Tíminn - 05.07.1940, Blaðsíða 3

Tíminn - 05.07.1940, Blaðsíða 3
68. blað TtiHrVTV. föstmlagiim 5. jnlí 1940 271 A N IV Á L L Gnllbriiðkaup. Laugardaginn 14. júní s. 1. áttu þau gullbrúðkaup hjónin Guð- finna Jónsdóttir og Stefán Jóns- son á Öndólfsstöðum í Reykja- dal. Þann dag heimsótti þau margt vina þeirra og vanda- manna. Var veður hið bezta og dagurinn hinn ánægjulegasti. Skemmtu menn sér við ræðu- höld, söng og dans fram á nótt. Þá voru og veitingar hinar rausnarlegustu. Þau Guðfinna og Stefán eiga 40 afkomendur á lífi: börn, barna-börn og barna-bama- börn. Voru þeir allir á Öndólfs- stööum þenna dag, og má óhætt fullyrða, að það var hinn mann- vænlegasti hópur. Söngfólk og gleðifólk er þar margt einkenn- andi fyrir þann hóp, enda þarf engum að koma það á óvart um afkomendur þeirra hjóna, þeim, sem einhver kynni hafa af þeim haft. Stefán á Öndólfsstöðum er nafnkunnur gleðimaður og söngmaður, og vék hann sér enn þennan dag í hóp söngfólksins, þó áttræöur sé og tók undir með tenórnum. Stefán er einn þeirra manna, sem leiftur leika frá, svo fun- heitur er hann af fjöri og á- huga. Hann er ótrauður fylgis- maður samvinnustefnunnar og Framsóknarflokksins, og til sóma íslenzkri bændastétt. Og konan hans, Guðfinna, með á- stúð sína og hlýju, er fulltrúi þeinra kvenna, sem lagt hafa undirstöðu íslenzks sveitalífs og bændamenningar í þessu landi í þúsund ár af mestri prýði og heiðri. Börn þeirra hjóna, sem nú búa á Öndólfsstöðum, hafa lokið því verki sem hin ötulu hjón hófu, að gera eina hina bezt hýstu og búsældarlegustu jörð úr lélegu koti. Starfsemi, hag- sýni og atorka einkenna heim- ilið, og í því birtist fjör og þrótt- ur foreldranna endurfætt í börnunum. Og þó er þar alltaf nægur tími til söngs og gleð- skapar. Slík eiga íslenzk sveita- heimili að vera: björt, hlý og vistleg, byggð starfsömu, syngj- andi og glöðu fólki. Þannig heimili er ríkuleg laun hinum öldruðu hjónum á Öndólfsstöð- um, verðskulduð og viðeigandi. P. H. J. Afmælf. Jón G. Jónsson bóndi í Tungu í Fljótum átti nýlega sextugs- afmæli og var þess minnst með samsæti heima hjá honum 27. f. m. Var þar margt manna samankomið og fór samsætið Sigurpór í Kollabæ sjötugur (Framh. af 1. síðu) izt á hann, hvar sem hann hefir verið í félagsskap, og sýnir það hið óskipta traust, sem hann nýtur. Er það reynsla manna, að hverju máli sé vel borgið í hönd- um hans og forsjá, og að ekkert verði látið ógert til að sjá því farborða, eftir því sem föng eru á, er hann hefir tekið það að sér. — Þeir, sem þekkja hann bezt, vita, að hann á drengskap og festu sveitunga síns, sem sagði: „Hvortki skal ég á þessu níðast, og á engu öðru, því er mér er til trúað.“ Og þessir eiginleikar hafa hlaðið á hann hverju trúnaðarstarfinu á fæt- ur öðru. Auk þess að vera odd- viti sveitar sinnar, er hann for- maður í stjórn Vatnafélags Rangæinga og hefir verið, það síðan félagið var stofnað árið 1928. Er þar unnið eitt hið merk- asta átak, sem nokkru sinni hefir verið hafizt handa um í Rangárþingi, að brúa og beizla vötnin, sem brjóta land og eyða um allt miðbik héraðsins. Og þó að verkið sé hálfnað og vel það, vötnin brúuð og fyrirhleðslurn- ar í góðum gangi, má segja, að annað hafi verið meira í þessu afrekað! — Það, sem allar fram- kvæmdir þessar byggjast á, — en það er að brúa áhuga héraðs- búa sjálfra milli mismunandi skoðana og hagsmuna, sem framkvæmdir þessar strönduðu jafnan á áður. — Að þessu hefir Vatnafélagið unnið með mikilli þrautseigju og áhuga, undir stjórn Sigurþórs, — og hefðu sjálfsagt margir aðrir gefizt upp í hans sporum þar, ekki betur en það hefir verið þakkað og metið, af þeim, sem sundurlynd- inu vilja viðhalda í þessum mál- um. Þá er Sigurþór formaður fast- eignamatsnefndar sýslunnar, — formaður í stjórn Kaupfélags Hallgeirseyjar, auk margra ann- ara trúnaðarstarfa heima fyrir. Hann hefir frá fyrstu tíð ver- ið áhugamaður mikill um vöxt og viðgang Framsóknarflokks- ins, enda er hann skýr maður og ber vel skyn á hag og að- stöðu landbúnaðarins og hugs- ar um það flestum meira. Hann hefir verið fulltrúi héraðsins í miðstjórn flokksins um langt skeið, og lætur sig miklu skifta starf hans og stefnu. Samherjar hans heima fyrir og víðar um land þakka honum gott starf, sem unnið er, og óska þess að mega njóta krafta hans og áhuga sem lengst. Og þeir senda honum hugheilar ham- ingjuóskir vegna afmælisins. Kjötverkun næsta haust Aðalfnndiir Sambauds íslenzkra samvinnn- félaga, liaklinn að Laugarvatui 24. júní 1940, gei*ði svofcllda ályktuu: „Þar sem að óbreyttu núverandi viðskiptaástandi er augljóst, að ekki fæst neinn markaður erlendis fyrir saltkjöt héðan frá landi á komandi hausti, en hins vegar útlit fyrir, að nægilegur markaður fáist fyrir freðkjöt, telur aðalfundur S. f. S. brýna nauðsyn á því, að gerðar séu nú þegar ráðstafanir til þess að ekki verði saltað meira kjöt heldur en innanlandsmarkaðurinn tekur á móti. Þess vegna ályktar fundurinn: a) Að skora á kjötverðlagsnefnd, að haga slátrunarleyfum á komandi hausti þannig, að þeim, sem ráð hafa á eða geta á við- unandi hátt náð til frystihúsa, sé bannað að salta eða velja kjöt til söltunar, og gera þeim jafnframt skylt, að frysta svo mikið fyrir útlendan markað, að öruggt sé, að innanlandsmarkaðurinn verði ekki ofhlaðinn, og að þau ein byggðarlög, sem ekki ná til frystihúsa, fái leyfi til kjötsölunnar fyrir innlendan markað. b) Að leitast við að tryggja skipakost þann, sem fáanlegur og hæfur er til flutninga á frosnu eða nýju kjöti milli hafna innan- lands og til útlanda. c) Að skora á fiskimálanefnd, að gera sitt ítrasta til þess að hraðað verði svo útflutningi á frosnum fiski, að hann verði ekki til fyrirstöðu í frystihúsunum, þegar slátrun hefst í haust, og ekki sé hætta á því, að skipin teppist frá kjötflutningum á þeim tíma. d) Að láta athuga nú þegar möguleika fyrir leigu eða afnotum þeirra frystihúsa, sem ekki eru eign samvinnufélaganna, en nota mætti til kjötfrystingar og geymslu kjöts. Felur fundurinn stjórn S. í. S. og framkvæmdastjóra útflutn- ingsdeildar að annast þessar framkvæmdir og gera hverjar þær ráðstafanir aðrar, sem teljast nauðsynlegar til þess að því marki verði náð, að ekki sé saltað meira kjöt en telja má öruggt að seljist á innlendum markaði.“ Smasöluverð á neftobaki má ekki vera hærra en hér segir Anchor Stockholm Snus í R.vík og Hafnaríirði kr. 1,50 dósin Annars staðar á landinu 1,55 — Athygli skal vakin á því, að háar sektir geta legið við að brjóta ákvæði tóbakseinkasölulaganna um útsöluverð í smásölu. Tóbakseínkasala ríkísins. mjög vel fram. Jón hefir jafnan verið gildur bóndi og hefir verið hreppstjóri um alllangt skeið. Náttúruirædmgurinn 1. og 2. hefti tíunda árgangs er nú komið út. Þessi hefti eru fjöl- breytt að efni. Verð árgangsins eins og áður kr. 6.00. — Þeir sem vilja gerast kaupendur að ritinu, geta fengið það sem áður er komið út með 33% afslætti. Aðeins. fá eintök til frá byrjun. — Menn eru beðnir að snúa sér til Bókaverzlunar ísafoldarprent- smiðju h.f. Sími 4527. Bókaútgáfa Guðjóns Ó. Guðjónssonar. VIRCINIA CICARETTUR 3 0 S T K . FASEINN KOSTAK K R . 1.90 ÚTBREIÐIÐ TÍMANN Verður síðar vikið ítarlega að þeirri hlið málsins. XIV. Nú liðu nokkur ár, þar til komið var fram á útmánuði 1940. Styrjöldin var í algleym- ingi. Allt efni frá útlöndum torfengið og stórhækkað í verði. Byggingarnefnd og húsameist- ari ákváðu að reyna að fullgera húsið fyrir afmælisdag Jóns Sigurðssonar 17. júní. Alexander Jóhannesson var mjög eljusam- ur við fjárútveganir og varð að taka allmikið fé að láni til að ljúka byggingunni, upp á vænt- anlegar happdrættistekjur. En mest reyndi þó á húsameistara. Hann hafði þá oft um 70 menn í vinnu við bygginguna við hin fjölbreyttustu störf. Hann varð að gera allar frum- teikningar, ekki aðeins af hús- inu úti og inni, heldur hinni margháttuðu skreytingu og af fjölbreyttum húsmunum. Gott dæmi um starfshætti húsa- meistara er það, að fáum dögum áður en vígsla skyldi fara fram, kom í ljós, að ekki var unnt að fá sæmilega kertastjaka á alt- ari kapellunnar í neinni búð í bænum. Húsameistari teiknaði þá í skyndi forkunnar fagran stjaka, í samræmi við stíl kirkj unnar. Síðan bað hann valinn koparsmið að gera tvo stjaka af þeirri gerð, og lauk sá maður verkinu á tveim sólarhringum. Mestallan veturinn var húsa- meistari á skrifstofu sinni fram að hádegi, en eftir það venjulega fram undir kvöldverðartima í háskólanum til að stýra hinum fjölmenna hóp iðnaðarmanna og verkamanna. Nýjungar þær, sem húsameistari gerði í byggingar- iðnaði íslendinga við þessa einu byggingu, eru svo margar, að þeirra verður ekki getið hér nema að örlitlu leyti. Varð hann þess vegna að stýra óteljandi til- raunum og fylgjast með þeim stig af stigi, og að síðustu að leiðbeina starfsliði sínu við framkvæmdina. XV. Kring um háskólann eiga að verða grænir vellir, með mörg- um byggingum, sem allir til- heyra stofnuninni. Framan við húsið hefir verið grafið fyrir skeifumyndaðri dæld með múr- hlið framan við alla bygging- una. Sá múrveggur verður um tvær mannhæðir þar sem hann er hæstur, og klæddur með hrafntinnu. Ofan við skeifuna kemur hið rúmgóða hlað háskól- ans. Þá kemur meginbyggingin, í einföldum og yfirlætislaus- um stíl, klædd gulhvítu kvarsi. Kring um alla glugga og á súl- um forhallargluggans er enn þá hvítari umgjörð úr fágaðri silfurbergssteypu. Stigaþrepin framan við aðaldyr eru úr svörtu basalti. Kringum aðal dyr er breiður dyraumbúningur úr Ijósgrænni líparitsteypu. Innan við aðaldyr kemur lítið fordyri, með hrufóttri, hraun- kenndri steining, sem minnir á íslenzkan helluvegg. Gólfþurrka í þessari forhöll, er eins og tröllabursti, smíðaður í Land- smiðju íslands. Eru þrjátíu þús- und göt í málmplötunni undir þessari miklu þurrku. Hún er hreinsuð á þann veg, að vatni er hellt yfir gólfþurrkuna, en það tekur óhreinindin með sér niður í rennu, sem er undir málm- þynnunni. Þarf ótrúlega litla" vinnu til að halda inngangin- um hreinum. Þegar komið er úr þessari ytri forstofu blasir við hin mikla forhöll og stigar upp á efri hæðir. Gólfið í forhöll- inni er úr dökkum hellum. Þær eru gerðar úr voldugum grá- steinsbjörgum suður í Öskju- hlíð, sagaðar í hæfilega þykkar sneiðar í haglega gerðum vélum, sniðnar til eins og væru þær mjúkt tré og loks fægðar og borinn í þær límkenndur vökvi, sem gerir þær seigar og stam- ar. Stipaþrep háskólans eru úr sama efni. Veggir forhallarinn- ar eru klæddir, frá gólfi upp að lofti, með hellum úr skelja- sandi. Er líkt til að sjá eins og væru þessir veggir hlaðnir úr gulleitum marmarabjörgum. Handrið aðalstigans eru létt og björt úr ryðfríu stáli. Efst í hvelfingu forhallarinnar er loft- ið alþakið silfurbergskrystöllum. Guðmundur bóndi í Hoffelli í Hornafirði bjó þá til fyrir húsa- meistara, svo að þar fellur steinn við stein. Neðan við þennan silfurbergshimin eru faldir speglar, sem endurkasta sterk- um rafljósum, þegar dimmt er, upp í hvelfinguna, en hún logar þá eins og væri hún alsett skín- andi demöntum. Silfurberg er sjaldgæf bergtegund og hefir (Framh. á 4. síðu) Af hverju halda menn að aðaUega mjög vand- látt fólk á lestrarefni kaupi Dvöi? Af því að hún er þekkt fyrir að flytja aðeins gott efrd, sem greint og menntað fólk heflr ánægju af að lesa. Menn grcinir á um gildi og tilverurétt einstakra greina hins innlenda iðnaðar. Um eitt hljóta þó allir að vera á einu máli: að sú iðjustarfsemi, sem notar innlend hráefni til framleiðslu sinnar, sé ÞJÓÐÞRIFA FYRIRTÆKI. Verksmiðjur vorar á Akureyri Gefjirn og ISSimn, eru einna stærsta skrefið, sem stigið hefir verið i þá átt. að gera framleiðsluvörur landsmanna nothæfar fyrir almenning. Gefjun vinnur úr ull fjölmargar tegundir af bandi og dúkum til fata á karla, konur og börn og strafrækir sauma- stofu á Akureyri og í Reykjavík. I ð u n n er skinnaverksmiðja. Hún framleiðir úr húðum, skinn- um og gærum margskonar leðurvörur, s. s. leður til skógerðar, fataskinn, hanskaskinn, töskuskinn, loð- sútaðar gærur o. m. fl. Starfrækir fjölbreytta skógerð og hanskagerð. í Reykjavík haia verksmiðjurn- ar verzlun og saumaslofu við Aðalstræti. Samband ísl samvhmufélaga, 344 Margaret Pedler: Laun þess liðna 341 hana óþægilega á, að fyrir hana væri enginn blómatími til, alla æfi hennar myndu árin mjakast áfram, tóm, þýð- ingarlaus og hrjóstrug. Stundum braut biturðin af sér alla fjötra og Elizabet minnti sjálfa sig á, að því versta væri þó lokið, lífið hefði sært hana svo djúpu sári, að meira yrði ekki að gert.' Hún þyrfti ekki framar að óttast meiri kvalabyrði. En svo kom eitt áfallið enn, algjörlega án aðvörunar, og hún komst að raun um að grimmd örlaganna verða engin takmörk sett, og heldur ekki þoli mannanna við að bera þær byrðar, sem þau leggja þeim á herðar. Eitt kvöld voru Wentworth-systkin- n og Sutherland læknir boðin til Abby, :il þess að fagna Richard nokkrum Trevers, listamanni, sem Candy hafði tynnst á Ítalíu. Travers hafði dvalið í Englandi nokkra mánuði og unnið að mynd, sem hann ætlaði að setja á mikla listasýningu, sem halda skyldi innan skamms. Þegar hann kom til Waincliff, var hann fjölfróður, um allt það, sem mest var talað um í London þá dagana. Eftir matinn hneigðist talið að lista- mönnum og fyrirmyndum þeirra, og þá varð Travers óafvitandi valdur að því, að þrumu laust niður meðal áheyrenda hans. „Maður getur aldrei sagt fyrir um það skylda sín að firra hann því. Henni fannst af og til að hún væri að greiða skuldir móður sinnar og bæta fyriT brot hennar. Hún greip ávallt dauðahaldi um þessa hugsun, þegar hún ætlaði að örmagn- ast undir þeirri byrði, sem hún hafði tekið sér á herðar. Og það var æði oft, eftir að hún kom heim til Abbey aftur, en þangað flutti hún nokkrum dögum eftir að hún talaði við Blair í síðasta sinn. Candy hafði tekið sér fjarveru hennar nærri og nú var ekki framar nein sérstök ástæða til þess fyrir hana að dvelja að heiman. Þau höfðu kvaðst fyrir fullt og allt, hún og maðurinn, sem hún unni, og hún gerði sér Ijósa grein fyrir hvað sú kveðja þýddi. Henni hafði í fyrstu sárnað það við föður sinn, að hann hafði tekið þá af- stöðu, sem hann tók. En henni hvarf öll gremja til hans, er hún kynntist öllum aðstæðum betur. Það virtist skipta svo ákaflega litlu máli hvað hann hafði haldið eða hvað fólk yfirleitt hélt, sam- anborið við þær bjargföstu, ísköldu staðreyndir, sem risið höfðu milli henn- ar og mannsins, sem hún elskaði. Og maður getur eins sætt sig við hlutskipti sitt í þessu sem hinu. Það var satt, að freistingin til að hreinsa Blair af öllum sökum, var

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.