Tíminn - 02.07.1940, Page 2

Tíminn - 02.07.1940, Page 2
266 TÍMIM, þriðjndaginii 2. júlí 1940 67. bla« Palladómar um ísl. glímuna Eftír Emil Tómasson tpminn Þriðjudaginn 2. júlí Hið nýja landnám Ég hefi í síSasta blaði Tímans bent á þær tvær landnámsbylgj- ur, sem myndazt hafa hér á landi siðan um 1870. Fyrri aldan flutti fimmta hluta íslendinga vestur um haf. Hin síðari mynd- aði kaupstaði og kauptún á þessari öld við vaxandi atvinnu við sjóinn, þar sem beitt var nú- tíma vélatækni. íslendingum fjölgaði ekki svo að heitið gæti fyrr en þetta landnám byrjaði. Skýringin er auðsæ. Fólkið gat ekki lifað 1 landinu, nema þeir, sem höfðu ráð á gömlu býlunum, meðan Danir mergsugu íslendinga með vérzlunarkúgun sinni, og meðan þjóðina vantaði nýja tækni til að geta skapað sér björg og brauð handa nýjum borgurum í landinu. Nú er Ameríka að kalla má byggð og lokuð. Nú taka kaup- staðir og kauptún ekki við fleira fólki eins og stendur. Þvert á móti er þar of margt fólk við núverandi framleiðsluskiiyrði. Fjöldi fólks í kaupstöðum og kauptúnum hefir hin síðustu ár lifað að öllu eða nokkru leyti á almannaframfæri, sumpart frá ríkinu en öllu meira frá bæjar- og sveitafélögum. Þetta ástand er orðið óþolandi. Annars vegar eru skattgreiðendur að sligast undir útgjöldum við þessa fram- færslu. Á hinn bóginn úrkynj- ast sá hluti þjóðarinnar, sem nýtur þessarar framfærslu bæði af iðjuleysi, skorti og vöntun á sjálfsvirðingu, sem jafnan segir til sín hjá þeim, sem ekki vinna fyrir sér sjálfir. En bak við þess- ar þrengingar kemur svo hin eðlilega fólksfjölgun, sem vant- ar bjargarskilyrði. Hvarvetna um landið er ungt, hraust og meira og minna vinnugefið fólk, sem vill mynda heimili og starfa, en vantar ytri skilyrði. Verkefni ríkisstjórnar, Alþing- is og kjósenda er að skapa skil- yrði fyrir nýtt landnám í sjálfu landinu, þannig að hver dug- andi maður, karl eða kona, sem vill vinna fyrir sér og sínum, geti fengið aðstöðu til þess. En hin- ir, sem ekki vilja vinna, en hafa viðunandi heilsu, eiga að vinna fyrir sínu brauði hjá öðrum, þar til þeir hafa fengið þann mann- dóm og þroska, að þeir vilja fara að bjarga sér sjálfir. Ég hefi nýverið í þessu blaði lagt það til, að ríkið keypti ó- notað en ræktanlegt land, helzt í öllum sýslum landsins, þar sem síðan væri undiTbúið nýtt landnám. Alþingi í vetur heim- ilaði ríkisstjórninni að kaupa Kaldaðarnes í Flóa. Þar eru nægileg skilyrði fyrir 10 heimili. Síðar var heimilað að kaupa nokkuð af hinu frjóa landi í Ölfusi og er nú unnið að því. Það er sennilegt, að með skyn- samlegri notkun ræktarlands, engja og hveraorku í Ölfusinu mætti bæta þar við um 100 sjálfstæðum heimilum, og mun meira, ef þar væri iðnaður eða ef sjómenn úr Reykjavík ættu þar heima og hefðu þar garð- rækt sér til atvinnu- og tekju- bóta. Ég nefni þessa staði á Suðurlandi af því, að þar er haf- inn lítilsháttar undirbúningur. En það þarf miklu meira með. Hér dugar ekki minna en skipu- legt landnám um allt land. Það þarf að halda áfram að greiða fyrlr skiptingu jarða milli skyld- menna, landnámi á óræktuðu landi i sveit, landnámi við sjó, þar sem bæði má koma við ræktun og nokkurri útgerð eins og t. d. i Hornafirði. Þá þarf að koma upp landnámi, þar sem saman er stundaður iðnaður og ræktun. Og að lokum má gera ráð fyrir, að kaupstaðir og kauptún geti, ef verzlunarhætt- ir batna í heiminum, tekið á móti nokkurri fólksfjölgun. Tveir af núverandi ráðherr- um, Hermann Jónasson og Ey- steinn Jónsson, hafa í miðstjórn Framsóknarflokksins bent á nýja hlið í þessu máli. Þeir hafa réttilega séð, að það er hættu- legt að kasta landnámshlunn- indum út til fólks, sem ekki er undir það búið, og hættir oft til að vanrækja og vanmeta þau gæði, sem eru lögð í hendur þeim. f stað þess ætti ríkið að taka í sína þjónustu unga menn og konur, sem vildu skapa sér sjálfstæð heimili, og þetta unga fólk yrði að vinna eftir fyrirlagi nýbýlastjórnar að þeirri fram- leiðslu, sem það ætlar að stunda í 2—3 ár. Sú innstæða, sem þess- ir landnemar eignast, er endur- goldin með hlunnindum þjóðfé- lagsins til landnemans. En jafn- framt hefir hinn tilvonandi landnemi sýnt með eljusemi sinni og hegðun, að likuT séu til að trúa megi honum fyrir land- námshlunnindum. Sama regla, en í öðru formi, gæti átt við þá menn, sem vildu gerast land- námsmenn, en hafa iðnað eða sjómennsku að hliðaratvinnu. íslenzka þjóðin stendur nú á vegamótum um atvinnumál sín. Hún getur ekki sent fólk til ann- ara landa, og vill heldur ekki gera það, þó að önnur lönd væru opin til landnáms. Hún getur ekki komið fólksfjölguninni til vinnu og sjálfstæðra starfa við sjómennsku í kaupstöðum og kauptúnum. Hún getur ekki ris- ið undir að hafa þúsundir manna atvinnulaust og iðjulaust á almannaframfæri. Þjóðin hef- ir ekki heldur efni á eða land til að eyðileggja mikinn hluta þjóðarinnar með þesskonar lifn- aðarháttum. En þess þarf ekki með. ísland er stórt og gott land og þjóðin er fámenn. Ef við fáum að njóta gæða landsins og vinna að notk- un þeirra á skynsamlegan hátt, þá geta mörg hundruð þúsund manna lifað í landinu, svo að ekki sé tekið dýpra í árinni. Auðvitað kostar nýtt landnám mikið. En sú skuld endurborgast með vöxtum og vaxtavöxtum. Það var dýrt að láta fólkið hrynja niður úr hungri og haTð- rétti. Það var dýrt að kosta tugi þúsunda til Ameríku, þó að far- kosturinn væri fátæklegur. Það hefir kostað mikið að byggja nú- verandi kaupstaði og kauptún með þeim atvinnutækjum, sem notuð eru við sjómennskuna. Menn mega þess vegna ekki kippa sér upp við það þó að hið nýja landnám kosti fé og vinnu. Það er bæði hlutverk manna og ánægjuefni að mega reyna á sig og vinna. Hér þarf ekkert nema heppilega og framsýna for- göngumenn. Við höfum rik og góð skilyrði. Við höfum mikið af hraustu og duglegu fólki, sem vill vinna og skapa sér sjálf- stæða framtið. Hér þarf ekki meira með en að skapa þriðju landnámsbylgj - una siðan um 1879. Þarf þar að skipta jörðum milli ættingja. Kaupa stór, óræktuð lönd,þurka þau og rækta og búa undir að skapa þar heilar byggðir. Stund- úm verða þessar nýbyggðir við sjóinn eða nærri verstöðvum, þar sem sami maður stundar sjó Ég hefi áður getið landahóps- ins, sem stóð á bryggjunni, þeg- ar „Dettifoss" lagði heim á leið sem fyrsta íslenzkt skip, er lét úr erlendri höfn eftir hertöku Breta á íslandi. Hér hefi ég i huga, að leitast við að gera nokkra grein fyrir uppiuna nokkurra landa vorra í New York, en þið verðið að virða til betri vegar, að ég nefni þá með nöfnum, suma en ekki alla. En þeir, sem ég hitti, báðu allir að heilsa, báðu mig, og víst marga fleiri, að skila kærum kveðjum til margra ættmenna og láta þess getið, að þeim liði vel. Það er gömul og ný kurteisi og stundum kannske meiningar- laust vanahjal að biðja að heilsa. Að öllum jafnaði meinar fólk bókstaflega ekki neitt með sínum „kæru kveðjum", en sé einhver meining í slíkum orð- sendingum er það að jafnaði eiginhagsmunir, gert til að spara tima og erfiði bréfaskrifta og geta þó um leið uppfyllt þá sið- ferðisskyldu, sem er fólgin í því að láta vini og vandamenn eitt- hvað um sig vita. En út af þessu getur þó brugðið eins og öllum meginreglum og stundum finn- ut maður í kveðjubóninni ein- hvern minningayl, einhvern kraft, sem virðist í senn koma frá hjartanu og heilanum og Sveinn Björnsson sendiherra sagði í ræðu sinni á íþróttavell- inum 17. júní s. 1., að kjörorð allra iþróttamanna ætti að vera drengskapur og réttlæti, því þar á byggðist velgengni og framtíð hverrar keppni. Þessum orðum vona ég að íþróttavinir hafi veitt eftirtekt og reyni eftir föngum að framfylgja þeim í verkinu. íslenzka glíman dró mig sterkar á völlinn í þetta skipti en þó sonur minn væri þátttak- andi í boðhlaupinu með þeim Ármenningum. Ég sá heldur ekki eftir því að líta þar inn — því þar fór fram sú bezta glíma, sem ég hefi séð í Reykjavík. Nokkrir menn glímdu þar undir stjórn Jóns Þorsteinssonar íþróttakennara. Flestir kunnir frá íslenzku kappglímunum. En hér voru hreyfingar yfirleitt mýkri og léttari, brögðin hrein, snörp og áferðargóð. — Eftir síðustu Íslandsglímu virðist sem flestum finnist að glíman sé í afturbata Ég er ekki frá því heldur, að svo sé, en betur má ef duga skal. Það er ekki nægi- legt þótt þjálfaðir glimumenn sýni sæmilegar glímur, ef svo ó- nothæf byltuákvæði og dómfyr- irkomulag eyðileggur íþróttina. Það er oft erfitt að fá því breytt, sem orðið er að drottn- andi vana. íslenzka glíman hef- ir í seinni tíð ekkert verið gagn- rýnd opinberlega. Margir hafa séð ýmsa galla á henni, en fund- izt hins vegar ábyrgðarminnst að láta það mál afskiptalaust. Sýnishorn frá síðustu íslands- glímu þessu til sönnunar er í Morgunblaðinu frá 12. júní s. 1. Gagnrýni blaðsins á glímunni er þetta: „Fór glíman vel fram og drengilega". Svo mörg eru þessi orð! Meir segir ekki stærsta blað bæjarins um þessa sjaldgæfu, svokölluðu þjóðaríþrótt. Vitan- lega er þetta vinsælast til að ó- náða engan. En hins vegar er það sjálfri íþróttinni alls eigi til þroska eða uppbyggingar á nokkurn hátt, á meðan alþjóð veit, að íþróttinni er í ýmsu á- bótavant. Ef mönnum er ekki í sannleika sagt sama um afdrif glímunnar, þá þýðir ekki að gera sig blindan fyrir göllunum, sem nóg er af, og hrópa aí gömlum og ræktun eftir árstíðum. Stund- um myndast iðnaðarhverfi í sveitum, þar sem iðnaðarmenn styðjast við ræktun. Og stundum vex byggðin í kaupstöðum og kauptúnum, þar sem saman fer atvinnu i bæ og ræktun. Þetta verður þriðja landnám íslend- inga, eftir að viðreisnin hófst í landinu. J. J. vera miðað í ákveðnum tilgangi I ákveðna átt. Þennan hlýleik virtust mér flestir Vestur-ís- lendingar, er ég átti tal við, leggja í íslandskveðjur sinar. Þær voru ekki meiningarlaust fleipur, ekki orð vanans og hinn- ar formbundnu kurteisi, heldur runnar að innan og sprottnar af rótum einlægni og stundum formyrkvaðrar ættjarðarástríðu. Nú skulum við reyna að greiða sundur landahópinn í New York, mann fyrir mann og gera okkur ljósa grein fyrir því, hverjir það eru, sem biðja að heilsa, þegar skipin fara heim. í átján ár kom aldrei íslenzkt skip til New York, en síðan reglubundnar skipaferðir hóf- ust á liðnu hausti finnst mörg- um landanum þar eins og hann hafi stigið öðrum fæti á íslenzka jörð og nú sé skammt þangað til hann stendur þar báðum fótum. Þess vegna eru þar alltaf einhverjir, sem fylgjast með komu íslenzku skipanna, og meðan þau liggja þar við bryggju eru þau jafnan „strokin og klöppuð" af íslendingum, sem finna sálarfró og huggun í hörmum og heimþrá sinni með því að leggja þar leið sína i hvert sinn, er tími og tæki- færi vinnst til. Og þegar skipin láta úr höfn koma þeir, sem komið geta, til að kveðja og vana á Reykjavíkurmáli: „Allt í lagi, góði!“ Glímunni tii framdráttar hef- ir að vísu margt verið gert þetta síðasta ár, sem sýnir áhuga við- komandi manna, bæði á því að útbreiða glímuna og reyna til að laga hana. Að útvarpa glímunni gaf beztu raun. Gamlir glí'mu- menn víðs vegar um landið hlustuðu með spennandi áhuga og óviðráðanlegum glímu- skjálfta. Lýsing Helga Hjörvar á hverri hreyfingu I kappglím- unni verður óefað til þess að vekja yngri menn til lifsins. Þeir drekka i sig frægð og hreysti, metnað og áhrif hinnar fornu og nýju íþróttar með spennandi lýsingum. Stjórn í. S. í. hefir meira að segja boðizt til að sjá um góða glímukennara fyrir skólana, en samt sem áður hefir þetta ekki komizt í fram- kvæmd. Þetta út af fyrir sig sýnir, hve dauft er ennþá yfir glímunni. Óefað væri það stærsti sigur fyrir framtíð glímunnar, að góð glímukennsla kæmist á í barna- og unglingaskólum landsins. Á árinu sem leið skipaði stjórn Í.S.Í. nefnd til að athuga og gera breytingar á glimureglum sambandsins. Formaður þeirrar nefndar er núverandi glímu- snillingur íslands, Kjartan G. Bergmann, og varaforseti og rit- ari Helgi Hjörvar. Nefnd þessi sendi ýmsar fyrirspurnir til sambandsfélaga Í.S.Í., íþrótta- ráða og áhugamanna um ís- lenzka glímu til þess að gefa þeim kost á að gera tillögur og eiga hlutdeild í breytingum, sem gerðar kunna að verða á glimu- reglunum. Ég hefi heyrt, að ýmsir hafi svarað fyrirspurnum nefndarinnar vel og rækilega, en hvernig — eða á hvaða stigi málið nú er statt, er mér ekki vel kunnugt. Ég hygg, að nefnd- in hafi ekkert látið uppi opin- berlega enn um þetta mál. Gaman væri, ef nefndin léti til sín heyra. Þetta er allt í áttina glímunni til eflingar og von- andi að meira komi á eftir. Stjórn Í.S.Í. á þakkir skilið fyriT viðleitni sína og áhuga. Ég ber það traust til Í.S.Í., að það verði búið að breyta ýmsu fyrirkomulagi við næstu kapp- glímu, og vil ég benda á helztu gallana, sem mér sýnist vera á glímunni. Næsta kappglíma ætti að fara fram eftir tillögum Þorsteins Einarssonar glímu- snillings, því að margt af því, sem Þorsteinn leggur til er prýðilegt. Ég tel byltuákvæði og dóm- fyrirkomulag það, sem nú er fylgt á kappglímum, vera alveg þakka viðdvölina. Þessi saga endurtekur sig að vísu í flestum erlendum borgum, þar sem ís- lenzk skip hafa reglubundna viðkomu. En hvergi hefi ég séð slíkan helgiblæ og alvörufestu sameinaða í þessari þjóðrækni og þar. * * * í New York kváðu nú vera bú- settir milli 90 og 100 íslending- ar og eru þar í taldar fjölskyldur Vilhjálms Þór ræðismanns og Ólafs Johnsons, konsúls, sem dvelja þar aðeins um stundar- sakir. Ennfremur þrír aðrir ís- lendingar, sem þar eru búsettir í bili 1 verzlunarerindum og hafa þar aðeins dvalarleyfi, sem ferðamenn. Það eru þeir Jón Guðbrandsson fyrir Eimskipa- félag íslands, Helgi Þorsteinsson fyrir Samband íslenzkra sam- vinnufélaga og Hannes Kjart- ansson fyrir Elding Trading Co. Þá kemur röðin að hinum, sem eru Bandaríkjaþegnar, hafa þar atvinnu- og þjóðfélagsrétt, enda þótt þeir séu íslendingar að ætt og uppruna, og við ísland séu tengdar bernskuminningar þeirra og ef til vill vonir um hvild og friðsæld elliáranna. Flest þetta fólk hefir verið þar langvistum frá 10 og upp í 30 ár eða þar yfir og er nú þannig sett, að lífsskeið þess hlýtur að falla i farvegi hins nýja lands og ágóði æfistarfsins og ham- ingja vera háð örlögum þess fremur en ættlandsins. * * * í ágúst lagði 18 ára piltur upp frá Reykjavik til að leita sér ónothæft og þessu verði að breyta tafarlaust, svo að glíman geti talizt réttlát og drengileg. Vegna tilveruréttar glímunnar má það ekki koma fyrir, að dóm- nefnd geti ráðið úrslitum hverr- ar kappglímu og dæmt hverjum þeim manni sigur, sem henni sýnist. Ég vil stefna þessu máli til stjórnar Í.S.Í. og vona að því verði alvarlega gaumur gefinn. Dómfyrirkomulagið á þessum kappglímum, sem ég hefi horft á hér í Reykjavík, þarf breytingu til bóta, ef íþróttin á að ná rétt- um tilgangi og njóta batnandi kjara. Fyrirkomulag á öllu slíku gæti veTið margbreytilegt, og er of langt mál að ræða það í þess- um palladómum. Byltuákvæðin. Ég býst við, að sumum finnist of fast í árina tekið, að telja byltuákvæðin, sem glímt er eftir, vitlaus, en að telja þau dular- fullt fyrirbrigði mun vinsælla. Það mun fáum heiglum hent, sem á glímuna horfa, að reikna út af sjálfsdáðum, hvað sé bylta og hvað ekki bylta. Þetta reikn- ar enginn út nema hlutdræg og breysk dómnefnd, og að þessu leyti verður allt dularfullt fyrir áhorfendurna. Þessar byltureglur, sem verið er að hnoða inn í þjóðaríþrótt- ina,er einhver samsuða úr grísk- rómversku kraftaglímunni, sem aldrei samrýmist og á ekki að samrýmast íslenzku glímunni. Þessar byltureglur er nú bú- ið að reyna i 34 ár eða síðan kappglímurnar hófust um Grett- isbeltið á Akureyri 1906, og veit ég ekki betur en að allir séu óánægðir með þær. Sennilega hefir gott eitt vak- að fyrir þeim mönnum, sem sömdu þessar reglur. Þeim hef- ir fundizt byltumar komast I fastara form með því að sníða þær eftir öðru glímuformi en sínu eigin. Karakúlhrútarnir samrýmdust ekki íslenzka sauð- fénu. Ég tel það heldur engan heiður fyrir þjóðaríþróttina sjálfa, að ekki séu samin lög og reglur í samræmi við þá lifandi leikni og tilbreytni, sem fólgin er í sjálfri íþróttinni, en vera ekki að afskræma hana meö út- lendum fangbrögðum. Það hleypir í mig illu skapi í hvert sinn, sem ég sé þessari uppáhalds íþrótt misþyrmt. En misþyrmingu tel ég það þegar þátttakendur íþróttarinnar eru neyddir til að láta kné fylgja kviði á sínum keppinaut, ef honum á að verða auðið að ná vinning og ofan á þetta kenna svo dómararnir með sína hlut- drægni. Dómnefnd. Eftir því, sem ég oftar horfi á þessar kappglímur, því Ijósara verður það fyrir mínum hug- frægðar og frama í bláma fjar- lægðarinnar, þar sem æfintýrin verða til. Hann hét Ólafur Jóns- son, sonur Jóns Ólafssonar, tré- smíðameistara, á Skólavörðustíg 6. í landahópnum á bryggjunni stendur nú draumamaðurinn frá Skólavörðustígnum, og heitir nú Mr. Ólafur J. Ólafsson. Árin breyta jafnvel nöfnum manna eða venda þeim við. Ólafur er nú deildarstjóri í einni af raf- tækjaútsölum Edison í New York. Deildarstjórinn er feit- ur og sællegur, og umkominn þess að veita sér gnægðir af veraldlegum munaði. Hann hefir tryggt sig og endur- tryggt fyrir ófyrirsjáanlegum óhöppum í framtíðinni og þarf engu að kvíða, og gerir það heldur ekki. En í 12 ár var hann svo rofinn úr tengslum við æskustöðvar sínar og nánustu skyldmenni, að hann átti ekki einu sinni mynd af foreldrum sínum. Nú hefir verið bætt úr því, og að ári ætlar Mr. Ólafsson að koma heim í nýjum bíl og með nýja skó og skoða hina nýju Reykjavík í hinu nýja ís- landi, þvl hversu margt hefir ekki breyzt hér heima síðan hann lagði upp í gæfuleitina? Foreldrar hans eru orðin roskin hjón, og það segist hann muni eiga verst með að sætta sig við. Yfir glasi af cocktail verður Mr. Ólafsson litið til baka' yfir genginn veg og minnist þá einn- ar nætur, er hann var atvinnu- laus og lét fyrir berast á bekk undir háum hlyni í Central Park. En það var ekki nema ein skotssjónum, hversu þýðingar- mikið það er fyrir íþróttir, að í dómnefnd gætu valizt óvilhallir menn og réttvísir. Ef svo mætti að orði kveða, hafa þessir menn líf og dauða íþróttarinnar í sinni hendi. Þeir geta bætt og aflagað. Þeir eru beinir herforingjar. Þátttakendurnir eru herliðið, sem mótast beint eftir stjórnar- fyrirkomulagi herforingjanna. Þeir verða að vera með augun á hverri hreyfingu meðan hver glíman stendur yfir. Og þeir verffa skilyrffislaust, hvernig sem á þátttakendum stendur, hvort þeir eru utanbæjarmenn eða innan, að láta eitt yfir alla ganga. Það er skylda allra sam- eiginlega, sem glímunni unna, að taka föstum tökum á því, ef óréttvísin skýtur upp hausnum í garð þátttakend- anna. Ég lít svo til, að á undan- gengnum kappglímum hafi dómnefnd fengið að sitja í stöðu sinni óáreitt með dóma sína og komizt því upp með að haga glímuúrslitum eftir sínum dutl- ungum. Þetta er að bera inn palladóminn. Blaðamennirnir hafa verið, allt til þessa, sagna- fáir eða lítið gagnxýnt glím- urnar, og fáir eða engir aðrir á þær minnst. í fyrra skrifaði ég í blaðið Vísi 31. maí „hugleið- ingar um íslenzku glímuna“. Deili þar á hlutdræga dóma. Ekkert blaðanna eða Helgi Hjör- var orðar störf dómnefndar eftir síðustu kappglímu fremur en hún hefði engin verið til við þetta sjaldgæfa og hátíðlega tækifæri. Þjóðviljinn er eina blaðið, sem gefuT í skyn, að dóm- arar hafi verið þarna nærstadd- ir, en að kasta að þeim hnútu fyrir ósæmilega frammistöðu í sínu trúnaðarstarfi, sem er I- þróttinni til niðurdreps, ef svo- leiðis er látið ganga afskipta- laust — það leiðir blaðið sinn hest hjá. Þó er mér sagt, að það sé íþróttamaður sem skrifað hefir. Hann segir: „Þótt ég hins vegar telji hann (það er Ingi- mund) heppinn, að dómararnir skyldu ekki hafa dæmt hann fallinn í glímunni við Andrés Bjarnason, þótt það í raun og veru hefði ekki getað ógnað úrslitum11. — Takið vel eftir því lesendur góðir, að grunntónninn í setningunni er með öðrum orð- um þessi: Vitanlega gerðu dóm- ararnir Andxési rangt til, en það er svo alvanalegt, að engum dettur í hug að kippa sér upp við slíkt — svo og einnig þegar þess er gætt, að fall Ingimundar sjálfs réði ekki úrslitum beltis- ins. — GreinaThöfundur er þó öðrum fremri, þar sem hann þó lætur skína í ranglætið, en brestur bara kjark til að ávita það. Á Íslandsglímunni 1. júní 1938 féll þáverandi glímukóngur úr (Framh. á 3. síOuJ nótt. Síðan hefir lánið leikið við hann. Og nú segir hann frá þessu brosandi og vitnar til þessarar nætur sem dýrrar perlu í æfintýrakórónu sinni. Sumir liggja alla æfina í Cent- ral Park! Hjá sama firma vinnur annar íslendingur, Idar Östlund, sonur Östlund, trúboða, er margir Reykvíkingar munu kannast við frá fyrri árum. Hann baðar líka í rósum. Öst- lund biður að heilsa — en hverjum? Há og tíguleg miðaldra kona er tíður gestur niður við íslenzku skipin. Á hún þar marga góða vini og hálfgildings skjólstæð- inga. Hún er nefnilega alltaf að hjálpa einhverjum skipsmanna til að kaupa eitthvað, sem þeir ætla „að fara með heim“, eða að sýna þeim borgina og fara með þeim á þá staði, sem ferða- menn fýsir sérstaklega að kynn- ast. Á þennan hátt hjálpar þessi kona mörgum landa til þess að fá mikið fyrir fáa dollara. Hún heitir Guðrún Pálsdóttir Camp og kann ég ekki annað frá henni að segja nema það, að hún á fósturmóður á Klapparstígnum og hefir dvalið mörg ár 1 New York. Hún klæðir sig eins og ensk lady og kvað hafa verið gift auðmanni. Langt út í Brooklyn býr ís- lenzk kona, Guðríður Jónsdótt- ir að nafni og bað hún að heilsa bróður sínum, Sveini, sem ég veit því miður ekki hver er. Hún er gift norskum umboðssala og trúir á guð. Kött á hún bláan, er Sígurður Benedikisson blaðamaður: „Ég bíð að heílsa -

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.