Tíminn - 28.03.1940, Side 2

Tíminn - 28.03.1940, Side 2
TÍMIM, fimmtiidagiim 28. marz 1940 134 ‘gíminrt Fimtudaginn 28. marz ÁlÖgur og atvinimlcysí Víða úr heiminum berast þær fréttir, að skattar séu hækkaðir, ýmist til að standa straum af auknum vígbúnaði eða til að draga úr vaxandi atvinnuleysi, sem er afleiðing styrjaldar- ástandsins. Þegnum hlutaðeigandi landa eru yfirleitt svo ljósar þessar tvær hættur, innrás fjandsam- legra herja og aukning atvinnu- leysisins, að þeir taka þessum auknu byrðum möglunarlaust. Jafnvel þeir, sem áður hafa barizt gegn auknum sköttum, hjálpa nú til að koma þeim í framkvæmd. Þetta er glöggur vitnisburður um þann skilning þegnanna, að í þessum tilfellum sé betra að bera meiri sameiginlegar byrð- ar en að safna í eigin sjóði eða verja meiru í persónulega eyðslu. íslendingar þurfa ekki að leggja á sig auknar byrðar, sök- um landvarnanna. Því fer betur að við erum lausir við allar slík- ar kvaðir. En styrjaldarástandið skapar kannske hlutfallslega meira at- vinnuieysi hjá okkur en víðast annarsstaðar. Byggingarvinnan og saltfisk- verkunin stöðvast að miklu leyti. Ýmsar fleiri atvinnugreinar hljóta að draga saman seglin. Hættur atvinnuleysisins hljóta að liggja öllum i augum uppi. Trúir því nokkur, að fjárhags- legt frelsi þjóðarinnar verði varðveitt, ef fjöldi vinnufærra manna verður starfslaus bón- bjargarlýður? Trúir því nokkur, að það muni setja annað en glötunarmerki á menningu og sjálfsbjargarhvöt þjóðarinnar, ef hér myndast fjölmenn sveit bölsýnna at- vinnuleysingja? Gagnleg verkefni skortir hér ekki fyrir hinarvinnulausu hend- ur. En það þarf fjármagn til þess að hægt sé að beina vinnu- aflinu að þessum framkvæmd- um. Til þess að ná þessu fjár- magni er tæpast um aðra leið að ræða en þá, sem flestar aðrar þjóðin fara um þessar mundir. Þegnarnir, sem hafa sæmilega getu, verða að leggj a á sig aukn- ar byrðar til að skapa störf handa þeim, sem ganga vinnu- lausir og harðast hafa orðið úti í lífsbaráttunni. Það er áreiðanlega jafnnauð- synlegt fyrir íslendinga að víg- búast gegn atvinnuleysinu og það er fyrir margar aðrar þjóðir að hervæðast gegn hugsanlegri innrás fjandsamlegra herja. Þegar þetta hvorttveggja er athugað í senn, — hinar auknu byrðar, sem aðrar þjóðir leggja á sig, og vaxandi atvinnuleysi hér á landi — hlýtur þessi spurning að vakna: Hverj ar eru byrðarnar, sem ís- lenzka þjóðin leggur á sig vegna sameiginlegra þarfa hennar til að mæta afleiðingum styrjald- arástandsins? Lítum á störf þingsins: í fjár- lagafrv. fyrir 1941 er ekki gert ráð fyrir neinum nýjum tekju- stofnum, en lagt til að minnka verklegar framkvæmdir um 35%, ef hinir gömlu tekjustofnar rýrna. Fyrir þinginu liggur frv. um innheimtu skatts af vaxtafé, sem undanfarið hefir í stórum stíl verið svikið undan skatti. Talið er að mikill hluti þingmanna kjósi heldur að láta draga úr verklegum framkvæmdum rík- issjóðs en að láta skattsvikarana borga hin lögboðnu gjöld! Tillögu fyrv. fjármálaráðherra um að hækka skatt á einhleyp- ingum, sem hagnast verulega á dýrtíðaruppbótinni, hefir enginn gaumur verið gefinn af þinginu. Hinsvegar virðist sú tillaga ætla að fara hraðbyri gegnum þingið, að dýrtíðaruppbót há- launamanna verði litlu lægri en þeirra, sem eru láglaunaðir. Þegar styrjöldin hófst, var mikið um það rætt, að menn ættu að sýna aukna sjálfsaf- neitun. Það var sagt, að menn yrðu að spara erlendan óþarfa- Rafmagnsmálín á Alþingí Alþýðuflokks- og Sjálfstæðismenn á þingi, að undanskildum Pétri Ottesen, hindra framgang frumvarpsins um rafveitulánasjóð. 34. blað Bætur íyrír tjón af völdum mæðiveikinnar Áður hefir Tíminn skýrt frá frumvarpi Framsóknarmanna um rafveitulánasjóð, sem lagt var fyrir yfirstandandi Alþingi. Frumvarpið var borið fram í neðri deild þingsins, og var því vísað til fjárhagsnefndar til at- hugunar. Nefndarmenn urðu eigi á eitt sáttir um afgreiðslu málsins. Meiri hluti nefndarinn- ar,' þeir ' Sveinbjörn Högnason, Steingrímur Steinþórsson og Stefán Stefánsson, lögðu til að frumvarpið yrði samþykkt. Telja þeir í nefndarálitinu „að ekki verði hjá því komizt, varning. Því miður virðist þetta — enn sem komið er — ekki hafa orðið, nema orðin tóm. Þannig hefir t. d. „luxus“bílun- um verið sleppt lausum aftur. Það er því augljóst, að stefn- an hjá okkur er önnur í þessum málum en hjá öðrum þjóðum. í stað þess að leggja á sig meiri byrðar vegna sameigin- iegra þarfa þjóðarinnar, — því að það er vissulega sameiginleg þörf þjóðarinnar, að vinna gegn atvinnuleysinu, — þá virðist stefnan sú, að hver og einn eigi nú að reyna að skara sem mest- um eldi að sinni eigin köku. Ef þróunin í atvinnumálun- um og fjármálastefnan verður hin sama áfram, hlýtur niður- staðan að verða þessi: Fjöldi manna lendir í neyð og hugar- víli atvinnuleysisins, en marg- ir þeirra, sem betur eru settir, sleppa að mestu undan afleið- ingum styrjaldarástandsins, og sumir munu stórgræða á því, án þess að þurfa að bera meiri op- inberar byrðar. Þetta eru framtíðarhorfur, sem hljóta að valda hugsandi mönnum áhyggjum. Er ríkjandi meiri sjálfshyggja hjá efnaðri borgurum hér á landi en annarsstaðar, þar sem slíkir þegnar taka nú á sig aukn- ar sameiginlegar byrðar? Það er kannske þægilegt, að vera svo kaldrifjaður, að geta stungið höfðinu í sandinn og látast ekki sjá, þegar holskeflur styrjaldarástandsinsvalda mörg- um stórfelldu böli — ef hlutað- eigandi aðeins kemst sjálfur undan boðaföllunum. En það er hvorki réttlátt né mannúðlegt. Þessvegna ber að treysta því, ef til þess kemur, að menn skorizt ekki undan auknum byrðum, ef neyð annarra kallar á þá til hjálpar. Þ. Þ. að láta þá, sem fyrstir hafa fengið aðstoð hins opinbera til að fá rafveitur hjá sér, og höfðu til þess bezta aðstöð- una, hjálpa eitthvað til að veita þessum þægindum til annarra, sem eftir eru og eiga mun erfiðari aðstöðu." Þá telja þeir einnig óhjá- kvæmilegt, að ríkið leggi fram fé til að greiða fyrir útbreiðslu raf- orkunnar eins og gert var ráð fyrir í frumvarpinu, og að nokk- ur fjárhæð verði tekin á fjárlög í því skyni. Minni hluti nefndarinnar, Jón Pálmason og Ásgeir Ásgeirsson, lögðu hinsvegar til að frum- varpið yrði fellt. Pétur Ottesen, þingmaður Borgfirðinga, flutti nokkrar breytingartillögur við frum- varpið. Aðalatriðin í tillögum hans voru, að framlag úr ríkis- sjóði til rafveitulánasjóðsins skyldi fastákveðið, 50 þúsund krónur á ári, og að í stað þess að miða gjaldið frá rafveitun- um við upphæð ríkisábyrgðar, skyldi það miðað við vélaafl stöðvanna. Lagði hann til, að gjaldið yrði 1 króna á ári fyrir hvert kilowatt fyrstu 5 árin, hækkandi á 5 ára fresti, og yrði hæst 8 krónur á kw. á ári. Gjald- ið skyldi greitt af öllum vatns- aflstöðvum, sem hafa 100 kilo- wött eða þar yfir. Við umræður um frumvarpið lýstu flutningsmenn þess yfir, að þeir myndu samþykkja breytingartillögu Péturs Otte- sen, þar sem þeir litu svo á, að ekki skipti miklu máli hvort gjaldið frá rafstöðvunum yrði reiknað af vélaorku þeirra eða upphæð ríkisábyrgðar. En með tillögum P. O. var viðurkennd sú stefna frumvarpsins, að taka gjald af þeim rafstöðvum, sem fyrir eru, sem hafa verið reist- ar með aðstoð ríkisins, þar sem skilyrði eru bezt til rafvirkjun- ar, og verj a þvi til þess að greiða fyrir útbreiðslu rafmagnsins. Er þetta í fullu samræmi við stefnu og framkvæmdir Norð- manna í þessum málum. EA breytingartillögur Péturs Ottesen komu ekki til atkvæða í þinginu, því að áður var borin upp frávísunartillaga þeirra Jóns á Akri og Ásgeirs Ásgeirs- sonar, og var hún samþykkt með atkvæðum allra viðstaddra Sjálfstæðismanna, annarra en P. O., allra Alþýðuflokksmanna og kommúnista. Á móti frávís- unartillögunni greiddu atkvæði Framsóknarmenn, Pétur Otte- sen, Jón ívarsson og þingmenn Bændaflokksins. Þeir, sem harðast hafa staðið gegn þessu frumvarpi, eru full- trúar þess fólks, sem ríkið er bú- ið að veita aðstoð til að fá raf- magnið. Árið 1933 samþykkti Al- þingi ríkisábyrgð fyrir Reykja- víkurbæ fyrir láni til Sogsvirkj- unar, Sama árið var veitt ríkis- ábyrgð fyrir láni til rafveitu á Blönduósi, en fyrir ári síðan fengu ísfirðingar samskonar að- stoð. Árið 1937 er svo veitt á- byrgðin fyrir Akureyri. Fleira mætti telja. Alltaf þegar slíkar ábyrgðir hafa verið veittar, hafa flutningsmenn þeirra mála á Al- þingi lýst með mörgum orðum þeirri stórkostlegu þýðingu, sem raf virkj unarf ramkvæmdirnar myndu hafa fyrir viðkomandi staði, og keppzt um að auglýsa sem rækilegast fyrir þingheimi, að framkvæmdirnar væru reist- ar á fjárhagslega traustum grundvelli, svo að fyrirtækin gætu hæglega borið sig og á- hætta ríkisins af ábyxgðunum væri engin. En svo þegar farið er fram á, að þær rafstöðvar, sem hafa fengið þessa mikils- verðu aðstoð ríkisins, launi þá hjálp þjóðarheildarinnar með því að greiða lítilsháttar gjald i sjóð, til þess að hægt verði að veita lán til áframhaldandi raf- virkjunarframkvæmda, þá rísa þessir sömu menn, þingmenn Reykjavíkur, Jón á Akri, Finnur Jónsson og Sigurður Hlíðar, upp til mótmæla og gerast forvígis- menn í þeirri „samfylkingu“, sem hindrar framgang þessa réttlætismáls. Nokkrir Sjálfstæðismenn á þingi hafa nú borið fram frum- varp til laga um raforkuveitu- sjóð. Ætlast þeir til að ríkissjóð- ur greiði í sjóðinn 30 þúsund krónur á ári í 10 ár, en gera ekki ráð fyrir frekari fjáröflun. Er þetta því mjög lítið, samanbor- ið við fjárþörfina til rafveitu- framlcvæmda, og eigi er heldur fulltryggt, að framlagið yrði öll árin greitt úr ríkissjóði, þó að nú yrði ákveðið í lögum. Kaupstaðirnir, sem hafa byggt rafstöðvar á undanförnum ár- um, hafa tekið lán erlendis til greiðslu á stofnkostnaðinum. Þeim hefir ekki nægt að fá lán í öðrum löndum til greiðslu á útlendu efni til stöðvanna, held- ur hafa þeir líka fengið þar lán til að greiða með vinnulaun við byggingu þeirra, að mestu eða öllu leyti. Þetta verður að teljast mjög óheppileg leið fyrir þjóð, sem vill vera fjárhagslega sjálf- stæð, og alls ekki fær leið öllum þeim, sem vilja koma upp raf- stöðvum hér á landi í framtið- inni og hafa til þess skilyrði frá náttúrunnar hendi. Er því óhjá- kvæmilegt að safna fé innan- lands í þessu skyni. Hér hefir verið bent á þá aðferð til fjár- öflunar, að ríkissjóður leggi fram Fjárveitingavald hins íslenzka ríkis hefir veitt oss bændum á fjárpestarsvæðunum allmikla hjálp. Hjálp sú hefir bjargað ýmsum frá algerðu fjárhagslegu hruni, og forðað því að fólkið flytti burtu. Nokkrir fjáreigendur á pest- arsvæðunum hafa þó orðið af- skiptir allri hjálp. Búlausir menn í sveitum, og heimilisfeð- ur í smáþorpum, sem í mörgum tilfellum lifa að miklu leyti á sauðfjárframleiðslu, hafa engr- ar aðstoðar notið. Þessir menn þurfa að njóta sama stuðnings og bændurnir sjálfir, t. d með því að styrkja lambaeldi hjá þeim á sama hátt og bændum. Það er hin mesta nauðsyn, að ungu mennirnir flytji ekki á mölina, og eldri mennirnir, sem búnir eru að eyða 10—20 starfs- árum í sveit, og átt hafa sér til framfæris og ánægju 30—60 kindur, eiga vitanlega alveg eins skilið einhverja hjálp og bænd- urnir sjálfir Allt eru þetta menn, sem eru að reyna að koma fyrir sig eignum, svo að þeir geti reist bú. Þá viðleitni verður frek- ar að styðja en uppræta. Nægur er atvinnuleysingjahópurinn í landinu. Ýmsir þorpsbúar lifa að all- miklu leyti á sauðfé. Þessir menn hafa mist sauðfé sitt, ekki síð- ur en bændur, og þeim er ómögu- legt fyrir fátæktarsakir, að koma fyrir sig fjáreign að nýju, ef þeim er engin aðstoð veitt. Fyr- ir sumum þessara manna blasir við sveitarframfæri, ef þeir geta ekki aftur eignazt kindur. Atvinnuháttum í þorpunum á pestarsvæðunum er þannig hátt- nokkurt fé, en auk þess yrði lagt gjald á þær rafveitur, sem kom- ið hefir verið upp að undan- förnu, og sem hafa bezt skil- yrði til að bera sig. Einmitt nú er heppilegur tími til að hefja slíka fjársöfnun. Þeir, sem hafa rafstöðvar, græða stórfé á því að hafa fengið rafmagnið áður en verðhækkunin af völdum stríðsins skall yfir, þar sem þeir sleppa við að greiða verðhækk- un á útlendu ljósmeti og elds- neyti, sem aðrir verða að borga. Er sanngjarnt að þeir leggi fram nokkuð af þeim beina hagnaði til þess að stuðla að því, að fleiri geti fengið þessi dýrmætu þæg- indi áður en mjög langt líður. Málstaður þeirra, sem mest heimta af öðrum enminnstuvilja fórna, hefir sigrað á Alþingi í bili. Þrátt fyrir það mun verða haldið áfram að vinna fyrir mál- ið, í von um betri árangur1 síðar. Skúli Guðmundsson. að, að hafi verkamennirnir ekki nokkra landbúnaðarframleiðslu, þá hafa þeir mjög lítið til að lifa á. Atvinnan við daglauna- vinnu er ekki það mikil. Þorp eins og Blönduós má t. d. telja hreint landbúnaðarþorp. Það verður að breyta fram- kvæmd mæðiveikihjálparinnar í þá átt, að allir sauðfjár- eigendur á pestarsvæðunum fái stuðning til lambaeldis. Kostnaðarauki við þetta yrði ekki stórmikill. Sauðfjáreign þessara manna var ekki það mikil, áður en pestin fór að geysa. Hannes Pálsson, Undirfelli. VIGSLUKVÆÐI Flutt við vígslu „Keflvíkings“, báts samvinnuútgerðarfélags Keflavíkur. Hvar sem hönd styður hönd knýtast bróðurleg bönd eins og bragur við örfandi lag. — Ef vér leggjumst á eitt er oss lánið það veitt að vér lifum þann hamingjudag, þegar samvinna sönn gegn um sigrandi önn veitir sundruðum mátt til að efla sinn hag. Úti um sveitir vors lands kenndi brátt þessa bands, þar var brýnust vor samvinnu þörf. Andinn framsóknar frjáls hvatti menn þar til máls, og þeir mættust við skyldunnar störf. Æskan vaknaði við, heyrði vatnanna nið, hlýddi á vorboðans hvatningu, hugprúð og djörf. Nú varð stormur og stríð háð af stórhuga Iýð um vort strjálbyggða .hrjóstruga land. Lokasigrinum senn fagna samvinnumenn. Fram í söguna tengja þeir band tvinnað ættjarðarást, sem að aldregi brást, svo að ekkert í heimi fær búið því grand. Því skal kátt hér í kvöld, — fagni „Keflvíking“ öld, er hann kemur, vor traustbyggði knör. Auðnan fylgi ’honum æ yfir sólroðinn sæ og á svarrandi úthafa för. — Heill þér samvinna sönn! Gegn um sigrandi önn, vertu sómi vors föðurlands, skjöldur og hjör. Hallgr. Th. Björnsson Víðhorí sveítastúlkunnar Jónína S. Líndal: Það ber oft við, að sjá má greinar, bæði í blöðum og tíma- ritum, sem ræða um brottflutn- ing sveitafólksins til kaupstað- anna og þá einkum til Reykja- víkur. Ber þá oft að þeim brunni, að mikið af þessum flutningi sé kvenfólkinu að kenna, og sér- staklega ungu stúlkunum. Sum- ar þessar greinar eru vinsam- lega skrifaðar, í því skyni að leita hinna réttu orsaka, en þó bregður út af því. Hefi ég orðið þess vör, að mörgum ungum stúlkum mun finnast við lestur þessara greina, að þær séu sak- aðar um léttúð, kæruleysi eða í- stöðuleysi. É hefi áður minnzt á það í lítilli blaðagrein, að ég teldi brottflutning ungu stúlknanna úr sveitinni oft vera fyrir þá sök, að þær vöntuðu atvinnu, eink- um yfir veturinn, þar sem allur iðnrekstur væri þaðan horfinn, — horfinn til Reykjavikur og stærri bæjanna. Smábæir og kauptún eru ekkert betur sett í þessu efni. Allar ungar stúlkur leita þaðan burtu, og jafnan til Reykjavíkur. Það bjóðast nógar vistir hjá frúnum í Reykjavík, við gólfþvott og ýmsa vinnu. Það er oft kaup í boði, sem lætur vel í eyrum þeirra stúlkna, sem að- eins hafa unnið foreldrum sín- um, fengið hjá þeim fæði og klæði, en lítið af peningum í lófann. Útþráin og æfintýraþrá- in býr í brjóstum þeirra, og þær fara til að afla sér fjár og frama í vistum í Reykjavík. En fjáröflunin verður ekki eins drjúg í skiptunum og þær væntu eftir. Kaupið þeirra hrekkur ekki meir en fyrir sokk- um og skóm, og stundum fer megnið af því í húsaleigu. Þær verða því að eyða kaupinu sínu frá næsta sumri á undan til þess að geta klætt sig, og jafnvel líka þeim peningum, sem þær kunna að hafa átt í sparisjóðsbók. Nú verða þær þess oft varar, að það er ekki litið á þær sem jafn- ingja, eins og þær höfðu áður vanizt heima í sveitinni. Þær eru nú aðeins verkfæri, sem not- að er til nauðsynlegra starfa. Þær, sem áður höfðu vanizt kyrlátu, hlýju heimilislífi heima hjá foreldrum og systkinum, finna nú að þær þurfa að afla sér samúðar og skemmtunar ut- an heimilisins, — skemmtunar, sem stundum reynist miður heppileg fyrir óreyndar sveita- stúlkur, og gæti máske eitthvað af þeim æfintýrum, sem þær leiðast út í fyrir heimilisleysi, orðið að inngangi að pólska æf- intýrinu og öðru slíku. Oftast koma stúlkurnar heim aftur a. m. k. yfir sumartímann. Myndu þá margar þeirra vilja staðnæmast heima, ef þær fengju starf, sem þær vildu una viö. Einkum er það þá vetrar- vinnan, sem þær vanta, síðan iðnaðurinn hvarf burtu úr sveit- unum. Nokkrar stúlkur í hverri sveit hafa atvinnu við heyskap á sumrum. Þó fækkar þeim óð- um, eftir því sem ræktunin fer vaxandi, og meira verður af vél- tæku landi. Allt miðar að þvi að fækka stúlkunum við sveitavinn- una, flytja þær í síldina á sumr- in og til Reykjavíkur á vetrum. Ég tek eitt lítið dæmi þessu til sönnunar. Heimili, sem ég þekkti, veit ég að fyrir 50—60 árum hafði sex vinnukonur, sem flestar unnu að tóskap á vetrum og heyskap á sumrum. Þá var tætt og spunnið, ofið, prjónað, þæft, lit- að og saumað allt, sem þurfti til klæðnaðar á heimilisfólkið, auk þess skinnsokkar og skó- fatnaður allur, og stundum voru unnin vaðmál, sem seld voru til Reykjavíkur. Á þessu sama heimili eru nú 1—2 kaupakonur á sumrum og oftast 1 vetrar- stúlka. Þarna er þá atvinna fyr- ir eina stúlku yfir árið, þar sem áður voru 6. Tóskapurinn, sem áður var handunnin, er nú unn- inn með vélum, og þó ekki unn- ið nema lítið á við það, sem áður var. Vaðmálin eru að mestu horfin, en saumaskapur, að minnsta kosti öll ytri föt karl- manna, fer fram á verkstæðum, oftast í Reykjavík, og verka- mannafatnaður allur er keyptur saumaður frá verkstæðum þar. Fjármagn landsins hefir í seinni tíð dregizt óðfluga til Reykjavíkur. Þangað hafa flutt efnamenn landsins, og lagt fé sitt í ýmsan atvinnurekstur. Allur sá atvinnurekstur þarf fjölda af starfsfólki. Vegna þess hafa heilar fjölskyldur flutt sig úr sveitum landsins til þess að vinna við ýmsan iðnað, sem þar hefir verið stofnsettur á síðari árum. Mætti nefna fjölda af dæmum því til sönnunar, ef þörf gerist. Nokkuð hefir verið gert af því opinbera til þess að viðhalda og efla heimilisiðnað í sveitum landsins. Má þá fyrst og fremst nefna styrkveitingar til kaupa á spunavélum og prjónavélum, sem víða hefir komið að góðu gagni, en þó víðast aðeins á iðn- aði til heimilisþarfa. Heimilis- iðnaður, sem gefur beinlínis nokkrar tekjur, er fremur sjald- gæfur, en þó má finna þess nokkur dæmi. Ef fólksstraumurinn úr sveit- unum á ekki stöðugt að halda áfram, og skapa bæði sveitum og bæjum meiri og meiri vand- ræði, verðum við að fá at- vinnurekstur heim í sveitirnar, sem skapi ungu fólki vetrar- vinnu, starf, sem það getur unn- ið að yfir veturinn, og haft framfærslu af, að minnsta kosti á við það, sem því býðst í bæj- unum. Þó að fólkið hafi atvinnu við heyskap yfir sumartímann, er það ekki nóg. Sú framleiðsla getur ekki greitt svo hátt kaup, að hægt sé að lifa á því allt árið. Það er heldur ekki hollt fyrir ungt fólk að vinna aðeins nokkr- ar vikur á ári, eins og í síld á Siglufirði, og ekkert annan tíma ársins. Slíkt fyrirkomulag skap- ar iðjuleysi og allt það böl, sem því fylgir, ógæfu einstaklinga og þjóða. Helzta hráefnið, sem íslenzkt sveitafólk hefir, er ullin. Hún er seld óunnin út af heimilinu og út úr landinu. Er það ekki stór smán fyrir okkur, að selja ullina burt úr sveitunum, án þess að vinna hana, og láta unga fólkið flýja burtu í leit eftir atvinnu? Og verða að sætta sig við at- vinnu á þeim stöðum, sem ýms lífsskilyrði eru miklu örðugri og óheilnæmari en þau, sem okkar ágætu sveitir hafa að bjóða. Við megum ekki staðar nema fyrr en við höfum komið okkur svo fyrir, að við getum unnið alla okkar ull sjálf, sem næst þar sem hún er framleidd, og kom- ið henni í arðbæra iðnvöru. Þarna er geisimikið verkefni fyrir hendi. Ætti það að vera okkur sveitafólkinu stórt metn- aðarmál, að skapa okkur nýjan þrótt og nýjar og bjartar vonir um framtíð sveitanna. Fyrsta skilyrðið til þess að nokkuð verulegt geti áunnizt í þessu efni er það, að kembivél- ar séu settar upp víða um land- ið, og sumstaðar spunavélar. Handspunavélar eru líka nú orð- ið víða til, og mætti spinna á þær margfalt meira en gert er, væru þær knúnar með rafmagni. Fjöldinn allur er líka til af prjónavélum, og mætti vinna margfalt meira á þær en gert er víðast hvar. Samhliða kembivélunum og spunavélunum þyrfti að rísa upp öflugar vinnustofur, prjónastof- ur, vefstofur, saumastofur, og

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.