Tíminn - 20.09.1940, Page 4

Tíminn - 20.09.1940, Page 4
360 1'ÍMIM, föstudagiim 20. sept. 1940 90. Mað Kvennaskólinn í Hveragerðí tekur til starfa að öllu forfallalausu 15. október næstkomandi. Árný Fili)»pusdóttlr. Þeir ■sem hafa keypt enska rafmagnsofna hjá eftirtöldum verzlunum, eru vinsamlega beðnir að koma þeim í verzlanirnar til þess .að fá þá endurbætta. Raftækjaverzlun Júlíusar Björnssonar — Firíks Hjartarsonar — Ljósafoss — Lúðvíks Guðmundssonar Fóðu rblanda. Höfum til sölu um stundarsakir fóðurblöndu saman setta af maismjöli 50%, síldarmjöli 30% og fiskimjöli 20%. — Höfum einnig gott fiskimjöl vélþurrkað og sólþurrkað. M|öl & Bein h.f. Reykjavík, símar 4088, 5402. Rýmkað um höSt á innflutníngi (Framh. af 1. síðu) sá tími geti komið áður en langt um líður, ef ekkert óvænt skeður, að réttmætt verði að slaka enn meira á innflutnings- hömlum frá Englandi, raskar það ekki því, að Framsóknar- flokkurinn telur sér ætíð skylt að grípa til hinna róttækustu ráðstafana, ef nauðsyn kynni að krefja, til þess að gera þjóð- ina færa um að mæta erfið- leikum verðfallsáranna og til þess að unnt verði að standa straum af eðlilegum umbótum eftir stríðið. Þetta sjónarmið er okkur, sem höfum reynt hvað það er að vinna að þessum málum á erf- iðustu tímum, svo ríkt í huga, að enginn ætti að þurfa að ótt- ast ótímabærar ráðstafanir, sem komi í veg fyrir að settu marki verði náð að svo miklu leyti, sem það er á valdi okkar sjálfra. — Hvaða ráðstafanir álítið þér að næst þurfi að gera í þess- um málum? — Þjóðin þarf að sameinast um, að færa hinar erlendu rík- isskuldir inn í landið, þar sem nú gefst til þess einstakt tæki- færi. í þeim efnum nægja ekki gjaldeyrisinneignir einar, þótt þær séu undirstaðan. Rík- issjóður sjálfur þarf áð hafa fjárráð til þess að greiða skuld- irnar. Eins og nú horfir má vænta mjög vaxandi tekna hjá ríkissjóði, þar sem gildandi tekjulöggjöf ríkissjóðs er mið- uð við allt annað ástand en hér er að verða. En það mun samt ekki verða nægjanlegt á næstunni. Ef veruleg átök á að gera til þess að færa skuldirnar inn í landið, verður að bjóða út ríkislán innan lands. Veltur mikið á því, að því lánsúútboði verði tekið sem bezt af lands- mönnum og að sem allra flestir þeirra, er fjárráð hafa, leggi hönd að því að létta af þjóð- inni erlendu skuldunum með þvi að kaupa skuldabréfin. Um það verða allir að sameinast, án tillits til stjórnmálaskoðana. S&la ísl. afurða í B andar ík junum (Framh. af 1. síðu) sem áður voru seldar í löndum þeim, er hafnbann Breta tekur til, eru nú boðnar til kaups á amerískum markaði. Því hlýtur að vera afar erfitt að selja þar íslenzkar afurðir með stríðs- verði. Sumar útflutningsvörur ís- lendinga er heldur ekki hægt að selja í Bandaríkjunum vegna hárra innflutningstolla, sem í gildi eru. Hins vegar barst ræðismanns- skrifstofunni mjög mikið af fyrirspurnum um íslenzkar af- urðir, og þessar eftirgrennslan- ir voru sífellt að aukast. Og þrátt fyrir þessa erfið- leika alla, tel ég afskaplega mikils um vert að leggja kapp á að viðhaída sambandinu milli Bandaríkj anna og íslands og tTR BÆiyUM Klemens Tryggvason (Þórhallssonar forsætisráðherra) lauk embættisprófi í hagfræði við háskólann í Kaupmannahöfn 17. júní síðastl. með hárri fyrstu einkunn. Hjúskapur. Fyrir nokki'u síðan hafa verið gefin saman í hjónaband í Kaupmannahöfn Else Brun söngkona og Stefán Guð- mundsson söngvari. Hallbjörg Bjarnadóttir hélt söngskemmtun í Gamla Bíó á miðvikudagskvöldið. Jack Quinet með sjö manna hljómsveit lék undir. Hús- fyllir var og undirtektir áheyrenda góðar. Tveir Reykjavíkurtogarar, Arinbjörn hersir og Snorri goði, björguðu nýlega á fjórða hundrað skip- reika manna á írlandshafi. Skip það, er menn þessir voru á, hafði orðið fyrir sprengju frá flugvél svo í því kviknaði. Það var franskt og hét Asca, 8000 smá- lestir að stærð. Voru rösklega 600 menn á því, flest Englendingar og Frakkar og nokkuð af svertingjum. Brezkur hermaður var handtekinn í fyrri nótt, er hann var að fremja ofbeldisverk á stúlku. Um miðnæturskeið var stúlka þessi að fara heim til sín á Bergstaðastræti og var vinkona hennar, er bjó við Laufás- veg, í fylgd með henni. Þegar stúlkan ætlaði að fara inn í húsið, sem hún átti heima í, vék enskur hermaður sér að henni. Skiptir hún við hann orðum en vildi þó ekki fara með honum. Tekur hermaðurinn hana þá með valdi og dregur hana suður götuna og síðan niður Njarðargötu og suður Hringbraut. Þar reif hann af henni kápuna og varp- aði henni til jarðar og ætlaði að nauðga henni. Stúlkan æpti allt hvað hún gat á hjálp. Menn bar að, en þegar her- maðurinn beindi að þeim byssu sinni, hurfu þeir á brott. Litlu síðar komu menn í bifreið aðvífandi, og greip sá brezki enn til byssunnar. Óku menn- irnir þá á lögreglustöðina. Kom nú lögreglan skjótt á vettvang og handtók hinn brezka ofbeldismann. Var stúlkan illa til reika, forug og yfir sig hrædd. efla það. Ég hygg, að það muni koma í ljós í framtiðinni, að hag íslands verði svo bezt borg- ið, að þjóðin geti treyst sem bezt viðskipta- og menningar- sambönd sín vestan hafs. Álit Ameríkumanna á íslend- ingum. Allir þeir Bandaríkjamenn, sem ég hitti og kynni hafa haft af íslendingum, bera vinsam- legan hug til þjóðarinnar og hafa á henni gott álit. Ég varð mjög v-íða var við löngun manna til að öðlast eða auka kynni sín af landi og þjóð. Sér í lagi var náttúrlega íslandsdeild heimssýningarinn- ar mikilvæg til kynningar. En með aukinni þekkingu á okkur skapazt. svo skilyrðin til verzlunar og menningarsam- skipta. Styrjöldin. Samkvæmt því, er kemur fram í blöðum í Bandaríkjun- um og í tali manna, er það nú orðin ríkjandi skoðun, að Bandaríkj amenn verði að láta Bretum í té alla þá hjálp, sem þeim sé unnt að veita, til þess að stuðla að sigri þeirra í ó- friðnum. Þó er það jafnaðar- lega undanskilið, að Bandarík- in þurfi ekki sjálf að senda her- lið til vígvallanna eða gerast beinn aðili í styrjöldinni. Er æðarvarpid ad eyðilcggjast á Islandi? (Framh. af 3. síðu.) ur. Stjórn landsins, sem þá var dönsk, fór að hugsa um ráð til viðreisnar atvinnuvegum þjóðar- innar. Út af því ráðabruggi ákvað stjórnin að veita verðlaun fyrir aukið æðarvarp hér á landi. Fyr- ir 50 ný hreiður voru verðlaunin ákveðin 2 ríkisdalir, fyrir 100 hreiður 4 ríkisdalir og fyrir 150 hreiður 6 ríkisdalir. Verðlaunin skyldu tvöfaldast til þeirra manna, sem byggðu nýja varp- hólma eða ræktuðu ný æðar- varpslönd. (Sjá konungsúrskurð 22. júní 1785.) Þessar veitingar verðlauna höfðu þau áhrif, að á árunum 1785 til 1794 urðu nokkrir varp- bændur aðnjótandi þessara verð- launa. Samkvæmt greinargerð- um, sem ég hefi séð, hefir æðar- varpið aukizt mjög á þeim árum í landinu, sem má þakka þessum verðlaunaveitingum. Sumar þær jarðir, sem urðu þessara verð- launa aðnjótandi, hafa verið taldar beztu varpjarðir landsins, svo sem Laxamýri og Sauðanes. Kemur þetta mjög heim við reynslu og umsagnir þeirra, sem æðarvarp hafa stundað með al- úð, að þar sem varplönd eru vel umgengin, hænist fuglinn að þeim. Engin rýrnun kemur í varpið fyrr en ránshendur hafa gripið um það. í kringum 1880 var stofnað fé- lag við Breiðafjörð, sem nefnt var Æðarræktarfélag Breiða- fjarðar og Strandasýslu. ■ For- maður þess var Pétur Eggerz, þá bóndi á Akureyjum á Gilsfirði. Tilgangur félagsins var að koma á samtökum á meðal æðarvarps- bænda, um að eyðileggja allan flugvarg, einkum svartbak og erni, ásamt refum og öðrum rándýrum og ránfuglum, sem á- sóttu æðarvarpið. í Akureyjum er mikið æðarvarp. Pétri Eggerz var ljóst, hversu ránfuglar og rándýr voru skaðleg því. Félagið tók 15 þúsund króna lán til starf- semi sinnar úr Viðlagasjóði, réði sér góða skotmenn til að eyði- leggja þessa skæðu óvini æðar- varpsins, og veitti verðlaun fyrir eyðileggingu þeirra. Er enginn vafi á, að þessi félagsskapur á- orkaði miklu á þeim stutta tíma sem hann starfaði. Því miður vildi félaginu til það óhapp, að missa foringja sinn, og um leið fékk það banasár. Er enginn efi á, ef Péturs Eggerz hefði ekki misst við, að félagið hefði starf- að lengur og gert stórmikið gagn. Þessi dæmi sýna, hvað verð- launaveitingar hafa mikla þýð- ingu fyrir framgang mála og á- orka meiru en sektarákvæði,þótt sanngjörn séu. En líklegt er að ýmsir spyrji, hvaðan allt þetta verðlaunafé eigi að koma, sem ganga á til verðlauna fyrir eyð- ingu ránfugla, rándýra og aukið æðarvarp. Svara ég því óhikað á sama hátt og Guðm. G. Bárð- a’rson, að féð verði að koma frá ríkissjóði, þótt vitanlegt sé, að ríkissjóður hafi í mörg horn að líta, þá er þess að gæta, að þetta er hagsmunamál, ekki ein- ungis fyrir þá, sem æðarvarps- hlunnindanna njóta, heldur og fyrir ríkissjóð. Það má ekki sjá eftir nokkrum þúsundum kr. til verndunar einúm arðmesta at- vinnuvegi landsmanna. Ríkis- sjóður hefir miklar tekjur af æð- arvarpsjörðum, bæði beint og ó- beint. Hann hefir því skyldu til að gæta hagsmuna sinna, jafnt og þegnanna. Fasteignamat á æðarvarpsjörðum er hátt, ein- ungis fyrir hlunnindin, sem þær gefa af sér. Eyðilegðist æð- arvarpið, hlytu æðarvarpslöndin að lækka stórkostlega í fast- eignamati. Fyrir það eitt mtg'sti ríkissjóður talsverðar tekjur, auk tjónsins, sem varplanda- eigendur biðu af eyðilegging- unni. Þeir myndu einnig eftir það greiða minni skatta til ríkissjóðs. Yxi löggjafarvald- inu svo mjög í augum útgjöld- in vegna þessara verðlauna, að ekki þætti fært að láta ríkis- sjóð greiða þau, verður að fara þá leið, að skylda varp- eigendur til að greiða verðlaun- in, með nokkurra aura skatti á hvert kg. dúns. Mundi þá vera réttast, að leggja þetta gjald á dúninn sem útflutningsgjald. En hvernig sem þessu verður fyrir komið, er óskandi, að allir, sem unna æðarvarpinu, leggist á eina sveif um að auka það og efla. Þetta er þjóðarmál, sem þarfnast fljótrar og hagsýnnar afgreiðslu. Næsta alþing ætti að meta það skyldu sína að taka það á sína arma, til ýtarlegrar athugunar og afgreiða það á þann hátt, landi og þjóð til hags og heið- urs, að sem flestir gætu vel við unað. Magnús Friðriksson, frá Staðarfelli. Innheímtumenn! Gjalddagi Tímans var 1. júlf. Nú er því kominn tími til að hefjast handa. Vinnið ötullega að innheimtu Tímans í sumar og haust, eins og að undanförnu, og sendið innheimtu blaðsins skilagrein við fyrstu hentug- leika. 22 Robert C. Oliver: uðu skyndilega. Þung stuna leið frá brjósti hans og svo varð þögn. Þögn dauðans. Sir Reginald Spencer — sá eini, sem komst lífs af úr flugslysinu — var dá- inn. Með hendurnar fyrir andlitinu og líkamann titrandi af grátekka, hné Lucy niður á stól, sem var við hliðina á skurðarborðinu. Læknirinn gekk til hennar og lagði hendina hughreystandi á herðar henni, síðan leiddi hann hana út úr herberg- inu. „Já, faðir yðar er dáinn, sagði hann fullur samúðar. „En það var það bezta úr því sem komið var. „Faðir minn,“ sagði hún og leit upp. „Já, faðir yðar. Ég endurtek það, af því að ég er hræddur um að þér hafið ekki tekið eftir því, sem hann sagði. Hann viðurkenndi, að þér væruð dóttir hans.“ Hann----------faðir minn-----------ég --------dóttir hans-----------? Hún starði fram fyrir sig gegnum tárin, framan í andlit læknisins. „Hann----------faðir minn------------“ endurtók hún hægt. „Ó þetta skýrir svo margt, læknir. En---------- hvers vegna hefjr hann ekki sagt mér þetta fyrr?“ „Lífið er svo dularfullt,“ sagði lækn- Æfintýri blaöamannsins 23 irinn, eins og það gæfi einhverja skýr- ingu. Svo klappaði hann henni á herð- arnar. Lucy Spencer gekk eins og í svefni út úr herberginu og fram ganginn. Hún hafði gleylnt hvernig hún hafði komið til sjúkrahússins. Fyrst, þegar hún hafði játað boði dyravarðarins um að hringja eftir bíl, mundi hún eftir því, að ungur maður, sem hún gat ekki áttað sig á, hvernig hafði litið út, hafði keyrt hana hingað — — að banabeði föður hennar. En samt fann hún, að hún mundi ekki gleyma þessum unga manni strax. Þegar hún var komin upp í leigubif- reiðina, var hún svo rugluð, að hún hugsaði ekkert út í það hvers vegna ungi maðurinn ók henni ekki heim. Hún hugsaði heldur ekkert um það, hvers vegna hann hafði horfið án þess að kveðja hana, og hún hafði enga hugmynd um það, að litli einkabíllinn sem hún kom í, hafði farið frá sjúkra- húsinu með sömu ógnarferðinni og hann hafði komið. Og á þessu augna- bliki sat Bob Hollman, hinn djarfi og sniðugi glæpa-fréttaritari „Stjörnunn- ar“, við stýrið á litla bílnum sínum með samanbitnar varir og djúpar hrukkur á enninu. „Bentley Road 18,“ sagði hún kjökr- —~ GAMLA BÍÓ’**°~<’~I’*‘ Stórí vinur „BIG FELLA“ Ensk söngvamynd, með hljómlist eftir Eric Ansell. Aðalhlutverkið leikur og syngur hinn heimsfrægi s'bngvari: PAUL ROBESON. Sýnd kl. 7 og 9. nýjA bíó —« Fjórmenningarnir (Four’s a Crowd). ! ! Sprellfjörug amerísk j skemmtimynd frá Warner i Bros. I Aðalhlutv. leika: ERROL FLYNN, OLIVIA de HAVILLAND, ROSALIND RUSSELL og PATRICK KNOWLES. Aðgöngum. seldir frá kl. 1. Ellilaun og örorkubætur Athygli skal vakin á því, að umsóknum um ellilaun og ör- orkubætur skal skilað fyrir lok þessa mánaðar. Umsóknareyðublöð fást í Góðtemplarahúsinu alla virka daga kl. 10—12 og 2—5. Umsækjendur geta feiigið aðstoð við að fylla út umsóknir sínar á sama stað og tíma. BORGARSTJÓRIM. Járiilðiiallarpróf verður haldið um miðjan október n. k. — Þeir, sem réttindi hafa til þess aö ganga undir prófið, sæki umsóknarbréf fyrri 1. okt. til Ásgeirs Sigurðssonar, forstjóra Landsmiðjunnar. lýja ForiiNalau sem er flutt í Aðalstræti 4, er stærsta, fjölbreyttasta og ódýrasta fornsala landsins. Býður ykkur allskonar húsgögn og fatnað mjög ódýrt. Revkjavík - Akurevri Hraðferðir alla daga. Bifreiðastöð Akureyrar. Bifreiðastöð Steindórs. Bréfskóli S. I. S. tekur tíl staria næstkomandí októbermán. Kcimt verðnr: 1. Skipulag og starfshættir samvinnufélaga. Kennslugj. kr. 15.00. 2. Fundarstjórn og fundarreglur. Kennslugjald kr. 10.00. 3. Bókfærsla fyrir byrjendur. Kennslugjald kr. 30.00. 4. Enska fyrir byrjendur. Kennslugjald kr. 40.00. Fleiri námsgreinum verður bætt við síðar. Umsóknir sendist til Sambands ísl. samvinnufélaga í Reykja- vík eða til Sambandsfélaganna, sem gefa allar nánari upplýs- ingar um starfsemi skólans. Dreglð var í samkomuhús-happdrætti U. M. F. „Fram“ í Hjaltastaðahreppi 30. júni s. 1. og komu upp þessi númer: 153 Skíði með bindingum og stöfum. 1777 Myndavél. 1360 50 krónur í peningum. 680 Kaffistell. 904 Lindarpenni. 1899 Skautar. 328 Saumavél 1642 Fótbolti. 1589 35 krónur í peningum. 1205 Hraðkveikjulugt. Vinninga sé vitjað til undirritaðs. F. h. U. M. F. „Fram“ Dratthalastöðum, 5. ágúst 1940 Halldór Guðmundsson. Aðrar fréttir. (Framh. af 1. siðu) 70—80 frá. Enn eru nýjar umsóknir að koma öðru hvoru. Er einnig orðið áskipað að mestu í skólann annan vetur. í bændaskólanum á Hólum í Hjaltadal verða tæplega 50 nemendur í vetur. Tæplega 30 þeirra verða ný- sveinar. Hefir einnig orðið að vísa frá nokkrum piltum, sem leitað hafa eftir skólavist að Hólum í vetur. Tíl helgarínnar: Dilkakjöt, Nautakjöt, Kálfakjöt, Alikálfakjöt, Rjúpur, Lifur og hjörtu, Blóðmör, Lifrarpylsa, Síld, reykt og söltuð. kjötbúðírnar. Anglýsið € Tímanum!

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.