Tíminn - 07.06.1940, Blaðsíða 4

Tíminn - 07.06.1940, Blaðsíða 4
EZEl 240 Ti VIV, föstndaglnn 7. jáni 1940 60. blaO Vormót Framsóknarmanna á Suðurlandi verðnr haldið að Þjórsártimi siinnml. 16. júní. Tilhögun verffur á þessa leiff: Kl. 2: Stjóramálafundur. Tvö stórmál verða tekin til umræðu og ályktunar og munu þeir hafa framsögu Jónas Jónsson og Hermann Jónasson. Kl. 3 verður skemmtun sett. Lúðrasveit leikur. Margar stuttar ræður verða fluttar, en á milli ræðanna verður söngur. Ræður flytja alþing- ismennirnir Bergur Jónsson, Bjarni Bjarnason, Helgi Jónasson, Jörundur Brynjólfsson, Sveinbjörn Högnason o. fl. Síðan fer fram reiptog milli Árnesinga og Rangæ- inga og sunnanmanna og Vestmannaeyinga. — Þá verða útileikar og loks DANS. Sjá nánar grein á 1. síðu. UVIimBtVIACSXEFVDIV. Ylir landamærín 1. í hinum svokölluðu Reykjavíkur- bréfum, sem Mbl. birtir á sunnudögum og síðan koma í ísafold, er venjulega talsvert af fréttatíningi, en inn í hann er laumað hér og þar pólitískum ó- sannindum og illkvittni. Munu rit- stjórar Mbl. telja þetta ákjósanlega áróöursaðferð. í seinasta Reykjavíkur- bréfi er t. d. því haldið fram, að Fram- sóknarflokkurinn hafi notað sér völdin undanfarin ár tU að koma flokks- mönnum sínum í aUar þær stöður, sem ríkið hafi yfir að ráða. Þeir, sem vilja kynna sér þetta, ættu t. d. að fara í stofnanir eins og iandsimann, póstinn, bankana, landsmlðjuna og ríkisprent- smiðjuna, svo nokkrar stofnanir séu nefndar, og kynna sér hversu mikið er þar af Framsóknarmönnum, og hvort menn hafi ekki komizt þar að, án ákveðins flokksstimpUs. Þeir myndu fljótt komast að raun um, að Sjálf- stæðismenn eru í yfirgnæfandi meiri- hluta á flestum þessum stöðuin, en Framsóknarmenn næsta fámennir. Svo langt hefir Framsóknarflokkurinn gengið í því, að koma sínum mönnum í hægar stöður þarl 2. En færu þessir sömu menn inn á skrifstofur Reykjavíkurbæjar eða stofnana hans, myndu þeir fljótt kom- ast að þeirri raun, að þar hefir verið fylgt þeirri föstu reglu, að enginn kæm- ist þar að, nema hann væri dyggur þjónn Sjálfstæðisflokksins. Getur Mbl. reynt að afsanna þetta, ef það treystir sér tU, með því að nefna nöfn þeirra íhaldsandstæðinga, sem vinna á þess- um stöðum. Þegar íhaldsblöðin eru að ásaka Framsóknarflokkinn fyrir hlut- drægni í embættaveitingum, eru þau því að koma við verstu spUlingarkaun sinna eigin foringja. TUgangurinn er vitanlega sá, að reyna að leyna þeim með þessu móti, en árangurinn verður alveg öfugur, því að menn fara miklu frekar að veita þeim athygU. 3. Þegar Raftækjaeinkasalan var stofnuð, sögðu íhaldsblöðin að tUgangur Framsóknarflokksins væri sá, að búa tU bitlinga handa Uðsmönnum sínum. Er hún var lögð niður, sögðu íhaldsblöðin, að Framsóknarflokkurinn hefði fallizt á það, vegna þess að meirihlutinn af starfsliðinu þar væri honum andvígur og myndi tilheyraSjálfstæðisflokknum! Er þetta gott dæmi um réttmæti þeirra ásakana í íhaldsblöðunum, að Fram- sóknarmenn hafi beitt hlutdrægni í stöðuveitingum. 4. Gleggstu dæmi um hlutdrægni í- haldsforkólfanna í atvinnuveitingum er þó verkamannafylgi Sjálfstæðis- flokksins. Það er vitanlegt, að hjá fjölda atvinnufyrirtækja gengur mönn- um betur að fá vinnu, ef þeir fylgja SJálfstæðisflokknum að málum, enda er það öllum augljóst, að verkamanna- fylgi flokksins getur ekki byggst á öðru. 5. Glöggt dæmi um það, hvernig S j álf stæðisf lokkurinn myndi ryðja andstæðingum sínum úr embættum, ef hann kæmist til valda, er meðferðin á Kristjáni Bergssyni og Carl Finsen. Þeim er báðum kastað út á klakann, vegna þess að Sigurður Kristjánsson þarf að fá atvinnu. Þegar minniháttar Sjálfstæðismenn eru þannig leiknir af foringjum sínum, mun öllum vera ljós meðferð andstæðinganna, ef Sjálfstæð- isforkólfarnir gætu látið þá kenna á valdi sínu. 6. Undanfarin ár hafa íhaldsblöðin ráðizt mjög grimmilega á hin svoköll- uðu rekstrarútsvör. Sjálfstæðismenn höfðu að þessu sinni meirihluta í nið- urjöfnunamefndinni og létu þessa nið- urjöfnunaraðferð haldast óbreytta. 7. Árni frá Múla segir nýlega í Vísi: „Það er kominn timi til að Sjálfstœðis- menn festi sér í huga, að á nœsta ári fer fram kosningabarátta." 8. Mbl. segir í morgun, að tilgangur Tímans með því að ræða fjárhagsmál Reykjavíkur muni sá, að spilla stjórn- arsamvinnunni og hefir blaðið mjög í hótunum um friðslit, ef Tíminn hætti ekki að ræða fjármál Reykja- víkur. Hefir þátttaka Sjálfstœðis- flokksins í ríkisstjárninni ekki annan og stærri tilgang en að tryggja þögn um óstjórnina á Reykjavíkurbœ? Vœri ekki nœr að nota samstarfið til þess að bcsta stjórnina á bænum? tR BÆNUM Vígsla Háskólans mun fara fram 17. júni n. k. Mun hún fara fram í hátíðasal nýja há- skólans og hefjast kl. 214 e. h. Ræður munu flytja Alexander Jóhannesson, rektor háskólans, og Hermann Jónas- son forsætis- og kennslumálaráðherra. Kapella Háskólans mun verða vígð daginn áður og mun biskup fram- kvæma hana. Rauffi Kross íslands hefir komið því til leiðar að kuini- ingjar og vinir stríðsfanga þeirra, sem fluttir hafa verið héðan til Englands, geti sent þeim böggla. Er hægt að fá nánari upplýsingar um þetta á skrif- stofu Rauða ICrossins, sem mun annast um sendingarnar. Aðalfundur Eimskipafélags íslands hefst i Kaup- þingssalnum kl. 1 á morgun. Frestur til að kæra yfir útsvörum rennur út á miðnætti 13. þ. m. Móvinnsla. Á bæjarstjórnarfundi i gær var upp- lýst, að bærinn hefði samið rnn kaup á 1000 smál. af mó frá Grundarfirði og 500 smál. af mó frá Búðum. í samningunum var áskilið, að 20 Reyk- víkingar skyldu vinna að móvinnslunni í Grundarfirði en 25 á Búðum. Reykja- víkurbær hefir ekki gert frekari ráð- stafanir til mótekju handa Reykvík- ingum og er þetta vitanlega allt of lítið. Bréfspjöld til Danmerkur. Eftirleiðis geta þeir, sem eiga vini og venslafólk í Danmörku, sent þeim bréfspjald og fengið svar aftur í gegn- um skrifstofu Rauða Kross íslands. Á bréfspjald, sem Rauði Krossinn út- vegar, verður hægt að skrifa 25 orða tilkynningu um fjölskyldumál, en mót- takendur geta svo einnig skrifað svar sitt á spjaldið og síðan sent það til baka. 4 víðavanRi. (Framh. af 1. siðu.) og kurteisir í framgöngu, ætti þetta aff kenna mönnum að gæta fyllstu varúðar í viðskipt- um við þá. Misjafn er sauður í mörgu fé. Milli brezku hermann- anna og íslendinga eiga ekki að vera meiri skipti en brýn nauð- syn krefur. Svo virðist sem ýms- um þyki fínt að ganga með brezkum hermanni, tala við hann og bjóða honum heim til sína, enda þótt Slikt sé í raun og veru merki undirlægjuháttar. Þvi virðist alveg gleymt að með komu hinna ensku hermanna hingað hefir sjálfstæði og hlut- leysi þjóðarinnar verið skert og að það verður ekki endurheimt, meðan erlendur her er í landinu. Einhver brögð munu einnig að því, að drukknir menn vilji slást í fylgd með hinum brezku hermönnum og getur það leitt til mikilla vandræða. En rétt þykir að taka það fram, að það, sem er yfirleitt ábótavant í sam- búð hermannanna og íslend- inga, er oftast þeim síðar- nefndu að kenna eins og t. d. þegar hermennirnir verða með valdi að reka daðursdrósir af höndum sér. Mörgum íslending- um virðist ekki vera það nógu ljóst, að hinir brezku hermenn eru komnir hingað til að starfa utan við hið íslenzka þjóðfélag og eiga lika að gera það. Þeir eru hingað komnir vegna landsins, en ekki vegna þjóðarinnar og Hvað veldnr? (Framh. af 2. síðu) f j ármálaráðuneytið. Héldu nú ýmsir, að breyting yrði á og „svívirðingin“ yrði afnumin. Meðfram vegna þess, að sá flokkur, er deilt hafði harðast á þetta . ástand, setti þar inn mann, sem á síðari árum er all- þekktur templar og af vissum hópi templara verið tilnefndur sem stórtemplar af I.O.G.T. á íslandi. En hvað skeður? Ekkert er aðhafst. Ekki ein einasta breyting er gerð á „hinni svívirðilegu bruggunarstarf- semi“. „Svartadauðastjórn" Morgunblaðsins setur áfram. Aðeins fulltrúi Sjálfstæðis- flokksins er kominn á heimilið. Morgunblaðið minnist ekki leng- ur á „svarta dauðann" sem flot- holt stjórnarinnar eða þá ban- vænu „ólyfjan", er hún „bruggi landsfólkinu". Hefir hin knýj- andi þörf fyrir útrýmingu á- fengis þó aldrei verið augljósari en nú eða kröfurnar um það al- mennari. Hefir þetta orðið þeim hin mestu vonbrigði, er lögðu eyra við orðum flokksins í þess- um efnum. Út í þá sálma skal svo ekki lengra haldið að sinni. Verður að vænta, að allir þeir, sem um þessi mál fjalla, sjái sér fært að gera þær breytingar á, sem kröfur hafa komið fram um og eru í samræmi við alþjóðar- hag. Áfengissala er á öllum tím- um hættuleg veila i þjóðfélag- inu. Á þessum tímum er hún óverjandi þjóðarskömm. Fullkomið " aðflutningsbann óska eftir að hafa sem minnst skipti af henni. Þá ósk ættu ís- lendingar að reyna eftir megni að veita þeim, því að þann veg mun líka sambúð þeirra og ís- lendinga fara bezt. Verður að gera þá kröfu til yfirvaldanna að þau reynl að tryggja slíka sambúð betur en þau hafa gert til þessa. eða strangar hömlur á áfengis- sölu, eins og hér hefir sérstak- lega verið bent á og gert að um- talsefni, verður að krefjast. Hvað valdið hefir seinagangi í þessum málum hefir aldrei komið skýrt fram. En ef ástæð- an er fyrst og fremst tekju- skortuT ríkissjóðs, liggur næst fyrir að leita heilbrigðra tekju- stofna. Má í því sambandi benda á tvö frumvörp frá síðasta Al- þingi, sem þá náðu ekki fram að ganga, en geta áreiðanlega gefið miklar tekjur. Á ég þar við frumvarp til laga um vaxta- skatt og tekjuskatt af útgerðar- félögum. Eru bæði frumvörpin nokkuð kunn. Ég hefi fulla ástæðu til þess að ætla, að hverskonar aðhald, sem nú er framkvæmt í þess- um málum, sé mjög að þjóðar- viljanum. Og áreiðanlega er það merkur áfangi til meiri spar- semi og heilbrigðara lífs. Að slíku ber alltaf að keppa. Daníel Ágústínusson. IVý sókn Þjóðverja. (Framh. af 1. siðu.) Þjóðverjar sigruðu Bretlands- eyjar. Flotinn og samveldislönd- in myndu halda henni áfram og njóta aðstoðar nýja heimsins, en þar mun hann einkum hafa átt við Ameríku. Aðrar fréttir. Frá Ítalíu berast stöðugt fregnir, sem benda ákveðnara og ákveðnara til þess, að ítalir muni bráðlega hefja styrjöld gegn Bandamönnum. Flestir Frakkar og Englendingar eru nú farnir þaðan. Stafford Cripps hefir verið skipaður sendiherra Breta í Moskva. Hann var einn áhrifa- mesti leiðtogi jafnaðarmanna, en var fyrir nokkru vikið úr flokknum fyrir makk við kom- múnista. í rússneskum blöðum virðist nú gæta heldur meiri velvildar í garð Bandamanna en áður og er augljóst að Rússum geðjast illa að samvinnu Þjóð- x+y. 310 Margaret Pedler: Laun þess liðna 311 köldu vissu, að í raun og veru var ekk- ert breytt, allt eins og áður. Þó örlögin hefðu feykt þeim saman eina himneska örstund, voru þau jafn fjarlæg og þau höfðu verið hinn bleika desemberdag, þegar þau kvöddust í vinnustofunni. „Þvaður?“ endurtók hann. „Til allrar óhamingju er það jafn satt í dag og það var, þegar þú fyrst heyrðir það, — jafn satt og það hefir verið öll þessi ár“, bætti hann við með beiskju. „Já, það er ég líka sannfærð um“, svaraði hún. „En“, — bætti hún við og leit á hann leiftrandi augum, — „hvað hefir það yfirleitt verið mikið satt?“ Hann hikaði. „Hvað átt þú við? Ég skil þig ekki vel“. „Er það ekki?“ Brosið blikaði enn í augum hennar. „Ég verð þá að skýra þetta nánar, úr því að sklningur þinn er svona takmarkaður, Blair. Ég trúi því alls ekki, að þú hafir nokkurntíma stol- ið neinum perlum.“ Hún sagði þetta í hlédrægri sigurgleði, horfði áköf í and- lit hans og beið eftir að þar birtist gagnkvæmt fagnaðarbros. En hún beið árangurslaust. í stað þess varð svipur hans kvíðablandinn. „Ég veit ekki hvernig þessi hugmynd hefir skapazt í huga þér,“ sagði hann hægt. „Mér þykir leiðinlegt að þurfa að hryggja þig. Ég var dæmdur í fang- elsi fyrir það og ekkert annað.“ Eitt andartak varð hún agndofa, er hún heyrði þetta svar. Svo náði hún sér og sagði í flýti: „Ætlarðu að segja mér að þú hafir tekið þær?“ Hann forðaðist að líta í augu henni og leit í þess stað hugsandi undan. „Ég vildi óska að ég gæti sagt þér, að ég hefði ekki tekið þær,“ sagði hann með nokkrum þunga. „En það get ég ekki.“ „Ég bað þig ekki að segja mér að þú hefðir ekki gert það,“ svaraði hún á- köf. „Ég bað þig að segja mér að þú hefffir tekið þær.“ Hann hreyfði sig óþægilega, ens og hann væri að reyna að hrista af sér martröð. „Oh! Við höfum áreiðanlega rætt meira en nóg um þetta,“ sagði hann hranalega. „Hvers vegna ættum við að fara að rifja það allt upp aftur? Ég eyðilagði líf mitt og ég verð að taka af- leiðingunum.“ „Ég trúi því samt ekki, að þú haflr nokkurntíma verið þjófur,“ svaraði El- izabet. „Ég trúði því fyrst í stað, af því að þú virtist ekki geta neitað því. Ég held að ég hafi ekki verið með öllu ráði þá. En nú er ég með öllum mjalla, verja og ítala. Um 50 þús. belgiskra her- manna berjast enn með Banda- mönnum og verið er að æfa fleiri belgiska hermenn í Frakklandi. Kaupmenn! Kauplélögf! Svefnpokar, Hlífðardúkar, Bak- pokar, 5 stærðir, Hliðartöskur, Blússur, Sumarhúfur, Peysur, fyrirliggj andi í heildsölu. MAGW H.F. Reykjavík. Sími 2088 og 5677. Útbrelftið TlMAlVN Vormót. (Framh. af 1. siðu.) verða yfir 7—8 krónur fyrir manninn. Þeir, sem vilja fara austur daginn fyrir mótið, taki það fram og ákveði sig um það tímanlega í næstu viku. Suður- nesjamenn munu sjá um sig I—*■*“—--—* GAMLA Bíó"'*"*0— Ice-F ollies með JOAN CRAWFORD Og JAMES STEWART. Ennfremur hinir heims- frægu skautahlauparar: „The Intematlonal Ice- Follies“. ——*NÝJA Hefndin Spennandi og æfintýrarík cowboymynd. — Aðalhlut- verkin leika hinn karl- mannlegi og djarfi cow- boyleikari DICK FORAN, ALMA LLOYD, ADDISON RICHARD. Aukamynd: ÞJÁLFUN HERNAÐAR- FLUGMANNA. Hernaðarmynd. Böm fá ekki affgang. Happdrættl Háskóla íslands 1 dag er næstsíðasti sölu- dagur íyrír 4. ílokk. !! Endurnýið áður^en pér farið úr bænum! !! Að getnu tilefni skal það tekið fram, að Líftryggingarfélagið „Danmark“ á eignir í íslenzkum verðbréfum er nemur um 2V2 nnilljón króna. Lítum vér svo á, að fjárhæð þessi tryggi fyllilega þær lífsá- byrgðir, sem félagið hefir nú hér á landi. Starfsemi aðalumboðsins heldur áfram á sama hátt og verið hefir og eru hinir tryggðu beðnir að senda iðgjöld og vaxta- greiðslur á réttum tíma, svo að tryggingar þeirra falli ekki úr gíldi. Þórður Sveínsson & Co h.i. Aðalumboð fyrir liftryggmgarfélagið „Danmark^. sjálfir. Vestmannaeyingar ætla að koma á báti til Stokkseyrar á laugardag. Verður nánar á þetta minnst í næsta blaði og auk þess til- kynnt í útvarpinu dagana fyrir mótið. Er þess vænst, að Framsóknar menn, karlar og konur, yngri sem eldri, austan heiðar og vestan, fjölmenni að Þjórsártúni annan sunnudag. Það á að geta orðið öllum til gagns og skemmt- unar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.