Tíminn - 24.10.1940, Blaðsíða 3

Tíminn - 24.10.1940, Blaðsíða 3
103. blað TfMINN, fimmtadaginn 34. okt. 1940 411 A N N A L L Dánardægnr. Ólöf Jónsdóttir, áður hús- freyja í Hvammi á Landi, and- aðist á heimili sínu þann 3. okt. síðastliðinn. Hún var fædd 29. september 1865 að Lunans- holti í sömu sveit. Fluttist ung að Hvammi og giftist þar 1892 Jóni Gunnarssyni Árnasonar Finnbogasonar (hin kunna iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiij = i = s Lán§ntboð Lánsupphæð. Tveir flokkar. Galtalækj arætt). Bjuggu þau á þessu kunna erfðaóðali við ágæt efni unz Jón andaðist 1923. Eftir það bjó hún með sonum sínum, Guðmundi og Ás- geir, til vorsins 1927, er þeir tóku við jörðinni. Ólöf átti 7 mannvænleg börn. Elztur er Vilhjálmur Ólafsson, bóndi i Króktúni á Landi, kvæntur Margréti Þórðardóttur. Hin eru: Guðjón, dáinn 1922; Gunnar, kaupmaður, Njálsgötu 23, Reykjavík, Halldór, dáinn 1926; .Ásgeir, bóndi í Hvammi, kvæntur Sigurbjörgu Gissurar- dóttir frá Gjúfri í Ölfusi; Guð- mundur, kvæntur Steinunni Gissurardóttur, systur konu Ás- geirs og frú Guðrún, kona séra Sigurðar Gíslasonar á Þingeyri. Ólöf var frábær móðir barna sinna, rausnarhúsfreyja á gest- kvæmu og veitulu heimili, stað- föst, ráðsvinn og trygglynd í skapi. Hún var í einu og öllu ein hinna mætustu og kjarn- mestu mæðra og húsmæðra hinnar eldorpnu en unaðslegu Landsveitar. Eftirfarandi sonarkveðja var flutt við útför hennar að Skarði laugardaginn 19. þ. m. Skyndilega kvaddi skyrleikskona vandamenn og vini; skelfa þó ei skyldi skuggi dauðans oss, sem eftir lifum. Var og aldrei virðum heitið lífi hér að lifa (Framh. á 4. síðu) Útdráttur Gjalddagi. Endurgreiðslu- réttur. Vextir. Trygging. Sölugengi. Nafnverð bréfa. Útboðsdagur. Sölustaðir. yrði að leggja í sölurnar í bráð. Sá hagnaður, sem félagsmenn hafa á þessu, og ekki einungis félagsmenn, heldur öll alþýða, hún er því félögunum að þakka; en þá er ekki þar með búið, heldur er það einnig félögunum að þakka, að verzlanin verður öll fjörugri og hagkvæmari, samgaungur tíðari, vörur meiri og betri, aðsókn meiri, og — það sem mest er vert — kunnátta landsmanna meiri bæði í verzl- unarefnum og í öllu því, sem snertir þeirra efnahag og at- vinnu, en þar undir er komin öll þeirra framför í veraldlegum efnum, og vér getum bætt við, enda í andlegum efnum, því sá sem ekki hefir nein úrræði fyrir vanefna sakir að leita sér neinn- ar menningar, hann getur ekki átt von á mikilli menntun. Þess vegna er það mjög mikil skamm- sýni og eintrjáningsskapur, að líta allajafna einúngis á „prís- ana“, sem manni eru boðnir af öðrum, en gæta ekkert að hinu, hver munur er á að hafa ekk- ert vald á neinum prísum sjálf- ur, hvorki í hönd né úr, og ekki hafa neina minnstu hugmynd um, hvernig prísarnir ætti að vera ef þeir væri réttir, ellegar á hinu, að hafa alla prísa í hendi sér bæði að og frá, og vita þar að auki hverir réttir og sannir prísar eru, því þetta geta félagsmenn vitað og eiga að vita, þegar þeir hafa verzlun sina saman, og hyggja að ráði sínu og félagsins einsog skyn- samir og greindir menn. Það er þetta sjálfsforræði af verzlun- arefnum, sem er aðalgagn af Bæjarstjórn Reykjavíkur hefir, með samþykki ríkisstjórnarinnar, ákveðið að taka skuldabréfalán, að upphæð kr. 3.000.000,00 — þrjár milljónir króna — til gréiðslu á ósamningsbundnum skuldum bæjarsjóðs. Lánið verður boðið út í tveimur flokkum, fyrra (I.) flokki, að upphæð krónur 1.000.000,00 — ein milljón krónur — til endurgreiðslu á 3 árum (1941—1943) með jöfnum árlegum afborgunum, og síðari (II.) flokki, að upphæð kr. 2.000.000,00 — tvær milljónir króna — til endurgreiðslu á 15 árum (1941—1955) með jöfnum ársgreiðslum (Annuitetslán). Lánið verður endurgreitt samkv. framanrituðu, eftir útdrætti, er notarius publicus framkvæmir í september ár hvert og er gjalddagi útdreginna bréfa hinn 31. desember næst á eftir útdrætti, í fyrsta sinn 31. desember 1941. Bæjarstjórnin áskilur sér rétt til að endurgreiða lánið fyrr að fullu, eða að nokkru leyti eftir útdrætti, er notarius publicus framkvæmir. Vextir af láninu (báðum flokkum) verða 5% p. a. og greiðast 31. desem- ber ár hvert gegn afhendingu viðeigandi vaxtamiða, í fyrsta sinni 31. des- ember 1941. Til tryggingar láninu eru allar eignir og tekjur bæjarsjóðs Reykjavikur. Skuldabréf I. flokks veða seld fyrir nafnverð, en skuldabréf II. flokks fyrir 97% af nafnverði. Upphæð skuldabréfa verður 5000 kr., 1000 kr., 500 kr. og 100 kr. og geta áskrifendur valið á milli bréfa með þessu nafnverði. Fimmtudaginn 24. þ. m. og næstu daga verður mönnum gefinn kostur á að skrifa sig fyrir skuldabréfum á þessum stöðum hér í bænum: í bæjarskrifstofunum, Austurstræti 16, - Landsbanka íslands, Austurstræti 11, - Útvegsbanka íslands h/f., Austurstræti 19, - Búnaðarbanka íslands, Austurstræti 9, - Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis, Hverfisgötu 21, - Kauphöllinni, Hafnarstræti 23, og hjá hæstaréttarmálaflutningsmönnunum: Eggert Claessen, Vonarstræti 10, Garðari Þorsteinssyni, Vonarstræti 10, Jóni Ásbjörnssyni, Sveinbirni Jónssyni og Gunnari Þorsteins- syni, Thorvaldsensstræti 6. Kristjáni Guðlaugssyni, Hverfisgötu 12, Lárusi Fjeldsted og Th. B. Líndal, Hafnarstræti 19, Lárusi Jóhannessyni, Suðurgötu 4, Ólafi Þorgrímssyni, Austurstræti 14, Pétri Magnússyni og Einari B. Guðmundssyni, Austurstræti 7, Stefáni Jóh. Stefánssyni og Guðmundi I. Guðmundssyni, Aust- urstræti 1. Tekið verður við áskriftum í venjulegum afgreiðslutíma þessara aðila. Bréfin, með vaxtamiðum frá 1. janúar 1941, verða afhent á sömu stöðum, gegn greiðslu kaupverðsins, frá 15. nóvember næstkomandi og kaupend- um þá jafnframt greiddir vextir til áramóta. , Þeir, sem skrifa sig fyrir skuldabréfum II. flokks -15 ára bréfum) eiga for- kaupsrétt að skuldabréfum I. flokks (3ja ára bréfum) ef þeir óska þess og að réttri tiltölu við kaup þeirra á II. flokks bréfum. Borgarstjórinn í Reykjavík, 22. október 1940. Bjarni Benediktsson settur. iTiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiin niiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiii KAUPI GULL hæsta verði. Sigurþór, Hafnarstræti 4, Rvík. TRÚLOFUNARHRINGANA kaupa allir hjá Sigurþór, Hafn- arstræti 4, Reykjavík. — Sent gegn póstkröfu hvert á land sem er. Sendið nákvæmt mál. AðTörnn Vegna þeirrar hættu, sem er á því, að matjurtasjúkdómar geti borizt til landsins með jarðeplum og grænmeti, sem hingað flyzt frá útlöndum, eru menn varaðir við því, að reyna að not- færa sér til skepnufóðurs eða áburðar ósoðinn jarðepla- eða græn- metisúrgang frá brezka setuliðinu. Sama er um úrgang úr er- lendum jarðeplum og grænmeti, sem flutt er inn til sölu í landinu. Einnig eru menn varaðir við að fleygja slíkum úrgangi frá sér, þannig að skepnur geti komizt í hann eða sýklar borizt í jarð- veginn með honum. Jafnframt þessu skal það brnt fyrir öllum þeim, sem hugsa til jarðeplaræktar á komandi sumri, að taka frá í tíma nægilegt útsæði af innlendum jarðeplum og að nota engin erlend jarðepli til útsæðis, nema þau, sem grænmetisverzlun ríkisins eða atvinnu- deild háskólans kynnu að láta úti í því skyni. Atvinnu- og samgöngumálaráðu- neytid, 16. október 1940 K a u p i * Blikkdóstr undan skornn neftóbakl (tveggja og þrlggja krónu stærð) fyrir 5 aura dósina. — Sé um að ræða 50 dósir eða fleiri í einu er verðið 6 aurar. Dósirnar verða að vera óskemmdar og með loki. Verzlun Guðm. Guðjónssonar Skólavörðustíg 21. Greiðsla kaupverðs. Forkaups- réttur. verzlunarfélögunum, og sem er margra penínga virði. Enginn ætti að geta metið það eins og vér íslendingar, sem höfum svo þráfaldlega orðið að missa nauðsynja vorra ár eptir ár, láta oss lynda úrþvætti úr öllum varningi, sem enginn vildi nýta annarstaðar, og engum þótti boðlegur, taka á móti skemmdri matvöru, maðkaðri og fullri af allskonar • óþrifum, og þakka fyrir að fá heldur þetta en ekki neitt, og segja með manninum sem keypti sér brennivínsdregg: „spyrjum ekki að hvað það kostar, þökkum guði það fæst!“ —Því betur sem vér styrkjum verzlunarfélögin, því hægra eig- um vér með að fá allt það sem vér þörfnumst, valið eptir skyn- samlegum óskum og þörfum sjálfra vor, og þar að auki með svo góðu verði, sem að líkind- um er að fá; þá getur og öll al- þýða haft færi á, hver sem tek- ur þátt í félögunum og lætur sér um það hugað, að komast niður í hinu sanna verðlagi á hverjum hlut sem er, að þekkja vörur og vörugæðin og í öllum greinum að geta hagað sér skynsamlega í verzlun sinni, í stað þess að renna öldúngis blint í sjónin, að kalla má, eins- og hingað til. Vér verðum enn að fara nokkrum orðum um þann ótta, sem sumir þykjast hafa, að ef verzlunarfélögin yrði drottn- andi, þá mundu þau einoka verzlunina miklu ver en nokkur kaupmaður nú, því opt heyra menn það á íslandi, að enginn sé verri blóðsuga á löndum sín- um í kaupum og sölum heldur en íslendingar, þeir sem gefi sig að verzlun. Vér skulum nú ekkert orðlengja um þann vitn- isburð, —hver veit nema hann sé vottur um, að íslendingar hafi meiri gáfur til verzlunar en lærimeistarar þeirra, þegar þeir fá að njóta sín? — en vér get- um einúngis sagt, að hvort sem nokkuð væri hæft í honum eða ekki, þá getur hann ekki með neinu móti náð til félaganna. Þetta er að oss virðist í augum uppi, því þegar ætti að gjöra ráð fyrir þesskonar einokun, þá yrði félögin að vera sundruð og eyðilögð, og verzlun þeirra að vera komin í hendur einstakra manna. Þegar félögin væri í fullu fjöri, og nálega hver mað- ur í héraðinu ætti þátt í þeim, meiri eða minni, þá gæti slik félög aldrei orðið einokunarfé- lög, vegna þess beinlínis, að þau gætu engan einokað nema sjálf sig. Gjörum við, að allir Hún- vetningar til dæmis væri i einu félagi, þá réði þeir sjálfir fé- lagsstjórn sinni, þeir veldi menn til að skoða reikningana og bækurnar, þeir vissi um öll viðskipti félagsins, um öll kaup þess og sölur, kaupstjórinn og allir þeir, sem væri við verzlun félagsins, væri þjónar þess, og stæði til ábyrgðar fyrir félags- mönnum; félagið sjálft réði eiginlega prísunum á allri vöru, í hönd og úr; hvernig ætti þá þetta félag að geta einokað Húnvetninga? — það væri sama eins og að ímynda sér, að fé- lagið einokaði sig sjálft. Já, það (Framh. á 4. síðu) Vinttið ötullega fgrir Tímann. Eftirtaldar vörur höfuin við venjulega til sölu: Frosið kindakjöt af dilkum — sauðum — ám. Xýtt og frosið uautakjöt, Svínakjöt, Irvais saltkjöt, Ágætt hangikjöt, Smjör, Ostar, Smjörlíki. Mör, Tólg, Svið, Lifur, Egg, Harðfisk, Fjallagrös. Samband ísl. samvínnuíélaga. 76 Robert C. Oliver: Æfintýri blaðamannsins 73 ritstjórnarskrifstofurnar eins og hann var vanur að gera á morgnana. Hann hafði ekki komið á matsöluhúsið þar, sem hann var vanur að borða morgun- verðinn------sem samt — enginn hafði orðið hans var. Bob Hollman var algjörlega upp- numinn. VII. Þegar Bob Hollman hafði lokið vinnu sinni á ritstjórnarskrifstofunum, þar sem hann fékk að vita, að síðasta grein hans hafði víða vakið óhemju athygli, fór hann niður í kaffihúsið til þess að borða. Hann hafði unnið alla nóttina og var því þreyttur og hungraður eins og úlfur. Rétt þegar hann var setztux við borðið kom þjónn og tilkynnti, að ein- hver væri í símanum, sem vildi fá að tala við hann. Hann varð hálf vondur út af þessu ónæði, en af því að hann þekkti af reynzlunni, að gegnum sím- ann er oft hægt að fá ókeypis upplýs- ingar og gullkorn, hneykslissögur og merkileg greinaefni frá ónefndu en fréttaríku fólki, einhvers staðar úti 1 óvissunni, stóð hann á fætur og gekk að símanum. Ókunnug rödd var í símanum, og þegar að hann spurði, „við hvern hann að mega tala við yður. Eg er glaður yfir því trausti, sem þér berið til mín. Að lokum — mætti ég gefa yður gott ráð. Segið ekki lögreglunni frá því, að þér hafið fundið þetta bréf, og nefnið það yfirleitt ekki við nokkurn mann. Viljið þér lofa mér því? — Já, sagði hún undrandi. Ef þér álítið það hyggilegast. Þau voru staðin upp og hún rétti honum hendina, sem hann hélt í dá- lítið lengur en nauðsynlegt mátti telj- ast. En þegar hann sagði, „verið þér sælar,1, tók hún eftir stálhörðum glampa í augum hans. Um leið og hann opnaði hurðina inn í dagstofuna, sem hann varð að ganga í gegnum út í anddyrið, sá hann að þjónninn var á leið til herbergis ungfrú Lucy. Hann var kominn svo sem miðja leið. Þegar hann sá að dyrnar opnuðust hálfkallaði hann — Það er sími til ungfrú Lucy. Bob Hallman gekk þétt framhjá hon- um og leit inn í hin dökku hreyfingar- lausu augu hans. — Segið, að ég sé ekki viðlátin, svaraði Lucy. Ég er svo þreytt. Bob muldraði eitthvað við sjálfan sig. Hann hafði gjarnan viljað heyra sím- talið, sem gaf þjóninum erindi inn í herbergi Lucy á ný.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.