Tíminn - 19.03.1940, Blaðsíða 2

Tíminn - 19.03.1940, Blaðsíða 2
126 TÓIIIVíV. þriðjndagiim 19. marz 1940 31. blað 'gíminn Þriðjudatiinn 19. marz Andstaða gegu umbótnm í blöðum Sjálfstæðismanna hefir verið hafin sérstök her- ferð gegn þremur málum, sem komið hafa fram á yfirstand- andi þingi. Eru það frumvörpin um rafveitulánasjóð, brúarsjóð og fjáröflun handa íþróttasjóði, sem hafa komið forvígismönn- um Sjálfstæðisflokksins í hern- aðarskap. Það vantar að sönnu ekki, að blöð Sjálfstæðisflokksins hafi fögur orð um nauðsyn þeirra framkvæmda, sem hér eiga hlut að máli. Hinsvegar telja þau alveg ófært, að reynt sé að afla fjár til þeirra með nýjum álögum. Álögurnar, sem hér er farið fram á, eru þessar: Rafveitur, sem fengið hafa lán eða lánsábyrgð hjá ríkinu, greiði y2% gjald af láns- eða ábyrgðarupphæðinni, þangað til hún er að fullu greidd. Tekjum þessum verði varið til nýrra raf- stöðva. Lagt verði eins eyris aðflutn- ingsgjald á benzínlítra og skal þessu fé varið til byggingar stór- brúa. Lagt verði iy2% gjald á heild- söluverð áfengis og tóbaksvara og skal þessu fé varið til efling- ar íþróttum í landinu. Hér í blaðinu hefir áður verið gerð grein fyrir því, hversvegna er sérstaklega bent á þessar tekjuöflunaraðferðir í sambandi við framangreindar umbætur, Ennfremur má geta þess, að víða erlendis, þar sem benzín- skattur er hærri en hér, er nokkrum hluta hans varið til vegabóta. í Noregi borga raf- veitur skatt til að greiða fyrir nýbyggingum. Það þarf ekki mikil heilabrot til að gera sér ljóst, að andstað- an gegn þessum tekjuöflunar- leiðum er raunar ekkert annað en andstaða gegn sjálfum um- bótunum — svo framarlega sem ekki er bent á aðrar tekjuöflun- arleiðir. Menn verða að gera sér full- ljóst, að hér er ekki nema um tvennt að ræða: Annaðhvort að láta þessar umbætur bíða um ófyrirsjáanlega langan tíma, ell- egar að þjóðin leggi harðar að sér, spari meira við sig, og safni fé til að koma þeim í fram- kvæmd. Þetta er kjarni málsins. Þetta hefir alltaf verið kjarninn í öll- um deilum um umbótamál, sem kostað hafa opinber framlög. Þeir, sem hafa verið búnir að hreiðra svo vel um sig í þjóðfé- laginu, að þeir hafa sjálfir enga persónulegan hagnað af ýmsum almennum umbótum, hafa yfir- leitt verið þeim andvígir. Sú mótstaða hefir vitanlega byggzt á fullkominni eigingirni. Þess- um mönnum hefir verið ljóst, að hinar almennu umbætur myndu hafa í för með sér álög- ur, sem þeir yrðu að nokkru leyti að greiða. Hinsvegar hafa þeir venjulega ekki þorað að koma fram sem hreinir fjandmenn hinna al- mennu umbóta. Þeir hafa farið krókaleiðir. Helzta krókaleiðin hefir verið sú, að reyna aö hræða almenning með sköttun- um — reyna að gera þjóðina þannig fráhverfa því, að vilja leggja eitthvað á sig vegna um- bótanna. Engar úrtölur eru hættulegri manndómi og umbótavilja þjóð- arinnar. Hætti þjóðin að vilja leggja eitthvað á sig til að skapa auknar umbætur og betri lífs- kjör, þá hættir hún líka fljót- lega að verða menningarþjóð. Fjármunir hennar fara í per- sónulegt sukk og eyðslu, kyrr- staðan tekur sér bólfestu í land- um sjóðum er safnað til áð standast straum af hinum al- inu, þar sem engum sameiginleg- mennu umbótum. Menn geta skammast yfir tollum og skött- um, en þeir geta aldrei neitað því, að tollar og skattar hafa verið og eru undirstaða lang- flestra umbóta, sem unnar hafa verið beint í þágu þjóðarinnar — að þeir eru réttasti mæli- Namitarf Norðurlanda Norðurlandaþjóðirnar eru skyldar um uppruna, mál og menningu. Þær hafa um allmörg undanfarin ár og jafnvel áratugi haft til umræðu gagnkvæma hjálp og öryggi, ef hættu bæri að höndum. Nú í vetur reyndi á þetta gagnkvæma öryggi. Rússar réð- ust tilefnislaust á Finnland. Þessi litla þjóð var vel undirbúin, hafði víggirt sig ramlega móti óvinum og æft þjóðina svo sem bezt mátti vera í öllu, sem laut að landvörnum. Upphaf stríðsins var með þeim hætti, að auðséð var að Rússar ætluðu að leggja allt Finnland undir sig. Þá voru Rússar komnir að landamærum Svíþjóðar og Noregs. Áttu ekki nema örstutta leið vestur að At- lantshafi, sem lengi hefir verið takmark þessarar þjóðar. Allar öryggiskröfur Noregs og Svíþjóðar bentu eindregið í þá átt, að þær ættu að hjálpa Finn- um og verja með þeim hætti sín eigin lönd. Sú leið var þó ekki tekin. En í ofanálag neituðu stjórnir beggja landanna Eng- lendingum og Frökkum að senda hjálparher með járnbrautinni frá Narvik. Þó var slík hjálpar- liðssending bein skylda eftir þjóðabandalagssáttmálanum. — Vegna þessarar neitunar urðu Finnar að semja frið, og láta virki sín og mikið af bezta landi sínu í hendur Rússa. Nú skal því ekki neitað, að hver þjóð, sem ekki er beint ráð- izt á, hikar við að leggja út í hörmungar styrjaldanna. Norð- menn og Svíar geta gefið ýmsar skýringar á, að þeir sátu hjá, og játa að þeir neituðu hjálpar- liði að fara um lönd sín. En staðreyndin er sú, að jafn- vel í hinni ægilegustu sjálfsvörn Norðurlanda var setið hjá um þá einu hjálp, sem gagn var að. Þetta vekur íslendinga til at- hugunar um, hve miklu frænd- þjóðirnar á Norðurlöndum mundu fórna til stuðnings ís- lenzku þjóðinni, ef á reyndi. Ýmsir menn hafa haldið því fram, að íslandi væri vernd að sambandi við Danmörku, ef landið yrði fyrir árás af óvin- veittri þjóð. Sumir hafa alveg Wokknr orð um há- skólabygglnguna Efifír Alexander Jóhannesson kvarðinn á sameiginlegan vilja þjóðarinnar til að leggja eitt- hvað á sig í þeim tilgangi, að lífskjörin og menningin fari al- mennt batnandi í landinu. Skrafið um álögurnar hefir oft verið bezta vopn kyrrstöðu- mannanna. Þeim hefir stundum tekizt að lama umbótavilja al- mennings með því að draga upp dökkar myndir af hinum ægi- legu álögum! Almenningur hef- ir ekki skilið það eins vel, að úrtölumennirnir, sem voru venjulega fjáðustu mennirnir, voru fyrst og fremst að reyna að koma sér undan auknum álög- um til almennra þarfa. Baráttan gegn rafveitusjóði, brúarsjóði og íþróttasjóði, er af þessum toga sprottin. Það er baráttan gegn byggingar- og landnámssjóði, verkamannabú- stöðum, jarðræktarlögum, ný- býlasjóði, alþýðuskólum og öðr- um slíkum umbótum, sem nú hafa sigrað, er birtist hér í nýrri mynd. Sjálfstæðisblöðin segja, að Framsóknarmenn hafi flutt þessi frv. til að afla sér kjósenda- fylgis. Halda þessi blöð í raun og veru að tillögur um auknar álögur séu eitthvað sérstaklega vinsælar? Sé hægt að tala um hræsnara í þessu sambandi, er það Sjálf- stæðisflokkurinn. Hann þykist vera með umbótum og hyggst þannig að vinna hylli þeirra, sem óska eftir þeim. En jafn- framt berst hann gegn álögun- um, sem þessar umbætur kosta, og tryggir sér þannig fylgi þeirra, sem ekki vilja greiða meira til almennra þarfa. Slíka tvöfeldni er vissulega hægt að kalla hræsni og það mikla hræsni. Framsóknarflokknum er það vel ljóst, að það er ekki vinsælt að flytja tillögur um auknar á- | lögur. En hann er fylgjandi um- bótunum og þorir að taka af- leiðingunum af því. Hann þorir að fylgja stefnu sinni fram. Hann segir þjóðinni hreint og hiklaust, að hún verði að leggja á sig auknar byrðar, ef hún eigi að fá umbæturnar. Hann lofar ekki gulli og grænum skógum fyrir það eitt, að fólk fylgi hon- um að málum. Hann berst fyrir umbótum, en gerir jafnframt þá kröfu til þjóðarinnar, að hún sýni þann manndóm og fórnar- vilja, sem alltaf hlýtur að vera undirstaða umbótanna. Hann veit að þetta getur aflað hon- um nokkurra óvinsælda, en hann metur meira að ganga hreint til verks en að reyna að afla sér fylgis með því að skapa þær fölsku vonir hjá þjóðinni, að hún geti orðið umbótanna aðnjótandi, án nokkurs fórnar- vilja og fyrirhafnar. Þ. Þ. sérstaklega lagt áherzlu á að sameiginlegur konungur fyrir bæði löndin væri íslandi trygg- ing á hættutímum. Um leið og stríðið skall á kall- aði stjórn Dana Hvítabjörninn heim til Danmerkur til að vinna fyrir sitt eigið land. Enginn ís- lendingur mun hafa ætlazt til annars, enda var stjórn Dana á sömu skoðun. Aðstaða Dana er auk þess hin erfiðasta, þar sem þeir eru á krossgötum, þar sem allir vindar mætast. Og fáir, sem til þekkja á Norðurlöndum, munu efast um,að úr því Finnum var ekki veitt full hjálp í erfið- leikum þeirra, eins og málavext- ir voru þó í því efni, þá mun engin frændþjóð setja sig í hættu vegna íslendinga. í þess- um orðum mínum liggur engin ásökun. En mér þykir rétt, að ís- lenzka þjóðin hafi fulla gát á því, aö samvinna frændþjóðanna norrænu nær aðeins til lítilla hluta og lítillar fórnar. Þegar mikið reynir á, leitar hver þjóð- in, svo sem vænta mætti, skjóls fyrir óveðrinu í sínu eigin húsi. Þeir smáhlutir viðvíkjandi námi, rannsóknum landanna o. s.frv., þar sem samvinna Norður- landaþjóðanna kemur að haldi, er nokkurs virði, og fráleitt fyrir íslendinga að gera of lítið úr þeirri gagnsemi. Þegar íslend- ingar hafa tekið öll sín mál í sín- ar hendur og eru orðnir fullkom- lega frjáls þjóð eins og lands- menn voru frá upphafi íslands- byggða og fram á 13. öld, þá verður þessi norræna samvinna um gagnlega smámuni töluvert þýðingarmeiri en hún er nú. Aftur á móti eru tengslin, sem nú binda ísland við Norðurlönd, engan veginn til að auka öryggi íslands. Eitt af stórveldunum til- kynnti í ríkisútvarpi sínu fyrir ári síðan, að ekki þyrfti að semja sérstaklega við ísland, því að ís- land fylgdi Danmörku. Sam- kvæmt þeirri skoðun, sem sann- arlega er ekki skoðun íslendinga, ætti ísland að lenda i ófriði við hverja þá þjóð, sem væri í ófriði við Danmörku. Það er fullkom- lega ástæða til fyrir íslendinga að vera vel á verði um það, að dragast ekki inn í ófrið annarra þjóða, af því sem kalla mætti frændsemi og nábúaástæður. — Varasemi Svía og Norðmanna í Finnlandsmálinu, þar sem þessi tvö lönd áttu þó mikið í hættu sjálf, sýnir hve norrænum þjóð- um ber að stíga varlega i friðar- og ófriðarmálum. íslendingar þurftu reyndar ekki að kynnast sorgarsögu finnsk-rússneska ófriðarins til að vita, að í hinni svo kölluðu samvinnu norænna þjóða er enginn annars bróðir í leik. Norðmenn borga nú í ár 12—15 miljónir króna í ríkisstyrk á saltfisk, sem seldur er í Suður- löndum, ekki sízt til að reyna að (Framh. á 3. síðu) í „Tímanum“ 12. þ. m. rit- ar Gísli Guðmundsson allstóra grein um háskólabygginguna, og kennir þar nokkurs misskilnings um ýmis atriði, er ég óska að leiðrétta. Sérleyfið til rekstrar happ- drættis í því skyni að reisa há- skólabyggingu fyrir ágóðann var veitt til 10 ára, og hefir því happdrættið starfað í 6 ár. Ágóð- inn á þessum 6 árum hefir orðið 930,000 krónur, en af þessari upphæð hafa 200,000 kr. runnið til atvinnudeildarinnar, en að- eins 730,000 kr. til háskólabygg- ingarinnar. Um leið og sérleyfið var veitt, ætlaðist þingið til, að háskólinn greiddi 20% af hrein- um tekjum í ríkissjóð fyrir sér- leyfið. Þessu var síðan breytt þannig, að nú greiðir háskólinn 10% af tekjunum til rekstrar atvinnudeildarinnar, en hin 10% féllu niður gegn þeirri skuld- bindingu, að 200,000 rynnu til byggingar atvinnudeildarinnar. Jafnskjótt sem þetta samkomu- lag var orðið, hófst byggingar- nefnd háskólans handa um und- irbúning háskólabyggingarinnar, og var i samráði við húsameist- ara í-íkisins, próf. Guðjón Sam- úelsson, um allt fyrirkomulag þessa húss, en nefndin tók ein ákvörðun um herbergjafjölda. Þegar uppdráttum var lokið, voru þeir lagðir fyrir kennslu- málaráðherra, er þá var, Har- ald Guðmundsson, og samþykkti hann uppdrættina. Það er því alrangt, að þing og ríkisstjórn hafi engin afskipti haft af þeim málum önnur en þau, að veita háskólanum einkaleyfi á rekstri happdrættisins um 10 ár. Áætlun sú, er byggingarnefnd gerði í upphafi um byggingar- kostnað háskólans, var nál. 1 milj. króna, og er það sú upp- hæð, sem hr. G. G. nefnir sjálf- ur í grein sinni, að hægt hefði verið að hugsa sér. Á venjuleg- um tímum hefði byggingar- kostnaður ekki farið langt fram úr þessari áætlun, en eins og G. G. er kunnugt, hefir orðið mjög mikið verðfall á íslenzkum pen- ingum síðan hafizt var handa, og þegar ófriðurinn skall á 1. sept. s. 1., tók byggingarnefnd þá ákvörðun, að flýta fyrir byggingunni eins og unnt væri, því að fyrirsjáanlegt var, að ef verkinu yrði ekki hraðað, myndi hafa orðið að bíða í mörg ár, og gat þá farið svo, að háskóla- byggingin kæmist ekki upp um langt árabil. Þessi ákvörðun byggingarnefndar að flýta verk- inu var að vísu djörf, en enginn vafi er á því, að mörg hundruð þúsund krónur hafi sparazt á því. Ég þarf ekki að minna G. G. á, að verðlag á öllum byggingarefni hefir far- ið ört hækkandi síðustu mánuði og verkakaup sömuleiðis. Ýms- ar byggingarvörur hafa hækk- að yfir 100% síðan byrjað var á háskólabyggingunni. Byggingar- nefnd tók því allveruleg lán, og ég get frætt hann á því, að eng- in lán hafa verið tekin erlendis til byggingarinnar og verða ekki tekin. Næstum allt erlent efni til byggingarinnar er nú komið til landsins, og er nú áformað að ljúka byggingunni eftir nál. 3 mánuði, og verður það auðið, ef sérleyfistíminn verður fram- lengdur um 3 ár, eins og beðið hefir verið um. Um byggingar- efni er vert að geta þess, að húsameistari hefir notað inn- lent bygingarefni eftir föngum, eins'og kvarz, silfurberg, hrafn- tinnu, grástein og látið klæða anddyri byggingaTinnar með hellum, er hann hefir sjálfur látið búa til. Það er því algerlega rangt, að bruðlað hafi verið með fé í þessa byggingu, heldur hef- ir verið reynt að gæta hagsýni í hvívetna, og einkum mun þaö sýna sig, ef byggingunni verður lokið á næstu mánuðum, að landinu hafa sparazt stórkost- legar fjárhæðir vegna þess, hve ósleitilega verkinu hefir verið haldið áfram. Að öllu þessu athuguðu má telja vel sloppið, þótt háskóla- byggingin sjálf með öllum hús- gögnum, borðum, bekkjum og innhússkreytingu kosti nálega 1600—1700 þús. kr., eftir því sem næst verður komizt, og er þá miðað við, að verkinu verði lok- ið á næstu 3 mánuðum. Það er fullkomin fjarstæða, er annar alþingismaður (Garðar Þor- steirisson) heldur fram, að þessi bygging sé alltof stór og muni nægja 600 ár fram í tímann. Hann veit lítið um það, en á hinu leikur enginn vafi, að á næstu áratugum muni starf- semi háskólans færast mjög í vöxt, og er af ráðamönnum há- skólans stefnt að því, að auka margbreytni í háskólanámi, og tel ég engan vafa á því, að áður en langt um líður verði stofnuð kennaradeild og komið á kennslu í verzlunarfræði, hagfræði og ýmsum öðrum greinum. Alexander Jóhannesson. Eglll Sigurgcirsson; Um sjálfstæðísmálíð og upp- sögn samníngsíns við Dani Höfundur greinar þessarar er ungur lögfræðingur. Ræðir hann m. a. möguleikana fyrir því, hvort ísland geti skyndi- lega sagt upp sambandssátt- málanum við Dani, ef ill og óvænt tíðindi kynni að bera að höndum, eins og t. d. und- irokun Danmerkur. I. Styrjaldir þær, sem geisa í Vestur-Evrópu, einkum milli Breta annarsvegar og þjóða á meginlandinu hinsvegar, virðast ætla að hafa sérstaklega mikil áhrif á fullveldismálefni íslend- inga. Árið 1809 losaði Napole- onsstríðið fsland úr tengslum við Danmörku á þann hátt, að það hefir orðið viðfangsefni fræðimanna að skýra það, hvort landið hafi ekki um tíma á því ári orðið sjálfstætt ríki. Að vísu sýndu Bretar Dönum þá tiltölu- lega sjaldgæfu kurteisi i utan- ríkismálum, að skila landinu í fang þeirra aftur, með góðri að- stoð hinna dönsklunduðu em- bættismanna, sem þá fóru með öll völd hér á landi og gátu ekki hugsað sér æðri forsjón en þá, sem kom frá Danmörku. En í kjölfar þeirra atburða, sem skeðu hér 1809, komu svo nýir straum- ar frelsis og menningar sunnan úr löndum, sem smám saman grófu undan dönskum áhrifum i landinu. — Eftir síðustu heimsstyrjöld urðu Danir enn að láta undan íslendingum í sjálfstæðismálinu, og munu margir þta svo á, að hið raunverulega sjálfstæði, sem landið hafði búið við á stríðs- árunum, hafi verið ein megin- ástæðan til þess. Nú er talið. að íslendingar muni að fullu og öllu slíta sambandi sínu við Danmörku í þeirri styrjöld, sem hafin er, bæði í framkvæmd, þar sem Dönum er með öllu ómögu- legt að hafa nokkra hönd í bagga með því, sem hér skeður, og lagalega, þar sem talið er að stríðið muni standa þau þrjú ár, sem eftir eru af samningstíma sambandslaganna. Er gert ráð fyrir, að allt verði með felldu um sambandsslit milli landanna. En nú er því ekki að leyna, að það eru marg- ir, sem óttast það, að til þess geti komið, að sambandi land- anna verði slitið á annan hátt en menn hingað tíl hafa viljað hugsa sér eða reikna með, þótt sá möguleiki hafi að vísu alltaf verið til hjá þeim, sem hafa fjallað fræðilega um þessi mál. Það er sem sagt hugsanlegt, og er ekki langsótt, eins og nú hátt- ar til i heiminum, að Danmörk eða ísland glati sjálfstæði sínu, að einhverju leyti eða öllu, eða verði tekin herskildi um tíma. Danmörk og ísland tilheyra hagsmunasvæðum eða lífsrúmi sinn hvors þeirra ófriðaraðila, sem nú eigast við, og hafa því að sjálfsögðu sjálf okkar hags- muna að gæta í styrjöldinni. Og þó að við sleppum því, að ræða um ísland í þessu sam- bandi, þar sem minni líkur eru til, að það verði þannig fyrir barðinu á ófriðaraðiljunum, að ósamrýmanlegt sé sjálfstæði þess, þá verður því ekki neitað, að mjög er óttast um sjálfstæði Danmerkur, eins og sjálfstæði Hollands og Belgíu og jafnvel Sviss, auk þeirrar hættu, sem nú vofir yfir Norðurlönlunum frá Rússum. Og þó að við vilj- um ógjarnan hugsa þá hugsun til enda, þar sem okkur er i aðra röndina vel við Dani, og myndum harma það mjög, ef slík ógæfa ætti eftir að dynja yfir þá friðsömu og menntuðu þjóð, þá verður ekki hjá því komizt, að segja það afdráttar- laust, að það eru hverfandi lík- ur fyrir því, að Danir fái haldið sjálfstæði sínu í algerri og ótak- markaðri styrjöld. Og þar sem slíkir atburðir gætu borið að höndum með skjótum og óvæntum hætti, þá virðist það fyllilega tímabært að athuga það nú, hvernig við ætt- um að svara slíkum atvikum. Og ég skal ekki seilast um öxl til svars, heldur segja það strax, að að mínu áliti, þá ættum við að segja nú þegar upp samning- um okkar við Danmörku, að fyrra bragði, eða að minnsta kosti undirbúa okkur undir það, að geta gert það alveg fyrirvara- laust. Til þessa liggja ýmsar á- stæður. Eins og kunnugt er þá gengu íslendingar Noregskonungi á hönd 1262, en komust undir Danakonung um 1380, sem nokkurskonar fylgifé með Nor- egi. Þegar svo Noregur og Dan- mörk skildu 1814, varð ísland viðskila við Noreg og áfram und- ir Danákónungi, og hefir það verið skýrt á ýmsan hátt, en kemur ekki þessu máli við. En ef sömu örlög biðu Danmerkur nú og Noregs 1380, og Danmörku misti sjálfstæði sitt, þá gæti það verið spurning, hvort ísland ætti nú að fylgja Danmörku undir yfirráð framandi ríkis, eins og þeir á sínum tima fylgdu Noregi undir Danmörku, í krafti þess, að íslandskonungur er j afnframt Danmerkurkonungur og Danir fara með utanríkismálefni ís- lands. — Mér virðist ekki vafi vera á því, að þessa hættu gæti borið að höndum, og að íslandi stafaði nokkur ógn af sambandi því, sem nú er á milli landanna, ef Danmörk yrði úti í ófriðar- byl þeim, sem nú gengur yfir. Er þá athugandi, hvort mögu- leikar séu til þess að þjóðarrétti, að segja upp nú þegar sambandi okkar við Danmörku, eða a. m. k. ef kringumstæður versna frá því, sem nú er. Eins og kunnugt er ,er sú regla af mörgum talin gilda í þjóðarétti, að ríkjasamn- ingar séu gerðir að óbreyttum þeim kringumstæðum, sem fyrir hendi voru við samningsgerðina, rebus sic stantibus, eins og það er kallað. Ef kringumstæður breytist verulega frá þvi að samningurinn var gerður, sé heimilt að segja honum upp fyrirvaralaust. Þó að deilt hafi verið um þessi atriði í þjóðarétti, eins og svo mörg önnur, haggar það ekki þeirri staðreynd, að margar þjóðir hafa notfært sér reglurnar um rebus sic stanti- bus við uppsögn ríkjasamninga, og má tilfæra mörg dæmi því til sönnunar, en hér skal aðeins bent á tvö þau nýjustu. Þegar Þjóðverjar í sumar sögðu upp öryggissamningi sínum við Pól- verja og flotasamningi sínum við Breta, þá skutu þeir sér ein- mitt undir reglurnar um breytt- ar kringumstæður, og man ég ekki til að hafa nokkursstaðar séð því haldið fram, að þeir hafi rofið þá samninga með uppsögn sinni. Auk þess er það að sjálf- sögðu alltaf heimilt, að semja um breytingu eða brottfall á ríkjasamningi, eða segja honum upp fyrirvaralaust í neyðartil- fellum, þegar öryggi ríkisins eða lífsvarðandi hagsmunir þess eru í hættu og krefjast þess. Þann- ig myndi ekki vafi vera á því, að ísland gæti sagt upp samningi sínum við Danmörku, ef Dan- mörk missti sjálfstæði sitt eða yrði tekið herskyldi. Mér virðist ekki vafi geta leik- ið á því, að það geti haft miklar og margvíslegar hættur í för með sér fyrir ísland, ef Dan- mörk yrði að gefa upp sjálfstæði

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.