Tíminn - 21.12.1940, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI:
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON.
I FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR:
JÓNAS JÓNSSON.
ÚTGEFANDI:
FRAMSÓKNARFLOKKURINN.
RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR:
EDDUHÚSI, Lindargötu 1 D.
SÍMAR: 4373 og 2353.
AFG^JSIÐSLA, INNHEIMTA
OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA:
EDDUHÚSI, Lindargötu 1 D.
Sími 2323.
PRENTSMIÐJAN EDDA h.f.
Simar 3948 og 3720.
24. árg.
Reykjavík, laugardaginn 21. des. 1940
Gjald kvikmyndahúsanna til
bæjarsjóðs Reykjavíkur
Meirihluti bæjarstjórnarinnar metur meira
gróða eígenda kvikmyndahúsanna
en hag bæjariélagsins
Á fundi bæjarstjórnar 900 kr- m^ndi ekki of-
Reykjavíkur, sem haldinn
var í fyrradag, urðu allmikl-
ar umræður um greiðslur
kvikmyndahúsanna til bæj-
arins. Kom þar fram eins og
oft áður, að meirihluti
bæjarstjórnarinnar metur
meira einkahagsmuni nokk-
urra gróðamanna en hag
oæjarfélagsins.
Fyrir fundinn var lögð til-
laga frá meirahluta bæjarráðs
um að veita h.f. Gamla Bíó
leyfi til kvikmyndasýninga
„gegn því að félagið greiði fyrst
um sinn og þar til annað verð-
ur ákveðið, kr. 30.00 í árlegt
gjald í bæjarsjóð fyrir hvert
sæti í sýningarsal hússins."
Ennfremur var lagt til, að h. f.
Nýja Bíó skyldi greiða sama
gjald til bæjarins. Gert var ráð
fyrir, að h.f. Gamla Bíó greiddi
leyfisgjald sitt frá 1. apríl síð-
astliðnum, en h. f. Nýja Bíó
fyrst nú frá áramótum.
Borgarstjóri flutti jafnframt
tillögu um að Háskóla íslands
yrði veitt leyfi til kvikmyndasýn
ingar i Reykjavík gegn 30 kr.
árgjaldi af sæti í sýningarsal.
Fulltrúi Alþýðuflokksins í
bæjarráði hafði lagt til, að bæj-
arstjórn tæki rekstur kvik-
myndahúsanna í sínar hendur.
Samkvæmt framangrein'dum
tillögum meirahluta bæjarráðs
er ársgjald h.f. Gamla Bíó af
um 600 sætum um 18 þús. kr.,
en ársgjald h.f. Nýja Bió af um
500 sætum um 15 þús. kr.
Fulltrúi Framsóknarflokksins,
Sigurður Jónasson, sýndi fram
á, að 30 kr. ársgjald af sæti væri
hlægilega litill skattur. Kvik-
myndahúsin hefðu nú 15 sýn-
ingar á viku, og þar sem aðeins
félli úr ein vika á ári, yrðu
sýningar 750—760 árlega. Síð-
ustu 3—4 mánuðina hefði mátt
heita, að uppselt hefði verið á
flestar sýningarnar. í minna
kvikmyndahúsinu væru tekjur
af sýningu, þegar uppselt væri,
á 800. kr., en i stærra húsinu um
hátt áætlað, að meðaltekjur af
sýningu væru um 600 kr. hjá
stærra kvikmyndahúsinu, en um
500 kr. hjá hinu. Árstekjur
stærra kvikmyndahússins yrðu
þannig um 450 þús. kr. á ári.
Enda þótt skattur sá, sem'
meirihluti bæjarráðs legði til að
kvikmyndahúsinu greiddu, væri
tífaldaður, þá væri hann sízt of
hár eins og sakir stæðu, því að
samt yrðu eftir um 270 þús. kr.
af árstekjum til að greiða
rekstrarkostnað, og myndi ríf
legur hluti þeirrar upphæðar
verða hreinn hagnaður
Sú mótbára, að arðurinn yrði
Prestskosníngarnar
í Reykjavík
í síðasta blaði Tímans var
skýrt frá úrslitum í prestkosn-
ingunum í Nessókn. Nú er og
kunnugt, hvernig atkvæði féllu
í hinum sóknunum. Var taln-
ingu atkvæðanna úr Hallgríms-
sókn lokið seint í fyrrakvöld.
Alls voru greidd 4640 atkvæði
í Hallgrímssókn. Skiptust þau á
umsækjendur, sem hér segir:
Séra Sigurbjörn Einarsson á
BreiðabólstJað á Skógarströnd,
hlaut flest atkvæði allra um-
sækjenda, 2140, séra Jón Auð-
uns, fríkirkjuprestur í Hafnar-
firði, 1771 atkvæði, séra Sigur-
jón Jónsson í Vestmannaeyjum
1581, séra Jakob Jónsson 1534,
séra Þorsteinn Lúther Jónsson
í Söðulsholti í Hnappadalssýslu
1345 og Stefán Snævarr, cand
theol., 331 atkvæði.
Ógildir voru 11 atkvæðaseðlar,
en 13 voru auðir.
Varð kosningin því ekki lög-
mæt, þar eð umsækjendur
þurfa að fá helming greiddra
atkvæða til þess að svo sé.. Séra
hvort eð er tekinn með skött- Sigurbjörn, sem mest kjörfylgi
HITAVEITAN -
KOLAVERÐIÐ
Frá bæjarstjórnarfundi
Á fundi bæjarstjórnar Reykja-
víkur síðastliðinn fimmtudag
óskaði Sigurður Jónasson eftir
upplýsingum um hitaveitumál-
ið. Svar borgarstjóra var mjög
loðið og ófullkomið og mátti
helzt á því skilja, að ekki væri
annað að gera í málinu en að
bíða eftir álitsgerð Ólafs Lárus-
syni prófessor um það, hvort
danski hitaveitusamningurinn
væri bindandi fyrir bæinn.
Sigurður Jónasson og Harald-
ur Guðmundsson átöldu báðir
aðgerðaleysið í málinu og það
mátti heyra á fleiri bæjarfull-
trúum, að þeir voru mjög óá-
nægðir yfir hinu undarlega
framtaksleysi, sem virðist ríkja
hjá helztu forráðamönnum bæj-
arins í þessu máli.
Sigurður Jónasson sagði, að
það væri skoðun margra að
kolaverðið í bænum gæti verið
miklu lægra. Bar hann því
fram tillögu um að bæjarráð
léti athuga, hvort ekki væri
hægt að fá kolaverðið lækkað.
Tillögunni var vísað til bæjar-
ráðs.
um og útsvari, hefði ekki nema
að hálfu leyti við rök að styðj-
ast, vegna þess að annað árið
kæmu skattar og útsvar til frá-
dráttar, þannig, að helmingur
af þessum stórgróða rynni í
vasa eigendanna óskattaður.
Bæjarráð setti heldur engin
skilyrði um það, að aðgöngu-
eyri mætti ekki hækka, svo að
eigendum kvikmyndahúsanna
væri í lófa lagið, að hækka
hann, ef þeim byði svo við að
horfa.
Fulltrúi Framsóknarflokksins
lagði síðan fram þá tillögu, að
greiddar yrðu 300 kr. á ári fyrir
hvert sæti í sýningarsal kvik-
mynlahúsanna í leyfisgjald til
bæjarins.
Meirihluti bæjarstjórnar
reyndi ekki neitt til að hagga
við framangreindum röksemd-
um, en samþykkti 30 kr. gjald-
ið. Tillaga Sigurðar Jónassonar
um 300 kr. gjaldið var felld.
Fulltrúar Alþýðuflokksins og
kommúnistar greiddu tillögunni
ekki atkvæði, enda þótt ástæð-
ur þeirra fyrir því séu torskild-
ar. Einnig var felld tillaga frá
(Framh. á 4. siOu)
hlaut, brestur þó aðeins 180 at-
kvæði til þess að kosning hans
yrði lögmæt.
Skýrslur frá kjörstjórn sýna,
hvaða umsækjendur voru kjörn-
ir saman. Eru þær tölur þannig:
Sigurbjörn — Sigurjón 774
Jón Auðuns — Þorsteinn 673
Jakob — Sigurbjörn
Jakob — Jón
Sigurbjörn — Þorsteinn
Jón — Sigurbjbrn
Jón — Sigurjón
Jakob — Sigurjón
Sigurjón — Þorsteinn
Jakob — Þorsteinn
Jakob — Stefán
Sigurbjörn — Stefán
Sigurjón — Stefán
Jón — Stefán
Stefán — Þorsteinn
Allmörg atkvæði voru greidd
aðeins einum umsækjanda, þótt
fólk mætti kjósa tvo.'Þau at-
kvæði skiptast þannig:
497
424
373
318
237
229
144
116
102
74
57
51
23
Hjálp Bandaríkjanna
2
Jakob 166
Jón Auðuns 68
Sigurbjörn 113
Sigurjón 137
Stefán 25
Þorsteinn Lúther 23
(Framh. á 4. síðu)
Það er nú fullvíst, að Bretar
hafa snúið sér til Bandaríkja-
stjórnar með þeim tilmælum,
að þeir fengju aukna fjárhags-
lega aðstoð Bandaríkjanna.
Bretar hafa hingað til þurft að
staðgreiða eða greiða fyrirfram
öll þau hergögn, sem þeir hafa
keypt í Bandaríkjunum. Telja
þeir, að þetta muni reynast
þeim erfitt til frambúðar, því
að varasjóðir þeirra muni fljót-
lega ganga til þurðar. Hafa þeir
þess vegna óskað eftir, að
Bandaríkin veitti þeim lán til
að greiða með hergögnin eða
að þeim væri veittur einhvers-
konar greiðslufrestur.
Það mur^vera talsvert langur
tími síðan umræður hófust
milli stjórna Bretlands og
Bandaríkjanna um þessi mál,
þótt lítið hafi verið sagt um
það í opinberum tilkynningum.
Almenningur fékk fyrst veru-
lega vitneskju um þetta nú
vikunni, þegar Roosevelt forseti
skýrði á blaðamannafundi frá
tillögum þeim, sem hann myndi
leggja fyrir þingið strax eftir
áramótin.
Tillögur Roosevelts eru í að-
alatriðum þær, að Bandaríkin
leigi Bretum hergögn til óá-
kveðins tíma. Skulu Bretar
greiða víst leigugjald fyrir þau,
en það þarf ekki að borgast fyr
en eftir styrjöldina. Þau her-
gögn, sem eyðileggjast, skulu
Bretar endurgreiða með nýjum
samskonar hergögnum.
Roosevelt gerði jafnvel ráð
fyrir, að Bandaríkjamenn önn-
uðust flutning hergagnanna til
Bretlands. Má telja það eitt
þýðingarmesta atriði tillagna
hans.
Á blaðamannafundinum rök-
studdi Roosevelt tillögurnar
einkum með því, að Bretland
héldi nú raunverulega uppi
vörnum fyrir Bandaríkin og
þess vegna væri það skylda
Bandaríkjanna að veita Bret-
um fyllsta stuðning.
Roosevelt lagði mikla áherzlu
á aukningu hergagnaiðnaðaYins.
Aðrir stjórnmálamenn Banda-
ríkjanna, sem láta til sín heyra
um þessar mundir, eru þess
900
700
600
500
300
200
- 1 Itonnagé ofI MERCANTILF SHIPPINO
ijl 1 j 1 S UNK BYGt :rma NY
_
> l 9 \ / i f !f. 1 LD /9 17-/6
í / i \ 1 \ % » 1 \
« V 'i V \ ^ \/ ' VÁ A \
1 BRITISh : /9/7 16 * i r_A \ / B . \ 3 /V*
s WORLD /939-40 i
BRJT/SH^ 1939-40 1 1 \ t * ö
- , / Í1 ft: >
. . Q ^ ^ 2 1 ; amoo
•i^'oóí
'---1917-1939-----1918-1940
Skipatjón af völdum Þjóðverja 1917—
18 og 1939—40. Sýnt er bœði samanlagt
tjón allra og tjón Breta sérstaklega.
einnig mjög hvetjandi að her-
gagnaiðnaðurinn sé aukinn.
Bretar leggja nú ekki ein-
göngu kapp á, aö fá meira af
flugvélum og hergögnum frá
Bandaríkjunum en hingað til.
Þeir leggja ekki síður mikið
’ kapp á að fá þar flutningaskip.
1 Hafa þeir keypt þar talsvert af
gömlum skipum. Nýlega hafa
þeir samið þar um smíði á 60
skipum, 9500 smál. hvert. Skip
þessi eiga að verða fullgerð á
einu ári. Þau hafa þegar verið
greidd.
Það ber vott um, að Banda-
ríkjastjórn vill gera sitt ítrasta
til að greiða fyrir Bretum í
þessum efnuim, að hún mún
ætla að láta taka eignarnámi
um 30 dönsk skip, sem hafa leg
ið í höfnum þar vestra síðan
Danmörk var hertekin.
Skipatjón Breta er stöðugt
mjög mikið^ Kafbátahernaður
Þjóðverja vírðist færast í auk-
ana, því að þrátt fyrir bættar
og auknar varnir Breta, fer
skipatjón þeirra ekki minnk-
andi. Kafbátar eru valdir að
langmestu skipatjóninu. Þótt
skipatjónið sé mikið, telja
brezkir stjórnmálamenn, sem
hafa minnzt þess í ræðum sín-
um, að það geti ekki haft úr-
slitaþýðingu, nema það aukizt
enn að mjög miklum mun.
Aðrar fréttlr.
A. KROSSGÖTUM
Niðursuðuverksmiðjan á Akranesi. — Bifreiðaleið úr Eyjafirði suður um fjöll.
— Nýtt blað um málefni Suðurnesja.,—
Félagið Bjarni Ólafsson & Co. á
Akranesi hefir nú komið á fót niður-
suðuverksmiðju þeirri, sem sagt var
frá hér í blaðinu fyrir nokkru. Voru
tæki og vélar prófuð á miðvikudaginn
var og reyndust ágætlega. Nokkuð af
þeim hefir verið smíðað hjá h/f Steðja
í Reykjavík og virðast vel úr garði gerð.
Niðursuðuverksmiðja S. í. F. hefir látið
í té leiðbeiningar við undirbúning, enda
hafa eigendur hinnar nýju niðursuðu-
verksmiðju samið um samvinnu við
S. í. F. og fer sala afurðanna, er til
kemur, fram með aðstoð S. í. F. Ætl-
unin var að sjóða niður ýmsar fiski-
afurðir, svo sem fiskflök, hrogn, sild
og fleira. Með þeim tækjum, sem nú
eru í verksmiðjunni, er hægt að sjóða
niður í 4000—5000 kílógramms dósir á
dag. En eins og verðlagi er háttað nú,
er ekki hægt að vinna neitt að þessari
grein. Ef hægt væri að reka slíka iðju,
veitir hún mikla atvinnu. En meðan
það geysiháa verðlag, sem nú er á
fiskinum, helzt, getur slíkur atvinnu-
rekstur engan veginn borið sig. Fyrir
margra hluta sakir er Akranes kjörinn
staður fyrir slíkan iðnað sem þennan.
En eftir því, sem iðnaður vex á Akra-
nesi og verður fjölbreyttari, finna bæj-
arbúar meir og meir til þess, hvílíkur
hörgull er þar á góðu vatni og raf-
magni.
• t t
Ferðafélag Akureyrar hefir gengizt
fyrir því, að ryðja Eyfirðingaleið hina
fomu, upþ úr Eyjafirði um Hafrárdal
og suður Vatnahjalla að Laugaxfelli og
suðaustur á Sprengisandsveg. Er ætl-
unin að reyna að gera akfæra leið úr
Eyjafirði suður um fjöll. Frá vegagerð
þessari og þeim vonum, sem við hana
eru bundnar, hefir nokkuð verið sagt
áður hér í blaðinu. Byrjað var á fram-
kvæmdum í októbermánuði í fyrra-
haust. Voru alls unnin rösklega 80
dagsverk að vegagerðinni þá. í sumar
var haldið áfram vegabótunum og alls
unnin um 110 dagsverk. Er þegar búið
að gera 6 kílómetra spöl færan bifreið-
um og auk þess hefir hálfur annar
kílómetri verið ruddur. Nú er aðeins
eftir að ryðja hálfan annan kílómetra
til að ná fjallsbrún hjá Sankti Pétri.
Vinna öll hefir, að heita má, verið gef-
in, og sömuleiðis flutningur með bif-
reiðum, og nokkrir hafa lagt fram fé.
Bjami Thorarensen amtmaður lét
varða Vatnahjallaveg fyrir rösklega
einni öld, allt frá Hafrárdalsbotni og
suður að Jökulsá, og ryðja nokkurn
hluta leiðarinnar. Árið 1916 var enn
nokkuð lagfærður vegurinn og vörð-
urnar hresstar við. Nýtur þessara að-
gerða við enn í dag sums staðar. Leiðin
sú, sem farin er, þegar halda skal
þennan veg suður um fjöll, liggur þjóð-
veginn frá Akureyri um Eyjafjörð vest-
an Eyjafjarðarár að Torfafellsá, en
þaðan hreppsveg að Hólsgerði. Síðan
suður með Eyjafjarðará og beygt vest-
ur að Amarstaðaseli sunnan Hafrár og
norðvestur allbratta brekku vestan við
selið. Frá Hafrárgili er beygt upp að
Hælnum, melhól í mynni Hafrárdals,
og haldið suðvestur Hafrárdal. Þegar
kemur upp á fjallsbrúnina hjá Sankti
Pétri, í 850 metra hæð yfir sjávarflöt,
er mjög jafnlent suður um fjöllin og
leiðin víðast greiðfær, nema á Vatna-
hjalla meðfram Urðarvötnum, sunnan
við Strangalækjardrag. Sunnan Urðar-
vatna er beygt vestur um sunnan við
Urðarás um Fossárdrög, suður yfir
Hörtnárdrög og Geldingsá og að Laug-
arfelli. Þaðan er haldið suöur um Há-
öldur, en þar eru vatnaskil milli Norð-
urlands og Suðurlands. Þar hyggjast
Norðlendingar að mæta Sminlending-
um við vegagerðina, að þrem eða fjór-
um árum liðnum.
/ f t
Nýtt blað, sem Faxi heitir. byrjar að
koma út í Keflavík um þessar mundir.
Er það gefið út af málfundafélaginu
Faxi og á að fjalla um framfara- og
menningarmál Suðumesja. Fimm
manna stjórn mun ráða blaðinu og eru
í nefnd þeirri Guðni Jónsson málar^-
meistari, Ingimundur Jónsson kaup-
maður, Kristinn Pétursson verzlunar-
maður, Ragnar Guðjónsson deildar-
stjóri og Valtýr Guðjónsson kennari,
sem jafnframt verður ritstjóri og
ábyrgðarmaður blaðsins. Fyrst um sinn
mun blaðið koma út, þegar ástæða
þykir, en takmarkið er, að það komi
út á hálfs mánaðar fresti.
Churchill flutti ræðu síðast-
liðinn fimmtudag, þar sem hann
lét svo um mælt, að búast mætti
við innrás þá og þegar, því að
Hitler þyrfti fljótlega eitthvað
til bragðs að taka til að halda
uppi áliti Þjóðverja. Hann sagði,
að það væri því glæpsamlegt
fyrirhyggjuleysi, ef Bretar væru
ekki stöðugt viðbúnir.
Riosti Ryti hefir verið kosinn
forseti Finnlands með 288 at-
kvæðum, en kjörmennirnir eru
300 alls. Kallio forseti hafði fyrir
nokkru látið af störfum sökum
heilsubilunar, og lézt hann
nokkru eftir að kunnugt var
um kjör Ryti. Kallio var um
langt skeið foringi Bænda
flokksins og hafði því mikil á-
hrif í finnskum stjórnmálum
Ryti varð forsætisráðherra í
fyrrahaust og hefir þótt reyn
ast mjög vel í því starfi. Áður
fékkst hann aðallega við fjár-
mál.
í styrjöldinni í Libyu hafa
ekki gerzt nein veruleg tíðindi
seinustu dagana. Bretar til
kynntu á fimmtudagskvöld, að
þeir væru búnir að taka 31,546
ítalska hermenn til fanga, þar
af 1626 liðsforingja. Þeir töldu
hins vegar, að þeir hefðu ekki
misst sjálfir nema um 1000
manns.
Smigly Rydz, sem var mesti
valdamaður í Póllandi fyrir
styrjöldina, hefir nýlega sloppið
frá Rúmeníu, en þangað komst
hann undan frá Póllandi og
hefir verið hafður þar í haldi
síðan. Talið er að Smigly Rydz
hafi komizt til Tyrklands.
Brezk herskip hafa ráðizt inn
í Adriahaf og gert mikla skot
128. J»lað
A víðavangi
JÓLIN OG HEIMILIN,
Jólin nálgast. Skólar og vinnu-
stofur tæmast. Mitt í veraldar-
ófriði leitar íslenzka þjóðin enn
hvíldar og gleði í hátíðavenjum,
sem eru hér á Norðurlöndum
mikið eldri en kristindómur-
inn. Jólahátíðin íslenzka á senni
lega eftir að enduróma að veru-
legu leyti þann hátíðleika, sem
horfið hefir að nokkru í stór-
straum þeirra gagngerðu um-
breytinga, sem vélamenningin
hefir skapað á þessari öld.
Englendingar hafa fyrir orð-
tak setninguna: „Heimilið er
vígi mitt.“ — Við fátæk-
legri skilyrði segir saga ís-
lands frá samskonar þróun hér
á landi. Nú leitar hin nýja
menning, dagblöðin, útvarps-
fréttir, síminn, kvikmyndahús-
in, bifreiðahraðinn o. s. frv. á
að tæta tilveru manna í sund-
urlausar agnir, þar sem menn
týna friði og starfsorku. Eitt af
stærstu velferðarmálum íslend-
inga er að endurbyggja sterk og
friðsæl heimili, mitt í véla-»
menningunni. Þar eignast þjóð-
in sín beztu virki.
ÞARFASTI ÞJÓNNINN!
Matthías Jochumsson lýsir
gamalli og góðri íslenzkri stað-
reynd, þegar hann segir, að
leyniþráður liggi milli manns-
ins, hestsins og hundsins. í þús-
und ár hafa hestar og hundar
verið tryggir og traustir ferða-
félagar íslendinga, þó að þessi
félagsskapur hafi ekki ætíð
verið metinn sem skyldi. Eina
umbót ættu nútíma íslendingar
að gera, þó ekki væri nema sem
sögulega minning um þá daga,
þegar hesturinn var eina hjálp-
arhellan um samgöngur á landi.
Það ætti að gera reiðvegi með-
fram öllum aðalleiðum. Það er
óafmáanleg synd gagnvart ís-
lenzka hestinum, að ætla hon-
um að halda óskertri heilsu og
fjöri á malarbrautum, sem gerð-
ar eru fyrir bíla. Hestamanna-
félagið „Fákur“ í Reykjavík hef-
ir gert eina reiðveginn, sem
gerður er af mannahöndum hér
á landi. Eini gallinn á þeim vegi
er, að hann er of nærri atkveg-
inum. Akvegurinn deyðir reið-
hestana. Með reiðhestinum deyr
nokkuð af sál íslendingsins.
EFTIR ÁRAMÓTIN.
Við borð liggur, að allsherjar
vinnustöðvun byrji eftir næstu
áramót. Þar byrjar nýr þáttur
í hinni langvinnu baráttuþeirra,
sem hafa umráð yfir atvinnu-
tækjum og hinna, sem hafa ekki
annað til torgs að bera en lík-
amsorku. Framsóknarfl. mun
vaka yfir þeim atburðum, sem
gerast í þessu efni. Ef slysalega
tekst til um lausn þessara mál-
efna, getur svo farið, að Fram-
sóknarmenn verði að gera
vinnuófriðinn að öðru höfuð-
máli sínu á flokksþinginu í fe-
brúar. Framsóknarmenn hafa
verið að undirbúa nýja friðar-
sókn milli stéttanna í landinu
með kjörorðinu: „Við viljum
gera alla að atvinnurekendum.“
Ekkert liggur beinna fyrir held-
ur en að bankar landsins hætti
að trúa þeim fyrirtækjum fyrir
veltufé, þar sem legið er í stöð-
ugum illindum út af skiptingu
atvinnutekjanna. Ef sjómenn
og verkamenn ættu hluti í at-
vinnufyrirtækjum sínum, og
hefðu bæði eignaágóða og hlut,
væri fenginn grundvöllur fyrir
vinnufriði. Síðan væri hægt að
meta kaup starfsmanna ríkis
og bæja eftir landaurum. Öll af-
koma bygðist þá á gengi at-
vinnuveganna.
Hefir þetta vakið mikla at-
- hygli, því að ítalir voru taldir
hríð á hafnarborgina Valona. | einráðir á Adriahafi.