Tíminn - 03.09.1940, Page 2

Tíminn - 03.09.1940, Page 2
338 TÍailM, lirfgijiidaginm 3. sept. 1940 85. blað Málefni Reykjavíkurbæjar ‘gímiwt Föstudaginn 30. ágúst F ramkvæmdír efitir strlðíð Það hefir komið fram nokkur skoðanamunur milli Tímans og kaupmannablaðanna um, hversu nota skuli það fé, sem í bili sparast við það, að byggingar- framkvæmdir af öllu tagi leggj- ast nú í dá. Kaupmannablöðin mæla með auknum innflutn- ingi til augnabliks neyzlu. Þeir, sem vinna að verzlun myndu fá meiri eyðslutekjur nú sem stendur, og eftir stríðið, þegar þarf að byrja að byggja og framkvæma og bæta úr undan- genginni kyrrstöðu, þá er eng- inn forði til, ekkert nema verð- hrunið og kreppan, sem fylgir stríðslokunum. Tíminn hefir aftur á móti lagt til, að hand- bært fé yrði sparað sem mest, borgaðar erlendar skuldir, og komið upp varasjóði til að mæta hinum eðlilegu vaxtarþörfum eftir stríðið. Það er mjög senni- legt, að kosningarnar í vor snúist um þessi núverandi við- horf. Mér finnst óþarflega mikill dugnaður af kaupmannasinn- um, að vilja endilega eyða þeim hluta af afrakstri þjóðarstarfs- ins, sem á undanförnum árum hefir gengið til verklegra fram- kvæmda á þann hátt, að þessir fjármunir verði sama sem að engu. Öll skynsamleg athugun bendir til, að við höfum skyn- samlega þörf til að spara frem- ur en eyða á gálauslegan hátt. Landið okkar er komið inn í bylgju heimsátakanna, við ósk- um að vera utan við, en við getum ekki ráðið við, að ís- lenzkum skipum veðri sökt, eða mikið af eigum landsmanna farizt á annan hátt í styrjöld- inni. Hér skal ekki fjölyrt meira um þá hlið. Við unnum friði, höfum búið okkur undir frið, en ekki ófrið. Samt erum við í óþægilegri nálægð viö heimsstyrjöldina, með allri hennar eyðingu. Menn vona auðvitað, að enn sem fyr verði hin afskekkta lega landsins út í reginhafi norður við heimskautabaug ís- lendingum til bjargar, og að eftir stríðið geti þeir, sem þá lifa, byrjað að gera mikil átök við þjóðnýtar framkvæmdir. Ég vil hér nefna fimm stór fram- tíðarmál, sem ástæða er til að gefa vandlega gaum að, rann- saka á meðan stríðið stendur og hefja framkvæmdir jafnskjótt og friður kemst á, ef þess er nokkur kostur. Þessi fimm mál eru innlend áburðarframleiðsla, sementsgerð, saltvinnsla, þilborð úr undirristu og brúnkol úr mó. ísland á öll þau efni til, sem þarf til þessara hluta. Hér eru öll þau efni, sem þarf í hinn svokallaða tilbúna áburð.Hér eru efni í sement, hér er seltusjór og jarðhiti, nóg af mó til brún- kolagerðar, og undirrista í þil- borð miklu meira en hægt er að nota á íslandi. Fyrir nokkrum árum lét ráðu- neyti Hermanns Jónassonar gera allmiklar athuganir að því er snerti skilyrði til áburðar- vinnslu og sementsgerðar. Efnin eru öll til, en aðstaða með stein- límsgerð er vitanlega ekki jafn góð og í sumum næstu löndum. En samt eru allar líkur til, að hér megi koma á þessum iðn- aði, ef þjóðin sýnir þrek og kjark og vill verða sjálfbjarga. Um áburðarverksmiðju er það að segja, að sú iðja er að miklu leyti á valdi þýzks hrings, og meðan stríðið stendur er ekki hægt að verzla hér með þá vöru. Það er vitaskuld erfitt fyrir litla þjóð, að keppa við heimsfirma. En íslendingum liggur lífið á að fá mikinn áburð, og ekki of dýran. Sænsku samvinnufélögin hafa um langa stund átt litla verk- smiðju hjá Stokkhólmi. Hún hefir framleitt áburð handa sænskum bændum. Þetta getum við líka gert, og gerum vonandi eftir stríðið. Áburðarleysið er hörmulegt böl hér á landi. Mik- ið af gömlum túnum vantar á- burð, en nýræktina enn meira. í öllum kaupstöðum og kaup- I. Rökræffur um mál. Það hafa verið hafnar nokkr- ar umræður um stjórn Reykja- víkurbæjar, fjármálaástandið í bænum og atvinnulífið. Þess er full þörf vegna Reykjavíkur, og ekki síður vegna alþjóðar, að þessi vandamál séu rædd og reynt að gera sér .grein fyrir þeim. Ástandið í bænum er al- varlegt, það fær engum dulizt lengur. En það er miður vel far- ið, þegar slíkt vandamál er rætt, að inn í umræðurnar blandist persónulegar ádeilur, svo sem á hefir viljað bera. í opinberum umræðum um mál, hefir um margra ára skeið borið einna mest á skömmum og jafnvel níði um einstaka menn, og er það þjóðinni til lít- ils sóma. Þó hefir orðið breyt- ing á þessu til batnaðar síðan þjóðstjórnin tók við völdum. En því miður virðist ýmislegt benda til þess, að enn sé grunnt á tilhneigingu þessari hjá blöðunum, og að hann gæti orðið ráðandi á ný. Persónulegar skammir eru ýmist eins og reykur, sem dyl- ur kjarna málsins, eða eins og kastljós, sem beinist að per- sónunni, en málefnið sjálft hverfur í skuggann. Með þess- um hætti verða málefnin því ekki skýrð, heldur oft og einatt hið gagnstæða. Þessi aðferð er því handhæg fyrir þá, sem túnum, þar með talinn höfuð- staðurinn, er mikill og vaxandi áhugi fyrir ræktun. En alstað- ar er sama svarið. Fólkið vantar ábúrð, og sú vöntun er eins og járnhringur, sem heldur í skorð- um ræktun, sem annars myndi fæða og klæða þúsundir manna. Með því að koma upp brún- kolaverksmiðju á Akranesi eða Búðum til að nefna tvo staði, mætti um langa stund fá nóg eldsneyti til að hita hús, knýja áfram skip, og til brennslu við sementsgerð. Danir flytja ensk og þýzk kol til sementsgerðar í Álaborg. Á auðveldari hátt gætum við flutt innlent elds- neyti milli hafna á íslandi. í næsta blaði verður vikið að saltvinnslu, þilborðagerð og brúnkolagerð. Þjóðin þarf að hugsa um annað meira en augnablikserfiðleika. Hér er nóg af verkefnum fyrir dugandi menn. Og það á að vera nokkuð mikið af þeim á íslandi. Það getur verið alveg sérstakt tæki- færi að nota þá fjármuni, sem nú er unnt að spara, til að koma í framkvæmd stórvirkjum fyrir komandi kynslóðir. J. J. Á hverju hausti er slátrað sauðfé til sölu á 92 stöðum í landinu. Á þessa staði koma samtals um 5000 smál. af dilka- kjöti, sem þarf að selja. Undan- farin ár hefir nokkuð af kjöt- inu verið selt fryst til Englands og Norðurlanda (Svíþjóðar og Danmerkur), annar hluti hefir verið seldur sem saltkjöt, aðal- lega til Noregs, en afgangurinn hefir verið seldur innanlands nýr, frystur eða saltaður. Við Evrópustyrjöldina hefir aðstaða til kjötsölunnar breytzt. Allir saltkjötsmarkaðirnir hafa lokazt, og það eru litlar líkur fyrir, að þeir opnist, eða nýir komi í þeirra stað, sem hægt sé að selja kjöt á, frá komandi sláturtíð. Hins vegar eru líkur fyrir því, að takmarkanir á sölu freðkjöts til Englands, verði ekki meiri en það í haust, að þangað megi selja eins mikið kjötmagn og við þurfum, ef það er verkað við hæfi enskra kaup- enda. Það er því ekki sjáanlegt, að það geti komið til mála í haust, að verka saltkjöt, með von um að geta selt það út úr landinu. Hins vegar eru engar líkur til þess, að ekki megi selja allt okkar kjöt, ef hægt er að hafa það í frosnu útflutningshæfu á- hafa lélegan málstað. En þeir, sem eru sterkir málefnalega, græða mest á rökræðum. Þó getur það að vísu komið fyrir, að maður og málefni sé svo samanofið, að erfitt sé að draga markalínu þar á milli. Það væri áreiðanlega mikill ávinningur fyrir íslenzk stjórn- mál, ef persónuníðið gæti horf- ið úr blaðamennskunni, en í þess stað kæmu rökræður um mál. Rökræður eru alltaf og á öllum tímum nauðsynlegar — ekkert síður þótt hér sé þjóð- stjórn. Það dylst margt í myrkr- inu og þögn um öll málefni er einskonar myrkur. Rökræður eru þjóðinni lífsnauðsyn, enda grundvallaratriði í stjórnskipu- lagi hennar. Það er því fávíslegt að tala um það sem friðslit milli flokk- anna, þótt þá greini á um mál og rökræði þann ágreining. — Það er óheilbrigt að halda uppi níði í opinberum umræðum — en það væri ekki aðeins óheil- brigt heldur og hættulegt ef við legðum niður rökræður um mál á opinberum vettvangi. Það væri mikið tjón, ef við teldum okkur eiga aðeins um það að velja, að steinþegja um málin til þess að forðast að ræða þau með skömmuip og níði hver um annan. Þá færi okkur eins og ofdrykkjumanni, sem ekki treystir sér að bragða vín, án þess að drekka sig full- an, og verður því að ganga í al- gert bindindi til þess að vera ekki sífullur. — Við verðum að temja okkur að leggja hinar persónulegu á- rásir alveg á hilluna, en halda uppi þróttmiklum rökræðum um málefnin sjálf. Slíkt ástand á að skapast í landinu, ekki ein- ungis á tímum þjóðstjórna, heldur einnig þótt flokksstjórn- ir fari með völd. Með þessar meginreglur í huga, vil ég drepa á nokkur at- riði varðandi málefni Reykja- víkurbæjar. II. Þaff, sem Björn Ólafsson segir. Björn Ólafsson kaupm. skrif- aði nýlega grein í dagbl._ Vísir um ástandið í Reykjavík. í raun og veru var ekkert nýtt í þessari grein, tæpast nokkurt atriði, sem ekki hefir verið bent á margoft áður í blöðum Fram- sóknarflokksins, sérstaklega í Tímanum. Það, sem vekur athygli í sam- bandi við þessa grein, er í raun réttri það eitt, að hún er rituð af Sjálfstæöismanni, sem við- urkennir staðreyndir um á- stand bæjarins. En hingað til sigkomulagi að sláturtíð lok- inni. Með þetta sjónarmið fyrir augum þarf slátrun fjárins að fara fram í haust. Á aðalfundi SÍS, þar sem saman voru komn- ir fulltrúar frá samvinnufélög- um bænda, var samþykkt að gera allt, sem hægt væri til þess' að minnka saltkjötsframleiðsl- una en auka freðkjötið. Hefir sú samþykkt verið birt í blöð- um, og málið auk þess rætt nokkuð, meðal annars í Tím- anum. Þrátt fyrir þessar staðreyndir, sem öllum ættu að vera Ijósar, hitti ég daglega menn, sem virðast ekki hafa fullan skilning á því, hvernig ástandið er, og þvi vildi ég reyna að skýra það nokkuð. Sláturleyfishafar, sem ekki hafa haft aðstöðu til að frysta kjöt sitt, hafa undanfarin haust fengið um 1500 smál. af dilkakjöti, sem þeir hafa þurft að selja. Auk þess hefir vegna rúmleysis á sumum frystihús- unum verið nauðsynlegt að salta kjöt frá þeim, sem áttu aðgang að frystihúsi. Hafa menn því óskað eftir, að salta alls 1650 smál. af dilkakjöti undanfarin haust. Þetta hefir kjötverðlagsnefnd aldrei leyft. Saltkjötssala undanfarin ár hefir verið sem hér segir: hefir skrifum Framsóknar- manna um þessi mál verið mót- mælt og Sjálfstæðismenn kall- að þau róg. — Björn Ólafsson segir, að ástandið í bænum sé mjög slæmt, að bænum sé ekki vel stjórnað, og að menn verði að gera sér það ljóst. „Það þarf,“ segir Björn, „að reyna nýjar leiðir, nýjar aðferðir, nýjar hugmyndir, nýja menn til þess að leysa úr vandamálun- um“. Allt þetta hefir verið margsagt áður. Og greinarhöf- undurinn heldur áfram: „Hverri starfsdeild þarf að hrista upp í og hreinsa burt það, sem er sof- andi og óstarfhæft, en setja í staðinn dugnað, framtak og ár- vekni.“ Hann talar einnig um, að fátækramálin séu sennilega eitt mesta vandamál bæjarfé- lagsins, — en það er einmitt þetta, sem Framsóknarmenn hafa einatt bent á síðastliðin 10 ár. Það er að vísu allrar virðing- ar vert, að sýna slíka hrein- skilni, og að vissu leyti þá glögg- skyggni, sem fram kemur hjá Birni Ólafssyni, en á hitt verð- ur tæpast fallizt, sem komið. hefir sumstaðar fram, að það sé sérstaklega þakkarvert að viðurkenna hvernig ástandið er, sérstaklega þegar það er orðið þannig, að tæpast getur dulizt nokkrum manni, sem gefur því gaum. Og afleiðingar þess hljóta að koma enn greinilegar í dags- ljósið fyrr en nokkurn varir. Björn Ólafsson er að því leyti ekki frábrugðinn flokksmönn- um sínum, aö hann notar hin- ar sömu afsakanir fyrir því hvernig komið er, og segir, að „aðalorsökina að hinum hrörn- andi hag bæjarins sé að finna i ráðstöfunum, sem gerðar hafa verið af löggj af arvaldi and- stöðuflokka Sjálfstæðismanna.“ En þótt þetta sé á of áberandi hátt sett fram sem einskonar plástur á það sár, sem Björn Ólafsson veitir samflokksmönn- um sínum, með víðtækum og rökstuddum aðfinnslum á stjórn bæjarins, þykir rétt að athuga þessa fullyrðingu út af fyrir sig. III. Reykjavík býr viff sömu lög og affrir. Það er vitanlegt, að allir landsmenn búa við sömu lög. Bæir og þorp hafa sama svig- rúm innan þeirra takmarka, sem lög leyfa. Reykjavík hefir að þessu leyti sömu aðstöðu og ísafjörður, Akureyri og Hafn- arfjörður, sem og allir aðrir kaupstaðir og kauptún lands- ins. Að vísu má segja, að lands- kg. kg. 1934 ....... 948628 362600 1935 ....... 961404 382100 1936 ....... 956449 371500 1937 ....... 829042 391800 1938 ....... 817414 365800 1939 ....... 882362 387600 í vor lokaðist norski markað- urinn áður en allt það saltkjöt, sem þangað átti að seljast frá haustinu _1939 var farið, og er nokkuð af því óselt enn, en hitt hefir verið selt innanlands og er talið í skýrslunni hér á undan með því, sem selt var innan- lands 1939. Eins og áður er sagt, hafa það verið um 1650 smál., sem menn hafa viljað salta árlega, en með veitingu slátur- og söluleyfa hefir verið hægt að minnka saltkjötsmagnið nóg til þess, að það hefir aldrei svo mikið, að verulega hafi komið að sök. En nú þarf að gera meira en venja hefir verið í þessum efn- um. Þótt nú sé gengið út frá því, að ekki þurfi að salta á þeim stöðum og hjá þeim mönn- um, sem eiga litlu frystihúsin, og að hægt verði að taka frá þeim oft í sláturtíðinni, þá verða það samt um 1100 smál., sem þarf að flytja til og koma til frystingar.eigi saltkjötið ekki að verða ofmikið. Til þess að þetta sé hægt þarf að brjóta gamlar venjur og því kunna margir illa, finnst það bæði kostnaðarsamt og fyrirhafnar- mikið. Sé málið athugað nánar kem- ur í Ijós, að sláturleyfishöfunum, lög geti verið mismunandi hag- stæð fyrir sjávarsíðuna ann- arsvegar og sveitirnar hinsvegar. Þegar talað er um óhagstæð lög fyrir Reykjavík ætti því helzt að vera átt við þann mun. En þá má á það benda, að fram til þessa hefir löggjöfinni verið svo háttað, að menn hafa frekar kosið að flytja úr sveitum lands- ins til kaupstaðanna, — burt frá þeim fríðindum, sem lög- gjafarvaldið á þó að ha£a veitt sveitum umfram kaupstaðina. Þetta sýnir, að þau fríðindi, sem löggjafinn hefir veitt sveitun- um, hefir ekki nægt til þess að skapa jafnvægi á milli sveita og kaupstaða, sem þó þarf að leit- ast við að koma á. Sannar þetta ennfremur, að fólksflutning- arnir úr sveitum til kaupstað- anna hefðu orðið miklu meiri, ef fríðindin, sem löggjafarvald- ið þó hefir látið sveitunum í té, hefðu ekki verið veitt, og ástand bæjanna fjárhagslega þá enn- þá erfiðara en nú er. Með þessu er í raun og veru svarað fullyrðingum um ágengni löggjafarvaldsins á hendur Reykjavíkurbæ. Þó þykir rétt að athuga hér sérstaklega lög- in, sem Björn Ólafsson og flokksmenn hans aðrir telja að mestum óskunda hafi valdið í fjármálum Reykjavíkurbæjar, og sem Björn segir að hafi ver- ið sett „af löggjafarvaldi and- stöðuflokka Sjálfstæðismanna." Það eru aðallega tvenn lög, sem talið er að mestri útgjalda- aukningu hafi valdið. Það eru þá fyrst lög um lög- reglumenn, er samþykkt voru á Alþingi 1933. Ef athuguð er þingsaga þessa máls, kemur í ljós, að frumvarp um þetta efni kom frá ríkisstjórninni, — dómsmálaráðherra var . þá Magnús Guðmundsson. í«tjórn- arfruhivarpinu var gert ráð fyrir, að tala lögregluliðsins væri ótakmörkuð og að ríkis- sjóður greiddi kostnaðinn. í meðferð málsins á Alþingi var tala lögreglumannanna tak- mörkuð og kostnaðinum skipt milli ríkis og bæja. Þegar frum- varpið kom' þannig breytt til neðri deildar, lagði fjárhags- nefnd einróma til, að frum- varpið ýrði samþykkt. í nefnd- inni voru: Halldór Stefánsson, Bernharð Stefánsson, Ólafur Thors, Jón A. Jónsson og Hann- es Jónsson. — í neðri deild virð- ist enginn hafa andmælt fyrir- komulaginu um greiðslu kostn- aðarins. Magnús Guðmundsson dómsmálaráðherra lýsir meira að segja yfir því, að hann muni ekki eftir neinu atriði í frum- varpinu, sem hann sé óánægð- ur með, — þó geti það verið ein- hver smáatriði, sem hann muni ekki í svipinn. En fjárhagshlið málsins hefði hann áreiðanlega ekki talið til smáatriða. sem ekki geta fryst sitt kjöt, má skipta í fjóra flokka eftir aðstöðunni til slátrunarinnar. 1. í fyrsta hópnum eru þeir, sem ekki eru lengra frá aðal- markaðsstaðnum, Reykjavík, en það, að þeir geta, ef tíð er góð, flutt kjotið þangað til sölu þar eða frystingar, ef þeir ekki geta selt það. Undir þennan hóp heyra allir þeir sláturleyfishaf- ar, sem eru í Borgarfirði, Húna- vantssýslum og Vestur-Skafa- fellssýslu og ekki geta fryst kjötið á sláturstað. Ennfremur sláturleyfishafar í Dalasýslu og austasta- hluta Barðastranda- sýslu, en þar eru hvergi mögu- leikar til að frysta kjötið. Þess- ir sláturleyfishafar fá venju- lega um 700 smál. af kjöti, og ætti að mega koma því öllu til Reykjavíkur í sláturtíðinni, og væntanlega geta þeir fengið það fryst þar, að svo miklu leyti, sem þeir ekki geta selt það nýtt til kjötverzlana. 2. Á níu stöðum á landinu eru frystihús, sem lítið hafa verið notuð til að frysta kjöt í undanfarin ár, enda hafa eig- endur þeirra ekki haft slátrun með höndum. Samvinnufélög bænda eiga aftur frystihús á sjö stöðum, þar sem kaupmenn hafa slátrun og hafa ekki til þessa fengið rúm í sláturhús- unum fyrir kjöt sitt. Væntan- lega takast nú samningar milli eigenda húsanna og þeirra, er kjöt þurfa að frysta á þessum stöðum, og vonandi enda þeir með því, að þeir, sem aðstöðu hafa til þess að frysta kjöt sitt, geti það. Sumstaðar eru húsin Frumvarpið var síðan endan- lega afgreitt sem lög frá efri deild, að viðhöfðu nafnakalli, og greiddu atkvæði með frum- varpinu: Jakob Möller, Jón Jónsson, Jón Þorláksson, Jónas Jónsson, Magnús Torfason, Páll Hermannsson, Pétur Magnús- son, Bjarni Snæbjörnsson, Ein- ar Árnason, Guðrún Lárusdótt- ir, Halldór Steinsson, Ingvar -Pálmason, Guðmundur Ólafs- son. Á móti var aðeins einn, Jón Baldvinsson. Þessi lög hafa auðvitað vald- ið Reykjavík töluverðri út- gjaldaaukningu, en hér kemur það greinilega í ljós, eins og alltaf hefir verið vitað, að Sjálfstæðismenn voru mjög hvetjandi þess, að lögreglan yrði aukin. Þeir vildu meira að segja hafa heimild til ótak- markaðrar fjölgunar lögreglu- manna, en Framsóknarmenn reistu skorður við því, enda hefði kostnaðurinn þá orðið ó- fyrirsjáanlegur. Hin lögin eru framfærslulög- in frá 1935. Sjálfstæðismenn telja, að þau hafi valdið bæn- um mestri útgjaldaukningu og áfella Framsóknarmenn harð- lega fyrir þau. Björn Ólafsson segir í grein sinni, að fram- færslubyrðin hafi aukizt mest í Reykjavík árin 1934—1937. Það hefir þegar verið leiðrétt opinberlega, að ekki verður hin- um nýju framfærslulögum kennt að ráði um þessa aukn- ingu, þar sem þau öðluðust ekki gildi fyrr en 1. janúar 1936, — enda vitað mál, að framfærslu- þunginn hefir vaxið auknum hraða síðustu 20 árin. Það hefir því ekki enn verið sýnt fram á það með rökum, að hin nýju framfærslulög hafi aukið byrð- ar Reykjavíkur verulega. En þótt svo kynni að vera, þá er hitt algjörlega rangt, að þessi lög hafi verið sett „af löggjafar- valdi andstæðinga Sjálfstæðis- manna,“ eins og það er orðað í grein Björns Ólafssonar. Fólksflutningurinn úr sveitum til kaupstaða blóðsugu sveitirn- ar með tvennum hætti. Þær töpuðu vinnukrafti, sem þær ekki máttu missa, og urðu oft 1 þess stað að framfæra þennan vinnukraft, sem þær höfðu tap- að, á dýrustu stöðum í landinu. Það hefir komið fyrir, að fram- færi einnar þurfalingsfjölskyldu í Reykjavík hefir orðið um 7 þús. kr. á ári. Fyrir fátæka og fámenna hreppa var það oftast ókleift, að reita saman nægilegt fé til að standa straum af þurfa- lingum, er dvöldu á dýrustu stöðum landsins. Sveitarfélög um allt land voru að verða gjaldþrota. Þegar nýju framfærslulögin voru sett, var öllum orðið ljóst, án tillits til stjórnmálaskoðana, (Framh. á 4. síðu) þó það lítil, að til vandræða horfir, nema hægt sé að lengja tímann, sem slátrun stendur yfir og tæma húsin á meðan, og það sumstaðar oftar en’ einu sinni. 3. Á nokkrum stöðum má, með því að flytja kjötið sjóveg á vélbátum jafnóðum og slátr- un fer fram, á staði, þar sem frystihús eru, komast hjá því að þurfa að salta. Þannig má flytja kjöt frá Flatey til Stykk- ishólms, frá Sandi til Ólafs- víkur, frá Hvalskeri, Örlygs- höfn og Sveinseyri til Patreks- fjarðar, frá Bakkabót til Bíldu- dals, frá Arngerðareyri og Vatnsfirði til ísafjarðar o. s. frv. Mikið er þetta þó komið undir veðri, og svo þvi, að sam- komulag náizt við frystihúsa- eigenda um frystingu á kjöt- inu. En náist það, og leyfi veðr- ið flutning á kjötinu, má á þennan hátt flytja og frysta um 300 smál., sem annars yrði að salta. 4. í fjórða hópnum eru svo þeir, sem einskis eiga úrkostEÍ, nema að salta kjötið. Að vísu er líklegt að hægt sé að koma frá þeim með strandferðaskip- um eins eða tveggja daga slátr- un, eftir því hvernig geymslu- rúmi kjötsins er varið í slátur- húsunum, en það dregur lítið, og munar því litlu. En þessir menn eru vanir að fá um 500 smál. af kjöti, svo þó einhverju af því mætti bjarga frá söltun, með strandferðaskipunum, þá er kjötmagn þeirra samt meira en hægt er að selja i landinu. Af þessu geta menn séð, að Páll Zophóníasson; Slátrunín í haust Úr landinu I landinu

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.