Tíminn - 05.11.1940, Síða 2

Tíminn - 05.11.1940, Síða 2
430 TÍIHE\]\, l»rigjwdagtmi 5. nóv. 1940 108. blað Samvinna í verzlun ok atvinnurekstri 'gímtnn Þri&judaginn 5. nóv. Farmgjöldin og ve r ð lagsef tirlitíð Farmgjöld af aðfluttum vör- um hafa mikil áhrif á vöruverð- ið í landinu, og einnig er mjög þýðingarmikið fyrir útflytjend- ur, að farmgjöld af útflutnings- vörunum séu ekki hærri en nauðsyn krefur. Eftir að stríð- ið hófst, varð mikil hækkun á kostnaði við siglingar, og flutningsgjöldin hækkuðu stór- kostlega. Eru þau nú miklu stænú hluti af vöruverðinu heldur en áður var. Þannig hafa t. d. farmgjöld af kornvörum og sykri hækkað hlutfallslega miklu meira en innkaupsverð þessara vörutegunda, og sama máli mun gegna um fleiri vöru- tegundir. Svo sem kunnugt er, hafa verið sett lög um verðlag á vör- um og heimild til að ákveða há- marksverð eða hámarksálagn- ingu á vörum. Er starfandi verð- lagsnefnd samkvæmt lögum þessum, sem hefir eftirlit með vöruverði og ákveður hámarks- verð og álagningu eftir því, sem ástæða þykir til. í lögunum um verðlagseftir- litið, er ekkert ákveðið um eftirlit með farmgjöldum, og engin heimild til að ákveða hámark þeirra. Fyrir nokkru síðan lagði Eysteinn Jónsson viðskiptamálaráðherra fram til- lögu á ráðherrafundi, um að sett yrðu bráðabirgðalög um eftirlit með' farmgjöldunum. Á fundi ríkisstjórnarinnar 1. nóv., neitaði atvinnumálaráðherra, Ólafur Thors, að fallast á, að sett yrðu bráðabirgðalög um þetta efni, og hindraði með því framgang málsins að þessu sinni. Eimskipafélag íslands annast nú aðflutninga á flestum inn- fluttum vörum, og skip þess flytja til útlanda mikið af út- flutningsvörunum, eins og að undanförnu. Félagið ákveður sjálft farmgjöld af þessum vör- um, og án þess að nokkuð sé fullyrt um, hvort gjöldin eru hæfilega eða óþarflega há, virð- ist í alla staði eðlilegt, að eftir- lit sé haft með ákvörðunum fé- lagsins í því efni, eigi síður en með álagningu verzlananna. Má í þessu sambandi benda á, að samkeppni kaupfélaga og kaupmanna hefir áhrif til verð- lækkunar á mörgum verzlunar- vörum, en samkeppni við Eim- skipafélagið um vöruflutninga er svo að segja engin, auk þess sem félagið nýtur skattfrelsis og styrks af opinberu fé. SamkværrR reikningum Eim- skipafélags íslands fyrir árið 1938, var tekjuafgangur þess það ár um 100 þús. kr., eftir að búið var að greiða hluthöfum 4% arð af hlutafénu og verja rúmlega 350 þús. kr. til af- skrifta á eignum félagsins. Ár- ið 1939 varð tekjuafgangur þess um 366 þús. kr., auk þess arð-, sem hluthöfum var greiddur, og það ár voru eignir félagsins lækkaðar í verði um nálægt 676 þús. kr. Öll skip félagsins, sex að tölu, eru þá bókfærð fyrir aðeins 420 þús. kr., og eignir þess umfram skuldir nema sam- tals rúmlega 1 milljón og 300 þús. krónum. Auk þess var fé- lagið þá búið að safna í eftir- launasjóð í’úmlega 777 þúsund kr. á liðnum árum. Af þessu er auðséð, að gróði félagsins hefir verið mikill á liðnum árum, og að það er orðið fjárhagslega sterkt fyrirtæki. En einmitt þess vegna er minni þörf félagsins til að græða á vöruflutningum nú og í fram- tíðinni, og ætti félaginu ekki að vera unnið mein með því, þótt eitthvert eftirlit yrði haft með farmgjaldaákvörðunum þess. Sjálfstæðisflokkurinn hefir talið sig hafa áhuga fyrir því, að reynt yrði að vinna á móti vaxandi dýrtíð. Er því einkenni- legt, að ráðherra flokksins og formaður skuli hindra það, að ákvarðanir um flutningsgjöld verði háðar eftirliti eins og verzlunarálagningin, þar sem farmgjöldin hafa mjög mikil á- hrif á vöruverðið, ekki sízt á styrjaldartímum. Sk. G. I. Fyrir um það bil 60 árum hófst starfsemi kaupfélaganna hér á landi. Áður höfðu bændur að vísu stofnað til verzlunar- samtaka víðar en á einum stað, en laust eftir 1880 var það fé- lag stofnað, sem fyrst tók upp kaupfélagsheitið og það fyrir- komulag, sem enn í dag gildir í rekstri kaupfélaganna, í öllum aðalatriðum. Því verður ekki andmælt með rökum, að hagnaður íslenzku bændanna af verzlunarsam- tökunum á liðnum 60 árum, er mjög mikill. Nægir í því sam- bandi að benda á ástandið í verzlunarmálunum, þegar kaupfélögin komu til sögunnar. Þá var lítið hirt um vöndun á aðfluttum og útfluttum vörum, og kaupmennirnir einráðir um verðlagið. Viðskiptamennirnir voru oft beittir rangindum og misrétti. Önnur og óhagstæðari viðskiptakjör fyrir fátæka en ríka. Oft. var skortur brýnna nauðsynja, en óþarfavarning- ur boðinn í staðinn. Samvinnufélögin hafa inn- leitt nýja siði og nýja menn- ingu á viðskiptasviðinu. Þau hafa frá upphafi beitt sér fyr- ir vöruvöndun. Keypt til lands- ins góðar og gagnlegar vörur, og tekið upp nýjar verkunar- aðferðir á íslenzkum vörum. Sami réttur gildir fyrir alla félagsmennina. Þeir fátæku fá aðfluttar vörur með sama verði og hinir efnaðri, og allir fá sama verð fyrir framleiðsluvör- urnar, sem félögin taka til sölu- meðferðar. Þá hafa félögin lagt stund á að kaupa fyrst og f remst nauðsynj avörur til landsins, og í öllu hagað rekstr- inum með það fyrir augum, að fullnægja þörfum félagsmann- anna. Kaupfélögin hafa að sjálf- sögðu oft átt við erfiðleika að stríða á liðnum áratugum. Þeg- ar illa árar fyrir félagsmenn- ina, hljóta öTðugleikarnir að koma við félög þeirra. En reynsla bænda af samvinnu- verzluninni er þannig, að þeir munu ekki hverfa af þeirri braut. Flestir bændur landsins skipta nú við sínar eigin búðir, og hafa þar sjálfir æðsta vald. Þeir munu halda samstarfinu á- fram, að nýjum viðfangsefnum með nýjum dögum. II. Fyrstu kaupfélögin í landinu Mín fyrstu kynni af sr. Magn- úsi urðu um vorið 1914. Ég sótti þá námskeið í Kennaraskólan- um, ungur og lítt þroskaður og án allra kennararéttinda. Þau fyrstu kynni hafa ekki í gleymsku fallið, og þau urðu undirstaða að meiri kynningu og óslitnum vináttuböndum. Við Kennaraskólann störfuðu þá af- burðamenn, sem hver á sínu sviði hafa staðið í fremstu röð. Er það fágætt, að við sama skól- ann starfi í einu jafn fágætir gáfumenn og sr. Magnús Helga- son skólastjóri, Jónas Jónsson, Sigurður Guðmundsson og dr. Ólafur Daníelsson. Mátti segja að hver þessara manna væri per- sónuleiki, sem athygli vekti, en meðal þessara afburða manna hafði sr, Magnús algjörða sér- stöðu. Ég hefi oft síðan reynt að gera mér grein fyrir því að hverju leyti hann bar af, eða að hverju leyti hánn hafði sé_r- stöðu í mati nemendanna. Ég held að það, sem hreif nemendur hans mest og gerði tök hans á nemendum svo sterk og þó ljúf, hafi verið óljóst hugboð þeirra um hans innri göfgi. Mér finnst nú, að minningar mínar um sr. Magnús nálgist það meir, að vera persónugerfi austurlenzks spekings eða fræðara en venju- legs kennara, en þó var enginn hánorrænni en hann né þjóð- j voru stofnuð af bændum, og enn eT þátttaka þeirra í félög- unum miklu almennari en ann- ara stétta. Þó er ekki síður nauðsynlegt fyrir aðra, svo sem verkamenn, sjómenn o. fl., að hafa.félagsskap um verzlunina. Verkamenn og sjómenn hafa myndað samtök fyrst og fremst í þeim tilgangi, að fá kaup sitt hækkað. En þeim ætti að skilj- ast það, að kauphækkun kemur þeim ekki að notum, ef óvið- komandi menn taka hana jafn- óðum af þeim með hækkuðu vöruverði. Að hækka tíma- kaupið eða mánaðarkaupið, án þess að tryggja sér að fá einhver verðmæti fyrir kauphækkunina, er eins og að hella vatni í botn- laust ílát. Sem betur fer, er áhugi fyrir samvinnumálum vaxandi í kaupstöðunum. Um það vitnar m. a, vöxtur og viðgangur Kaupfélags Reykjavíkur og ná- grennis. Og vonandi er, að fleiri kaupstaðabúar komi auga á það sem fyrst, að til þess að hafa sem mest not af atvinnu- tekjunum, þurfa þeir að kaupa nauðsynjar sínar án milli- göngu óviðkomandi manna. III. Samvinnumenn eru á einu máli um það, að hagkvæmt sé að hafa félagsskap um innkaup á þeim vörum, sem þeir þurfa að nota, og um sölu á fram- leiðslunni. En um leið ætti þeim að vera ljóst, kð heppilegt getur verið að leysa fleiri viðfangs- efni með félagslegum samtök- um. Samvinnustefnunnar gætir enn of lítið í atvinnurekstri landsmanna. Næsta skrefið í samvinnumálum, er að stofna framleiðslufélög á samvinnu- grundvelli. Hlutaskipti á fiskibátum hafa tíðkast um langan aldur. Þar er í raun og veru um samvinnu- rekstur að ræða a. m. k. þar sem einn þátttakandinn þarf ekki að tryggja hinum lág- markskaup. Hver maður hefir sinn hlut, og útgerðarmaðurinn bátshlutinn. En þetta fyrir- komulag hefir aldrei náð til stórútgerfTarinnar. Strax þegar togaraútgerðin hófst, voru sjó- menn á þau skip ráðnir fyrir fast kaup, og hefir svo verið ávallt síðan. Rekstur togaranna gekk yfir- leitt vel í fyrstu. Afli var nægur á miðunum, og afurðasalan legri. Ég veit ekki hvort þessi líking nær því, sem ég vildi segja, en ég veit það, að hin háttprúða göfugmennska í fasi og kenning- um hafi gefið honum máttinn til þess að stjórna, án þess að nokk- ur fyndi til þess, og móta skap- gerö og hugsun nemenda sinna, án þess nokkurn tíma að beita áróðri eða valdboði. Og ég tel það alveg vafalaust, að sr. Magn- ús Helgason hafi haft sterkust persónuleg áhrif á nemendur sína af öllum þeim kennurum, sem ég hefi kynnzt eða haft spurnir af, og þau bönd v,oru í ætt við Signýjarhárið, — þau vildi enginn rjúfa. Ég get ekki stillt mig um að segja hér frá einni minningu minni um sr. Magnús sem kenn- ara. Alla sína tíð við Kennara- skólann kenndi hann íslands- sögu í 3. bekk. Veit ég að öllum nemendum hans eru þeir tímar minnisstæðir, því að hann var fágætur sögumaður og í frásögn hans urðu atburðir sögunnar á sérstakan hátt lifandi. Hann kunni fornsögurnar og Sturl- ungu næstum spjaldanna á milli, og hafði aldrei í kennslustund í íslandssögu aðra bók á borðinu en söguágrip Jóns Aðils og í hendinni granna reglustiku eða blýant, sem hann handlék oft með sérstökum hætti, hvort sem hann spurði eða sagði frá. Sögu- gekk greiðlega, svo að oft var gróði á útgerðinni, þrátt fyrir hækkandi kaupgjald. En fyrir einum tug ára fór að síga á ógæfuhliðina. Fiskverðið lækk- aði og markaðir þrengdust. Síð- an komu aflaleysisár, möTg i röð. Útgerðarkostnaðurinn lækk- aði ekki að sama skapi og tekjurnar. Erfitt er að lækka suma útgjaldaliðina, t. d. kaup- gjaldið. Sjómenn og verkamenn benda á þann gróða, sem út- gerðarmenn hafa í góðum ár- um, og telja eðlilegt að þeir beri tapið, þegar árferðið versnar. Það eT erfitt úrlausnarefni, þegar sjómenn og verkamenn telja sig þurfa hærra kaup en útgerðin getur borið. Deilur hafa spunnizt af þessum sök- um, og stundum valdið stöðvun á framleiðslunni um skeið. Frá sjónarmiði samvinnu- manna er stórútgerðin ekki rekin á heppilegum grundvelli. Fáir einstaklingar hafa yfirráð atvinnutækjanna. Þeir hirða gróðann í góðum árum, og þess eru dæmi, að honum er varið til annars en að tryggja framtíðar- rekstur fyrirtækjanna. Er því oft erfitt að mæta hörðu árun- um og tapinu. Sjómenn og verkamenn eru stöðugt annara þjónar,.og öðrum háðir um at- vinnu. Þeir geta gert kaupkröf- ur og samþykkt kauptaxta, en þeir geta ekki skipað útgerðar- mönnunum að veita atvinnuna. En ef þeir vilja nota úrræði samvinnunnar, geta þeir veitt sér atvinnu sjálfir — og það er farsælasta leiðin. Það væri í fullu samræmi við athafnir þeirra bænda, sem fyrstir stofnuðu kaupfélög hér á landi, til þess að losna við að ganga í búðir kaupmanna, ef sjómenn og verkamenn stofn- uðu félagsútgerð, þar sem þeir veittu sér sjálfir atvinnu, í stað þess að leita hennar hjá öðrum. IV. Nokkur útgerðarfélög hafa verið stofnuð á undanförnum árum, sem hafa verið nefnd samvinnufélög. En óhætt mun að fullyrða, að ekkert þeirra hafi starfað eða starfi á hrein- um samvinnugrundvelli. — Ef til vill hafa sjómennirnir á skipum þeirra verið ráðnir fyrir aflahlut, en aðrir ekki. Fram- kvæmdastjórar fyrir fastákveð- ið kaup, og verkafólk í landi sömuleiðis. Þetta er ekki sam- vinnuútgerð. Ef áhættan hvílir aðeins á nokkrum af þeim mönnum, sem við fyrirtækið starfa, þá verðskuldar það ekki að bera nafn samvinnunnar. V. Um síðustu áramót voru sam- þykkt á Alþingi lög um hlutar- útgerðarfélög. Með þeim var lagður grundvöllur til að byggja skilningur hans var frábær, enda þekkti ég þess ekki dæmi, að nemendur hefðu aðra skoðun en hann á sögulegum atburðum. — En það, sem ég vildi rifja upp, var þetta: Það var síðari vetur- inn minn í Kennaraskólanum að ég þurfti að finna sr. Magnús út af einhverju viðvíkjandi skólafé- lagi okkar. Ég fékk því leyfi úr tíma og gekk upp til hans. Hann sat þá við skrifborð sitt o_g fram- an við hann á borðinu lá íslands- saga Jóns Aðils og Sturlunga, — en næsta kennslustund í 3. bekk var íslandssaga. Ef til vill hefir hann séð einhvern undrunarsvip á mér, því að í fáfræði minni fannst mér það fjarstæða, að sr. Magnús þyrfti að undirbúa sig undir kennslustund, en þá sagði hann mér það, að hann notaði aldrei minna' en klukkutíma til að búa sig undir kennslustund, hversu vel sem sér væri efnið kunnugt. Trúmennska í störfum var honum svo inngróin, að hann lét það aldrei niður falla að fylgja fast þessari höfuðreglu góðs kennara, þótt hann væri bæði þaullesinn og stálminnug- ur. Síðan ég sjálfur fór að kenna, hefi ég betur skilið, hvílíkt gildi þetta hafði í kennslunni, en fátt lýsir betur en þetta dæmi, hversu sr. Magnús bar af flestum mönn- um með trúmennsku í störfum, enda fór hann vel með í frásögn þessi orð Kolskeggs: „Eigi mun ég á þessu níðast, eða neinu því er mér er tiltrúað." í kennslustundum var sr. Magnús öllum prúðari og glað- ari. Mér er hann enn í minni, þar sem hann gekk að kennara- á félagsleg samtök um útgerð, þar sem gert er ráð fyrir full- komnu samvinnuskipulagi. Aðalatriðin í lögunum eru þessi: 1. Allir starfsmenn, bæði á sjó og landi, séu félagsmenn. Utanfélagsmenn er aðeins heimilt að ráða um stundar- sakir, í Torföllum félagsmanna. 2. Hver félagsmaður greiði 10 króna inngangsgjald. 3. Ábyrgð félagsmanna á fjár- reiðum félagsins er takmörkuð við 300 kr. 4. Allir séu ráðnir gegn afla- hlut. Gildir það ekki aðeins um sjómenn, heldur líka verkafólk í landi, framkvæmdastjóra og skrifstofumenn. Fyrirkomulag hlutaskipta sé ákveðið í sam- þykktum félaganna. 5. Leggja skal fé í trygging- arsjóð, er hafi það hlutverk að tryggja félagsmönnum lág- markstekjur í erfiðu árferði. Því hefir verið haldið fram, að ekki sé hægt að ráða land- verkafólk gegn aflahlut. En sú kenning er röng. Ekkert er auðveldara en að vinnuflokkar karla og kvenna, sem annast fiskverkun, fái ákveðinn hlut aflans í verkunarlaun. Þeir geta að vísu ekki fengið fulln- aðargreiðslu fyrir vinnuna fyr en aflahluturinn er seldur, en hluta vinnulaunanna má borga um leið og vinnan er fram- kvæmd. Sama máli gegnir um framkvæmdastjóra og skrif- stofumenn. Og skipið hefði sinn ákveðna hlut, sem varið yrði til að borga vexti, viðhald og fyrn- ingu þess, vátryggingu o. s. frv. VI. Ef til vill halda einhverjir því fram, að samvinnuskipulaginu fylgi of mikil áhætta fyrir sjó- menn og verkamenn. Þeir geta bent á það, að tilraunir til fé- lagsútgerðar á liðnum árum, hafi stundum misheppnazt. Ekkert mark er takandi á því, þó að sú félagsútgerð hafi lán- ast misjafnlega, sem stofnað hefir verið til í skyndi á neyð- artímum, þegar einstaklings- fyrirtækin voru að þrotum kom- in. Samvinnuskipulagið á vitan- lega að gilda jafnt í góðæri sem erfiðum árum. Félagsmenn- irnir hafa hagnaðinn þegar vel gengur, og bera tapið, þegar illa árar; Góð og erfið ár skiptast á. Undanfarin ár hafa verið erfið fyrir útgerðina. En talið er að mörg togarafélögin hafi unnið upp töpin á þessu ári. Og góður myndi hlutur togarasjómanna orðinn árið 1940, ef hlutarút- gerð hefði þar verið upp tekin. Þá er ástæða til að vekja at- hygli á því, að með núverandi skipulagi á stórútgerðinni, eru sjómenn og verkamenn, sem þar starfa, í stöðugri hættu og ó- vissu um afkomuna. Sá at- borðinu, brosmildur og hlýr, byrjaði samstundis kennsluna og spurði hvern einstakan eða sagði frá jöfnum höndum. Ég minnist þess, hve gott var að vera spurð- ur af honum. Það voru einhver andleg tengsl eða hugsanasam- bönd milli hans og nemandans, sem hann notaði þannig, að á svipstund hafði hann náð fram í dagsljósið öllu sem nemandinn kúnni einhver skil á, og stundum fannst manni, sem allir stœðu sig jafnvel hjá sr. Magnúsi, en þó var það oftast, að í lok sam- talsins skaut hann að einni eða tveimur spurningum, sem reyndu á þolrifin og var sem hann vildi þá forða nemandanum frá þeirri háskalegú villu, að hann teldi sig allt vita, því að engum var það fjær en sr. Magnúsi, að vilja stuðla að ofmetnaði eða yfirlæti. Ég held, að sr. Magnús og Þor- steinn Erlingsson hafi báðir ver- ið ástfangnir af íslenzkri tungu, ef hægt er að komast þannig að orði. Fegurri og mýkri meðferð hefur móðurmálið sjaldan hlotið, en í kennslustundum hans. Þótt hvert hans orð hefði verið hrað- ritað jafnótt, myndu þar engin lýti hafa fundizt. Mál hans var laust við alla sérvizku og forn- yrða eftiröpun, en þó féll það stuðlað af vörum hans með kynngikrafti fornbókmenntanna og fegurð, — og andlit hans ljómaði, er hann tvinnaði frá- sögn sína með orðréttum setn- ingum úr gullaldarmáli íslend- inga, og frásögur um drenglyndi og afreksverk fornmanna, hefi ég aldrei heyrt betur hljóma en í frásögn sr. Magnúsar. vinnurekstur, sem ekki ber sig fjárhagslega, hlýtur að dragast saman og stöðvast, ef þannig gengur til lengdar og engir varasjóðir eru til frá betri tím- um. Reynslan sýnir, að þetta er rétt. Afleiðingarnar af erfið- leikum sjávarútvegsins bitna ekki eingöngu á útgerðarmönn- unum, heldur jafnframt á ’sjó- mönnum og verkamönnum. Þær koma fram í atvinnuleysinu. Þegar illa árar, dregst útgerðin saman. Umráðamenn skipanna halda þeim úti aðeins þann tímann, sem helzt er von um að útgerðin svari kostnaði. Þetta er eðlilegt, en um leið lækka tekjur þeirra, sem að útgerð- inni vinna^Það er því alröng kenning, að með því að stofna samvinnuútgerð, séu sjómenn og verkamenn að hverfa frá einhverju öryggi, sem þeir hafi nú, út í áhættu og óvissu. Þeir eru á hættusvæðinu nú þegar. En félagsútgerðin þarf að vera byggð á hreinum sam- vinnugrundvelli, eins og ákveð- ið er í lögunum um hlutarút- gerðarfélög. Áhættan á t. d. ekki að hvíla á hásetunum einum, en skipstjórar og vélstjórar, framkvæmdastjójrar og skrif- stofumenn að baða sig í örygg- isgeislum fasta kaupsins. Það er ekki samvinna. Yfirmenn og undirgefnir eiga að sitja við sama borð. Að vísu eiga ekki allir að hafa jafnan hlut. Skip- stjórinn myndi hafa fleiri hluti en hásetinn. En hlutir allra myndu hækka og lækka í veTði, hlutfallslega jafnt, eftir afkomu útgerðarinnar. Með því er lög- máli samvinnunnar fullnægt. VII. Vantrúaðir menn munu halda því fram, að sjómenn og verka- menn geti ekki rekið útgerð stórra skipa, því að til þess skorti þá fjármagn. En þess eru mörg dæmi, að eignalitlir ein- staklingar hafa stofnað til stór- útgerðar. Ekki er heldur víst, að hlutarútgerðarfélög þyrftu í öllum tilfellum að kaupa skip. Einstakir skipaeigendur gætu orðið þátttakendur í félögunum, leigt þeim skip og tekið hlut fyrir. Ekki myndi áhættumeira fyrir bankana að veita félags- útgerð rekstrarlán en einstök- um útgerðarmönnum. Minni á- hætta fylgir því, að leggja fé í samvinnuútgerð, ef fylgt er því aðalboðorði samvinnunnar, að heimta ekki meira af fyrirtækj- unum en þau geta í té látið. Samvinnumenn í kaupstöð- um og kauptúnum eiga að hefja félagsútgerð á samvinnugrund- velli. Það mun færa þeim heim sanninn um yfirburði samvinn- unnar, ekki aðeins í verzlunar- málum, heldur einnig á fleiri sviðum. Til þess að hefja sam- Þegar ég var í Kennaraskól- anum, var það föst regla, að skipta þannig skemmtunum á laugardagskvöldum, að annað laugardagskvöldið var umræðu- fundur í skólanum og lesið upp skólablaðið „Örvar-Oddur“, en hitt laugardagskvöldið var dans- að, en oftast var þá byrjað með einhverju dagskráratriði: upp- lestri, söng eða ræðu. Það er á þessum kvöldstundum, sem mér er sr. Magnús sérstaklega minn- isstæður. Eftir beiðni okkar kom hann oft niður til okkar og flutti stutta ræðu, er hann sjálfur nefndi Kvöldræður í Kennara- skólanum og birtar eru í bók með því nafni. Þá hlýnaði nemendum um hjartarætur, er sr. Magnús dökkklæddur og hátíðlegur í fasi, gekk að kennaraborðinu og hóf ræðu sína. Svo vel skildi hann sálarlíf æskumanna, að honum var það ljóst, að langar ræður um fjarskyld efni myndu ekki vel þegnaríbyrjun skemmti- kvölds, enda var það háttur hans að tala stutt, og hóf hann þá að jafnaði ræðu sína með æfintýri eða stuttum þætti úr fornsögum. Geta þeir, sem lesa Signýjarhár- ið í Kvöldræðunum, fundið eim- inn af því, hve frásögn hans var hrífandi, og hversu vel hann kunni að velja umræðuefni við hæfi þeirra, er njóta áttu. Mér er enn í minni hrifningin, er ríkti í stofum Kennaraskólans, er hann flutti þá ræðu. — Tær- ari frásögn um ástfanginn mann og konu er varla til á íslenzku máli, í klæðum hetjulegra æfin- týra. Það kvöld mun margur ungur (Framh. á 3. síðu) Stefán Jónsson, skólastjóri: Séra Magnús Helgason

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.