Tíminn - 12.11.1940, Side 4
444
TÍMIIVN, firigjiidagiim 12. nóv. 1940
111. bla9
ÚR BÆIVUM
Aðalfundur
Eélags ungra Framsóknarraanna
verður haldinn næstkomandi föstu-
dagskvöld í Sambandshúsinu kl. 8 .
Venjuleg að'alfundarstörf. Þess er vænst
að félagar fjölmenni á fundinn.
Þing knattspyrnumanna
var háð hér í bænum i gær. Áttu
fulltrúar knattspyrnufélaga bæjarins
sæti á því. Einkum var fjallað um verk-
svið knattspyrnuráðsins og samstarf
þess og knattspyrnufélaganna.
Skagfirðingafélagið
heldur aðalfund .sinn í Oddfellow-
húsinu annað kvöld. Fundurinn hefst
klukkan 8.30. Dr. Broddi Jóhannesson,
sem nýkominn er frá Þýzkalandi, flyt-
ur erindi. Að lokinni ræðu hans og
fundarstörfum verður dansað.
Jóhannes Björnsson læknir,
er undanfarin ár hefir stundað nám
í meltingarsjúkdómum, er nýkominn
frá Danmörku, og hefir opnað lækn-
ingastofu í Kirkjustræti 10 hér í bæn-
um.
Hjónaband.
Nýlega voru gefin saman í hjónaband
ungfrú Ármannía Kristjánsdóttir og
Sigurbjörn Björnsson frá Miðhúsum í
Ólafsfirði.
Aðrar fréttir.
(Framh. af 1. síðu)
sigra á miðvígstöðvunum. Hafa
þeir sundrað heilu herfylki af
Alpahermönnum og mun meg-
inþorri þeirra hafa fallið eða
verið tekinn til fanga. Annars-
staðar á vígstöðvunum virðast
engar verulegar breytingar hafa
orðið.
Danzig varð fyrir loftárás
Breta aðfaranótt mánudagsins
og er það lengsti árásarleiðang-
ur brezkra sprengiflugvéla. í
gær gerðu þýzkar og ítalskar
flug'vélar árásíir á England i
stærri stíl en dæmi eru til und-
anfarnar vikur. Telja Bretar að
þettá sé í fyrsta sinn, sem ít-
afskar flugvélar gera árásir á
Emgland. Samkvæmt brezkum
fréttum misstu ítalir 13 flug-
vélar, Þjóðverjar 13, en Bretar
aðeins 2. í síðastliðinni viku
voru skotnar niður yfir Bret-
landi 49 þýzkar og 27 enskar
flugvélar. Þjóðverjar misstu 97
flugmenn, en Bretar 31.
í Inidlandi er nú verið að
koma upp fjölmennum her, auk
þess fastahers, sem er þar á
venjulegum tímum. Hafa 100
þús. nianns þegar notið heræf-
inga að meira eða minna leyti.
Svo margir sjálfboðaliðar bjóð-
ast til herþjónustu, að skortur
er á æfingastöðvum og er þó
alltaf verið að fjölga þeim.
Einnig er verið að æfa ind-
verskt fluglið í stórum stíl.
Hergagnaframleiðslan fer stöð-
ugt vaxandi í Indlandi og er
verið að reisa margar nýjar
vopnaverksmiðjur. Þegar er bú-
ið að flytja 30 þús. indverska
hermenn til herþjónustu utan
Indlands. Telja Bretar, að
stuðningur Indverja muni verða
þeim mikilvægur. Indverjar
telja, að þeim sé nauðsyn-
legt að koma upp her, því að
þeir geti ekki orðið sjálfstæðir
fyrr en þeir hafi aðstöðu til að
verja land sitt.
FráSall Chamberlains
(Framh. af 1. síðuj
mál allsstaðar annársstaðar í
heiminum, myndi ekki hafa
komið til neinnar styrjaldar.
Það er atriði, sem vert er að
veita athygli, að á síðari árum
hafa eingöngu einræðisþjóð-
irnar, Japanir, Þjóðverjar, ít-
alir og Rússar, hafið árásar-
styrj aldir.
Þannig var ástatt, þegar
Chamberlain varð forsætisráð-
'herra. Þýzkaland var orðið
Bretlandi og Frakklandi yfir-
sterkara, sérstaklega í loftinu.
Styrjöld virtist á næstu grösum.
Chamberlain setti sér það mark,
að reyna að varðveita friðinn.
Hann taldi þá leið árangurs-
lausa, að láta hart koma á móti
hörðu, hótun á móti hótun. Slík
stefna myndi úr því, sem kom-
ið var, aðeins leiða til styrjald-
ar fyrr en ella. Ef illt átti að
ske, væri það betra fyrir Breta,
að það drægist nokkuð á lang-
inn, svo þeir fengju lengri tíma
til undirbúnings. Chamberlain
valdi því hina gömlu brezku að-
ferð, að reyna að fara samn-
ingaleiðina. Hún hafði oftast
gefizt Bretum vel og raunveru-
lega er brezka heimsveldið
grundvallað á henni. Hann fór
sjálfur í þessum erindum til
Rómar og þrívegis á fund Hitl-
ers. En hann var orðinn of
seinn. Einræðisherrarnir vissu
um styrk sinn. Þeir vissu að lýð-
ræðisþjóðirnar voru ekki við-
búnar styrjöld. Viðleitni Cham-
berlains var því fyrirfram dæmd
til að misheppnast. En hún bar
einn árangur. Hún sýndi, að
ekki var hægt að ná friðsamlegu
samkomulagi við einræðisherr-
ana. Bretar gátu farið í styrj-
öldina með hreinni skjöld en
ella, þar sem forráðamenn
þeirra höfðu teygt sig eins langt
til samkomulags og þeim var
unnt. Þetta hefði ekki sézt eins
glöggt, ef fylgt hefði verið
I stefnu Edens og Churchills.
i Þetta atriði mun hafa mikið
siðferðilegt gildi í styrjöldinni
og verða Bandamönnum þýð-
ingarmikill styrkur.
Þegar Chamberlain var ljóst,
að ekki myndi nást-samkomulag
við Hitler eða Mussolini, snéri
hann sér til Stalins, er hvað
eftir afinað hafði látið lýsa Sov-
ét-Rússlandi sem „verndara
friðarins og smáþjóðanna.“
Miiii þessara manna var mikið
skoðanalegt djúp og Chamber-
lain mun jafnan hafa verið
váptrúaður á, að kommúnist-
ar myndu reynast friðnum
drengilegir stuðningsmenn. í
það skipti, reyndist hann líka
sannspár. Reynslan sýndi, að
friðarhjah Stalins hafði vérið
blekking. Hann kaus heldur að
undiroka þrjár smáþjóðir og
ræna löndum frá þremur öðrum
en að veita friðnum og smá-
þjóðunum vernd sína.
Öll barátta Chamberlains fyr-
ir viðhaldi friðarins varð árang-
urslaus. Andstæðingar hans
telja, að honum hafi mátt vera
það ljóst í upphafi og hann
hefði getað eytt tíma sinum til
gagnlegri starfa. Það ber þó að
Hvort er betra? . . .
(Framli. af 3. síðu)
er áætlað hér. En árið 1938
virðist hún vera heldur hetri
hjá launamanninum, því að
eitthvaö hærri munu launin
hafa verið það ár en framan-
greind útgj aldaáætlun sýnir, en
ekki hefði framleiðlsa böndans
það ár þurft að fara mikið fram
úr því, sem hún er áætluð, til
þess að jafngilda þeim mismun.
Nú’ kann einhver að benda á,
sem mikilsvert atriði í þessum
efnum, að tekjur launamanns-
ins séu öruggari en tekjur bónd-
ans, því að tekjur bóndans séu
háðar verðsveiflum, sem ávalt
séu á framleiðsluvöru hans.
Nokkuð er rétt í þessu, en ekki
allt. Geta ekki flestir launa-
menn misst atvinnuna með
skömmum fyrirvara, og er ekki
atvinna daglaunamannsins
stopul, og hvar eru þeir þá
staddir? Hafa ekki afurðasölu-
lögin dregið nokkuð úr óeðli-
legum verðsveiflum á fram-
leiðsluvöru bóndans, og er ekki
alltaf nokkurt öryggi í því að
framleiða sjálfur talsverðan
hluta. af matnum fyrir sig og
sína? Þarniig mætti kljást um
þetta atriði, en eigi skal það
gert hér.
? Þa,ð mætti ætla, að þeir, sem
hafa aðgang að búreikningum
og öðrum slíkum upplýsingum,
hefðu einhverntíma tekið sér
fyrir hendur að ger^, saman-
burð á tekjum þeirra dugnað-
arbænda. sem búa á beztu jörð-
um landsins og þeim títt nefndu
hálaunamönnum hjá ríkinu og
einstöku stofnunum, sem ávallt
eru hafðar milli tannanna, þeg-
ar að þessi mál eru rædd, en
ekki hefir þess orðið vart. Von-
andi er cllum ljóst, að slíkt er
skilið eftir hér handa öðrum,
sem kynnu að vilja gera þann
samanburð.
En þeim, sem kynnu að vilja
endurbæta þann samanburð,
sem hér hefir verið gerður á
bóndanum annarsvegar og
launamanninum í Reykjavík
viðurkenna, að verulegur skrið-
ur komst ekki á vígbúnaðarmál
Breta fyrr en eftir að hann kom
til valda.
Það er ekki víst, hvort dómar
framtíðarinnar um Chamber-
lain verða þeir sömu og hann
hlaut í iifenda lífi. Meðal höf-
uðskörunga Breta mun hann
þó aldrei verða talinn, en vel má
þó vera, að álit hans muni vaxa,
þegar frá líður, vegna þess að
hann átti í ríkum mælum tvo
höfuðkosti hinnar brezku þjóð-
ar: festu og þrautseigju. Það
sýndi hann í starfi sínu sem
forystumaður hinnar brezku
þjóðar á einhverjum örlagarík-
ustu tímum í lífi hennar. Um
það mun ekki verða deilt, þótt
verk hans valdi ágreiningi. Það
eru þessir tveir eiginleikar, sem
nú eru brezku þjóðinni mest
virði og hún byggir á sigurvonir
sínarjÞess vegna getur minning-
in um Chamberlain orðið henni
hugleikin, þótt lítil heppni
fylgdi störfum hans.
106 Robert C. Oliver:
að. Þetta var nýi billinn hans. Þetta var
allt eins og draumur — ijótur draumur.
Eins og ósjálfrátt setti hann bilinn í
gang og ók af stað gegnum nátt-
þöglar göturnar. Hann leit á úrið sitt.
Það stóð. Enn var mjög árla. Svali, súld
og þoka — vormorgun í London.
Þetta var hans nýi einkabíll. Skuld-
laus. Sama tegundin, sem hann hafði
horft á og dáðst að í meira en hálft ár.
En hann ók honum án þess að finna
til nokkurrar ánægju, þessa stundina.
Heima hjá honum lá hrúga af bréf-
um innan við hurðina. Bréf um ein-
skisverða hluti. Bréf viðvíkjandi síð-
ustu grein Bobs í „Stjörnunni“, sem
hafði vakið óhemju athygli — og ver-
ið skoðuð sem eggjun til lögreglunnra
— ásökun — ákæra. Bob glotti. Fyrir
hann sjálfan var hún nú allt annað —
— byrjun á nýju hættulegu lífi í sam-
vinnu við öfl, sem hverjum góðurp,
borgara er skylt að berjast á móti.
Þarna var líka bréf frá Lucy, og Bob
brosti biturlega. „Láttu mig heyra frá
þér strax og þú kemur heim“, bað hún.
„Ég er svo óróleg þín vegna . .. .“ stóð
þar.
Hann hikaði. Nei, hann ætlaði ekki
að hringja til hennar strax. Það var of
snemmt. Klukkan var tæplega sex.
Hann settist við skrifborðið, hvíldi
Æfintýri blaðamannsins , 107
höfuðið í höndum sér og starði fram
fyrir sig. Þá kom hann fyrst auga á
umslag, ófrimerkt, en með hans utaná-
skrift.
Hann þekkti skriftina — skrift, sem
hann hataði og óttaðist. Hann reif
bréfið upp.
„Kæri Bob. Ég er, sem stendur, illa
staddur og þarf að nota 1000 pund. Ég
veit, að ,þú vilt hjálpa mér — eða
okkur. En peningana þarf ég að fá inm
an 48 klukkustunda,“ Kid.
Undir umslaginu á borðinu lá kort,
með árituðu heimilisfangi á lítilli götu,
sem hann tæpast þekkti, og neðan-
undir nafnið „Cady.“ Þar stóð, að hann
skyldi koma á þennan stað kl. 10 næsta
kvöld.
Bob mundi nú, að honum hafði ver-
ið sagt, að það myndi liggja kort á
borðinu hjá honum þegar hann kæmi
heim. Hvernig það hafði komizt inn,
var honum ráðgáta.
Dauðþreyttur og í vondu skapi gekk
Bob til hvílu, en hann gat ekki sofnað.
Hann iá vakandi, og gruflaði. Útlitið
var ekki álitlegt. Síður en svo. Hann
vissi að árangurslaust var að reyna að
fiýja, og að minnsta kosti mundi hann
aldrei geta flúið frá sinni eigin sam-
vizku. Að fara til lögreglunnar var sama
og setja sjálfan sig í fangelsi eða láta
hinsvegar með sínar kr. 6.400,00
í árslaun, mætti benda á það,
að hér er ekki tekinn stórbóndi
til samanburðar við hinn sæmi-
lega launaða mann, og tæpast
miðlungs bóndi heldur, heldur
öllu frekar smábóndi, eða einn
af þeim smærri, sem jafnframt
er leiguliði. Og hversu margir
eru ekki þeir smærri bændur,
sem skila með aðstoð konu og
barna svipuðum arði og jafn-
vel meiri en þeim, sem hér hef-
ir verið talinn.
Annað mætti einnig benda á
fyrir þá, sem kunna aö vilja at-
huga þetta nánar, sem sé þá
staðreynd, að fleiri neyðast til
að leita á náðir annnarra við
sjóinn en i sveitinni ef barna-
hópurinn verður fjölmennur, og
það þótt um jafna menn að
dugnaði sé að ræða. Af hverju
stafar þetta? Sannar það betri
afkomuskilyrði á mölinni en í
sveitinni?
Fljótt á litið kann einhver að
ætla, að umræður um af-
komu landbóndans á þeim
grundvelli, sem hér hefir gert
verið, sé „bjarnargreiði" við
landbúnaðinn, en slíkt er hinn
mesti misskilningur. Hér hefir
aðeins verið leitazt við að benda
á, að árangurinn af þeirri bar-
áttu, sem átt hefir sér stað s. 1.
áratug fyrir bættum kjörum
þeirra, sem landbúnað stunda,
sé þegar — jafnvel fyrir nokkr-
um árum — farinn að koma
greinilega í ljós, og það svo, að
landbúnaðufinn ætti á eðlileg-
an hátt að vera farinn að draga
að sér fólkið. Og því skyldi ekki
jafn þýðingarmiklu atriði vera
þaldið á lofti fremur sumu öðru,
sem minna er um vert.
En ef einhver1 kynni að vilja
halda því fram, að þetta sanni
að bændastéttin sé orðin af-
lögufær — geti miðlað öðrum í
gegnum' afurðaverðið eða á
annan hátt — þá er það alveg
sami misskilningurinn, því að
landbúnaðurinn verður að bera
sig og helzt 'að skila nokkrum
hagnaði, áður en að hægt er að
leysa hin atvinnulegu vanda-
mál fólksins við sjávarsíðuna,
því að þau verða aldrei varan-
lega leyst, fyrr en landbúnaður-
inn tekur við sínum hluta af
fólksfjölguninni í landinu, og
helzt meiru, eða jafnvel allri
fólksfjölguninni. Og það mun
skoðun margra, sem bezt eru
þessum málum kunnir, að slík
stefnubreyting þoli ekki langa
bið, ef vel á að fara.
Það mun nú öllum ljóst, að
stríðsgróði stórútgerðar og
verzlunar hér í landinu er þeg-
ar orðinn all-mikill, og að sjálf-
sögðu verður að gera ráð fyrir,
að ríkisstjórnin geri nauðsyn-
legar ráðstafanir til þess að
ríkissjóður fái sinn eðlilega hlut
af honum til almennra þarfa.
En hvernig verður honum bezt
varið til almennings þarfa, að
styrjöldinni lokinni? Ekki með
stundarhjálp vegna fátækra-
mála bæjanna og ekki með því
að framlengja gálgafrestinn í
atvinnuleysismálunum, heldur
með því að byggja landið —
skapa varanlega atvinnu og
varanleg afkomuskilyrði fyrir
fólkið, sem stöðugt fjölgar í
landinu. Það vantar ný heim-
ili í sveitum landsins, meiri
ræktun og betri húsakynpi en
nú eru. Er það ekki umhugsun-
ar vert, nú á þessum tímum, að
við byggjum lítt numið land, xen
að skammt frá okkur berast
þjóðirnar á þanaspjótum með-
al annars af því áð fólkið vant-
ar meira landrými. Væri ekki
skynsamlegt af okkur að
reyna að byggja landið sjálfir?
Það þarf ríflega opinþera að-
stoð til þess að hefja nýtt land-
nám, miklu ríflegri en verið
hefir til þessa, en slíkt er ekki
nóg. Það þarf bjartsýni fólks-
ins, trú á landið og réttan skiln-
ing á því, sem er arðvænlegast
og bezt.
Bónda einum fórust þannig
orð í ræðu fyrir skömmu: „Það
er góð staða að vera efnalega
sjálfstæður þóndi. Það er talað
um að skemmtanalíf kaupstað-
anna dragi að sér fólkið. Hver
er sú skemmtun, sem jafngilðir
því að taka hest sinn, gæðing-
inn vel alinn og vel taminn, og
láta hann skemmta sér? Bú-
skapurinn hefir verið talinn
erfiður og er það máske enn, en
hvar er meiri fjölbreytni í starfi
og hvar eru betri skilyrði til
þess að vinnugleðin njóti sín en
hér meðal vor bændanna?“
Er ekki þetta athyglisvert?
^«-o-GAMLA BÍÓ ■
Strokufangíim
frá Alcatraz
(The King of
Alcatraz.)
Aðálhlutverkin leika:
J. CARROL NAISH,
LOYD NOLAN
og
ROBERT PRESTON.
Börn fá ekki aðgang.
Sýnd klukkan 7 og 9.
-NÝJA BÍÓ
j
Mr. Smith gerist 1
þingmaður.
Mr. Smith goes to Wash- |
ington).
Athyglisverð amerísk stór- ;
mynd frá Columbia Film,
gerð undir stjórn kvik- I
myndameistarans Frank j
Capra, er sýnir aö stund- i
um getur verið erfitt að j
vera heiðarlegur og sann- '
leikanum samkvæmur,þeg-
ar stjórnmálin eru annars
vegar.— Aðalleikarar eru:
JEAN ARTHUR Og
JAMES STEWART.
Sýnd kl. 6.30 og 9.
Við þökkum hjartanlega auðsýnda samúð við andlát og jarSarför
konunnar minnar og móður okkar, Guðlaugar Jónsdóttur, er and-
aðist 12. sept. s. I.
Sömuleiðis þökkum við innilega samúð og hluttekningu við hið svip-
lega og sorglega fráfall sonar míns og bróður okkar, Sigurjóns Gísla,
er andaðist 28. okt. s. I.
Við biðjum góðan Guð að launa ykkur öllum, sem auðsýndu okkur
samúð á einn eða annan hátt.
Völlum í Gaulverjabœjarhreppi, 8. nóv. 1910.
Guðlaugur Jónsson, Helga Guðlaugssdóttir,
Jón Ó. Guðlaugsson, Jón Magnús Guðlaugsson.
Veití sjúklingum móttöku á
lækniugastofu
minni í Uppsölum.
Viðtalstími kl. 12%—2 daglega. Sími 3317. Heimasími 5989.
(Ath.: heimasíminn öðlast ekki samband fyr en eftir ca.% mánuð)
Jóhannes Björnsson, læknir.
Hleðila
bifreiðageyma.
Hleðslustöð:
Sænsk-íslenzka frystíhúsíð
Bifreíðaeinkasala ríkisins.
Aukið landnám
(Framh. af 3. síðu)
vinnuskilyrði eru bezt út um
landið. Hér hefir verið bent á
nokkur atriði í þeim efnum.
Aukið landnám verður helzta
úrræðið.Á þann hátt einan verð-
ur hægt að skapa varanlegan
og traustan grundvöll að fram-
leiðslustarfi þjóðarinnar, og á
þann hátt einan verður hægt
að forðast ofvöxt Reykjavíkur.
Það , hefir verið hlutverk
Framsóknarflokksins á undan-
förnum áratugum, að eiga
frumkvæði að ölium helztu um-
bóta- og framfaramálum, er
horft hafa til hagsbóta fyrir
sveitir þessa lands. Svo mun enn
fara, að það fellur i hlut þess
flokks, að bera fram til sigurs
kröfur um stóraukin fjárfram-
lög til landnámsframkvæmda í
sveitum og við sjó á næstu ár-
um.
Steingr. Steinþórsson.
Tíðar slysfarir
(Framh. af 1. síðu)
Sigmundur, án þess að vita hvor
til annars. Urðu þeir að klífa
upp illfæra sjávarhamra. Talið
er að Stefán frá Traðagerði
hafi rotazt, er brimið skolaði
honum að klettunum. Fannst
lík hans rekið á Saltvikurfjöru,
nokkuð innan við bjargið, er
báturinn fórst við.
Maffur drukknar í Laxá.
Á laugardaginn vildi það slys
til við rafstöðina að Brúum í
Þingeyjarsýslu, að vélavörður,
Sigurþór Jóhannsson, féll í Laxá
og drukknaði. Var hann við
vinnu sína á stíflugarðinum, en
hnaut í ána. Líkið fannst litlu
síðar.
Sigurþór var miðaidra maður,
lætur eftir sig konu og upp-
komin börn.
Stúlkubarn hrapar til dauffa.
Hinn 6. nóvembermánaðar
beið sex ára gömul stúlka, Rósa
Hraffferff til Akureyrar næst-
komandi fimmtudag 14. þ. m.,
kl. 9 síffdegis.
Kemuf á Patreksfjörff, ísa-
fjörð og Siglufjörff báffar leiðir.
Kaupendur Tímans
Tilkynniff afgr. blaffsins tafar-
Iaust ef vanskil verða á blaffinu.
Mun hún gera allt, sem í hennar
valdi stendur til þess aff bæta
úr því. Blöð, sem skilvísa kaup-
endur vantar, munu verffa send
tafarlaust, séu þau ekki upp-
að nafni, dóttir Gísla Eyverts
rakara á Akureyri, bana með
þeim hætti, að hún féll niður í
kjallara í húsinu Hafnarstræti
105. Barnið var samstundis
flutt í sjúkrahús, en öll læknis-
hjálp var árangurslaus.