Tíminn - 02.07.1940, Blaðsíða 1

Tíminn - 02.07.1940, Blaðsíða 1
GÍSLI GUÐMUNDSSON (ábm.) ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON. ÚTGEFANDI: FR AMSÓKN ARFLOKKURINN. 24. árg. Reykjavík, þriðjudagmn 2. júlí 1940 67. blað RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR: DDUHÚSL Lindargðtu SÍMAR: 4373 og 2353. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Llndargðtu 1 D. Slml 2323. PRENTSMHÐJAN EDDA hJT. Slmar 3948 og 3720. Sambandsþíng ungmennafélaganna 90 ungmennaiélög með 4000 meðlimum mwmi m fHi Sigurður Kristinsson, forstjóri Sambands íslenzkra samvinnufélaga, er sextugur í dag. Tíminn flytur hon- um árnaðaróskir og þakkir. Japanir ókjrrast Heríoríngfarnír kreljasf pess, að aukín séu japönsk áhri! í Asíu 13. sambandsþing Ung- mennafélags íslands var haldið í íþróttaskólanum í Haukadal dagana 20.—22. júnímánaðar. Fulltrúax þeir, er þingið sátu, voru alls 29 frá 6 héraðssam- böndum og nokkrum einstökum félögum. Var þetta hið fjöl- mennasta sambandsþing, sem háð hefir verið, og kom þar fram vaxandi þróttur og trú á bjartari framtíð félagsskaparins. Forseti U. M. F. 1, séra Ei- ríkur Eiríksson, setti þingið og minntist í ræðu sinni fornraT frægðar staðarins, þar sem Ari fróði Þorgilsson starfaði. Hann óskaði þess, að ungmennafélögin yrðu arftakar hans um að vernda íslenzkt mál og íslenzkt þjóðerni. Hann eggjaði æskuna á að vera þjóðlega, hugsjóna- ríka og fórnfúsa og kvað það enda koma í ljós, að hún væri það. Þegar mörg önnur félög drægu saman segl og aflýstu fundum, fjölsæktu ungmenna- félagar sambandsþing sitt. Starfsemi U. M. F. t. í U. M. F. í. eru nú um 90 fé- lög, en voru 69 á síðasta sam- bandsþingi. Enn eru þó allmörg ungmennafélög, sem standa ut- an við það. Tala félagsmeðlima er um 4000. Undanfarin ár hefir U. M. F. í. haft í þjónustu sinni menn, sem ferðazt hafa um landið og flutt erindi á fundum ungmennafélaganna og hvatt til starfa. Slíkir sendimenn hafa farið um Borgarfjörð, Dali, Snæfellsnes, Vestfirði, Húna- þing og Þingeyjarsýslur. Hafa til þessara ferða ráðizt Halldór Kristjánsson á Kirkjubóli, Daní- el Ágústínusson og Einar Krist- jánsson á Leysingjastöðum. U. M. F. I. hefir einnig stutt og rekið umferðarkennslu í íþróttum og garðrækt. Haukur Jörundsson, kennari á Hvann- eyri, ferðaðist á vegum sam- bandsins sumarið 1938 um Suð- urland og 1939 um Borgarfjörð og leíðbeindi um garðrækt. Helgi Júlíusson, íþróttakenn- ari á Leirá, veitti tilsögn í leik- fimi og frjálsum íþróttum á Snæfellsnesi og i Borgarnesi síðastliðinn vetur. Á síðustu misserum hefir U. M. F. í. gefið Þjóðræknisfélagi Vestur-íslendinga nokkur hundruð myndir af Jóni Sig- urðssyni forseta. Störf sambandsþingsiiis. Eins og að líkum lætur, voru samþykktar margar tillögur og áskoranir á sambandsþinginu. Skríðuföll og vatna- vextír valda stór- tjóni Tjónið er gííurlegt í EskiSjarðarkauptúni Aðfaranótt laugardagsins síðastliðins geisaði austan- og suðaustanveður víða um Aust- urland og Suðausturland. Fylgdi því fádæma mikil rigning, sem olli gífurlegu tjóni í Eskifirði, og víðar voru brögð að skriðu- föllum og skemmdum af völdum úrkomunnar. Sumstaðar krókn- aði nýrúið fé. Benedikt Quttormsson, banka- útibússtjóri í Eskifjarðarkaup- túni, skýrði blaðinu svo írá tjóni þvi, er þar varð: — Stórrigning, meiri en dæmi eru til hér, var á laugardags- (Framh. á 4. slOu) Ákveðið var að láta fram fara almenna atkvæðagreiðslu inn- an ungmennafélaganna um það, hvort taka skuli upp að nýju í sambandslögin ákvæði um drengskaparheit allra meðlima um að neyta ekki áfengis. Samþykkt var að leita eftir samvinnu við skógrækt ríkisins um útvegun skógplantna handa ungmennafélögunum. Ennfrem- ur að héraðssamböndin þreifuðu fyrir sér um möguleika til að koma upp og reka uppeldis- stöðvar fyrir trjáplöntur, sé ekki unnt að fullnægja eftir- spurninni á annan hátt. Jafn- framt var skorað á stjórnar- völdin að láta ágóðann af happ- drættinu renna til skógræktar, að minnsta kosti í þrjú ár, þeg- ar háskólabyggingin er greidd. Sambandsþingið lýsti yfir því, sem eindreginni stefnu ung- mennafélaganna, að endurheimt yrði fullt og óskorað frelsi og sjálfstæði íslenzku þjóðarinnar. Ræktunarmál voru allmikið rædd á þinginu og ákveðið að leggja aukna áherzlu á umferða- kennslu í garðrækt og því beint til héraðssambandanna að at- huga, hvort þau gætu ekki haft leiðbeinendur í ræktunarmálum á sínum vegum. Sambandsþingið skoraði á í- þróttasamband íslands, að breyta svo lögum sínum, að ung- mennasamböndin gætu gengið í það sem heild og sent keppend- ur á íþróttamót þess. Jafnframt hét það á í. S. í. að taka upp glímukeppni á allsherjarmótinu. Skorað var á ungmenhafélög- in að selja ekki tóbak á opinber- um samkomum sínum. Stjórn U. M. F. í. var heimil- að að ráða fastan starfsmann og opna skrifstofu í Reykjavík jafn fljótt og fjárhagur leyfði, en þar til svo skipaðist skyldi hún hafa menn i þjónustu sinni á svipað- an hátt og verið hefir, og halda áfram umferðakennslu í íþrótt- um, söng og leiklist, svo sem föng væru á. Vigfús Guðmundsson, gest- (Framh. á 4. siSu) Skógræktarfélag íslands hélt aðal- fund sinn að Laugarvatni s. 1. laugar- dag. Var fundurinn einn hinn fjöl- mennasti, sem félagið hefir haldið, en fundarmenn voru flestir úr Reykjavik og Ámessýslu. Skógræktarfélagið heflr starfað í 10 ár. Á fundinum var veitt yfirlit um starfsemina þennan fyrsta áratug. Eru þar merkustu atriðin starf- ræksla skógræktarstöðvarinnar í Foss- vogi, friðun Bæjarstaðaskógar, útveg- un og úthlutun trjáplantna til gróður- setningar, útgáfa tímarits, fræðslu- fundir og útvarpskvöld, sem miðað hafa að þvi að vekja áhuga fyrir skóg- ræktarmálum. Þá hefir félagið fengið umráðarétt yíir gróðrarstöðinni ,við Rauðavatn og vinnur að frlðim skógar. kjarrs í Elliðavatnslandi, með það fyrir augum, að þar verði komið á fót eins- konar þjóðgarði fyrir höfin-staðinn. Á fundinum var kosin nefnd manna til þess að undirbúa stofnun skóg- ræktarfélags fyrir Ámeshsýslu, sem starfi eins og önnur þegar stofnuð sýsluskógræktarfélög í samvinnu við Skógræktarfélag íslands. Voru kosnir í nefndina: Einar Pálsson bankaúti- bússtjóri að Selfossi, Jón Ingvarsson verkstjóri, Helgl Kjartansson, Hvammi, Vemharður Jónsson, Selfossi, og Guð- mundúr Ólafsson kennari að Laugar- vatni. Kom það fram á fundinum, að stofna þyrfti skógræktarfélög i hverri sýslu og jafnvel í hverri sveit, þegar stundir líða. Formaður félagsins, Ámi G. Eylands, baðst undan endurkosn- ISigurður Sigurðsson fyrrverandi búnaðarmálastjóri, andaðist í gær eftir langa legu og þunga. Síldarverksmiðjan nýja á Raufarhöin fullger Frásögn Péturs Sig- geírssonar Byggingu hinnar nýju síldar- verksmiðju á Raufarhöfn er nú lokið og verður byrjað að taka þar á móti síld til vinnslu inn- an fárra daga, ef afli fæst. Er þar með náð nýjum áfanga í sögu síldariðnaðarins. Tíðindamaður Tímans hefir átt símtal við Pétur Siggeirsson, sveitarstjórnaroddvita á Odds- stöðum, sem verður verksmiðju- stjóri á Raufarhöfn, og spurt hann um hina nýju verksmiðju. — Sjálft vélahús verksmiðj- unnar var byggt í fyrrasumar, mælti Pétur. í vetur hófst vinna við verksmiðjubygginguna í marzmánmði og var unnið í marz óg apríl eftir því sem veðrátta leyfði. Maímánuð allan og júní- mánuð unnu 150—160 manns látlaust að verksmiðjusmíðinu. Er nú svo komið’, að verksmiðju- byggingunni og smíði þeirra mannvirkja, er henni fylgja, er að mestu leyti lokið og vantar nú aðeins nokkra hluti, sem væntanlegir eru með næstu skipsferð, til verksmiðjunnar. Tvær miklar síldarþrær hafa verið byggðar og taka þær báð- ar til samans 27 þúsund síldar. Lýsisgeymár eiga að vera tveir, og taki hvor 2 þúsund smálestir. Er annar þeirra fullger. Lönd- unarbryggja hefir einnig verið (Framh. á 4. síðu) ingu, og var Valtýr Stefánsson ritstjóri kosinn í stjórnina í hans stað. Aðrir stjómarnefndarmenn eru Guðmundur Marteinsson forstjóri (endurkosinn á fundinum), Maggi Júl. Magnús læknir, H. J. Hólmjárn loðdýraræktarráðu- nautur, Hákon Bjarnason skógræktar- stjóri og Guðbrandur Magnússon for- stjóri. Árið 1930 voru félagsmenn 220, en nú eru þeir 500. Eign félagsins er bókfærð 16 þúsund krónur. Fundurinn sendi Sigurði Sigurðssyni kveðju. og þakkarskeyti sem aðalstofnanda fé- lagsins. Skógræktarfélagið má nú telj- ast að vera komið yfir byrjunarörðug- leika. Með vaxandi skilningi almenn- ings á gildi skóga og trjágróðurs má vænta sívaxandi árangurs af starf- semi Skógræktarfélags íslands. t t r Mjólkurverðlagsnefnd ákvað á laug- ardaginn að hækka útsöluverð mjólkur um 6 aura hvern lítra. Verð mjólkur- innar er þvi nú 54 aurar fyrir hvern lítra hér í Reykjavík. r r r Rauði kross íslands og barnavernd- arráð hafa undanfamar vikur haft með höndum umfangsmikinn undir- búning að því, að koma börnum úr Reykjavíkurbæ til sumardvalar i sveit. Lagði stór hópur barna, alls um 150, af stað i morgun norður að Laugum í Þingeyjarsýslu, þar sem þau dvelja í sumar. Annar hópur bama fór í morg. un austur að Brautarholti á Skeiðum, Japanir gera sig með degi hverjum líklegri til að nota sér tækifæri það, sem þeim veitist nú, til að auka völd sín og áhrif í austanverðri Asíu á kostnað vesturveldanna, þegar þau eiga fullt í fangi annars staðar. Eins og kunnugt er, settu þeir fyrir nokkru Frökkum ýmsa kosti um stjórnarathafnir í Indo-Kína, sem þeir voru til- neyddir að ganga að. Nú hafa hinir helztu menn japanska hersins áréttað þessa nýju stefnu Japana í Asíumál- þar sem dvalarheimili er starfandi á vegum Vorboðans. r t r Undanfarin ár hefir verið gerður allmikill undirbúningur að því, að reisa Hallgrímsldrkju að Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. í fyrra vor var byrjað að steypa grunn og kjallara byggingarinnar, en timi vannst ekki til að ljúka við eins mikið og fyrir- hugað var. Þessa dagana stendur til að byrja vinnu að nýju við kirkju- bygginguna og á nú að steypa kjall- araloftið og ganga þann veg frá því, sem gert hefir verið, að ekki sé hætt við skemmdum, þótt hlé kunni að verða á byggingunni hin næstu árin, vegna hinna óviðráðanlegu erfið- leika, er hvarvetna steðja að. Til þess hluta verksins, sem nú er verið að byrja á, verður notað sement, sem til er frá síðastliðnu ári. Auk bygging- arframkvæmdanna er í ráði að laga til í kringum kirkjuna. r r t Eftir ýmsum fregnum að dæma, er Tíminn hefir fengið úr þeim sveitum, þar sem vætusamast hefir verið í sum- ar, og sólarminnst, er allt útlit fyrir að gras verði rýrt í fallinu og hey sætist illa upp, þótt sæmilega sýnist sprottið. Veldur þessu, að grasið er i gisnara lagi og fíngresið hefir sprott- ið lakar venju, þegar hlýviðrasamara er og sólfar meira. um og afhent stjórnarvöldum landsins ávarp eða yfirlýsingu, þar sem þess er kröftuglega krafizt, að tækifæri það, sem nú bjóðist, er Evrópuþj óðirnar ber- ast á banaspjótum og sumar eru máttvana og flakandi í sárum, verði ekki látið Japönum úr greipum ganga, án þess að hag- nýta það betur en orðið er. Blöðin í Japan láta það hik- laust uppi, að engin ástæða sé til þess fyrir japanska flotann, að vægja fyrir flota Breta né Bandaríkjamanna austur þar eða forðast árekstra við þá. Þau benda einnig á það, að ýmsar Evrópuþjóðir, sem eiga nýlendur austur þar, séu þess allsendis ekki umkomnir framar að stjórna þeim, og tengsl öll séu slitin milli þessara nýlendna og yf irráðaþj óðanna. Jafnframt þessum ógnunum, er Japanir hafa í frammi, gætir sívaxandi óróa víða þar eystra. Er það bæði vegna undirróðurs af hálfu þeirra, sem vænta sér (Framh. á 4. síðu) Fyrsti síldarafl- inn lagður á land Gott veiðiveður nyrðra Fyrstu síldveiðiskipin, sem sild hafa aflað á þessu sumri, komu til Siglufjarðar í gær, þrjú í gær- morgun, en eitt síðdegis. Voru það Rúna, Geir, Liv og Nanna. Öll höfðu þau fengið dágóðan afla og eitt fullfermi. Alls höfðu þau meðferðis nær 2000 mál síldar, en þennan afla fengu þau í Grímseyjarsundi. Andey kom í gær, fyrst skipa, með síld til Dagverðareyrar- verksmiðjunnar. Mörg skip voru að veiðum á þessum slóðum í gær, því að veiðiveður var gott, og má því gera ráð fyrir, að fleiri veiðiskip komi til hafnar í dag með afla sinn. Fitumagn síldarinnar, sem barst í gærmorgun, var talið nema 15,1 af hundraði. Þykir það allfeit síld, um þetta leyti síldveiðitímans. A víðavangi SÍLDIN. Þessi dægur eru hinar fyrstu síldarfregnir að berast út um landið. í öllum útgerðarstöðvum landsins og víða annars staðar hefir fólk biðið þess hina sein- ustu daga með mikilli óþreyju, að storminn lægði fyrir Norður- landi, svo að veiðiskipin, sem komin voru þangað, gætu siglt á síldarmiðin og reynt fyrir sér um síldargöngur og veiðihorfur. Og nú hefir lygnt og sjóinn lægt, og skipin geta athafnað. Þau, sem happadrýgst voru í fyrsta leik, hafa komið til Siglufjarðar, hlaðin hinum glitrandi smáfiski. Vonandi er það aðeins lítið upp- haf annasamrar og gjafmildrar síldarvertíðar. Og sízt er það að furða, þótt síldin sé nefnd með áfergju og eftirvæntingu, sem svipar til gullæðis, slík auðs- uppspretta sem þessi fiskur er orðinn þjóðinni. Síðustu ár tvö hafa verið fluttar út síldaraf- urðir fyrir 18—23 millj. króna, bræðslusíldin hefir numið 1200 —1530 þúsundum hektolítra og saltsíldin 260—350 þúsund tunn- um. í fyrra sumar var hæsti há- setahlutur á síldarvertíðinni við 1900 krónur. Og spurningin, sem nú vakir fyrir öllum, er þessi: Hvernig mun farnast í ár? Þrír menn drukkna Á miðvikudaginn síðastliðinn drukknuðu þrír menn af árabát rétt við Ólafsfjarðarkauptún. Voru sjö menn á ferð á bát, en brotsjór reið yfir þá og skolaði sex útbyrðis. Var þrem bjargað, þeim, er syndir voru, og svo og manninum, er eigi skolaði út- byrðis. Þeir, sem drukknuðu, heita Númi Ingimarsson, 27 ára, lætur eftir sig konu og tvö börn, og Guðmundur Jóhannsson og Björn Þór Sigurbjörnsson, báðir um tvítugt og einhleypir. Þeir áttu allir heima í Ólafsfjarðar- kauptúni. Frá starfsemi templara Stórstúkuping og píng unglingareglunnar háö pessa dagana 40. þing stórstúku íslands !hófst hér í Reykjavík á laugar- daginn að aflokinni guðsþjón- ustu í dómkirkjunni. Var það sett klukkan 3 í Góðtemplara- húsinu af Helga Helgasyni stór- templar. Fulltrúar, sem komnir voru við þingsetningu, voru alls ,101, víðsvegar að af landinu, frá 3 umdæmisstúkum, 5 þingstúk- úm, 39 undirstúkum, 1 ung- mennastúku og 16 barnastúk- um. Nú eru starfandi í landinu 68 úndirstúkur, með 5500 félögum, og 48 barnastúkur með 4540 fé- lögum. Alls eru því nú 10090 meðlimir innan templarasam- takanna. Híutfallslega eru stúkurnar fjölmennastar 1 Norður-ísa- fjarðarsýslu, þar sem i þeim eru 18,4 af hundraði ibúanna, í ísa- fj arðarkaupstað og Seyðisfirði eru 17,8 af hundraði íbúanna í stúkunum og á Akureyri, í Siglu- fjarðarkaupstað og Neskaupstað eru 16,1 af hundraði. í Reykja- vík eru templarar 8,1 af hundr- aði íbúatölunnar. Á sunnudaginn fóru allir full- trúarnir á stórstúkuþinginu að Jaðri í Elliðavatnslandi í boði templara þeirra, sem standa að landnáminu þar. í gær samþykkti stórstúku- þingið að gangast fyrir almennri fjársöfnun í því skyni, að reist yrði hressingarhæli fyriT drykkjumenn. Frh. á 4. s. Á KROSSGÖTUM Aðalfundur Skógræktarfélags íslands. — Mjólkurverðið. — Sumardvöl bama í sveit. — Hallgrímskirkja. — Grasspretta. X

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.