Tíminn - 09.04.1940, Side 2

Tíminn - 09.04.1940, Side 2
154 TtllIIMV, þriðjnclaglim 9. apríl 1940 39. blað Frptihúsin og sala á freðfiski EStir Jón Arnason Sramkvæmdastjóra Endnrbætnr á v erð Ui^sl ögu nnm EStir Guðjón F. Teítsson Sorm. verðlagsneSndar 'gíminn Þrlðjudatiinn 9. upríl „Landíð helga“ íslendingar í Vesturheimi nefna ísland oft „landið helga“. í endurminningunni finnst þeim, að ættlandið, sem þeir hafa mist, og fá flestir aldrei aftur augum litið, vera heilagur staður. Mér kemur í hug þetta nafn og þær heitu tilfinningar, sem nafnið táknar, þegar ég minn- ist þess, að fyrir nokkrum vikum kom formaður Leikfélags Reykjavíkur, Gestur Pálsson, til mín og leiddi talið að því, hvort tiltækilegt myndi vera að Leik- félagið sýndi gestaspil hjá löndum í Ameríku nú í vor eða sumar. Mér var, eins og honum, kunnugt um, að þær frú Stef- anía Guðmundsdóttir og frú Guðrún Indriðadóttir höfðu báðar farið slíka för til landa í Vesturheimi og sýnt þar list sína með þeim hætti, að það var þjóðinni báðum megin hafs til sæmdar. Ég gat ekki svarað spurningu leikfélagsformanns- ins þá. Ég sá ýmsa fjárhags- lega annmarka á slíkri för, vegna styrjaldarinnar. Nú finnst mér, að komið hafi fyrir þeir at- burðir, sme geri slíka för ó- mögulega fyrst um sinn. Leik- félag Reykjavíkur þarf að skapa allt aðra mynd af íslandi og íslenzku þjóðinni heldur en þá, sem það hefir nú á boðstólum, áður en það getur farið í aðra heimsálfu og sýnt list sína fyrir fólki, sem langar til að mega hugsa um ísland eins og það sé „heilagt land“. Leikfélag Reykjavíkur, eða nokkur hluti af liðsafla þess, hefir nú í tvo mánuði æft með kostgæfni leikrit, sem ekki sýnir land og þjóð með neinum helgi- blæ. Gestur Pálsson, formaður félagsins, hefir lagt mikla stund á að koma þessum sjónleik á framfæri. Indriði Waage hefir stjómað æfingunum og að lík- indum átt aðalþátt í að velja skáldverkið. Starfsmaður við listadeild útvarpsins, Emil Thoroddsen, hefir gefið leikrit- inu íslenzkan búning, en upp- runalegi textinn kvað vera frá Þýzkalandi, og tilheyrir þeirri bókmenntastefnu, sem drottn- aði í Þýzkalandi eftir stríðið, þegar þjóðin var sigruð, kúguð og vonsvikin að níða af sér frelsið. Þá voru mjög sóttir í Þýzkalandi sjónleikar eftir úr- kynjaða vesalinga, sem sefjuðu áheyrendur með því að berg- mála sínar eigin eymdar- og niðurlægingarhugsanir. Léleg- asti hluti þýzku þjóðarinnar fann þá deyfandi fróun í raunum sínum í því, að drekka í sig hugsanir andlegra föru- manna, sem héldu gáfu sinni við með banvænum eiturlyfjum. Þótt undarlegt sé, hafa sum- ir af forráðamönnum Leikfé- lags Reykjavíkur haft óskiljan- lega löngun eftir að koma þess- um úrkynjunarbókmenntum á framfæri í þeirri stofnun, sem telur sig vera upphaf að þjóð- leikhúsi íslendinga. Indriði Waage virðist hafa valið einkennilega leið til að koma þessu útlenda verki í ís- lenzkan búning. Hann snýr sér til Emils Thoroddsens, sem rík- isstjórnin hafði gefið langt frí frá störfum við útvarpið með fullu kaupi. Nokkuð af þessum tíma hefir þýðandinn dvalið á Kleppi sér til heilsubótar, og eftir öllum sólarmerkjum hefir hann þýtt leikritið þar og kom- ið því í þann búning, að hver ókunnur maður hlýtur að gera ráð fyrir, að það sé frumsamið í Reykjavík og snúist eingöngu um ísland og íslenzk málefni. Mbl. færir alveg sérstök rök að því, hvað leikritið sé þjóðlegt. En þetta undarlega leikrit mun verða til þess að bregða birtu yfir vandasamt og að því er virðist torskilið mál. Um mörg ár hafa menn vitað, að flokkadrættir og deilur áttu sér stað í L. R. En fólk utan félags- ins hefir alls ekki áttað sig á því fyrr en nú, að í félaginu eru starfandi tveir gagnstæðir flokkar. AnnaTs vegar er all- mikill hópur leikara, sem stefn- ir að því, að í höfuðstaðnum verði haldið uppi göfgandi og menntandi sjónleikjastarfsemi. Þessir menn óska eingöngu eft- ir, að sýnd séu góð leikrit og menntandi. í vetur hafa þessir leikendur sýnt Fj alla-Eyvind og erlendan söngleik með góðum árangri. Áhorfendur hafa fyllt hið ömurlega leikhús kvöld eftir kvöld, og verið þakklátir mörg- um leikendum, sem leystu hlut- verk sín prýðilega af hendi. Þessir leikendur eru hið eig- inlega leikfélag. Þeir eru arf- takar Indriða Einarssonar, Stefaníu Guðmundsdóttur, Jens Waage, Guðrúnar Indriðadóttur og margra annara leikenda, sem verið hafa íslenzkri leiklist til gagns og sóma. Vegna starf- semi og baráttu þessara manna, er stefnt að því að koma upp þjóðleikhúsi í Reykjavík. Því- líkir leikarar sýna, að hér getur þrifizt leikmennt á háu stigi. En í L. R. virðist vera annar straumur, þungur og kaldur, nokkurskonar botnstraumur. Þeir leikarar virðast gleyma því, að veröldin er full af snilldarverkum í þessum efnum. Þar má taka af þúsundföldum auði. En sú leið hugnast ekki þessum mönnum. Þeir taka leik- rit, eins og það, sem hér ræðir um, í von um að til sé nægilega mikið af fólki á því menningar- stigi, sem þarf til að meta þess- háttar bókmenntir. Nú skal því sízt neitað, að til sé í öllum löndum nokkuð af vanþroska fólki með lágan smekk. Það fólk á vitaskuld rétt á að fá skemmtanir við sitt hæfi, innan þeirra takmarka, sem leiðir af almennu velsæmi. Um leið og menn skilja þessi sannindi, er fundin eðlileg lausn á hinum innra óróa í L. R. — Þar þarf að skipta búi við hent- ugt tækifæri. Þeir leikendur, sem unna sannri list, eiga rétt á fullkomnum stuðningi þjóðfé- lagsins. Vegna þeirra á að full- gera þjóðleikhúsið, ef til vill meðan stríðið stendur. Og frá þeirri miðstöö mun breiðast þroskuð leikmennt út um allt land. Slíkt leikhús yrði voldug- ur þáttur í því að lyfta á hærra menningarstig miklum fjölda manna í höfuðstaðnum, sem hneigjast að lélegum skemmt- unum og skaðlegum nautnum, af því þeir eiga ekki kost á, að þeim séu opnuð hin sönnu forðabúr heimsmenningarinn- ar. En hinn þungi straumur í L. R. á líka sitt verkefni að vinna, a. m. k. um stundarsakir. Eftir stríðið mun koma hingað til Reykjavíkur fjöldi erlendra skipa, af svipaðri tegund og hið gríska skip, sem lá hér um stund í vetur. íslenzku lögreglumönn- unum, sem áttu skipti við þessa farmenn, þótti sýnt, að þeir myndu aldrei þvo sér. Önnur framkoma þeirra var eftir því. IX. Síðan atvinnuvegir bæjanna tóku upp vélavinnu, hefir kaup stigið svo í landinu, að heyskap- ur á óræktarlandi með orfi og Ijá getur alls ekki keppt við bæ- ina, og greitt sama kaup og þar er borgað. Ég hygg, að allmikið af þeim skuldum, sem greiddar voru með kreppulánum, eða felldar niður, hafi verið stofn- aðar vegna þess, að bændur átt- uðu sig ekki á því, að síðan 1914 hefir líklega aldrei borgað sig að hafa kaupafólk, sem ein- göngu vinnur með orfi eða hrífu, nema þá þar, sem sérstakar á- stæður gera hvern bagga óvenju- lega veTðmætan. Margir bænd- ur eru ekki búnir að átta sig á þessu enn og er það aðalorsökin til þess, að víða um sveitir er efnahagurinn tiltölulega betri, skuldirnar minni, hjá smærri bændunum, sem eru einyrkjar, heldur en hinum, sem hafa kaupafólk og stærri bú. Þrátt fyrir það, að fólkinu hefir fækkað í sveitunum á þess- ari öld, hefir framleiðslan vax- ið, svo nú kemur fast að helm- ingi meiri framleiðsla á hvert mannsbarn í sveitum. Þetta er að miklu leyti að þakka aukinni ræktun og heyfeng vegna til- búins áburðar, en einnig eiga heyvinnuvélar mikinn þátt i þessari framleiðsluaukningu. Eftir að samningar tókust um sölu á allt að 6000 smálestum af frosnum þorskflökum til Stóra- Bretlands, upp úr síðustu ára- mótum, hefir ásókn manna í að byggja frystihús aukizt stór- kostlega. Að vísu var mjög mik- il ásókn í þetta áður, vegna þess að undanfarin misseri hefir ver- ið sæmileg sala á frosnum flat- fiski til útlanda, og þau frysti- hús, sem þessa framleiðslu stunda, haft nokkurnveginn við- unandi afkomu. Nú er það hverjum manni ljóst, sem nokkuð þekkir til sölu á fiski á erlendum markaði, að mjög getur brugðizt til beggja vona, hvort sala á frosnum þorski, flökuðum eða i heilu lagi, getur haldið áfram í stórum stíl, að stríðinu loknu. Vonlaust er þetta ekki, og meira að segja benda nokkrar líkur til þess, að þannig meðfarin vara geti hald- ið velli í samkeppni við ísaðan fisk, einkum á brezkum markaði, en það er sem stendur eini markaðurinn, sem íslendingar geta gert sér verulegar vonir um, vegna þess, að .í þeim löndum, sem íslendingar helzt skipta við, er mjög lítið um verzlun með frosin matvæli, að undan teknu Stóra-Bretlandi. í Mið-Evrópu- löndunum er t. d. lítið um frysti- hús og því minna um frysti- klefa og frystiskápa í sölubúð- um, en til þess að verzlun meö frosin matvæli geti gengið vel, verða kælitæki að vera algeng í markaðslöndunum. Hinsvegar veldur stríðið sennilega ein- hverri breytingu í þessu efni, vegna þess að flestar þjóðir gera sér nú far um að kaupa vöru- birgðir og geyma þær. En að svo komnu virðist ekki gerlegt að byggj a framtíðarráðstafanir _ á markaði fyrir frosinn fisk frá ís- landi, utan Stóra-Bretlands. Þau frystihús, sem ráðgert er að byggja nú, kosta áreiðanlega að minnsta kosti tvöfalt á við það, sem þau hefðu kostað fyrir stríð. Það er þess vegna vafa- laust mjög mikil áhætta því samfara, að ráðast í slík fyrir- tæki, eins og sakir standa. Þá ber og að lita á aðra hlið þessa máls, sem snýr að þeim frysti- húsum, sem fyrir eru í landinu. Nú munu vera nálægt 30 frystihús, sem geta tekið upp hraðfrystingu á fiski með til- tölulega litlum kostnaði, eða þurfa ekki annað en að bæta við hraðfrystitækjum, sem kosta líklega með núverandi verðlagi um 20,000 kr. Eftir því, sem frystihúsunum fjölgar, verða Menn verða að gera sér ljóst, að þessi þróun er aðeins í byrj- un. Ennþá mun ef til vill meir en helmingur bænda verða að heyja án sláttuvéla allan sinn heyfeng, og aðrar heyvinnuvél- ar mega teljast fátíðar. Ef sveit- irnar eiga að nemast á ný, verð- ur allt að haldast í hendur: Ræktunin, áburðarnotkunin og vélavinnan verða að umbreyta hverju býli landsins. Þá fyrst getur búnaðurinn keppt við aðra atvinnuvegi. Frá aldaöðli hefir verið sú verkaskipting hérlendis milli árstíma, að á sumrin hefir ver- ið aflað fæðis, en að vetrinum hafa verið unnin klæði handa þjóðinni. Það mátti heita svo, að klæðagerð legðist að miklu leyti niður í sveitunum, þegar bæir buðu vinnufólkið af bænd- um með hækkuðu kaupi. Tóvinna er nú aftur að fær- ast í vöxt i sveitum. Það er ein- göngu handvélum að þakka, spunavélum, prjónavélum og vefstólum. En þar er aðeins ör- lítil byrjun þess, sem verða má og verða þarf, ef heimilin eiga að klæða sig sjálf. Ullarkambar rokkur og prjónar veittu svo lít- il afköst, að tóvinnukonur unnu ekki meir en fyrir fæði, eða tæp- lega það, eftir að erlendur verk- smiðjuvefnaður flæddi yfir landið. minni líkur til, að þau hús beri sig, sem fyrir eru, og flest eru að einhverju leyti byggð með styrk eða aðstoð hins opinbera, og þess vegna frekar ástæða til að haft sé eftirlit með því, hve mikið er byggt af frystihúsum til viðbótar, jafnvel þótt menn vilji ráðast í að byggja húsin án op- inberra styrkveitinga. Fari svo, sem sjálfsagt er að gera ráð fyr- ir, að mjög dragi úr sölumögu- leikum fyrir frosinn þorsk að stríðinu loknu, þá verður erfitt fyrir þau frystihús, sem nú eru í landinu, að sjá afkomu sinni borgið, ef húsum er bætt við, og virðist mér að ekki megi með öllu ganga fram hjá þessu atriði. Til frekari skýringar á afkomu frystihúsanna nú, vil ég geta þess, að margir eigendur hrað- frystihúsa eru nú samankomn- ir hér í bænum, til að ræða um verðfall, sem orðið hefir á fyrir- framseldum þorskflökum til Stóra-Bretlands, vegna gengis- falls á sterlingspundi. Veldur gengisfallið um 11% verðlækk- un, og telja frystihúseigendur, að hvorki fiskimenn né frysti- húsin þoli þessa verðlækkun. Fiskimenn muni hætta að selja fisk til frystingar, ef verðið lækki frá því sem verið hefir, og talið er, að 4 frystihús séu hætt að kaupa fisk, á meðan ekki fæst leiðrétting á gengis- fallinu. Ef það er rétt, sem frysti- húseigendur og fiskimenn segja, að þeir þoli ekki 11% verðfall á fiskinum, þá virðist óhætt að draga þá ályktun, að markaður fyrir frosinn fisk sé ekki svo góður, sem stendur, að það rétt- læti að ráðizt sé í byggingu margra nýrra frystihúsa, með tvöföldum kostnaði við það, sem samskonar hús kostuðu fyrir stríð. Það er ekki búið að selja fros- inn kola, sem ráðgert er að hraðfrystihúsin framleiði í sumar. En söluhorfurnar eru hvergi nærri glæsilegar. Eftir því sem glöggir menn telja, þarf verð á kolaflökum að vera tvö- falt hærra nú, en það var síð- astliðið sumar, til þess að fram- leiðslan geti borið sig. Hvort þetta verð næst læt ég ósagt, en álít það mjög ósennilegt. Ég fæ ekki séð, hvernig allur sá fjöldi frystihúsa, sem nú eru í landinu, geti borið sig, ef að- alverkefni þeirra á að vera frysting á flatfiski. Ef aftur á móti gengi sæmilega með út- flutning á frosnum þorski, að (Framh. á 4. síðu.) Ef þjóðin á að klæða sig sjálf, verður að fjölga svo kembivél- um, að allir bændur eigi greiðan aðgang að því, að fá ull sína kembda, án þess að senda hana langleiðis með strandferðaskip- um. Öll hin stærri landbúnaðar- héruð þurfa að fá eigin kembi- vélar. Síðan þarf að veita bænd- um aðstoð til að eignast góð tó- skapartæki. Spunavélar og vefstólar eru smíðaðir innan lands og þarf lítinn erlendan gjaldeyri til þess að koma upp slíkum tækjum. Prjónavélar eru dýrastar, en nauðsynlegastar. Allmikill höfuðstóll liggur í þeim handvélum og hestvélum, sem nauðsynlegar eru á hverju búi, til þess að afrakstur af vinnu bænda verði sæmilegur sumar og vetur. Stuðningurinn, sem bændur þurfa til þess að eignazt vélar til heyskpar og tó- vinnu, eru fyrst og fremst góð lánskjör, eins og sum kaupfélög veita, þannig að meginhluti vélaverðsins borgist eftir á af arði vélanna, og því næst styrk- ur úr verkfærakaupasjóði. X. Garðrækt fer nú óðum vax- andi í landinu. Árið 1939 mun þjóðin í fyrsta sinni hafa ræktað nóg til eigin neyzlu af jarðepl- um. í vetur má heita að jarðepli séu óseljanleg. En þrátt fyrir það er jarðeplaræktin til heima- nota mjög stór í tekjum búsins En þó verður garðræktin fyrir flestum aukastarf. Þess ber að gæta, að hávaðinn af bændum landsins eru ein- yrkjar. Garðvinnan á vorin þarf NIÐURLAG Ég hefi þá rætt um fyrra at- riðið, sem framangreind blöð eru aðallega óánægð með í sambandi við nefnt frumvarp, og skal nú koma að síðara atriðinu, sem getið var um hér að framan . Umrædd blöð telja, að ákvæði bráðabirgðalaganna frá 6. okt. í haust, um almennt bann við að hækka hundraðshluta álagning- ar frá því, sem tíðkaðist fyrir 1. sept. 1939, hafi verið mjög sann- gjarnt, og reynzt vel. Og skal því ekki neitað, að hins vegar skal á það bent, að þ'ýðing á- kvæðisins lá fyrst og fremst í því, að hindra verðhækkun á gömlum vörubirgðum verzlana. En nú, þegar þessar birgðir eru víðast hvar fyrir löngu til þurrð- ar gengnar, og komnar eru á markaðinn miklu dýrari vörur, þá er þetta ákvæði orðið úrelt. Og að því er snertir nauðsynja- vörur, sem fluttar eru inn nokkurn veginn eftir þörfum, getur ákvæðið jafnvel verið skaðlegt, ef menn líta svo á, eins og komið hefir fram hjá sumum, að þetta sé ábending fyrir sig um að halda sömu hundraðshlutaálagningu á mjög svo dýrari vörum, þó að verzlun- arkostnaðurinn gefi ekki tilefni til slíks. Verðlagsnefnd er nú að gera skýrslur um hundraðshlutaá- lagningu af verði, og álagningu í krónum eða aurum af ákveðnu magni ýmsra helztu matvæla og nauðsynjavara í heildsölu og smásölu nú og fyrir stríð. Eru skýrslur þessar þegar svo langt komnar, að hægt er að segja með vissu, að nefnt ákvæði bráðabirgðalaganna frá 6. okt. síðastl. er án frekari takmark- ana úrelt orðiö. Verður því að teljast nauð- synlegt, að bæta við ákvæði nefndra bráðabirgðalaga frá í haust eitthvað svipaðri tak- mörkun og lagt var til í frum- varpinu. Hafa ákvæði lík þessu hvað eftir annað verið notuð í nágrannaríkjum vorum í sam- bandi við gengisbreytingu og ófriðarástand eða ófriðarútlit. Má t. d. nefna Sviss, Holland, Þýzkaland, Ítalíu, Frakkland, England, Noreg og Danmörku, sem notað hafa svona ákvæði, og ákvæðið, eins og það var prentað í frumvarpinu, var svo að segja orðrétt þýðing á nú- gildandi dönskum ákvæðum. Verðlagsnefnd vakti í janúar s. 1. athygli verzlana á hinum umræddu dönsku ákvæðum, og að fara fram um sauðburðinn, á sama tíma og vallarvinnan. Oft verður niðursetning jarð- epla að vera viðbót við langan vinnutíma við önnur störf. Ef arfi kemst í garða verður að eyða honum á túnaslætti.Haust- vinnan í görðum fellur saman við sláttarlokin, fjallskilin og sláturtiðina. Það er því afar mikils vert að spara vinnu við garðræktina, gera sér hana létta með hyggilegum vinnubrögðum. Vil ég lýsa því, hvernig margur bóndinn hér hagar garðrækt sinni. Garðurinn er settur í útjaðri túns eða nýræktar, helzt í skjóli, en umfram allt fjarri áburðar- haugum og peningshúsum. Garðstæðið er plægt vandlega og herfað, síðan girt með vír- neti, sem auðvelt er að taka upp á hverju hausti. í garðinn eru sett niður vel spíruð jarðepli, þegar klaki er farinn úr garð- inum. Garðnitrophoska er borin með röðunum en enginn hús- dýraáburður. Honum fylgja ætíð arfafræ. Áburður virðist okkur þurfa að vera meiri en búfræði- rit segja fyrir, ef vel á að spretta. Þegar lokið er að taka upp á haustin er vírnetiö tekið niður svo hægt sé að plægja vandlega út í hvert horn. Plægt er vand- lega aftur á vorin áður en girð- ing er sett upp og jarðepli niður. Með þessu verklagi losna menn alveg við að stinga upp garða, beða og mylja moldina með handverkfærum. En það, sem mestu máli skiptir er, að losna við arfann, sem eltir hús- dýraáburðinn eins og skuggi. virtust verzlanirnar þá, m. a. félag íslenzkra stórkaupmanna, allt eins vel vilja fá slík ákvæði í lög hér eins og þau, sem fyrir voru. En þegar þetta er lagt til í nefndu frumvarpi, snúast blöð kaupmanna öndverð í málinu. Nefnd blöð telja umrædd á- kvæði frumvarpsins myndi úti- loka verzlanir frá að mega taka aukna álagningu vegna kostn- aðar, sem stafaði af minnkandi umsetningu. Ég lít ekki eins á þetta. Að vísu tel ég ekki að hægt væri að heimila verzlun, sem væri að tapa viðskiptum til annarra, hærri álagningu vegna áukins kostnaðar .og áhættu. Þar álít ég, að myndi verða far- ið eftir hinu almenna ástandi í hverri verzlunargrein, og myndu félög verzlana á hverjum tíma reyna að hafa yfirlit yfir verzl- unarkostnaðinn og álagningar- þörfina, og standa í sambandi við verðlagsnefnd um þetta. Ég vil víkj a nokkrum orðum að árásum nefndra blaða á verð- lagsnefnd. Blöðin tala um, að nefndin sé pólitísk og áberandi óvinveitt „óháðri“ einstaklings- verzlun, að hún skoði það sem hlutverk sitt, að ofsækja og fjandskapast við verzlunarstétt- ina o. s. frv. Ég veit satt að segja ekki, við hvað er átt með þess- um skrifum. Vilja ekki blöðin tala ljósar, og nefna dæmi máli sínu til stuðnings? Margnefnd blöð hafa játað, að þörf væri á einhverju verð- eftirliti, þ. e., að þörf væri á að takmarka verzlunarágóða sumra aðila. Þetta hefir verið gert, og það hefir vitanlega ekki verið hægt, án þess að vekja óánægju og andúð þeirra, sem fyrir tak- mörkuninni hafa orðið. Nú er það gömul saga, að sá óánægði lætur meira til sín heyra en hinn, sem yfir engu þykist hafa að kvarta, og ræð- ur því af líkum, að þeir, sem hafa orðið fyrir einhverjum takmörkunum um álagningu, hafa tjáð sig meira fyrir rit- stjórum blaðanna en hinir. Menn munu minnast þess, að verðlagsnefnd ákvað fyrir skömmu síðan heildsöluálagn- ingu á sokkum. Ástæðan var sú, að það kom í ljós við athugun,að nokkrir aðilar, sem seldu tölu- vert af þessari vöru, lögðu á hana upp og ofan 60—80% í heildsölu, sem verður að teljast okurálagning. Álagningin, sem verðlagsnefnd ákvað var 20% á ullar- bómullar- og ísgarnssokk- - (Framh. á 4. síðu.) Búfræðingar kenna yfirleitt engin ráð við arfanum önnur en þau, að reita og hafa hann í sól- skini. Ekkert sýnir betur, hve fróðleikur verður stundum utan garna. í sólskini, þegar grös eru að ná þroska, mega bændur ekkert gera nema að hirða og losa töðu. Allur búskapurinn byggist á því, að eiga sem mest af grænni, snemmsleginni töðu. Margir bændur slá með vélum kvöld og morgna, eða jafnvel á nóttunni, ef þurrkar eru, en allt lið, stórt og smátt, fullorðið fólk, börn og dráttarhestar, er upp- tekið við að þurrka og hirða hverja sólskinstund á túnaslætti. Það þarf að nota hvern þurrka- kafla sumarsins til heyskapar með jafn miklum ákafa, eins og unnið er í síldarhrotunum á Siglufirði, þegar mest berst að. Segja má, að saltpétur og vinnuvélar séu bændum óhjá- kvæmileg nauðsyn til þess að heyöflun gæfi þeim jafn líf- vænleg laun síns erfiðis og aðr- ir atvinnuvegir veita þjóðinni. Á líkan hátt og afla má á róðr- arbáta og seglskip án olíu eða kola, má þó halda heyfengnum nær því í sama horfi og nú er, án nýrra véla eða mikils erlends áburðar, um nokkurra ára bil. En án þessa verður enginn fram- leiðsluaukning. Ef áburður fæst ekki í garða hjá sveitabændum, sem ekki ná til sjávaráburðar, mun garð- ræktin aftur á móti stranda vlðast hvar, mest vegna þess, að bændur komast ekki yfir að berjast við arfann, sem jafnan (Framh. á 3. síöu) Jón Sigurðssop,Yztafelli: Verkalaun bændanna

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.