Tíminn - 19.11.1940, Side 3

Tíminn - 19.11.1940, Side 3
114. hlað Tl>H*\. þriðj mlajgiim 19. nóv. 1940 155 B Æ K U R Gríma. Tímarit fyrir ís- lenzk þjóðleg fræði. Rit- stjórar: Jónas Rafnar og Þorsteinn M. Jónsson. Fimmtánda hefti. Útg.: Þorsteinn M. Jónsson. Ak- ureyri 1940. Verð kr. 2.00 ób. Með þessu 15. hefti Grímu lýkur þriðja bindinu og fylgir því efnisyfirlit og nafnaskrá fyrir þau hefti, sem eru í því. Eru fimm hefti í hverju bindi, en hvert hefti er 80 blaðsíður. Hvert bindi er því 400 blaðsíður, auk efnisyfirlits og nafnaskrár. Gríma er því orðin eitt stærsta þjóðsagnasafn, sem komið hefir út hér á landi. Tilkynnt er á kápu þessa heftis, að þrátt fyrir vaxandi dýrtið verði útgáfu Grímu hald- ið áfram og muni 16. hefti koma út á næsta ári. í 15. hefti Grímu kennir margra grasa, eins og i fyrri heftunum. Skemmtilegastur er þátturinn af Sturlu .ráðsmanni. Hafa lengi gengið ýmsar sagnir í Eyjafirði af Sturlu ráðsmanni. sem virðist hafa verið allbrögð- óttur. Rétt er einnig að vekja athygli á grein Margeirs Jóns- sonar: Á Breiðamerkursandi. Skal því skotið til ritstjóra Grímu, að það myndi áreiðan- lega vel þegið að fá fleiri frá- sagnir af ýmsum sérstökum at- burðum, sem gexst hafa í seinni tíð, ekki sízt ýmsum afrekum, sem unnin hafa verið á sjó eða landi, og vert er að vernda frá gleymsku. í Grímu hafa birzt fjölmarg- ar ágætar sögur og frásagnir, þótt vitanlega hafi stundum slæðst með léttmeti eins og oft vill verða í stórum söfnum. Er óhætt að fullyrða það um Grímu, að hún sé einn bezti skemmtilestur, sem völ er á, auk þess sem hún hefir margvísleg- an fróðleik að geyma. Gxíma mun líka hafa unnið sér góðar vinsældir og ber það vitni um góðan smekk íslenzkra bókales- enda, því að ekki er lítið gert til að glepja þá með allskonar rusli, bæði þýddu og frumsömdu. Freyr, Nóv. 1940 í þessu hefti Freys birtast m. og rafsuðuílát eftix Árna G. og rafsuðuítlát eftir Árna G. Eylands. Fóðrunartilraunir eftir Pétur , Gunnarsson, Kartöflu- verzlun eftir Árna G. Eylands, Sumarkveðja og vetrarheilsan eftir Pál Zophóníasson og Kan- ínupistill eftir Karl H. Bjarna- son. Auk þess er svo hið venjulega yfi'rlit um verðlag og viðskipti. sálarlíf og æfintýri landshorna- manna og stakra auðnu- leysingja. Halldór Laxness hefir ritað skáldsögu í mörgum bind- um um þessháttar mann af Vesturlandi. Davíð Stefánsson velur Sölva Helgason til að vera söguhetju í fyrstu skáldsögu, er hann ritar. Meginatburðir í lífi Sölva eru hörmuleg fátækt og einstæðingsskapur á æskuárun- um, förumanns hringferðir um landið, óbeit á vinnu, hnupl, flakk, betl, skjalafals, nauðgun, kaghýðing, þriggja ára vist í fangelsi í Kaupmannahöfn. Inn í þetta eru ofin nokkur ástar- æfintýri, en um flest þeirra má segja með meira rétti, heldur en Hvamms-Sturla mælti við prestsfrúna i Reykholti, að kon- ur kunna með ýmsu móti að leita eftir ástum manna. Sá arfur, sem skáldið fær úr æfisögu Sölva Helgasonar, er þess vegna aðallega brotasilfur. Það má segja með allmiklum réttí, að bókin öll sé glíma milli hins ógæfusama förumanns og hins listræna og snjalla skálds, Davíðs Stefánssonar. Frá Sölva stafar flest það, sem er óeðli- legt ýkjakennt í bókinni, Frá höfundinum er allur skáldskap- urinn, mælskan og andríkið. Halldór Laxness virðist hafa sömu sögu að segja af viðureign sinni við flækinginn af Vestur- landi. í síðustu bók Kiljans eru nokkrir kapítular síðast í sög- unni hreinn og ómengaðux skáldskapur. Þá virðast hafa verið þrotnar hinar ófullkomnu og klunnalegu heimildir, sem svo mikið bar á annars staðar Hljóðmerkí Allmikið er og hefir verið rætt um þá sýnilegu hættu, sem úti- vera á kvöldin getur verið fyrir börn og unglinga. Allmargir foreldrar eru beygð- ir af sífelldri hugsun um þær hættur, sem börnum þeirra eru búnar, séu þau úti að kvöldlagi. Sumir reyna að róa hugann með því að kvarta til lögregl- unnar og biðja aðstoðar, þegar þeim finnst sjálfstjórn barn- anna ganga sér yfir höfuð, en hvað skal um það segja. Mér dettur sízt i hug að gera lítið úr viðleitni lögreglumanna að reyna til að koma börnunum heim, en allir hljóta að sjá, að örfáum mönnum er slík vinna erfið, eins og hún er unnin. Ég býst við, að hver hugsandi maður sjái .þá hættu, sem vofir yfir heilbrigði og siðferði unglinga, eigi lengur að þolast það sleifarlag, sem ríkjandi er á þessu sviði. Það dugar ekki, þó að einstakir for- eldrar gleymi ekki skyldu sinni í þessum efnum, ekki heldur þó að örfáir menn gangi um göt- urnar hér og þar og reki heim þá unglinga, sem þeir verða svo heppnir að rekast á. Hér þarf að taka fastara í taumana, því að því miður eru líka til foreldrar, sem lítinn gaum gefa þessum málum, og margir staðir, sem ekki er vitað um, en notaðir kunna að vera til óholls félags- skapar. Strangari ákvæði hafa verið sett í Reykjavík um útiveru- tíma barna, sömuleiðis um skemmtanasókn unglinga. Þeir menn eru til og unglingar, sem geta illa liðið þessa afskipta- semi. En tillaga mín er, að enn sé hert á þessum ákvæðum og það að stórum mun. Það væri rangt á litið að telja afskiptasemi þessa skerðingu á frelsi, því að einmitt þessi af- skiptasemi er vegurinn til að uppala frjálsa menn. Ég hefi haft aðstöðu til að veita því athygli, að mikill fjöldi þeirra kvenna og pilta, sem sækja skemmtisamkomu- staði í kaupstöðum utan Reykjavíkur eru undir 16 ára aldri. Hvers getum við vænzt af komandi kynslóð, ef megin- þorri hennar er alinn upp í hringiðu nautna og gjálifis? Er ekki sönn þörf að taka fyrir kverkar á slíkum lifnaðarmáta, og hverjir eru það, sem hér þurfa að koma til skjalanna? Ég tel sjálfsagt að án tafar verði þau ákvæði sett, að engum unglingi, sem er yngri en 16 ára, sé leyfilegt að vera úti, né að sækja skemmtanir, eftir ákveðinn tíma, sem verði mis- munandi eftir árstíðum, nema sannanlega sé við nauðsynleg störf. Leyfi ég mér að nefna kl. í þessu skáldverki. Eftir að þeim sleppti auðnaðist Halldóri Lax- ness að lýsa lífinu eins og því er lifað af flestum mennskum mönnum, öfgalaust, en barma- fullu af fegurð. Davíð Stefánssyni fer á sömu leið. Þar sem hann er á vegum Sölva, verða atburðirnir nokkuð öfgafullir.Umrenningurinn virð- ist líta svo á, að hann glati sín- um góðu siðum með því að flakka um í Húnaþingi, vegna mannskemmandi áhrifa Nat- ansmálsins. Sölvi læknar í bili geðveikan mann með hákristi- legri framkvæmd. Einstakar persónur eru góðar eins og engl- ar, en við hlið þeirra sótsvartir djöflar. Fangaverðir Sölva í Kaupmannahöfn eru sinn af hvorri tegundinni. Ófríða prestsdóttirin á ekki heima í mannheimum. Fósturforeldrar Júlíönu eru óeðlilega góð við hana og óeðlilega vond við son sinn og ýmislegt gott fólk í sveitinni. Þessir kaflar bókarinnar sýna ekki annað en það, að lítið var um gull í greipum Sölva meðan hann lifði. En minna er að sækja í hug hans.liðins. Þorgils gjallandi er fullkomn- asta söguskáld íslendinga i nýj- um sið, og varanleg fyrirmynd eftirmönnum hans. Hann leitaði ekki að fyrirmyndum í dóms- skjöl og fornar skræður. Hann athugaði mannlífið kring um sig. Hann sá þar nóg af fyrir- myndum. Hann tók atburði samtiðarlífsins til meðferðar, fann hin djúpu rök, sem leiða til atburðanna, breytti persónum, rm 3pi 33 O n kemur út fjórum sinnum á ári. Hvert hefti að minnsta kosti 80 lesmálssíður. Árgangur kostar 6 krónur. Dvöl hefir ekkert hækkað í verði, þrátt fyrir hækkað pappírsverð, aukinn prentkostnað og hækkað póstgjald. Frá^upphafi hafa yfir 40 sögur eftir islenzka höfunda og 230 þýddar sögur birzt í Dvöl. Þýddu sögurnar eru eftir 147 höf- unda af 20—30 þjóðernum, þar á meðal mörg frægustu skáld heimsins. í þeim hópi má telja Norðmennina Kielland, Lie, Bojer og Hamsun, Svíana Axel Munthe, Selmu Lagerlöf og Per Lager- quist, Danina Pontoppidan, Johs, V. Jensen og Andersen-Nexö, Finnana Sillanpáá og Pekkanen, Færeyinginn Heðin Brú, Þjóð- verjana Feuchtwanger, Sudermann og Hans Fallada, Austur- ríkismanninn Zweig, Frakkana Zola, Maupassant, Daudet og Barbusse, Rússana Tsjechov, Tolstoy, Dostojevskij, Pusjkin og Maxim Gorki, Pólverjann Sienkiewicz, ítalana Pirandello og D’Annunzio, Englendingana Hardy, Galsworthy, Wells, Huxley og Somerset Maugham, Bandaríkjamennina Poe, Jack London, Mark Twain, O. Henry, Pearl S. Buck og svertingjann Langston Hughes, Indverjann Tagore, Ástralíumanninn Collins, Sýi’lend- inginn Kahlil Gibran og Japanann Mori Ogwai. GERIZT ÁSKRIFENDUR AÐ DVÖL. Áritun: DVÖL, pósthólf 1044, Reykjavík D¥ÖL setti þær í ný sambönd, óf vef skáldlegra lýsinga um raun- verulega og sanna atburði og lyfti þeim um leið í hærra veldi. Hið sama gerir Halldóx Kiljan, eftir að hann er búinn að ganga af flæking sínum dauðum. Hið sama gerir Davíð Stefánsson áð- ur en flækingur hans verður tii. Upphafið á sögu Davíðs Stef- ánssonar er prýðilegur skáld- skapur. Helgi og Ingiríður, for- eldrar Sölva, eru merkilegar söguhetjur, einkum Ingiríður. Hún er ófríð, að minnsta kosti í augum Helga, sem þykist henni miklu fremri. En ég hygg, að í augum flestallra þeirra, sem lesa bókina, muni Ingiríður þykja merkiskona. Hún er blá- skínandi fátæk, tötralega klædd, etur hrossakjöt og gefur það barni sínu, þrátt fyrir að- varanir almenningsálitsins. Hún missir mann sinn og harmar hann, þótt hún ætti honum fátt gott upp að unna. Vegna sinnar fátæktar og einstæðingsskapar giftist hún aftur enn lélegri manni en Helga, fer á sveit- ina og missir mörg börn. Þeim sem eftirlifa, er tvistrað. Hún liggur á líkbörunum þegar Sölvi, elzti drengur hennar, strýkur úr leiðinlegu fóstri heim til móður sinnar, einu lif- andi verunnar, sem hefir sýnt honum umönnun og kærleik. Davíð Stefánsson hefir ekki fundið sögu þessarar konu í fornum skjölum, heldur í mannlífinu og sínum eigin hugarheimum. Þannig hafa lif- að og starfað ótölulegur fjöldi (Framh. á 4. síðu j Sápuverksmiðjan Sjöfn. Heildsöliibirgðii* lajá: SAMBAIVDI ÍSL. SAMVIXIVUFÉLAGA. 120 Robert C. Oliver: fara en Mody brosti. — Bíðið augna- blik, auðvitað ökum við yður héðan. Bob hló — Auðvitað! Hugsið yður, ef ég skildi komast að í hvaða götu og hvaða húsi ég væri! X. Lucy mátti enn einu sinni bíða eftiT Bob án nokkurs árangurs. Hann var undarlegur maður. Þarna skaut honum upp í dag og svo var hann horfinn á morgun, — lét ekkert heyra frá sér lengri eða skemmri tíma, þangað til allt i einu að hann hringir og mælir þeim mót — svo er hann horfinn aftur. Lucy hugsaði mikið um Bob — en því meir sem hún hugsaði um hann, varð hún sannfærðari um, að ekki væri allt með felldu með hann. Það sem þau höfðu talað saman, allt sem hann hafði sagt henni — gerði hana mjög forviða og hún gat ekki gleymt því. Hvaðan vissi hann þetta? Og hafði hann rétt fyrir sér í hinum ógeðfelldu ágizkunum sínum viðvíkjandi verzlunarfélaginu? Þessar hugsanir ásóttu Lucy látlaust, svo hún hafði engan frið. í raun og veru hafði hún ætlað að gera honum tilboð — áhættusamt til- boð — en hvers vegna kom hann ekki. Og Lucy tók mikilvæga ákvörðun. Æfintýri blaðamannsins stærsti „missing link“ er sá þýðingar- mesti og sterkasti. Þessi maður, sem við vinnum fyrir og sem geíur okkur skipanir sínar, er mjög vandlátur að samstarfsmönnum. Og maður verður að vinna til þess að fá að kynnast honum nánar. Þennan mann vantar samstarfsmann með sérstaka hæfileika. Okkur Mody var falið að finna hann og við völdum yður. Þér verðið vonandi upp með yður af þessu. Þessi maður, sem við vinnum fyrir, er mjög gætinn og það getur verið að hann vilji ekki fallast á þetta val — en við höfum þá gert varúðarráðstafanir. Cabera þagnaði, en bætti svo við með ógnandi rödd. — Ef þér svíkið okkur, verður það mjög óþægilegt — fyrir yður. Bob lézt ekki taka eftir hótununni og sagði aðeins. — Haldið áfram — ég hefi áhuga fyrir þessu. Mody, sem var miklu viðkunnanlegri maður, hélt áfram: — Við höfurn í hyggju að bjóða yður atvinnu. Það hafið þér þegar skilið. Launin, sem þér fáið, veröa mjög góð. Þér munuð hafa góða daga. Þér mun- uð ferðast mikið og jafnframt lifa mjög viðburðarríku lífi í allsnægtum og geta veitt yður allt, sem þér girnizt. Frá okkar hálfu eru aðeins tvær kröfur: Alger þagmælska og hlýðni. Það er allt. 20 fyrir tímabilið frá 1. okt. til 1. maí. Hér er um björgun að ræða, björgun uppvaxandi íslenzkrar kynslóðar frá yfirvofandi and- legri og líkamlegri hnignun, og jafnvel er hér í hættu íslenzkt þjóðerni. Það dugar ekki að fela bæjastjórnum að taka á- kvarðanir um þessi mál, það verða of langdregin fundahöld og jafnvel að engin samtök ná- ist um málið. Það er ríkisstjórn íslands, sem hér á að taka í taumana með þeirri röggsemi, sem henni má ætla. Tillaga mín er, að í bæjum, þar sem ákvæði um útiverutíma barna og unglinga eru talin nauðsynleg, verði gefið hljóð- merki hvern einasta dag þá stund, sem unglingarnir eiga að hafa sig heim. Slikt hljóðmerki næði í hvern krók og kima, og ekkert barn getur haft þá af- sökun, að þá viti það ekki um tímann. Samtímis og hljóð- merkið er gefið fara allir eftir- litsmenn af stað, og hvert það barn, sem ekki er komið heim til sín innan hæfilegs tíma frá því, er hljóðmerkið var gefið, sé farið með á lögreglustöðv- arnar til rannsókna og áminn- ingar. Kennarar og foreldrar barna og unglinga leiðbeini þeim í þessum efnum og for- eldrar og húsfeður þeirra að- vara lögregluna, komi börnin ekki heim á Téttum tíma, svo að hægt sé að athuga, hvað hafi tafið þau. Ég ber fyllsta traust til þess, að valdstjórnin sinni þessum málum, sem ég vona að geti orðið til góðs öllum, sem nærri koma.________________Kr. H. Kopar, aluminium og fleirl . málmar keyptir í LANDSSMIÐJUNNI, austur um í strandferð miðviku- daginn 20. þ. m. kl. 9 síðdegis. Pantaðir farseðlar óskast sóttir fyrir þriðjudagskvöld. Mxto Bridge 2.50 Whist 1.75 L’Hombre 1.25 Ludo 2.00 Um ísland 2.75 Miljoner 7.50 Sóknin mikla 4.50 Lotto 4.00 Lexikonspil 1.25 Asnaspil 0.85 Gvendur Dúllari 0.85 Knattspyrnuspil 1.85 Borð-Krokket 10.50 Kúluspil 6.50 K.Einarsson &Björnss. Bankastræti 11. Munið hína ágætu Sjafnar blautsápu í Vz pökkum. Hpií Til auglýsonda! Timlnn ei geflnn út i fleiri elntökum en nokk- urt annað blað á íslandi. GUdi almennra auglýs- inga er i hiutfaUi við þann fjölda manna er les þær. Tíminn er öruggasta boðleiðin tU flestra neyt- endanna í landinu. — Þeir, sem vUJa kyxrna vör- ur sínar sem flestum auglýsa þær þessvegna I Timanum

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.