Tíminn - 24.10.1940, Blaðsíða 4

Tíminn - 24.10.1940, Blaðsíða 4
412 TÍMEyTV, fimmtndagimi 24. okt. 1940 103. blað tR BÆNUM Framsóknarmenn í Reykjavík eru minntir á fundinn í Sambandshúsinu annað kvöld kl. 8.30. Eysteinn Jónsson viðskiptamálaráð- herra hefur umræður um stjómmála- viðhorfið. Er öllum flokksmönnum nauðsynlegt að heyra hvað ráðherrann hefi að segja um þau efni, og ætti þeg- af þeim sökum að verða fjölmenni á fundinum. En auk þess verður rætt um vetrarstarfsemi félagsins, og þurfa sem flestir að taka þátt í þeim umræð- um. Ný lántaka Reykjavíkurbæjar. Bjami Benediktsson borgarstjóri tjáði blaðamönnum það í fyrradag, að öflun þess lánsfjár, sem nýlega hefir verið ákvarðað að útvega bænum til handa í fjárþrengingum hans, muni hefjast í dag. Verða skuldabréf bæjar- sjóðsins seld á bæjarstjórnarskrifstof- unum, bönkunum og hjá nokkrum hæstaréttarmálaflutningsmönnum. Andi Jóns Sigurdss. (Framh. af 2. slðu) nemenda í þjóðskólanum, nokk- uð með svipuðum hætti og hann sinnti í hjáverkum sínum uppeldi Islenzkra námsmanna í Kaup- mannahöfn. Slíkir starfsmenn eru jafnan við beztu háskóla í Englandi og Ameríku. Rektor háskólans getur mætt á vissum maníiamótum með gullkeðju um hálsinn. En kanslari í háskóla reynir að ganga nemendum í stað vina og vandamanna og vera á verði um fjárhag skólans og fjárhag nemenda. í Ameríku fá menn ekki að hanga aðgerðalausir og þykjast vera að nema í háskólum lands- ins. Jón Sigurðsson var alla æfi hinn mikli elju- og starfsmaður. Það væri fullkomlega í hans anda, að láta próf skera úr um á hverju vori, hvort nemandi i þjóðskólanum hefði unnið sóma samlega vinnu, eða væri sæmi- lega fær til námsins. Þeir nem- endur, sem ekki geta afkastað sæmilegu verki árlega, eiga ekki skilið að fá að halda áfram að heita nemendur í stofnun, sem haldið er við með fé frá skatt- greiðendum landsins. Andi gullkeðjunnar getur lík- lega átt nokkurt hlutverk að vinna í háskóla íslands. En andi Jóns Sigurðssonar þarf að hafa þar miklu meira og fjölþættara verksvið. J. J. Sambúð Islands (Framh. af 1. síðu) óvinir íslendinga. Þeir eru þar í sporum vina, sem hjálpa ís- lendingum að halda við frjáls- ræði og frelsi, jafnhliða því, sem þeir berjast fyrir frelsi þjóða um gervallan heim. Ég vona af al- hug, að þegar þessu hræðilega stríði lýkur, þá verði samvinn- an milli gamla og nýja lands- ins jafnvel enn hlýrri og traustari en fyrr. Það er líka eðlilegt, að það yrðj þannig, þegar einn fjórði hluti íslenzka kynstofnsins er búsetur í Kan- ada“. Joseph Thorson er eini íslend- ingurinn, sem hefir náð kosn- ingu á sambandsþing í Kanada. Hann er fæddur í Winnipeg 1889. Foreldrar hans voru úr Arnessýslu. Hann lauk prófi frá Manitobaháskóla 1910 og fékk þá Rhodesnámsstyrkinn, og eru Helstu ályktanir að- alfundar S U.F. (Framh. af 1. síðu) s j ávar útvegsms komizt sem mest í hendur félagssamtökum og nýsköpun öll, sem verður í sjávarútveginum byggist á grundvelli félagslegra samtaka. 3. Að ríkið kaupi eða láti reka allar þær síldarverksmiðjur, sem nú eru í eign hlutafélaga, og láti auka afkastamöguleika þeirra á þeim stöðum, sem bezt hentar. Ennfremur að S. R. kaupi síldina einungis með vinnsluverði. 4. Að ítarleg rannsókn verði látin fram fara á byggingu stöðvar til herzlu síldarlýsis og hafnar framkvæmdir, ef til- tækilegt þykir strax að rann- sókn lokinni. SAMBÝLIÐ VIÐ SETULIÐIÐ. Aðalfundur stjómar S. U. F. skorar á æskuna í landinu að hafa sem minnst afskipti af hinu útlenda setuliði, en sýna því þó fulla kurteisi. Jafnframt leggur fundurinn áherzlu á, að gerðar séu þær kröfur til setuliðsíns, að það sýni fulla kurteisi í umgengni sinni, m. a. sé hermönnum ekki leyft að vera ölvuðum á al- mannafæri. MEÐFERÐ OPINBERS FJÁR OG EMBÆTTISREKSTUR. Aðalfundur stjórnar S. U. F. haldinn 19.—22. okt. 1940, telur sérstaka þörf á, að Framsóknar- menn séu vel á verði á meðan þeir, af ytri ástæðum, eru í samvinnu við þann flokk eða þá flokka, sem stuðst hafa við ýms óreiðuöfl í þjóðfélaginu á und- anförnum árum. Jafnframt leggur fundurinn áherzlu á eftirfarandi: 1. Að reynt verði eftir megni að draga úr starfsmannahaldi hjá opinberum stofnuínúm og nefndum og allri skriffinnsku í viðskiptum eftir því sem kost- ur er á og reistar verði rammar skorður við slíkri meðferð fjár- muna, sem átt hefir sér stað t. d. hjá síldaútvegsnefnd. 2. Að ölvun opinberra trún- aðarmanna við embættisstörf sé ekki liðinn, og að þeir, sem gerzt hafa sekir um alvarlegar misfellur í embættisrekstri sín- um, séu ekki látnir halda starfi sínu né settir til nýrra trúnað- arstarfa. Opinberum starfs- mönnum, sem sýnt hafa óreiðu í embættum sínum, sé ekki veittur lífeyrir eða eftirlaun. 3. Að vandað sé val á starfs- mönnum og fyrst og fremst farið eftir hæfni og traust- leikni. þeir Skúlj Johnson einu íslend- ingarnir, er hlotið hafa þá miklu viðurkenningu. Næstu tvö árin var hann í háskólan- um i Oxford og lauk þaðan góðu prófi. Árið 1913 varð hann málafærslumaður við æðri dómstól í London og er hann fyrsti íslendingurinn, sem gegnt hefir því starfi. Árið 1916 gekk hann í herinn og hlaut kap- D án ar mínning (Framh. af 3. slðu) ævarandi né alsælu í dauðans skuggadal. Man ég, móðir, margt, sem skeði innan húss og utan. Guðar á glugga góðlátlega minninganna mergð. Man ég, móðir, mína bernsku, elsku þína og önnun. Söngstu mig í svefn og signdir vandlega og fólst mig guði góðum. Man ég, móðir, hin mörgu kvöld; kom ég að knjám þínum; gekk mér greiðlega gott að læxa af minnar móður vörum. Man ég, móðir, mina æsku, móðurbros og birtu, heiðan himin og hamingju-sól, yl og angan blóma. Líða sól-sumur og svalir vetrat, miðlar tími mörgu. Þó skal vorbjörtum vonaraugum horfa fram í fjarskann. Vilhjálmur Ólafsson. Kveðja að Hvammi á Landi við jarðarför Ólafar Jónsdóttur. Er það mér enn í minni eins og skeð hefði’ í gær, er leit ég fyrst Hvamminn ljúfa; leiddi mig fögur mær. Mættum við móðurfaðmi svo mildum við hússins dyr. Þá var mér svo í sefa sem sólin stæði þar kyr. Gekk ég um grund og Seta, geymi ég minjasjóð. Húsum og háttum réði hún, sem mér var svo góð. Kveð ég nú Hvammínn fríða; komið þykir mér vor. Sólskin og sumarblíða sveipar hin gömlu spor, Kveð ég hér kæra vini og kynni þau liðnu vor. Ó, guð, er ég geng nú héðan, geymdu mín hinztu spor. Fel ég svo Hvamminn fagra, feðranna erfðaból, í hendur göfgum guði, sem gefur vor og sól. Sigurður Gíslason. teinsnafnbót fyrir góða fram- göngu. Árið 1921—26 var hann yfirkennari við lagaskólann í Manitoba. Árið 1926—30 var hann fulltrúi Suður-Winni- peg á sambandsþingi Kanada. í næstu kosningum féll hann, en hefir síðan 1935 verið fulltrúi Selkirkkjördæmisins. Thorson var fulltrúi fyrir Kanada á þjóðabandalagsfundum 1938 og 1939. Thorson er mikill íslands- vinur. Hann átti mikinn þátt í hinni veglegu gjöf Kanada til íslands á alþingishátíðinni. 74 Robert C. Oliver: Svo kom honum nokkuð í hug og gekk hröðum skrefum fram anddyrið til símans. Hiklaust og ákveðinn tók hann heyrnartólið. Jú, einhver var í simanum. Hann sagði, að ungfrú Spenc- er væri þreytt og væri komin í ró, og spurði svo, hvort hægt væri að skila nokkra. Nei, það var ekki. Lág kvenmannsrödd nefndi eitthvert nafn og svo var samtalinu slitið. í þetta skipti var það þó ekki svindl hjá þjóninum-------. Bob snéri sér við og mætti hinum dökku augum þjónsins. Hann hneigði sig kurteislega og þakkaði greiðann. Bob reyndi árangurslaust að finna eitt- hvað í þessum augum, sem útskýrði hvers vegna verið var að hringja til ungfrú Lucy, þegar hún óskaði eftir því að vera í friði. Ungfrú Lucy gekk litlu seinna til sængur, en hún gat ekki sofnað. Hugs- anir og hugmyndir ásóttu hana. Henni var illt í höfðinu. Hún Tifjaði upp allt, sem hún mundi í sambandi við fortíð Sir Reginalds. En hún varð einskis vísari. En mest hugsaði hún um unga manninn, sem nú þegar var orðinn svo mikill þáttur í hennar eigin lífi, Bob Hollman. Hún skildi hann ekki vel — hann var mjög viðfeldinn ungur maður — á allan hátt — fljótur og hraustur — Æfintýri blaðamannsins 75 hann hafði lifað sitt af hvoru — hann var gefinn fýrir ýms hættuleg uppá- tæki------og nú vildi hann fá hana sem samverkamann, sem tæki þátt í á- hættunni með honum. Vissulega var þetta umhugsunarvert. Vanhugsaðar ákvarðanir voru ekki skynsamlegar. Annars var Lucy vön að fTamkvæma fyrst og hugsa á eftir. Daginn eftir beið hún eftir því að Bob hringdi. Um miðjan daginn var grein í „Stjörnunni“, sem vakti mikla athygli og hún áleit hana vera eftir Bob. Hún innihélt ásakanir, sem hún ekki skildi. En lögreglan var þar ásök- uð um að hafa farið á bak við almenn- ing, með rannsóknir sínar í hinu al- ræmda glæpamáli, sem áttu að varpa ljósi yfir það, hvað orðið væri um hin- ar mörgu ungu stúlkur, sem síðustu mánuðina höfðu algjörlega horfið í borginni. Lucy var mjög óþolinmóð eftir því að hann hringdi. En dagurinn leið án þess. Um kvöldið hringdi hún heim til hans. Enginn svaraði. Hún hringdi til blaðsins. Þar hafði hann verið seinast kl. 4. En síðan hafði ekk- ert heyrzt frá honum. Ekki heldur næsta dag. Þegar Lucy reyndi að komast í samband við hann, var henni sagt, að hann hefði ekki ver- ið heima um nóttina og ekki komið á Lcikf élag Reykjavlknr „L0GINN HELGI“ eftir W. Somerset Maugham. Sýning I kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seldir eftir kl. 1 í dag. GAMLA BÍÓ"***”‘* Systurnar (Vigil in the Night) Amerísk stórmynd frá RKO Radio Pictures, gerð eftir hinni víðlesnu skáld- sögu A. J. Cronin, höfund „Borgarvirkis". Aðalhlutv. leika: CAROLE LOMBARD, ANNE SHIRLEY og BRIAN AHERNE. Sýnd kl. 7 og 9. Munið hina ágætu ~I7ÝJA BÍÓ*———1 Þrjár kænar stúlkur þroskast (Three smart Girls grow { up). | Amerí tal- og söngvakvik- | mynd frá Universal Film. | Aðalhlutv. leikur og syng- j ur eftirlætisleikkona allra k vikmyndahúsgesta: DEANNA DURBIN. Aðrir leikarar eru: NAN GREY, HELEN PARRISH og WILLIAM LUNDIGAN. SÝnd kl. 7 nff 9. Sjafnar blautsápu í V‘z kg. pökkum. Sápuverksmiðjan Sjöfn. Heildsölubirgöir hjá: SAMBMDI SSL. SA3IVIMTFÉLAGA. Revkjavik - Akurevri Hraðferðir alla daga. Bifreiðastöð Akureyrar. Bifreiðastöð Steindórs. en treysta mest á eigin fyrirhyggju. Hann hefir keypt hjónatryggingu og líftryggt bæði börnin. Svo bjóða þau framtíðinni byrginn. NildÉn vestur um til Akureyrar laugar- dagskvöld 28. þ. m. Viðkoma á öllum venjulegum áætlunar- höfnum. Vörumóttaka í dag. Jóu forseti og kaupfélögin. (Framh. af 3. síðu) gæti einokað sig að því leyti, að það bindi sig við reglur, sem það sjálft samþykkti, en vér getum varla ætlað, að menn þyrfti að óttast, að þær reglur kynni að verða svo heimskuleg- ar og skaðlegar félaginu, að þær yrði því til eyðileggingar; ef svo væri, þá yrði manni víst óhætt að hugga sig við, að það væri á valdi félagsmanna sjálfra að breyta þeim, og taka stjórnina af þeim mönnum, sem hefði verið upphafsmenn til þeirra. Enn fremur gæti maöur hugsað sér, að verzlunarfélag i einni sýslu drottnaði yfir annari sýslu, af því þar væri færri félags- menn; en úr þessu væri hægt að bæta, því ekki þurfti annaö, en að fleiri gengi í félagið úr þeirri sýslunni, þar til þeir yrði eins aflamiklir eins og hinir, og þá mundi allt jafna sig. Yfir- drottnan félagsmanna úr einni sýslu yfir annari gæti ekki heldur nokkru sinni komið fram í einokun verzlunarinnar, þvi það segir sig sjálft, að allir fé- lagsmenn sætti jöfnum kaup- um, yfirráðin yrði innifalin í því, að þeir sýslubúar, sem fleiri væri saman, gæti neytt sín bet- ur í kosningum forstöðumanna, en engin líkindi eru til að neinn flokkuT félagsmanna mundi neyta sín til að kjósa aðra en þá, sem gæti orðið nýtir liðs- menn fyrir félagið. — Það gæti menn einnig hugsað sér, að hlutabréfin lenti í fárra manna höndum, og þeir vildi ekki hleypa öðrum mönnum í félag með sér, heldur legði alla verzl- unina undir sig. Ef svo færi, mundu menn fljótt sjá einfalt ráð, og það væri, að stofna al- mennt félag á móti, eða sam- eina sig við önnur félög, og þarmeð mundi sú einokun fljótt fá enda. Það er því hið bezta ráð, sem vér að endingu getum gefið les- endum vorum á íslandi, að tefja ekki við að gánga í verzl- unarfélög, sem hafi þann til- gáng að gjöra verzlun vora inn- lenda í eiginlegasta skilningi, heldur að þeir kappkosti sem mest, að ná hlut í þessum fé- lögum og koma þeim í blóma. Þess eins skyldi félagsmenn gæta nákvæmlega, að vera vandir að þeim forstöðumönn- um, sem þeir kjósa, og að sjá sér út únga efnilega menn til að læra til verzlunar og gánga í þjónustu félaganna undir stjórn forstöðumanna þeirra. Uppgángur félaganna er mjög undir stjó'rn þeirra kominn, en þó verða menn jafnframt að treysta uppá heppni og lán, og eins líka að vera við því búnir, að óheppni kunhi að henda, sem enginn getur fyrir séð. Það er einkenni hinnar góðu stjórn- ar, að færa sér heppnina for- sjállega í nyt til hagnaðar fé- laginu, og að sjá svo við ó- heppninni, að hún valdi sem minnstu tjóni. í verzlunarfé- lögunum og góðri stjórn þeirra er fenginn einn hinn bezti og vissasti vísir til sjálfforræðis." Aðrar fréttir. (Framh. af 1. síðu) Loftárásir beggja aðila hafa verið svipaðar að næturlagi undanfarið og þær voru áður og beinst gegn sömu stöðum. Þjóð- verjar eru að mestu hættir að gera árásir að degi til.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.