Tíminn - 19.03.1940, Blaðsíða 4

Tíminn - 19.03.1940, Blaðsíða 4
TVN, |»rU8|wdagiim 19. marz 1940 Þökkum samúð og vinarhug við andlát og jarðarför Sigríðar Jónsdóttur, Klausturhólum. Magnús lónsson, sonier og tengdadóttir. íikídafólk! Tryggið yður gegn misheppnuðu skíðafríi. Það gerið þér með því að nota CHEMIA-skíðaáburð Og C H E MI A-Uitra-sólar olíu. CHEMIA-skíðaáburður: í dósum I túbum No. 1, fyrir nýjan snjó. No. 2, fyrir breytilegt færi. No. 3, klísturvax. Klístur, fyrir blautan snjó. Skaraklístur, fyrir harðfenni. Skíðasápa, losar skíðaáburð og allskonar óhreinindi. — Leiðbeiningar í öllum umbúðum. — CHEMIAUltra'Sólarolía verndar húðina gegn hinum hættulegu bruna-geislum háfjallasólarinnar, og gerir húð- ina eðlilega brúna og fallega. CHEmiA 11. V. Sími 1977. Kirkjustræti 8 B, Reykjavík. AKUREYRI: ÍSAFIRÐI: Umboðsm. Valg. Stefánsson Umb.m. Gunnar Andrew 128 Yiir landamærm 1. Kommúnlstar kvarta undan því, að Tíminn telji þá veika í samvinnuíræð- unum. Stefna þeirra er andvíg sam- vinnu, en undirbýr byltingu. Einar Ol- geirsson hefir í Rétti margsinnis full- yrt, að Kaupfélag Eyfirðinga væri meir til skaða en gagns fyrir Akureyri og Eyjafjörð. í Rússlandi voru samvinnu- félögin svift frelsi sínu, og lögð undir ríkisvaldið. 2. Samvinnufélögin íslenzku hafa ekki getað treyst á einlægan stuðning frá neinum stjórnmálaflokki, nema Framsóknarflokknum. Að vísu eru margir Sjálfstæðismenn, nokkrir Al- þýðuflokksmenn og fáeinir kommún- istar i samvinnufélögum landsins. En í baráttunni um tilverurétt samvinnu- félaganna hafa allir félagsmenn fengið þá pólitísku vernd, sem um munaði frá Framsóknarmönnum. Að því leyti, sem kommúnistar eru í samvinnufélögum, eru þeir þar þiggjendur í skjóli við borgaraflokkana. 3. Fyrir skömmu réðist geðveikur maður frá Kleppi á Hermann Jónasson á götu, en ráðherrann hratt honum frá sér og slapp frá tilræðinu. Skömmu síðar ræðst Brynjólfur Bjarnason á ráðherrann í hans eigin herbergi í þinghúsinu, með óbotnandi brigslum og fúkyrðum, og byrjar að fálma í hann. Ráðherrann hratt þessari árás með því að gefa kommúnistanum mild- an snoppung. Blað kommúnista telur þetta mjög ranga breytni frá hálfu ráðherrans. 4. Kommúnistar hafa frá upphafi predikað, að þeir hefðu árásarréttinn. Þeir vildu nota handaflið, láta hnefa skipta og blóð fljóta úr andstæðingum sínum. En þeir hafa gert ráð fyrir, að ekki væri til sjálfsvarnarréttur. Komm- únlsti telur sig mega vaða að æðsta starfsmanni þjóðfélagsins í hans eigin húsum með botnlausum illyrðum, og handayfirleggingum, án þess að for- sætisráðherra landsins megi beita sjálfsvörn. 5. Kommúnlstum bregst hér boga- listin. Einstakir menn og hið íslenzka þjóðfélag byrja að beita sjálfsvörn. Einar Olgeirsson og lið hans mun ekki lengur geta haldið uppi sókn undan- farinna ára tim að brjóta niður þjóð- félagið, láta blóð fljóta o. s. frv. 6. Kommúnistar bera harðlega á móti þeirri kenningu Héðins Valdi- marssonar, að þeir fái fjárstuðning frá nazistum. Ætla þeir að láta borg- aralega dámstóla verja sig í þessu efni. En öðru atriði láta kommúnistar ósvar- að. Fyrir réttu ári var Einar Olgeirsson svo hræddur við nazista, að hann bað Hermann Jónasson að síma til Cham- berlain og Roosevelts og biðja þá um herskipavernd íslandi til handa. Þá var væntanlegt til landslns þýzkt skóla- skip, með nokkra afar kurteisa og prýðilega menntaða yfirmenn og sjó- foringjaefni. Þjóðverjar eru nákvæm- lega sama þjóð með sömu stjórn og í fyrra. En nú gerir blað kommúnista engan mun á vináttu sinni við móður- landið rússneska, og bandaþjóð Rússa, Þjóðverja. Jafnhliða skoðanaskiptum á Þjóðverjum, er Einar Olgeirsson nú af- arfjandsamlegur Bretum og Chamber- lain. Hvað veldur? Reikningsskil mjólkursamsölunnar (Framh. af 1. slðu.J vinsælda, ekki aðeins í Borgar- borgaða verðinu fyrir árin 1930 og 1931, vegna samanburðarins, það, sem útsöluverð mjólkur- innar til néytenda var hærra þau tvö ár, en það hefir verið, síðan að mjólkursamsalan hóf starfsemi sína. — En þessi tvö ár, 1930 og 1931, var útsöluverð mjólkurinnar í lausu máli 44 aurar líterinn. Hins vegar var það, á sama hátt, aðeins 38 aur- ar fyrstu þrjú starfsár samsöl- unnar, 1935, 1936 og 1937, og síðastliðið ár, 1939, var það 40 aurar fyrir hvern lítra.“ ÚR BÆXUM Gestir í bænum. Björn Kristjánsson kaupfélagsstjóri á Kópaskeri, Þórhallur Sigtryggsson kaupfélagsstjóri á Húsavík, Þorsteinn Jónsson kaupfélagsstjóri á Reyðarfirði, Markús Jensen kaupfélagsstjóri á Eski- firði, Þórður Pálmason kaupfélagsstjóri í Borgarnesi og Bjöm Stefánsson kaupfélagsstjóri í Fáskrúðsfirði. Förumenn, síðara bindið af ritverki Elinborgar Lárusdóttur, er komið út fyrir fáum dögum. Höiðíngleg gjöf (Framh. af 1. siðu.J firði, heldur einnig meðal ferða- manna víðsvegar að af landinu. Vigfús er borinn og barnfædd- ur í héraðinu, að Eyri í Flókadal, efsta bæ í Andakílshreppi, sonur Guðmundar bónda þar, Eggerts- sonar. Hann er tvígiftur, og var fyrri kona hans Guðrún Björns- dóttir frá Bæ í Andakílshreppi. Þau eignuðust eina dóttur, Guð- rúnu, er dó á 11. ári. En dóttir Sigrúnar og Vigfúsar, Ásdís, and- aðist á 5. ári. Liðu aðeins fáir mánuðir milli andláts þeirra. Báðar voru þessar stúlkur mjög greindar og efnilegar. Er það til minningar um þær, svo sem áður er sagt, sem þau hjónin gefa hina rausnarlegu gjöf til fagurr- ar umbótastarfsemi í Borgar- firði, héraðinu, sem þær voru báðar fæddar í. Sigrún er frá Eyjardalsá í Bárðardal, dóttir Stefáns bónda þar Jónssonar, en hann og Stephan G. Stephansson voru systkinasynir. Tíðindamaður Tímans hafði tal af þeim hjónum, er hann fékk vitneskju um hina myndar- legu gjöf. Lét þá Sigrún um mælt á þessa leið: „Ég óska einskis hróss mér til handa vegna þessarar sjóð- myndunar. En ég vona, að sjóð- urinn verði Borgarfjarðarhéraði til blessunar. Ég vona einnig, að hann verði einhverjum þeim til uppörvunar, sem fús er til að leggja á sig erfiði og verja tíma og fé til að rækta og hlynna að skógi, enda þótt það fólk, sem slíkt leggur á sig, geri það venju- lega sízt af öllu í gróðaskyni, heldur til að fegra og bæta land- ið. Fátt prýðir meira umhverfið en fagur skógur.“ Vigfús sagði: „Ég er ungmennafélagi og Borgfirðingur. Þegar ég hefi komið heim frá öðrum löndum, hefir mér fátt fundizt vanta hér eins tilfinnanlega og skóginn, — ifundizt landið svo víða bert og kalið. En hins vegar hefir það margsýnt sig, að það má miklu JÖRÐIN Narfastaðir í Víðvíkursveit í Skagafirði er til sölu, og laus til ábúðar á næstu fardögum. Jörðin er vel í sveit sett og bíl- fært heim í hlað. Túnið girt og töðufall 180—200 h„ útheyskap- ur um 300 h. — Semja ber við eiganda jarðarinnar, Jósep J. Björnsson, Vatnsleysu, Skag. Upplýsingar hér í Reykjavík sími 2911. áorka með aðhlynningu og rækt- un trjágróðursins. Fyrst að mig langaði til að minnast héraðs míns og hinna litlu dætra minna, sem þar fæddust og ólu mest af sínum stutta aldri, þá er ég glað- ur yfir að hafa tækifæri til að sýna hug minn í verki. Ég held, að mennirnir, sem stjórna sjóðnum, séu heppilega valdir. Ég vona, að þeir reyni að auka sjóðinn og sjá um, að hann verði Borgfirðingum framtíðar- innar sem mest til styrktar og örvunar til góðra verka, Borgar- fjarðarhéraði til gagns og prýði.“ Borgfirðingum er þessi gjöf Sigrúnar og Vigfúsar mikið fagnaðarefni. Hún mun verða þegin af jafn hlýjum hug og ein- lægum og hún er gefin. Hún er talandi vottur um hlýtt hjarta- þel, sem ekki lætur nægja orðin tóm, héraðinu til handa. Hún er einnig öllum þeim íslendingum öðrum, hérlendis og erlendis, er sýna vilja héruðum sínum sóma, hin fegursta fyrirmynd. Og loks er hún líkleg til að verða upphaf þýðingarmikilla umbóta í hér- aðinu, ekki sízt, ef aðrir Borg- firðingar, sem vilja prýða og auðga byggðir sínar, yku við sjóðinn í framtíðinni á líkan hátt og vikið er að í gjafabréf- inu. J. H. Páska- kaup Páskaegg í miklu úrvali. Svipað verð «s’ í fyrra. 198 Margaret Pedler: bætti hún við og bar ótt á, — „að hún hafi ekki neitað þér ennþá, ha?“ Colin hrissti höfuðið. „Nei, hún hefir ekki neitað mér.“ „Nei, auðvitað ekki. Ég þóttist líka vita, að þú hefðir ekki einu sinni gefið henni tækifæri til þess,“ sagði Elizabet með vanþóknan. „Það er alveg rétt, ég hefi ekki gert það.“ „En hversvegna gerir þú það ekki, Colin?“ Elizabet laut áfram og studdi höndunum, með opnum greipum, á hnén. „Ætlar þú ekki að gera það? Ég er næstum því viss um, að hún hryggbrýt- ur þig ekki, og — og mig langar svo innilega til að þú verðir eins hamingju- samur og ég er núna.“ . Colin brosti er hann virti fyrir sér hið laglega andlit hennar og einlæg og biðj- andi augun. „Nei,“ sagði hann lágt. „Ég læt hana ekkert um þetta vita, — ekki héðanaf.“ „Hversvegna?“ hélt hún áfram í biðjandi ásökunarróm. „Manstu ekki eftir því, að þú sagðist einu sinni ætla, — og næstum lofaðir mér, — að biðja hennar einhverntíma? Colin, ég er sannfærð um, að heltin, sem þú gerir svo mikið úr sjálfur, gerir engan mis- mun í hennar augum. Ég sagði þér það um daginn, og núna — — “ Hér lækk- Laun þess liðna 199 aði rödd Elizabetar og varð svo mild en hljómdjúp, eins og raddir fuglanna á vorin, þegar þeir eru að byggja hreið- ur sín. — „Og núna veit ég, — eins og þú hlýtur að skilja, Colin, svo miklu betur hvað það er að vera ástfangin. Heldurðu að það skipti nokkru máli, í mínum augum, þó að Blair væri haltur? Ég myndi elska hann ennþá meira fyrir það, — ef það væri bara hægt.“ „Nei,“ svaraði hann lágt. „Þér væri það áreiðanlega sama." „Jæja, hversvegna þegir þú þá?“ Rödd Elizabetar var í senn sigri hrósandi og biðjandi, er hún sagði þetta. Colin hreyfði sig óþreyjulega. Elizabet kvaldi hann með þessu. „Getur þú ekki skilið þetta?“ sagði hann hatðneskjulega. „Ég bið hennar aldrei héðan af, af því að — að þú ert konan, sem ég átti við.“ „Ó! — “ Upphrópunin var gersam- lega ósjálfráð og Elizabet starði á hann skelfdum og galopnum augum. „Ó, Colin!“ Sannleikurinn kom henni svo algerlega á óvart, að hún gat alls engu svarað í bráð. Colin stóð upp með óþreyju, gekk út að glugganum og horfði út yfir hafið. Elizabet reyndi ekki að rjúfa þögnina. Hún var svo gersamlega lömuð, að hún vissi ekkert hvað hún ætti að segja. Hátíðamatur fjölbrcytt úrval. Munið 4 helgi* dagar. Nestivörur fyrir skíða- ferðirnar. 1 búðum KROIV eru neytendurnir húsbsendur. GAMLA BÍÓ 31. Mað ~ NÝJA BÍÓ — Óbetranlegur Tvíbura- systurnar Tilkomumikil og fögur ensk kvikmynd. Aðalhlutverkin tvö, tvíburasysturnar, leik- ur einhver mesta leikkona heimsins, ELIZABETH BERGNER. syndari. í Frumlega fyndin skemmti- ) mynd gerð eftir frægri sögu enska skáldsins N. Sommerset Maugham og gerist á einni af hinum fögru Suðurhafseyjum. Að- alhlutverkið leikur enski leiksnillingurinn. CHARLES LAUGHTON og kona hans ELSA LAN- 1 CHESTER. Hér með tilkynnist að vér höfum selt Verzlunína Liverpool og Verzl. Blóm & Avextir samnefndum hlutafélögum. Um leið og vér þökkum fyrir við- skiptin á liðnum árum óskum vér að hinir nýju eigendur megi verða aðnjótandi þeirra viðskipta og vinsælda, er vér höfum notið. Virðingarfyllst Mjólkurfélag Reykjavíkur. Samkvæmt ofanrituðu höfum vér keypt Verzl. Lirerpool af MjólkuTfélagi Reykjavíkur. Oss væri kært að mega njóta þeirra viðskipta og vinsælda, sem verzlunin hefir notið hjá fyrri eigendum. Þá væri oss einnig kært að eignast sem flesta nýja viðskiptamenn. Vér munum gera allt, sem í voru valdi stendur, og telja það enda vora ríkustu skyldu, að gera viðskiptavini vora ánægða. Virðingarfyllst VERZLUNIN LIVERPOOL H.F. Eyjólfur Jóhannsson. Samkvæmt ofanrituðu höfum vér keypt Verzl. Blóm & Ávexlir af Mjólkurfélagi Reykjavíkur. Oss væri kært að mega njóta þeirra viðskipta og vinsælda, sem verzlunin hefir notið hjá fyrri eigendum. Þá væri oss einnig kært að eignast sem flesta nýja viðskiptamenn. Vér munum gera allt, sem í voru valdi stendur, og telja það enda vora ríkustu skyldu, að gera viðskiptamenn vora ánægða. ✓ Virðingarfyllst VERZL. BLÓM & ÁVEXTIR H.F. Eyjólfur Jóbannsson. Lögtak. Eftir kröfu útvarpsstjórans í Reykjavík og að undan- gengnum úrskurði í dag, verða lögtök látin fram fara fyrir ógreiddum afnotagjöldum af útvarpi frá 1939, að 8 dögum liðnum frá birtingu þessarar auglýsingar. Lögmaðurinn í Reykjavík, 18. marz 1940. Rjörn Þórðarson. Um sjálfslæðismálið (Framh. af 3. síðu.) Nú hefir þjóðin flestar eða allar þær stofnanir, sem henni eru nauðsynlegar sem sjálf- stæðri þjóð. Hún hefir tvöfald- azt að fólksfjölda síðan 1874. Geta hennar til að standa á eig- in fótum er ekkert sambærileg við það, sem áður var, og mögu- leikarnir til bjargar hafa marg- faldazt. Áður fyrr voru til menn, sem töldu að þjóðin hefði ekki efni á því, að vera ósjálfstæð. Nú eru menn uppi, sem telja að hún hafi ekki efni á því, að vera sjálfstæð. — Ég held, að íslend- ingar ættu ekki að hlaupast frá sögu sinni og sjálfstæðisbaráttu heillar aldar. Ég held, að íslend- ingar ættu fremur að taka sér í munn orð Árna Auðunarsonar, er hann mælti í Örlygsstaða- SMIPAUTCERO i;ir.i\4La3 fer hraffferff til Akureyrar miff- vikudaginn 20. þ. m. kl. 6 síff- degis. Flutningi óskast skilaff og pantaffir farsefflar sóttir í síff- asta lagi á morgun. bardaga, og segja: „Ek ætla mér eigi á braut.“ E, S.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.