Tíminn - 05.03.1940, Blaðsíða 4

Tíminn - 05.03.1940, Blaðsíða 4
104 TÍMIM, þrigjndaginn 5. marz 1040 26. blað tR B Æ IV U M Styrjöldín í Fínnlandi Bœ j ar skógurinn Yfiir tandamærin 1. Mbl. heldur áíram hinum rök- semdalausa þvættingi um verzlunar- málin. Síðastl. sunnudag segir blaðið t. d. að verzlunarhöftin „hafi að heita má eingöngu verið látin bitna á verzl- unarstéttinni". Þá talar blaðið um „hina pólitísku herra, sem í óþökk þjóðarinnar haldi dauðahaldi í rang- lætið". Vill ekki blaðið nefna einhverj- ar sannanir fyrir þessum fullyrðingum sínum? Vill það ekki reyna að sýna fram á hvert „ranglætið" er? Vill það ekki reyna að leiða rök að því, að höft- in hafi nær eingöngu bitnað á kaup- mönnunum? Því ætti að skiljast, að enginn óvitlaus maður getur tekið mark á þessum fuliyrðingum þess, án einhverra röksemda þeim til stuðnings. 2. Það væri elnnig óneitanlega skemmtilegt, ef Mbl. vildi til frekara rökstuðnings máli sínu lýsa kjörum stórkaupmanna i Reykjavík, en þau hljóta að vera hin hörmulegustu, ef frásögn blaðsins um „ranglætið", sem þeir séu beittir, er rétt. Það er víst eitthvað annað, sem vesalings stór- kaupmennirnir verða að búa við, en sældarkjör bænda og verkamanna! 3. Kommúnistablaðið reynir enn að æsa Þjóðverja gegn íslenzku þjóðinni. Siðastl. simnudag kallar það t. d. nú- verandi valdhafa „brezka erindreka". Sjómenn okkar myndu fljótlega íá að kenna á því, ef þýzkir valdamenn tækju þessa landráðastarfsemi komm- únista alvarlega. 4. Kommúnistar á Akureyri hafa undaníama vetur reynt að koma nokkrum fulltrúum á aðalfund Kaup- félags Eyfirðinga og hafa haft tU þess nægan mannafla. En nú er gengi þeirra og kjarkur svo á þrotum, að þeir reyndu að fá meðmælendur með sér- stökum lista, en fengu engan stuðning. Talið er, að fylgið hafi hrunið mest af kommúnistum í Finnlandsmálunum. Þar sást að forkólfamir voru ættjarð- arlausir. 5. Sigurður Eggerz vissi ekki, er hann lagði út í að nota Jón Sigurðsson sem barefli á samvinnumenn, að for- setinn hafði átt mikinn þátt í að hvetja föður Sigurðar til að gerast kaupfé- lagsstjóri, og studdi Pétur Eggerz í bar- áttu við kaupmannavaldið. Norskt skip, sem flutti vömr til Péturs Eggerz til Borðeyrar og fleiri staða, hét Jón Sig- urðsson. Svo náið var þar nef augum. 6. Árni Jónsson frá Múla er engu betur að sér um samvinnumál þeirrar sýslu, þar sem hann er fæddur og alinn upp. Hann veit ekki, að nálega helmingur af bændum í Suður-Þing- eyjarsýslu em félagsmenn í kaupfélagi á Akureyri. Þetta gerir útreikninga Vísis um vömþörf K. E. A. mjög vill- andi. Það mun reynast erfitt að gera úr Jóni Sigurðssyni f jandmann samvinnu- félaga, nema helzt með þeirri tegund af þekkingu á verzlunarsögu, sem Sig- urður Eggerz og Árni Jónsson hafa til að bera. 7. Héðinn Valdimarsson hefir marg- reynt að stofna nýjan flokk. Eftir margar atrennur fékk hann saman 43 menn, mestallt starfsfólk Olíuverzlun- arinnar. Mestir virðingarmenn auk Héðins voru þeir Þorsteinn Pétursson og Amór Sigurjónsson. Félagið heitir Jafnaðarmannafélag Reykjavikur, eftir félagi því, sem Héðinn lagði við skurð- artrogið, er hann gekk yfir til komm- únista. Arnór flutti aðalræðuna á fundinum. Sagði hann frá pólitískum hrakningum sinum, og gat þess, að bæði Framsóknarflokkurinn og Al- þýðuflokkurinn hafi verið mjög góðir flokkar, þar til hann yfirgaf þá. x+v■ Aðrar fréttlr. (Framh. af 1. síðu) Hess og fleiri forvígismenn naz- ista. Ekkert hefir verið uppskátt látið um viðræðurnar. Hann er nú á leið til Frakklands. Þýzk flugvél réðist á enskt farþegaskip, sem var nýfarið frá Antwerpen, síðastliðinn laugar- Glímufélagið Ármann efnir til skiðanámskeiða við skála sinn í Jósefsdal og mun fyrra nám- skeiðið hefjast n. k. mánudag, 11. þ. m. Kennari verður Guðm. Hallgrímsson. Skákmeistari Reykjavíkur er nú 'Ásmundur Ásgeirsson. Hefir einvígi staðið yfir milli hans og Egg- erts Gilfer um titil þenna, og lauk því svo, að Ásmundur vann þrjár fyrstu skákir einvígisins og bar þar með sigur úr býtum. Skaftfellingamót er að Hótel Borg annað kvöld. Hefst það kl. 7.30. Borgfirðinga- og Mýramannamót verður haldið að Hótel Borg á föstu- daginn kemur, og hefst það með borð- haldi kl. 8. Skemmtiskrá verður fjöl- breytt og munu Borgfirðingar skemmta. Aðgöngumiðar að hófinu verða seldir í Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar og að Hótel Borg á morgun og fimmtu- dag. Skíðamót Reykjavíkur fór fram við Kolviðarhól um helgina. Veðurskilyrði voru slæm. Keppt var í þrem aldursflokkum . í skíðagöngu, og áttu vegalengdir að vera 18 km., 10 km. og 5 km., en voru styttar um fimmtung. Úrslit voru þau, að Gunnar Johnson var fyrstur í 1. aldursflokki, á 64.24 mín., Bjöm Blöndal annar á 67.04 mín. og Georg Lúðvíksson þriðji á 67.07 mín. í öðrum flokki var fyrstur Guðbjörn Jónsson á 46.21 mín., en í þriðja flokki Lárus Guðmundsson á 25.25 mín. Þess- ir eru allir úr K. R. í svigi varð hlut- skarpastur Björn Blöndal, annar Stef- án Stefánsson úr Ármanni og þriðji Georg Lúðvíksson. í drengjakeppni í svigi sigraði Haraldur Bjömsson úr K. R. Skíðastökkin fóru eigi fram vegna veðurs. Thule-skíðamótið verður háð í Hveradölum 9. og 10. marzmánaðar. Þangað eru meðal ann- arra væntanlegir allmargir Siglfirðing- ar. — Útburður símaskrárinnar fyrir 1940 mun nú geta hafizt að hér um bil viku liðinni, en hann hefir taf- izt nokkuð vegna efnisskorts til nauð- synlegra breytinga, sem gera verður um leið og hin nýja skrá er tekin til notk- unar. Um það, hvort eða hvenær nýir notendur geta fengið síma, verður að svo stöddu ekkert sagt, enda er nú að verða línulaust sums staðar I bænum, t. d. 1 vesturbænum. Sjálfsagt verður þó reynt smátt og smátt að koma upp einstöku símum, þar sem línur eru til. dag. Varpaði hún á það nokkr- um sprengjum, sem ollu stór- felldu tjóni. Skipið komst þó aftur nauðulega til hafnar. Tal- ið er að um 100 manns hafi farizt. Þýzk flugvél skaut niður tvær belgiskar flugvélar í loftorustu á laugardaginn. Flaug hún yfir belgiskt land og fóru þá þrjár belgiskar flugvélar til móts við hana. Þjóðverjar hafa beðið af- sökunar á þessum atburði, sem vakið hefir mikla gremju í Belgíu. Sænski utanríkismálaráðherr- ann hefir lýst yfir því, að um helmingur þeirra skipa, sem hafa farizt af völdum styrjald- arinnar, hafi verið í siglingum milli hlutlausra landa. Carol Rúmeníukonungur hefir ákveðið að fara í opinbera heim- sókn til Ítalíu í byrjun næsta mánaðar. Vekur þetta mikla athygli. og „norræn samvinna" (Framh. af 1. siðu) vinnu“. Þvi hefir verið óspart flaggað undanfarin ár, að hin svokallaða „norræna samvinna“ væri aukin trygging fyrir sjálf- stæði og hlutleysi þessara þjóða, og margir höfðu vænzt þess, að hún myndi reynast bezt, þegar til alvörunnar kæmi. Finnlands- styrjöldin hefir kollvarpað þess- um glæstu vonum. Hin „nor- ræna samvinna“ hefir ekki reynzt sjálfstæði þessara þjóða nein vörn. Þegar til alvörunnar kom hugsaði hvert ríkið fyrst og fremst um sig og valdi þá leið, sem það taldi sér vænlegasta til bjargar, án tillits til afdrifa ná- búans. Það er svipuð saga og 1864, þegar Danir hugðust að bjarga Suður-Jótlandi með því að láta Þjóðverja fá ísland. Sú framkoma Dana var rétt, þegar litið var á málið frá sjónarhæð sérhagsmuna þeirra, og það get- ur meira en vel verið, að Norð- menn og Svíar hafi valið hina réttu afstöðu, þegar málin eru mæld með slíkum mælikvarða. En fyrirætlun Dana 1864 var vissulega ósamrýmanleg „nor- rænni samvinnu". Nokkrir meðhaldsmenn „nor- rænnar samvinnu" reyna að halda því fram, að hinar Norð- urlandaþjóðirnar hafi ekki get- að veitt Finnum meiri hjálp eða á annan hátt en gert hefir verið. Þessir menn þykjast vita betur en Tanner og Sandler, sem tald- ir hafa verið með glöggskyggn- ustu og raunsæjustu stjórn- málamönnum á Norðurlöndum og haft hafa betri aðstöðu en flestir aðrir til að fylgjast vel með í þessum málum. Annars hefðu menn ekki þurft að verða fyrir stórum von- brigðum af „norrænni sam- vinnu“, ef þeir hefðu kynnt sér hana til hlítar eins og hún hefir í raun og sannleika verið til þessa dags. Þvi miður hefir hún ekki verið mikið meira en fögur orð. Hennar hefir hvergi gætt í hinum þýðingarmeiri málum. Hún hefir yfirleitt ekki snúizt um annað en lítilsverða smá- muni. Eitt gleggsta dæmi um innihald hennar fengu íslenU- ingar siðastliðið sumar. Góður tugur auðmanna og mikilsmeg- andi valdamanna á Norður- löndum kom hingað til lands, sátu hér „norræna" ráðstefnu og sögðu falleg orð um ísland og „norræna samvinnu". Um líkt leyti voru auðkýfingar Norðurlanda að semja við okkur um lán til brýnnár og arðvæn- legrar framkvæmdar. Þá var hjartaþel „norrænnar sam- vinnu“ ekki til staðar. Auðkýf- ingarnir norrænu létu okkur sæta þeim mestu afarkostum, sem við höfum orðið að þola síðan sjálfstæðið var endur- heimt. Þetta kunna að þykja beizk orð. En við íslendingar gerum sjálfum okkur mestan greiða með því að meta hina „norrænu samvinnu“ eins og hún er, en Jsjá hana ekki stöðugt í róman- I tískri ofbirtu. Þ. Þ. 174 Margaret PecLler: af öllu gera sem mest af þessu sjálf.“ „Já, það veit ég. Ég vildi að guð gæfi að þú gætir losnað við þá hugsun og leyfðir öðrum, sem langar til að hjálpa þér og--------.“ „Það er harðbannað,“ svaraði Jane og hristi höfuðið. „Góði „spekingurinn“ minn! Lofaðu mér nú að vera heimskri, einþykkri og þreytandi eftir mínu eig- ln höfði. Ég er hvort sem er orðin af gömul til þess að fara eftir öðrum.“ „Of gömul, þó, þó! Ef það er eina ástæðan-----------“. Jane tók fast um handlegg honum og horfði alvarlega á hann brúnum og einlægum augunum. „En þú veizt það sjálfur, Jack, að það er ekkl eina ástæðan, — og við skulum heldur tala um eitthvað annað............ Finnst þér ekki allt fallegt hérna hjá honum Maitland," hélt hún áfram í allt öðrum tón. „Ég gæti trúað, að þarna ofan að,“ — bætti hún við og benti á turn, sem gnæfði yfir eitt horn húss- ins, — „sjáist um alla ströndina og langt út á haf. Ennþá höfum við ekki séð nema lítinn hluta af allri dýrðinni. Hvers vegna viljið þið ekki staldra dá- lítið lengur við, þú og Elízabet? Ekki hafið þið neina hungraða hesta á sam- vizkunni." „Nei, en ég þarf að gera sjúklingi til Laun þess liSna 175 góða klukkan sex,“ svaraði Sutherland þungbúinn. „Auk þess ætla ég að fylgja þér heim. Mér þætti fróðlegt að vita hvort Frayne leggur blessun sína orða- laust yfir þessa vináttu,“ hélt hann á- fram og kinkaði kolli í áttina til þeirra Maitlands og Elízabetar, sem voru orð- in góðan spöl á undan. Augu Jane fylgdu bendingu hans og urðu alvarleg og ofurlítið angurvær. Augu Colins höfðu oftar en einu sinni ljóstrað leyndarmáli hans upp fyrir henni. Hún hugsaði til þess, með nokkrum sársauka, hvort þessi vin- skapur, sem Sutherland átti við, myndi eyðileggja fyrir bróður hennar eina möguleikann til sannrar hamingju, — hamingju, sem ein gæti bætt honum upp allt það, er hann hafði farið á mis við. „Ég sé enga ástæðu til þess fyrir Candy að setja sig upp á móti þessu,“ svaraði hún athugasemd læknisins. „Þú sérð það ekki, nei?“ Jane stanzaði allt í einu og leit á lækninn óttaslegin. Þessi stutta og skýra spurning hafði ómað sem aðvör- un í eyrum hennar. „Sérð þú það? Hefir hann nokkra raunverulega ástæðu til þess!“ Sutherland sparkaði steinvölu af göt- unni með dálítilli óþolinmæði. (Framh. a) 3. siðu) hindrunar, má benda á, að draga má að mun úr stofnkostnaðin- um og haga ræktunaraðferðum í samræmi við það. Framangreind áætlun um kostnaðinn var byggð á þvi, að V« hluti hins fyrirhugaða skóg- lendis á hverjum stað yrði tek- inn fyrir árlega. Stofnkostnaður á ári yrði þá á hverju býli Vis af kr. 7300.00 = kr. 486.00. Þegar að því kæmi, eftir 75—80 ár, að yngja skóginn upp, yrði farið eins að, og Vib hlutar skógarins felldir og yngdir upp árlega. Byrjað væri á elztu árgöngunum og ræktunarumferðin tæki þá 90—95 ár. En ef menn kysu að skógurinn gæfi ^töðugan af- rakstur, er um tvennt að velja, að hafa árgangana í samræmi við stærð skógarins, eða að láta ræktunarumferðina ná yfir styttra árabil. En ræktunaraðferðin þarf ekki að vera svo mjög kerfis- bundin, sem nefnt var. Hinir dýrmætu eðliskostir okkar inn- lenda skógargróðurs bjarga mál- inu, þegar það virðist ætla að stranda á fjárskorti, eða því, að erfitt væri að afla fræs og planta til bæjarskóganna. Skógurinn eða náttúran getur fullgert ræktun hins fyrirhugaða skóg- lendis, þegar búið er að koma upp skógargróðri á nokkrum hluta landsins. En skógurinn þarf tíma til að vinna verk sitt. Hitt er vist, að þau öfl, er þar vinna, ná sama marki og mannshöndin. Náttúr- an heimtar aðeins frið og tíma. Ef við höfum efni á að láta þetta hvort tveggja í té, eftir að búið er að græða dálítinn skógarblett nálægt bænum, kemur skógur- inn af sjálfu sér. Á hinn bóginn má segja, að tíminn sé peningar og friðun landsins kostar vissu- lega alltaf sitt, eins og til hagar hér á landi, svo allt ber raunar að sama brunni um kostnaðinn. Þó er vafalaust rétt að gera sér það ljóst í upphafi, að margt getur orðið þess valdandi, að slá verði af kröfunum um rækt- un bæjarskógarins á tilsettum tíma. Hinu má þá heldur ekki gleyma, að markið næst eigi að síður og að landið verður skógi vaxið fyrr en nokkurn grunar. Meðan styrjöld sú geysar, sem nú er háð, verða ýmsar fram- kvæmdir að bíða um nokkur ár, ef til vill. En íslendingar hafa aðstöðu til að undirbúa þær. Svo er og um skógræktina, eða fram- kvæmd þeirra mála. Skógrækt- arfélögin, sem stofnuð hafa ver- ið, geta búið í haginn á ýmsa lund. Þau geta unnið að því að fjölga þátttakendum og gert margskonar athuganir og áætl- anir um verkefni, sem fyrir liggja og hugsað er að fram- kvæma þegar batnar í árí. Þeir landshlutar, þar sem enn eTu ekki stofnuð skógræktarfé- lög, ættu að nota stríðstímann til þess að berjast fyrir gott málefni, meðan almenningur í nágrannalöndunum berst á víg- vellinum, þó það kunni að vera vegna málefnanna. Sem eðli- legt er þarf tíma til að almenn- ingur í landinu átti sig á við- fangsefnum skógræktarinnar. Áhugi manna víða, seinustu áratugina, sem lýsir sér í trjá- rækt við bæi og hús, er mikils- vert atriði, sem fyrsta stig trjá- ræktar og skógræktar. Sá áhugi er sönnun þess, að ekki verður látið þar við lenda. Næsta stig- ið er bæjarskógurinn. Út frá trjágarðinum á bæjarskógurinn að spretta. Ekki eingöngu með sjónarmið skjóls og fegurðar, sem þó munu fylgja honum, heldur fyrst og fremst sem hagsmuna- og menningarmál fyrir einstaklinginn og þjóðar- heildina. Þessi sjónarmið eru nú að skýrast og ná tökum á fólk- inu allvíða. Stríðstímarnir eru hentugir til þess að glæða þann hugsunarhátt, ef menn ekki freistast til að gefa fjárgróðan- um of mikið rúm,og bæjarskóg- urinn getur þá þróazt og stað- ið af sér storma allra stríðs- tíma. Guttormur Pálsson. KONA UM FERTUGT óskar eftir ráðskonustöðu á góðu sveitaheimili. Vön sveitavinnu. Tilboð, ásamt góðum upplýsing- um, leggist inn á afgreiðslu blaðsins fyrir 20. þ. m., merkt 100. ..QAMLA BÍÓ”‘~*‘~**" Inga 16 ára Áhrifamikil þýzk kvik- mynd, gerð samkvæmt skáldsögunni „Sextanerin“ eftir V. Neubauer. Aðalhlutv. leika: ROLF WANKA og ELLEN SCHWANNEKE. NÝJA BtÓ ■ —— ÞAU GIFTU SIG AFTUR Amerísk skemmtimynd frá Fox um ástir, rómantík, hjúskap og skilnaði. Aðalhlutv. leika: LOURETTA YOUNG Og TYRONE POWER. Aukamynd: Pólski píanósnillingurinn PADEREWSKI spilar Adagio úr tunglskins sónötu Beethoven o. fl. HAPPDRÆTTI Háskóla íslands Á hverju ári sendir HAPPDRÆTTI HÁSKÓLANS allt að 5000 vinninga út um landið. Þetta skiptir nú mörgum milljónum síðan Happdrættið hófst. Það hefir fært birtu í margan bæinn, eins og Steindár Sigurösson kveður svo hnittilega: Eg hef alltaf síðan séð sólskin allan daginn, að Happdrættið kom hingað með hamingjuna í bæinn. Eða þá ónefnda skáldið, sem kveður: ♦ Eg er ekki flatur né fátækur lengur, fimmtíu þúsundin tryggja minn veg. Spilaðu í Happdrætti Háskólans, drengur, þá hlýturðu eflaust það sama og ég. Og hér er eitt orð frá sama skáldi til þeirra, sem eru að velta því fyrir sér, hvað þeir eigi að kaupa mikið af happdrættismiðum á þessu ári: 1940 er eflaust happaár, þá enginn skyldi tækifærum sleppa. Og gaman er að lifa með fullar hendur fjár, sem fjórðungsmiði lætur okkur hreppa. Jörðín Höskuldsstaðir í Dalasýslu er til sölu með eða án áhafnar. Laus til ábúðar næst- komandi vor. — Upplýsingar gefur Kristján Kristjánsson, Ránargötu 18. Sími 3282 eða 4857. Verðhækkun mjólkur (Framh. af 1. síðu) til búanna berst. Er allt mjólk- urmagnið áætlað um 16 millj. lítrar, en neyzlumjólkin um 5,5 milj. lítra. Eru þessar tölur mið- aðar við reynslu fyrri ára. Geta ber þess að fyrstu þrjár vikur ársins var mjólkin seld án nokk- urrar verðhækkunar, og um nokkurn tima með 4 aura hækk- un á lítra. Þessar upplýsingar — ná- kvæmlega sundurliðaðar — hafði formaður mjólkurverð- lagsnefndar, Páll Zóphóníasson, sent Mbl. fyrir nokkrum dög- um síðan og var blaðinu því mæta vel kunnugt um þær. Engu að síður fullyrðir það sið- astliðinn sunnudag, að bænd- ur fái aðeins einn eyrir af mjólkurhækkuninni. Er þetta gott dæmi um hinn óvandaða málflutning blaðsins. Blaðið fullyrðir, að megin- hlutinn af mjólkurhækkuninni fari í óþarfan milliliðakostnað. Vill ekki blaðið fá sér skýrslu hinna löggiltu endurskoðenda og benda á þá liði kostnaðar- aukningarinnar, sem eru óþarf- ir? Meðan blaðið geTir það ekki, getur það ekki ætlazt til að mikið mark verði tekið á vaðli þess. Auglýsið í Timannm! A krossgötum. (Framh. af 1. síðu.) til að undirbúa löggjöf um almenna þegnskylduvinnu. Munu Húnvetningar fúsir til að fylgja fram hugsjón Her- manns Jónassonar frá Þingeyrum. Laxfoss fer til Stykkishólms á morgun síðdegis. Flutningi veitt móttaka í dag. AFGREIÐSLA LAXFOSS. Skrifstofa Framsóknarflokksins i Reykjavík er á Lindargötu 1D Framsóknarmenn utan af landi, sem koma til Reykja- víkur, ættu alltaf að koma á skrifstofuna, þegar þelr geta komið þvl við. Það er nauðsynlegt fyrir flokks- starfsemina, og skrifstof- unni er mjög mlkils viröi að hafa samband við sem flesta flokksmenn utan af landi. Framsóknarmenn! Munið að koma á flokksskrifstofuna á Lindargötu 1 D.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.