Tíminn - 09.04.1940, Síða 3

Tíminn - 09.04.1940, Síða 3
39. hlað TÍMEVIV, þrigjndagiim 9. apríl 1940 155 ÍÞRÓTTIR SKÍÐALANDSMÓT f. S. í. Skíðalandsmót Í.S.Í. var háð á Akureyri dagana 21.—25. marz síðastl. Þátttakendur voru um 150 frá 9 félögum. Mest var þátt- takan frá íþróttaráði Akureyxar (í. R. A.) 60, Skíðaborg á Siglu- firði (Sb..) 27, Skíðafélagi Siglu- fjarðar (S.S.) 25, Sameining í ■" ■■■ Jónas Ásgeirsson, skíðakóngur íslands. Ólafsfirði (Sam.) 16, og íþrótta- ráði Vestfjarða (í. V.) 10. Auk þess kepptu Svarfdælingar, Þingeyingar og Reykvíkingar. Fór Esja með þátttakendur frá Reykjavík. Á mótinu vann Jónas Ásgeirs- son í annað sinn titilinn: Skíða- kóngur íslands. Hafði hann flest stig samanlagt fyrir göngu og stökk. Magnús Kristjánsson, sem varð fyrstur í göngunni nú eins og í fyrra, keppti ekki í stökki, og Jón Þorsteinsson, sem enn er bezti stökkmaðurinn, keppt ekki í göngu. Jónas gekk samanlagt 448.9 stig fyrir stökk og göngu, Guð- mundur Guðmundsson 431.9 stig og Ásgrímur Stefánsson 396.2 stig. Mótið fór fram í Akureyrar- fjalli, rétt hjá skíðaskálanum, sem þar er. Er þar mjög gott skíðaland. Akureyringar sýndu mikinn áhuga fyrir mótinu. Er t. d. talið, að áhorfendur hafi verið um 1000 á páskadag, þeg- ar svigkeppnin fór fram. ÚRSLIT: 18 km. ganga. A-flokkur: Magnús Kristjánsson (í. V.) 1 klst. 0.07 mín., Guðmundur Guðmundsson (S. S.) 1 klst. 1.20 mín., Jónas Ásgeirsson (Sb.) 1 klst. 1.36 mín. B-flokkur: Sigurður Jónsson (I. V.) 1 klst. 6.55 mín., Ásgr. Stefánsson (S. S.) 1 klst. 7.47 min., Guðm. Sigurgeirsson (Þing.) 1 klst. 7.47 sek. A N N Á L L 99 Afmæll. Þorlákur Marteinsson, bóndi á Veigastöðum í Svalbarðs- strandarhreppi í Suður-Þing- eyjarsýslu átti 60 ára afmæli í gær. Hann er fæddur á Hofstöð- um við Mývatn 8. apríl 1880. Hann er af hinni kunnu Reykja- hlíðarætt. Foreldrar hans voru hjónin Kristín Jónsdóttir og Marteinn Halldórsson bóndi á Hofstöðum. Missti hann ungur föður sinn, en ólst upp með móður sinni og 6 systkinum á Bjarnastöðum í Bárðardal. Þor- lákur stundaði nám á Möðru- vallaskóla, en gerðist síðan bóndi í Grjótárgerði í Bárðardal og kvæntist Sigríði Kolbeinsdóttur frá Stóru-Mástungu í Árnes- sýslu, myndar og dugnaðar- konu. Eiga þau eina dóttur, Kristínu, kennara við miðbæj- arskólann í Reykjavík. Árið 1912 fluttist Þorlákur að Kaupangi í Eyjafirði og bjó þar til ársins .1916, að hann flutti að Veiga- stöðum og hefir búið þar síðan. Þorlákur hefir gegnt mörgum trúnaðarstörfum fyrir sveit sína. Oddviti sveitarstjórnar var hann í 13 ár. Hann er samvinnumað- ur um kaupfélagsmál, greindur vel og pennafær. Leshneigður er hann og ljóðelskur. Sveitungi. Stökk. A-flokkur: Jón Þorsteinsson (S. S.) 226.1 stig og lengsta stökk 30 m. Alfred Jónsson (Sb.) 222.5 stig og lengsta stökk 30 m., Jónas Ásgeirsson (Sb.) 218.8 stig og 28 m. B-flokkur: Sig- urður Þórðarson (Sam.) 217.7 stig og lengsta stökk 23.5 m., Einar Ólafsson (S. S.) 217.6 stig og lengsta stökk 24 m., Magnús Árnason (í. R. A.) 214.8 stig og lengsta stökk 25 m. Svig. A-flokkur: Ketill Ólafsson (Sb.) 2 mín. 0.3 sek., Jón Þorsteinsson (S. S.) 2 mín. 10 sek., Ásgrímur Stefánsson (S. S.) 2 mín. 102 sek. B-flokkur: Páll Línberg (í. R. A.) 1 mín. 39 sek., Sig- urður Þórðarson (Sam.) 1 mín. 40.9 sek., Björn Magnússon (Sb.) 1 mín. 46.8 sek. C-flokkur: Stefán Stefánsson (Rvk) 1 mín. 42.5 sek., Hjörtur Jónsson (Rvk) 1 mín. 46.5 sek., Hreinn Ólafsson (I. R. A.) 1 mín. 47.5 sek. Svig kvenna. Emma Árnadóttir (Sam.) 1 mín. 18.3 sek., Marta Árna- dóttir (I. V.) 1 min. 20.1 sek., Ingibjörg Hallgrímsdóttir (I. R. A.) 1 mín. 34.4 sek. 15 km. ganga pilta 17—19 ára. Har- aldur Pálsson (S. S.) 50 mín. 25 sek., Einar Ólafsson (S. S.) 51 mín. 42 sek., Jón Jónsson (Þing.) 52 mín. 55 sek. Stökk drengja 13—15 ára. Sigtryggur Stefánsson (Sb.) 224 stig og lengsta stökk 18.5 m., Kristján Einarsson (S.S.) 219.9 stig og lengsta stökk 18 m., Árni Jónsson (Svarf.) 210.3 stig og lengsta stökk 17.5 m. Svig drengja 13—15 ára. Jón Gíslason (Sam.) 59.1 sek., Jón Steinsson (Sam.) 60.8 sek., Gunnl. Magnússon (Sam.) 60.8 sek. Brun drengja 13—15 ára. Guðm. Ól- afsson (Sam.) 47.5 sek., Jón Gíslason 47.9 sek., Jón Steinsson (Sam.) 48.2 sek. Auk þess kepptu 10—12 ára drengir í stökki, svigi og bruni. fylgir búfjáráburðinum, þegar á fyrsta ári. Fyrir nokkrum árum þýddi einhver náungi grein um tilbú- inn áburð. Greinin var full af hjátrú og hindurvitnum. Áburð- urinn átti að vera jarðeitur og jurtaeitur, og grösin, sem af spruttu, kjarnlaus og bætiefna- snauð. Við bændur vitum af reynslunni, að grös og manneld- isjurtir verða dökkgrænni, þróttmeiri og því betur hæf til að vinna fjörefni og frjómagn úr moldu, lofti og ljósi, ef jörðin fær nægan auðleystan áburð. Hestar, kýr og kindur finna þetta sama. Allar skepnur sækja mest í þá blettina, sem hafa fengið auðleystan áburð. Og ég treysti betur heilbrigðri skyn- semi okkar bændanna og eðlis- ávísan dýranna heldur en er- lendum hindurvitnum. Ég er sannfærður um, að þeir garðá- vextir eru næringarmeiri og fjörefnaríkari, sem aldir eru upp við allsnægtir auðleystra efna og gnægð sólar, en hinir, sem saltið hafa við torleystan áburð og hjarað í skugga arfa og ill- gresis. En þó undarlegt megi virðast, hefir þessi hjátrú sína dýrkend- ur, og eru enn til neytendur.sem spyrja, hvort jarðeplin hafi nú vissulega aðeins sprottið upp af ísienzkum áburði. XI. í þúsund ár hefir íslenzka þjóðin varið ótrúlega miklum kröftum og fjármunum til að hyggja hús manna og fénaðar. Ég efast ekki um, að nokkur menningarþjóð hér í álfu hafi eytt meiri vinnu í byggingar í þúsund ár, eða jafnmiklu er- lendu efni. Erlendis er byggt svo, að húsin vara öldum saman, og nægja oft tugum kynslóða. En torfbæirnir okkar vara sjaldan heilan mannsaldur, oft og tíð um verður sami bóndinn að byggja bæinn tvisvar eða þrisv- ar, auk árlegra endurbóta og viðhalds. Sumum kaupstaðarbúum, sem miklu ráða með þjóðinni, er mjög sárt um gömlu bæina, al- veg eins og fráfærurnar, lesta- ferðir og aðra forna hætti. En ég hefi ekki talað við neinn bónda, sem mundi frekar kjósa að búa í bæ, en góðu steinhúsi, ef hann ætti þess völ. Torfbæir hafa flesta þá ókosti, sem hægt er að hugsa sér á húsum. Þeir eru endingarlitlir, og sökum þess allra húsakynna dýrastir, er til lengdar lætur. Þeir þurfa allra húsa mest ár legt viðhald. Það er örðugt að lýsa þá, og verja raka, örðugt um loftræsting. Ef nokkuð brest ur á viðhald verða þeir mjög kaldir, súgur í löngum göngum milli bæjarhúsa, súgur úr gætt- um og glufum milli þiis og veggja. Það má yfirleitt segja, að gömlu bæjirnir séu loftillir, dimmir, rakir og kaldir. Það er mjög erfitt að viðhalda þrifnaði utan húss og innan, torfið er alltaf að grotna, veggir að bila moldargólf að troðast upp eða blotna. Þil að fúna, raftar eða sperrur missíga eða brotna. Um og fyrir aldamótin komu timburhúsin til sögunnar, ým- Landið lielga44. (Framh. af 2. síðu.) Lögreglan veit ennfremur,að við höfnina, í skjóli við hinn milda frið hafnarstjórans og yfir- manna heilbrigðismálanna, eru að staðaldri íslenzkar stúlkur svo tugum skiptir, sem standa í mjög náinni gestavináttu við hina útlendu soramenn. Þetta fólk þarf skemmtanir, og hefir líka fé til að borga þær. Vegna Dvílíks fólks hlýtur að koma upp skemmtistaður, sennilega einskonar leikhús, nærri höfn- inni. Það er ekki óhugsandi, að hafnarstjórinn gæti í stórhýsi iví, sem hann hefir látið byggja við höfnina, leigt nægilegt hús- rúm, og tryggt bænum full- komna leigu. í slíku samkomu- húsi mætti vafalaust með góð- um árangri sýna hinn þýzka sjónleik í útgáfu Emils Thor- oddsen. Þjóðleikhús landanna eru há- skóli í meðferð móðurmálsins. Poul Reumert talar dönsku eins og Jónas Hallgrímsson ritaði íslenzku. Þegar þjóðleikhús byrjar að starfa á íslandi verð- ur eitt aðalhlutverk þess að kenna þjóðinni málgöfgi og málhreinleik hins mikla Fjöln- ismanns, sem tók við móðurmál- inu í tötrum dönskunnar og skilaði því á hástigi hins endur- borna gullaldarstíls. Leikrit það, sem Indriði Waage berst nú af kappi við að sýna höfuðstaðarbúum, er jafn fordæmanlegt að málfæri eins og að efni. Munu í nokkrum næstu tölublöðum þessa blaðs sýnd dæmi úr leikritinu, um niðurlæging málsins. Sést að leikritið leitar líka að lægstu lægðum í þeim efnum. Þar er sannarlega ekki töluð tunga þjóðleikhússins. Ég hefi áður rakið aðaldrætti í efni sjónleiksins. En því bet- ur sem ég kynni mér textann, því meiri undrun vekur full- komleiki ófullkomlegleikans. f lagamálinu munu vera til hug tök, sem er kallað gagnkvæm ur hórdómur, þ. e. þegar tvær giftar persónur stunda fram- hjátekt hvert fyrir sig. í leikriti Indriða Waage eru öll hjóna- bönd af þessari einkennilegu gerð. Skáld hans þekkir ekki annað form á skiptum karla og kvenna, að frátalinni nauðgun. Löggjöf allra landa leggur þunga refsing við því, að karlmenn neyti yfirburða í líkamsorku til að þvinga konur til ástabragða, og í almennu máli og almennu umtali er slík hegðun undan- tekningarlaust og skilyrðislaust fordæmd af öllum mönnum nema lægstu dreggjum þjóðfé- lagsins. Þessi tilfinning er svo rótgróin í huga allra sæmilegra manna, að um slíkar athafnir er ekkert til nema viðbjóður og fyrirlitning. En þeir félagar Emil Thor- oddsen og Indriði Waage eru á allt annarri skoðun. í þessum sjónleik er glæpur af þessu tagi hæsti tindur skáldskaparins. Leikurinn hækkar að þessum púnkti. Til að ná fullum áhrif- um er svikist að konunni með fullum níðingshætti. Hún leigir herbergi á gistihúsi og er þar í fullum rétti. Þá hleypir veitinga- maðurinn karlmanni, sem reynzt hafði viti sínu fjær af ástleitni, inn í herbergi stúlkunnar og lokar stofunni utan frá. Höf- undur og leikhússtjórn ætla stúlkunni að vera fullkomlega hjálparvana, þegar ráðizt er á hana. Þegar Indriði Waage sýndi sjónleikinn fyrir barnaverndar- nefnd var þetta atriði sýnt eins og forstjórar leiksins vildu hafa það. Innan úr herbergi stúlk- unnar heyrðust æðisieg angist- aróp og bænir um hjálp. Þessi trylltu hljóð heyrðust fram um allt leikhús, og er sagt, að óhug hafi slegið á hvern einasta leik- húsgest, sem von var. Þegar her- bergið loks var opnað, kom stúlkan út, tryllt af hræðslu, með kjólinn rifinn og tættan. í texta sjónleiksins standa þessi orð til leiðbeiningar leikendum: „Hún ræðst inn hattlaus á mitt leiksviðið, hárið úfið ofan yfir andlitið, efri hluti kjólsins í tættlum. (Vegna leiðbeinand- ans, þ. e. I. Waage: Efri hluti kjólsins er festur við pilsið með smellum) Loft! Loft!“ Emil Thoroddsen bætir við þeirri fyndni sinni, af því stúlk- unni fannst hún vera að kafna og þráir hreint loft, hvort hún muni hafa ætlað að fá Loft ljós- myndara til að taka mynd af sér í þessu ástandi. Aðstandendur þessa sjónleiks eru, að því er ég veit, einu menn á íslandi, sem hafa smjattað um þennan viðbjóðslega glæp. Og þeir ætlast til, að aðrir geri það líka. Þeir hafa vonazt eftir, að þúsundir af Reykvíkingum myndu hafa sama smekk og þeir. Og þeir eru svo öruggir í trúnni á sinn góða málstað, að þeir bjóða barnaverndarnefnd þetta skemmtiatriði í sinni hryllilegu mynd. Barnaverndarnefnd áleit þetta atriði, og mörg önnur, raunar allan leikinn, óhæfu fyr- ir börn, og þeim er nú bannað að koma þangað. En Leikfélag Reykjavíkur býður borgurum bæjarins þessa skemmtun, lítið eða ekki breytta. Næsta kvöld á eftir, að sýnt var vegna barn- anna, voru hljóð konunnar ekki eins skerandi, og föt hennar minna skemmd. En Indriði Waage fer um þennan hlut að mestu eftir smekk áhorfenda. Hann hefir nú lögregluleyfið. Eftir byrjuninni að dæma mun leikurinn verða lagður eins nærri lægstu lægðum, og á- horfendur óska eftir. Þegar litið er yfir þennan leik, sem er bergmál af eymd og niðurlægingu sundurtættrar þjóðar, settur á íslenzku í full- komnu vonleysi um Ijós og birtu í mannlííinu og mannleg- um skiptum, þegar þar við bæt- ist, að hann er ritaður á sið- lausu hrognamáli þeirra, sem mest misbjóða íslenzkunni, og efni leikritsins er allt um svik og andstyggð manna, um svik og glæpi í ástum, um svik í daglegri vinnu, og svik við al- mennan borgaralegan trúnað, þá hygg ég, að flestum fari eins og mér. Þeir menn segja, að þessa mynd af íslandi og íslend- ingum vilji þeir ekki senda í neinni mynd til landa okkar í Vesturheimi. ísland þeirra fé- laganna Emils Thoroddsen og Indriða Waage er ekki landiff helga. J. J. Það niiui á^reiniu^laust að skyrið sé eínhver sú allra ódýrasta Sædutegund, sem hér er völ á. Og öllum ber saman um að pað sé nú alveg sérstak- lega gott. Húðir og skinn. Ef bændur nota ekki til eigin þarfa allar HÚÐIR og SKINN, sem falla til á heimilum þeirra, ættu þeir aff biffja KAUPFÉLAG sitt aff koma þessum vörum í verff. — SAMBAND ÍSL. SAMVINNUFÉLAGA selur N AUTGRIP AHÚÐIR, HROSSHÚÐIR, KÁLFSKINN, LAMBSKINN og SELSKINN tU útlanda OG KAUPIR ÞESSAR VÖRUR TIL SÚTUNAR. — NAUTGRIPA- HÚÐIR, HROSSHÚÐIR og KÁLFSKINN er bezt aff salta, en gera verffur þaff strax að lokinni slátrun. Fláningu verffur að vanda sem bezt og þvo óhreinindi og blóð af skinnunum, bæði úr holdrosa og hári, áður en saltað er. Góð og hreinleg meðferð, á þessum vörum sem öðrum, borgar sig. — wwwwwiiuiinuuniwnuiuiiniwiiwwiaifcinimiiwiiuiinuiiii^ 228 Margaret Pedler: Laun þess liðna 225 ist algerð timburhús eða „fram- hús“, timbur á tvo vegu, en torf- bær eða torfveggir að baki. Þessi hús höfðu þá miklu kosti, að þau voru yfirleitt loftgóð, björt og hreinleg. En þau voru köld og oft rök, og umfram allt end- ingarlítil. Eftir stríðið, og raunar eftir aldamótin, komu víða stein- steypuhús. Allt þar til bygginga- og landnámssjóður var stofnað- ur og fast efirlit kom með bygg- ingum í sveitum, má segja að steinhúsin væru mjög gallaðir mannabústaðir. Mörg þeirra voru allt of stór, með einföldum veggjum, köld og rök. Síðan eftirlit hófst með bygg- ingum, er njóta styrks og lána, hafa komið æ fleiri vönduð steinhús í sveitum, með tvöföld- um, troðnum veggjum og tvö- földu gleri í öllum gluggum. Eftirlit hefir verið með því, að steypa væri vönduð og vatns- held. Húsin eru lág, með geymsl- um í kjallara eða mót norðri, en íbúðarherbergi mót sól. Tvö- (Framh. á 4. siOu.) vara yður við því fyrirfram, að ég verð ákaflega afbrýðissöm." Þar með var frú Dave unnin. Hún leit á fagurt andlitið, bjart, hrokkið hárið og blá og skær augun, og upp frá þeirri stundu unni hún hinni nýju húsmóður litlu minna en húsbóndanum. Um kvöld- ið, þegar hún var orðin ein og komin upp í litla svefnherbergið sitt, þá kraup hún á hné og þakkaði guði fyrir að hafa gfeið „herra Candy“ svona góða og fall- ega konu til þess að bæta honum upp raunir liðna tímans. „Drottinn gefur og drottinn tekur — og svo gefur hann aftur, miklu meir en áður,“ sagði hún við Elizabet næsta morgun. „Mér datt ekki í hug, ungfrú, fyrir fimmtán árum síðan, að mér auðn- aðist að lifa það að sjá húsbóndann jafn hamingjusamann og stoltan og hann er orðinn.“ Stoltur og hamingjusamur! Jú, Candy leit út fjTir að vera það og Elizabet sá allt i einu, að höfuðástaæðan fyrir þessu stolti og þessari hamingju, var konan hans og aðdáun hans á henni. Hún hafði aldrei gert sér ljósa grein fyrir þessu fyrr en gamla ráðskonan sagði það við hana með þessum beru orðum. Candy hafði orðið vonsvikinn, beizk- lundaður og tnllaus á lítið við ótryggð Irene. Hann hafði aftur öðlast von og Elizabet leit brosandi á hana. „Þú munt sjá, að hann er ungur enn- þá, Davie,“ svaraði Elizabet. „Hann er stundum alveg eins og unglingur.“ „Ég heyri sagt, ungfrú, að frú Frayne sé einnig ung, og mjög fögur kona?“ „Já, hún er ung. En hún er aldrei unglingsleg eins og Candy. Og —' jú — hún er falleg, mjög falleg.“ Elizabet hafði varla sleppt orðinu, er lítill depill birtist á hinum fjarlægari enda akbrautarinnar. Depill þessi nálg- aðist óðum og varð innan stundar að bifreið þeirri, sem mest hafði verið von- ast eftir. Elizabet hrópaði upp yfir sig af fögnuði og hljóp niður þrepin í einum spretti, en frú Dave dró sig hæversk- lega í hlé. „Candy! Elsku Candy!“ Elizabet hróp- aði þetta um leið og hún varpaði sér í fang föður síns, án þess að virðast sjá stjúpmóður sína. Hún sat enn kyrr í bifreiðinni og horfði á föður og dóttur og brosti daufu en ekki óvingj arnlegu brosi. „Elsku stelpan mín!“ Frayne faðmaði Elizabet innilega að sér, hélt henni svo frá sér og horfði athugandi á hana. „Þú ert alveg eins og þú varst, — hefir ekki breytzt vitund. Það er gott.“ „Og þú hefir heldur ekki breytzt,“ svaraði hún áköf og horfði ósegjanlega

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.