Tíminn - 05.07.1940, Blaðsíða 1

Tíminn - 05.07.1940, Blaðsíða 1
RITSTJÓRAR: GÍSLI GUÐMUNDSSON (ábm.) ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. ( } FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: < JÓNASJÓNSSON. ■ ÚTGEFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. 24. árg. Reykjavík, föstudagimi 5. júli 1940 RITSTJ ÓRNARSKRIFSTOFUR : EDDUHÚSI, Lindargötu 1 D. SÍMAR: 4373 og 2353. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 1 D. Sími 2323. PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. Símar 3948 og 3720. 68. blað Verðhækkun neyzlumjólkur Noldur Reykjavíkurblaðaima á engum rokum reist, þar sem bændur iá mun mínni uppbætur en aðrar stéttír Hín andlegu landamærí »Traustleiki hugans og hjartalagsins er sterkasta vörnin« Mjólkurverðlagsnefnd á- kvað fyrir nokkru að hækka útsöluverð neyzlumjólkur hér í bænum um sex aura á liter frá 1. þ. m. að telja. Var enginn ágreiningur um þessa ákvörðun í nefndinni. Hefir neyzlumjólkin því alls hækkað um 11 aura á líter síðan um áramót. Vegna þessarar síðustu hækk- unar fara flest blöð bæjarins á stúfana, og kyrja sama lagið undir forsöng kommúnistablaðs- ins, um að hér sé mjög óréttmæt hækkun á ferðinni og er helzt að skilja sem hún hefði engin átt að vera. Samhliða eru svo hinar vanalegu blekkingar: Allt fari í kostnað, hve mikið sem hækkacii er, og bændur fái ekki annað en tapið af því, sem mjólkursalan minnki við þessar ráðstafanir. Morgunblaðið og Vísir reikna út upp á hár hvað bændurnir muni fá af hækkuninni. Er það klippt og skorið y3 hlutinn, hvorki meira né minna. — Hitt fer allt í „botnlausa hýt“ kostn- aðarins við skipulagið. Þannig er skrifað af „sama góðvilja og skilningi“ um þessi mál bændanna af öllum dag- blöðum Reykjavíkur. Þannig er sónninn, þegar er að ræða um landbúnaðarafurðir, sem hækka í verði. Hinsvegar heyrist ekki á það minnst, þó að brauð hækki um 100%, ýmsar innlendar framleiðsluvörur um 100%, salt- fiskur um 60—100%, sjúkrasam- lagstillög um 6—12 kr. á ári á hvern mann o. s. frv. Það er ekki nema sjálfsagt að dómi sömu blaða. Eitt þessara blaða, Alþýðu- blaðið, segir að vísu að ekkert sé við það að athuga, að mjólkin Sigurþór í Kollabæ sjðtugur Hinn 7. júli þ. á. er Sigurþór Ólafsson oddviti í Kollabæ í Fljótshlið sjötugur. Er hann þó enn óbilaður að starfsþreki og á- huga, og lætur hvergi á sig ganga þar sem hann gengur að starfi. Sigurþór er fæddur 1 Múlakoti í Fljótshlíð og ólst þar upp. Hann hefir nú verið oddviti sveitar sinnar í nærfelld 20 ár og gegnt því starfi með frábærri hagsýni og samvizkusemi. — Má líka ó- hætt fullyrða, að fágætt sé, að menn sýni aðra eins ósérhlífni og sívakandi áhuga í hverju því, sem þeim er trúað fyrir, eins og Sigurþór hefir jafnan gert, — enda hafa trúnaðarstörf hlað- (Frarrih. á 3. siSu.) hækki, það sé aðeins athugavert, að hún hafi hækkað meira en kaupgjald hefir hækkað og séu það líka bein svik við það, sem til var ætlazt. Með öðrum orðum er viðurkennt, að bændur eigi að fá svipaða hækkun fyrir vörur sínar, eða í tekjur, eins og þess- ar launastéttir, og má það telj- ast sanngjarnt. En þá er að at- huga hvort það er fengið hjá bændum þeim, sem framleiða mjólk og lifa af því. Samkv. upplýsingum nefndra blaða hefir kaup og laun hækk- að um 22yz% síðan um áramót, en mjólk um 27y2%, eða 5% meira. Segjum að þetta sé rétt. En nú selja mjólkurframleiðendur hér á verðjöfnunarsvæði Reykjavík- ur og Hafnarfjarðar ekki nema y3 hluta framleiðslu sinnar sem neyzlumjólk. Hitt er selt sem ostar, skyr, smjör og rjómi. Skyr hefir ekkert hækkað og ostar sama og ekkert, en þessar tvær vörur eru unnar úr meginhluta neyzlumjólkurinnar. Væri því sjáanlegt, að þó að öll hækkunin kæmi í vasa bændanna, þá væri þeir ekki búnir að fá helmings- hækkun á við launa- og verka- menn. En nú er sannleikurinn einnig sá, að bændur fá ekki alla þessa hækkun, sem stafar af því að þeir eru framleiðendur, og allur tilkostnaður við fram- leiðslu þeirra hefir hækkað að mun, eins og hjá öðrum fram- leiðendum. Um áramót í vetur hafði til- kostnaður við flutninga á mjólk,. meðhöndlun hennar í mjólkur- búum og sölu á markaði aukist um 2,16 aura á hvern liter, sam- kvæmt áliti og rannsókn tveggja löggiltra endurskoðenda. Hver maður veit, að síðan hafa allar vörur til þessa rekstrar, kol, bensín og hreinlætisvörur hækk- að stórkostlega og laun alls starfsfólks samkv. lögum er nú Lítil sild hefir borizt til Siglu- fjaröar undanfarna daga og stafar þaö af óhagstæðu veðri. Tvo undanfama daga hefir mikil sild vaðið við Digra- nes,milli Bakkafjarðar ogVopnafjarðar, og við Langanes. Hefir margt skipa verið á þessum slóðum og komu nokk- ur með fullfermi til Raufarhafnar, Seyðisfjarðar og Norðfjarðar í gær, en önnur voru á leiðinni. Nýju verk- smiðjurnar á Raufarhöfn munu byrja vinnslu um helgina. / / t Ríkisstjórnin mun í dag gefa út bráðabirgðalög, sem gerir þá breytingu á núgildandi lögum, að norsku skipin, sem flóttamennirnir komu á, mega stunda síldveiðar með norskum á- höfnum. íslenzkir menn verða þó að taka þau á leigu og mun ekki stranda á því. Þetta er gert til hjálpar flótta- mönnunum. r t t Þing Stórstúku íslands hefir staðið yfir hér í bænum undanfarið og er því nú lokið. Sóttu það 102 fulltrúar. Þann 1. febrúar 1940 voru starfandi á öllu landinu 67 undirstúkur með 5438 félögum og 49 bamastúkur með 4475 félögum. Alls voru því í stúkunum 9913 félagar eða 586 fleiri en árlð áður. Á þinginu voru rædd ýms mál. Samþykkt var að skora á ríkisstjómina „að loka ölliun áfengisútsölum á landinu a. m. k. meðan á styrjöldinni stendur". Þá var samþykkt að kjósa sérstaka nefnd tll „að gera hagfræðilegar athuganir á þvi, hverjar séu orðnar afleiðingar af hækkað um 22y2%. Má því fylli- lega gera ráð fyrir, að öll kostn- aðarhækkunin sé varlega áætluð allt að 4 aurar á mjólkurlítra. Eftir eru þá 7 aurar af mjólk- urhækkuninni eða 17y2%, sem ætti að geta farið til bændanna og fer það líka. — En þar með hafa þeir ekki fengið 17y2% hækkun á framleiðslu sína eins og fyr segir. Þessi hækkun nær ekki til hennar allrar, varla meira en til helmings hennar. — Hinn heldur sama verði og um áramót, og verður því hækkun þessi að skiptast niður á þann hlutann líka. — Meðalhækkun- in á mjólkurframleiðslu bænda yrði þá ekki 27y2%, ekki einu sinni 17y2%, heldur sennilega nær helmingi þeirrar upphæðar. Nú er þó þess að geta, að þessi hækkunn bændanna er engan veginn sambærileg við 22y2% hækkunina, sem launamenn og verkamenn fá, því að allur til- kostnaður bænda á búum þeirra hefir stórlækkað síðan um ára- mót, verkfæri, áburður, kaup, aðkeypt matvæli handa verka- fólki og fleira og sjáanlegt er að fóðurbætir stórhækkar í haust. Þetta ættu þau blöð, að at- huga, sem vilja vekja úlfúð og leiðindi um hina lítilfjörlegu hækkun á þessari framleiðslu- vöru bænda. Og sjálfsagt skilja það allir, sem vilja skllja eða skoða hlutina rétt. — Hitt er ekki nema eðlilegt, að þegar vllji virðist fyrir hendi til að bæta jafnvel ósannindum við, eins og þegar Alþýðublaðið segir að mjólkin hafi verið hækkuð þegar 1 haust, eða Morgunblaðið og Vísir, að öll þessi hækkun eða svo til, fari í einhverja rándýra hýt, þá er ekki nema eðlilegt, að eitthvað horfi öfugt við, er blöð- in skýra frá þessum ráðstöfun- um. En það er hollt fynr bændur að fylgjast vel með þessum skrifum og kynnast þannig því, sem koma myndi, ef aðstand- endur þessara blaða fengju ein- ir að ráða um þessi mál. Þetta ætti að vera ný hvatning til bænda, að standa vel saman um mál sín og þau samtök, sem berjast fyrir hagsmunum þeirra. afnámi aðflutningsbannsins". Stór- templari var kosinn Friðrik Á. Brekk- an, stórkanslari Pétur Zophoníasson, stórritari Jóh. Ögm. Oddsson og stór- gjaldkeri Flosi Sigurðsson. Ákveðið var að halda nœsta stórstúkuþing á Akra- nesi. r t r Aðalfundm- Landssambands bland- aðra kóra og kvennakóra á íslandi var var haldinn hér í bænum dagana 28. og 29. f. m. Samband þetta var stofnað í desember 1938. Var þvi veittur 2000 kr. styrkur á fjárlögum næsta árs og mun það hefja starfsemi með haust- inu. Sambandið mun reyna að útvega kórunum söngkennara og er markmið þess að hafa fastan söngkennara i þjónustu sinni í framtíðinni. Á fund- inum komu fram ákveðnar óskir um samstarf milli landssambandsins og kirkjunnar um aukið sönglíf í landinu. Þá var rætt um útgáfu á sönglagasafni fyrir blandaða kóra. í stjóm sam- bandsins voru kosnir: Jón Alexanders. son forstjóri (form.), Jakob Tryggva- son söngstjóri (ritari), Bent Bjamason bókari (féhirðir). t t t Um þessar mundir er að hefjast mó- vinnsla í stórum stíl á Akureyri. Vinna tvær vélar að mótekjunni. Önnur þeirra er eign Kaupfélags Eyfirðinga og er hún talsvert stór. Hin, sem er minni, er eign Akureyrarbæjar. Hún er smíðuð í Landssmiðjunni eftir til- sögn Sigurlinna Péturssonar. Báðar vélarnar vinna fyrir rafmagni. Unnið Snemma í maímánuði birtist ritstjórnargrein í sænska blað- inu „Göteborgs Sjöfarts- og Handelstidning“, þar sem rætt var um aðstöðu Svía í styrjöld- inni. Aðalefni greinarinnar var á þessa leið: — Það eru engar ýkjur, þótt maður segi, að framtíð þjóðar- innar velti nú meira á hinum andlega styrkleika hennar en hernaðarlegum mótstöðukrafti. Það er meiri hætta, sem nú bein- ist gegn hinum andlegu landa- mærum en hinum landfræðilegu landamærum ríkis vors. Þessi hætta beinist gegn sjálfstæði voru í utanríkismálum og við- skiptalegum efnum, gegn hinum borgaralegu réttindum vorum, gegn sjálfu lýðræðisskipulaginu. Þessi hætta felst í þeirri ein- angrun í ancjlegum og fjárhags- legum efnum, sem þjóðin hefir nú komizt í, og í vaxandi á- róðri þeirra afla, sem vilja um- b'reyta hugsunarhætti vorum og stjórnskipulagi. Vér gerum mik- ið til að auka hinn hernaðar- lega styrkleika vorn, en við lát- um ógert að reyna nokkuð til að styrkja hinar andlegu land- varnir. Vér þurfum að skapa sterkan þjóðarvilja, árvakran og ósveigj anlegan í frelsismálum þjóðarinnar, reiðubúinn til að færa hinar þyngstu fórnir og þola hina miklu áreynslu, sem leiðir af markvissu og skipu- lögðu taugastríði. Vér þurfum að hafa góða verði við landa- mæri ríkisins, en ekki síður trausta varðmenn við hin and- legu landamæri. Þar þarf ekki minni árvekni, en áreiðanlega miklu meira úthald og þolin- mæði. Þegar allt kemur til alls, verður það traustleiki hugans og hj artalagsins, sem reynast mun sterkasta vörnin. — Það þarfnast engra skýringa, að í þessum ummælum frjáls- lyndasta og djarfmæltasta blaðs Svía, er fyrst og fremst átt við hinn mikla áróður nazista, inn- lendra og útlendra, og einangr- un Svía frá lýðræðisþjóðunum. er í mýrlendi, skammt frá Glerárþorpi, og er mórinn þar talinn sæmilegur. t t t Sláttur er yfirleitt ekki byrjaður norðanlands. Ferðamaður, sem kom frá Akureyri í gær, skýrði Tímanum svo frá, að aðeins væri byrjaður slátt- ur á nokkrum jörðum í Langadal í Húnavatnssýslu og framsveitum Eyja- fjarðar. Grasspretta er víðasthvar sögð góð nyrðra. Á Fljótsdalshéraði og Austfjörðum mun sláttur víða hafa byrjað rnn helgina. t t t Síðastliðið sumar var afar óhagstætt i Mýrdal og yfirleitt í Vestur-Skafta- fellssýslu. Allan ágústmánuð og langt fram í september var að heita mátti rigning á hverjum degi. Hraktist því úthey afar mikið, og varð sumstaðar ónýtt með öllu. Var því útlit með fén- aðarhöld allt ískyggilegt, en í báðum hreppum Mýrdalsins hafa verið stofn- uð fóðurbirgðafélög og kom það nú í góðar þarfir. Þau gengust fyrir gæti- legum ásetningi og öfluðu allmikils af fóðurbæti handa félagsmönnum og kom það í góðar þarfir. Margir byrj- uðu að gefa sildarmjöl með hröktu heyjunum, þegar fé var tekið og gáfu það með í allan vetur. Varð árangur- inn af þvi svo góður, að íénaðarhöld urðu í bezta lagi, lambahöld víðast ágæt þrátt fyrir það að ær voru með bezta móti tvílembdar og veðrátta um sauðburðinn mjög óhagstæð. Þó var fóðurbætiseyðsla hvergi tilfinnanlega mikil. Það, sem mun. reynast smáþjóð- unum hættulegast á þessum tímum, er ekki hin vopnaða kúgun og efnalegu yfirráð, held- ur hin andlega þvingun og sí- feldi áróður til að brjóta niður þær hugsjónir, sem hafa verið hornsteinar vestrænnar menn- ingar. Það er réttur einstaklings til þess að vera frjáls vera, rétt- ur smáþjóðarinnar til að ráða sjálf eigin málum, réttur hins veikburða og vanmáttuga til að vera annað og meira en þræll og fótaþurrka þess, sem meira má sín. í stað þessa er reynt að innræta mönnum trúna á rétt hins sterka, rétt ofbeldisins og drápstækjanna. Hinir miklu sigrar Þjóðverja hafa gefið þessum áróðri aukinn mátt. Þeir hafa sýnt yfirburði hins sterka á vígvellinum. Menn eru jafnan tilleiðanlegir til að hallast til fylgis við þann, sem betur má sín í það og það skipt- ið. Dálætið á sigurvegaranum annarsvegar og óttinn við hann hins vegar hjálpar til að auka veg hans og áhrif. En þegar deilt er um lífs- sjónarmið, mega menn hvorki láta aðdáun eða ótta villa sér sýn. Reynslan sannar, að engin hugsjón fellur fyrir vopnavaldi einu saman. Það eina, sem getur orðið henni að varanlegu falli, er andleg uppgj öf f ylgismanna hennar. Ef þeir fylgja henni nógu trúlega, þótt baráttan sé háð í hljóði, rís hún fyr en varir til lífsins að nýju. Engin þjóð þarf að óttast, að hún sé end- anlega sigruð, þótt hún lúti er- lendum yfirdrottnurum um stund, ef hún viðheldur sjálf trúnni og ástinni á frelsi sitt. Mörgum þeirra, sem unna frelsi og lýðræði, mun virðast nú dapurlegt umhorfs í heim- inum. Hver smáþjóðin hefir misst frelsi sitt á fætur annari og hlekkir einræðisins eru lagð- ir á þá þjóð, sem fyrst hóf merki frelsisins til vegs og virðingar. En kjarkurinn má aldrei síður bila en þegar erfiðlega blæs og góð málefni krefjast aldrei meiri stefnufestu og manndóms af liðsmönnum sínum en ein- mitt þá. Og í slíkri raun er gott að rifja upp þau ummæli hins sænska blaðs, að það er traust- leiki hugans og hjartalagsins, sem mest veltur á og takist ekki að brjóta hin andlegu landa- mæri, vinnur vopnavaldið aldrei haldgóðan sigur. Aðrar frétíir. Enska stjórnin ákvað fyrir nokkru að beita öllum ráðum til að ná franska flotanum á vald sitt, en meginhluti hans lá í brezkum höfnum og nýlendu- höfnum Frakka. Frönsku for- ingjarnir féllust allsstaðar á skilyrði Breta, nema í Oran í Norður-Afríku. Þar kom til sjó- orustu og eyðilögðu Bretar þar eitt orustuskip, tvö orustubeiti- skip, tvo tundurspilla og mörg smærri skip. Eitt orustuskip slapp undan. Nokkur frönsk skip eru enn á höfum úti og hefir franska stjórnin fyrirskipað þeim, að reyna að komast hjá því að falla í hendur Breta. Brezka stjórnin tilkynnti í gær- kvöldi, að tekizt hefði að ná í meginhlutann af franska flot- anum. Churchill lýsti yfiT 1 þingræðu í gær, að stjórnin hefði tekið nauðug þessa á- kvörðun, en það hefði getað leitt til ósigurs í styrjöldinni að láta Þjóðverja fá franska flot- ann. Franska stjórnarnefndin, sem De Gaulle hefir myndað i Lon- don, hefir verið viðurkennd af stjórn Bretlands sem stjórn allra frjálsra Frakka. (Framh. á 4. siðu) A víðavangi VERZLUNARJÖFNUÐURINN. Á yfirstandanadi ári hafa ekki verið birtar neinar skýrslur um viðskiptin við útlönd eins og gert var mánaðarlega áður fyr. Er í þessum efnum fylgt sömu reglu og annars staðar, þar sem ekki þykir æskilegt að hafa þessi mál í hávegum. Blaðið „Vísir“ hefir verið undanfarið að ræða um þessi mál og talið sig hafa vitneskju um, að viðskiptajöfn- uðurinn við útlönd muni hafa orðið hagstæður fyrstu fimm mánuði ársins, en hinsvegar hafi hann verið óhagstæður sömu mánuði ársins undanfarin ár. Hefir blaðið viljað nota þetta til styrktar þeim málflutningi, að ekki sé lengur þörf fyrir inn- flutningshöft. BREYTTAR AÐSTÆÐUR. Tíminn getur ekki skorið úr því, hvað rétt muni í þessum efnum. Hinsvegar má telja það líklegt, að verzlunarjöfnuðurinn hafi orðið hagstæður fyrstu fimm mánuði ársins. En það stafar af breyttum aðstæðum, sem ekki gefa neinar vonir um bætta viðskiptalega afkomu þjóðarinnar. Undanfarin ár hef- ir t. d. meginhluti fiskaflans ver-, ið saltaður og fluttur úr landi síðari hluta ársins. Nú hefir fisk- urinn nær eingöngu verið ísaður og fluttur strax úr landi. Fisk- útflutningurinn kemur því aðal- lega á fyrstu mánuði ársins nú, en kom aðallega á síðari mánuði ársins áður. í maílok voru t. d. saltfiskbirgðirnar í landinu um 9 þús. smál., en meðaltal fimm undanfarinna ára á þessum tíma var 24 þús. smál. Þá hefir innflutningur fyrstu fimm mán- uði ársins orðið miklu minni en til stóð og stafar það af þvi, að vörupantanir, sem búið var að gera í löndum, sem dregist hafi inn í styrjöldina á þessu ári, fengust ekki afgreiddar, en ekki vannst tími til að fá þessar vör- ur annarsstaðar frá fyrir maílok. Af þessum ástæðum er nú óeðli- legur skortur á ýmsum vörum, sem bætt verður úr á næstunni, og verður því innflutningurinn miklu meiri síðari mánuði ársins en verið hefir undanfarið. Margt fleira mætti nefna, sem sýnir, að ekki er hægt að byggja neitt á því, þótt viðskiptajöfnuðurinn kunni að hafa verið hagstæður fyrstu fimm mánuði ársins. Auk þéssa er svo allt í óvissu með sölu síldarinnar og margra ann- ara þýðingarmikilla útflutnings- vara. ÖXNADALSHEIÐARVEGUR. Morgunblaðið hefir undanfar- ið verið að þakka Sigurði Eggerz fyrir það, að hafizt verður handa um lagningu Öxnadalsheiðar- vegar. Þetta lof er álíka ómak- legt og ef Sigurði væri þakkaður sigur Þjóðverja í Frakklandi! Sannleikur málsins er sá, að undanfarin ár hefir Krossanes- verksmiðjan verið helzti vinnu- veitandi Glerárþorpsins hjá Ak- ureyri. Þegar ljóst var að verk- smiðjan myndi ekki starfrækt af sömu aðilum og áður sneri odd- viti sveitarinnar sér til ríkis- stjórnarinnar og bað hana að koma því til leiðar að verksmiðj - an yrði starfrækt eða íbúum Glerárþorps veitt önnur at- vinnubót í staðinn. Vegna hinna óhagstæðu síldveiðihorfa þótti ríkisstjórninni ekki hyggilegt að starfrækja verksmiðjuna, en sá að skapa þurfti atvinnu fyrir Glerárþorpið vegna þessa á- stands. Ákvað hún því, að hafizt skyldi handa um lagningu Öxna- dalsheiðarvegar. — Ráðherrar Framsóknarflokksins lögðu til að þessi framkvæmd yrði strax greidd fyrir ríkisfé, en hinir ráðherrarnir munu frekar hafa kosið að taka féð að láni, aðal- lega hjá sjóði, sem ríkið ræður (Framh. d 4. siSu,I A KROSSaÖTUM Síldveiðin. — Norsku flóttamennirnir. — Stórstúkuþingið. — Blandaðir kór- ar og kvennakórar. — Móvinnsla á Akureyri. — Sláttur. — Fóðurbirgða- félög í Mýrdal.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.