Tíminn - 01.10.1940, Side 4

Tíminn - 01.10.1940, Side 4
372 TÍMINN, þrigjndaginn 1. okt. 1940 93. blalS Lækkað verð i heilnm sekkjum. Terðliitar i búðunum. Ö^kaupíélaqijá Heímilískennsla Stúlka vön kennslu tekur að sér heimiliskennslu utan Reykjavíkur. Getur kennt ung- lingum tungumál o. fl. Gísli Guðmundsson ritstjóri vísar á. Á víðavangi. (Framh. af 1. síðu) lagsnefndar, fyrir ákvörðun þá, sem nefndin tók um kjötverð- ið í haust. Svaraði Jón Árnason framkvæmdastjóri árásum þess um hér í blaðinu, og virðast bæði Alþýðublaðið og Vísir hafa séð sér þann kost vænstan, að láta umræðurnar um málið niður falla. Einar Magnússon virðist ekki hafa viljað láta sér þetta að kenningu Verða, því að hann laumar inn í útvarpser- ind sitt í gærkvöldi illvígri á- rás á kjötverðlagsnefnd fyrir á- kvörðun hennar um kjötverðið. Þetta kryddaði hann svo með allskonar svívirðingum um bændur, kallar þá ölmusulýð og öðrum illum nöfnum, brigslaði þeim um okur á framleiðslu- vörum sínum, sem hann og aðrir fátækir launamenn yrðu að kaupa. Honum láðist reynd- ar að geta þess um leið, að hann er sjálfur einn af tekjuhæstu mönnum landsins. Að erindi þessu mun verða nánar vikið hér í blaðinu síðar, því að það lýsir hugsunarhætti, sem álíta mætti að væri útdauður, nema hjá aumasta úrkastslýð, sem engan skilning hefir á gildi bændastéttar landsins fyrir af- komu og menningarlíf þjóðar- innar, en virðist líta á bænd- ur sem þræla launastéttanna, sem eigi að miða alla atvinnu- hætti sína og viðskipti við hagsmuni þeirra. En þetta mál fær ekki þó nægilega afgreiðslu fyr en útvarpið er búið að gera grein fyrir hvers vegna slík óhæfa sem þessi er látin koma fyrir. Má telja alveg víst, að útvarpsráð sé sammála um það, að slíkt erindi sem þettá brjóti freklega í bág við reglur útvarpsins um hlutleysi í mála- flutningi. En með hverju getur þú útvarpsráð afsakað sig? Lítt þekktur og að engu merkur maður, er látinn halda er- indi í útvarpið. Því verður ekki trúað fyr en umsögn útvarpsráðs liggur fyrir að það láti slíka menn flytja erindi, án þess að lesa þau áð- ur, eða fela það einhverjum trúnaðarmönnum, sem það get- ur treyst. Er þess vænst, að útvarpsráð geri hreint fyrir sínum dyrum og skýri frá því opinberlega, hyernig stendur á því, að slíkt hneyksli, sem hér hefir verið lýst, hefir getað átt sér stað. Minnisblað íyrír sláturtíðina: Rúgmjöl kr. 0.48 kgr. Bankabyggsmjöl kr. 0.50 kgr. Haframjöl kr. 0.90 kgr. Fjallagrös kr. 5.50 kgr. Salt kr. 0.25 br. Saltpétur kr. 0.25 br. .Laukur kr. 1.60 kgr. Krydd allsk. kr. 0.25 br. Edik kr. 0.80 fl. Ediksýra kr. 1.50 fl. Rúllupylsugarn kr. 0.80 hnota Sláturgarn kr. 0.30 hespa. Rúllupylsunálar kr. 0.30 stk. Sláturnálar kr. 0.06 stk. Leskjað kalk kr. 0.50 1/1 fl. 5% í pöntun tehjuaff/angur eftir árið. Safníð vetrarforða. Hefi flutt lækningfastofu mína í Laugavegsapótek, 2. hæð. Viðtalstími kl. 2—3 nema mánudaga og fimmtudaga kl. 10—11 f. h. og á öðrum tímum eftir samkomulagi. Sími 3933 — Heimasími 3907 Ófefgur J. Ófeigsson, læknir. Frá og með deginum í dag lækka forvextir vorir um l/i % p. a., úr 7% í 6Vz% P> a. Reykjavík 1. október 1940. / / Utvegsbanki Islands h.f. Tílkynníng frá ríkísstjórninni Myrkvunartíminn í sambandi við umferðartakmark- anir á áður auglýstum svæðum, vegna hernaðaraðgerða Breta hér á landi, verður í oktober sem hér segir: 1) Reykjavík og nágrenni frá kl. 6.05 síðd. til kl. 6.20 árd. 2) Hrútafjörður frá kl. 6.00 síðd. til kl. 6.15 árd. 3) Akureyri og nágrenni frá kl. 5.45 síðd. til kl. 6.00 árd. 4) Seyðisfjörður og nágr. frá kl. 5.30 síðd. til kl. 4.45 árd. Skemmtikvöld Framsóknarfélaganna verður haldið í Oddfellowhúsinu n. k. fimmtudag. Hefst kl. 8.30. Margt til skemmtunar. Félagsmenn vitji aðgöngumiða fyrir sig og gesti sína á af- greiðslu Tímans fyrir hádegi á fimmtudag eða panti þá í síma 2323. — Nánar í útvarpinu á morgun. Stjjórnir félaganna. Tílkynníng irá AlþýðubrauðgerðinnL Frá og ineð sunnudeginum 29. f. m. lækk- aði verð okkar á rúgbrauðum, sem hér segir: Seydd rúgbrauð úr 0.95 í 0.90 stk. Óseydd — úr 0.90 I 0.85 stk. \ormalbra uð úr 0.90 í 0.85 stk. »<,—0—0. GAMLA NINOTCHKA Amerísk úrvals skemmti- myncf, tekin af Metro Goldwyn Mayer undir stjórn kvikmyndasnillngs- ins Ernst Lubitsch. Aðalhlutverkin leika: GRETA GARBO MELVYN DOUGLAS. Sýnd klukkan 7 og 9. -o—o— nýja BÍÓ*~‘—° Eldur í Rauðuskógum. Spennandi amerísk kvik- mynd, gerð eftir hinni víð- j frægu skáldsögu eftir Jack London (Romance of the Redwoods). Aðalhlutverkin leika: t JEAN PARKER og CHARLES BICKFORD. Sýnd í kvöld kl. 7 og 9'. Börn fá ekki aðgang. Frá 1. október verða innlánsvextir í sparisjóði 31 § og á innlánsskírteinum 4 § Landsbanki íslands i Útvegsbankí íslands h.f. Búnadarbankí íslands Sparisjóður Reykjavíkur og nágr. 34 Robert C. Oliver: ir mennirnir bak við nana. Þetta getur orðið yður dýrt! Við skjótum! Lucy hamaðist við að reyna að kom- ast út, en áður en það tækist höfðu mennirnir náð henni. — Ef þú ekki þegir skjótum við þig niður svo að þú getir aldrei framar hvíslað, hvað þá meira. — Haltu henni, skipaði annar og þrýsti byssunni að brjósti hennar. — Sláðu hana í rot — annars finnur hún upp á einhverjum skollanum, ráð- lagði hinn. — Asninn þinn! Það á nú að nota hana betur en svo. Foringinn hefir snið- ugar ráðagerðir með hana. En við verð- um að fá að vinna i friði ofurlitla stund ennþá., Hefir þú flöskuna? Hinn lét ljósið frá vasaluktinni leika um húsgögnin og greip svo dúk af einu smáborðinu og helti í hann nokkrum dropum úr lítilli flösku, sem hann tók úr vasa sínum. Lucy barðist um, sparkaði, sló og reif, en þorpararnir þrýstu hinum mjúka, fagra líjcama hennar niður í gólfið með óbliðum tökum og báru dúkinn með vökvanum að vitum hennar, — hún streittist á móti, en gat engu áorkað — hún var neydd til að anda að sér — dauðskelkuð yfir því, hvað þessar mann- fýlur myndu ætla að gera við hana. — Æfintýri blaðamannsins 35 Allt byrjaði að hoppa og dansa fyrir augunum á henni — henni fannst hún snúast marga hringi — sá alllskonar vitleysur og svo hvarf allt smám saman — alit varð hljótt og dimmt. Mennirnir stóðu á fætur. — Við bind- um hana á meðan. Hér er mikið að gera, hugsa ég. Og við munum ekki verða ónáðaðir. Við megum ekki láta verða neitt að henni. Manstu hvað for- inginn sagði? í þetta skipti eru það að- eins hin gömlu skjöl Sir Reginalds, sem við erum á veiðum eftir, og hver sem vill má finna stúlkuna hér á morgun. Seinna náum við henni þegar hin rétta stund er komin. Myndarlegasta stúlka, hvað sem öllu líður! Mennirnir stóðu stundarkorn og horfðu á fórnardýr sitt, sem lá hreyf- ingarlaust á gólfinu í rifnum fötum með sundurrifin dúk bundinn um hendur og fætur. Svo gengu þeir aftur inn í skrif- stofu Sir Reginalds. Sá fyrri hálf æpti upp yfir sig. — Það er horfið! — Hvað er horfið? stundi hinn dauð- skelkaður. — Skrínið úr skúffunni. — Þú lýgur! En það var satt. Hin uppbrotna skrif- borðsskúffa var tóm. Þegar þeir höfðu yfirgefið herbergið fyrir nokkrum mln- Verkalýðsfélög (Framh. af 1. síðu) tíma verður uppsagnarfrestur þrír mánuðir.“ Frá sjónarmiði Framsóknar- flokksins ber nú að leggja á- herzlu á það við verkalýðsfé- lög og vinnuveitendur, að þessir aðilar taki nú þeim tökum á þessum málum, að afskipti Al- þingis verði óþörf eftir næstu áramót. Þótt framangreint á- kvæði kaupgjaldslaganna geri að vísu ráð fyrir þeim mögu- leika, að núgildandi fyrirmæli geti gilt eftir áramótin með þriggja mánaða uppsagnar- fresti, er það svo ótryggt og hættulegt fyrirkomulag,að telj a verður það óviðunandi. Annar- hvor aðili getur þá komið fram vinnustöðvun eða verk- banni, þegar verst gegnir. Það verður þvi að teljast æskileg- ast og öruggast, að vinnuveit- endur og verkalýðsfélögin hafi gert með sér samninga um næstu áramót, er gildi um á- kveðinn tíma. En til þess að vel takist í þeim efnum, er vafa- laust nauðsynlegt að fljótlega verði farið að hefjast handa í þessum efnum og fulltrúar að- ila byrji að ræða saman. Báð- um aðilum ætti að vera það svo mikið áhugamál, að hafa sjálfir meðferð þessara mála í sínum höndum, en eiga ekki undir náð og ónáð þriðja aðila, að þeir ættu að láta sér hugleikið að hefja slíka samninga. Þeim mun fyrr sem samningaumleit- anir byrja, þeim mun meiri von er um góðan árangur. Blöð eins og Alþýðublaðið og Vísir ættu að telja það standa sér nær að vinna að slíku sam- komulagi milli verkalýðsfélaga og vinnuveitenda, heldur en að vera að hampa rakalausum fullyrðingum um afstöðu Fram- sóknarflokksins í þessum mál- um. Á forlagi Slalins (Framh. af 2. slðu) frönsku þjóðinni er áður nefnd. Kommúnistar annarra landa telja siðferðilega rétt að taka við rússneskum gjöfum, af því þeir litu á sig sem þegna í riki bolsémismans og Stalin, sem æðsta prest þeirra trúarbragða. Halldór Laxness gladdist í Þjóð- viljanum fyrir ári síðan, þegar Pólland var undirokað og kúg- að, af því að byltingarríkið náði þá að Weichelfljóti. AÚa þá stund, sem Rússar herjuðu á Finnland, stóðu allir íslend- ingar á öndinni og væntu þess, að Finnar gætu varið frelsi sitt,, en Þjóðviljinn bað jafn ein- læglega, að Rússum tækist að hafa finnsku þjóðina undir og svifta hana frelsi og mannrétt- indum. Dagblað kommúnista,. Þjóðviljinn, er álíka fullt af rússnesku efni eins og væri það gefið út í alrússneskum stíl. Nú nýverið birti blaðið t. d. dag eft- ir dag fréttir af taflsamkeppni í Rússlandi, þar sem við eigast eingöngu innlendir menn. Lengra getur undirokun Þjóð- vilj ans gagnvart valdhöfum Rússa ekki gengið. Framh. Hirting (Framh. af 3. síðu.) mannaheillar, með öðrum orð- um, hann sér ekkert annað en „einstaklings framtakið“ og það er einmitt ógagnsæja skýlan fyrir augum hans, að hann er allur á bandi félagsskitanna. En fær þetta nú staðizt? Frh. Fulltrúaráð Framsóknar- félaganna í Reykjavík heldur fund í Eddu annað kvöld — miðvikudag — klukkan 8%. Pram- hald umræðna frá síðasta fundi um starfsemina í vetur.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.