Tíminn - 28.03.1940, Qupperneq 1

Tíminn - 28.03.1940, Qupperneq 1
RITSTJÖRAR: GÍSLI GUÐMUNDSSON (&bm.) ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. FORMAÐVR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON. ÚTGEFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR: KDDUHÚSI, Llndargötu 1 D. SÍMAR: 4373 og 2353. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Llndargötu 1 D. Sími 2323. PRENTSMIÐJAN EDDA hJT. Símar 3948 og 3720. 24. árg. Reykjavík, fimmtudagmn 28. marz 1940 34. blað Keflvíkingur — hinn nýi bátur Samvinnuútger&arfélags Keflavíkur. — Félagið var stofnað fyrir rúmu ári og var smíði bátsins hafin nokkru síðar hjá Peter Vigelund í Keflavík. Fékk félagið nokkurn styrk hjá Fiskimálanefnd til bygg- ingarinnar. Smíði bátsins er lokið fyrir nokkru og hefir hann þegar farið í tvœr veiðiferðir. Er hann hinn vandaðasti og hefir reynzt mjög vel. Sérstak- lega eru íbúðir skipverja vandaðar. Báturinn stundar nú botnvörpuveiðar og kostaði fullbúinn á þœr um 140 þús. kr. Hann er um 70 smál. og hefir 150 hestafla Alfa-Dieselvél. Allir skipverjar eru ráðnir upp á aflahlut og er œtlazt til að aðrir þeir, sem kunna aö starfa við þessa útgerð i framtíðinni, sœti sömu ráðningarkjörum. Stjórn félagsins skipa Daníval Danívalsson (form.), Guðni Guðleifsson, Kristinn Jónasson, Jón G. Pálsson og Valgarður Þorkelsson, sem verður skipstjóri á bátnum. Garðyrkjufélag Islands Starfssvið félagsíns stórcm aukíð, en veru- legur árangur næst ekki, nema fieiri áhuga- menn gangi í pað Alfringi: Aðalfundur hins íslenzka garðyrkjufélags var nýlega haldinn hér í Reykjavík. Á fundinum voru gerðar víð- tækar breytingar á lögum félagsins og starfssvið þess mjög aukið frá því, sem áð- ur hefir verið. M.a. var nafni þess breytt og heitir það nú „Garðyrkjufélag íslands". Félagið hefir áður náð nær eingöngu til sérlærðra garð- yrkjumanna, en samkvæmt hin- um nýju lögum verður það félag allra þeirra, sem hafa áhuga fyrir garðrækt, jafnt garðyrkju- Samvinnufréttir Aðaliundur Kaupfél. Suður-Borgfírðínga Aðalfundur Kaupfélags Suður- Borgfirðinga var haldinn í Báru- húsinu á Akranesi þann 21. marz-mánaðar. Fram voru lagðir endurskoð- aðir reikningar félagsins og samþykktir athugasemdalaust. Friðjón Stefánsson kaupfélags- stjóri skýrði fyrir fundarmönn- um hag félagsins og starfrækslu. Verzlunarviðskipti félagsins námu alls 192 þúsundum króna á árinu. Heildarhagnaður af vörusölu var 26 þúsund krónur. Samkvæmt samþykkt aðal- fundar var ákveðið að úthiutá" til félagsmanna 5 af hundraði af hreinum ársarði félagsins. Einnig var þar samþykkt sú til- laga, er stjórn félagsins har fram, að sækja um inngöngu í Samband íslenzkra samvinnu- félaga. Loks var enn samþykkt tillaga frá Þorgrími Jónssyni á Kúludalsá, úm að félagsmönn- um yrði látið í té árlegt yfirlit um hag og starfsemi kaupfélags- ins. Á fundinum var kosin einn maður í aðalstjórn félagsins og einn i varastjórn, og hlutu kosn- ingu Sigurður Sigurðsson bóndi að Stóra-Lambhaga í Skil mannahreppi og til vara Sigur dór Sigurðsson hafnarvörður á Akranesi. Aðalendurskoðandi var kjörinn Þórhallur Sæmunds- son lögreglustjóri á Akranesi, en til vara Kristinn Ólafsson. Ragnar Ólafsson, lögfræðing- ur úr Reykjavlk, sótti fundinn og flutti þar erindi um verzlun og verzlunarsamtök. manna, garðeigenda og annarra áhugamanna. Tilgangur félagsins er „að auka og efla gaxðyrkju og áhuga fyrir henni hér á landi.“ Mark- miði sínu hyggst félagið að ná með þvi: „Að hafa með höndum fræðslu- starfsemi í garðyrkju, t. d. að ráða menn til leiðbeiningar- starfsemi, og fastan Táðunaut, sem jafnframt sé framkvæmda- stjóri félagsins, strax og fjár- hagur þess leyfir. Að sjá um og halda garðyrkju- sýningar. Að gefa úr mánaðarrit, bækur og Titlinga um garðyrkju, eftir því sem fjárhagur leyfir. Að gangast fyrir fræðandi er- indum á fundum félagsins og opinberlega. Að stofna til verðlauna og við- urkenningaveitinga. Að gangast fyrir að gerðar verði tilraunir í garðyrkju og að árangurinn verði birtur félags- mönnum. Að koma á fót fjölbreyttu fag- (Framh. á 4. síðu.) Verðhækkun iast- eigna vegna opín- berra aðgerða Sex þingmenn Framsóknar- flokksins, Páll Zóphóníasson, Steingr. Steinþórsson, Helgi Jónasson, Skúli Guðmundsson, Ingvar Pálmason og Bjarni Bjarnason, flytja eftirfarandi þingsályktunartillögu í samein- uðu þingi: „Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að láta rannsaka, á hvern hátt verði komið í veg fyrir það eða takmarkað með löggjöf, að einstakir menn njóti gróða af þeirri verðhækkun, er verður á fasteignum þeirra fyr- ir sérstakar opinberar aðgerðir, svo sem vegna fjárframlaga til hafnargerða og lendingarbóta, og leggja síðan niðurstöður þeirra rannsókna fyrir Alþingi." í greinargerðinni segir: „Árlega veitir Alþingi fé til hafnargerðar hér og þar, og þó nokkuð hafi þar á unnizt og skilyrði til sjósóknar og hraðra samgangna batnað, mun öllum koma saman um, að í framtíð- inni þurfi enn að veita fé í þessu skyni. Það mun vaka fyrir öllum, að með bættum höfnum og lend- ingarbótum batni aðstaða öll, svo að afkoma þeirra, er hafnar- innar njóta, geti batnað og lífs- baráttan orðið léttari. Og í fyrstu næst þessi árangur. En víða hagar svo til, að löndin, sem að hafnargerðinni liggja, eru eign einstakra manna, og þar, sem svo er, dregur fljótt úr hagsbót- um almenning af hafnarbótun- um. Fólki fjölgar vegna hinnaT breyttu aðstöðu í viðkomandi þorpi eða kaupstað, og land- eigandinn hækkar lóðagjöldin vegna hinnar bættu aðstöðu og auknu eftirspurnar. Og fyrr en varir er það fé, sem hið opinbera lagði til hafnargerðarinnar, komið inn í hækkað verð lóð- anna, er að liggja, og hagnaður- inn, sem íbúarnir áttu að verða aðnjótandi, runninn til jarðeigenda, sem hækkuð lóða- afgjöld. Þessu ástandi þarf að breyta, og er til þess ætlazt með þings- ályktunartillögu þessari, að stjórnin rannsaki, á hvern hátt það verði bezt gert, og leggi nið- urstöður þeirrar rannsóknar síð- an fyrir Alþingi.“ Nægír hainbannið eitt til að sígra Þjóðverja ? Vantrú Hore-Belishas Þegar Evrópustyrjöldin hófst á síðastl. hausti kom það víða fram, að Bandamenn gerðu sér vonir um að hafnbannið eitt myndi nægja til þess að koma Þjóðverjum á kné. Þeir yrðu smámsaman sveltir inni, unz þeir neyddust til að gefast upp. Það var ennfremur talið, að Þjóðverjar myndu á fyrstu mán- uðum styrjaldarinnar hefja stórfellda sókn til að binda enda á hana á skömmum tíma, þar sem þeir teldu sig vonlausa um sigur, ef styrjöldin stæði til langframa. Styrjöldin hefir nú staðið í sjö mánuði og hraðsókn Þjóð- verja er enn ekki hafin. Skoð- anir ýmsra manna, sem áður trúðu á úrslitaþýðingu hafn- bannsins, virðast líka orðnar breyttar. Það kemur fram í blöð- um ýmsra hlutlausra landa. Meðal styrjaldarþjóðanna hefir það komið einna greinilegast í ljós hjá Leslie Hore-Belisha,fyrv. hermálaráðherra Breta. í grein, sem nýlega birtist í „News of the World“ og fleiri enskum blöðum, gerir hann grein fyrir þessu við- horfi sínu. Er meginefni þess- arar greinar hans rakið héT á eftir í mikið styttu máli: Bandamenn hafa treyst því, að þeir gætu unnið sigur með hafnbanninu og þyrftu því ekki að hefja hernaðarlega sókn . Er þetta líklegt til að ganga að óskum? Þjóðverjar álíta það ekki. Annars hefðu þeir hafið stór- fellda sókn í upphafi styrjald- arinnar og reynt að knýja fram skjótan sigur. Þeir hefðu ekki gefið Banda- mönnum næði til að stórauka hernaðar f ramleiðsluna og stækka og fullkomna herinn, ef þeir hefðu óttast þetta. Sögusagnirnar um innrás Þjóðverja í Holland, Belgíu og Sviss hafa aðeins verið búnar til í því skyni að skelfa hlutlausu þjóðirnar og blekkja Banda- menn. Skoðun Þjóðverja virðist sú, að til þess að bera hærri hluta þurfi þeir ekki að sigra okkur hernaðarlega, heldur aðeins að hindra okkur í því, að sigra þá. Báðir aðilar virðast þannig treysta því, að tíminn sé þeim hliðhollur og sigurmöguleikarnir vaxi eftir því, sem styrjöldin lengist. Við megum ekki byggja þá skoðun, að hafnbannið nægi til að sigra Þjóðverja, á öðru en staðreyndum. Þýzkaland framleiðir sjálft 83% af þeim matvælum, sem þjóðin þarfnast. Það, sem á skortir, geta ÞjóðverjaT auð- veldlega fengið hjá nágranna- ríkjunum. Bretland framleiðir aðeins 33% af þeim matvælum, sem þjóðin neytir. Þýzkaland framleiöir meira en nóg af kolum til eigin þarfa og framleiðir meira en nokkurt* annað land af beizkjusalti og kalí, sem hvorttveggja er notað í hergagnaframleiðslu. Frá Tékkóslóvakíu fá Þjóð- verjar antimony (málmtegund) og zink frá Póllandi. Járnmálm geta Þjóðverjar fengið frá Svíþjóð, bauxit (málmtegund) frá Ungverja landi og Júgóslavíu, chromium (málmtegund) fTá Balkanlönd- um, kvikasilfur og brennistein frá Ítalíu og brennisteinskís frá Skandinaviu. Af öðrum málmtegundum, sem Þjóðverjar geta ekki náð auð- veldlega á styrj aldartímum, hafa þeir safnað stórfelldum birgðum. Fyrir styrjöldina var innflutningur til Þýzkalands á kopar, tini og nikkeli frá 50— 100% meiri en þörf var fyrir til venjulegra notkunar. Margar verksmiðjur hafa ver ið settar á laggirnar til að fram- leiða ýmiskonar gervivörur og gerviefni til hernaðarþarfa. Hinnar ströngustu nýtni er gætt í hvívetna. Þýzkaland getur líka endur nýjað birgðir sínar. Það hefir nýlega gert viðskiptasamning við Ítalíu, þar sem Ítalía skuld- bindur sig til að kaupa vöru- magn frá Þýzkalandi, er svarar til meðaltals áranna 1938 og (Framh. á 4. síðu.) Aðrar fréttir. A. KROSSGÖTUM Björgun flutningaskipsins Sverrir. — Hörmulegt slys að Laugum. — Úr Breiða- fjarðareyjum. — Minnkandi dúntekja. — Slys í skíðaferðum. — Sverrir heitir eitt af leiguskipum hlutafélagsins ísfiskssalan í Vest- mannaeyjum, sem notað er til flutn- inga á ísfiski til Englands. í gærdag, þegar skipið var að koma úr fyrstu söluför sinni hlaðið kolum frá Eng- landi, strandaði það á svonefndri Hörgseyri við nyrðri hafnargarðinn, er það var á leið inn í Vestmannaeyja- höfn. Austanstormur var á, og töldu allir skipið af. Helgi Benediktsson út- gerðarmaður, einn af hlutaðeigendun- um í félagi því, sem skipið hafði á leigu, brá nú við, fékk, að öðrum frá- gengnum, hinn ötula formann, Valdi- mar Bjarnason með bátinn Má, til þess að freista að bjarga skipinu. Ennfrem- ur hafnsögumanninn í Eyjum, sem kvaðst mundu koma með, þótt hann hefði ekki trú á að skipinu yrði bjarg. að. Á skemmri tíma en klukkustund, tókst að ná skipinu á flot, en grýtt var þar sem skipið lá, og ef ekki hefðu þarna verið snör handtök, mundi skip- ið hafa gjöreyðilagzt á skammri stundu, svo sem veðri var háttað. í gærkvöldi var ekki kunnugt um leka á skipinu, en einn spaði skrúfunnar var brotinn. Ráðgert er að skipinu verði komið hingað til Reykjavíkur til at- hugunar og viðgerðar. t t t Á laugardaginn fyrir páska varð það hörmulega slys í Laugaskóla í Reykja- dal í Suður-Þingeyjarsýslu, að ung- ur drengur, sonur Þorgeirs Svein- bjarnarsonar leikfimiskennara og Bergþóru Davíðsdóttur, konu hans, féll í sundlaug skólans og drukknaði. Eng- inn var viðstaddur, er barnið féll í laugina, en ekki leið mjög langt um, þar til að var komið. Lífgunartilraunir voru gerðar, þar til læknir kom á vett- vang frá Húsavík, en stoðuðu eigi. / t t Guðmundur J. Einarsson í Hergils- ey á Breiðafirði skrifar eftirfarandi tíðindi úr Breiðafjarðareyjum: — Hér er engin útgerð, sem heitir, að undan- teknum nokkrum hreyfilbátum, sem ganga til fiskjar víðsvegar að úr eyj- unum. Um páskaleytið í fyrra fékkst á þessa báta góður afli inn við eyjar, í Bjarneyjarflóa, allt stór þorskur. Þótti slíkt tíðindum sæta, og ekki í manna minnum fengist jafn mikill afli inn við eyjar á þeim tíma árs. Kom fyrir, að bátar tvíhlæðu sama dag. En þessi aflahrota stóð aðeins rúma viku. Nokkuð fiskaðist einnig um tíma síð- astliðið haust. Vöntun á frystlhúsi er útveginum til baga.því að lítil not verða á þessum slóðum af frystiiiúsinu í Stykkishólmi. Dúntekja var i mesta lagi í Breiða- fjarðareyjum síðastliðið vor, endamjög hagstæð tíð. Síðan árið 1920 mun dún- tekja þó hafa rýrnað í vestureyjunum að einum fjórða hluta, og ennþá meiri mun munurinn sunnan til við Breiða fjörð. Telja margir, að æðarfuglinum hafi fækkað svo mjög sökum ágengni veiðibjöllunnar, enda mun sú aðalor- sökin. En einnig veldur nokkru van- hirða um varplöndin og fleiri ástæður. — Selveiði var í minna lagi úti í eyjum. Hins vegar mun hafa fengizt fullkom- lega meðalveiði, þar sem sellátur eru inn við nes og firði. Mun það stafa af því, að ísa hefir eigi lagt að vetrinum ár eftir ár. Selurinn fer undir land á vetrum, en þar er kyrrari sjór. Geti hann haldizt þar við allan veturinn, kæpir hann oft áþeim slóðum.en fereigi aftur á sinar gömlu stöðvar. Einkum er svo farið um yngri selinn. t t t Þrjár stúlkur, er voru á skíðum, fót- brotnuðu í grennd við Kolviðarhól um páskahelgina. Voru það Ragnheiður Jónsdóttir, söngstjóra, Halldórssonar, Kristin Haraldsdóttir, kaupmanns Ámasonar, og Sigfríður Nieljohniusar, dóttir Ólafssonar. Fleiri munu hafa hlotið smávægilegri meiðsli í skíðaferð- um um páskana. Þingkosningar f ótu f ram Kanada á þriðjudaginn. Frjáls- lyndi flokkurinn, sem fór með völd, rauf þingið og efndi til kosninga vegna þeirra ásakana íhaldsflokksins, að vígbúnaður- inn væri með sleifarlagi. Frjáls- lyndi flokkurinn vann mikinn kosningasigur. Sænska stjórnin hefir upplýst, að áður en styrjöldin hófst í Finnlandi hafi Bretar aldrei viljað lofa Finnum neinni hjálp. Sést á þessu að því fer fjarri, sem ýmsir hafa haldið fram, að Bretar hafi æst Finna til niót- stöðu við Rússa með loforðum um hjálp. Daladier er áfram hermála- ráðherra í frönsku stjórninni. Við atkvæðagreiðslu í fulltrúa- deildinni um traustsyfirlýsingu til nýju stjórnarinnar fékk hún ekki fylgi meirahluta þing- manna, því að margir þing- menn greiddu ekki atkvæði. Stjórnin mun þó sitja áfram. Reynaud forsætisráðherra hefir flutt útvarpsræðu og sagt, að einskis yrði látið ófreistað til að tryggja sigur Bandamanna. Sex dönsk skip fórust í sein- ustu viku af völdum tundurdufla og kafbáta. Um 80 manns drukknuðu. Bandamenn misstu hinsvegar ekkert skip af völd- um sjóhernaðarins í þeirri viku. í yfirstandandi viku hefir tveim þýzkum skipum verið sökkt af enskum kafbátum. Danska stjómin hefir lagt fram allmörg frumvörp um nýja skatta og tolla til að koma í veg fyrir tekjuhalla á ríkisrekstrin- um, sökum aukinna framlaga til landvarna og atvinnumála. | Ungrverski forsætisráðherrann A viðavangi Allir Sjálfstæðismenn í neðri deild, nema Pétur Ottesen, greiddu atkvæði gegn frv. um rafveitulánasjóð. Með því sýndu ieir sinn raunverulega hug til málsins. Hinsvegar er þeim ljóst, að þetta mál er vinsælt og treystast því ekki til að sýna því fullkomna andstöðu. Hafa þeir því tekið eitt atriðið úr frum- varpinu um rafveitulánasjóð og notað það fyrir uppistöðu í nýtt frumvarp, sem þeir kalla frum- varp um raforkuveitusjóð. Þetta ákvæði, sem þeir hafa tekið úr rafveitulánasjóðsfrv., er um framlag ríkisins í sjóðinn. Eina breytingin, sem þeir hafa gert, er sú að ákveða framlagið 50 þús. kr. á ári í næstu 10 ár, en í rafveitulánasjóðsfrumvarpinu var engin ákveðin upphæð til- greind, heldur ætlazt til að það væri gert í fjárlögum. Er ekki nema gott eitt um það að segja, að Sj álfstæðisflokkurinn skuli þegar hafa sýnt undanhald við- komandi þessum þætti málsins og má vænta þess, að hin upp- haflega andstaða breytist einn- ig bráðlega í meðhald með öðr- um þáttum málsins. * * * Einn ljóður er þó á þessu f rumvarpi Sj álfstæðisf lokksins. Hann sýnir að flokkurinn hefir enn ekki lært þá skyldu ábyrgs stj órnmálaflokks, að flytja ekki tillögur um aukin útgjöld, nema jafnframt sé bent á tilsvarandi tekjuöflun eða lækkun eldri út- gjalda. Annars leiða slíkar til- lögur af sér tekjuhalla hjá rík- issjóði, en hann ber vitanlega að reyna að forðast. * ^ * Úr Borgarfiröi er skrifað: „Hér er nýafstaðinn aðalfund- ur h.f. Skallagríms, sem gerir út „Laxfoss“. Hluthöfum var út- hlutað 5% í arð af hlutabréfun- um. Farmgjöldin nægðu ekki til þess að greiða fólki því, sem vinnur á skipinu, en farþega- gjöldin greiddu allan annan kostnað. Nú heyrist, að stjórn- arvöldin (atvinnumálaráðherr- ann) séu að vinna að því, að „Laxfoss" tapi þessum farþega- gjöldum. Þykir okkur Borgfirð- ingum þetta slæmar og ótrúleg- ar fréttir, þar sem „Laxfoss" er almenningseign, og þar á meðal ríkissj óðs. Héraðið, og þá ekki sízt fæðingarkauptún atvinnu- málaráðherrans, á mikið af sinni velgengni undir því, að góður flóabátur sé í ferðum milli Borg- arness og Reykjavíkur. Það er ekki aðeins nauðsyn og menn- ingarauki fyrir Borgfirðinga, að sæmilega gott skip sé í förum á þessari fjölförnu leið, heldur líka fyrir fjölda annarra manna, bæði að norðan og vestan og víðar að.“ (Framh. á 4. siðu.) hefir verið í Róm og rætt við Mussolini. í sameiginlegri yfir- lýsingu frá þeim, er lögð á- hersla á það, að bæði Ítalía og Ungverjaland vilji vernda frið- inn á Balkanskaga. Páfinn hefir sent skeyti til pólsku stjórnarinnar í Frakk- landi og látið í ljósi ósk um end- urreisn hins pólska þjóðarsjálf- stæðis. Caroi Rúmeniukonungur hef- ir sætzt við foringja járnvarðar- liðsins (fasistana) og tekið full- trúa frá þeim í ríkisstjórnina. Járnvarðarliðarnir hafa verið mjög fylgjandi samvinnu við Þýzkaland. Því er lýst yfir í Búkarest, að þetta hafi engin áhrif á utanríkismálastefnu Rú- meníu. Enskar flugvélar hafa tvíveg- is flogið yfir Pólland og m. a. varpað flugmiðum yfir Posen. Tyrkir vinna nú orðið að því,af miklu kappi, að koma sér upp flugher og njóta til þess aðstoð- ar Bandamanna. í Ankara hafa farið fram viðræður um sam- vinnu milli flughers Tyrkja og Bandamanna, ef til styrjaldar kæmi á þessum slóðum.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.