Tíminn - 19.12.1940, Side 1
RITSTJÓRI:
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON.
FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR:
JÓNAS JÓNSSON.
ÚTGEFANDI:
FRAMSÓKNARFLOICKURINN.
RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR:
EDDUHÚSI, Llndargötu 1 D.
SÍMAR: 4373 og 2353.
AFGREIÐSLA, INNHEIMTA
OG A UGLÝSINGASKRIFSTOFA:
EDDUHÚSI, Lindargötu 1 D.
Sími 2323.
PRENTSMIÐJAN EDDA hJ.
Símar 3948 og 3720.
24. úrg.
Rcykjavík, fimmtudagiim 19. des. 1940
12T. blað
ÁfengissRömmtnnin
Hlutfallslega míklu fleírí áfengísbækur
afhentar í R.vík en í öðrum kaupstöðnm
Senn eru þrír mánuður
liðnir, síðan upp voru tekn-
ar hömlur þær og takmark-
anir á áfengiskaupum, sem
nú eru í gildi. Hefir Tíminn
aflað sér nokkurrar vitn-
eskju um áfengissöluna og
áfengisbókakaup fólks í
helztu kaupstöðunum.
í Reykjavík hefir hátt á ell-
efta þúsund manns orðið sér úti
um áfengisbækur og fe'r þeim
fjölgandi með degi hverjum,
eftir því sem nær dregur hátíð-
unum, sem koma á skrifstofu
sakadómara í slíkum erindum.
í gær fengu til dæmis 180
Reykvíkingar áfengisbækur, en
164 í fyrradag. Líður senn að
því, að handhafar áfengisbóka
í Reykjavík taki að byrja 12.
þúsundið.
Af þessu fólki munu karl-
menn vera í meirahluta, en síð-
ustu daga mánaðanna koma þó
fleiri konur en karlar þeirra
erinda. Svo er og nú, þegar
dregur að jólum. Af þeim 180,
er keyptu áfengisbækur í gær,
voru nákvæmlega 100 konur.
Gefur þetta ótvíræða bendingu
um þá ágalla, sem eru á
skömmtunarfyrirkomulaginu.
Þegar þeir, sem mest neyta j
af víni, hafa notað sinn
skammt, er farið á stúfana og
kunningja'rnir, sem venjulega
kaupa ekki vín og hafa það má-
ske aldrei um hönd sjálfir,
fengnir til að ná sér í áfengis-
bækur og taka út þann skammt,
sem lögin heimila þeim að
kaupa.
Alls mun vera um 20 þúsund
manns í Reykjavík, sem að lög-
um mega eiga áfengisbækur.
í skrifstofu bæjarfógetans í
Hafnarfirði hafa alls verið sótt-
ar 1130 áfengisbækur. En þar fá
Hafnfirðingar og ibúar Gull-
bringu- og Kjósarsýslu, utan
Keflavíkur, áfengisbækur. Þar
ber ekki á því, að meira sé eftir
þeim sótt, þó nær líði hátíðun-
um.
Á ísafirði hafa um 800 áfeng-
isbækur verið afhentar. Er það
ekki há tala, þegaT þess er gætt,
að hér eiga hlut að máli íbú-
Kosníngm
í Nesprestakallí
Talning atkvæða, sem greidd
voru við kosningar presta í nýju
sóknunum i Reykjavík, hófst kl.
9 í morgun.
Byrjað var á því að telja at-
kvæðin úr Nessókn, og var þeirri
talningu lokið kl. rösklega 11.
Urslitin urðu þessi:
Séra Jón Thorarensen í Hruna
fékk flest atkvæði allra umsækj-
enda, samtals 451, séra Halldór
Kolbeins á Stað í Súgandafirði
hlaut 159, Astráður Sigurstein-
dórsson cand. theol. hlaut 147,
Pétur Ingjaldsson cand. theol 111
atkvæöi, séra Ragnar Benedikts-
son, áður að Stað á Reykjanesi,
59, séra Jón Skagan að Bergþórs-
hvoli í Landeyjum 54, séra Áre-
líus Níelsson að Stað á Reykja-
nesi 43, séra Magnús Guðmunds-
son í Olafsvik 27 og séra Gunnar
Arnason á Æsustöðum í Langa-
dal 12 atkvæði. Ogild atkvæöi
voru 7, en 5 atkvæðaseðlar auðir.
Þrátt fyrir þann atkvæðamun,
er fram kom við kosninguna,
hefir hún þó ekki orðið lögleg,
því að nokkuð vantar á, að sá, er
rnest fylgi hafði, hlyti helming
greiddra atkvæða.
Talning atkvæða í Hallgríms-
sókn hófst upp úr hádeginu.
arnir í báðum Isafj arðarsýslum,
auk kaupstaðarins. Meginþorri
þess fólks, er þar hefir fengið
áfengisbækur, eru karlmenn.
Konurnar aðeins um 100.
Hjá bæjarfógetanum á Akur-
eyri hefir bæjarbúum og Ey-
firðingum verið afhentar 1300
áfengisbækur. Eftirsóknin mun
vera um það bil að fjara út.
í Vestmannaeyjum hafa um
700 rnanns fengið áfengisbækur.
Er það mjög farið að tregðast,
að fólk komi að sækja áfengis-
bækur. Ber helzt við, að ein og
ein kona komi.
Skömmtunarfyrirkomulagið
hefir meðal annars haft þau
áhrif, að nú er mikið meira
keypt af dýrum vínum heldur
en áður, whiský, koníak, gin og
romm. Áður var mestmegnis
keypt brennivín. Þetta hefir það
í för með sér, að sennilega er
nú keypt áfengi fyrir hærri
fjárupphæði'r heldur en áður en
hömlurnar voru settar. Miðað
við þann fjölda fólks, sem hefir
útvegað sér áfengisbækur, væri
það einnig hugsanlegt, að í
Reykjavík yrði fleiri flöskur af
áfengi keyptar heldur en áður
var. En þar eð aldrei kemur til
þess, að allir handhafar áfeng-
isbóka kaupi allt það áfengi,
sem þeir mega, þá fer því þó
fjarri, að víst sé að sú verði út-
komari.
Þrátt fyrir mikil áfengis-
kaup hefir þó skömmtunin orð-
ið til gagns, að því leyti, að nú
ber miklum mun minna á ölvun
á götum úti í Reykjavík heldur
en títt hefir verið'áður, en að
sjálfsögðu á strangt lögreglu-
eftirlit drjúgan þátt í því, að
ráða bót á slíku. Einnig hefir að
mestu leyti tekið fyrir ölvun
hinna útlendu hermanna eftir
að áfengiskaupin voru torveld-
uð.
Það er þó vafalaust, að leyni-
sala með vín er rekin í bænum,
(Framh. á 4. síðu)
Aðalfundur Fram-
sóknarfél. A.-Skaíta
fellssýslu
Helztu ályktanirnar
Aðalfundur Framsóknarfélags
A.-Skaftafellssýslu var hald-
inn að Höfn í Hornafirði dag-
ana 14.—16. nóv. síðastliðinn.
Voru þar mættir fulltrúar frá
ölluih deildum félagsins, 26 alls.
Fundurinn gerði ýmsar sam-
þykktir, bæði í landsmálum og
innanhéraðsmálum. Helztu sam-
þykktir hans í landsmálum voru
þessar:
1. Fundurinn er þakklátur
þingmönnum og ráðherrum
flokksins, og öðrum þeim, sem
ötullega hafa beitt sér fyrir af-
urðasölulögum landbúnaðarins
undanfarið, og óskar eindregið
eftir að haldið verði fast á hlut
landbúnaðarframleiðenda með
tilliti til breyttra tíma og bréytts
viðhorfs innan lands og utan.
2. Fundurinn lýsir ánægju
sinni yfir þeirri stefnu Fram-
sóknarflokksins, sem gilt hefir
undanfarið í gjaldeyris- og inn-
flutningsmálum þjóðarinnar og
óskar eindregið eftir, að svipuð
ákvæði gildi framvegls, eftir
því sem þörf breyttra tíma
krefst.
3. Fundurinn skorar á þing-
menn og ráðherra flokksins að
beita sér fyrir því, að afnumin
verði nú þegar lög þau, sem nú
gilda og veitt hafa stórútgerð-
inni undanþágu frá sköttum og
tollum, þar sem þessi atvinnu-
grein er nú sem fyrr, orðin arð-
vænlegasti atvinnuvegur þjóð-
arinnar.
4. Fundurinn ályktar, að
þingi og stjórn beri nú þegar
að vinna að því, að ísland taki
í sínar hendur öll mál og fulla
sjálfstjórn, þegar samningurinn
við Dani er úr gildi genginn.
5. Fundurinn skorar á ráð-
herra og þingmenn flokksins,
að standa saman um að sam-
ræmd verði laun opinberra
starfsmanna og annarra ■ laun-
þega í landinu.
6. Fundurinn skorar á ríkis-
stjórnina að veita áfram styrki
(Framh. á 4. slSu)
Monroe-svæðill A víðavangi
Uppdrátturinn hér að ofan
birtist í ameríska blaðinu „The
Christian Science Monitor" 31.
október siðastliðinn undir fyrir-
sögninni: „Area of Monroe Doc-
trine“ (Svæðið, sem Monroe-
kenningin nær til).
Sú skýring var látin fylgja
uppdrættinum, að hann væri
gerður af Lawrence Martin, for-
stöðumanni landabréfadeildar-
innar í bókasafni Bandaríkja-
þingsins í Washington. Martin
hafði flutt^erindi í „The Ameri-
can Geographical Society“ um
vestri hnatthelminginn (hemi-
sphere) og lýst þá þeirri skoðun
sinni, að hann ætti að markast
af svörtu línunum, sem sýndur
er á uppdrættinum. Martin tók
það fram, að hann talaði að-
eins um þetta mál sem jarð-
fræðingur, en ekki í embættis-
nafni.
— Eystri takmörk hnatthelm-
ingsins, sagði Martin, er hádeg-
isbaugurinn, sem liggur 20 gráð-
ur vestur af Greenwich. Vestri
takmörkin njóta alþjóðlegrar
viðurkenningar. Jarðfræðingar
láta vestri hnatthelminginn
vera ögn minni en eystri hnatt-
helminginn. Vestri takmörkin
A KROSSQÖTXTM
Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar. _— Úr Loðmundarfirði.
hjón. — Frá ísafjarðardjúpi.
Þrenn brúð-
Fjárhagsáætlun HafnarfjarSar var
rædd á fundi bæjarstjómarinnar nú í
vikunni. í fjárhagsáætlun þessari er
gert ráð fyrir stórauknum tekjum bæj-
arins á næsta ári, meðal annars að
útsvörin verði hækkuð úr 220 þúsund
krónum í 880 þúsund krónur. Enda þótt
þess sé vænzt, að heildarupphæð út-
svaranna hækki svona gífurlega, er gert
ráð fyrir því, að útsvarsstiginn haldizt
hinn sami og áður, eða hækki að
minnsta kosti ekki. Þessi fjárhagsáætl-
un og tekjuaukning sú, sem þar er tal-
in í vændum fyrir bæjarsjóðinn, er
miðuð við það, að Alþingi afnemi skatt-
frelsi stórútgerðarinnar, svo að útsvör
verði lögð á gróða þann, er orðið hefir
á togaraútgerðinni í ár. Jafnframt er
einnig litið til þeirra auknu tekna, er
mjög mörgum bæjarbúa hafa borizt í
fang, og hafa munu áhrif til hækk-
unar á heildarupphæð útsvaranna, þótt
sami útsvarsstigi verði notaður og áður
eða jafnvel lægri. Bæjarstjórnin ráð-
gerir að verja hinum gífurlega tekju-
auka, sem hún væntir sér á næsta ári,
til að greiða gamlar skuldir bæjarins.
Hyggst hún að greiða alls meira en 400
þúsund krónur, eða um þriðjung af
öllum skuldum bæjarins. 300 þúsund
krónur af þessu fé á að ganga til hafn-
arsjóðsins, og er fyrirhugað því verði
varið til að reisa hafnargarða næsta
ár. Mega þessar horfur um fjárhags-
afkomu Hafnarfjarðarbæjar á næstu
missirum þykja allglæsilegar, sé fjár-
hagsáætlun sú, sem bæjarstjórnin er
að fjalla um, á réttum rökum reist.
r t r
Baldvin Trausti Stefánsson, bóndi að
Sævarenda við Loðmundarfjörð, skrif-
ar Tímanum með síðustu ferð Esju:
Hér eystra var árferði á árinu, sem
senn er liðið, í stórum dráttum eins og
hér segir: Tíðarfar var mjög gott frá
áramótum og framundir miðjan febrú-
ar, þá gekk til sjóáttar og voru hag-
leysur fram yfir miðjan aprílmánuð, en
snjóa leysti fremur seint og seinkaði
því öllum vorverkum. Á sauðburðar-
tíma var veðurlag eindæma hagstætt
og voru lambahöld yfirieitt góð, að
öðru leyti en því, að tófa drap nokkur
lömb. Var óvenju mikið um tófu í vor
er leiö. Voru drepin 14 eða 15 dýr, bæöi
við gren og utan grenja, að yrðlingum
meðtöldum. — Grasspretta var með
allra bezta móti, einkum á engjum, en
óvenjulega kalt um heyskapartímann og
oft úrfelli. Til dæmis var aðeins einn
dagur í ágústmánuði, að ekkki kom
skúr. Heyfengur mun víðast hafa verið
í mesta lagi. Spretta í görðmn var mis-
jöfn og sums staðar mun lakari en síð-
astliðið ár. Fé mun hafa verið rýrara
en í fyrra haust, þótt varla sé hægt að
gera slíkan samanburð, því að slátrun
hófst svo snemma sumars í ár, vegna
hérveru setuliðsins útlenda. Hausttíðin
hefir verið einstök að því leyti, hve lítið
hefir snjóað, en frost hefir verið með
meira móti. Yfirleitt hefir ekki snjóað
í byggð, svo að teljandi sé, fyrr nú sein-
ustu dagana. Þó er snjór ekki mikill,
en það bleytti í hann og frysti síðan,
svo að fremur er slæmt til haga. — Það
má nýbreytni telja, að hreyfilbátur var
fenginn í byggðina síðastliðið vor og
hefir mest af þeim vörum, sem fluttar
eru í sveitina eða úr, verið fluttar á
honum.
Það má til tíðinda teljast í litlu
sveitarfélagi, þar sem aðeins búa 50
menn, að 22. nóvembermánaðar síðast-
liðins voru þrenn hjón gefin saman í
einu í Klyppsstaðarkirkju. Þau voru:
Guðbjörg Sigurjónsdóttir frá Hvoli í
Borgarfirði eystra og Baldur Einarsson
á Klyppsstað, Ingibjörg Einarsdóttir
frá Klyppstað og Eyjólfur Þórarins-
son, bóndi á Dallandi í Húsavík eystri,
og Aðalheiður Einarsdóttir frá Klypps-
stað og Ottó Oddsson sjómaður á Seyð-
isfirði. Voru þrjú þeirra, er giftust
þennan dag, systkini. 30 manns var
viðstatt giftingarathöfnina, bæði úr
Loðmundarfirði og Húsavík. Séra
Sveinn Víkingur gaf brúðhjónin saman.
Jón H. Fjalldal, bóndi á Melgraseyri
við ísafjarðardjúpi, ritar Tímaniun:
Aidrei hefir færra af ungu fólki verið
heima hér í sveit en í vetur. Piltamir
fara í verstöðvarnar að leita eftir skips-
rúmi, sem flest eru þó fullsetin, eða í
vinnuleit til Reykjavíkur; þangað fara
stúlkumar líka.
eru jöfnuð þannig, að Grænland
og ísland eru látin fylgja vestri
helmingnum, en Azoreyj arnar
og Cape Verde eyjarnar eru
taldar til eystri helmingsins.
Allir jarðfræðingar viðurkenna,
að Grænland tilheyri vesturálf-
unni, en norðausturhorn þess
nær talsvert lengra austur en
austasti tangi íslands. —
„The Christian Science Moni-
tor“ vekur athygli á því, að Vil-
hjálmur Stefánsson landkönn-
uður hafi komizt að þeirri sömu
niðurstöðu og Martin, að ís-
land tilheyri vesturálfunni, og
vitnar í því samhandi í bók
hans: „Iceland, the first Am-
erican Republic“. Blaðið minn-
ir ennfremur á það, að amer-
íski ráðherrann, William E. Se-
ward, sem átti mikinn þátt í
því að Bandaríkin keyptu Al-
aska af Rússum, hafi fyrir 70
árum síðan komizt að svipaðri
niðurstöðu og hafi forsendur
hans m. a. verið þær, „að ís-
land væri 130 mílur austur af
Grænlandi, en 850 milur vest
ur af Noregi.“
— Það er eðlileg afleiðing af
þessum ályktunum, segir „The
Christian Science Monitor“, að
ísland og alveg sérstaklega
Grænland eru innan þeirra tak
marka, sem Monroekenningin
nær til. —
Monroekenningin er í aðalat-
riðum sú, að Bandaríkin telja
sérhverja tilraun þjóða í öðrum
heimsálfum til að leggja undir
sig lönd á vestri hnatthelm
ingnum hættulega friði og ör-
yggi sínu og óvinveitta sér. Var
þessu upphaflega lýst yfir 1823
af James Monroe, sem þá var
forseti Bandaríkjanna. Stjórn-
málamenn Bandaríkjanna hafa
lagt mikla áherzlu á Monroe
kenninguna í seinni tið, eink
um síðan Evrópustyrj aldir hóf
ust.
Aðrar fréttir.
SIGRAR GRIKKJA.
Fátt vekur meiri eftirtekt um
þessar mundir heldur en sigrar
Grikkja. Stórþjóð ræðst á smá-
þjóð og ætlar að svifta hana
frelsi. Stórþjóðin gerir ráð fyr-
ir því, að smáþjóðin gefist upp
þegar í stað, eða að vörn henn-
ar verði aðeins til málamynda.
En smáþjóðin er ekki í þeim
ham, að gefast upp. Hún metur
frelsið, hið fulla frelsi meira
en öll önnur gæði hér í heimi.
Og með því að fórna öllu fyrir
frelsið, tekst smáþjóðinni að
sigra stórveldið, sem kom í
landvinningahug. Sigur Grikkja
í þessu stríði er einhver
Dýðingarmesti atburður í sögu
samtíðarinnar. Hann er sönnun
iess, að hver sú þjóð, sem hefir
fulla sjálfsvirðingu, og er sam-
hent um að gæta frelsis og
heiðurs, er sterk, jafnvel þó að
hún sé fámenn.
KANSLARI f HÁSKÓLA
ÍSLANDS.
Þriðja bindio af Komandi ár-
um, eftir Jónas Jónsson, er að
koma út þessa dagana, Ein af
ritgerðunum er saga háskóla-
byggingarinnar og um þann
ekki óverulega þátt, sem Fram-
sóknarflokkurinn hefir átt í því
verki. Þar eru leidd rök að því,
að háskólinn hafi ekki aðeins
vantað hús síðan 1911, heldur
hafi hann gersamlega vantar
uppeldisumhyggju að því er
snertir nemendur. Þar er lagt
til, að fylgt sé eftir átakinu í
byggingarmálunum með því að
fá reyndan og stórhuga upp-
eldisfræðing til að vera „kansl-
ari“ háskólans. Er í bókinni bent
álitlegan mann til þessa
starfs. Kanslarinn myndi hafa
með höndum fjárstjórn háskól-
ans og forustu um þá starfsemi,
sem lyti að því að gera nem-
endur hrausta, reglusama og
dugandi menn.
FJÁRMÁL OG VERZLUN.
Um mörg undanfarin ár hafa
blöð Sjálfstæðisflokksins ráðizt
á Framsóknarflokkinn fyrir að
vilja gæta hófs um innflutn-
inginn. Nú er minna deilt um
þetta. Meginhluti þjóðarinnar
veit, að Framsóknarflokkurinn
hefir bjargað þjóðinni frá að
sökkva í botnlausar eyðslu-
skuldir. Þegar stríðið byrjaði
var þjóðin skuldlítil á þessum
vettvangi. Nú hefir svo að segja
stöðvast allar húsabyggingar í
landinu. Auk þess er ekki hægt
að greiða af skuldum til Dan-
merkur eða Þýzkalands. Við
þetta safnast í bili innstæður í
Englandi, þar sem meginhluti
íslenzkrar framleiðslu er seld-
ur. Framsóknarmenn vilja nota
þessa innstæðu, auk þess sem
með þarf til daglegra þarfa, til
að borga ríkislán í Englandi, og
til að koma þar upp gjaldeyris-
sjóði, til að þurfa ekki strax
eftir stríðið að koma til útlanda
og biðja um viðskiptalán í byrj-
un hvers árs.
Brezki herinn hefir nú um
kringt Bardia, eina aðalstöð ít
alska hersins í Libyu. Bardia er
um 20 km. frá landamærum
Egiptalands. Brezku vélaher
sveitirnar, sem lengst hafa far-
ið inn í Libyu, eru komnar 50
km. frá landamærunum. ít.
alskar hersveitir verjast enn í
Bardia, enda eru þar ágæt vígi
en meginhluti liðsins mun þó
farinn þaðan og hafa hörfað til
hafnarborgarinnar Tobruk, sem
er 120 km. fyrir vestan Bardia
Veðrátta hefir heldur tálmað
sókn Breta undanfarna daga
Bretar nefna það sem dæmi um
yfirburði sína í lofti, að þeir
segjast hafa eyðilagt 100 ítalsk-
ar flugvélar fyrstu sjö daga
sóknarinnar, en sjálfir ekki
misst nema 10.
Beaverbrook, sem er yfir
stjórnandi brezku flugvélafram
leiðslunnar, hefir nýlega haldið
ræðu. Sagði hann m. a., að
stjórninni væri kunnugt um, að
Þjóðverjar undirbyggju innrás
í Bretland af miklu kappi, eink-
um legðu þeir mikla áherzlu á
aukningu flugflotans. Mætti
því fastlega búast við innrásar-
tilraun fyrir vorið. Hann sagði,
að flugvélaframleiðsla Breta
færi stöðugt fram úr áætlun og
ykist frá mánuði til mánaðar.
Bretar hefðu af eigin ramleik
miklu meira en bætt upp það
flugvélatjón, sem þeir hefðu
orðið fyrir, og auk þess væru
svo flugvélarnar, sem þeir
fengju frá Bandarík’unum. Eigi
að síður þyrfti þó ei a að leggja
mikla áherzlu á aukriingu flug-
vélaframleiðslunnar, einkum
framleiðslu orustuflugvéla, því
að þeirra yrði mest not, þegar
til innrásarinnar kæmi.
(Framh. á 4. sUSu)