Tíminn - 13.08.1940, Side 1

Tíminn - 13.08.1940, Side 1
RITSTJÓRAR: GÍSLI GUÐMUNDSSON (ábm.) ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON. ÚTGEFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. 24. árg. Reykjavík, þriðjudagiitn 13. ágúst 1940 „Það brestnr aðeins fc til s k ógræktari nnar“ Frásögn Hákonar Bjarnasonar skóg- ræktarstjóra Hákon Bjamason skóg- ræktarstjóri er nýkominn heim úr langri eftirlitsferð er hann fór í þágu skóg- ræktarmálanna um Norður- land og Austurland. Frétta- maður Tímans átti tal við Hákon í gær og birtist hér hið helzta af frásögn hans um málefni skógræktarinn- ar. — — Við höfum nægilegt af öllu, sem þarf til að koma skógrækt- armálum okkar íslendinga í gott horf, nema peningum, mælti Há- kon. Fé því, er lagt var til skóg- ræktarinnar á þessu ári, var að mestu varið til að dytta að og umbæta gömlu skógargirðing- arnar. Ný skógargírðlng í Fnjóskadal. Jafnframt hefir verið haf- inn undirbúningur að stórri girðingu í Fnjóskadal, vestan ár- innar, og verður þar, þegar hún kemst upp, ein víðlendasta skþg- lendan á öllu landinu, sem friðuð er. Fyrirhugað er, að girðingin verði 10 kílómetra löng, en Fnjóskár nýtur til verndar land- inu á 12 kílómetra svæði. Um helmingur lands þess, sem innan girðingarinnar verður, er vaxið skógi og kjarri, og verður vænt- anlega allt skógi þakið, þegar það hefir notið friðunar í nokkur ár. Innan girðingarinnar verða Skuggabjargaskógur, Þverár- skógur vestan Fnjóskár, Stór- höfða- og ef til vill Melaskógur. Þessari girðingu verður væntan- lega komið upp í haust eða næsta sumar og er til því sem næst nóg girðingarefni. Sömuleiðis er í ráðum að girða og friða skóglendi meðfram Skjálfandafljóti í landi jarðanna Fosssels og Glaumbæjarsels. Fleiri skógum hefi ég hug á að hlynna að, þegar fé og tæki- færi verður til. Birklrætnrnar lifa heila öld, þott skóg- nrinn sé eyddur. Eitt það merkilegasta, sem komið hefir fram í skógræktar- málunum seinustu árin, er líf- magn það, er leynist með göml- Frá flokksstaríínu Skrifstofa S. U. F. í Reykjavík og Framsóknarfélaganna í Siglufirði. Samband ungra Framsóknar- manna hefir fyrir fáum dögum opnað skrifstofu í Rey'kjavik. Er hún í Garðastræti 11, á ann- arri hæð. Verður hún fyrst um sinn opin klukkan 5—7 alla mánudaga, miðvikudaga og föstudaga. Verður þar jafnan einhver til viðtals úr stjórn S. U. F. Jafnframt því, sem S. U. F. hefir þarna aðsetur sitt, mun þar einnig verða fjallað um málefni tímaritsins Dvöl og bókaútgáfu S. U. F. Framsóknarfélögin I Siglu- firði hafa einnig opnað skrif- stofu, er hefir aðsetur sitt i Að- algötu 7. Daníel Ágústínusson hefir dagleg störf með höndum I skrifstofunni. Skrifstofa þessi verður rekin í sumar meðan mest er aðkomufólks í Siglu- firði, og verður hún opin kl. 10 —12 og 1—7 alla virka daga. um birkirótum, sem varðveitzt hafa I jörðu undir sauðbeit um marga áratugi. Þetta hefir sann- azt í girðingunum að Eiðum, Vöglum á Þelamörk og í Garðs- árgili í Eyjafirði. Að Eiðum var dálítill blettur girtur árið 1927. Á þessum slóðum hafði enginn skógur verið í nálægt 90 ár. En bráðlega tóku birkiplöntur að vaxa upp af gömlum og jarð- huldum rótum, og nú er svæðið vaxið álitlegu kjarri og hæsta tréð 2,80 m. að hæð, beinvaxið og fallegt. Fyrir hálfu öðru ári var Eiðagirðingin stækkuð, svo að hún er nú 8 kílómetra löng og nýtur Lagarfljóts til friðunar á eina hlið, Allur norðurhluti þessa friðaða lands er nú að þekjast kjarri. Fyrir tveim árum fundust við allnákvæma leit að- eins örfáar nýgræðingsplöntur á þessu svæði. Ég hefi aldrei áður séð slíka umbreytingu á gróður- fari á svo skömmum tíma. Svipað hefir gerzt í Þelamerk- urgirðingu og í skógargirðingu Eyfirðinga í Garðsárgili. Birkiplöntur í skóg- lausu héruðunum. Síðan hljóðbært varð um þessa atburði, hafa ýmsir menn farið að gefa því gætur, hvort þeir yrðu ekki varir skógarplantna á ýmsum stöðum, þar sem hingað til hefir verið talið, að slíkur gróður væri ekki til. í þessari ferð minni hitti ég meðal annars Bjarna Jónasson kennara og bónda í Blöndudalshólum í Blöndudal. Hann benti mér á, að í sjö stöðum í Austur-Húna- vatnssýslu hefðu fundizt litlir birkikvistir. Einnig hafa menn fundið slika birkianga á einum stað í Miðfirði í Vestur-Húna- vatnssýslu. Þessi héruð hafa um langan aldur verið talin skóg- laus með öllu, en af þessu er sýnt, að hér eru birkirætur á lífi í jörðu niðri, þótt nýgræðingur- inn nái ekki að vaxa úr grasi meðan landið á við búfjárágang og beit að búa. Slíkan nýgræðing er og að finna í Vaðlaheiði, í Fnjóskadal, á Úthéraði og norð- an Lagarfljóts og sjálfsagt miklu víðar. Þessar plöntur finnast oft í mýrlendi eða hálfdeigj- um, enda myndast slíkt jarðlag mjög víða, þar sem skógur geng- ur til þurröar, þótt- áður haf i ver- ið þurrlent, meðan skógargróð- urinn dróg til sín vatnið úr jarð- veginum. Vaxa tvær birkiteg* uudir hér á landi? Það eru líkur til, að gott fræ- ár verði að þessu sinni, og á það rót sína að rekja til hins góða árferðis í fyrra. Þó sleit ofviðri í vor mikið af reyniberjum af trjám, svo að vera kann að hörgull verði á reyniviðarfræi. í haust verður birkifræi safnað í skógum víðsvegar um landið, og því sáð í tilraunareiti, í því skyni að komast að raun um, hvort hér á landi er um að ræða aðeins eina tegund birkis, eins og talið hefir verið, eða fleiri. Mér þykir grunsamlegt, hversu skógar á Vestfjörðum eru miklu kræklóttari en skógar norðan lands, austan og suðaustan. Ég þykist og sjá þess merki, að Bæj- arstaðaskógur sé annarrar teg- undar en aðrir íslenzkir skógar og hið sama gildir um einstök tré á Þórsmörk. Mér virðast einkenni benda til þess, að þar séu bast- arðar milli hinnar norrænu birkitegundar og Mið-Evrópu- birkis, en í öðrum skógum vaxi aðallega birki af norræna kyn- inu. Úr þessu vil ég fá skorið með samanbvrðartilraununum, sem efnt verður til í haust. 60—80 þúsund skógar* plöntur úr uppeldis- stöðvunum. Uppeldisstöðvar fyrir íslenzkar skógarplöntur eru nú þrjár: Að Múlakoti, Vöglum og Hallorms- stað. Fengust þaðan 30—40 þú$- (Framh. á 4. síðu) Bíndur hungursneyð enda á styrjöldina í vetur? Þjóðverjar herða nú óðum loftárásirnar á hendur Eng- lendingum. Ýmsir telja það merki þess, að innrásin sé í vændum og vilji Þjóðverjar áð- ur kynnast loftvöxnum Breta til hlítar. Aðrir telja þessar loftárásir merki þess, að Þjóð- verjar séu hættir við innrásar- fyrirætlanir sínar — a. m. k. á þessu sumri — og hugsi sér að þreyta Englendinga með sí- felldum loftárásum á borgir og bæi, jafnframt því sem þeir láta ekkert ógert til að hindra að- flutninga til Englands. Styrjöldin breytist þá aftur í það, að verða einskonar hafn- bannsstríð, eins og á síðastliðn- um vetri. Sá ber sigur úr být- um, sem fyrr getur svelt and- stæðinginn inni. í slíkri styrjöld hefir Þýzka- land nú miklu verri aðstöðu en síðastliðinn vetur. Bretar leyfðu þá flutninga til Noregs, Dan- merkur, Hollands, Belgíu og Frakklands, en hafa nú stöðv að þá alveg, sökum hernáms Þjóðverja. Þjóðverjar verða því einnig að sjá fyrir þessum þjóð- um að því leyti, sem þær geta það ekki sjálfar. Frá þessum löndum berast stöðugt eindregnari fregnir um, að stórfelldur skortur sé þar yfirvofandi. Hoover fyrv. Bandaríkjaforseti hefir látið svo um mælt, að fullkomin hungursneyð vofi yfir 18 millj. manna í þessum löndum inn an jítijs tíma. Það er líka auðheyrt á þýzka útvarpinu, að Þjóðverjar óttast hungúrsneyð á meginlandinu. Það ræðst harðlega á Breta fyrir þá grimmd, að ætla að svelta konur og börn og reyna að neyða Þjóðverja þannig til uppgjafar. Þeirra skoðana gætir nokkuð, að hungursneyðin, sem verði á meginlandinu í vetur, muni ráða úrslitum styrjaldarinnar og tryggja Bandamönnum sig ur á komandi vori. Þessar skoðanir eru byggðar á eftirfarandi: A. Síldveiðamar. — Úr Arnarfirði. — Heimkoma 7 íslendinga. — Togari bjargar skipbrotsmönnum. — Tveir bæjarbrunar í Eyjafirði. Hinn 10. ágúst voru, samkvæmt veiði- skýrslum, komnir til vinnslu 1590 þús. hektólítrar bræðslusíldar og 10216 tunn- ur saltsíldar. Um svipað leyti í fyrra- sumar nam bræðslusildin 814 þúsund hektólítrum og saltsíldin 50 þúsund tn. 1938 var mjög mikill síldarafli og veiði- fengur um þetta leyti orðinn 1093 þús- und hektólítrar bræðslusíldar og 140 þús. tunnur saltsíldar. Aflahæstu veiði- skipin eru Tryggvi gamli með 15250 mál síldar, Ólafur Bjarnason, 14980 mál og vélbátarnir Gunnvör, 12328 mál, og Dagný með 12314 mál. Svo mikill land- burður síldar hefir verið síðustu dægur, að um 50 skip bíða losunar á Siglufirði, og hefir stjórn síldarverksmiðjanna að nýju gripið til þess ráðs að fyrirskipa veiðiskipum að bíða í höfn eftir að afli þeirra hefir verið settur á land. Er þetta eins og áður gert til þess að koma í veg fyrir, að síldin liggi i skipunum og skemmist áður en hún er tekin til vinnslu. í Raufarhöfn bíða milli 10—20 veiðiskip. Það má til einsdæma teljast, að í 40 daga samfleytt hefir síld aflazt fyrir Norðurlandi á hverjum einasta degi. Enn er ógrynni síldar á miðunum, eins og bezt má marka af aflabrögðun- um seinustu dægrin. t t t Jens Hermannsson skólastjóri í Bíldudal við Arnarfjörð ritar Tímanum eftirfarandi tíðindi úr Amarfirði: — Vorveðrátta var hér köld, óstöðug og úrkomusöm og óhagstæð til landg og sjávar. Fiskafli var rýr, nema á drag- nótabáta. Báturinn, sem tilbúinn var til dragnótaveiða strax og hún var leyfileg, fékk mikinn afla fyrstu dag- ana, að sögn 900 kr. í hlut fyrstu vik- una. Eftir það fór afli dvínandi, enda hamlaði ótíð og aflaleysi er leið á sum- arið. Búizt er við góðum haustafla, enda líkur til að kolkrabbi taki að ganga á næstunni, en honum fylgir venjulega góður fiskafli. Tveir vélbátar hafa bætzt í bátaflota þorpsins, annar 20 smálestir, hinn 12. Frystihúsið er að færa út kvíamar með nýjum viðbygg- ingum og auknum vélakosti. — Gras- spretta er tæplega i meðallagi og spretta í görðum rýr. — Sundnámskeið með 20—30 nemendum stóð yfir í Reykjarfirði í Suðurfjörðum um mán- aðamótin síðustu. Sundlaugamefnd, síðustu leyfar af ungmennafélagi, hefir haft forgöngu um sundmálin í nokkur ár. Réðist hún s. 1. vor í það, að kaupa járnvarinn skúr og flytja til Reykj- arfjarðar og gera úr honum íbúðar- skála fyrir sundnemana, með viðbyggðu eldhúsi. Er þar með tryggt húsnæði fyrir þá, sem vilja nota sér laugina að sumrinu, fyrst og fremst börn, en einn- ig aðra. Sundkennari er Jens Magnús- son íþróttakennari. Lítill vélbátur, 32 smálestir að stærð, sem þeir Gunnar Guðjónsson skipa- miðlaði og Gísli Jónsson vélstjóri festu kaup á í Danmörku i sumar, kom í fyrri nótt til hafnar 1 Reykjavík. Voru á honum fimm menn, auk þeirra Gisla og Gunnars. Voru það Láras Blöndal skipstjóri, Konráð Jónsson verzlunar- maður hjá S. í. S., Björgvin Frederik- sen vélfræðingur, og læknarnir Úlfar Þórðarson og Theodór Skúlason. — Báturinn lagði af stað frá Frede- rikshavn í Danmörku 21. júlímánað- ar og var því þrjár vikur á leiðinni hingað. Urðu þeir félagar fyrir nær vikutöf í Kristianssandi í Noregi. Þeir komu víðar við í Noregi og sömuleiðis í Færeyjum.og urðu þar og fyrir nokkr- um töfum. En að öllu leyti gekk ferðin vel og slysalaust. Bátur þeirra félaga ber nafnið Frekjan. t t r Togarinn Skutull frá ísafirði bjarg- aði nýlega 27 sænskum skipbrotsmönn- um. Hafði skip þeirra, Atos, verið skot- ið í kaf af kafbáti undan vesturströnd Skotlands. Skipbrotsmennimir voru í tveimur björgunarbátum. Skutull flutti mennina til Fleetwood í Englandi. r t r Nýlega hafa tveir bæjarbrunar orðið í Eyjafirði. Að Neðri-Vindheimum brunnu bæjarhús á sunnudaginn var og varð litlu bjargað af húsmunum. Brann timburbaðstofa til grunna og innviðir úr steinhúsi. Að Uppsölum brann torfbær á fimmtudaginn. Eyði- lagðist matur og fatnaður, sem þar var geymdur, en ekki var búið í bænum. Skemmdir urðu á íbúðarhúsi, sem á- fast var torfbænum. Alan Brooke, yfirhershöfðingi breska landhersins í Bretlandi. 1. Uppskera er óvenjulega lítil á meginlandi Evrópu. 2. Samgöngukerfi megin- landsins getur ekki annazt dreifingu varanna, jafnvel þótt þær væru fyrir hendi, eins og því er háttað nú. Járntarautir og bílar geta ekki bætt á sig, nema litlum hluta þeirra flutn- inga, sem áður hafa farið sjó- leiðina. Takist meginlandinu, segja þessir menn, að þola hafnbann Breta í vetur, mun það þola það enn betur framvegis. Næsta sumar verður hægt að koma samgöngukerfi meginlandsins í lag, meðal annars með tilliti til flutninganna frá Rússlandi, og það er ekki ástæða til að ætla, að uppskeran verði eins léleg næstu árin og hún er nú. í þessu sambandi má minna á það, að Bretar sögðu síðast- liðinn vetur, að Rússar gætu ekki hjálpað Þjóðverjum veru lega 1—2 næstu árin, sökum samgönguvandkvæða. Það er nú unnið að því að bæta úr þeim og verður gert ennþá meira, ef styrjöldin heldur áfram. Það virðist því ekki fjarri lagi, að reikna með því, að meginlandið þoli hafnbann Breta framvegis, ef það stenzt það í vetur. Þetta er nú eitt helzta um ræðuefni heimsblaðanna. Sum- ir blaðamennirnir segja: Vegna þeirrar hættu, sem Þjóðverjum stafar af hungursneyð á megin landinu í vetur, verða þeir að reyna að sigra Breta í haust. Aðrir segja: Ef innrás þýzka hersins í Bretland misheppnast, mun hann biða þann álits- hnekki, er mun ásamt hung- ursneyðinni, brjóta niður þrótt þýzk'u þjóðarinnar. Þannig hlj.óða spárnar nú Eftir fáa daga kunna þær að verða breyttar og úrslitabar áttan milli tveggja helztu stór velda Evrópu um garð gengin. 4ðrar fréttir. 79. Iilað Þjóðverjar gerðu í gær og fyrradag stórfelldar loftárásir á ýmsa bæi á suðurströnd Eng- lands. Meðal annars gerðu þeir árás í gær á Portsmouth, þar sem er hið mikla herskipalægi Breta, og unnu þar nokkurt tjón. Bretar segjast hafa skotið niður 66 þýzkar flugvélar í fyrradag og 39 í gær. Sjálfir segjast þeir hafa misst 35 flug- vélar báða dagana. ítalir hafa orðið mikinn liðs- safnað við landamæri Egipta- lands. Er búizt við þvi, að þeir muni hefja innrás í landið þá og þegar. Flugvélaframleiðslan i Banda- ríkjunum eykst stöðugt. Fjöldi nýrra flugvélaverksmiðj a er í smíðum. Gert er ráð fyrir, að um næstu áramót verði fram- leiddar í Bandaríkjunum um 5000 hernaðarflugvélar á mán- A víðavangi STRÍÐSTRYGGING FASTEIGNA. Undanfarið hafa verið gerðar hér ýmsar varúðarráðstafanir vegna loftárásarhættunnar. Menn treysta því að vísu í lengstu lög, að sú hætta sé hverfandi lítil, en bezt er þó að vera undir allt búinn. Ein ráð- stöfun, sem annars staðar er talin nauðsynleg í þessu sam- bandi, er stríðstrygging fast- eigna. Ef verulegt tjón yrði á eignum af völdum loftárásar eða annarra hliðstæðra styrj- aldaraðgerða myndi það opin- bera áreiðanlega þurfa að gera einhverjar sérstakar skaðabóta- ráðstafanir. Það virðist í alla staði heppilegast, að þessar ráð- stafanir verði gerðar í tæka tíð. Mun ríkisstjórnin líka hafa þessi mál til sérstakrar athug- unar og ætti að mega vænta á- kvarðana hennar sem fyrst. Virðist það eðlilegast, að kom- ið verði á sértryggingu fast- eigna vegna þessarar hættu og mætti endurgreiða tryggingar- féð, þegar hættan er liðin hjá. Vátrygging þessi ætti sennilega að ná til skipa, sem ekki eru í millilandaferðum. VÁTRYGGING SKIPA. Undanfarna mánuði hefir farið stórfé úr landinu vegna stríðstrygginga íslenzkra skipa, sem eru í millilandaferðum. Hefir þetta aukið hinar „duldu greiðslur“ svo milljónum kr. skiptir. Er það mál, sem er vert nákvæmrar athugunar, hvort ekki sé hægt að gera vátrygg- ingar skipa algerlega innlend- ar og hindra þannig, að stórfé flytjist árlega úr landinu, án þess — og það er að vissu leyti æskilegt — að nema lítill hluti þeirrar fjárhæðar endur- heimtist. Ætti ríkisstjórnin að taka þetta mál til ítar- legrar íhugunar í sambandi við þá stríðstryggingu fasteigna, sem minnst er á hér á undan. MANNGREINARÁLIT. Sú ráðstöfun lögreglustjóra að láta taka ölæðinga „úr um- ferð“ nýtur vaxandi viðurkenn- ingar bæjarbúa. Alþýðublaðið og Morgunblaðið halda þó áfram nöldri sínu út af þessu máli og gera þá kröfu, að það sama sé ekki látið ganga yfir alla. Það eigi aðeins að taka þá, sem valdi óskunda! Nánara skýrt þýðir þetta það, að lög- reglan eigi ekki að skipta sér af hinum svonefndu „heldri“ mönnum, ef hún sér þá ölóða, en eigi hinsvegar að taka þá, sem lægra eru settir í mann- félagsstiganum. Slíkar undan- þágur myndu óðar gera um- ræddar ráðstafanir lögreglu- stjóra að hreinum skrípaleik. Lögreglustjóri lætur því von- andi árásir þessara blaða engin áhrif hafa á framkvæmdir sín- ar. Og meðal almennings ættu þau að hljóta verðskuldaöa andúð fyrir þá viðleitni að reyna að fá lögregluna til að fara í manngreinarálit við störf sín. uði, og eiga Bretar að fá 3000 af þeim, en Bandarikjaherinn 2000. Bretar eru búnir að tryggja sér 3000 flugvélar frá B'andaríkjunum á hverjum mánuði árin 1941 og 1942. í Albaníu helir verið mjög róstusamt undanfarið og hefir iðulega komið til blóðugra á- taka milli Albaníumanna og ít- alskra yfirvalda. Um 400 manns hafa fallið í þessum óeirðum. Sextán blaffamenn hafa verið handteknir í Noregi fyrir að óhlýðnast fyrirmælum Þjóð- verja. Kommúnistar i Helsingfors reyna nú daglega að stofna til óeirða, en eru mjög fáliðaðir. Rússnesk blöð taka málstað þeirra mjög eindregið og (Framh. á 4. síðu)

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.