaðarfé- lags íslands. En fleiri stoðir þyrftu að renna undir þessa stórbyggingu, og er þá næst að athuga hvort Samband ísl. samvinnufélaga vildi ekki vera meðeigandi í þessu húsi. S. í. S. mun vanta húsnæði vegna sinnar síauknu starfsemi og virðist mér mjög vel til fallið, að það hjálpaði til við byggingu bændahússins, þar eð langflest- ir bændur landsins eru meðlimir kaupfélaganna. Má svo segja að nær því hver bóndi, sem til Reykjavíkur kemur, eigi erindi við Búnaðarfélag íslands eða S. í. S. og margir þurfa að koma við hjá báðum þessum stofnun- um. Bændahúsið þarf að vera meira en skrifstofuhús um- ræddra stofnaná, það þarf að vera gistihús að einhverju leyti og veitinga- og samkomuhús, sem haldi gestabók, er geymi nöfn allra manna, er þar koma, ásamt upplýsingum um dvalar- stað þeirra — einnig síma og Frelsisstarf kommúnista í Norðurálfustyrjöld þeirri, sem nú geisar, er einn sá þáttur, sem líkist furðulegu æfintýri. Meðan þrjú af stórveldum Ev- rópu eiga í ófriði, án þess að til nokkurra verulegra aflrauna komi, notar hið fjórða þeirra og stærsta tækifærið til þess að ráðast á eitt fámennasta ríki Norðurálfunnar. Rússar, sem árum saman gátu aldrei fundið nógu sterk haturs og svívirðingarorð á hendur naz- istunum þýzku, sem missirum saman skorti nægilega sterk lofsyrði um lýðræði og um sína brennheitu ást á sjálfsákvörðun- arrétti og sjálfstæði smáþjóða, hafa nú loks sýnt sannfæringu sína og trú í verki. Þegar ná- granni þeirra, lítill og vanmegn- ugur í samanburði við þá sjálfa, — átti í úrslitabaráttu um frelsi sitt og líf við ofureflið þýzka, sló hjarta rússneska einræðisherr- ans í Moskva hart og af heilagri gremju. Nú var færið og nú var skyldan að koma þeim til hjálp- ar, sem á var ráðizt, sem rofin voru á loforð og samningar og sem beittur var miskunnarlausri grimmd og ofbeldi. Og verndari smáþjóðanna lét ekki að sér hæða. Hann réðst — ekki á hinn yfirlýsta fjanda sinn, nazismann, heldur á hinn vanmáttuga nágranna, sem nú stóð í vonlítilli vörn fyrir því, sem lífinu var dýrmætara: frels- inu. Og þetta var gert af jafn- mikilli karlmennsku sem dreng- skap. Það var ráðizt að honum aftan frá, þar sem engar vamir húsnúmer. Ennfremur vel útbú- inn fundarsalur fyrir Búnaðar- þingið og aðra bændafundi, er haldnir væru í Reykjavík. Varla er ástæða til að fara nánar út í fyrirkomulag húss- ins að svo stöddu. í því efni má eflaust læra eitthvað af ná- grannaþjóðunum, en fyrst og fremst ætti byggingin að mið- ast við þarfir okkar og stað- hætti. Þótt horfur um framkvæmd þessa máls séu nú mun lakari en áður, vegna stríðsins, er ekki ástæða til að láta hugmynd þessa niður falla, heldur einmitt hið gagnstæða. Málið þarf mik- inn undirbúning og er hér með skorað á alla þá einstaklinga og félög, sem ljá vilja hugmynd- inni lið, að hefjast handa, ræða málið, gera um það tillögur og hefja almenna fjársöfnun í byggingarsjóð. Kæmist húsið upp, telja fróð- ir menn víst, að rekstur þess geti borið sig. Bændur íslands, sameinist um byggingu bændahúss í Reykja- vík. Sigurður Jónsson Stafafelli. Bæfarskó^nrinn 'gtminn Þriðjudaginn 5. marz. Sex míljónír og sex þúsund menn Það er talið að um nokkur undanfarin ár hafi verið byggð lbúðarhús í Reykjavík fyrir um 6 milljónir króna og að um 6000 menn hafi alveg sérstak- lega haft atvinnu við þessa húsagerð. Hér skal ekki um það rætt, hvort það hafi verið hyggilegt að verja 6 miljónum króna ár- lega til að stækka höfuðborg- ina og láta 6000 menn vinna að þessu verki. Deilur um það efni eru að því leyti tilgangslausar að húsin hafa verið byggð á traust- um grunni og munu væntanlega mörg af þeim standa i nokkur hundruð ár. En nú í sumar verður sáralítið byggt, bæði af því að byggingar- efni er torfengið og ákaflega dýrt. Hér mun það, sem reist verður í yfirstandandi dýrtíð verða lítil eign, borið saman við tilkostnað, þegar stríðinu er lokið. Það má óhætt fullyrða, að nú í vor verður mikill fjöldi dug- legra og verkæfðra manna at- vinnulaus á mölinni í Reykja- vík og Hafnarfirði. Að vísu má vænta þess, að útvegur og land- búnaður geti tekið á móti nokk- uð auknum mannafla. Þó verða miklir erfiðleikar með vinnu fyrir það fólk, sem stundað hef- ir fiskvinnu í landi, ef lítið verður um aðstöðu til að selja þurrkaðan fisk í Suðurlöndum, eins og helzt er útlit fyrir nú sem stendur. Ef þess er nokkur kostur þarf Alþingi að undirbúa með rik- isstjórninni aðstöðu til að taka í vinnu fjölda verkfærra karl- manna við störf, sem koma framleiðslunni að gagni. Þar er um tvö verkefni að ræða: Fram- ræsla lands fyrir nýbyggð vegna landbúnaðar, og hafnárgerðir fyrir vélbáta við hin sunnlenzku fiskimið. Hermann Jónasson forsætis- ráðherra hefir fengið þrjá menn 1 nefnd til að undirbúa land- kaupamál í þessu skyni. í þeirri nefnd eru Ingimar Jónsson, Steingrímur Steinþórsson og Valtýr Stefánsson. Enn hefir þó ekkí heyrzt frá þessari nefnd, en hún er að störfum. Það er fyllsta nauðsyn að hún skili áliti svo fljótt, að unnt verði fyrir Alþingi að undirbúa þetta mál í vetur. Ég hygg, að í hverri sýslu landsins verði að festa kaup á jörðum, sem eru vel fallnar til ræktunar, og hægt er að gera að mörgum býlum. Það er full- komin ósanngirni að ámæla ungu fólki í sveit, þó að það yfirgefi landbúnaðinn, ef ekki er fjölgað jörðum eftir því, sem bændaefni eru til í landinu. Nú fara þeir unglingar burtu úr sveit, sem ekki komast fyrir á jörðum feðra sinna. Ég nefni sem dæmi um eina af hinum mannfærri sýslum, Dalahérað. Þar eru tvær stórjarðir, Sauða- fell og Stórholt, sem munu hafa verið falar til kaups á undan- förnum árum. Segjum að ríkið hefði keypt þessar jarðir, og tryggt þeim börnum, sem vaxið hafa upp í þessnum héruðum, örugga aðstöðu í nýbyggðinni. Hið góða ræktarland væri ræst fram, þurrkað, ræktað, og síðan efnt til nýs larídnáms, helzt með þeim hætti, að menn, sem ynnu að landnámsvinnu hjá ríkinu, tvö—þrjú ár, sætu þar fyrir hlunnindum. Þeir menn hefðu sýnt trú sina í verkinu. í hverri sýslu eru til jarðir, sem má skipta og gera að góðum býl- um með aukinni ræktun. En vegna hinna atvinnulausu byggingarmanna í Reykjavík og Hafnarfirði þarf að verg hægt að koma við stórfelldum fram- kvæmdum, ekki langt frá höfuð- staðnum. Og þar er um tvö stór verkefni að ræða, bæði á landi og við sjóinn. Tvö beztu Tæktarlönd á Suð- urlandi eru í Ölfusinu, báðu megin við þjóðveginn frá Kömb- um og austur að Ölfusárbrú, og svo Holtin i Rangárvallasýslu. Holtin eru landstærsta og bezta Guttormur Pálsson: Guttormur Pálsson skóg- arvörður á Hallormsstað ræðir í eftirfarandi grein um tillögu þá, að komið verði upp bæjarskógi á sem flestum jörðum, þar sem skilyrði eru fyrir hendi. Gerir hann m. a. áætlun um það, hversu mikið slík framkvæmd myndi kosta og hvem arð hún myndi gefa. Hugmyndin. Sú var tíðin, að skammt var í skóginn víða á landi hér, en all- flestar jarðir hafa misst þau hlunnindi fyrir löngu. Rányrkj- an, sem einkennt hefir búskap- arhætti íslendinga frá öndverðu og fram á þennan dag,tekur það, sem hendi er næst.og skilar engu í staðinn. Skógarjarðir eru nú tiltölulega mjög fáar í landinu og langt til skógar allvíða. Sum- ar sveitir og sýslur eru skóg- lausar að heita má. Hugmyndin um bæjarskóg- inn, skógarteig nálægt hverjum bæ, er fram kominn af glögg- skyggni þess manns, er fyrstur sá hina brýnu þörf og eðlilegu tilhögun, að bóndinn ræktaði skógarteig í nágrenni bæjarins, eins og hann ræktar túnið og heldur því við og stækkar. Sá hinn sami maður mun hafa séð að eðlilegt og sjálfsagt er að rækta nytjaskóg á hverju býli, þar sem staðhættir leyfa, eins og að framleiða þar fóður handa búpeningi. Skógargróður er tal- inn með öllum siðmenntuðum þjóðum lífsskilyrði og verðmæti, eigi siður en annar gróður. Magnús Torfason fyrv. sýslu- maður hefir nýlega í eftirtekt- arverðri ritgerð í Tímanum drepið á hugmyndina um bæjar- skóginn og höfund hennar, svo ég þarf ekki að endurtaka það, sem þar er sagt. Skal aðeins á- rétta það, sem er sagt í þvi sam- bandi og tel að hugmyndina þurfi að ræða á opinberum vett- vangi, þar til málefninu er borg- ið. — í lögunum um meðferð skóga og kjarrs o. s. frv. frá 1928, er meðal annars gert ráð fyrir, að styrkja megi af opinberu fé ábú- endur og eigendur jarða, til þess að koma upp skógarteigum á landareigninni. Þetta laga- ákvæði hefir þó gilt hingað til aðeins á pappírnum. Styrkur af skógræktarfé til einstakra manna í þessu skyni hefir ekki verið veittur svo teljandi sé, þrátt fyrir fjölda umsókna um hann. Enda hefir aldrei verið veitt fé til þess sérstaklega á fjárlögum, eins og lögin gera þó ráð fyrir. Fyrgreint lagaákvæði var sett án þess, að almenningur eða bændur yfirleitt ættu þar hlut að máli. Bændastéttin og margir aðrir ráðandi menn um almenn mál, voru þá ekki vaknaðiT til skilnings á því, að samtök um skógræktarmálin væri hyrning- arsteinn í því máli, og að fram- lög til einstakra manna, sam- kvæmt lögunum frá 1928, hlyti að byggjast á þeim. Máttur sam- takanna hafði ekki gert vart við sig á sviði skógræktarmálanna. Nú eT þetta að færast í væn- legra horf. Á þeim áratug, sem nú er að renna út, hafa nokkur skógræktarfélög hafið göngu sína, og nú rofar fyrir nýjum hugsunarhætti og nýjum gróðri upp úr jarðvegi samtakanna og íslenzkri mold. Hugmyndin um bæjarskóginn er að færast feti nær framkvæmd. Verkefni skóg- ræktarfélaganna liggur beint við, þau eiga að gera hugmynd- ina um bæjarskóginn að megin- atriði á og sýna í verkinu að þau verðskuldi að fá umráð yfir því fé, sem ákvæðið í áðurgreindum lögum gerir ráð fyrir að veltt verði á fjárlögum. Verkefni skógræktarfélaganna eru að vísu margþætt, en ekkert getur að mínum dómi betur ýtt undir þátttöku almennings í félags- skapnum og skógræktarstarfinu, en vinna heima fyrir á eigin jöTð, heimilisskógrækt. Hve stór þarf bæjarskógurinn að vera? Lágmarksstærð tel ég vera 15 ha. Slíkur skógarteigur á að geta gefið af sér allmikið eldsneyti, sem nægja myndi meðalheimili, auk nokkurs efniviðar, er fram í sækti. Ég á hér við birkiskóg. Hitt er ekki efamál.að barrskóg- ur af sömu landsstærð getur gefið í eftirtekju talsverðan nytjavið fram yfir okkar inn- lenda skógarvið. En rétt mun að gera ekki ráð fyrir hreinræktuð- um barrviðartegundum í bæjar- skóginum.heldur blendingsskógi, eftir því sem reynslan benti til að hagkvæmt væri, með tilliti til vaxtarskilyrða og annara stað- hátta. Afrakstur og tilkostnaffur. Stofnkostnaður og vextir af honum við að koma upp ný- græðsluskógi á 15 ha. lands, má áætla að nemi: Girðing um landið . kr. 1500,00 PlöntuT eða fræ .... — 4000,00 Vinna við sáningu eða gróðursetningu. — 1800,00 Stofnkostnaður alls kr. 7300,00 Vextir og vaxtavext- ir af kr. 7300,00 í 30 ár með 4% vöxtum —12190,00 Stofnkostnaður með vöxtum: Samtals kr. 19490,00 Hér er gert ráð fyrir vöxtum aðeins i 30 ár. Að þeim tíma liðnum má áætla að skógurinn gefi af sér við grisjuna nægilegt til að greiða vextina af stofn- fénu og viðhald á girðingunni. Afrakstur af 15 ha. bhkiskóg- ar, sé hann vel hirtur og vaxt- arskilyrði sæmileg, yrði varlega áætlað 50 rúmmetrar af hektara — 37,5 smálestir. — Viðarmagn af 15 ha. gerir þá 552 smálestir alls. Verð á smálest má áætla voru fyrir. Sjálfstæði gamallar þjóðar var brotið á bak. Tugþús- undir drepnar, ennþá fleiri hraktir frá heimilum til æfi- langra þjáninga, andlegra og líkamlegra, en herfanginu skipt í bróðurlegri einingu milli Hitlers og Stalins. Þetta hét á máli kommúnista að frelsa fólkið. Og þetta var aðeins byrjimin. Það var að vísu alveg horfið frá því að frelsa þýzku alþýðuna undan hæli Hitlerismans. Hins vegar voru nokkur smáríki enn á landamærum Rússlands, litlar þjóðir og friðsamar, sem óskuðu þess eins að lifa óáreittar og sem engin tök höfðu á því að verjast vopnaðri ásókn stórveldis. Þarna voru hæfilegir andstæðingar fyrir 170 miljóna þjóð og hinn verndandi rauða her. Skömmu seinna stóð verndari smáþjóðanna, hinn rauði her, við landamæri litlu, baltisku ríkj- anna og bauð upp á tvo kosti: Innrás í löndin eða afsal raun- verulegs sjálfstæðis, þar sem her Rússa skyldi leyfð óhindruð för um þau og bækistöðvar fyrir hann eftir eigin vali. Og litlu ríkin beygðu sig. Mótstaðan var svo tilgangslaus, ofbeldið svo tví- mælalaust. En einræðisherrann í Moskva var nú einu sinni byrjaður á hinu frelsandi hlutverki, og hér átti illa við að hætta í miðj- um klíðum. Vestan að Rússlandi lá Finnland, eitt fámennasta land álfunnar, fólk, sem bjó við lýðræði, sjálfsákvörðun, frið og mikla andlega og efnislega menningu. í stuttu máli: alger- lega ófrelsuð þjóð. Svo búið mátti ekki standa. Þetta land og þetta fólk varð rauði herinn að heilsa upp á. Nauðsyn þess var skýrð með tvennum hætti, svona nokkuð sitt á hvað. Auk hinnar fyrri ástæðu, sem þegar er nefnd, voru Finnar (tæpar 4 millj. talsins) hræðileg ógnun við Rússland með slnar 170 miljónir. Þetta ægivald vest- an við Ladoga sýndist til þess búið að tortíma Stalin og öllum hans rauða her, ef ekki væri tekið í taumana i tíma. Vígorð Mússolinis og Hitlers: „Árás er bezta vörnin“ varð áður yfirlýst- um fjanda þeirra í Moskva það gæðasvar við öllum áhyggjum út af frelsun Finna annars vegar, en hræðslunni við þá hins vegar, sem leiddi rauða herinn til inn- rásar í síðasta sjálfstæða smá- ríkið, er lá að landi hans. Og nú gerist þetta furðulega æfintýri, sem minnst var á í byrjun þessarar greinar. Mánuðum saman eru einu sigrarnir, sem nást í allri Ev- rópu-styrjöldinni, unnir af einu smáþjóðinni, er út í stríðið hefir (Framh. á 3. siðu) kr. 50,00. Hér er gengið út frá að skógurinn sé felldur 80—90 ára og yngdur upp samtímis. Annars mun birkiskógur yngja sig upp af sjálfsdáðum. Dæmið lítur því þannig út, samkvæmt framansögðu: Afrakstur 80 ára birkiskógar: Viðarmagn 552 smá- lestir á 50 kr...kr. 27600,00 Þar frá ber að draga vinnu við að fella skóginn og gera hann söluhæfan .. — 4000,00 Nettóafrakstur kr. 23600,00 Stofnkostnaður og vextir í 30 ár .... — 19490,00 Hreinn arður kr. 4110,00 Nothafi skógarins fengi þann- ig kr. 4000,00 fyrir afnotamissi landsins frá beitinni, í þessi 80 ár, en það eru 50 kr. árlega til jafnaðar. Virðist það sæmilegt eftirgjald eftir 15 ha. beitilands. Ef áætlun þessi fer ekki fjarri, er ræktun bæjarskógarins fyrir- tæki, sem ber sig. Meira verður tæplega heimtað. Hér er vita- skuld miðað við sæmileg vaxtar- skilyrði, eða náttúruskilyrði, eins og þau eru í betri sveitum landsins. Þar sem ræktarmögu- leikarnir eru lakari, má ekki ætla skóginum að greiða vexti af höfuðstólnum, nema þá mjög lága. Hinsvegar má, víðast hvar a. m. k., reikna hin beinu og óbeinu hlunnindi, er skógurinn færir nothafanum. Sé skógurinn við hæfi jarðarinnar, eða aðeins

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.