Tíminn - 19.11.1940, Síða 2

Tíminn - 19.11.1940, Síða 2
454 l þriftjudaginii 19. nóv. 1940 114. MaS “gíminn Þritfjjudayinn 19. nóv. Flokksþingið Á öðrum stað í blaðinu er birt auglýsing frá miðstjórn Fram- sóknarflokksins um flokksþing Framsóknarmanna, sem á að hefjast í Reykjavík 12. febrúar næstkomandi. Hefír miðstjórn- in kosið nefnd til að annast unditbúning þinghaldsins. Þetta væntanlega flokksþing er hið 6. í röðinni. Síðasta flokksþing var háð dagana 12. —19. febr. 1937. Á því þingi var lagður grundvöllur að starfi flokksins á yfirstandandi kjör- tímabil, og sú stefna, sem þar var mörkuð, reyndist sigursæl í kosningunum vorið 1937. Þegar síðasta flokksþing var haldið, hafði Framsóknarflokk- urinn stjórnarforystuna 1 land- inu, og er svo enn. Þá var Al- þýðuflokkurinn í samvinnu við Framsóknarflokkinn um stjórn landsins, en tveim árum síðar beittu . Framsóknarmenn sér fyrir myndun þjóðstjórnarinn- ar. Hófst samvinna þeirra þriggja flokka, sem að þjóð- stjórninni standa, með af- greiðslu gengismálsins á Al- þingi í aprílmánuði 1939, til bjargar sjávarútveginum. Hafði Framsóknarflokkurinn for- göngu í því máli, og tókst að knýja aðalflokkana til hægri og vinstri til samstarfs um lausn þess, en báðir þeir flokkar, Sjálfstæðis- og Alþýðuflokkur- inn, voru klofnir og hikandi í því stóra hagsmunamáli fram- leiðendanna. Mörg og merkileg viðfangs- efni liggja fyrir þessu sjötta flokksþingi Framsóknarmanna, eins og hinum fyrri þingum. Þar verða teknar ákvarðanir um afstöðu flokksins til þeirra stór- mála, sem fyrir liggja og krefj- ast bráðrar lausnar. Má þar fyrst nefna sjálfstæðismálið og framtíðarskipan æðstu stjórnar í landinu, í framhaldi af þeim samþykktum, er gerðar voru á Alþingi í aprílmánuði síðast- liðnum. Þá má nefna önnur stórmál, svo sem aukið landnám í sveitum, endursköpun sjávar- útvegsins á traustum grundvelli og fleira, sem miðar að því að skapa og tryggja heilbrigt at- vinnulíf í landinu. Ennfremur fjárhags- og viðskiptamál, menningarmál o. f 1., auk þeirra málefna, sem sérstaklega varða Framsóknarflokkinn, starf hans og skipulag. Flokksþingið kýs miðstjórn flokksins, sem ásamt þingmönnunum fer með æðsta vald hans milli flokksþinga og kemur fram í umboði flokks- ins. Flokksfélög Framsóknar- manna í einstökum kjördæmum þurfa nú sem fyrst að undirbúa þátttöku sína í þinginu. Þau þurfa að kjósa fulltrúa á flokks- þingið, eins og fyrir er mælt í lögum flokksins. Ennfremur að taka til umræðu og gera tillög- ur um þau mál, sem fyrir liggja til úrlausnar, og félögin vilja fela fulltrúum sínum að bera fram á flokksþinginu. í 111. tbl. Tímans, sem út kom 12. þ. m., er skýrt frá ákvæðum flokks- laganna um rétt einstakra flokksfélaga til að senda full- trúa á flokksþingið. Þau flokksþing, sem Fram- sóknarmenn hafa haldið, hafa öll verið fjölmenn. Á síðasta flokksþingi mættu 269 fulltrúar, alþingismenn og miðstj órnar- menn, sem höfðu atkvæðisrétt, en auk þeirra voru um 60 flokksmenn, víðsvegar að úr héruðum utan Reykjavíkur, gestir á þinginu. Þessi mikla þátttaka sýnir glöggt, að Fram- sóknarmönnum um land allt er ljóst, hversu þýðingarmikil flokksþingin eru. Þrátt fyrir mikla erfiðleika, sem alltaf hljóta að vera á því fyrir flokksmenn úr fjarlægustu héruðum landsins, að taka þátt í fúndarhaldi í Reykjavík, er þess að vænta, að þetta flokks- þing verði fjölsótt eins og hin fyrri. Á flokksþingum Fram- sóknarmanna hafa þær ákvarð- anir verið teknar um stærstu dagskrármálin, sem í aðalatrið- um hafa verið lagðar til grund- vallar löggjafarstarfi og stjórn- Sjálfstæðismenn í orðí -- Framsóknarmenn í verki i. Eitt af því, sem mesturh á- greiningi veldur milli Fram- sóknarflokksins og Sjálfstæðis- flokksins, eru andstæðar stefn- ur flokkanna í viðskipta- og at- vinnumálum. Framsóknar- flokkurinn telur samvinnuverzl- un hagkvæmasta, og í samræmi við þá skoðun, vinna Framsókn- armenn að útbreiðslu og eflingu verzlunarsamtaka á samvinnu- grundvelli. Sjálfstæðisflokkur- inn telur aftur á móti einstak- lingsverzlun heppilegasta, og er öruggur málsvari kaupmann- anna. Á sama hátt kemur fram ágreiningur milli flokkanna um fyrirkomulag á atvinnurekstr- inum. Framsóknarmenn telj a heppilegast, að stór atvinnu- fyrirtæki séu rekin á samvinnu- grundvelli, en Sjálfstæðismenn telja, að einstakir menn, eða fé- lög fárra einstaklinga, eigi að hafa atvinnureksturinn með höndum. II. Það er eftirtektarvert, að margir menn, sem ávallt styðja Sjálfstæðisflokkinn í kosning- um, fylgja að öðru leyti stefnu Framsóknarmanna. Margir Sjálfstæðismenn, víða á land- inu, eru félagsmenn í kaupfé- lögum og hafa þar öll sín við- skipti. í stað þess að sýna í verki trúna á málstað Sjálf- stæðisflokksins, með því að skipta við kaupmennina, taka þei'r þátt í störfum kaupfélag- anna, og er það glöggur vottur þess, að þeir telja stefnu Fram- sóknarmanna -hollari. Fleiri dæmi má nefna um þau dular- fullu fyrirbrigði, sem víða ger- ast, að menn styðja Sjálfstæðis- flokkinn við kjörborðin, en haga framkvæmdum sínum að öðru leyti í samræmi við stefnu Framsóknarmanna. III. Eitt af þeim kjördæmum, sem hafa sent Sjálfstæðismann til Alþingis um langt skeið, er Vestmannaeyjakjördæmi. Nú- verandi þingmaður fyrir Vest- mannaeyjar, Jóhann Þ. Jósefs- son, mun fyrst hafa verið kos- inn á þing haustið 1923. Var hann þá frambjóðandi í Vest- mannaeyjum fyrir íhaldsflokk- inn, sem síðar tók upp annað arframkvæmdum í landinu síð- asta áratuginn. Enn eru mörg aðkallandi viðfangsefni, sem Framsóknarmönnum er bezt treystandi til að leysa giftu- samlega fyrir land og þjóð. Sk. G. nafn og heitir nú Sjálfstæðis- flokkur. Jóhann Þ. Jósefsson hefir verið endurkosinn í Eyj- um við allar þingkosningar síð- an, með miklum atkvæðamun. Hann er einn af ákveðnustu fylgismönnum Sjálfstæðis- flokksins og þeirrar stefnu í at- vinnu- og viðskiptamálum, sem flokkurinn heldur uppi. Þar sem liðsmaður Sjálfstæð- isstefnunnar hefir átt svo traustu fylgi að fagna í Vest- m.eyjum undanfarin 17 ár.mætti ætla, að meiri hluti Eyjabúa væri trúr málstað flokksins yf- irleitt, svo að þeir, sem vildu kynnast Sjálfstæðisstefnunni -í framkvæmd, gætu bezt gert það með því, að kynna sér atvinnu- hætti í Vestmannaeyjum. IV. Fiskveiðarnar eru aðalat- vinnuvegur Vestmannaeyjabúa. Þeir stunda þann atvinnurekst- ur af kappi og dugnaði. Hluta- skipti eru yfirleitt á bátunum, en það fyrirkomulag telja Framsóknarmenn heppilegra en fasta kaupið. Útgerðarmenn í Eyjum tryggja bátana sjálfir, í félagi, og er bátaábyrgðarfélag þeirra meira en 50 ára gamalt. Fyrir löngu hafa þeir stofnað til samtaka um fisksöluna, og til þess að tryggja sér sannvirði fyrir lifrina úr fiskinum, hafa þeir stofnað lifrarsamlagið, sem tekur lifrina til vinnslu og sölu, og skilar eigendunum raun- verulegu verðmæti hennar, þeg- ar sala á lýsinu hefir fariö fram. Þeir hafa stofnað félag í þeim tilgangi að ná hagkvæmari inn- kaupum á olíu til útgerðarinnar. Þá hafa þeir stofnað veiðar- færagerð, sem framleiðir netin handa fiskibátunum. Öll þessi fyrirtæki eru félagseign útgerð- armannanna, stofnuð í þeim til- gangi, að tryggja þeim sann- virði fyrir framleiðsluvöruTnar og útvega nauðsynjar til at- vinnurekstrarins með sem hag- kvæmustum kjörum. Á þann hátt, sem hér hefir lýst verið, hafa útvegsmennirn- ir í Vestmannaeyjum fylgt stefnu Framsóknarflokksins í atvinnumálum. Þeir hafa stofn- að samvinnufélög, sem annast afurðasöluna og útvegun á nauðsynjum til atvinnurekstr- arins. Með þvi móti hafa þeir komizt fram hjá óþörfum milli- liðum og aukið tekjur sínar af framleiðslustörfunum. Ef útvegsmennirnir í Vest- mannaeyjum hefðu talið stefnu Sjálfstæðisflokksins heillavæn- legasta, þá hefðu þeir ekki JÓMS JÓIVSSON: olon Islandus Davíð Stefánsson: Sólon Is- landus I.—II. Útg.: Þor- steinn M. Jónsson. Akur- eyri 1940. 615 bls. Verð: kr. 20.00 ób., kr. 26.00 í shirt- ingsbandi, kr. 36.00 í skinn- bandi. Hér á landi eru nú sem stend- ur tveir mjög athafnasamir og stórhuga útgefendur: Gunnar Einarsson i Reykjavík og Þor- steinn M. Jónsson á Akureyri. Fyrir þeirra atbeina hafa ís- lenzkir rithöfundar í tugatali nokkur skilyrði til að koma rit- verkum sínum á prent. Þor- steinn M. Jónsson lætur nú í sumar og haust skammt milli stórra högga. Fyrir nokkru kom út á forlagi hans saga í tveim bindum eftir einn af yngstu skáldum landsins, og nú sendir þessi útgefandi. á jólamarkað- inn mikla skáldsögu í tveim bindum eftir víðkunnasta nú- lifandi ljóðskáld þjóðarinnar, Davíð Stefánsson. Menn hafa tekið þessari nýju bók með allmikilli eftirvænt- ingu. Þá fáu daga, sem hún hef- ir verið í bókabúðum hér í Rekjavík, er talið, að selzt hafi af henni miklu' meira en gerist um nýjan skáldskap. Þessi at- hygli stafar áreiðanlega ekki af því að höfuðstaðurinn hafi sér- staklega mikla löngun til að kynna sér harmsögu Sölva ; Helgasonar. Hitt mun sönnu nær, að menn fýsti að sjá, hversu hinu merka ljóðskáldi, Davíð Stefánssyni, tækist að gera mikla skáldsögu. Menn hafa nýverið orðið fyrir nokkrum vonbrigðum um ann- að söguskáld, sem af óvæntum ástæðum hefir ekki notið til fulls góðra, meðfæddra hæfi- leika, nú um stund. Ég hygg, að menn muni við lestur þessarar sögu ekki leiða athyglina sér- staklega að æfiferli Sölva Helgasonar, heldur að sjálfum höfundinum. Ég hygg, að menn muni lesa þessa bók gaumgæfi- lega, af því þá langar til að geta spáð um veður í bókmenntum, ságt fyrir um það, hvort Davíð Stefánsson muni verða bæði mikið Ijóðskáld og mikill skáld- sagnahöfundur. Fyrsta ljóðabók Davíðs Stef- ánssonar kom út árið eftir að ísland fékk viðurkennt, að það væri sjálfstætt ríki. Fram að þeim tíma hafði baráttan fyrir frejsi þjóðarinnar verið kærasta yrkisefni skáldanna. Sársauki áþjánarinnar hafði lagt skáld- unum fleyg orð á tungu. Nú var þetta yrkisefni horfið, að því er virtist. Davíð Stefánsson og ýms yngri skáld, sem leituðu í slóð hans, völdu sér gagnólík viðfangsefni, heimafengnar Hugleíðingar um sjállstæðismál „Hverju reiddust goðin, þegar' jörð brann, þar sem nú stöndum vér“. Þannig spurði Snorri goði rólega og kalt, þegar heitar til- finningar risu hæzt í æsingu múgsins á Alþingi forðum. Menn hins forna átrúnaðar skildu hraunið, sem stefndi á bæ hálfkristna goðans, sem guðsdóm. Jarðeldurinn varð þeim styrkur og eggjan. En Snorri hélt athyglisgáfu sinni ósljóvgaðri. Hann gat ekki skilið náttúruatburði sem tækifæris- refsingar neinna goðmagna og spurði með sefandi ró, hvers- vegna Þingvallahraun hefði runnið. Sú spurning hefir vakið ýmsa úr álögum múgsefjunar, svo að hann fyndi veikleika þeirra fölsku röksemda, sem hátt var hrópað um. Þessi einkenni Snorra goða eru mikil nauðsyn í lýðræðis- löndum öllum. Þar þurfa menn að vera vakandi í andanum — reiðubúnir að gagnrima með allri sinni athygli, — stöðugt að meta og hafna eða velja. Þessi þroski hugsunarinnar og al- menn dómgreind er sá grund- völlur, sem við byggjum líf okk- stofnað þau samvinnufyriTtæki, sem hér hafa verið talin. í stað þess hefðu einstakar verzlanir keypt fiskinn og lifrina af út- gerðarmönnum fyrir ákveðið verð, og kaupmannaverzlanir hefðu einnig selt þeim olíuna, netin og allt annað, sem þurfti til útgerðarinnar. Sjálfstæðis- flokkurinn telur, að kaupmenn- irnir eigi að annast verzlunina, bæði með útfluttar og innflutt- ar vörur, en bændur, útgerðar- menn og sjómenn eigi ekki að fara inn á þeirra starfssvið. V. Af framansögðu er ljóst, að útvegsmennirnir í Vestmanna- eyjum fylgja stefnu Framsókn- arflokksins í verki, þó að meiri- hluti þeirra muni undanfarið hafa kosið andstæðing Fram- sóknarmanna sem fulltrúa á Al- þingi. Ef til vill er það ósam- ræmi í framkomu þeirra að nokkru leyti sök Framsóknar- flokksins, þar sem miðstjórn flokksins hefir eigi lagt áherzlu á, að Framsóknarmaður væri á- vallt í framboði þar við þing- kosningar. Væntanlega verður úr því bætt, svo að Eyjabúum gefist kostur á að fylgja Fram- sóknarstefnunni, eigi aðeins í atvinnurekstrinum heima fyr- ir, heldur einnig á löggjafar- samkomu þjóðarinnar. Sk. G. ’ ar á. Við treystum því, að sam- borgarar okkar séu ekki lest- rækir áhangendur trúboða og svindlara. Þeir verða a. m. k. að vera í miklum minnihluta. Nú eru óvissir tímar og við erum því mjög uggandi um sjálfstæði okkar framvegis. Við vitum ekki, hvort okkur er ó- hætt að treysta því, að ná- grannalöndunum stjórni siðaðir menn, sem viðurkenna rétt þjóða, þótt smáar séu. Hitt vit- um við, að eins og hernaðarmál- um er nú komið, er engin þjóð svo smá og ekkert land svo lítið, að það geti ekki haft úrslita- þýðingu í viðureign stríðandi stórvel'da. Og okkur finnst mörgum ekki neitt ólíklegt, að ísland geti orðið einskonar vígi þess, sem drottnar á vegum lofts og lagar í norðurhöfum, — einskonar Malta Atlantshafsins. Þessum' staðreyndum fylgja margir skuggar, sem við getum ekki lokað augunum fyrir. Og þetta allt ætti að geta orðið til þess, að vekja hjá okku'r sterka þjóðerniskennd og mikla þjóð- lega einingu. Vonandi á það við okkur, kjörorð Fjölnismanna, að íslendingar viljum við allir vera. Alþjóðlegar hreyfingar og stefnur eru nauðsynlegar og verða til mikils góðs. Þó er sam- fara þeim nokkur hætta fyrir smáþjóðir. Má í þeim efnum líta til baka til þjóðveldis ís- lendinga hins forna. Kristin kirkja er ein hin göfugasta menningaxstofnun, er sögur fara af, og það er einungis vegna áhrifa kristinnar menningar, að við erum lýðræðismenn, og hyllum þá skipun félagsmál- anna, þar sem allir hafa rétt- indi og eiga að vaxa til þroska og farsældar. Þó höfðu kirkju- deilurnar fornu hinar alvarleg- ustu afleiðingar fyrir þjóðina. Kirkjunnar menn brast styrk til að koma málum sínum fTam hérlendis og leituðu sér full- tingis utan lands, hjá því valdi, sem var sterkara en nokkurt afl hér í landi hinnar sundruðu þjóðaT. Andstæðingar þeirra leituðu sér þá líka hjálpar ut- an lands. Þannig kölluðu ís- lenzkir menn útlent vald yfir sig og niðja sína. Barátta þess- arar alþjóðlegu hreyfingar, kristindómsins, varð til þess, að kollvarpa þjóðveldinu og kalla aldalanga erlenda kúgun yfir ís- lenzka menn. Þessi sama hætta fylgir enn- þá alþjóðlegum hreyfingum. Við höfum orðið hennar varir und- anfa'rið. Það hafa verið skrifað- ar tiltölulega góðlátlegar grein- ar um það, að við ættum að haga stjórnarfari hér innan lands að vild og geðþótta ná- lægra stórvelda. Menn hafa sótt fyrirmæli um stefnu sína til út- landa og staðið í þjónustu við útlendar þjóðir. Við munum það vel, að i vor kenndi brezkt flugstöðvarskip grunns við Öt- firisey. Á öðrum degi frá þeim atburði heyrðu íslenzkir menn frá honum skýrt í útvarpi'Þjóð- verja. Það var aðeins einn möguleiki á þeim fréttaflutn- ingi. Fleiri dæmi mætti nefna, mismunandi alvarleg og skæð, en öll sýnishorn af þeim hugs- unarhætti, sem við verðum að hxæöast og vinna gegn. Þetta er næsta stig við hugarfar landráðamannsins. Hér eru á ferðinni menn, sem meta út- lend völd meira en innlend og eru reiðubúnir að þjóna erlend- um málstað gegn íslenzkum, ef svo vill verkast. Þeir eru meiri flokksmenn en íslendingar. Kirkj unnar menn fyiTum leituðu sér útlendrgf hjálpar í góðri trú. Þeir gerðu það ef- laust guði til dýrðar og mönn- um til sáluhjálpar. Þó leiddi af því niðurlægingu kynstofnsins og eymd öldum saman. Sú reynsla ætti að forða okkur frá því, að kalla yfir okkur erlend ráð.Góðir Íslendingar sýna þann þegnskap, að hlíta þeim úrslit- um, er mál þeirra fá innan- lands. Við skulum gagnrýna, en ekki láta sefjast. Við skulum deila með mikilli alvöru og fullri hörku, en forðast að leiða út- lent áhrfavald inn í viðureign- ina, þó að okkur sýnist það ef til vill stundarhagur, Því meiri vafi, sem á því er, að stóru þjóðirnar, sem drottna í grennd við okkur, viðurkenni og virði rétt smáþjóða, því meiri ástæða er til þess, að við stönd- um fast og einhuga saman um þann rétt okkar. Því meiri hættur, sem vofa yfir tilveru okkar, — því einlægari tryggð ættum við að sýna því, sem við eigum allt undir. Það er því býsna raunalegt að standa gagnvart þeirri staðreynd, að íslendingar gangi í forsvar fyr- ir ofbeldisstefnur þær, sem fjandsamlegastar eru tilveru allra lítilla þjóða. Sr. Gunnar Benediktsson er afkastamikill rithöfundur til flokksþarfa. í fyrra kom út eft- ir hann bók, sem hét Skilnings- tréð góðs og ills. Þar var verið að skýra og gylla framkomu Rússa í millilandaviðskiptum. Allt var það fegrað með einsýni trúmannsins. En lesendur voru fullvissaðir um það, að alveg væri ómögulegt, að Sovét-ríkin gerðu nokkru sinni árás á nokkra þjóð. Svo kom stríð Rússa við Finna. Svo mátti heita, að öll þjóðin íslenzka (Framh. á 4. síðu) „stemningar" um yrkisefni, er snerta hversdagsatburði hins daglega lífs. í einu bezta og þekktasta kvæði eftir annað yngra ljóðskáld er talað á fall- egan og skáldlegan hátt um hin skjálfandi tálkn á fiski, sem var í hrifningu. Davíð Stefánsson flutti inn i bókmenntastarf- semina nýja tízku, 1 samræmi við lífsskoðun samtíðarinnar. Ljóðgáfa hans var ótvíræð. Með fyrstu bók sinni hafði hann tryggt sér varanlegt sæti á bekk íslenzkra þjóðskálda. Síðari ljóðabækur hans hafa verið á- framhald á ruddum vegi, en ekki aukið á verulegan hátt við hróður hans. En í hugum ungu kynslóðarinnar var Davíð Stef- ánsson hið vinsæla skáld. Ljóða- bækur hans urðu að jafnaði fyrir valinu, þegar ungu stúlk- urnar tóku með sér bók í sumar- leyfið. Á sama hátt völdu enskar konur, á sinni tíð, skáldverk Tennyson, en Frakkar bók eftir Musset, í hugum íslenzkrar æsku hefir Davíð Stefánsson í undangengin 20 ár verið það ljóðskáld, sem megnaði að senda nokkurn yl úr heimi ljóðanna, gegn um hina þykku brynju vél- rænna lífsskoðana. Nú vaknaði að sjálfsögðu sú spurning: Á þessi maður líka ylgeisla til að bræða ísinguna af sögugerð ís- lendinga. Gáfuð kona norðan lands sagðist lesa síðari skáldsögur Halldórs Laxness með sama hraða og sömu tilfinningu, eins og þegar hún flýtti sér milli húsa í norðlenzkri stórhríð. Hún vildi lesa bókina. En hún flýtti sér til að koma ekki til byggða kalin á höndum og fót- um. Vinsældir Sturlu í Vog- um voru að nokkru leyti í sam- bandi við þessa almennu skoð- un. Þjóðin var orðin dauðþreytt á þeim skáldskap, sem stefndi markvisst að þvi að sanna, að íslendingar væru aumingjar bæði til orðs og æðis. Hinar umfangsmiklu ritsmíðar, sem gefnar hafa verið út hin síðari ár, á vegum kommúnista, hafa nálega allar stefnt að því, að fá þjóðina til að fremja andlegt sjálfsmorð I því skyni að geta síðan fengið að upprísa og lifa í eilífri sælu í hinni marglofuðu austrænu paradís. Þegar vitneskja barst út um það, að Davíð Stefánsson hefði í smíðum mikla skáldsögu, þá vöknuðu á eðlilegan hátt vonir manna um, að hér yrði ekki um að ræða gaddhörkustórhríð í heimi skáldskaparins. Ljóðagerð skáldsins var oftast með ljúfleik hinna norðlenzku hlýinda. Á hinn bóginn þótti það furðulegt, að Davíð Stefánsson skyldi í þessari skáldsögu notasem uppi- stöðu æviferil Sölva Helgasonar, einhvers hins giftulausasta ís- lendings, sem uppi var á öld- inni sem leið. Það þótti næstum ofrausn fyrir nokkrum árum, þegar dr. Páll Eggert ritaði bók í fimm bindum um Jón Sigurðsson. En skáldin sýna nú enn meiri dugnað á leikvelli bókmennt- anna. Á nokkrum árum hafa Halldór Laxness, frú Elínborg Lárusddttir og Davíð Stefánson ritað og gefið út hér um bil helmingi fleiri bækur um föru- menn. Af þessu mikla efni er bróðurparturinn helgaður Sölva Helgasyni. Það er ástæða til að ætla, að Sölva hefði þótt það ekki alllítil bót á margháttuðum raunum, ef hann hefði vitað, að tæplega hálfri öld eftir fráfall hans yrði búið að mæra hann af skáldum landsins í nálega jafn mörgum bindum eins og frægasta samtíðarmann hans, Jón forseta. Frá sjónarmiði venjulegra lesenda sýnist þessi ofurást á förumönnum ekki einleikin. Og að því er snertir Sölva Helgason er ekkert við gáfur hans, skap- gerð hans eða raunir, sem gerir hann sérstaklega hugðnæmt viðfangsefni. Hann virðist hafa verið gæddur nokkrum listræn- um gáfum, baldinni lund, skrumhneigð og djúpri þrá eftir yfirstéttarlífi. En þetta er-u allt mjög hversdagsleg einkenni. Einn af nafnkenndustu mönn- um, sem nú eru uppi, sagði í ræðu fyrir fáum árum, við landa sína, að ef þeir lentu í mann- raunum í fjarlægum löndum, myndu þeir sjá mynd hans í skýjum himins, sem tákn þeirr- ar aðstoðar, er hann myndi veita þeim. Hér á landi hefir ekki allfáum * fræðimönnum, sem slitnað hafa úr sambönd- um við daglegt líf, farið líkt og Sölva Helgasyni. Þeir hafa horft á hæfileika sína gegn um marg- falt stækkunargler, og dregið af þeirri sjþnvillu mjög rangar á- lyktanir. En skáld yfirstandandi tíma virðast hafa óskiljanlega hneigð til að taka til meðferðar

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.