Tíminn - 06.09.1940, Side 2

Tíminn - 06.09.1940, Side 2
342 TlMEVTV, föstndaginn 6. sept. 1940 86. blað Máleíni Reykjavíkurbæjar “gíminn Þriðjudaffinn 3. sept. Þrjár nýjar atvmnugreinar Ég hefi nýverið vakið máls á því, að hér á að vera hægt að koma á fót líívænlegum verk- smiðjum til að framleiða áburð og steinlím til innanlandsþarfa. Nokkrar rannsóknir hafa verið gerðar í þessu efni á undan- förnum árum. Þegar rannsókn- arnefnd ríkisins tekur við stjórn rannsóknarstofu atvinnuveg- anna nú með haustinu ætti tafarlaust að byrja á fram- haldsrannsóknum um bæði þessi mál. Guðjón Samúelsson húsa- meistari hefir á undanförnum árum leitast við að vekja áhuga manna hér á landi fyrir þrenns- konar nýjum atvinnurekstri: saltvinnslu, brúnkolagerð og þilborðum. Um sum af þessum viðfangsefnum hefir hann ritað hér í blaðið. Fram að styrjöldinni, og eink- um meðan við höfðum góðan saltfisksmarkað í Miðjarðar- hafslöndum, var flutt hingað stórmikið af salti sunnan frá Miðjarðarhafi. Guðjón Samú- elsson benti á, að sjórinn hér væri vel saltur, og á jarðhita- stöðum, bæði á Reykjanesi og í Krísuvík og víöar, væri nógur jarð- og gufuhiti til að eima sjóinn og láta saltið verða eftir. Hér er, einkum fyrra hluta vetr- ar, nóg af atvinnulausum mönnum til að fást við þessa iðju. Hann reyndi fyrir stríðið, að fá saltkaupmenn hér á landi til að mynda félag um þessa framleiðslu. Málið var komið á góðan rekspöl, þegar styrjöldin skall á. En svo framarlega sem nokkurt framhald verður á salt- fiskverkun hér á landi, er þetta sjálfsögð sjálfbjargarviðleitni. Fyrir mörgum árum kynnti Guðjón Samúelsson sér brún- kolaframleiðslu úr mó, eins og hún tíðkast á Norðurlöndum. Upp úr þeim rannsóknum er komin framkvæmdin um að bæta mó með eltivélum. Það er fyrsta stig móvinnslunnar. Næsta stigið er að þjappa mónum saman þannig, að hann líkist brúnkolum. Fyrir stríðið kostuðu slíkar vélar eða verk- stæði um 200 þús. kr. Slík smiðja hefði á einu sumri get- að framleitt næg brúnkol til allra heimilisþarfa Akureyrar- búa í eitt ár. Slík brúnkol má nota i gufuvélar og við verk- smiðj urekstur, svo sem stein- límsgerð. Hér er nóg af ágætum mó til margra alda notkunar. Vöntun á innlendum eldivið hefir verið eitt af mestu þján- ingarmálum íslendinga. Þegar Guðjón Samúelsson var að býggja landspítalann, kom honum í hug að fóðra veggina innan með vönduðu torfi, og leitaði fyrir sér um hentugt efni hjá Jóni Sigurðssyni bónda á Reynistað. Hann hafði nóg af þvílíku efni, en er til kom, þótti ekki henta, að nota torf til ein- angrunar, nema því væri þrýst saman með sterkum vélum. Upp frá þessu hélt Guðjón húsa- meistari áfram rannsóknum og tilraunum um þetta efni, bæði innan lands og utan. Kom þar að lokum, að hann hafði fengið fulla vissu fyrir, að úr undir- ristu mætti gera góð þilborð, og jafnvel í efni í grindur i smá- hús. Síðan tók Vilhjálmur Þór við málinu og hafði mikinn hug á að gera þilborðsverksmiðju við Laugalandsmýri í Eyjafirði, þegar rafstöð var komin við Laxá. Kaupfélag Eyfirðinga hefir með lögum fengið einka- rétt um 15 ára skeið til að framleiða þilborð til innan- landsnota. Stríðið hefir hindrað framkvæmdir að þessu. Hér hefir verið hreyft fimm stórmálum. Þau eru öll fram- kvæmanleg, og öll nauðsynleg. Það þarf ekki nema ráðdeild og þrek til að framkvæma slík verk. J. J. FRAMHALD IV. Orsakir núverandi ástands. Ástæðan fyrir því, hvernig komið er fjármálum Reykja- víkurbæjar, er sú, að stjórn Reykjavíkur hefir staðið í stað, meðan tímarnir hafa liðið og breytzt.Stjórn Reykjavíkur hefir ekki aðhæft sig hinum nýju við- horfum. Hún hefir ekki skilið nýja tímann. Hún hefir setið og vonað, að gömlu góðu dagarnir kæmu aftur. Hún hefir beinlín- is haldið því fram opinberlega, sem sinni stefnu, að frjálst framtak og írjáls samkeppni myndi lækna meinin, ef at- vinnulífið væri látið nógu af- skiptalaust, og það myndi skapa á ný velmegun í bænum. Þeir eru sennilega margir, sem ekki hafa gert sér það ljóst, að þessi hefir beinlínis verið stefna forráðamanna Reykja- víkurbæjar, og að þessir sömu forvígismenn hafa jafnframt verið helztu andstæðingar þeirrar landsmálastefnu, sem ráðið hefir hér undanfarið, — stefnu, sem hefir haldið því fram, að ekki væri unnt að vænta þess, að frjálst framtak og frjáls samkeppni kæmi aftur af sjálfu sér eins og dúfur af himni til að bjarga öllu saman — heldur yrði ríki og bæir að gera margs konar ráðstafanir til örvunar og umbóta í at- vinnulífinu, ef ekki ætti allt að komast í öngþveiti. Það eru einmitt stjórnendur Reykjavíkur, Sjálfstæðismenn- irnir.sem aldrei hafa látið nokk- urt tækifæri ónotað til þess að halda því fram í blöðum, á Al- þingi og annars staðar, að ef atvinnulífið fengi að vera nógu afskiptalaust, myndi allt lagast af sjálfu sér, — það þyrfti að- eins að fá að „vera í friði.“ Orðið „skipulagning" hefir í 6 ár verið versta skammaryrðið í málinu, að þeirra áliti. Milli þessara tveggja stefna, sem stjórn Reykjavíkur hefir fylgt annars vegar og stjórn ríkisins hins vegar, hafa oft verið háðar deilur, sem mest hafa líkst ein- vígi. Þetta er nákvæmlega sama fyrirbrigðið hjá okkur og var í Bandaríkjunum á sinni tíð. Hoover var fulltrúi þeirrar stefnu, að allt myndi lagast af sjálfu sér, ef framleiðslan fengi að vera afskiptalaus. Einstakl- ingsframtak, frjáls samkeppni, myndi aftur bjarga öllu. Afleið- ingin varð sú, að þegar Hoover fór frá völdum, höfðu hátt á þriðja þúsund bankar orðið að loka og atvinnulífið var ða hrynja í rústir. I. Nú eru nokkrir mánuðir liðnir síðan Þjóðverjar hersettu Danmörku en Bretar ísland. Báðar herþjóðirnar gerðu þess- ar framkvæmdir vegna hernað- arþarfa sinna, og að óvilja beggja smáþjóðanna. Báðar herþjóðirnar hétu að hverfa burtu úr þessum löndum með hersveitir sínar og vopn, um leið og stríðið væri búið. Ég hefi áður gert grein fyrir því, að af sögulegri reynslu mætti hik- laust gera ráð fyrir, að Bretar stæðu við þetta heit gagnvart hinu íslenzka ríki, því að í hálfa þriðju öld hafa Bretar ekki á- ginzt í Evrópu nema tvo kletta, Malta og Gibraltar, þrátt fyrir hin mörgu stríð, sem þeir hafa háð á þessum tíma. í sömu greip reyndi ég að gera grein fyrir því, hversu hér yrðu að vera tvö ríki í landinu meðan Bretar dvelja hér. Annars vegar hið gamla, íslenzka þjóðfélag, með sínum hægfara venjum frá þeim tíma, þegar þjóðin bjó öll í dreifbýli. Þetta ríki býr við sín gömlu borgaralegu lög og skipulag. Hins vegar er ríki Breta á íslandi herríki og undir herlögum. Þegnar þess ríkis eru eingöngu fullorðnir karlmenn, frá ýmsum löndum. Meðan þeir dvelja hér, er takmark þeirra aðeins það að vihna að endan- Roosevelt er aftur á móti fulltrúi þeirrar stefnu, sem vill skipulagningu framleiðslunnar, og samstarf einstaklinga og ríkis um reksturinn, til þess aðs örva framtak einstaklinganna og gefa því líf að nýju. Það, sem er að gerast hjá okkur, er það, að hin fyrrnefnda stefna, stefna aðgerðarleysisins, er að sýna afleiöingar sínar i Reykjavík, á sömu árum, sem landið hefir komizt sæmilega af með því að stjórna því eftir hinni gagnstæðu stefnu. Það er mál til komið, að menn geri sér ljóst, hvað hér er að gerast, og hvaða árangur þessar and- stæðu stefnur hafa sýnt. Frjálst framtak, sem hefir verið ein aðallífæðin í atvinnu- lífi þjóðanna, byggðist lengi vel á sjálfsbjargarviðleitni ein- staklinganna. Þetta hefir komið greinilega fram hjá bænda- stéttinni um aldaraðir. Bónd- inn hefir haldið áfram atvinnu- rekstri sínum, þótt illa gengi af og til, — af því að hann varð að halda áfram til að geta lifað. Sama má segja um sjóróðra með hlutaskiptum. Sjálfsbjarg- arviðleitnin var þá aflgjafi hins frjálsa framtaks. Þegar lengra líður á 19. öldina og framan af 20 öldinni, verður það gróða- vonin, sem knýr hið frjálsa framtak áfram. Menn vilja hafa vexti af peningum sínum og græða, og það verður ekki bet- ur gert með öðru móti en að leggja þá í framleiðslu, sem ár eftir ár gaf jafnan og mikinn gróða. Það var ekki stór vandi þá, að fá menn til að leggja í atvinnufyrirtæki, þegar tugþús- unda eða jafnvel milljónagróði var í aðra hönd. Hin frjálsa samkeppni átti þá heldur ekki erfitt uppdráttar. Hún var bein- línis afleiðing af þessu atvinnu- ástandi, fremur en að hún skapaði það. Öll lönd voru opin fyrir framleiðsluvörum. Nýir markaðir voru stöðugt að opn- ast í nýnumdum löndum. Ein- staklingsframtakið spreytti sig á því, undir merkjum frjálsrar samkeppni, að fá sem hæst verð fyrir vörurnar. En ástandið hefir gjörbreytzt, — það höfum við orðið áþreif- anlega vör við, en það hafa ekki alltaf verið dregnar af því rétt- ar ályktanir. Menn hafa ekki alltaf athugað það, ’ að frjáls verzlun og frjálst framtak þarf viss. skilyrði til þess að geta dafnað. í því ástandi, sem nú hefir skapazt í heiminum, er fráleitt að halda, að frjáls sam- keppni ein og frjálst framtak geti dafnað af sjálfu sér, bætt úr bölinu. Slíkt er éins fráleitt legum sigri ættlands síns í þess- ari styrjöld. Brezka setuliðið hefir nokk- urn veginn nákvæmlega fylgt þessari línu. Það hefir búið um sig í tjöldum og herskálum. Það hefir flutt með sér og til sín frá útlöndum nálega allar vistir, klæðiíað o. s. frv. Að sínu leyti hafa hermennirnir komið vel fram, og sýnilega verið undir góðum aga. Vitaskuld hafa nokkrar misfellur komið fyrir um hegðun liðsmannanna, og flestar í sambandi við misnotk- un áfengis, sem þeir höfðu keypt hér á landi. En að öllu samtöldu mun mega fullyrða, að þessir aðkomu hermenn hafa hegðað sér betur heldur en ger- ist nú á dögum um aðkomuheri í ýmsum öðrum löndum. II. Vandinn fyrir Dani gagnvart Þjóðverjum og íslendinga gagn- vart Bretum, er að hafa skipt- in milli hinna tveggja ríkja í sama landi einföld, fábrotin, laus við dekur og undirlægju- skap, en blátt áfram og kurteis um alla viðbót. Það er ástæða til að halda, þó að fréttir séu fáar frá Danmörku, að Danir hafi sýnt bæði manndóm og festu í þeirri aðstöðu, sem þeir hafa nú við að búa. Það er al- veg sérstaklega rómað, að kon- og hitabeltisgróður færi skyndi- lega að vaxa norður við heim- skaut. Eftir að tímarnir breyttust þannig, að vörur urðu lítt selj- anlegar og viðskiptakreppan skall yfir, varð framleiðslan ekki aðeins áhættufyrirtæki, heldur mjög víða alveg viss tap- rekstur. Gróðavonin, sem hafði verið aflgjafi einkaframtaksins, var á fjölmörgum sviðum úr sögunni. Undir mörgum kring- umstæðum voru það ekki leng- ur hagsmunir þeirra, sem áttu fjármagn, að leggja það í fram- leiðslu. Gróðavon þeirra var bezt borgið með því að veita fjármagninu í aðra átt. Ein- staklingsframtakið var, vegna þessa ástands, byrjað sam- kvæmt eðli sínu að verka öfugt við það, sem-áður var, — ekki til framkvæmda heldur til kyrr- stöðu. Þegar svo var komið, var alveg þýðingarlaust að halda að sér höndum og bíða, — það var ekki eftir öðru að bíða en því, að atvinnulífið drægist meir og meir saman, eins og gerzt hefir í Reykjavíkurbæ. Ef beðið er nógu lengi, kem- ur hið almenna hrun. Það, sem þá er hugsanlegt að gera, er að ráðast í þjóðnýtingu, sem hefir þá margumtöl- uðu galla, er ekki verða raktir hér, en hafa valdið því að meg- inflokkarnir hér á landi hafa alls ekki fallizt á þá aðferð. — Hin leiðin er að ríki og bæir mæti einstaklingunum á miðri leið, taki á sig nokkurn hluta áhættunnar við reksturinn og skapi líkur fyrir að atvinnu- reksturinn geti borið sig þolan- lega. Með þessum hætti hefir verið starfað hér á landi s. 1. 6 ár. Síldarverksmiðjur ríkisins hafa verið byggðar. Það var stærra fyrirtæki og því fylgdi meiri áhætta en svo, að nokkur einstaklingur myndi hafa þolað, ef illa hefði tekizt til. Stjórn- endur Reykjavíkurbæjar voru þessari stefnu andvígir. En rík- ið tók á sig áhættuna, reið á vaðið. Síðan hafa nokkrir ein- staklingar komið á eftir. Nú hefir þetta orðið til þess, alveg tvímælalaust, að bjarga ís- lenzka ríkinu yfir erfiðleikana á mestu kreppuárunum, þegar flest markaðslönd lokuðust fyr- ir saltfiskinum. Fiskimála- nefnd var sett á stofn til að hafa með höndum tilraunir með framleiðslu og sölu hraðfrysts fiskjar. Einstök fyrirtæki höfðu reynt þetta áður og tapað stórfé. Fyrstu tilraunir fiskimálanefndar misheppn- uðust einnig, en síðan fór að ganga betur. Það var ham- ungur og drottning hafi mjög lagt sig fram og með góðum á- rangri, að standa með hinu danska réttarríki i sambúð við þýzka herríkið í Danmörku. Ég hygg, að það sama megi segja um íslenzk stjórnarvöld og meginhluta íslenzku þjóðar- innar. íslendingar hafa unnið að sínum venjulegu störfum, eins og ekki hefði í skorizt, og setuliðið hefir fyrir sitt leyti lifað sínu eigin lífi, utan við ís- lenzka þjóðfélagið, eftir þvi sem málefni stóðu til. Á einstöku sviðum hafa íslendingar með góðum árangri numið gagnleg- ar venjur af hinu erlenda liði. Bretar sýna meiri kur- teisi og menningu í bifreiða- akstri úti á þjóðvegum heldur en nokkur önnur þjóð í Evrópu, og mér sýnist móta fyrir því, að íslenzkir bílstjórar, séu farnir að bæta nokkrum góðum, enskum venjum, við sínar mörgu gömlu dyggðir. En í nokkrum efnum höfum við íslendingar ekki kunnað að hága sambúðinni milli hinna tveggja ríkja á viðunandi hátt. Við höfum leyft launsölum og íslenzkum slæpingjum að troða sterku áfengi í vasa hinna er- lendu hermanna. Hættan af þessu athæfi er gífurleg, og það hefði fyrir löngu verið æskilegt, að íslenzk stjórnarvöld hefðu kippt hér í taumana. Það er ó- hjákvæmileg nauðsyn að skammta áfengi meðan tvö ríki eru í landinu, og að öllum lík- indum lengur, þegar þjóðin býr hér ein. Hver dagur.sem líður án þess að hér sé komið á ströngu ast gegn þessum tilraunum, þessum slettirekuskap við at- vinnuvegina. En því var engu skeytt. Það voru veittir styrkir til að reisa frystihús víðsvegar um landið. Áhættan af þessum tilraunum var of mikil fyrir einstaklingsframtak- ið, en með aðstoð ríkisins var afkomu- og gróðavon einstakl- inganna vakin á ný,og einstakl- ingsframtakið fór af stað. Árangurinn varð sá, að út- flutningur freðfisks hefir vax- ið hröðum skrefum ár frá ári og er nú ein mesta útflutnings- grein landsmanna, og gefur miljónir króna í aðra hönd. Hvernig hefði nú verið um- horfs í síldarútvegsmálum og með útflutning freðfisks, ef ríkisvaldið hefði haldið að sér höndum og aðeins beðið eftir betri tímum? Það er sú aðferð, sem hefir verið viðhöfð í Reykjavík. Það mætti nefna margt fleira, sem ríkisvaldið hefir gert til þess að rétta at- vinnulífið við að nýju. Það má grípa niður á smáu og stóru. Bændur hafa verið styrktir til að reisa mjólkurbú, kaupa vél- ar, rækta jarðir o. s. frv. Lands- málastefna undanfarinna 6 ára hefir öll byggst á því grundvall- aratriði, að hjálpa mönnum til sjálfsbjargar, — ekki til þess að lama einstaklingsframtakið, heldur til að skapa skilyrði til þess að það fái notið sín, og til þess að hæfa það þeim að- stæðum, sem utan að komandi atvik hafa valdið. — Það hefir verið reynt að skilja hin nýju viðhorf og taka ákvarðanir í samræmi við það. í Reykjavík hafa tímarnir verið skildir á annan veg og ákvarðanir bæj- arstjórnarinnar teknar í sam- ræmi við það. Sama máli gegnir um frjálsa samkeppni, frjálsa verzlun. Utan að komandi áhrif hafa eyðilagt grundvallarskilyrðin fyrir því, að sú stefna geti lif- að eins og sakir standa. Það þýðir ekkert að ákalla frjálsa verzlun og frjálsa samkeppni, meðan lífsskilyrði þeirra vanta. Hin frjálsa samkeppni á sinn þátt í því, hvernig komið er fyrir Reykjavíkurbæ. Það var frjáls samkeppni, sem hafði komið fiskverðinu næstum nið- ur í ekki neitt, þegar Sölusam- band íslenzkra fiskframleiðenda var stofnað. Þetta var af þeirri einföldu ástæðu, að markaðir höfðu lokast og framboðin orð- ið miklu meira en eftirspurnin. S.Í.F. var beinlínis stofnað til þess að koma í veg fyrir að frjáls samkeppni tortímdi þeim, sem tilbáðu hana. Alveg sama afleiðing varð af frjálsri samkeppni í síldarsölt- un og síldarsölu. Hin frjálsa samkeppni var komin vel á veg með að eyðileggja síldarútveg- skipulagi í þeim efnum, er hættutími fyrir þjóðarheildina og það á marga vegu. Annar og mjög viðsj árverður þáttur í þessu sambýli er fram- koma nokkur hundruð ungra og miðaldra kvenna, sem bein- línis elta hermennina á röndum og sækjast eftir að vera einar með þeim. Þessi framkoma hefir verið mest áberandi í Reykja- vík. Sumstaðar út um land er talið af kunnugum, að konur hafi á mjög viðeigandi hátt gætt virðingar sinnar. Bæði Bretum og Kanadamönnum er það ljóst, að heima fyrir í þeirra eigin löndum þykir fullkomin ókurteisi, að ungar konur séu einförum með ókunnugum og þá ekki sízt erlendum mönn- um. Foreldrum og öðrum að- standendum ungra kvenna á ís- landi verður að vera það ljóst, að kynni þessara unglinga í bifreiðum út um holt og móa, eða í tjöldum hermann- anna, er hættuleg fyrir heilsu og framtíð stúlknanna og nið- urlægjandi og vansæmandi fyr- ir þjóðarheildina. III. Við hlið hinna ungu og ó- gætnu íslenzku kvenna hafa jafnaldrar þeirra í karlmanna- fylkingunni líka sýnt vítaverð- an veikleika. Hér í bænum og á Akureyri er talsvert af óþrosk- uðum unglingspiltum, sem láta sig dreyma um, að hér komi einræði eftir rússneskri eða þýzkri fyrirmynd. Nálega allir þessir piltar eru bæði ógreindir og menntunarvana. Um kom- inn. Síldarútvegsnefnd var stofnuð til þess að bjarga salt- síldarsölunni frá tortímingu hinnar frjálsu samkeppni. — Þá er mjólkursalan í Reykjavík ekki ógreinilegt dæmi um ágæti hinnar frjálsu samkeppni. í bænum var á annað hundrað mjólkurbúða, en síðan samsalan tók þessi mál í sínar hendur, hefir ekki reynzt nauðsynlegt að hafa nerna 30—40. Megnið af mjólkurverðinu fór í sölukostn- að. Mjólkursöluskipulagið var gert til þess að forða frá tor- tímingu hinnar frjálsu sam- keppni. Bændur hafa þegar grætt miljónir á þessu fyrir- komulagi. Þegar markaðurinn tók að þrengjast fyrir kjöt, kom sama fyrirbrigðið í ljós. Verðið hrap- aði. Enn varð að stofna til skipulags til að koma í veg fyrir að hin frjálsa samkeppni ylli tortímingu. Það mætti nefna fleira, t. d. skipulagningu kartöflusölunnar. En hér verður látið nægja að taka tvö stór dæmi frá land- búnaði og sjávarútvegi. Þau eiga að opna augu manna fyrir því, að frjáls verzlun og frjáls samkeppni er góð, þegar tím- arnir eru þannig, að lífsskilyrði þeirra eru fyrir hendi, en að ekki þýði að ákalla þessar stefn- ur, þegar grundvallarskilyrðin vantar fyrir, áð þær fái notið sín. Frjálst framtak stöðvast þá, samkvæmt eðli sínu, og frjáls samkeppni tortímir þeim atvinnuvegum, sem hún á að þjóna. Stjórnendur landsins hafa síðastliðin sex ár reynt að gera sér grein fyrir þessu og hagað framkvæmdum í samræmi við það. Það hefir stöðugt verið deilt á ríkisstjórnina af Sjálf- stæðisflokknum fyrir þessar framkvæmdir, og nú alveg ný- lega skammast yfir hinum 11 nefndum, sem settar hafi verið á stofn, — þ. á. m. eru vitan- lega þær, sem stjórna mjólkur-, kjöt-, freðfisk- og síldarsölunni. Þessar nefndir hafa þó, þrátt fyrir allt, bjargað landinu frá gjaldþroti og reist atvinnuveg- ina við að nýju. Einvíginu milli hinna tveggja stefna, stefnu ríkisstjórnarinn- ar og stefnu Reykjavíkurbæjar, er nú sennilega lokið innan skamms. Árangurinn dylst ekki fyrir þeim, sem á annað borð hugsa um þessi mál. Það hefir aldrei komið greinilegar í ljós ósigur aðgerðarleysisstefnunn- heldur en nú í sumar. Á s. 1. ári græddu flestir síldarframleið- endur. Margir þeirra áttu því fjármuni frá í fyrra. Samkvæmt reglu einstaklingsframtaksins hefði því átt að vera mikil síld- arútgerð í sumar. En hvað skeður? Það hreyfir sig enginn múnistana er kunnugt, að þeim hefir þótt sæma að verða að- njótandi stórmikilla fjárgjafa frá Rússlandi. Nýlega var einn af helztu áróðursmönnum þeirra, Kristinn Andrésson, er- lendis, en komst ekki heim vegna hertöku Noregs. Hann brá sér þá til Rússlands og var þar svo vel tekið, að hann hafði aðstöðu til að fljúga yfir Balkanlönd til ít- alíu og komast þaðan yfir New York til Reykjavíkur. Slíkar ferðir eru ekki auðgerðar fyrir blásnauða íslendinga nema með mikilli föðurlegri umhyggju frá erlendum vinum. Þeir illa tömdu unglingar, sem hafa tekið einræðistrú, hætta um leið að líta á sig sem íslenzka borgara. Þeir líta á'sig sem þegna í ókunnu útlendu allsherjarríki. Þeir álíta sér leyfilegt að brjóta niður alla þætti hins íslenzka þjóðfélags, og að njóta til þess hjálpar frá útlöndum með hvaða hætti sem unnt er. Þetta er hin svokallaða fimmta herdeild. Það eru menn, sem eru á móti sínu eigin landi og sinni eigin þjóð, en standa í auðmjúkri þjónsaðstöðu við erlent vald, og setja hinar í- mynduðu skyldur við erlenda húsbændur ofar öllum skyldum við ættland sitt og samborgara. Fimmta herdeildin var að verki í Danmörku, Noregi, Hollandi, Belgíu og Frakklandi. Menn úr fimmtu herdeildinni drógu hvarvetna lokur frá hurðum í vörn sinnar eigin þjóðar, þegar hinir svokölluðu skoðanabræður þeirra komu með byssusting um (Framh. á 3. slðu) JÓNAS JÓNSSON: Tvö ríki á íslandi

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.