Tíminn - 13.08.1940, Qupperneq 3
79. blaft
l>rigjinlaginn 13. ágúst 1940
315
ANNÁLL
Dánarmliuimg.
Guðmundur Gunnarsson frá
Tindum andaðist að heimili sínu
í Stykkishólmi að kvöldi hins
28. júní sl., eftir stutta legu.
Banamein hans var heilabólga.
Guomundur var Breiðfirðingur
að ætt, og ól allan aldur sinn
við Breiðafjörð og á Breiðafirði.
Hann var fæddur að Tindum í
Skarðshreppi hinn 12. okt. 1878,
og dvaldi hann þar hjá foreldr-
um sínum fram undir tvítugs
árin, en þá fór hann að heiman.
Stundaði hann einkum sjóróðra
við Breiðafjörð og víðar, en
fékkst við bókband og barna-
kennslu á vetrum. Engrar skóla-
menntunar naut hann í æsku,
en aflaði sér staðgóðrar þekk-
ingar með lestri góðra bóka og
var bæði víðlesinn og fróður.
Snemma bar á því, að Guð-
mundur var vel hagorður, þótt
hann flíkaði því lítt á yngri
árum, en seinna urðu margar
lausavísur hans landskunnar, og
síðastliðinn vetur gaf hann út
ljóð sín og lausavísur og nefndi
bókina Tinda. Mun bókin þegar
vera komin á mörg heimili við
Breiðafjörð og víðar um landið.
Með Guðmundi er hniginn í val-
inn einn af hinum traustbyggðu
sonum íslenzkrar sveitamenn-
ingar. Hann var, eins og margir
bænduT við Breiðáfjörð, jafn-
vígur á landi og sjó, fróðleiks-
fús, með haga hönd. Hin síðústu
ár æfi sinnar vann Guðmundur
að bókbandi meiri hluta ársins,
en 1 þeirri iðn hafði hann aðeins
notið tilsagnar eins til tveggja
mánaða tíma á yngri árum sín-
um, en var þó mjög eftirsóttur
af bókamönnum til þeirra
starfa. Börn hans eru hin mann-
vænlegustu og eru synir hans
þrír á lífi og ein dóttir. Son sinn
um tvítugt misstu þau hjón síð-
astliðinn vetur, en hann var þá
við smíðanám í Reykjavík, hjá
frænda sínum, Gísla Skúlasyni
frá Skáleyjum. Er mikill harmur
kveðinn að eiginkonu og börn-
um hins látna, að hafa mátt sjá
á bak á sama ári ástfólgnum
bróður og syni og föður og ekta,-
maka. — Guðmundur var
greindur maður og gjörhugull
og fór ekki ætíð troðnar leiðir
í skoðunum sínum. í stjórnmál-
um fylgdi hann Framsóknar-
flokknum að málum, en í kosn-
ingastökum sínum vóg hánn til
beggja handa og miðaði ekki
yrkisefni sín við flokka eða
flokkspólitík. — Kona Guð-
mundar er Sigurborg Sturlaugs-
dóttir frá Akureyjum á Gilsfirði,
og er sú ætt fjölmenn og vel-
þekkt við Breiðafjörð.
S. J.
ÍÞRÓTTIR
Héraðsmót
Ungmennasambands Vestur-
Húnvetninga.
Samband ungmennafélaga í
Vestur-Húnavatnssýslu hélt sitt
árlega héraðsmót að Hvamms-
tanga sunnudaginn 14. júlí
síðastliðinn. Skúli Guðmunds-
son alþingismaður setti mótið
með ræðu, frú Guðrún Ágústs-
dóttir úr Reykjavík söng nokk-
ur lög, með undirleik Björns G.
Björnssonar á Hvammstanga,
en síðan fór fram íþróttakepp li
í allmörgum greinum. Vo. u
þátttakendur í íþróttunum ur
fimm ungmennafélögum, sem
eru í sambandinu. — Beztu af-
rek í íþróttunum voru þessi:
100 metra bringusund:
Rögnvaldur Rögnvaldsson úr
U. M. F. Grettir, 1,52 mín.
Hástökk:
Gunnlaugur Jónsson frá Fossi,
úr U. M. F. Dagsbrún, 1,65 m.
Langstökk:
Bjarni Pétursson, úr U. M. F.
Dagsbrún, 5,62 metra.
Kúluvarp:
Jón B. Rögnvaldsson, úr í-
þróttafél. Hvammstanga, 10,54
mtr.
Kringlukast:
Bjarni Pétursson, úr U. M. F.
Dagsbrún, 28,57 mtr.
100 metra hlaup:
Hannes Þórðarson, úr U. M. F.
Víðir, 13,5 sek.
800 metra hlaup:
Þórir Daníelsson, úr U. M. F.
Grettir, 2,28 mín.
4000 metra hlaup:
Björn Einarsson, úr U. M. F.
Dagsbrún, 13 mín. 13,9 sek.
í boðhlaupi milli U. M. F.
Dagsbrún og U. M. F. Fram-
tíðin, sigraði Framtíðin.
Knattspyrnukappleikur fór
fram milli knattspyrnufélags-
ins Óðinn á Blönduósi og knatt-
spyrnuliðs sambands ung-
mennafélaganna í Vestur-
Húnavatnssýslu, og sigraði
sambandsliðið með 3 mörkum
gegn 2.
Eftir að íþróttakeppninni
lauk söng karlakórinn „Banda-
menn“, undir stjórn séra Jó-
hanns Kr. Briem á Melstað,
nokkur lög, en síðan var stig-
inn dans.
Héraðsmótið var fjölsótt,
enda veður svo gott sem bezt
yarð á kosið.
Héraðsmót
Ungmennasamb. Dalamanna.
Þann 28. júlímánaðar síðast-
liðinn hélt Ungmennasamband
Dalamanna árlegt héraðsmót
sitt að Sælingsdalslaug í
Hvammssveit.
íþróttakeppni mótsins lauk
eins og hér segir:
Sund, 1000 metrar:
1. Torfi Magnússon (Stjarn-
an) á 18,20,6 m. 2. Ketilbjörn
Magnússon, frá sama félagi, á
20 mín. 23,2 sek.
Sund, 100 metrar:
1. Torfi Magnússon (Stjarn-
an) á 1 mín. 27,3 sek. 2. Ást-
valdur Magnússon (Stjarnan) á
1 mín. 29,8 sek. 3. Ketilbjörn
Magnússon á 1 mín. 33 sek.
Langstökk:
1. Ástvaldur Magnússon
(Stjarnan) 5,75 m., 2. Harald-
ur Þórðarson (Stjarnan) 5,53
m., 3. Kristján Jakobsen (Unn-
ur djúpúðga), 5,39.
Hástökk:
1. Ástvaldur Magnússon
(Stjarnan), 1.45 m., 2. Harald-
ur Þórðarson, 1.43 m., 3. Krist-
ján Jakobsert, 1.40 m.
Hlaup, 100 metra.
1. Ástvaldur Magnússon á
12,8 sek., 2. Haraldur Þórðar-
son á 13 sek. Ekki kom til úr-
slita um þriðja mann í þessari
keppni.
Hlaup, 4000 metrar:
1. varð Haraldur Þórðarson
(Stjarnan) á 13 mín. 34,8 sek.,
2. Gísli Ingimundarson (Stjarn-
an) 13 mín. 39,4 sek., 3. Evert
Sigurvinsson(Stjarnan) 15 mín.
Drengjahlaup, 200 metra:
1. Bragi Húnfjörð (17. júní)
29,3 sek., 2. Bjarni Magnússon
(Unnur djúpúðga) 32,4 sek., 3.
Steingrímur Benediktsson (Unn-
ur djúpúðga) 36 mín.
Kappsláttur (14X14 m.):
1. Magnús Sigurjónsson(Unn-
ur djúpúðga) 10 mín. 45 sek.
Hann hlaut nú í annað skipti
1. verðlaun í kappslætti, sem
er silfurskjöldur, er vinnst til
eignar í 3ja sinn. 2. Guðmundur
Hjartarson (Unnur djúpúðga)
13 mín. 8 sek., 3. Gestur Sveins-
son (Dögun) 14 mín.
Að loknum íþróttum flutti
gj aldkeri Breiðfirðingafélagsins
í Reykjavík, Snæbjörn Jónsson,
ávarp, en Andrés Straumland
ræðu. Ólafur Benteinsson og
Sveinbjörn Þorsteinsson sungu.
Loks var dansað.
Samkomuna sótti nokkuö á
fimmta hundrað manns. Veður
var milt og stillt mestan hluta
dagsins.
Kopar,
aluminium og fleiri málmar
keyptir í LANDSSMIÐJUNNI.
Auglýsið í Tímamim!
saka hve margar íslenzkar stúlk-
ur rækju verzlun með sjálfar sig
við höfnina, og kom í ljós, að
þær voru ekki færri en 40, áður
en hernámið kom. Öll rannsókn
lögreglunnar benti á, að þessar
stúlkur dreifðu kynsjúkdómum
bæði um bæinn og ekki ósjaldan
til aðkomumanna, sem þekktu
lítt þann undirheim, sem er að
myndast í þessu efni. Lögreglu-
stjórinn sneri sér til Alþingis og
bað um lagaheimild til að banna
kvenfólki, sem var grunsamlegt
í þessu efni, dvöl við höfnina. Ég
tók við frv. til flutnings, og þótti
gott að sjá, hve mikill væri á-
hugi landlæknis að nota þetta
tækifæri til manndómsaðgerða í
baráttu móti kynsjúkdómum. —
Var þetta eins konar próf á land-
lækni á útmánuðum 1940. Hann
stóðst prófið ekki sem bezt. Hann
fór til nefndarmanna í báðum
deildum, blekkti þá með undir-
róðri sínum, og vegna hans á-
hrifa var frumvarpinu breytt á
þann hátt, að það var gersam-
lega þýðingarlaust. Ég lét mér í
það sinn nægja að gefa land-
lækni tækifæri til að sýna mátt
sinn og getu í baráttunni við
kynsjúkdómana. Síðan hefir
hættan stóraukizt í þessum efn-
um, við ótölulegar skipkomur og
návist margra þúsunda her-
manna úr fjarlægum löndum. En
ekkert hefir orðið vart við varn-
arráðstafanir í þessu efni frá
heilbrigðismálastj órninni, hvorki
í ræðu né riti, og heldur ekki í
stjórnarframkvæmdum. Þess var
heldur ekki að vænta, úr þvi
landlæknir sá ástæðu til að
vinna á móti réttmætri viðleitni
lögreglunnar, meðan aðstaðan til
þess var greið og góð. Það má
þess vegna fullyrða, að yfirstjórn
heilbrigðismálanna sefur vært og
draumlaust, í sambandi við þann
háska, sem vofir yfir þjóðinni
vegna kynferðissjúkdóma.
XI.
Landlæknir hefir útvegað sér,
eða nefndum, sem hann ræður
yfir, lagaheimildir til að láta,
undir vissum kringumstæðum,
með læknisaðgerðum, gera karla
og konur óhæfar til að eiga af-
kvæmi, og til að leyfa fóstureyð-
ingar, þegar sérstaklega1 stendur
á, en lögbanna læknum slíkar til-
tektir endra nær. Bæði þessi
málefni eru vandasöm og mikils-
verð. Fyrir duglegan og ráð-
snjallan landlækni var hægt að
gera þjóðinni mjög mikið gagn
með þessu. En ef ódugnaðar og
hirðuleysis gætti í meðferð þess-
ara heilbrigðismála, má segja,
að verr væri af stað farið en
heima setið.
Það er eitt af mestu meinum
mannkynsins, að ýmsar tegundir
af fólki, sem er andlega, siðferði-
lega eða líkamlega vanheilt,
eigi afkvæmi, sem verða mann-
félaginu til byrði og margháttaðs
tjóns. Fyrir nokkrum árum kom
í ljós, að ein glæpamannafjöl-
skylda, hafði kostað Bandaríkin,
í nokkrum ættliðum, 500 milljón-
ir dollara. Jafnvel í litlu þjóðfé-
lagi, eins og á íslandi, er um tölu-
vert að ræða af úrkynjuðu fólki,
sem sýnilega á ekki að hafa leyfi
til að verða foreldrar. Þar að
auki er önnur og gerólík hlið á
málinu. Má þar nefna konur, er
alið hafa mörg börn, og þola ekki
að eiga fleiri afkvæmi. Það má
telja fullvíst, að allar slíkar kon-
ur óski ekki að eiga fleiri af-
kvæmi, m. a. til að geta hlúð að
börnum þeim, er þær hafa alið.
Það er skemmst af því að segja,
að landlæknir hefir látið sér að
mestu nægja að fullnægja skrif-
stofusýki sinni, hafa heimild til
að gera gagn, en gera það ekki.
Það er skylda landlæknis að
fræða þjóðina um þessa gagn-
legu heimild, og afla sér stuðn-
ings frá borgurum landsins til að
geta gert þessa löggjöf meira en
pappírslöggjöf. En enginn hefir
orðið var við slíka liðsbón. —
Heilsulausar mæður njóta líti'llar
verndar af þessari löggjöf. Og
glæpamenn, sem fara stelandi
um landið, og hæla sér af að hafa
setið í frægustu fangelsum stór-
þjóðanna, fá að framlengja stofn
sinnar góðu ættar, án þess að
heilbrigðisstjórnin hreyfi bandið
frá augunum.
Ekki hefir landlæknir staðið
betur á verði í málinu um fóstur-
eyðingar. Til héraðslækna og
ýmsra almennra lækna koma ár-
lega ekki fáar konur, bæði giftar
og ógiftar og óska eftir aðgerð til
eyðingar fóstri. í einu meðalstóru
læknishéraði báðu tíu stúlkur
um slíka aðstoð sama árið. —
Læknirinn neitaði um alla hjálp
í þessu efni. Þær hurfu burt úr
héraðinu til staða, þar sem þeim
var betur tekið með erindi sín.
Það er á almennu vitorði,aðólög-
legar fóstureyðingar hafa eng-
an veginn horfið með lagaboði
því, sem landlæknir fékk til veg-
(Framh. á 4. síöu)
Betamon
er bezta rotvamarefnið.
Betamon tryggir rabar-
bara- og berjageymsluna í
sykurleysinu.
fHEHIBX
Kirkjustræti 8B. Sími 1977
NmiOiiiii vélar
fyrir siii)örs;iinlöj:
með tilheyrandi áhöldum í samráði við sérfræðing í mjólkuriðnaði
Vélaverkjstæðið Laugaveg 68.
Sigurður Sveinbjörnsson. Sigurlinni Pétursson.
5753 sími 5753.
Innheimtumenn!
V innuikór
Gjalddagi Tímans var 1. júlí.
Nú er því kominn timi til að
hefjast handa. Vinnið ötullega
að innheimtu Tímans í sumar
og haust, eins og að undanförnu,
og sendið innheimtu blaðsins
skilagrein við fyrstu hentug-
leika.
INNHEIMTAN.
Vaínsleður með lcður- og
gúmmí-sólum fyrirllggjandi. -
GeSjun — Iðunn
Aðalstrœtl.
íþrótlafulilrúi.
Nú er hagkvæmt
að baka brauðín
heima
• * JL
Hveiti........0.70 kgr.
Rúgmjöl.......0.65 —
Kjarnahveiti .. 0.70 —
Lyftiduft.....5.00 —
5% t pðniuti
lei^piajj^wuptíi ejjlui á)ii6
^ökaupíélacjiá
íþróttafulltrúastarfið, samkvæmt 3. gr. íþróttalaganna, er
laust til umsóknar.
Umsóknir skulu sendar kennslumálaráðuneytinu fyrir 31.
ágúst næstkomandi.
Árslaun kr. 5700.00, auk verðlagsuppbótar.
Kennslumálaráðuneytið, 9. ágúst 1940.
Vinnið ötullet/a fyrir
Tímunn.
Hreinar
léreftstuskur
kaupir
Prentsmiðjan Edda
Lindargötu 1 D.
Símanúmer
bókaútgáfu Menningarsjóðs og
Þjóðvinafélagsins, er
8909.
384 Margaret Pedler:
fyrir ekki. Hún gat ekkert sagt eða gert,
sem hafði hin minnstu áhrif á Poppy.
Að lokum setti Poppy henni úrslitakosti.
„Ég skal láta yður fá tveggja daga
frest til framkvæmda. Ef þér verðið ekki
búnar að játa allt á yður innan þess
tíma, þá bregst ég heiti mínu við Blair
og segi herra Frayne allan sannleikann
sjálf. En ég ætla að gefa yður tækifæri
til þess að segja honum það sjálf. Poppy
þagnaði og horfði á Fjólu með spottandi
meðaumkvun. Hin næma eðlisávísun
blés henni allt í einu dálitlu í brjóst og
hún bætti við: „Þér ættuð að segja hon-
um það sjálfar, hann verður fljótari til
að fyrirgefa yður með því móti.“
Síðustu orð Poppy endurómuðu í huga
Fjólu, eftir að hún var orðin ein: „Hann
verður fljótari til að fyrirgefa yður með
því móti.“ Henni var ljós sá sannleikur,
sem í þeim fólst. Hún hafði aðeins um
það að velja, að segja Candy sjálf allan
sannleikann, eða láta einhvern annan
gera það. Það hlaut að verða henni í
hag að játa sjálf, þótt seint væri. Henni
var engin önnur leið opin, engin önnur
hugsanleg leið. Hin heita og hlífðar-
lausa ákefð Poppy hafði auk þess vakið
í brjósti hennar ofurlitla, gamla og dott-
andi iðrunarkennd. Hún hafði alla æfi
verið svo önnum káfin við að afla sjálfri
LaUn þess liðna 381
1 mállausri undrun? Svo reyndi hún að
halda sjálfsvaldi sínu og ypti öxlum.
„Verið þér nú ekki að neinni vitleysu.
Finnst yður líklegt, að ég fari að segja
honum það, ha? .... En ég vil ekki
heldur að þér gerið það. Hlustið þér nú
á mig: Ég skal gefa yður hvað sem þér
viljið, borga yður hvað sem er, ef þér
viljið aðeins halda þessu öllu leyndu.“
„Borga mér?“ Poppy lagði takmarka-
lausa fyrirlitningu í þessi orð. „Ég
vildi ekki einu sinni snerta hina skít-
ugu peninga yðar! Þér getið ekki gefið
mér nokkurn skapaðan hlut, sem ég
myndi meta þess að þakka fyrir hann,
hvað þá meir.“
„En ég bið yður að halda þessu
leyndu, þó ekki sé nema af vorkunn-
semi! Við erum svo hamingjusöm, við
Candy, eins hamingjusöm og þér og
yðar maður.“
„En við erum ekki hamingjusöm."
Poppy sagði þetta af þunga, næstum
illilega. „Það er einmitt aðalatriðið.
Blair verður að verða hamingjusamur
og hann skal verða það. Við getum ein-
ar komið því til leiðar, þér og ég. Hann
vill giftast ungfrú Frayne.“
„En hann getur það ekki!“ hrópaði
Fjóla upp yfir sig. „Hann er giftur yð-
ur.“
„Huh! Það eru margar leiðir til þess