Tíminn - 14.11.1940, Blaðsíða 3

Tíminn - 14.11.1940, Blaðsíða 3
112. blað TlMIIVIV, flmmtudagmii 14. nóv. 1940 447 H E I M I L I Ð Miðstöðvareldavél. Okkur sveitakonunum finnst nokkurn kvíðboga fyrir því, þegar einhverjum tekst að gera endurbætur á þeirri aðstöðu, sem við áður höfum haft, og miðar að því að létta störf okk- ar eða gera heimilin vistlegri en áður. Eina slíkra nýjunga má telja miðstöðvareldavél þá, er Jóhann Fr. Kristjánsson bygg- ingameistari hefir nýlega tekizt að gera. Þessa vél tel ég sér- staklega hentuga á sveitaheim- ilum, þar sem víðast á sér stað, að eldstæði er notað allan dag- inn, og brennt allskonar elds- neyti. Vél þessi er þannig gerð, að auk þess sem miðstöðvarketill hennar hitar út frá eldhólfinu, þá leiðist reykurinn allt í kring- um ketilinn, og notast þá hiti hans einnig til upphitunarinn- ar, verður því notagildi elds- neytisins til upphitunar hér meira en í venjulegum mið- stöðvareldavélum og í mið- stöðvarofnum. Næstliðið vor fékk ég vél frá byggingarmeistaranum. Hefi ég ekki notað meira eldsneyti í hana, en það sem ég hefi þarfn- ast til matreiðslu fyrir 8—12 manns. Jafnframt hafa verið hafðir ofnar í sambandi við hana, 4—5—6 leggja ofnar með samtals 30—40 rifjum. Þessir ofnar hafa hitnað upp í 30—50 stig, svo allt af hefir verið næg- ur hiti í húsinu, á þessu kalda og rosasama sumri og hausti. Áður en ég fékk vélina bar ég nokkurn kvíðboga fyrir því hvernig hún myndi reynast mér til eidunar, og að ég myndi þurfa að eyða meira i hana að sumrinu en mína gömlu Morsö eldavél, sem reyndist fljótvirk og sæmilega sparneytin. En reynslan hefir sýnt mér, að þessi kvíði var ástæðulaus. Vél- in hefir reynzt hið bezta til eld- unar. Á henni má gera allt í senn: sjóða i tveim pottum og halda við hita í þeim þriðja, baka eða steikja í bakarofn inum, hita strokjárn og þar að auki fá hita í húsið. Baka'rofn- inn hitnar sérstaklega jafnt og vel, og er því ágætt að baka allskonar brauð. Yfir eldhólf- inu er þykk hitaplata, sem held- ur mjög vel í sér hita og má því elda allt ofan á vélinni, líkt og gert er á rafmagnsvélum í pott- um með flötum botni. Þeir, sem panta þessar elda vélar, geta fengið, hvort sem þei’r vilja, suðuplötu eða hringa, eða þá hvorttveggja, sem er nokkru dýrara. Sé mikið brennt En bréfaskóli • sænska sam- bandsins leggur ekki eingöngu stund á samvinnu- eða verzlun- arfræðslu. Þar geta menn stund- að margskonar önnur nám. Nú hafa sænsku samvinnu- félögin komið sér upp almenn- um lýðháskóla fyrir samvinnu- menn á Jakobsbergi. Það er ekki verzlunarskóli. En margir af starfsmönnum samvinnufé- laganna dvelja einn vetur á þessum skóla, til að fá almenna menntun við hæfi þroskaðra manna. Þangað hefir sænska sambandið af mikilli vinsemd boðið einum íslendingi til dval ar ár hvert nú um hríð. Það er vonandi, að hinn nýi bréfaskóli Sambands isl. sam- Vinnufélaga eigi eftir að hafa svipaða þýðingu fyrir sam- vinnufélögin hér og starfsfólk þeirra og bréfadeild sænska samvinnuskólaná hefir haft í Svíþjóð. Ragnar Ólafsson lög- fræðingur, sem hér veitir bréfa- skólanum forátöðu, og kynnt hefir sér rækilega þessa starf- semi, bæði í Svíþjóð og Eng- landi, mun hafa mikinn áhuga á, að svo megi verða. En bréfa- skólinn á ekki aö verða ein göngu til gagns fyrir starfs- menn samvinnufélaga. Ef hon- um verður vel tekið, sem ég tel víst að verði, mun hann hafa almenna þýðingu fyrir þjóðina alla. Hann er ákaflega merki leg nýjung í íslenzkum skóla- málum, heimilisfræðsla í nýjum stíl, en með miklu meiri mögu leika en nokkurt heimanám sem áður hefir þekkzt. Gísli Guðmundsson. kolum eða koksi í vélinni, er hitaplatan ágæt, en sé aðeins brennt lélegum mó eða sauða- taði, mun hentugra að hafa hringa á vélinni. Með hitalitlu eldsneyti tekur það nokkurn tíma að hita plötuna, og hinn takmarkaði hiti notast betur á potta, sem ganga ofan í eld- hólfið. Ég tel því, að það fari eftir eldsneytinu, hvort hent- ugra sé að nota suðuplötu eða hringa, og er gott að geta brugð- ið fyrir sig hvorttveggja eftir 3ví sem á stendur. Það er erfitt að ákveða ná- kvæmlega, hve mikið þurfi að nota af eldsneyti til þess að láta eldavélina gefa svo og svo mik- inn hita. Innlenda eldsneytið, mórinn og sauðataðið, er svo mismunandi að gæðum, bæði að eðli og vegna þess,hve það þorn- ar mismunandi eftir tíðarfari. Það sumar, sem nú er liðið, gat ekkert eldsneyti þornað hér verulega vel, og hefir það 3ví ekki nálægt nú eins mikið hitagildi og i sæmilega þurr- viðrasömum sumrum. í sumar hefi ég að jafnaði eytt 3 kgr. af kolum og 10—15 kgr. af mó og sauðataði, en þar af þó mór í meirahluta. Þetta hefir, sem áður er sagt, gefið nægilegan hita í húsið þó veður hafi verið óvanalega hráslagalegt og kalt. Ennþá er vélin óreynd að vetrarlagi. En ég efast ekki um, aö með því að bæta að- eins nokkrum hluta þess í vél- ina, umfram nauðsynlegt elds- neyti til matreiðslu, sem ég áð- ur hefi notað í miðstöð yfir veturinn, þá muni ég fá engu minni hita í húsið en venju- lega, og miklu jafnari og betri með sama eldsneyti og áður. Auk þess sparast vinnan við kyndingu miðstöðvarinnar, nema ef hagfellt þætti að fá hana til hjálpar í miklum frostum, og er það ekki lítill léttir við störfin. En mest af öllu met ég þó þau miklu þæg- indi að losna við vanlíðan vegna húskulda alla þá mörgu daga ársins, sem við sveitakönurnar af sparnaðarástæðum kinokum okkur við að leggja í ofna eða miðstöð, þótt þess sé í raun og veru þörf. Og nú sé ég eftir því að hafa um mörg ár eytt svo miklu eldsneyti, og um leið fjármunum til matreiðsl unnar einnar saman, án þess að njóta þeirra þæginda í auknum húshita, er það jafnframt get- ur gefið. Fyrir um 30 árum var ungur maður við nám í Osio. Hann vissi af íslenzku torfbæjunum köldum og óvistlegum, með hlóðareldhúsum og leka í vot- viðratíð. Hann setti sér það markmið, að endurbæta þá. Byggja upp sterka og haldgóða steinbæi, gera þá hlýja og vist- lega, þar sem öllum gæti liðið vel. Hann hefir verið hugsjón sinni og áformum trúr og hefir með þessari vél fullkomnað þessi áform sín. Lækjamóti á síðasta sumardag 1940. Jónína Sigurðardóttir Lindal Þankar Jóns úr Flóanum Þegar Bjarni tók láníð »Loginn helgi« heitir leikrit það, sem Leik félag Reykjavíkur er nú að leika. Það er eftir einn af mestu núlifandi skáldsnillingum Breta W. Somerset Maugham. — Það er mikill munur að koma í leik- húsið nú og horfa á og heyra þenna leik heldur en þá rusl- leiki, sem sýndir eru hér Reykjavík og oft hljóta lang- mesta aðsókn. Menn geta verið skiptra skoðana um söguefni leiksins, en tæplega annað en dáðst að skáldskapnum frá hendi höfundarins. Og meðferð leikendanna er yfirleitt hin bezta. Hlutverkin eru nokkuð misjöfn. í kvenhlutverkunum er meiri alúð og tilþrif hjá höf- undinum. Þau eru líka leikin af list og pTýði. Einkum leika Arn- dís Björnsdóttir og Þóra Borg aðdáanlega sín talsvert erfiðu hlutverk. Það er einkennilegt, ef þessi leikur vekur ekki hugsanir og viðkvæmni leikhússgestanna. Og mér þykir trúlegt, það sem greindur Norðlendingur sagði við mig áðan: „Ég er búinn að fara tvisvar í leikhúsið til þess að sjá þenna leik og mér þótti hann miklu betri í seinna skipt ið.“ Þannig er oft með góð Nú kvað líta vel út með prísa, og bændur hér í sveit klára sjálfsagt flestir reikning sinn um áramót og vel það. Á sunnu- daginn var fór ég að líta í gegn- um innleggsnótur mínar yfir kjöt og gærur — þó prísinn sé nú reyndar ekki kominn, eins og hann á að vera — og þá fór ég að hugsa með sjálfum mér um ýmislegt, eins og það var hér áður, bæði þegar ég fór úr Flóanum og eins þegar ég var að hugsa um að flytja til Reykjavíkur með allt mitt haf- urtask. Það er nú reyndar ekki svo langt síðan það var. Palli frændi minn kom þá að sunnan snemma á þorranum og sagði mér, að þeir ætluðu að fara að hætta að kveikja upp eld í Reykjavík og fá í staðinn sjóð- andi heitt hveravatn úr öðrum hreppi. Þetta heita vatn átti að renna í pípum einar 5 eða 6 bæjarleiðir og inn í öll hús í kaupstaðnum — og matinn ætl- uðu þeir svo að sjóða við raf- magn. Það átti nú auðvitað að kosta æði margar miljónir, þetta með heita vatnið, en Palli sagði, að oddvitinn hefði farið til Englands og væri þar búinn að fá þessar miljónir lánaðar með beztu skilmálum, og að þær ættu að koma með næsta skipi. Og ríku mennirnir höfðu sagt við oddvitann, að af því að Reykjavík væri svo vel stæður hreppur’,’þá kærðu þeir sig ekk- ert um ríkisábyrgð, og líklega væri hún bara til bölvunar, því að hjá ríkissjóðnum væri allt óstandi eins og menn vissu. Þeir settu bara það skilyrði, sagði Palli, að Reykvíkingar kysu ísafoldarmenn í hrepps- nefndina, og það voru þeir bún- ir að gera, svo að heita vatnið yrði komið í húsin eftir eitt ár. Hreppsnefndin var meira að segja búin að taka mynd af kaupstaðnum eins og hann átti að verða, þegar þetta væri komið kring, enginn reykur og alltaf heiðskírt veður og sólskin, og svo var önnur mynd af gamla kaupstaðnum, eins og hann líka var þokkalegur, sótsvartur og á kafi í svælu, svo að engri skepnu var líft. Palli sagði líka, og ég var al- veg á sama máli, að það væri einhver munur að hafa for- stönduga menn til að stjórna. Reykj avíkurhreppur,sagði hann, hafði aldrei skuldað neitt, og öllum liði þar vel. Enda stóð það þá líka í ísafold minni, að ef einhver maður væri í Reykj a- vík, sem ekki gæti kvittað reikning sinn, þá fengi hann bara atvinnubótavinhu, og þessi atvinnubótavinna væri svo mik- il og vel borguð, að þeir, sem hana fengju, hefðu meira fyrir sig að leggja en reiðarar og kaupmenn, að ég nú ekki tali um okkur bændaræflana. Ég var þá að hugsa um að setja hokrið á uppboð og fara suður með Palla um vorið. En þá- var það víst kerling mín, sem maldaði í móinn. Hún fæst aldrei til að líta í ísafold mína, og trúir aldrei neinu, þó það standi á prenti. Hún sagði bara, að hún héldi ekki, að það væri betra að vera á sveitinni í Reykjavík en öðrum hreppum, og þar við sat. Og einhvernveginn fór það svo, að aldrei kom heita vatnið, og eftir því sem ég bezt veit, er það ekki komið enn, þó liðin séu a. m. k. þrjú ár. Ég sagði reyndar við kerlingu mína, að ekki gæti oddvitinn gert að því, þó að Englendingar sviki hann um lánið, úr því að sveitarsjóð- urinn var í bezta lagi hjá hon- um og engar skuldir. En svo heyrði ég Eystein tala í útvarp- ið, og hann sagöi, að oddvitinn hefði komið til sín upp í stjórn- arráð og beðið um ríkisábyrgð. Nágrannar mínir, sem ekki lesa ísafold, sögðu mér líka, að Reykjavíkurbær væri kominn í skuldir og hann væri meira að segja alltaf að safna skuldum; þeir höfðu það úr einhverjum öðrum blöðum.'Þá þótti mér nú týra á skarinu, og ég sagði þeim það strax, að þetta gæti ekki verið, því að þetta væru ein- mitt mennirnir, sem alltaf væru að brýna fyrir Eysteini, að hann mætti ekki sáfna skuldum. Eg sagði, að mér myndi þykja það hart, ef vanskilamenn í kaup- félaginu færu að skamma mig fyrir skuldir, sem alltaf hafi borið mig að borga upp um ára- mót, enda dytti þeim það vitan- lega ekki í hug. Svo mikla sóma- tilfinningu hafa þeir þó, aum- ingjarnir. Ég varð þessvegna hnípinn, þegar ísafold mín kom, og sá það þá svart á hvítu, að þetta skuldaskraf um hreppsnefnd- ina í Reykjavík væri tóm lýgi. Hún væri vita skuldlaus og ætl- aði sér aldrei að skulda neitt, meðan ísafoldarmenn færu þar 1 með stjórn. En hvað haldið þið svo, að komi fyrir? í gærkveldi kemur nafni minn, Jón á Stekk, spíg- sporandi hér utan traðarinnar og er heldur en ekki íbygginn. Hefirðu heyrt auglýsinguna hans Bjarna? segir hann. Hvaða Bjarna? segi ég stuttur í spuna, því að ég var nýbúinn að missa vænstu rolluna mína afvelta, og hrafninn var kominn á hana, óhræsis ekki sinns vargurinn. Veiztu ekki, að nýi oddvitinn í Reykjavík heitir Bjarni, segir hann. Er það ísafoldarmaður, segi ég. Já, segir hann, og meira að segja einn af þeim stífustu. Jæja, segi ég, þá er mér sáma. Komdu í bæinn, nafni minn, og fáðu þér kaffisopa. Það er nú þetta með hann Bjarna, segir nafni minn, þeg- ar hann var kominn á seinni bollann. Hann er nú að auglýsa eftir láni fyrir hreppinn; og það er nú enginn smáskilding- ur, sem hann vantar, hvorki meira né minna en þrjár milj- ónir. Nú jæja, hann ætlar þá líklega að fara að koma þessu í framkvæmd með heita vatnið, segi ég. Ónei, ekki er það nú, segir nafni minn. Hann Bjarni ætlar að taka þetta lán til að borga skuldir, sem hreppurinn er kominn í við Landsbankann. Þeir hafa alltaf verið að safna skuldum þar, og það er orðin þessi litla fúlga. Vertu ekki að því arna, nafni minn, segi ég; ég trúi ekki neinni andskotans lýgi. Annaœ er ég ekki vanur að tala ljótt, en mér rann í skap við nafna minn fyrir. vit- leysuna. Nafni minn á Stekk er hæg- lætismaður eins og ég, og hann sagði ekki eitt einasta orð. En í morgun kom hann til mín með Amerískt plötutóbak (munntóbak) COURAGE PLUG nýkomið. Verð í smásölu kr. 15,00 pr. enskt pund. Tóbakseinkasala ríkísíns. Eftirtaldar vörur liöfum vlð venjulega til sölu: Frosið kindakjöt af dillcum — sauðum — ám. Nýtt og froslö nautakjöt, Svínakjöt, Úrvals saltkjöt, Ágætt liangikjöt, Smjör, Ostar, Smjörlíki, Mör, Tólg, Svið, Lifur, EöSí llarðfisk, Fjallagrös. Samband ísl. samvinnufélaga. Reykjavík. Sími 1249. Símnefni: Sláturfélag. Reykhús. — Frystihús. Niðursuðuverksmiðja. - Bjúgnagerð. Framleiðir og selur 1 heildsölu og smásölu: Niður- soðið kjöt og fiskmeti, fjölbreytt úrval. Bjúgu og alls- konar áskurð á brauð, mest og bezt úrval á landinu. Hangikjöt, ávallt nýreykt, viðurkennt fyrir gæði. Frosið kjöt allskonar, fryst og geymt í vélfrystihúsi, eftir fyllstu nútímakröfum. Verðskrár sendar eftir óskum, og pantanir afgreiddar um allt land. Egg frá Fggjasölusamlagi Rcykjavíkur. sjálfa ísafold ujpp á vasann. Það var reyndar mitt blað, sem hann hafði tekið úti á bæjum. Og þar las ég hana sjálfur, auglýsinguna frá Bjarna með nafninu hans undir. Bjarni seg- ir það þarna sjálfur, að þeir hafi verið að safna skuldum í mörg ák, og nú vill bankinn að þeir fari að borga, sem von er. Þeir eiga ekkert í sveitasjóðn- um til að borga með, svo að nú verði þeir að taka nýtt lán.Ham- ingjan hjálpi mér. Það er eins og aldrei sé hægt að trúa neinu nú á tímum. Jón úr Flóanum. r\r n'.nj.ywHJ-ri 99 01af6é hleður á morgun til Þingeyrar, Flateyrar, Súgandafjarðar, Bol- ungarvíkur og ísafjarðar. Vörumóttaka sama dag. fyrir hádegi 112 Robert C. Oliver: Æfintýri blaðamannsins 109 skáldverk. Þau vaxa við kynninguna. í fyrsta skiptið finna menn, að þarna eru góðir hlutir á ferðinni. En í annað sinn njóta þeir meira listarihn- ar. Mér finnst skylda mín sem á- horfanda, að benda öðrum á þenna leik, er ekki hafa séð hann — einkum þó þeim, sem hafa ánægju af því, sem vel er gert í listum og skáldskap. V. G. nokkru sinni það ómak að líta þar inn og fylgja leiðbeiningunni, sem stóð á spjaldi yfir dyrunum: „Jesús kallar'á þig! Kom inn og ver velkominn!“ Hann opnaði dyrnar og gekk inn í anddyrið, sem lyktaði af votum fötum. í gegnum dyr, sem lágu inn í salinn heyrði hann blandaðar, hásar raddir syngja sálma. Hann opnaði hurðina og gægðist inn. Salurinn var fremur lítill og veggirnir málaðir skær-gulir. í öðr- um enda salsins var ræðustóll. í honum stóð dökkklæddur maður, sem stjórnaði sögnum, en úti í einu horninu var leik- ið á orgel. Innan úr eldhúsi, sem var út af saln- um, barst lykt af tei og brauði — og það dró fólkið utan af götunni þarna inn meir en sálmasöngurinn. Það var ekki sjáanlegt, að nokkur tæki eftir Bob þegar hann kom inn og setttist á stól aftarlega í salnum. Hann var undrandi yfir því, hvað þetta ætti allt að þýða. Honum var með öllu óskilj- anlegt, hvaða samband var á milli hins óþekkta yfirboðara hans, og þessa trú- arsamkomustaðar. Athöfnin var sýnilega að enda, og tæplega var búið að syngja síðasta vers- ið, þegar sálmabókunum var safnað saman og söngstjórinn tilkynnti hánú raustu, að nú kæmi teið. Hafði þessi til- unnað þess mannlega réttlætis að vera veikur. Næst hringdi hann til Lucy — og einnig hún varð afar glöð. Þau ákváðu að hittast. Og Bob fékk sting i hjartað þegar hann hugsaði til þess, að ef til vill yrði það í síðasta sinn. IX. í nágrenni London, ekki lengra í burtu en svo, að þegar kyrrt er, getur maður heyrt í kirkjuklukkunum í St. Pauls kirkjunni, stendur lítið skringi- legt hús, leifar frá þeirri London, sem hefir lifað mestan hiutann af sögu Englands. Það stendur á götuhorni og er aðeins tvær hæðir. í raun og veru er það heimskulegt að láta slíkt hús standa á svo dýrri lóð, en vegna útlits síns og góðs viðhalds dreg- ur það að sér ferðamenn, og maðurinn, sem stendur innan við búðarborðið í hálfdimmri búðarholu, þar sem hann selur gamlar bækur og ýmislegt smá- vegis, hefir góð daglaun. Fyrir. utan þetta hús stendur Bob Hollman kl. 10 næsta kvöld. Enn einu sinni lítur hann á heimilisfangið á spjaldinu og húsnúmerið — jú það var rétt. Ljósker, sem hékk á ólum út frá steinveggnum, lýsti dauflega upp um-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.