Tíminn - 19.11.1940, Side 4
TlMIMV. hriðjiidasiim 19. nóv. 1940
114. blað
156
<j R BÆNUM
F. U. F.
í Reykjavík heldur fund í Sambands-
húsinu á föstudaginn. Verða tvö mál til
umræðu: Vetrarstarfsemi félagsins og
Framsóknarflokkurinn og Reykjavík.
Fundurinn hefst ki. 8.30. Félagsfólk er
áminnt um að sækja fundinn og koma
stundvíslega.
Framsóknarmenn!
Munið skemmtunina í Oddfellow-
húsinu í kvöld Hefst með Framsóknar-
vist kl. 8,30. Mætið stundvíslega.
Operettusýning í vetur.
Ákveðið hefir verið að sýna hér í
vetur franska óperettu, „Fröken Ni-
touche“. Óperetta þessi er mjög fyndin
og skemmtileg. Tónlistarfélagið og
Leikfélag Reykjavíkur gangast fyrir
sýningunni. Aðalhlutverkin leika Lárus
Pálsson og Sigrún Magnúsdóttir. Lárus
hefir undanfarin ár stundað leiknám
í Kaupmannahöfn og leikið í ýmsum
leikhúsum þar og hlotið góða dóma.
Aðrar fréttir.
(Framh. af 1. síðu)
Tunis, en þeir hafa krafizt þess-
ara staða á undanförnum árum.
í Portúgal óttast menn að
Spánverjar muni ganga í lið
með öxulríkjunum. Eru Portú-
galar þá erfiðlega staddir, því
að lengi hefir verið mikil vin-
átta með þeim og Bretum og
sambúðin við Spánverja hefir
líka oftast verið góð. Ef Spánn
færi í styrjöldina myndu báðir
stríðsaðilar telja það miklu
skipta að hafa fylgi Portúgala.
Það vekur athygli, að Samuel
Hoare sendiherra Breta á Spáni
og Lothian markgreifi, sendi-
herra Breta í Bandaríkjunum,
eru nú báðir í Lissabon og ræða
við helztu stjórnarleiðtoga
Portúgala.
Þjóðverjar gerðu stórfelldustu
loftárásina á London aðfara-
nótt síðastl. laugardags. Urðu
skemmdir miklar á íbúðarhús-
um og verzlunarhverfum. Sömu
nótt gerðu Bretar stærstu loft-
árásina, sem þeir hafa enn gert,
á Hamborg og olli hún miklu
tjóni. Var sú árás gerð til hefnd-
ar fyrir árás Þjóðverja á Coven-
try. Einnig gerðu Bretar miklar
árásir á borgir við Ermarsund
þessa sömu nótt. S.einustu næt-
ur hefir verið minna um loftá-
rásir sökum óhagstæðs veðurs.
Kirkjuvígslan
(Framh. af 1. síðu)
sinn kaflann hvor af vígslu-
blessuninni. Síðan söng kant-
ötukórinn „Faðir vor“ eftir
Björgvin Guðmundsson.
Loks flutti séra Friðrik Rafn-
ar vígslubiskup prédikun. Að
lokinni messugerð las séra Ing-
ólfur Þorvaldsson í Ólafsfirði
bæn í kórdyrum.
Auk þeirra presta, sem þegar
hafa verið nefndir, voru við-
staddir séra Friðrik Friðriksson
á Húsavík, séra Þorvarður Þor-
mar í Laufási, séra Þormóður
Sigurðsson á Vatnsenda og séra
Þorgrímur Sigurðsson á Grenj-
aðarstað.
Ýmsar gjafir hlaut hin nýja
kirkja á þessum degi, meðal
annars rafmagnsorgel frá Vil-
hjálmi og Rannveigu Þór, altari
frá Ólafi húsgagnasmið Ágústs-
Sólon Islandus
(Framh. af 3. síðu)
góðra og göfugra kvenna í öll-
um löndum. Tötrar Ingiríðar
fara henni ekki illa og draga
úr mannslund hennar. Hún er
fögur í tárum, þegar hún reiðir
tvö svöng börn yfir illfæran læk
heim að koti sínu. Hún er fög-
ur sem húsfreyja, þegar hún
tekur kotið, allt sem í því var,
og hinn fátæklega búsmala
undir vernd sína og umsjón
meðan hinn lati og lærði ætt-
fræðingur, sem er faðir barna
hennar, sefur svefni hins iðju-
lausa inn í hreysi því, sem þau
kalla heimili. Og hún er íslenzk
kvenhetja, þegar Helgi bóndi
hennar er burtu á tilefnislitlu
flakki, og hún er ein í bænum
með börnin, hlúir að þeim,
kúnni í fjósinu, kindum í fjár-
húsinu og lítur glöðum vonar-
augum út yfir fannbreiður, milli
hríðaréljanna, til að vita hvort
lífsfélagi hennar sé þó ekki
loksins á leiðinni heim.
En Helgi, maður Ingiríðar, er
latur og þrjózkur í lund. Hann
þráir það, sem hann kallar and-
legt líf, bækur, ættfræði, um-
gengni við menn, sem sýsla við
slíka hluti. En hann er fátækur
einyrki, tregur og stirður við
flest dagleg vinnubrögð. Helgi
er ekki neitt nýtt fyrirbrigði.
Wergeland og Matthías sögðu
um skáldið í litlu landi:
Hann er kirkjuklukka vafin
köldu, blautu duluraski;
hann er rósargreinin grafin,
gömlum undir mæliaski.
Sínum væng að vilja lyfti,
vera hár og fleygur andi,
eins og sá sem guðleg gifta
gerir skáld I stóru landi;
það er eins og ætla að fljúga,
alla heima gegnum smjúga,
tjóðraður í tunnubandi.
Helgi trúði því, að hann væri
kominn af stórhöfðingjum og
ætti að búa við þessháttar lífs-
kjör. Ættartala hans hefir ef til
vill verið óviss, og rökleiðslan
enn óvissari. En hitt er full-
víst, að leynd trúarvissa um á-
gæti upprunans hefir á löngum
öldum bæði kvalið þjóðina og þó
verið ljós á vegum hennar.
Margur bóndi á íslandi hefir á
liðnum öldum unnið að dagleg-
um framleiðslustörfum, en
unnið og hugsað í kyrrþey
um andleg efni. Margir slíkir
menn hafa, eins og Helgi, ásak-
að tilveruna fyrir að gera þeim
ekki nógu hátt undir höfði. En
jafnframt sársaukanum yfir
erfiðum kjörum, hefir þráin
eftir andlegu lífi og leitin eftir
andlegum verðmætum gert ís-
lendinga að Gyðingum nor-
rænna landa, smáþjóð, sem hef-
ir fengið mun meiri þýðingu í
andlegri auðlegð heimsins,
heldur en búast mætti við eftir
stærð þjóðarinnar og ytri
kringumstæðum.
Sölvi er sonur þessara ó-
samstæðu hjóna. Hann líkist
föður sínum um flest eða allt.
Skáldið lýsir vel og eðli-
lega þroskaferli hans 1 foreldra-
syni og Rannveigu konu hans og
silfurbergskross frá Gunnari
Guðlaugssyni.
húsum. Móðirin ein ræður yfir
þessum baldna, óstýriláta dreng
með valdi kærleikans. Hann
gerir uppreist móti öllum öðr-
um. Hann þjáist af fátæktinni
og auðnuleysinu. Við kirkju
safnast drengir úr sveitinni að
Sölva, þar sem hann stendur á
leiði föður síns og spotta hann
fyrir að éta hrossakjöt. Þannig
eru börn ’ við jafnaldra sína:
Blíð og grimm, englar eða vond-
ar verur, eftir því hver geðblær-
inn verður ofan á í það sinn.
Eftir lát Helga takast kynni með
Ingiríði og Jóni, sem síðar gift-
ist henni. Sölvi logar af heipt og
afbrýðisemi gagnvart þessum
væntanlega stjúpföður. Öll sú
lýsing er eðlileg og um leið
skáldleg. Aðdragandinn að
raunum og auðnuleysi Sölva er
augljós í sögunni. Uppistaðan
er úr eðli Helga, ívafið stafar
frá raunalegu uppeldi.
Að öllu samtöldu tekst Davíð
Stefánsyni mun betur að lýsa
konum heldur en karlmönnum,
og mun svo vera um mörg önn-
ur skáld. Vala gamla, sem
hjálpar Sölva til að strjúka
heim til móður sinnar, er ekki
keypt í búð. Hún er öldruð,
slitin, með hönd, sem er hrjúf
af langvarandi og margháttuðu
erfiði. En sálin, sem býr í þessu
hulstri, er ekki hrjúf. Þar er
lýst einni af þessum ótölulegu
kvenhetjum, sem hafa farið
fram hjá fegurð lífsins í vöku,
eins og Guttormur skáld kemst
að orði,og koma hvarvetna fram
með mestum drengskap, þegar
mest á reynir.
Málið á þessari skáldsögu er
yfirleitt mjög vandað, stundum
eins og höfundurinn hafi lengi
legið yfir setningunum til að
fága þær sem mest. Að vísu er
viðsjárvert að halla á nokkurn
mann fyrir að vanda verk sín.
En vel mega skáld og rithöf-
undar gæta þess, að oft er það
bezt og ferskast, sem mönnum
kemur fyrst í hug. Skáldinu
hættir nokkuð til að tala sjálf-
ur, þar sem samtöl söguhetj-
anna og atburðir lýsa betur
heldur en unnt er fyrir aðra,
jafnvel sjálfan höfundinn.
Davíð Stefánsson hefir til að
bera einn mikilvægan, kost, til
að lýsa sveitalífi. Hann er al-
inn upp í sveit, hefir að öllum
líkindum verið smali og setið
yfir ám. Hann lýsir betuT en
önnur skáld ýmsum verkum í
áveit, svo sem mjöltum og því,
hversu mjaltakonan auðkennir
ærnar, um leið og hún vinnur
verk sitt. Aftur á móti er í lýs-
ing hans af lífi selstúlkunnar
fylgt norskum en ekki íslenzk-
um fyrirmyndum.
Ég hygg, að sá fjölmenni
hl.uti þjóðarinnar, sem telur Da-
við Stefánsson mikið ljóðskáld,
muni vænta þess, eftir að hafa
lesið bók hans um Sölva Helga-
son, að hann muni líka verða
snjall söguritari, um líf og háttu
samtíðarmanna sinna. Það er
mikils um vert, að í þeirri bók,
sem hér hefir verið minnst á,
eru þei'r kaflar beztir, sem mest
reynir á frjóa og skapandi
gáfu skáldsins sjálfs. J. J.
Hugleiðingar um
sjálfstæðismál
(Framh. af 2. síðu)
hefði samúð með Finnum. Þeir,
sem trúðu á Stalin, voru fyrst
fátalaðir og niðurdregnir. Þeir
vissu ekki, hvað þeir áttu að
segja. Dæmi veit ég til þess, að
fróm sál úr söfnuði Moskva-
manna játaði trú sina á Stalin
og kvaðst vita það, að hann
stjórnaði með vísdómi og gæzku
öllu, sem við bæri í hinum bless-
uðu Sovétríkjum, og allt, sem
fram við oss kæmi að hans
vilja hlyti á einhvern hátt að
styðja sigur hins góða, (þ. e.
socialismans), þó að við skamm-
sýnir menn fengjum ef til vill
ekki skilið, á hvern hátt það
mætti verða.
En það er sagt, að tíminn
lækni öll mein og söfnuðurinn
hresstist, þegar frá leið. Fleiri
ömurlegir atburðir gerðust.
Sku^gar styrjaldarinnar færðust
nær og nær. Hernám annnarra
Norðúrlanda olli því, að hugir
íslendinga dreifðust frá Finn-
landi. Og þá kveður hirðprest-
ur kommúnista sér hljóðs með
nýrri bók. Hún heitir Sóknin
mikla. Hún er skrifuð til að
sanna það, að Rússland átti að
ráðast á Finnland og taka sneið
af því. Það varð að gerast. Ann-
að hefði verið vítavert andvara-
leysi, svik við sócialismann og
glæpur við gjörvalt mannkyn.
Og réttlæting þessara landa-
rána er sú, að Rússland þurfti
þessa með; því var rétt að taka
það.
Tvennt er merkilegt við þetta.
Annað er falslaus undirgefni og
takmarkalaus þjónslund trú-
mannsins við stjórnarvöld
Rússa. Þetta árið er skrifuð bók
til að skýra og réttlæta það,
sem í fyrra var skrifað að væri
óhugsandi af því, að það væri
glæpur og Sovétríkin drýgðu
ekki glæp. Hitt er þó ef til vill
merkilegra. Það er sú staðreynd,
að gáfaður og menntaður maður
og að sögn hversdagsgæfur og
dagfarsgóður maður, gerist til
að verja þá sambýlishætti, sem
eru allri menningu eldri og
frumstæðari.
Við getum hugsað okkur
hvernig færi, ef við tækjum upp
þá venju, að hver sem væri gæti
sagt: Þetta þarf ég og því tek
ég það. Þar með væri horfið til
óbundins hnefaréttar og kastað
frá sér öllu því, sem okkur finnst
ástæða til að kenna við mann.
Það yrði horfið aftur á blóðuga
slóð villidýrsins. Það væru þá
ekki til neinir sáttmálar né
samningar, — ekkert réttlæti né
öryggi. Engir ættu að skilja
betur en þeir smæstu og varn-
arlausustu hvílíkt siðleysi og
villimennska það er, að flytja
svona mál. Það geta þeir einir,
sem eru blindir á báðum augum
af trúarofstæki.
Við lifum milli vonar og ótta
og vitum ekki, hvort við fáum
framvegis að vera sjálfstæð
þjóð og lausir við áreitni fram-
andi þjóða. Við vitum, að land
okkar hefir mikla þýðingu
hernaðarlega. Við skiljum hætt-
una, sem í því liggur. Okkur
finnst, að hver góður íslending-
ur hljóti að mótmæla því, að
aðrar þjóðir hafi rétt til að
taka land okkar í sína eign og
setja okkur lög. Og því finnst
okkur það ganga mannvonzku
næst, þegar íslenzkir menn fara
að verja slík ofbeldisverk unnin
á öðrum þjóðum. Okkur finnst,
að til þess þurfi sálsýki. Þessi
sálsýki er trúarofstæki þess,
sem finnst allt rétt, sem þjónar
hans málstað. og er haldinn
miskunnarleysi og grimmd hins
,,frelsaða“ strangtrúarmanns.
Þess er skemmst að minnast, að
strangtrúaðir kirkjumenn þoldu
rólegir að heyra og hugsa um
helvítispíslir meðbræðra sinna.
Hitt er þó nær, að sr. Gunnar
Benediktsson hendir gaman að
raunum finnsku þjóðarinnar,
sem varð að færa þungar fórnir
á altari rússneskra stórvelda-
drauma.
Ég hefi orðið svona margorð-
ur um þetta af því, að mér
finnst það einskonar sýnishorn,
sem hefir almennt gildi. Þetta
eru menn í álögum. Hugarfar
þeirra er eitt af því, sem við
verðum að varast. Sjálfstæði
okkar byggist á vakandi gagn-
rýni, en ekki blindri trú.
En við skulum vona, að þess-
ir tímar verði okkur til góðs.
Þeir verða það, ef kvíði þeirra
.-™«-GAMLA bjó°—<—í
Vcrið þér sælír,
herra Chíps
Heimsfræg Metro Gold-
wyn Mayer stórmynd, gerð
eftir skáldsögu James Hil-
ton.
Aðalhlutv. leika:
ROBERT DONAT
og
GREER GARSON.
JA BÍÓ
Gæfustjarnan |
(MY LUCKY STAR.)
Amerísk skemmtimynd,
fyndin og fjörug frá byrj-
un til enda.
Aðalhlutverkið leikur i
skautadrottningin heims-
fræga
SONJA HENIE
og kvennagullið j
RICHARD GREEN.
Aukamynd:
Fiskveiðar á ófriðartímum
Sýnd kl. 7 og 9. j
118 Robert C. Oliver:
— Þér gleymið einu, sagði Bob.
— Hverju?
— Algeru samvizkuleysi.
— Það er rétt, við gleymdum því. Eða
réttara sagt, við reiknuðum ekki með
svo erfiðu hugtaki. En ef þér eruð að
burðast með mikið af samvizku, þá vil
ég ráðleggja yður að losa yður við hana,
sem allra fyrst.
Bob hló lágt.
— Við erum algerlega sammála í að-
alatriðum. Ég tek tilboði yðar og bíð
frekari fyrirskipana.
— Ágætt, sagði Cabera og kveikti í
sígarettu.
— Þar sem ég má víst hér með skoða
mig sem einn lið í keðjunni, vildi ég
koma með eina spurningu. Ég þykist
vita, að ef ég hefði neitað að taka til-
boði yðar, hefði ég ekki farið lifandi út
úr þessu herbergi?
— Þér hafið getið yður rétt til, svaraði
Cabera.
— Gott og vel, sagði Bob, og ekkert
annað. Mody stóð á fætur.
—• Fyrsta hlutverk yðar, Bob Holl-
man, er að komast í kunningsskap við
unga stúlku, sem í seinni tíð hefir hald-
ið sig á kvöldin hjá China-Charley, sem
hefir veitingahús í East End. Við getum
notað hana. Ef hún verður löguð svo-
lítið til og þvegin af hsnni farðinn
Æfintýri blaðamannsins 119
býst ég við að hún sé snotur. Að minnsta
kosti viljum við athuga hana nánar.
— Ég bjóst við almennilegu starfi,
— Ég bjóst við almennlegu starfi,
sagði Bob. — Ég er svo vanur að fylgja
kvenfólki heim, að ég kalla það ekki
starf.
— Ef þér ættuð að fá hana heim með
yður yrði það sjálfsagt ekki erfitt. En
þér eigið að koma með hana á sam-
komustaðinn, sem þér komuð á í kvöld.
En munið eitt: Enginn má vita, hvert
þið farið, og hún má ekki fá tækifæri
til þess að tala við neinn, eftir að þér
hafið fengið hana til þess að koma með
yður.
— Þetta er mjög auðvelt. Ég legg
ekki til að við förum á samkomustaðinn
fyrr en við erum þar rétt hjá. Verið
þið bara rólegir. Svo framarlega sem hún
kemur í veitingahúsið á morgun, skal
ég koma með hana. En hversvegna á
hún nauðsynlega að koma þarna og
syngja sálma?
— Það komizt þér að raun um á
morgun.
Bob stóð upp. — Mitt hlutverk er þá
aðeins, að koma með stúlkunni í sam-
komuhúsið. Hvað skeður eftir það, kem-
ur mér ekki við.
— Alveg rétt.
Bob Hollman kvaddi og ætlaði að
Sýnd klukkan 7 og 9
!
Kjörskrá
til prestskosningar í Nesprestakalli liggur frammi
í Verzlunarútibúi Péturs Kristjánssonar, Víðimel
35, hvern virkan dag á tímanum kl. 1—5 e. h. frá
og með 19. nóv. til 26. nóv. að þeim degi meðtöldum.
Kærufrestur er til 3. des. n.k. Skriflegar kærur
sendist oddvita sóknarnefndar.
SÓKN ARNEFND.
kjörikrá
til prestskosninga í Hallgrímsprestakalli í Reykja-
vík, við prestskosningar, sem fram eiga að fara í
desember n.k., liggur frammi kjósendum safnað-
arins til sýnis í Barnaskóla Austurbæjar (gengið
inn í suðurálmu) frá þriðjudegi 19. til mánudags
25. þ. m. að báðum dögum meðtöldum, kl. 10—12
og 1—5 e. h. — Kærur út af kjörskránni skulu
sendar oddvita sóknarnefndar, Sigurbirni Þorkels-
syni, Fjölnisveg 2, fyrir 3. des. n. k.
kjörikrá
til prestskosningar í Laugarnesprestakalli liggur
frammi safnaðarmönnum til sýnis í Barnaskólan-
um við Reykjaveg (Laugarnesskóla) frá 19.—25.
þ. m., að báðum dögum meðtöldum,-kl. 10—12 og
13—17. — Kærur um að einhver sé vantalinn eða
oftalinn á skránni, sendist til oddvita sóknar-
nefndar, Jóns Ólafssonar, Laugarnesveg 61, fyrir
3. des. n. k.
18. nóvember 1940.
S ÓKN ARNEFNDIN.
Xýjar bæknr
w
Jóhann Bárðarson; A 1* Si S k 1 p
Lýsing á sjómennsku á opnutn bátum á VesturlancLi.
Ólafur Lárusson prófessor skrifar formála fyrir bókinni og
segir þar m. a.: „Jóhann Bárðarson lýsir hér fiskveiðum í einni
af merkustu veiðistöðvum landsins, Bolungarvík, eins og þeim
var hagað síðasta áratuginn, sem þær héldust í hinu gamla horfi,.
áður en mótorbátarnir komu til sögunnar og sú mikla breyting,
sem þeim fylgdi. Jóhann er fæddur í Bolungarvík og ættaður
þaðan. Hann ólst þar upp meðan útvegurinn enn var með sínu
gamla sniði og var sjálfur formaður á áraskipi um skeið. Hann
hefir því hin beztu skilyrði til að kunna góð skil á því efni, sem
hann ritar hér um og ég hefi haft þau kynni af vinnubrögðum
hans, er hann samdi ritið, að ég veit að hann hefir lagt mikla
stund á að afla sér sem áreiðanlegastra heimilda og engan veginn
látið sér nægja að styðjast, að óprófuðu máli, við minni sjálfs sln
eingöngu. Ég tel mig því hafa fyllstu ástæðu til að ætla, að þetta
rit hans sé mjög áreiðanlegt, og að lýsing hans á áraskipaútgerð-
inni í Bolungarvlk sé nákvæm og trú og ritið verði því míkils-
verður skerfur til þekkingar síðari tíma á þessum merkilega at-
vinnuvegi."
í bókinni eru fjörutíu og fimm myndir, af formönnum, skips-
höfnum, bátum, fiskimiðum og fleiru.
GustaS af Geijerstam: Bókin Um lítla brÓður
Gunnar Árnason frá Skútustöðum þýddi. í bókinni eru nokkrar
teikningar eftir frú Barböru Ámason. Geijerstam er einn af
frægustu rithöfundum Svía og Bókin um litla bróður er eitt af
beztu verkum hans og vakti óhemju athygli, er hún kom fyrst út.
Bókaverzlun Isafoldarprentsmíðju.
og óvissa kennir okkur að meta
betur þau lögmál, sem siðað
mannfélag byggist á, og knýr
okkur til að verða þeim trúrri
en við höfum verið. Hættan er
okkur holl, ef hún eyðir and-
varaleysi og vekur til þjóðlegr-
ar einingar og staðfastra'r hylli
við það, sem mestu skiptir fyrir
þá, sem eru fáliðaðir, smáir og
varnarlitlir. Þá munum við
mæta betri tímum, frjálsir og
starfsamir menn, hollir lýðræði
og jafnrétti.
Halldór Kristjánsson.
Leidrétting*
í frásögn blaðsins um hina nýju
kartöflugeymslu, er Grænmetisverzlun
ríkisins hefir látið gera inni við Elliða-
ár, hefir ínisprentazt kostnaður sá, er
þessi framkvæmd hafði í för með sér.
Geymslan kostaði 6000 en ekki 600 kr.