Tíminn - 12.10.1940, Síða 2

Tíminn - 12.10.1940, Síða 2
390 TÍMIIVIV, langardaginn 12. okt. 1940 'gíminn - Laugardaginn 12. okt. Úrræðin á s j á var bakkanum Nú sem stendur er góðæri við sjóinn á íslandi. Aflabrögð eru 1 betra lagi. Engar útlendar þjóðir senda hingað veiðiflota sína. Sumar þjóðir ná ekki á íslenzku miðin vegna hafn- banns Englendinga. En sú stór- þjóð notar nú flest veiðiskip sín til hernaðarþarfa. íslenzki fiskurinn er því eftirsótt vara og vel borguð á enska markaðn- um meðan unnt er að koma honum þangað. En um leið og stríðið hættir, kemur að skuldadögum. Allur heimurinn verður þá bláfátæk- ur. Þá þarf að byrja að borga skuldir af lágum tekjum. Verð- fallið, sem þá kemur, mun verða gífurlegt, bæði á löndum og lausum aurum. Englendingar munu þá senda veiðiskip sín út á miðin að nýju og ætla sínum eigin fiskimönnum bezta mark- aðinn, eins og var. Ef íslend- ingar ætla að geta notað sín góðu fiskimið, undir þeim kringumstæðum, verða þeir að gera djúptækar endurbætur til að gera íslenzka fiskframleiðslu ódýi-ari og tryggari atvinnuveg heldur en verið hefir á undan- förnum árum. Ég vil í því sam- bandi nefna þrjú atriði, sem mestu máli skipta. Fyrsta atriðið eru hlutaskipti og sameign allra, sem standa að hverju veiðitæki. Samvinnu- menn höfðu alla forgöngu um stofnun síldarverksmiðj anna á Siglufirði og Raufarhöfn. Þeir hafa frá upphafi beitt sér fyrir því, að sjómenn og útvegsmenn gætu fengið unnið úr afla sínum og fengið fullvirði framleiðsl- unnar. Nú í sumar sýndi sig að þetta er hið rétta skipulag. Nú fengu sjómenn og útvegsmenn sinn hlut af hinu óvenjulega verði. Hlutarskiptin á veiðiskip- unum gáfu sjómönnum góðar tekjur og meiri en þeir hafa þekkt áður, þar sem um fast kaup var að ræða. Sameign sjómanna og hluta- skipti aflans er langstærsta vel- ferðarmál sjómannastéttarinn- ar. Með því móti hættir stéttin að vera rótlaus óábyrg, og óá- nægð launastétt. í stað þess eiga þeir skipin saman, sem nota þau og hafa af þeim tekjur í hlut- falli við vinnu og afkomu út- gerðarinnar. Annað stórmál útgerðarinnar er sjálfur skipakosturinn. Meg- inhluti togaraflotans eru gömul skip. Eftir stríðið verða þessír „ryðkláfar" minna en* engin eign. Ef þeir verða gerðir út með föstu kaupi yfir- og undirmanna, munu þeir fyrst setja eigend- urna á höfuðið og þar næst stórskaða þá banka, sem trúa þeim fyrir veltufé. Ég vil ekki fullyrða.að nýir togarar geti alls ekki borið sig eftir stríðið, en það er ósennilegt, að menn, sem eiga efnin til að kaupa slík skip, leggi út í þá áhættu nema mjög takmarkað. í stað togaraflotans munu koma stórir, vandaðir vélbátar, sem byggðir eru í landinu sjálfu, og vélarnar líka. Ég kom með tillögu á Alþingi fyrir nokkrum árum um að koma upp stórri vélbátasmiðju á Svalbarðseyri við Eyjafjörð. Skilyrði voru þar óvenjulega góð til að geta komið upp góðri og ódýrri bátasmiðju. í það sinn mætti tillagan mót- spyrnu frá mönnum, sem töldu sig þurfa að gæta sérstakra hagsmuna. En það þarf ekki að fjölyrða um, hve mikils væri vert, að geta útvegað íslenzku sjómannastéttinni góða og sterka báta, gerða í landinu sjálfu, jafn ódýra og þeir verða beztir keyptir í öðrum löndum. Vélbátar, smíðaðir hér á landi, verða framtíðar veiðitæki ís- lendinga. Síðan mun þjóðin flytja fiskinn á heimsmarkað- inn á stærri skipum, sem til þess verða gerð. Þriðja stórmál útgerðarinnar er olíuverzlun. Hún er nú mjög óhentug útgerðinni. Ef borið er saman útsöluverð olíufélag- anna hér á landi, við verð á olíu á frjálsum markaði, t. d. í Ame- 98. blað Nauðsvnlegar aðgerðir Eftir SígSús Halldórs frá Höfnum Nkapar Nveilafólk- ið dýrtíðina? í fyrsta sumarþættinum, sem ég flutti í útvarpið, eftir her- námið í vor, vék ég þegar að því, að þótt lönd hefðu ótal sinnum verið hernumin áður, og jafnaðarlega á ómildari hátt, þá væri þó hernám ís- lands um eitt algerlega ein- stætt: Aldrei hefði það fyrr skeð, að sá hópur vígra manna, sem hernámið gerði, gæti á hverri stundu orðið helmingur á við þjóðina, sem landið byggði, eða jafnvel tvisvar það, og steðjaði að okkur af þeirri or- sök einni sú hætta, að súpa á margvíslegan hátt þann sjó, þjóðernislega, að við yrðum aldrei samir menn eftir, þótt við að kalla slyppum við það, sem við gætum þó átt á hættu, að drukkna algerlega í að- streymi erlendra áhrifa frá hernámi, sem e. t. v. stæði ár- um saman með stöðugri lands- vist 40—100 þúsunda — eða hver vissi hve margra — her- manna, og það því fremur, sem við værum um margt ekki bún- ir að ná okkur eftir það undir- ríku, lítur út fyrir að með betra skipulagi ætti að mega lækka olíuverðið til vélbátanna, sem svarar 120 krónum smálestina. Það þarf ekki að fjölyrða um, að þetta verzlunarálag er þung- ur skattur á útgerðinni, og raunar alveg óverðskuldaður. Ég álít, að á Alþingi í vetur ætti að taka þetta mál til með- ferðar. Það færi bezt á að út- vegsmenn og sjómenn í hverri verstöð mynduðu einskonar pöntunardeild til að tryggja sér olíuna með sannvirði. Síðan mynduðu þessar deildir lands- samband sín á milli, sem keypti alla olíu til landsins. Það væri með þessu móti einkasala á olíu en ekki hjá ríkisstjórninni, heldur væri fyrirtækið sameign útvegsmanna og sjómanna. Það væri eðlilegt, að olíusamlagið hefði fyrsta veðrétt í veiði, sem tryggingu fyrir olíuverðinu. Sjómenn og útvegsmenn fá hátt verð fyrir vöru sína nú sem stendur. En öllum mönnum mun vera ljóst, að undir eins eftir stríðið fellur afurðaverðið gífurlega, og þá verður útvegur og sjómennska ekki lífvænlegar atvinnugreinar, nema gerðar verði margar ráðstafanir til að gera framleiðsluna ódýra og örugga. J. J. öldurót, ‘sem hingað barst frá síðustu heimsstyrjöld. Enda væru þegar auðsæ ýmis hættu- merki og langískyggilegust þau, sem enn einu sinni bæru vitni þeirri staðreynd árþúsunda, að á engan hátt læsast erlend á- hrif, sérstaklega af illri rót, fljótar um þjóðir en við skefja- litlar kynningar erlends setu- liðs við landsmenn. Væri full- gild ástæða fyrir þjóðina að setja sér sem strangastar um- ferðareglur í þessu efni, ein- mitt með tilliti til þess, að báð- ir aðilar hefðu látið í Ijós vilja til þess að öll stjórnarfarsleg viðskipti yrðu sem vinsamleg- ust og árekstrarminnst, og því meiri þörf væri einbeittra að- gerða, sem framkoma of mikils hluta þjóðarinnar, og ekki síður kvenfólks en karlmanna, stofn- aði okkur í hættu, bæði um það álit, sem erlendis kynni að skapast á rétti þessa þjóðkrílis til sjálfstæðis, og líka um þá fyrirlitningu frá sambýlis- mönnum okkar, sem eftir því sem á liði væri mjög iík- leg til að brjóta hömlurnar af einhverjum misjöfnum sauð í mörgu fé, svo að eftirminni- legt yrði og báðum aðilum til stórvandræða. — * * * Ég ítrekaöi þessa hættu og nauðsynina á ýmsum óvenju- legum aðgerðum af hálfu hins opinbera, á þessum alveg ó- venjulegu tímum, í þremur út- varpserindum samfleytt í sum- ar, af því, að mér virtist engin seinagangur á því, að spárnar rættust að grun mínum, og taldi í hvert skipti næg dæmi af þeim fjölda, sem hér yrði of langt að telja. Og af því að mér virðist sífellt framhald til verra horfs, sem lýsir sér bæði í sí- versnandi &sókn og vastri kven- fólks hér á öllum aldri og hjálp- arkokka þess, utan í setuliðinu, og líka í atferli einstakra setu- liðsmanna — óafsakanlegu, þótt dæmin séu mjög fá — en hvort- tveggja er alveg óviðunandi — þá langar mig til að ítreka hér á prenti það, sem ég í þessum er- indum taldi nauðsynlegt, ef ekki ætti að lenda í fyllstu ófæru: 1. Að'brýnt sé fyrir aðstand- endum og þeir enda skyldaðir til, ásamt barnaverndarnefnd og undir eftirliti hennar, að framfylgja til hins ýtrasta þeim lögum, sem fyrir eru um svo strangt eftirlit með unglingum innan 16 ára, að fávizka þeirra sjálfra, eða lokkun annarra, stofni þeim ekki né framtíð þeirra sem þjóðfélagsþegna í voða. (Einkennisbúningur skóla- gönguunglinga, sem mætti vera mjög óbrotinn, gæti létt mjög eftirlitsstarfið). 2. Bráðabirgðalög, sem heim- ili lögmætum forráðamönnum að ráðstafa vandræðaungling- um, eldri en 16 ára. — 3. Einangrun vændiskvenna og þeirra fylgifiska frá því að smita frá sér líkamlega og and- lega. 4. Að rætt sé um þessi og önnur vandamál og ágreinings- efni í sambúð setuliðs og þjóð- ar, sem hvor aðili þykist hafa á hendur hinum, opinberlega og tafarlaust, til þess að koma í veg fyrir allskonar slúðursagnir og aukinn ágreining, enda nái íslenzk stjórnarvöld og almenn- ingur að fylgjast með þeim dómum, er setuliðið kveður upp í málum sinna manna, er af sér hafa freklega brotið við lands- menn og lög okkar, og er það mikilvægt atriði til góðrar sam- búðar. 5. Að óhjákvæmileg sé stofn- un velferðarráðs eða nefndar, til þess að sjá þessum málum borgið (sbr. t. d. hinn heims- kunna „unglingadóm" í Denver á heimsstyrjaldarárunum og síðar), og sé þar starfað í sam- ráði og sambandi við lögregl- una. En ef okkur þætti þurfa, t. d. sökum brestandi samkomu- lags við herstjórnina um stofn- un eða einhverja starfrækslu slíkrar nefndar, væri æskt eftir samstarfi við kunnan brezkan, eða hlutlausan, þjóðlífsfræðing (sociolog) sem brezk stjórnar- völd og við tækjum jafnt gildan til ráða um þessi mál. Og í sambandi við þetta skal áherzla á það lögð, að jafn víst og sambýlisríki okkar nú hefir kröfu á hendur okkur, að við forðumst hvers konar aðgerðir, sem því má til ógagns verða í hernaðaraðstöðunni hér, svo eigum við þessa gagnkröfu á hendur þess fulltrúum: Að fylli- lega sé viðurkennt, að við einir, og aleinir, séum færir að dæma um það, hvenær við erum þjóð- félagslega i hættu staddir, enda ráðum við sjálfir íhlutunar- laust hverja þá bót á, sem okk- ur sýnist. Þetta er algert grund- vallarskilyrði fyrir góffri sam- búff. Mergurinn málsins er þessi, í sem stytztu máli og hispurs- laust: Við erum hvorki viljugir né heldur megnugir, ef við eig- um að halda þjóðlegri sæmd og lífi, að halda þá braut, sem (Framh. á 3. síöu) Ritstjóra Morgunbl. finnst ég hafa ómaklega vikiff að blaði sínu fyrir mótgang við bænda- stéttina, að því er snertir verð- lag á landbúnaðarvörum. Vii ég athuga nánar þann málstað. Mbl. ber ekki á móti því, að blað Stalins, Alþýðublaðið og Vísir hafi hamast á bændum nú undanfarið út af því, að þeir fái of mikið fyrir kjöt og mjólk. En Mbl. finnst, að það hafi ekki verið með í þeim leik. Út af fyrir sig er það athuga- vert fyrir Mbl., að samflokks- blað þess, Vísir, er einna harð- orðast í garð bænda, og sá, sem skrifar dag eftir dag harmatöl- ur út af hinum mikla gróða bænda, er uppbótarþingmaður í flokki Mbl. og gert ráð fyrir, að flokkurinn bjóði hann fram við kosningar í vor. Vísir talar venjulega fyrir munn hérum- bil helmingsins af þingflokki Sjálfstæðismanna. Ef Mbl. hefði fundizt Einar Magnússon menntaskólakennari, Einar Ol- geirsson og Árni Jónsson hafa á röngu að standa í herferð þeirra á hendur bændum, þá hefði blaðið vafalaust mótmælt. En Mbl. hefir ekki sagt svo mikið sem eitt orð til að leið- rétta misskilning þess fólks, sem áfelldi bændur. í stað þess hefir blaðið nú nýverið, tvo daga í röð, tekið hvatvíslega undir og stutt árásarlið það, sem nú sækir að sveitamönnum. Á fimmtudaginn var segir rit- stjórn Mbl. í blaði sínu: „En því fer mjög fjarri, að málið (þ. e. verðhækkun á mjólk og kjöti) sé svona einfalt. í fyrsta lagi er það augljóst mál, að ef framleiðendur, í þessu til- felli bændur, ætla að láta af- urðaverðið fylgja til hins ítr- asta, eða fara fram úr hækkun kaupgjalds í landinu, þá er mjög hætt við að bændur sitja aldri lengi að þeim stundar- vinning, því að kaupgjald og annað fylgi þá fast í kjölfarið.“ Mbl. telur í þessari ritstjórn- argrein meir en vafasamt, að bændur eigi að hækka verðlag á framleiðsluvörum sínum í hlutfalli við aðra verðhækkun, og ef það sé gert, þá muni það bitna harkalega á bændum sjálfum, því að þá muni dýr- tíðin ná til þeirra sjálfra á ann- an hátt. „Ef framleiðendur, í þessu til- felli bændur", segir Mbl. Hér er komið að kjarna máls- ins. Allir aðrir framleiðendur hafa hækkað verð á vöru sinni. Ein tunna af síld hjá síldarút- vegsnefnd kostar nú 100 krón- ur. Fiskur hefir stórhækkað í verði, og er stundum torfeng- ínn handa landsmönnum sjálf- um. Eimskipafélagið hefir hækkað taxta sína afarmikið. Mbl. og Vísir hafa ekki sagt eitt orð út af þeirri hækkun og ekki opinberlega skorað á atvinnu- málaráðherra, Ólaf Thors, að skerast í leikinn. Mbl. veit, að kaupið á skipa- flotanum var hækkað gífur- lega, og þar að auki undanþeg- ið skatti. Á þennan hátt fá vél- stjórar nú um 20 þús. kr. í kaup og hásetar geta fengið allt að 14 þús. kr. kaup fyrir sinn þátt í framleiðslunni. Mbl. hefir ekkert orð sagt um, að þetta væri óhófleg byrði á framleiðsl- una í landinu. Á Alþingi í vetur sem leið var samþykkt að láta dýrtíðarupp- bót á laun opinberra starfs- manna ná líka til hæstu launa. Með þessu var allur Alþýðu- flokkuxinn, næstum allur Sjálf- stæðisflokkurinn og fáeinir Framsóknarmenn. Mbl. hefir ekki átalið þá þingmenn, sem fylgdu fram þessari hækkun á dýrtíðinni. Einn af þingmönnum Sjálf- stæðisflokksins kom þá með hliðstæða tillögu um lögbundna dýrtíðaruppbót til handa öllu verzlunarfólki. Framsóknar- mönnum fannst þetta fásinna. Þeir vissu að í kaupfélögunum var hækkað kaup við starfs- fólkið eftir því, sem dýrtíðin óx. Þeir töldu sjálfsagt, að kaup- menn myndu unna sínu starfs- fólki sömu sanngirni. Fram- sóknarmönnum fannst sér í lagi ótilhlýðilegt, að forsprakkar í flokki hinnar frjálsu sam- keppni skyldu vilja kalla ríkis- valdið á vettvang í svo miklu einkamáli kaupmanna eins og það má teljast, hvernig þeir greiða fólki sínu dýrtíðarupp- bætur. Ég átti þátt í því, á sein- ustu stundu í efri deild, að hindra framgang þessa máls á Alþingi. En í blöðum Sjálf- stæðismanna hefi ég verið á- felldur fyrir þessa framkomu hvað eftir annað, eins og ef hér hefði verið drýgt höfuðafbrot. Blöð Sj álfstæðismanna haf a heimtað, að ríkisstjórnin gæfi út bráðabirgðalög til að knýja fram með ríkisvaldi kauphækk- un til fólks í búðum og skrif- (Framh. á 3. síSuJ Halldór Kristjánsson, Kirkjubólii Tvær liii$>s|ónir m. Það hefir komið fram tillaga um að verja tekjum happdrætt- isins til heimavistarbarnaskóla í sveitum. Sigurður Thorlacius skólastjóri hefir bent á rétt- mæti þess fyrir nokkrum miss- irum. Það er ekki tilgangurinn með þessari grein, aö spilla fyr- ir þeirri hugmynd. Sambands- þing U. M. F. í. vildi heldur ekki fjandskapast við það mál. Síður en svo. Þess var minnst í framsögu og flutningsmenn- irnir ætluðu ekki að leggja stein í götu þess. Þeir vildu að báðar þessar hugsjónir fengju styrk af ágóða happdrættisins á næstu árum eftir að timi há- skólans er úti, enda er þetta hvorttveggja stefnumál ung- mennafélaga. Það er vel hægt að skipta ágóða happdrættis- ins milli þessa, svo að vel færi á. Þetta eru hvorttveggja fram- tíðarmál og þannig vaxin, að ekki munar miklu um eitt ár eða svo. En ég get hugsað mér, að fljótlega álitið finnist ein- hverjum, að með þessari tillögu Sigurðar Thorlacius sé verið að gera hlut sveitanna meiri en réttmætt er. Þess vegna vil ég fara nokkrum orðum um þau efni. Fræðslulögin frá 1936 gera ekki ráð fyrir farkennslu nema að eins til bráðabirgða. Þó er þetta það fyrirkomulag, sem flest sveitabörn eiga ennþá við að búa. Sú tilhögun er höfð, að það er ódýrara fyrir hreppana að hafa farkennslu en annað betra fyrirkomulag. Þar með eru menn raunverulega verðlaun- aðir fyrir framkvæmdaleysi. En sennilega er þessu háttað svona til þess, að börnum skuli þó veitt þessi fræðsla, sem vitan- lega er miklu betri en ekki neitt. En margir ókostir fylgja þeirri tilhögun. Þar eru börnin ekki flokkuð eftir námsþroska eða aldri, heldur því, hvar þau eiga heima. Kennarar, sem eiga ann- ars úrkosta, sinna yfirleitt ekki slíkri kennslu. Það eru frekar undantekningar, menn, sem bundnir eru þeim tengslum við sveit sína, að þeir vilja endilega starfa þar. Yfirleitt hafa far- skólahverfin menn, sem ekki fá neitt „betra“ eða byrjendur, sem bíða eftir því, að eitthvað losni. En það er auðvitað lak- ara, að stöðugt skipti um kenn* ara, þó að hitt sé sízt betra að sitja stöðugt uppi með galla- grip, enda er það vonandi fá- títt, að ástæða sé til að tala um slíkt. En fai’kennslunni fylgir það svo, að oft eru notuð slæm húsakynni til kennslu, og börn- um er stundum komið fyrir til dvalar á heimilum, þar sem að sumu leyti er ekki heppilegt að hafa þau. Heimavistarskólarnir hafa lengi verið hugsjón ýmsra okk- ar ágætustu manna. Einar Hjörleifsson flutti fyrir 40 árum prýðilegt erindi um alþýðu- menntun. Það er prentað í Tímariti Bókmenntafélagsins 1901 og er enn þann dag í dag þörf og snjöll hugvekja. Þar segir m. a.: Ekki getur með nokkru móti hjá því farið, að það yrði þjóð okkar til mikill- ar blessunar að geta leyst fjölda barna á hverjum vetri úr kota- prísundinni, látið þau eiga að búa við hreinlæti og aga vetur eftir vetur, veitt þeim heilnæmt og reglubundið líf frá morgni til kvelds, dag og nótt. — Og þetta: Barnafræðslan er frumskilyrð- ið fyrir öllum vorum þjóðþrif- um, öllu voru menningarlífi, frumskilyrðið fyrir því, að þjóð vor afmáist ekki úr tölu siðaðra þjóða. Þannig talaði þessi merkilegi hugsjónamaður og mannvinur fyrir 40 árum. Nú er sannar- lega tími til kominn fyrir okk- ur að heiðra minningu hans með því, að koma upp Einars- skólum, heimavistarskólum fyr- ir öll íslenzk sveitaböm. Ég hefi árum saman trúað því, að heimavistarbarnaskólar væru æskilegar stofnanir. Nú hefi ég verið svo heppinn að koma í 4 heimavistarskóla á starfstíma þeirra. Síðan finnst mér ég lifa í skoðun en ekki trú um þessi mál. Ég hafði að vísu ekki tækifæri til að gera neinn samanburð á fræðilegri kunn- áttu barnanna. Það er heldur ekki allt, sem máli skiptir, en þar er aðstöðumunurinn svo mikill, að okkur finnst öllum að fasti skólinn, sem velur sam- stæða nemendur eftir þroska þeirra, hljóti að ná betri á- rangri. En gesturinn tekúr eftir dagfari barnanna, háttum þeirra við leiki og störf og af því má mikið ráða um það, hvort uppeldið er vel heppnað eða ekki. Dagfarið sýnir fljótt hvort barnið er gæfulegt mannsefni. Það er margt fleira en hið bóklega, sem hefir þýð- ingu í uppeldi siðaðra manna. En það er ekki ætlun mín að rökræða hér til hlítar skóla- fyrirkomulag, heldur að eins að minna á fáeinar augljósar stað- reyndir. Ef til vill segir ein- hver, að þó að þetta sé allt gott og blessað, þá sé því til að svara, að sveitirnar eiga að sjá um menntun barna sinna eins og kaupstaðirnir sinna. Það er auðvitað alveg rétt. En vegna staðhátta er það erfiðara og dýrara að sjá börnum i sveit fyrir jafn mikilli kennslu og í þorpum. Þann mismun á þjóð- félagið aö bera. Það er ekki heppilegt og ekki rétt að gera lögboðna menntabraut fólksins erfiðari á einum stað en öðrum. Og hvað sem segja mætti um verðleika okkar, sem upp erum komin, þá er það hvorki rétt né skynsamlegt frá mannlegu og þjóðfélagslegu sjónarmiði, að hefnast á börnum sveitanna með því, að láta þau hafa lak- ara uppeldi. Nú eru þess dæmi, að fólk fer úr sveitum vegna þess, að það vill láta börn sín njóta meiri skólagöngu en far- kennslan býður. En við verð- um að fækka þeim ástæðum, sem draga fólkið úr sveitunum okkar. Allra hluta vegna þarf þess. Það getur ef til vill orkað tvímælis á hvern hátt þessi hjálp, — ágóði happdrættis- ins, — kæmi bezt að notum. Svo verður að búa um, að menn njóti þessa sem jafnast og ekki verði um neitt misrétti að ræða. Ég held, að það væri bezt að verja þessu fé ekki til beinna byggingarstyrkja. Föst ákvæði gilda um þátttöku ríkissjóðs í skólabyggingum og hinn aukni reksturskostnaður heimavistar- skólanna er mönnum meiri þyrnir í augum en stofnkostn- aðurinn sjálfur. Það er líka hægra að ná saman nokkru fé með frjálsri félagsstarfsemi heima fyrir, til að hrinda ein- hverju í framkvæmd, heldur en til árlegs og hversdagslegs reksturs. Þess vegna sýnist mér, að hentugast myndi, að nota þennan hlut af ágóða happ- drættisins til sjóðstofnunar og vextir sjóðsins gengju svo til þess, að létta rekstur heima- vistarbarnaskólanna, svo að sveitabörnum yrði veitt sam- bærileg kennsla við það, sem gerist i kaupstöðum, án þess að þyngri byrðar yrðu lagðar á aðstandendur þeirra. Þessi sjóð- ur gæti jafnframt orðði til þess, að létta ögn skuldabyrði þjóðarinnar út á við, samhliða því, að hann ætti þátt í því að leysa merkilegt réttlætismál og menningarmál. Það mun vera algengt, þar sem heimavistar- skólar eru í undirbúningi, að ýmsum finnist erfitt að hugsa til hins aukna kostnaðar við skólahaldið. Það er líka eðlilegt og mjög í samræmi við erfiðan fjárhag margra sveitarfélaga. Þessi tilhögun myndi því nema í burtu eða að minnsta kosti draga mjög úr erfiðustu hindr- un á vegi hinna nýju skóla. IV. Þessi orð eru skrifuð til þess,

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.