Tíminn - 09.08.1940, Side 4

Tíminn - 09.08.1940, Side 4
312 TÍMIM, föstndaginn 9» águst 1940 T8. Iilað A publlc ííentlcman“. (Framh. af 3. síðu) sem þar voru, þakka náttúruskil- yrðunum bata, er þeir fengu við dvölina á Reykjum. Meðan eg var ekki með öllu vonlaus um að Vil- mundur Jónsson kynni að geta stutt gagnleg mál, átti ég þátt í að hann heimsótti heimsfræga berklastofnun í Englandi í nánd við Cambridge, þar sem rólfærir sjúklingar búa fáir saman í smá- húsum og vinna að margskonar iðnframleiðslu og smiðum. Ég hafði komið þar og var sann- færður um að margt mætti læra á þeim stað. Hverajörð hér á landi var tiltakanlega heppilegur staður til að taka við af Vífils- stöðum, og vera eins konar brú frá berklaspítalanum yfir í starfslífið. Vilmundur Jónsson kom á þennan stað, en varð ekki fyrir neinni vakningu. Ekki hefir hann heldur hreyft legg né lið til að hjálpa á skynsamlegan hátt marglega þjáðu fólki, sem á undanförnum árum hefir legið við í tjöldum í Ölfusi og reynt að bjarga sér læknislaust við jarð- hitalækningar. Aðsóknin hefir sýnt, að fólkinu hefir fundizt sér verða gott af þessum tilraunum, þó að það yrði að hafa svipaða aðbúð á bersvæði eins og særðir hermenn, sem reyna að bjarga sér án ytri aðhlynningar, á sjálf- um vígvellinum. Ef Vilm. Jóns- son hefði ekki um hugsjónir ver- ið jafn steingerður eins og efri hluti nefsins á trölli Einars Jóns- sonar, þá hefði hann hlotið að vakna til meðvitundar um sekt sina í sambandi við meðferðina á Reykjum. Hinir margþjáðu menn, sem leituðu sér lækninga án hjálpar og aðstoðar frá allri fræðimennsku, hafa sýnt hinu íslenzka mannfélagi, hve þung er byrði vanrækslusyndanna í þessu efni. Nú í sumar reyndi ungur læknir úr Reykjavík að hafa einhverskonar eftirlit með þess- um jarðhitalækningum í Ölfus- inu. En landlæknir vildi hafa einskonar yfirumsjón með þess- ari viðleitni og aðsóknin hefir orðið svo lítil, sem mest mátti verða. Það er eins og grasið sé hætt að gróa, þar sem hestur Vilmundar Jónssonar snertir jörðina. Frh. J. J. V r umiðlunarnef nd (Framh. af 1. síðu) fremst, að nefndin hefir ekki verið skipuð. Meðan ekki er hægt að skipa nefndina, gilda eldri gjaldeyrislög að sjálfsögðu á- fram og gjaldeyrisnefnd hlýtur að hafa með höndum þau verk- efni, sem vörumiðlunarnefnd er annars ætlað að leysa af hendi. Gjaldeyrisnefnd hefir þó enn ekki þurft að gera verulegar ráð- stafanir, sem heyra undir vöru- miðlunamefnd, en bráðlega hlýtur þó að koma til þess. Það er síður en svo, að það standi á viðskiptamálaráðherra að skipa formann nefndarinnar, þegar viðskiptaaðilar hafa til- nefnt sína fulltrúa, og hann er einnig reiðubúinn að ganga frá starfsreglum nefndarinnar. Annáll (Framh. af 3. síðu) rikssonar, er þar bjó lengi. Reistu þau hjónin bú á Mýri, og hefir Aðalbjörg búið þar síðan, þó að börn þeirra hafi nú tekið við allmiklu af jörðinni til á- búðar. Aðalbjörg missti mann sinn árið 1937. Þau hjónin eignuðust 9 börn, sem öll eru uppkomin, og hafa flest þeirra skapað sér sjálf- stætt heimili. — Jörðin Mýri er erfið bújörð, en góðra kosta þeim, sem gædd- ir eru manndáð og einbeittum sjálfsbjargarvilja. En þá eigin- leika áttu þau Mýrarhjón í ríkum mæli. Bú þeirra var all- stórt, miðað við önnur bú í sveitinni. Enda þurfti mikils með, því að margt var í heim- ili, bæði vandamanna og ann- arra, og rausn mikil. Gest- kvæmt var á Mýri meira en ætla mætti um svo afskekkt heimili. — Fjárrekstrarmenn og fjárleitarmenn komu þar vor og haust, auk langferðamanna. Vinir og ættingjar komu í hópum 1 heimsókn um helgar á sumrin úr nágrenni og nær- sveitum; jafnvel langt að. Þótti þá gestum hver stund- in líða skjótt við fjörugar sam- ræður yfir veizluborðum, söng og hljóðfæraleik. Því að naum- ast mun svo hafa komið hópur manna í heimsókn að Mýri, að ekki væri sungið. Fer það að líkum, því að þau hjónin og Karl, tengdafaðir Aðalbjargar, höfðu öll mikla söngrödd og fagra. Enda hafa börn Jóns og Aðalbjargar fengið músíkgáf- una í arf. — Aðalbjörg á Mýri var og er enn glæsileg kona, gáfuð og víð- sýn. Hún hefir lesið kynnstur góðra bóka og kann mikið af ljóðum og sögum, þrátt fyrir umfangsmikla bústjórn og upp- eldisumönnun fyrir mörgum börnum. Við ýms tækifæri hefir hún flutt ræður, og munu það marg- ir segja, að þær sýni óvenjulega mælskuhæfileika, svo eru þær formfagrar og hnitmiðaðar. Aðalbjörg hefir jafnan haft mikinn áhuga fyrir öllum menningarmálum og umbótum, og lengstum haft forystu í fé- lagsstarfsemi kvenna í sinni sveit. En kærast allra hugðar- efna mun henni þó vera allt það, sem snertir kennslu og uppeldi barna. Það er þeim kunnugt, sem kennt hafa í far- skóla á heimili hennar. Má með sanni segja, að við arineld þeirra Mýrarhjóna, hafi hverju barni, er þar var í heimili, ver- ið búið öryggi og ástúð svo sem bezt mátti verða, hvort sem í hlut áttu þeirra eigin börn eða annara. Aðalbjörg kann þá dásamlegu list, að láta hversdagslegustu störf verða börnum gleðigjafa eins og leiki, og skemmta þeim og fræða þau, þótt hún sé sjálf að verki sínu. — Megi þjóðin hennar ávallt eiga sem flestar konur, er jafn vel kunna að leysa af hendi Gjalddagi skatta. Athygli er hér með vakin á því, aff tekju- og eignarskattur, fasteignaskattur til ríkissjóffs, lestagjald, lífeyrissjóffsgjald, námsbókagjald og kirkjugarffsgjald fyrir áriff 1940 féllu í gjald- daga 15. júlí þ. á. Þá eru fallin í gjalddaga sóknargjöld og utan- þjóðkirkjumannagjald fyrir fardagaárið 1939—40. Framangreindum gjöldum er veitt vifftaka á tollstjóraskrif- stofunni, sem er á 1. hæð í Hafnarstræti 5. Skrifstofan er opin virka daga kl. 10—12 og 1—4, nema laugardaga kl. 10—12. Tollstjórinn í Reykjavík, 6. ágúst 1940. Jén Hermaiinssoii. Síðastí söludagur i dag Dregið verður í 6.H. ámorgun Happdrættið. Auðar byggingar,hús,her- bergí og bírgðageymslur óskast nú þegar í Reykjavík og Hafnar- firði, tíl afnota fyrir brezka setuliðið. Upplýsingar lijá Aðalbækistöð setuliðsins (Hirings Officer) Miðbæjarskólanum, Reykjavík. Hreinar léreftstusknr kaupir Prentsmiðjan Edda Lindargötu 1 D. móðurskylduxnar og húsfreyju- störfin. Þá þarf aldrei að óttast menningarhrun íslenzku þjóð- arinnar. E. Þ. 378 Margaret Pedler: Laun þess liðna 379 Hestur hefir tapast. Fundarlaun 100 kr. — Stór, ljósbleikur hestur, merktur S, klippt á síffu, tap- aðist úr Skorradal sunnudaginn 28. júlí. Hesturinn er ættaður úr Mýrdalnum. — Síffast frétt- ist til hans föstudaginn 2. ágúst á Kambabrún, á austurleiff. Sig. B. Sigurðsson. SÍMI 3340. „Ég efa það.“ „En ég er viss um það. Kann vel að vera, að það gerist ekki í einu vetíangi, en ef ég lýk minum þætti, ætlið þér þá, þegar þar að kemur, að leysa yðar hlut- verk af hendi? .... Ó, herra Went- worth! Segið þér nú, að þér ætlið að gefa hana eftir! Lofið mér því að gera það!“ Colin var staðinn á fætur. Hann stóð kyrr og þögull dálitla stund og horfði út á sjóinn. Svo snéri hann sér að Poppy aftur og horfði á hana. „Ég lofa því,“ sagði hann lágt. „Komi það einhverntíma fyrir, að ekki sé ann- að til fyrirstöðu fyrir hamingju Eliza- betar en hjúskaparheit okkar, — þá leysi ég hana frá því heiti. Ég gaf hana einu sinni eftir og ég get eins gert það aftur.“ Allt í einu fóru drættir um andlit Poppy, og fáein stór táx hrundu ó- reglulega og óvart niður kinnar henn- ar. Ef til vill hefir hún séð í þessum stöðugu gráu augum, sem hún mætti, hvað þetta kostaði mikla og djúpstæða sjálfsafneitun. „Ég — mér þykir svo — svo afskap- lega mikið fyrir þessu,“ sagði hún hik- andi og vandræðalega. „Ég — ég —.“ En svo sveik röddin hana og gráturinn brauzt fram, án þess að hún gæti nokk- uð við hann ráðið. Hún stökk á fætur og flýði sem fætur toguðu í áttina til hússins. Andartaki síðar var Sara stödd i eldhúsinu og heyrði þá, að einhver kom inn um bakdyrnar, — þaut eins og hvirfilbylur um anddyrið, út um aðal- dyrnar og skellti hurðinni á eftir sér. Tveim stundum síðar hitti Poppy Fjólu Frayne í einkaherbergjum henn- ar á Abbey. En það var allt önnur Poppy en sú, sem hafði grátið eins og meyrgeðja barn yfir fórn Colins. Hún hafði tryggt sér áheyrn með því að senda fyrst inn miða til frú Frayne. Á þess- um miða sagðist hún þurfa .að tala við frúna út af perlu-hálsfesti, en ef frúin gæti ekki tekið á móti henni, þá myndi hún snúa sér til manns hennar. Þetta var skynsamlega hugsað. Fjóla þorði ekki annað en að veita þeim gesti á- heyrn, sem virtist hafa dularfulla en hættulega þekkingu á einkamálum hennar. Poppy sagði afdráttarlaust og á óhefluðu en kjarnyrtu máli hvað hún vissi og þá skildi Fjóla, að henni var þýðingarlaust að reyna að beita blekk- ingum. Poppy sagði henni það blátt áfram, án þess að skrautbúa það nokkuð eða fága, að hún væri þjófur og lygari, fletti miskunnarlaust og óvægið ofan af henni og sýndi henni hennar eigin ófögru sál Myrkvun Reykjavíkur (Framh. af 1. siðu) að, og í því herbergi séu höfð ljósatæki, kerti eða lampi, þar sem menn gætu setið við ljós, þó að rafstraumurinn væri rof- inn. Þannig mun nú vera rétt sögð saga þessa máls, sem svo mikið hefir verið skrifað um, og virðast árásirnar á lögreglustjóra, í svo stórum mæli, sem þær eru úti látnar, vera næsta broslegar. Yf- irsjón hans er aðeins sú, að hann áleit að yfirmenn brezka setu- liðsins myndu leggja svo mikla áherzlu á tillögur sínar, að ekki yrði hægt að víkja frá þeim. — Þegar farið er að ræða málið og athuga það, verður reynslan hinsvegar sú, að þeir leggja ekki eins mikla áherzlu á þessar til- lögur, eins og lögreglustjóri hafði ætlað. Hefir andúð sú, sem myrkvunin vakti meðal bæjar- manna, ef til vill átt einhvern þátt í því. En ef myrkva þurfti bæinn, var lokun kaffihúsa, skemmtistaða og kvikmynda- húsa kl. 10 á kvöldin, sjálfsögð ráðstöfun. ‘"■“•GAMLA BÍÓ ~ GLEÐl OG GLAUMUR. „EVERYBODY SING“ Amerísk söng- og skemti- mynd frá Metro-félaginu. Lögin eftir Kaper og Jur- mann. Aðalhlutverkin leika söng- stjörnurnar: JUDY GARLAND og ALLAN JONES. NÝJA Frægasta sagan um Sherlock Holmes RASKERVILLE- HUNDURINN eftir Sir A. Conan Doyle, sem amerísk stórmynd frá Fox. Aðalhlutverkið Sher- lock Holmes leikur BASIL RATHBONE. Aðrir leikarar eru: RICHARD GREENE, WENDY BARRIE o. fl. Börn fá ekki affgang. Tilkynning frá ríkisstjórninni. Sökum pess að útlit með kartöfluuppskeru á kom- andi hausti er tæpleg-a í meðallagf, en hinsvegar eru enn til nokkrar birgð- ir af vel nothæfum kartöfl- um frá fyrra hausti, er pví eindregið beint til allra peírra framleiðenda, er kartöflur rækta til sölu, að taka ekki upp og selja nýjar kartöfiur fyrri en purrð er á góðum gömlum kartöflum. Spretta í görðum er með seinna og minna móti á pessum tíma árs. - Hver tunna af hálfsprottnum kartöflum, sem tekin er upp í águst rýrir pví upp- skeruna í haust meíra en venja er til og meíra en æskílegt er á pessum al- varlegu tímum, pegar eng- ínn veit hvað framundan er um öflun og verð mjöls og annarar kornvöru.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.