Tíminn - 12.11.1940, Side 1
RITSTJÓRI:
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON.
FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR:
JÓNAS JÓNSSON.
ÚTGEFANDI:
PRAMSÓKNARFLOKKURINN.
RITSTJ ÓRNARSKRIFSTOFUR :
EDDUHÚSI, Lindargötu 1 D.
SÍMAR: 4373 og 2353.
AFGREIÐSLA, INNHEIMTA
OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA:
EDDUHÚSI, Lindargötu 1 D.
Sími 2323.
PRENTSMIÐJAN EDDA h.f.
Simar 3948 og 3720.
24. ár**'.
Reykjavik, þriðjudagiim 12. nóv. 1940
111. blað
Flokksjiiii" Framsóknar-
manna verðnr haldið í (ebr.
Tíðar slysíarír
11 manns hafa látið
líiid vegna slysiara
síðustu daga
Síðustu dagana hefir verið
óvenjulega mikið um slysfarir
á sjó og landi. Hafa eigi færri
en 11 manns látið lífið með
sviplegum hætti, flestallir
drukknað. \
Vélbáturinn Hegri
talinn af.
Vélbáturinn Hegri frá Hrísey
er nú talinn af. Eins og áður
hefir verið sagt frá, fór hann
frá Hofsósi áleiðis til Reykja-
víkur hinn 29. októbermánaðar,
og hefir það síðast til hans
frétzt, að hann sigldi vestur um
Húnaflóa í slæmu veðri daginn
eftir. Bátsins hefir verið leitað
mikið, en sú leit hefir ekki bor-
ið árangur. Á bátnum voru þes-
ir menn:
Jón Sigurðsson frá Hrísey,
eigandi bátsins að hálfu. Hann
var hátt á sextugsaldri og læt-
ur eftir sig konu og tvö börn
ung.
Erlendur Oddgeir Jónsson,
Öldugötu 32 í Hafnarfirði, eig-
andi bátsins að hálfu og for-
maður, hálffertúgur að aldri.
Lætur hann eftir sig konu og
tvö börn.
Gestur Jónsson að Hvallátrum
í Patreksfirði, á þrítugsaldri, ó-
kvæntur, en lætur eftir sig aldr-
aða foreldra.
Jón Árni Guðlaugsson, Akur-
eyri, rösklega tvítugur. Lætur
eftir sig eitt barn.
Trausti Baldvinsson, Hofsósi,
átján ára. Á foreldra á lífi og
mörg systkini.
Þrír menn drukkna
í Ólafsvík.
Á laugardaginn fórust þrír
menn á legunni í Ólafsvík, eða
um 600 m. undan landi, er
hreyfilbáturinn Dagmar var að
koma að. Sjór var mikill og reið
alda yfir bátinn og fyllti hann.
Stöðvaðist þá vélin, en hver hol-
skeflan eftir aðra dundi yfir
bátinn, þar til hann sökk. Að-
eins einn fjögurra bátverja
komst lífs af, Hervin Pétursson
að nafni; batt við sig lóðabelg
og var bjargað, er bátur kom á
vettvang rúmum stundarfjórð-
ung eftir að slysið vildi til.
Þeir, sem fórust, voru:
Pétur Jóhannsson, formaður
á Dagmar, hálfsextugur að aldri,
kvæntur. Það var sonur hans
er bjargaðist.
Guðjón Ásbjörnsson, maður
um fertugt. Lætur eftir sig fjög-
ur börn.
Jóhannes Vigíússon, rösklega
tvítugur, ókvæntur, en á aldr-
aða móður á lífi.
Maður ferst á Húsavík.
Á laugardaginn fórst maður
frá Húsavík, er hreyfilbátur
nauðlenti undir hömrum í
grennd við kauptúnið. Hét hann
Stefán Halldórsson frá Traðar-
gerði, kvæntur maður á bezta
skeiði. Hann lætur eftir sig fjög-
ur börn í ómegð.
Dag þenna voru flestir Húsa-
víkurbáta á sjó. Er á daginn leið
brast á stórhríð,og sjór rismik-
ill. Þeir Stefán voru þrír á báti;
voru með honum bræður tveir,
Sigmundur og Aðalsteinn Hall-
dórssynir frá Hallbjarnarstöð-
um. Alda gekk yfir bátinn og
stöðvaðist þá vélin. Settu þeir
félagar þá upp segl. En brátt
bilaði seglútbúnaðurinn, og tóku
þeir þá það úrræði, að nauð-
lenda. Bar þá upp að klettum,
eins og áður er sagt, og björg-
uðust þeir bræðurnir Stefán og
(Framh. á 4. síðu)
Þing S.U.F. verð-
ur haldíð n.k. vor
Ákveðið hefir verið að
kveðja saman flokksþing
B’ramsóknarmanna í febrú-
armánuði næstkomandi. —
Enn hefir ekki verið ákveð-
ið hvaða dag það 'verð-
ur látið hefjast, en það mun
verða auglýst mjög fljótlega.
Þetta verður sjötta flokks-
þing Framsóknarflokksins.
Fyrsta flokksþingið var haldið
á Þingvöllum 1919. Síðan hafa
flokksþingin verið haldin í
Reykjavík 1931, 1933, 1934 og
1937.
Flokksþing Framsóknar-
manna hafa alltaf verið mjög
fjölmenn og markað þýðingar-
mikil spor í sögu og landsmála-
baráttu flokksins.
Samkvæmt skipulagslögum
Framsóknarflokksins hefir hvert
flokksfélag rétt til að senda
fulltrúa á flokksþing, einn fyr-
ir hvern hrepp á félagssvæðinu.
Framsóknarfélög i kaupstöðUm
hafa rétt til að senda jafn-
marga fulltrúa á flokksþing og
alls eiga sæti í bæjarstjórn
hlutaðeigandi kaupstaðar, þó
aldrei fleiri en sem svarar ein-
um fulltrúa á hverja tvo tugi
félagsbundinna Framsóknar-
manna í kaupstaðnum.
Þá eiga félög ungra Fram-
sóknarmanna rétt til fulltrúa á
flokksþingi, eins fyrir hverja
tvo tugi atkvæðisbærra félags-
manna, enda taki þeir ðkki þátt
í kosningu fulltrúa fyrir önnur
félög.
Það er vitanlega mjög áríð-
andi, að flokksþingið í vetur
geti orðið sem fjölmennast, og
þurfa þvi flokksfélögin að taka
það sem fyrst til athugunar,
hvaða menn þau geta sent
þangað. Það verður verkefni
flokksþingsins að marka starf-
semi Framsóknarflokksins á
næstu árum og er því nauðsyn-
legt að sem flestir flokksmenn
Fundir Framsóknar-
flokksíns á Snæfells-
nesi
Framsóknarflokkurinn hélt
tvo flokksfundi i Snæfellsnes-
sýslu í síðastliðinni viku, á Fá-
skrúðarbakka á föstudaginn og
í Stykkishólmi á laugardaginn.
Hermann J’ónasson forsætisráð-
herra og Þórir Steinþórsson
bóndi í Reykholti mættu á báð-
um fundunum.
Á fundinum á Fáskrúðar-
bakka mættu um 70 manns. Af
innanhéraðsmönnum töluðu þar
Jón G. Sigurðsson, Hoftúnum,
Gunnar Guðbjartsson, Hjarðar-
felli,Sigmundur Jónsson,Hamra-
endum, Guðmundur Guðjóns-
son, Saurum, Gísli Þórðarson,
Ölkeldu og Stefán Jónsson
skólastjóri í Stykkishólmi.
Fundarstjóri var Guðbjartur
Kristjánsson, Hjarðarfelli.
Á fundinum í Stykkishólmi
mættu um 50 manns. Var þar
sáralítil fundarsókn úr nær-
sveitum, því að veður var mjög
slæmt. Af innanhéraðsmönnum
töluðu á fundinum Ágúst Páls-
son skipstjóri, Jóhannes Guð-
jónsson, Saurum, Guðmundur
Guðjónsson, Saurum, og Krist-
ján Breiðdal frá Jörfa. Stefán
Jónsson skólastjóri var fundar-
stjóri. Eftir fundinn var hald-
in sameiginleg kaffidrykkja og
voru þar fluttar margar ræður.
og sem víðast af landinu geti
tekið þátt í störfum þess.
Flokksþingið mun verða aug-
lýst nánar síðar.
í þessu sambandi þykir rétt
að geta þess, að þing Sambands
ungra Framsóknarmanna verð-
ur haldið næsta vor, sennilega
á Laugarvatni í maímánuði. Fé-
lög ungra Framsóknarmanna
þurfa því að gera ráðstafanir
til þess að geta sent fulltrúa
bæði á flokksþingið og þing S.
U. • F.
Víð fráíall Chamberlaíns
Sá maður, er í valinn fallinn,1
sem hlotið hefir þyngri dóma á
síðari árum en flestir menn
aðrir, enda gegndu ekki aðrir
Vandasamara og ábyrgðarmeira
starfi á sama tíma. Þessi maður
er Neville Chamberlain fyrv.
forsætisráðherra Breta. Hann
lézt að sveitasetri sinu síðast-
liðið laugardagskvöld. Hann
hafði verið heilsuhraustur
þangað til hann kenndi bana-
meins síns á síðastliðnu vori, en
það mun hafa verið krabba-
mein. í sumar var gerður á hon-
um uppskurður. Heilsu hans
hélt samt áfram að hnigna.
Fyrir nokkrum vikum lagði
hann niður öll opfnber störf,
enda hafði hann gengið sár-
þjáður til verks seinustu mán-
uðina.
Hér í blaðinu birtist fyrir
nokkru síðan ítarleg grein um
Chamberlain og mun það ekki
endurtekið, sem þar var sagt.
En það er hins vegar freistandi,
að skyggnast nokkuð yfir sögu
seinustu ára, þegar ein höfuð-
persóna hennar fellur í valinn.
Chamberlain er oft þunglega
dæmdur fyrir það, að hann eigi
meiri sök á ófarnaði Banda-
manna en flestir menn aðrir.
Hefðu Bretar tekið fyrr og rösk-
legar í taumana, myndi rás at-
burðanna hafa orðið á aðra leiö.
Um þetta má vitanlega deila
fram og aftur, en flest virðist
þó benda til þess, að þegar
Chamberláin tók við stjórnar-
taumunum vorið 1937, hafi ver-
ið orðið þannig ástatt, að Eng-
land og Frakkland voru þess
ekki lengur megnuð, að afstýra
hruninu. Á stjórnarárum Mac
Donalds og Baldwins hafði
Þýzkaland vigbúist á ný og var
sennilega orðið he'rnaðarlega
voldugra en Bretland og Frakk-
land samanlagt. Eftir það var
óþarft að spyrja um rás atburð-
anna.
Um það má líka deila, hvort
andvaraleysi fyrri ára hafi fyrst
og fremst verið sök Mac Don-
alds og Baldwins. Þess ber að
gæta, að fljótlega eftir heims-
styrjöldina náði sú stefna miklu
fylgi í Bretlandi, að vinna ætti
að afvopnun í stað vígbúnaðar.
Þjóðabandalagið og alþjóðlegir
A. KROSSGÖTITM
Framkvæmdir að Kristneshæli. — Búnaðarfélag Álftaneshrepps 50 ára. —
Norskur sendiherra kominn til Reykjavíkur. — Ljóslaust skip siglir á Eldborg.
Tíðindamaður Tímans hefir átt tal
við Eirik Brynjólfsson, ráðsmann við
Kristneshæli, og spurzt fyrir um breyt-
ingar þær, sem gerðar voru í sumar á
upphitun hælisins. Eiríkur skýrði svo
frá: — Undanfarin ár hefir Kristnes-
hæli þurft 12—15 smálestir kola til
sinna þarfa á mánuðl. í sumar var sú
breyting á gerð, að komið var fyrir raf-
magnstækjum tU hitunar á hælinu.
Jafnframt voru aukin rafmagnsnot í
eldhúsi. Síðan breytingunni var komið
á, þarf ekki nema um þrjár smálestir
kola á mánuði. Nú hefir verið ráðgert
að hætta alveg kolakyndingu og taka
upp rafmagnsnotkun að öllu leyti í
hennar stað. Er rafmagnseftirlit rík-
isins að athuga aðstöðu og möguleika
til þessa. Þvottavélar hælisins eru og
knúnar rafmagni. Gekk það stirðlega
í fyrstunni, en nú hefir verið bætt úr
þeim ágöllum, sem til baga voru í upp-
hafi. Rafmagn fær Kristneshæli frá
rafstöð Akureyrarbæjar við Laxá í
Þingeyjarsýslu. Meðal annarra nýlnæla
frá Kristneshæli er það, að í vor var
girtur dálítill reitur, um 15 hektarar
að stærð, sem ætlaður er til skóg-
græðslu. Reitm- þessi er í Kristness-
landi.
t t t
Búnaðarfélag Álftanesshrepps í
Mýrasýslu hélt 50 ára afmæli sitt há-
tíðlegt hinn 10. október siðastliðinn.
Gestir félagsins voro Steingrímur
Steinþórsson búnaðarmálastjóri, Bjarni
Ásgeirsson formaður Búnaðarfélags ís-.
lands, Jón Hannesson, formaður Bún-
aðarsambands Borgarfjarðar, Ásgeir L.
Jónsson ráðunautur og Hákon Bjama-
son skógræktarstjóri. Fluttu þeir allir
ávörp og erindi á samkomimni. Þá var
þar og Eggert Stefánsson söngvari, er
skemmti mönnum með söng sínum.
Hallgrimur Níelsson hreppstjóri á
Grímsstöðum flutti og fróðlegt erindi
um búnaðarhætti í hreppnum fyrr og
nú. Á félagsfundi, sem skotið var á um
kvöldið, vaf samþykkt að stofna sjóð
með tvö þúsund krónum, sem verja
skal til örvunar búnaðarframkvæmd-
um í hreppnum. Þá var og samþykkt að
gjöra heiðursfélaga þrjá af stofnend-
unum, sem enn eru á lífi, þá Ásgeir
Bjarnason frá Knarramesi, nú á
Reykjum í Mosfellssveit, Jón Samúels-
son bónda að Hofsstöðum og Hallgrím
Níelsson hreppstjóra á Grímsstöðum.
Á samkomu þessari var meirihluti
bænda sveitarinnar og konur þeirra.
Stjórnaði henni núverandi formaður
félagsins, Friðjón Jónsson bóndi að
Hofsstöðum, sem einnig rakti sögu fé-
lagsins og framkvæmdir i stórum drátt-
um. Meðstjórnendur eru nú þeir Jón
Jónsson bóndi að Miðhúsum og Sig-
mundur Sigurðsson bóndi að Arnar-
stapa. Samkoman hófst síðari hluta
dags með almennu borðhaldi, og
skemmtu menn sér til næsta morguns
við ræðuhöld, söng og fleira. Var hún
hin ánægjulegasta.
t t t
Norska ríkisstjórnin, sem nú er land-
flótta, hefir sent hingað sendiherra í
fyrsta ^Jdpti. Er það August Esmarch,
sem áður var sendiherra Norðmanna
í Kaupmannahöfn, og er hann nýkom-
inn hingað til lands, ásamt konu sinni.
Sendiherrann er tæplega sextugur að
aldri, ættaður úr Oslóborg. Hann fór
ungur í þjónustu hersins og gegndi þar
foringjastörfum og stundaði síðar há-
skólanám og tók að því loknu við störf-
um í utanríkismálaráðuneytinu. Sendi-
herraembættinu í Kaupmannahöfn tók
hann við fyrir nokkrum árum. Hann
hefir meðal annars hlotið stórriddara-
kross íslenzku Fálkaorðunnar. Esmarch
sendiherra mun senn taka við hinu
nýja embætti sínu.
t t t
Á laugardaginn var lagði vélskipið
Eldborg úr höfn hér áleiðis til útlanda.
Á sunnudagsnótt, þegar skipið var í
hafi suður af Vestmannaeyjum, sigldi
ljóslaust skip á það. Var þá myrkur á
og stormur af norðaustri. Er fregnir
bárust á sunnudagsmorguninn af slysi
þessu, var varðskipið Ægir sent á vett-
vang og kom það til móts við Eldborg-
ina síðari hluta dags og fylgdi henni til
Vestmarínaeyja. Skipið er allmikið
skemmt; stefnið hefir laskazt mikið,
járnþynnur eru lausar og björgunar-
bátur brotinn. Þó mun unnt að gera við
skipið í Eyjum. Talið er, að skipið, sem
sigldi á Edlborgina, hafi verið pólskt
flutningaskip. Kom það til Eyja síð-
degis á sunnudag, nokkuð laskað.
Rannsókn fer fram í málinu.
Neville Chamberlain.
öryggis- og friðarsáttmálar áttu
að tryggja friðinn í stað vopn-
anna. Endurvígbúnaður myndi
aðeins leiða til styrjaldar. í
samræmi við þessa ‘skoðun var
unnið tiltölulega meira að af-
vopnun í Bretlandi en í nokkru
landi öðru. Flotinn var minnk-
aður og landherinn var van-
ræktur. Á árinu 1933, fyrsta
valdaári nazista í Þýzkalandi,
var minna fé varið til brezka
flughersins en næsta ár á und-
an. Seinast á árinu 1935, eftir að
kunnugt var orðið um hinn
mikla endurvígbúnað Þýzka-
lands, báru stjórnarandstæð-
ingar fram vantraust á brezku
stjórnina í þinginu fyrir aukin
framlög til hernaðarmála. Það
var fyrst sumarið 1937, að enski
verkamannaflokkurinn - greiddi
atkvæði með auknum framlög-
um til hernaðarþarfa. Þetta
kostaði þó miklar deilur í
flokknum, Hugh Dalton hafði
forystu þeirra, sem aðhylltust
vígbúnaðartillögur stjórnarinn-
ar, og báru þeir sigur úr býtum
í flokknum með litlum atkvæða-
mun.
Nú er hægt að segja, að'þessi
stefna hafi verið óhyggileg.
En hún var í samræmi við vilja
meginþorra þjóðarinnar. Hörm-
ungar heimsstyrj aldarinnar
voru enn það minnisstæðar, að
þjóðin óskaði einskis síður en
að þær endurtæki sig. Sú skoð-
un átti líka eðlilega mikið fylgi,
að hyggilegra væri að verja fé
ríkisins til almennra umbóta og
félagsmála en til vígbúnaðar.
Það er því ekki stjórnmála-
leiðtogana eina um það að saka,
hvar þróun atburðanna hefir
orðið. Þeir voru fulltrúar þjóð-
ar, sem vildi afvopnun og frið.
Þeir voru stjórnendur í lýð-
frjálsu þjóðfélagi og urðu aö
beygja sig fyrir vilja almenn-
ings. Afskipti af málefnum
Mansjúkó, Abessiniu, Þýzka-
lands eða Spánar, er leitt hefðu
til styrjaldar, myndu hafa vak-
ið sterka andúð meðal þjóðar-
innar og hæglega getað steypt
ríkjandi ríkisstjórn af stóli.
Ef almenningur hefði fengið að
hafa eins mikil áhrif á þessi
(Framh. á 4. síöu)
Aðrar fréttir.
Molotoff forsætis- og utan-
utanríkisráðherra Rússa kem
ur til Berlínar i dag og mun
ræða við Hitler og Ribbentrop.
Það vekur athygli, að hingað til
hafa þýzkir stjórnmálamenn
orðið að sækja Stalin og Molo-
toff heim, en nú virðist þetta
orðið breytt, þar sem Molotoff
fer á fund Hitlers. Rússar virð-
ast því ekki hafa orðið eins
sterka aðstöðu í sambúðinni
við Þjóðverja og þeir höfðu áð
ur.
í Rúmeníu urðu stórfelldir
jarðskjálftar á sunnudags-
morguninn. Fjöldi húsa hrundi
í höfuðborginni og mörgum
öðrum borgum. Fjöldi fólks hef-
ir farizt. Fullvíst þykir, að mikl-
ar skemmdir hafi orðið á olíu-
lindasvæðinu.
Grikkir hafa unnið verulega
(Framh. á 4. síðu)
Á víðavangi
AUÐSKILIN VONBRIGÐI.
,Sjálfstæðisflokkurinn gekk
út frá því sem gefnu, að þeir
ættu vissa 3 menn i nefndina,“
segir í forystugrein Morgun-
blaðsins á sunnudaginn um
kosninguna í niðurjöfnunar-
nefnd Reykjavíkur. Skýrari yf-
irlýsingu gat Mbl. ekki gefið um
hið nána samneyti milli kom-
múnista og ýmissa forsprakka
Sjálfstæðisflokksins. Svo oft og
dyggilega hafa kommúnístar
stutt Sjálfstæðisflokkinn í
verkalýðsfélögum og bæjar-
stjórnum út á landi, að Sjálf-
stæðismennirnir í bæjarstjórn
voru ekki í vafa um það, að
kommúnistar myndu hjálpa
þeim til að fá meirihluta í nið-
urjöfnunarnefndinni. Hátekju-
mennirnir voru þá vissir um, að
ekki myndi verða létt ofmiklum
útsvarsbyrðum af lágtekju-
mönnunum yfir á bak þeirra,
sem mest hafa grætt á yfir-
standandi ári. Vonbrigði Mbl. út
af kosningunni er því næsta
auðskilin. Þau byggjast á tveim
ástæðum. Kommúnistar hafa
sýnt, að þeir þora ekki alltaf að
brjóta í bága við hagsmuni þess
fólks, sem hefir kosið þá, og
skipun riiðurjöfnunarnefndar-
innar hefir orðið önnuren stríðs-
gróðamennirnir óskuðu eftir.
FARMGJÖLDIN.
Síðastliðinn sunnudag var
haldinn fundur í verkamanna-
félaginu Dagsbrún hér í bæn-
um, en Sjálfstæðismenn hafa
meirihluta í stjórn þess félags.
Eftir því, sem frá er skýrt í
Vísi, samþykkti fundurinn á-
skorun til ríkisstj órnarinnar um
að ákveða hámark farmgjalda
með • íslenzkum skipum, og er
þess getið, að ályktunin hafi
verið afgreidd ágreiningslaust.
Er nú eftir að vita, hvort at-
vinnumálaráðherrann tekur
þessa samþykkt flokksmanna
sinna til greina.
FRYSTISKIPIÐ „ARCTIC“.
Mbl. hefir látið í ljós grun um
að Fiskimálanefnd hafi ekki
notið sérfróðrar leiðbeiningar
við kaup frystiskipsins „Arctic“.
Þetta er mikill misskilningur.'
Nefndin hafði Emil Nielsen sem
ráðunaut. Hann skoðaði skipið i
Kaupmannahöfn og réð til
kaupanna. Það er þessi maður,
sem hefir ráðið kaupum og
byggingu allra skipa Eimskipa-
félagsins, gömlu Esju og Ægis.
Nefndin g&t ekki fengið annan
ráðunaut með meiri reynslu.
NÆMIR LÆRLINGAR.
Ungir Sjálfstæðismenn hafa
verið að halda fund hér í bænum
um helgina. Fulltrúarnir voru
aðallega úr Reykjavík og Hafn-
arfirði.Nokkrar samþykktir voru
gerðar á fundinum. M. a. var
þvi lýst yfir, „að víta harðlega
viðleitni núverandi samstarfs-
flokka Sjálfstæðismanna til að
torvelda og sundra stjórnar-
samvinnunni“, en jafnhliða tal-
ið „algerlega óviðunandi, að
formaður Alþýðuflokksins,
Stefán Jóhann Stefánsson,
gegni áfram embætti utanríkis-
málaráðherra“, án þess þó að
bent sé á nokkrar misfellur i
embættisrekstri hans! Tæpast
verður hægt að hugsa sér meira
sundrungarefni en að ætla að
flæma einhvern ráðherrann úr
ráðherraembætti sínu, án þess
að hann hafi nokkuð brotið af
sér og í fullri andstöðu við flokk
hans. Þessi krafa virðist því
heldur illa samrýmast þeirri ó-
beit, sem ungir Sjálfstæðis-
menn þykjast hafa á „viðleitni
til að torvelda og sundra stjórn-
arsamvinnunni". Það verður
því ekki annað sagt, en að ungir
Sjálfstæðismenn séu næmir
lærlingar og fylgi dyggilega for-
dæmi flokksforingjanna í því,
að reyna að hafa tungur tvær og
tala sitt með hvorri.