Tíminn - 09.08.1940, Síða 2

Tíminn - 09.08.1940, Síða 2
310 TtMIM, föstudagmn 9. ágúst 1940 78. blað ‘gímirm Föstudaginn 9. ágúst Útlendí herínn og ,,skriddýrin“ Sú skoðun virðist eiga xík ítök, að það byggist mest á hinni efnahagslegu afkomu, hvort ís- lendingum muni í framtíðinni heppnazt að vera sérstæð og sjálfstæð þjóð. Reynslan — bæði reynsla annara þjóða og ekki sízt okkar eigin reynsla — sannar ótvírætt að þessi skoðun er röng. Þjóðir, sem hafa búið við hina mestu velmegun, hafa liðið und- ir lok, en þjóðir, sem búið hafa við óáran og harðræði um alda- raðir, hafa varðveitt sérstæði sitt og sjálfstæði. Þetta byggist á þeim einfalda sannleika, að brauð og peningar megna ekki að gefa þjóðunum líf. Lífgjafi þeirra er tilfinning- in fyrir sameiginlegum verð- mætum og hagsmunum þjóðar- heildarinnar, skilningurinn á gildi þessa hvorutveggja og metnaðurinn fyrir því,að standa ekki öðrum að baki, gerast ekki viljalaust þý annara, heldur halda virðingu sinni, þótt við máttarmeiri aðila sé að etja. Þessi sannindi eru glögglega orðuð í eftirfarandi ljóðlínum Einars Benediktssonar: „Ef þjóðin gleymdi sjálfri sér og svip þeim týndi, er hún ber, er betra að vanta brauð.“ Þegar athugaðar eru þessar staðreyndir, mætti mönnum vera ljóst, að hin mesta hætta, er vofir yfir hinum íslenzka þjóðarstofni á þessum tímum, er ekki efnahagslegs eðlis. Ef þjóðin er nógu andlega sterk, mun skortur og aðrir slíkir erf- iðleikar ekki verða frelsisdyggð- um og sjálfstæði hennar að ald- urtila frekar en fyrr á öldum. Hættan mikla, sem nú vofir yflr þjóðinni í þessum efnum, er líka annars eðlis. Hún er að nokkru lejsti falin í þeirri undir- okun, sem ýmsar smáþjóðir eru nú beittar og mun beint eða ó- beint lama viðnámsþrótt þeirra allra. Hún er að öðru leyti fólg- in í því, að erlendur her hefir tekið sér bólfestu í landinu um óákveðinn tíma og umgengnin við hann mun setja varanleg merki, annað hvort til ills eða góðs, á þá þætti í skapgerð ís- lendinga, sem eru undirstöður þj óðarsj álístæðisins. Hvílík eldraun sambýlið við hinn erlenda her er fyrir ís- lendinga, má vel marka á því, að sjaldan eða aldrei mun í nokkru landi hafa verið jafn fjölmennur erlendur her og hér er nú, þegar miðað er við fólks- fjölda, og að íslendingar hafa aldre'i áður þurft að umgangast erlendan her. Það skal eklci dregið í efa, að hinn erlendi her vill hafa vin- samleg skipti við íslenzku þjóð- ina. Hann hefir beinlínis sýnt þess ýms merki. En sambúðin við hann er hættuleg fyrir það. Einn hættulegasti þátturinn í þessum málum er skorturinn á hæfilegum þjóðarmetnaði. Þessi skortur kemur fram í margvís- legum undirlægjuhætti við út- lendinga, unglingum finnst þeir vera meíri menn, ef þeir geta talað við útlendinga, stúlkum finnst fínna að vera með út- lendingum o. s. frv. En einmitt fyrsta skrefið í þessum efnum getur leitt til þess næsta og síð- an koll af kolli, unz komið er í fyllsta óefni. Skriðdýrshátt- urinn færist í aukana, án þess að menn verði þess beinlinis varir. Það er einmitt dýrkunin á því útlenda og útlendingum, sem getur orðið þjóðarfrelsinu hættulegust. Það er líka segin saga, að þeim mun meiri skriðdýrsháttur sem útlendingum er sýndur, þeim mun lengra færa þeir sig líka upp á skaftið. Þess vegna er það lífsnauðsyn fyrir Islenzku þjóðina, að um- gangast hinn erlenda her með fullkomnum þjóðarmetnaði. — Hinir erlendu hermenn verða að íinna, að þeir eru ekki að um- gangast neinar undirlægjur heldur íslendinga, — islenzka menn og konur, sem unna frelsi þjóðar sinnar, vilja halda þjóð- Síðastliðinn sunnudag hélt ég stuttan fyrirlestur í fundarhúsi Hvammssveitunga í Dalasýslu um frið og stríð. Ég hafði sér- staklega boðið eigendum dag- blaðsins Vísis að hafa þar full- trúa. Ég fékk það svar, að Vísir myndi vinsamlega þiggja boðið, ef fulltrúi hans ætti kost á jöfnum ræðutíma við máls- hefjanda. Mér þótti sjálfsagt að verða við þeirri ósk. Eigendur Vísis völdu ritstjóra sinn, Kristján Guðlaugsson, til að mæta á þessum fundi, en ekki Árna Jónsson frá Múla, sem haldið hefir á málstað þeirra um innlend stjórnmál í eitt og hálft ár. Hann hefir í Vísi túlkað beiskju og gremju kaupmanna þeirra, sem eiga blaðið. Hann reyndi sem þing- maður, vegna eigenda Vísis, að spilla því á þingi 1939, að út- veginum væri rétt hjálparhönd með gengislækkun. Hann reyndi af sömu ástæðum, að spifta fyrir myndun þjóð- stjórnarinnar. Hann , hefir nú arstofninum hreinum og sér- kennum og menningu hans ó- spilltri. Þetta þarf engan veg- inn að leiða til óvinsamlegrar sambúðar, en gerir sambúðina ekki meiri en nauðsyn krefur. Það er oft talað um hinar ungu stúlkur, sem lent hafa á glapstigum og sækj ast eftir nán- um kunningsskap við hina er- lendu hermenn. Flestar þeirra búa við slæma heimilishagi og reyna að leita sér skemmtunar utan heimilanna. Það er ekki fyrst og fremst þeim að kenna, þótt þær reyni að svala þessari skemmtanafýsn með umgengni við útlendinga. Þær hafa aðeins sýkzt af aldarandanum, sem aðrar stúlkur en þær hafa skap- að. Ef menn vilja kynnast orsök um þessarar spillingar, eiga þeir að leggja leið sína á helzta hótel bæjarins. Þangað koma yfir- menn hins útlenda liðs. Þangað koma þær stúlkur, sem gera kröfur til að vera taldar fínar. Það er stúlkur, sem þykjast vera af hinum betri ættum, dætur embættismanna, fésýslu- manna o. s. frv. Þær koma þangað, án þess að vera í fylgd með íslenzkum karlmönnum, jafnvel stundum í fylgd með útlendingum. Þær koma þang- að fyrst og fremst til að komast í kunningsskap við hina erlendu liðsforingja. Það eru þessar stúlkur, sem eru fyrirmyndir hinna ungu daðurdrósa. Það eru þær, sem því eru fyrst og fremst ábyrgar fyrir óláni hinna „föllnu“ kynsystra. FRAMHALD IV. Eitt af megineinkennum Vil- mundar Jónssonar, eftir að hann tók við landlæknisstarfinu, var ofvöxtur í skrifstofuforminu, samhliða því að landlæknir sinnti lítið skrifstofuvinnunni, og þó enn minna eftirliti utan skrifstofuveggja. En honum fór líkt og þeim ágjörnu mönnum, sem safna gulli sér til augna- gamans, en hafa enga ánægju af að nota auðlegðina til gagn- legra hluta. Á sama hátt sóttist Vilmundur Jónsson eftir valda- auka, sem hann vildi ekki nota, á þann hátt að það réttlætti ásókn hans í þess háttar for- ustu. Þegar Kristneshæli var byggt, gætti hjá Eyfirðingum og Akur- eyringum hins mesta manndóms í öllum framkvæmdum. Lögðu menn þar í héraðinu fram stór- gjafir til húsbyggingarinnar, auk þess sem forráðamenn verksins sýndu sérstaka hugkvæmni og ráðdeild í allri framkvæmd þess- arar sjúkrahúsbyggingar. Stóðu þar hlið við hlið Böðvar Bjarkan, Ragnar Ólafsson, Ingimar Eydal og Vilhjálmur Þór. Vakti það að- dáun þeirra, sem til þekkja, hve ódýr var bygging Kristneshælis og rekstur þess í höndum þessara manna. Eftir fráfall Ragnars kaupmanns Ólafssonar hvíldi stjórn og rekstur fyrirtækisins nýlega ráðizt með sérstökum fruntaskap á Þorstein Briem fyi'ir stjórn hans á innflutningi karakul-kindanna, þó að stjórn sú, sem Þorsteinn Briem átti sæti í, væri beinlínis sköpuð og studd af Sjálfstæðismönnum. Síðan samstjórnin var stofnuð hefir Árni Jónsson haldið uppi sífelldum ófriði við Eystein Jónsson, sérstaklega, auk þess, sem hann hefir beinlínis skoðað það sem sitt daglega hlutskipti, að segja rangt frá starfi og vinnubrögðum Framsóknar- flokksins. í Sjálfstæðisflokknum hefir verið „óróleg deild“ síðan um- tal varð um stjórnarsamvinn- una. í þeim hópi hafa verið nokkrir af kaupsýslumönnum bæjarins. Þessum mönnum er vafalaust ýmislegt vel gefið, en þeir hafv fundið, að þeir væru lítt færir til að láta skoðanir sínar í ljós, hvort heldur sem var í ræðuformi á fundum eða í rituðu máli. Þeir hafa þess- vegna fengið aðra til að túlka Það er líka oft talað um hina ölvuðu menn, sem sækist eftir vinfengi eða slagsmálum við hermennina. En hafa þeir ekki einmitt fordæmið frá hinum ó- ölvuðu mönnum, sem þykjast fínni og meiri menn, ef þeir umgangast aðkomumennina? Öruggustu ráðin gegn skrið- dýrshættinum eru ekki lög eða löggæzla. Öruggasta ráðið er sterkt almenningsálit — al- menningsálit, sem fordæmir nógu hart hin mannlegu skrið- dýr. Slíkt almenningsálit verð- ur að skapast. Það er þjóðar- nauðsyn. Annars verður grafið undan þeim rótum, sem munu reynast traustastar þjóðarsjálf- stæðinu í framtiðinni. Almenn- ingsálitið verður að brenni- merkja hverja þá konu og hvern þann karl, sem gerir sig sekan um að dragast eftir þarf- lausri umgengni við hinn út- lenda her. Ýmsir óttast að Bretar muni misvirða þetta við okkur. Það er ótrúlegt. Þetta er ekki gert af illvilja til þeirra. Við unn- um Bretum hins bezta eins og öllum öðrum þjóðum, en við sjáum ekki hag þeirra neitt bættari með því, að eyðileggja okkur sem þjóð. Bretar telja sig líka verndara smáþjóða. Þeir telja sig vera að berjast fyrir þæx. Fyrir þá ætti því fátt að vera gleðilegra eða betri sönn- un fyrir réttmæti stefnu þeirr- ar, en að kynnast lítilli þjóð, sem kann að meta og virða sér- stæði sitt og sjálfstæði. Þ. Þ. mest á hinum þrem framan- nefndu samvinnuleiðtogum á Akureyri. Stóðu þeir fyrir síðustu stóru viðbót hælisins, en það var læknis- og starfsmannabústaður sem í einu er stórt og myndarlegt hús og ótrúlega ódýrt. Kom þar til greina hagsýni og búmennska samvinnumanna á Akureyri. Vilm.Jónsson kunni því illa, að Kristneshæli hefði sjálfstæða stjórn, sem auk þess var mjög hófsöm um eyðslu. Kom hann þar sínu máli, að Kristneshæli og sjúkrahús ríkisins á Suður- landi voru lögð undir skrifstofu- legt eftirlit hans. Þótti Eyfirð- ingum raunar grálega launuð forusta þeirra í málinu og mikil fórn héraðsbúa, að svifta þá tækifærinu til að sýna Kristnes- hæli ræktarsemi, með því að leggja framvegis alúð við rekst- urinn. Landlæknir kom að sjálf- sögðu nálega aldrei norður, og þó hann kæmi, var ekki um neitt nýtilegt eftirlit að ræða. f stað hinnar vakandi sjúkrahússtjórn- ar á Akureyri, kom sljó og þungfær skrifstofustjórn land- læknis. Óx nú kostnaður við Kristnes fyrir ríkið, að sama skapi sem landlæknir hafði þar að nafni til meiri völd. Við sjúkrahúsináVífilsstöðum og Kleppi hafði verið komið á búskap vegna sjúkrahúsanna. Voru á báðum stöðum komin mikil tún, matjurtagarðar, þessar hugsanir. Árni Jónsson er einn af þessum túlkum. Það hefir verið hans lifibrauð. Hann hefði áretðanlega eins vel getað túlkað allt aðrar og gagnstæðar hugsanir. En þess hefir ekki verið þörf. Engir aðr- ir en eigendur Vísis hafa talið sér heimilisbót að því að biðj- ast eftir liðsemd hans. Nú var vitanlegt af fundarboði mínu, að ég myndi gera samanburð á friðarvilja og sanngirni okkar Framsóknarmanna, og hinum sífellda ófriði og illindum, sem haldið hefir verið uppi af eig- endum Vísis. Það lá nærri, að það væri skylda húsbænda Vís- is, að senda þennan mann. út á landsbyggðina til að rökstyðja þar fullyrðingar sínar úr Vísi, svo sem þær, að það hafi verið höfuð glæpur af bændum að hækka lítilsháttar verð á kjöti og mjólk um leið og allar að- keyptar vörur, kaup og laun op- inberra starfsmanna hækkuðu með dýrtíðinni. En hinir gætn- ari menn Sjálfstæðisflokksins munu hafa ráðið því, að Árni var látinn tala fleðumæli við sveitafólk í útvarpið, en ráð- ast á bændur í Vísi, af því að það blað er lítið lesið utan bæj- arins. Hins vegar skilja eigend- ur blaðsins, að betra muni að láta aðra fulltrúa standa aug- liti til auglitis frammi fyrir bændastéttinni úti á lands- byggðinni. Ritstjóri Vísis, Kristján Guð- laugsson, reyndi með lipurð og lagi að afsaka framkomu með- eigenda sinna. Hann fullyrti, að bændur hefðu ekki átt að hækka verð á kjöti og ekki heldur á mjólk. Hann tilgreindi orð úr Tímanum frá í sumar, þar sem hógværlega var deilt á Sjálfstæðisflokkinn, sem svar við árásum Vísis í meir en heilt ár. í stuttu máli: Kristján Guðlaugsson bar stefnu blaðs síns vitni við Sælingsdalslaug, eins um þau málefni, þar sem enginn Dalamaður gat verið honum sammála. Kristján Guðlaugsson var úti í sveitinni eins og sá dáti, sem settur er til að verja skotgröf, sem hlýtur að tapast, en röskur liðsmaður vill þó ekki gefa upp. Einn af eigendum Vísis, Björn Ólafsson kaupmaður, hefir al- veg nýlega í grein í tímariti kaupmanna, „Frjáls verzlun“, ráðizt með heipt á Sjálfstæðis- flokkinn fyrir að vera ekki nógu harðskeyttur í sambýli við samvinnumenn landsins. Hann boðar af hálfu sinna manna nýja sókn. Hann vill nota Sjálfstæðisflokkinn sem mjólkur- og eggjaframleiðsla. Á báðum búunum voru og eru mjög duglegir og áhugasamir bústjór- ar. Peningshús voru öll í bezta lagi. Á þessum búum voru öll skilyrði til að framleiða mætti mjólk og garðmat handa sjúkra- húsunum með miklu minni til- kostnaði en á nokkrum öðrum stað á landinu. Bújarðirnar voru vel undirbúnar. Húsakynni voru fullkomin, og við dagleg störf mátti nota vinnusparandi vélar meir en gerist á sveitaheimilum. Það var réttmæt og eðlileg krafa, að þessi sjúkrahús og Landspít- alinn að einhverju leyti gætu sparað mjög verulega í rekstri, sökum þess, sem ríkið var búið að búa í haginn á þessum stöð- um. Vilm. Jónsson gerði þessa að- stöðu alla minna en gagnslausa. Þegar hann hafði lagt undir sig sunnlenzku spítalana eins og Kristnes, var þess skammt að bíða, að kaupkröfufélagsskapur risi upp hjá starfsfólkinu, sem vann að ríkisbúunum. Félag þetta gekk í Alþýðusambandið og naut frá byrjun mikillar velvild- ar frá landlækni, þó að hann hafi ekki stofnsett það, heldur einhverjir samherjar hans, sem neðar sátu í stigaþrepum valda- mennskunnar. Félag þetta sagði ríkinu þegar í stað upp hlýðni og hollustu, nema gengið væri að kröfum þess. Kom þar til greina hækkun kaups, ákveðinn og styttur vinnutími hvern dag, til- tekið frí í hverri viku og ákveðið sumarleyfi. Fyrir eftirvinnu og störf á helgidögum skyldi greiða mjög hátt kaup. Fyrir að sinna áhald til að auka hagsmuni kaupmannastéttarinnar. Og það er auðséð, að hann hugsar til að láta þá fulltrúa í Sjálf- stæðisflokknum, sem ekki gera vilja stórkaupmannanna í verzlunarmálum, fá að vera án styrks þeirra. Hann bendir á kosningar næsta vor, sem heppilegan tíma til að láta samvinnumenn kenna afls- munar og verða lagða í þá fjötra, sem torgreindir og van- menntaðir menn í milliliðastétt- inni hyggja sig megnuga að koma á framleiðslustéttir lands- ins. Ég benti á í ræðu minni á þessum fundi, að síðustu 5 árin hefi ég unnið markvisst að því, að þótt átök væru um málefni milli stjórnmálaflokkanna, þá væri gætt hófs í deilunum. Taldi ég það fyrst til, er ég beitti mér fyrir að í fjárlögum væri reynt að hafa fullkomið réttlæti um framlög úr ríkissjóði til fram- kvæmda í héruðunum, án tillits til þess hvort þingmaðuxinn fylgdi meiri- eða minnihluta. Þessi tilraun mín var algerð ný- ung í sögu pólitískra flokka á íslandi, og hefir gefizt vel, síð- an þessi byrjun var gerð. í öðru lagi hafði ég unnið að því, að forsetar þings væru kosnir úr öllum flokkum, svo að á- byrgð þingsins hvíldi á öllum flokkum. Þessi siðvenja hefir verið upptekin og gefizt vel. í þriðja lagi vann ég að því máli, að allir lýðræðisflokkarnir tækju upp samstarf um nokkur mál, og þar á meðal fyrst og fremst að leysa bölvun gengishækkun- arinnar frá 1924—25 af fram- leiðendum landsins. Þetta var lífsnauðsyn útvegsins. Gengis- hækkunin var sett á út frá lífs- skoðun kaupmanna, móti hags- munum allra framleiðenda. Út- vegsmenn í Sjálfstæðisflokkn- um voru að bana komnir undir álögum þessara ráðstafana. Flokkslega gátu þeir sér enga björg veitt. Kaupmannaþáttur- inn í Sjálfstæðisflokknum vildi alls ekki líta á nauðsyn útvegs- manna. Alþýðuflokkurinn hafði ætíð verið mótfallinn gengis- lækkun. Sjálfstæðisflokkurinn skiptist í tvo jafna hluta um málið. Útvegurinn fékk sína lengi þráðu björgun á Alþingi 1937, af því að allur Framsókn- arflokkurinn kom til liðs við framleiðendur í Sjálfstæðis- flokknum. Sú samsteypa bjarg- aði málinu og ber ábyrgð á því að samstjórnin var mynduð um málið. Af því að ég hefi undanfarið verið mikið riðinn við þessi friðarmál flokkanna og þar með átt þátt í lausn gengis- málsins og myndun samstjórn- ar, sem öfgamönnum kaup- manna var ógeðfelld, þá hafa menn eins og Björn Ólafsson, heyvinnu á sunnudegi eftir lang- varandi óþurrka, varð ríkið að borga meðalstarfsmanni kaup, sem samsvaraði verði tveggja vænna dilka. Þeir, sem urðu að vakna snemma, vegna sérstakra verka í sjúkrahúsinu eða við gegningar búpenings þá daga, sem unnið var, áttu samkvæmt samningum landlæknis rétt á vel úti látnum miðdagssvefni. Það er fært í frásögur, að stúlka nokkur, sem nýkomin var úr vinnusömu héraði, til starfa á Vífilsstöðum, hafi farið frá hálf- þvegnum diskum og bollum, þeg- ar hinn umsamdi miðdagsfrestur kom, og lét bíða kvöldsins að ljúka vinnunni. Landlæknir var frá ríkisins hálfu raunverulega einn um þessa samninga. Flokks- bræður hans, Haraldur Guð- mundsson og Stefán Jóhann Stefánsson, sem verið hafa hús- bændur hans 1 heilbrigðismálum nálega óslitið síðan 1934, munu hafa treyst landlækni betur en sjálfum sér í þessum efnum. Var þeim nokkur vorkun, meðan ekki höfðu verið krufin til mergjar vinnubrögð landlæknis. V. Það er skemmst af þvíaðsegja, að samningur sá, sem landlækn- ir gerði við verkamannafélagið á ríkisbúunum, hefir síðan þá verið hneykslunarhella allra manna, sem láta sig nokkru skipta fram- tíð íslenzks landbúnaðar. Með þessum samningi var stofnað fordæmi, sem hlaut að verða máttugt til eyðileggingar áhuga og trúmennsku við sveitavinnu og eðlilegan rekstur landbúnaðar á íslandi. Jón sonur Björns Kristjáns- sonar, Eggert Kristjánsson og Magnús Kjaran til að nefna aðeins fáa menn sérstaklega, haldið uppi ófriði við mig og þá af samstarfsmönnum mínum, sem mest hafa lagt stund á að hafa skipuleg vinnubrögð um málefni þjóðarinnar á erfiðum tímum. Það eru þessir menn, og nokkrir fleiri í sömu stétt, sem eiga blaðið Vísi og hfilda uppi ófriði um málefni lands- ins. Þeir menn verða að þola það, að þeir séu látnir bera á- byrgð á orðum sínum og gerð- um. Hér eftir verður af hálfu Framsóknarmanna talað beint og milliliðalaust við þá menn, sem ala á ófriði og sundrung. Ef Eggert Kristjánsson eða Magnús Kjaran, til að taka tvo af þeim mönnum, sem ráða beint og óbeint yfir Vísi, vilja tala með um almenn mál, þá verður gagnrýninni beint hik- laust að þeim, ekki að keyptum ræðumönnum, sem þeir fá lán- aða á eyrinni. Boðskapur eig- enda Vísis, sem þeir byggja ó- frið sinn á er þetta: Við höfum það sem atvinnu að verzla. Við höfum rétt til að græða á verzl- un. Okkur er ekki nóg, að við getum keypt eins mikið og við viljum af öllum nauðsynjavör- um, þar með talin kol, salt og olía. Við heimtum meira. Við viljum mega kaupa eins mikið af „kramvörum“ eins og við getum komið út. Ástæðan til þess, að okkur finnst fátt um frelsið til að kaupa nauðsynja- vöru er það, að við getum ekki grætt mjög mikið á þessum vörum. Kaupfélögin og verð- lagsnefndin hindrar þar óeðli- lega álagningu. En „kramvar- an“ er hin gullni skeiðvöllur álagningarmanna. Þessvegna vilja þessir ósanngjörnu milli- liðir fá að flytja inn eftir eigin vild af þeim varningi til að græða sem mest. Þessir skammsýnu og lítið þroskavænlegu menn ætluðu af skammsýnni gróðahyggju að halda hungurgj örðinni spenntri um útvegsmenn. Framsóknar- menn leystu þann fjötur. Næst vilja þessir menn draga allan Sjálfstæðisflokkinn undir áhrif sín, til þess að þeir geti flutt inn ótakmarkað af „kramvör- um.“ Þeir eru gegnsýrðir af því sem kalla mætti heimspeki „kramvörunnar". Þeir ætla eft- ir skoðun áhrifamesta manns- ins í stjórn Vísis, að láta kosn- ingar snúast um það næsta vor. Ég álít það fremur góðan fyr- irboða, að tunga ófriðarmanna var ekki talin hæf til að tala máli Sjálfstæðismanna við Sæl- ingsdalslaug á sunnudaginn var. Vel má vera, að framleið- endur flokksins séu ekki ginn- keyptir fyrir heimspeki kram- vörunnar. J. J. Fyrsti ávöxturinn af þessari ráðsmennsku var að gera ríkis- búin að lélegum ríkisrekstri, og að svifta sjúkrahúsin allri von um að hafa gagn af búunum, út yfir það að þurfa ekki að flytja mjólkina að. Öll hin góðu skil- yrði, sem voru á báðum spítala- búunum, til hagkvæms búrekst- urs, voru svo að segja þurrkuð út. Búið á Vífilsstöðum, með öllu því sem varið hafði verið til að bæta þá jörð, var tæplega samkeppnis- fært við einyrkja á harðbalakoti, með þýfðu túni og lélegum gripa- húsum. Hitt var vitaskuld ó- skemmtilegt að raska heimilis- lífi þessara stórbýla gersamlega, með því að lokka og svo að segja neyða starfsfólkið til að vera aktaskrifara, sífellt með aðra höndina á úrinu, til að tryggja að miðdagslúrinn væri réttilega útlátinn og háa eftirvinnukaup- ið tryggt, um leið og samningur Vilmundar þar að lútandi gekk í gildi, strax og tók að húma hvern dag. Vegna þessara samn- ingsbundnu vaktaskipta, þurfti nýtt og nýtt fólk að koma til mjaltanna, þegar hinir föstu menn voru í hinum skipulögðu fríum vikulega og sjálfu sumar- leyfinu. Um sláttinn var varla um að tala að bjarga heyi í ó- þurrkum á kvöldi eða á sunnu- dögum, sökum kauphæðarinnar. Ekki er vitað að neitt gott hafi leitt af þessum samningi. Hann hefir skaðað búreksturinn stór- vægilega, sundrað heimilunum, freistað til aktaskriftar og al- mennrar kergju við dagleg störf. Og að því leyti, sem fordæmi var gefið öðrum heimilum, þá var JÓNAS JÓNSSONi »A publíc gentleman«

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.