Tíminn - 09.04.1940, Page 1

Tíminn - 09.04.1940, Page 1
RITSTJÓRAR: GÍSLI GUÐMUNDSSON (ábm.) ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. FORMAÐUR BLADSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON. ÚTOBFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. RITSTJ ÓRNARSKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Lindargötu 1 D. SÍMAR: 4373 og 2353. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OO AUOLÝSINOASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 1 D. Siml 2323. PRENTSMIÐJAN EDDA hJ. Símar 3948 og 3720. 24. árg. Reykjavík, þriðjudagliui 9. apríl 1940 39. blað Stórfelld breyting á kennaramenntun Frumvarp Jónasar Jónssonar Jónas Jónsson hefir lagt fram í efri deild frumvarp til laga um stofnun kenn- aradeildaf í húsi Háskóla íslands. Eru þar ráð- gerðar stórfelldar breyting- ar á undirbúningsmenntun kennara. Þar sem frumvarp þetta fjall- ar um einn merkasta þátt upp- eldismálanna, og telja má víst, að um það verði miklar um- ræður, þykir Tímanum rétt að birta það í heilu lagi. í greinar- gerðinni, sem síðar mun tairtast í blaðinu, tekur flutningsmaður það fram, að hann viti að frum- varpið muni víða sæta mótstöðu og hann flytji það ekki nú í þinglokin í þeirri von, að það fái afgreiðslu að sinni, heldur til þess að þeir, sem hafa áhuga Inntökuskilyrði í kennara- deildiná eru sem hér segir: Nem- andinn verður að vera líkam- lega hraustur og fær til venju- legrar erfiðisvinnu. Hann verð- ur að hafa stundað alla venju- lega vinnu í sveit að minnsta kosti eitt ár samfleytt. Nem- andinn verður auk þess að vera alger bindindismaður um vín og tóbak og geta sannað með vott- orði sóknarprests og kennara, að hann hafi á undangengnum árum verið fullkominn reglu- maður og ekki hneigzt að stefnu eða félagsskap manna, sem vilja breyta þjóðskipulaginu með of- beldi. í bóklegum fræðum verð- ur nemandinn að geta sannað með prófraun, að hann geti les- ið sér til gagns með viðunandi framburði uppeldisfræðirit á Norðurlandamálum, þýzku og ensku. Prófið í íslenzku, íslandS' Fjárlögín afgreídd Ríkisstjómmni verð- nr heimilað að verja 350 þús. kr. til unclir- búnings nýbýla á ár- mmm 1940 og 1941. Fjárlögin fyrir 1941 voru end- anlega afgreidd frá Alþingi í gær. Flestar breytingartillögurnar, sem fjárveitinganefnd flutti við 3. umr, voru samþykktar, og einnig nokkrar tillögur ein- stakra þingmanna. Sú tillaga, sem mestum á- greiningi olli, var um úthlutun á styrkjum til skálda og lista- manna. Lagði fjárveitinganefnd (Framh. á 4. siðu.) Myndin er af hinu nýsmíðaSa skipi, „Queen Elizabeth", sem er stœrsta skip heimsins. Það er 85 þús. smál. og 1032 feta langt. Vélamar geta orkað 200 þús. hestöflum og er „Queen Elizabeth“ þvi hraðskreiðasta skip heimsins. Farrými er í skipinu fyrir 2400 manns. Fjórtán þiljur eru í skipinu og hœðin frá • kili til siglutopps er 60 m. Fremri reykhálfurinn er 20 m. hár og svo breiður, að þrjár eimreiðar af stœrstu gerð geta rúmazt í honum. Smíði skipsins tók fjögur ár og kostaði það fullgert um 150 millj. kr. Það er smíð- að við Clydefljótið, skammt frá Glasgow, og sendu Bretar það strax vestur um haf, þegar smíði þess var lokið. Mun það verða þar meðan styrjöldin varir. Þjóðverjar vissu ekki um för skipsins fyrr en það var komið vestur. A víðavangi Blöð Sjálfstæðismanna hafa iðulega rætt um það, að skattar væru hvergi hærri en hér á landi. Fyrir nokkru hefir danska stjórnin borið fram frumvarp um stórfellda hækkun tekju- skattsins þar í landi og fer hér á eftir samanburður á skattin- um hér og í Danmörku, eins og hann verður samkvæmt þessu frv. dönsku stjórnarinnar: Skattsk. Skattur Skattur tekjur (ísland) (Danmörk) fyrir uppeldismálum, fái tíma; S°SU> mannkynssögu, landa- til að athuga og gagnrýna mál- fræði> náttúrufræði, stærðfræði jg l og teikningu skal framkvæmt Frv. hljóðar svo óbreytt: „Stofna skal deild í uppeldis- vísindum og kennslufræðum í húsi Háskóla íslands í Reykja- vík. í þeirri deild skal undirbúa kennaraefni til að standa fyrir fræðslu barna á skólaskyldu- aldri, ungmennafræðslu og vinnuforustu við þegnskyldu- störf, ef löggjöf verður sett um það efni. Ríkisstjórninni skal auk þess heimilt að bæta tveggj a vetra framhaldskennslu við vegna kennara við héraðs- og gagnfræðaskóla. Kennslumála- ráðuneytið ákveður í reglugerð, með aðstoð fræðslumálastjóra, fyrirkomulag þeirrar framhalds- kennslu, þar til löggjöf verður sett um það efni. í kennaradeild skulu vera fjórir óskiptir bekkir. Enginn nemandi getur fengið inntöku i fyrstu deild nema hann sé 18 ára að aldri og ekki lokið burt- fararprófi fyrr en 22 ára. Karl- ar og konur eiga jafnan rétt til að stunda nám í kennaradeild- inni. í kennaradeild skal haga vinnubrögðum þann veg, að fyrsta vorið, eftir að lokið er inntökuprófi, hefja þeir nem- endur, sem staðizt hafa próf- raunina, nám, sem varir í eitt ár, í íþróttaskólanum á Laugar- vatni og garðyrkjuskólanum á Reykjum í Ölfusi. Næsta ár stunda þeir nám í kennara- deildinni í Reykjavík. Þriðja ár- ið starfa þeir sem settir kenn- arar, undir yfirumsjón fræðslu- málastjórnar og kennara sinna, sem aðstoðarmenn við barna- og unglingaskóla í kaupstöðum, kauptúnum og sveitum. Fjórða árið halda þeir áfram námi í kennaradeildinni, og ljúka þá burtfararprófi eftir fjögra ára nám og æfingarvinnu við kennslu. eftir gildandi kröfum um gagn- fræðapróf menntaskólans á Ak- ureyri. í móðurmálinu skal auk þess, sem að framan greinir, krefjast, að nemandi riti ljósa og áferðarfallega rithönd og þekki efni til rit allra meiri hátt- ar íslenzkra skálda frá 19. og 20 öldinni. Kennslumálaráðuneytið á- ákveður um hver áramót, að fengnum tillögum fræðslumála- stjóra og forstöðumanns kenn- aradeildar, hve marga nýja nemendur skuli taka þá um vor- ið í kennaradeildina. Inntöku- prófið skal halda í húsakynn- um kennaradeildar, og má eng- inn nemanda taka í deildina nema hann hafi staðizt það próf. Ef fleiri standast inntöku- próf heldur en leyft er að taka 1 kennaradeildina það ár, sitja þeir fyrir, sem fá hæsta eink- unn. Fyrsta námsárið dvelja nem- endur við nám og vinnu á Laug- arvatni og Reykjum í Ölfusi, undir stjórn skólastjóranna á (Framh. á 4. siðu.) Afsíaða ríkísvalds- íns til ofbeldísflokk- atma í gær var samþykkt á Alþingi tillaga allsherjarnefndar sam- einaðs þings „um ráðstafanir til verndar lýðræðinu og ör yggi ríkisins og undirbúning löggjafar í því efni“. Ályktunin var samþykkt með 44:2 atkv. ísleifur Högnason greiddi ekki atkvæði. Tillagan var birt í síðasta blaði. Aðalefni er áskorun til ríkisstjórnarinnar um að hafa vakandi auga á starfsemi of- beldismanna og að ríkisstjórnin beiti öllu valdi sínu til verndar þjóðfélaginu gegn slíkri starf- semi. JVorðnrlönd oröln YÍgvöllnr stérveldanna Þýzkur her befir ráðizí inn í Danmörku og Noveg. — Kaupmanna- höfn og ýmsir hafnarbæir IVoregs þe$$ar á valdi Þjóðverja. Norðmenn ætla að berjast gegn Þjóðverj- um og Bandamenn hafa heitið þeim fullii aðstoð Seinasta sólarhringinn hafa gerzt stærstu atburðirnir í styrjöldinni milli Þjóðverja og Bandamanna. Fregnir um þá eru enn mjög ófullkomnar, en í stytztu máli eru þeir og aðdrag- andi þeirra þessir: Nokkru fyrir helgina kvaddi Halifax utanríkismálaráðherra Breta sendiherra Svía og Norð- manna á fund sinn og afhenti þeim orðsendingu frá brezku stjórninni. Efni þessarar orðsendingar hefir verið haldið leyndu, en blaðamenn hafa talið,að þar hafi m. a. verið sagt, að enska stjórn- in myndi ekki þola að Þjóðverj- ar bættu aðstöðu sína í þessum löndum. Aðfaranótt mánudagsins lögðu ensk og frönsk herskip tundur- duflum á þremur stöðum í norskri landhelgi: Á 40 fermílna svæði við Statland, þar sem Noregsströnd beygir til norð- austurs, á 35 fermílnasvæði hjá Bod, skammt fyrir sunnan Kristiansund, og á 20 fermílna svæði við mynni Vestfjorden, en Narvik er við þann fjörð. Herskip hafa stöðugt haldið vörð við þessi svæði síðan tund- urduflum var lagt og stöðvuðust strandsiglingar Norðmanna af þessum ástæðum í gær. Bandamenn rökstyðja þessa aðgerð með því, að Norðmenn hafi ekki getað varið landhelgi sína fyrir lögleysum Þjóðverja, og hafi þeir því orðið að grípa til þessara ráðstafana. Jafn- framt segja þeir, að það sé í þágu Norðmanna og annarra A. KBOSSGÖT'dM Úr Jökulsárhlíð. — Hagleysur í Skagafirði. — Fiskafli. — Sæluvika Skag- firðinga. — Barnsburðir 1937. Úr Jökulsárhlíð í Norður-Múlasýslu skrifar Björn Kristjánsson bóndi í Grófarseli: — Tíðarfar síðastliðið sum- ar var hið hagstæðasta, sem komið hefir síðan 1925; þá var hið ágætasta tíðarfar allt sumarið, en þó hvassviðra- samara en hið síðastliðna. Síðastliðið sumar voru hér óþurkar aðeins hálfan mánuð í byrjun sláttar. En grasspretta var aðeins I meðallagi á túnum, en ekki það á útjörð. Þó varð heyfengur sæmi- legur vegna hagstæðrar veðráttu. Fyrir fáum árum var talið, að garðrækt væri eklci gerleg á þessum siátjpm, og hún rekin á sárfáum bæjum 'áðeins. Nú hefir þetta breytzt svo, að kartöflur og rófur eru ræktaðar allsstaðar, meira eða minna, og er sveitin sér nú nóg í þeim efnum. En þó eiga menn allt undir veðráttunni um garðræktina, en hér er jafnaðarlega mjög stormasamt. — Síðastliðið sumar var byggt stein- steypt íbúðarhús á einum bæ og 3 steinsteyptar hlöður. Er á síðustu ár- um búið að byggja upp á 9 bæjum af 18, allt steinhús, flest með nútímaþæg- indum. Hlöður er búið að byggja yfir % hluta heysins og á 4 bæjum eru öll hús undir járni. Mjög víða er neyzlu- vatn leitt til bæjar. Síðan 1920 hafa verið gerð 4 nýbýli. Sláttuvélar eru 9 í sveitinni, 4 þeirra með heyskúffum, er smíðað hefir Steindór Jóhannesson jámsmiður á Akureyri. Er sllkur út- búnaður til mikillar hjálpar, einkum þó ef slegið er á graslitlu útengi. — Árið 1931 var byrjað að leggja akveg eftir sveitinni og hefir jafnaðarlegast verið unnið dálítið að framlengingu hans á hverju sumri. Er nú svo komið, að ekki er eftir að leggja nema um 5 kílómetra vegarkafla til þess að fært sé bifreiðum um sveitina endilanga. Var þessa vegar mikil þörf, því að 80 kílómetra leið er til kaupstaðar úr miðri sveit, og því erfiðar lestaferðir. — í vetur hefir tíðarfar verið fremur milt og stórviðra- lítið. Fé var þó víðast tekið um 9. nóv- embermánaöar, og hefir þurft að gefa því fullkomlega í meðallagi, og á mörg- um bæjum hefir fé verið gefið alveg inni i nokkrar vikur. t t r Úr Skagafirði hafa blaðinu nýlega borizt þessi tíðindi: — Marzmánuður hefir orðið erfiðasti mánuðurinn á þessum vetri. Hríðarveður með tals- verðu frosti héldust fram yfir miðjan mánuðinn og setti þá niður snjó all- mikinn. Síðari hluta mánaðarnis stillti til og gerði þá refahjarn, ísalög mikil og akfæri gott. Af þessum sökum hefir orðið haglítið, einkum í Blönduhlíð, og þó víðar, og er það afar sjald- gæft. Hefir orðið að taka talsvert af hrossum í hús og á hey. — r t r Fiskafli í firðinum er að glæðast og er fiskurinn nú genginn alveg inn að söndum við fjarðarbotn og er það mest hrygnandi stórþorskur. Vart hefir orðið við loðnu, en náist hún til beitu er gef- inn hlaðafli, að minnsta kosti um stund. Annars má heita dágóður afli á frosna síld sem beitu. I ! t Sæluvika Skagfirðinga og sýslunefnd- arfundir héraðsins var haldin í Sauð- árkróki síðustu viku marzmánaðar. Var mjög mannmargt í Sauðrákróki síðari hluta vikunnar, enda veður og færi hið ágætasta, og mikið um dýrðir, svo sem venja er til. Almennir málfundir voru haldnir í barnaskóla þorpsins tvö kvöld og flutt fjögur mál. Karlakór Sauðár- króks undir stjórn Eyþórs Stefánssonar hélt söngskemmtun eitt kvöld. Sjón- leikir voru sýndir af U. M. F. Tinda- stóll sjö sinnum, Hinu skagfirzka kven- félagi tvivegis og V. K. F. Aldan tví- vegis, og söng kvennakór félagsins þá einnig. Tvívegis var sýnd leikfimi, danz og „plastik". Kvikmyndasýningar voru þrisvar í vikunni. Loks voru danssam- komur fimm kvöld á vegum U. M. F. Tindastóll. Allar voru þessar skemmt- anir vel skipulagðar, og svo hagað til, að ekki fór fram nema eitt skemmtl- atriði samtímis. t t t í heilbrigðisskýrslum ársins 1937 er útdráttur úr skýrslum frá ljósmæðrum landsins. Þó er yfirliti þessu nokkuð áfátt þar eð skýrslur vantar úr þrem læknishéruðum. Eru bamsmæður alls taldar 2301, þar, af 644 frumbyrja. Fædd börn eru talin 2301, en fósturlát 54. Af þessum börnum hafa samkvæmt frásögn ljósmæðranna 1915 verið nærð (Framh. á 4. siðu.) smáþjóða, að veldi Þjóðverja sé hnekkt sem fyrst. Þá sendu Bretar enska kaf- báta inn í norska landhelgi í gær og tókst þeim að sökkva þremur þýzkum skipum. Eitt þeirra, „ Rio de Janeiro" frá Hamborg, var fullskipað her- mönnum og tókst ekki að bj arga nema nokkrum hluta áhafnar- innar. Norska stjórnin mótmælti þegar tundurduflalögnunum við stjórnir Bandamanna. Jafn- framt var norska þingið kvatt saman og sat það á fundi mest- an hluta dagsins í gær. Þýzk blöð og útvarpsstöðvar hófu þegar svæsnar árásir á tundurduflalagnir Bandamanna í norskri landhelgi. í gærkveldi var birt sú tilkynning í Berlin, að þýzka stjórnin biði aðeins eft ir svari Norðmanna og myndi hún að því fengnu, grípa til þeirra ráðstafana, er hún teldi heppilegastar. Síðari hluta dagsins í gær fór þýzki sendiherrann i Oslo á fund Kohts utanríkismálaráð- herra og krafðist þess, að Nor egur biði Þýzkaland um vernd og leyfði þýzkum her landgöngu. Hélt sendiherrann því fram, að annars myndu Bandamenn sitja her á land í Noregi. Koht sagð- ist ekki trúa því, að Bandamenn hefðu slíkar fyrirætlanir í huga. Norska stjórnin hélt síðan fund og var þar samþykkt, að fallast ekki á kröfur Þjóðverja að svo komnu máli. í nótt settu Þjóðverjar her á land á allmörgum stöðum Noregi. Hafa þeir a. m. k. náð innsiglingunni til Oslo, Kristian sands, Bergens, Þrándheims og Narvik á vald sitt og lokað þeim með tundurduflum. Þá hafa þeir lagt tundurduflum í Katte gat, sem er á milli Jótlands og Svíþjóðar. Þjóðverjar virðast hvergi hafa mikinn herafla á þessum stöð- um. í Þrándheimi, Kristian- sand og Bergen settu þeir her á land af tveim skipum á hvorum stað, og af einu skipi í Narvik Það virðist fullvíst, að þessi her- flutningaskip Þjóðverja hafa verið komin til Noregs áður en Bandamenn lögðu tundurdufl unum, þar sem þau hafa t. d alls ekki getað komizt til Þrándheims og Narvik á tím- anum frá því, að duflunum var lagt og þangað til herinn var settur á land. Vegna þessa atburða hefir norska stjórnin ákveðið að flytja til Hamars, sem er tals- vert inn í landi. Jafnframt hef- ir hún lýst yfir því, að Noregur væri kominn í styrjöld við Þýzkaland og hefir farið fram almenn hervæðing í landinu kr. kr. kr. 400 4 6 800 8 18 1 200 14 34 2 000 30 82 3 000 80 162 4 000 155 262 6 000 405 502 8 000 905 802 10 000 1 530 1 162 20 000 5 140 3 412 30 000 13 200 6 112 60 000 26 400 15 712 100 000 44 000 30 112 200 000 88 000 70 112 400 000 176 000 160 112 Eins og tafla þessi sýnir, er skatturinn á 400 kr. tekjum 50% hærri i Danmörku en hér. Á skattskyldar tekjur frá 800— 3000 kr., er hann meira en helm- ingi hærri í Danmörku, en á því bili mun vera mikill fjöldi skatt- greiðanda, bæði hér og þar. Frá 3000—6000 kr. er skatturinn enn drjúgum hærri í Danmörku, en frá 8000 kr. er hann hins vegar hærri hér á landi. Svo háar skattskyldar tekjur hafa dó, samkvæmt áreiðanlegum upplýsingum, ekki nema í mesta lagi 300 manns hér hjá okkur, iar með talin fyrirtæki, svo að jessi hluti skattstigans skiptir minnstu máli fyrir samanburð- inn. Víða hefir komið til orustu milli herskipa Þjóðverja og strand- virkja Norðmanna. Segjast Norðmenn hafa öll strandvirkin enn á valdi sínu. Stjórnir Bandamanna hafa haldið fundi í morgun um þessi mál, og létu að þeim loknum til kynna norsku stjórninni, að Bandamenn myndu veita Noregi fyllstu hjálp. Óstaðfest fregn hermir, að norska stjórnin sé búin að biðja Bandamenn um aðstoð. Hafia Danir sam- pykkl „vernd“ Þjódverja? Um sama leyti og Þjóðverjar settu her á land í Noregi, réðist þýzki herinn yfir landamæri Danmerkur og hörfaði danski herinn undan, án þess að til or- ustu kæmi. Voru Þjóðverjar bún- ir að ná öllu Suður-Jótlandi snemma í morgun. Jafnframt settu þeir her á land I Norður-Jótlandi. Snemma í morgun komu þýzk herskip til Kaupmannahafnar og var borg- in látin orustulaust af hendi. f enskum fregnum segir, að hertöku Danmerkur muni senni- lega lokið í kvöld. Bandamenn hafa ekki boðið Dönum neina hjálp. Seinustu fregnir herma, að Danir hafi viðurkennt, að þeir séu undir vernd þýzka hersins. Þetta er þó ekki staðfest. Svíar viðlHÍnir. í Svíþjóð hefir farið fram al- menn hervæðing og hefir sænska stjórnin lýst yfir því, að Svíar séu viðbúnir að mæta öll- um árásum. Sú fregn barst hingað í morg- un, að Svíar væru komnir I styrjöld við Þjóðverja, en hún virðist ekki á rökum reist.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.