Tíminn - 21.12.1940, Blaðsíða 3

Tíminn - 21.12.1940, Blaðsíða 3
128. blað TÍMIM, laagardaginn 21. dés. 1940 211 A N N Á L L Afmæli. Albert Jónsson, steinsmiður, til heimilis Ásvallagötu 29 hér í bæ, varð 75 ára síðastliðinn laugardag. Albert er Svarfdæl- ingur að ætt, fæddur 14. des. 1865 að Kóngsstöðum í Skíða- dal. Albert Jónsson að reisa minnisvarða Sig, Kristófers Péturssonar skálds. Eftir að hafa lært gullsmíði hjá Hallgrími Kristinssyni, gull- smið á Akureyri, á árunum 1880 —1882, fluttist hann til Reykja- víkur og stundaði fyrst í stað sjómennsku. Árið 1887 byrjaði hann nám í steinsmíði hjá Julius Schou. Síðan hefir Albert stundað steinsmíði og múrsmíði jöfnum höndum og staðið fyrir hús- byggingum víða á landinu. Á seinni árum hefir hann aðal- lega fengizt við að höggva leg- steina og letur á þá. Albert er listfengur með af- brigðum og hefir lagt gjörfa hönd á margt. Auk gull- og steinsmíðinnar hefir Albert rennt tré og járn, skorið í tré og málað á gler og eru margir fallegir munir til eftir hann. Þótt hann sé nú tekinn að þreytast og kenna lasleika á seinni árum, hefir starfsvilji hans hvergi bilað og andinn er hress og glaður. Albert er mjög víðlesinn og hefir frá mörgu að segja. Hagyrðingur er hann góður, en lítið lætur hann yfir þeirri gáfu, eins og raunar öðr- um dyggðum sínum. Við vinir hans óskum þess af heilum huga, að hans megi enn lengi njóta við. og að æfikvöld þessa ágæta manns megi verða ánægjulegt. J>. Ctbreiðið Tímann! Sextugur Það er góður siður að staldra við á tímamótum í lífi manna og líta yfir farinn veg þeirra. Slíku ber mikið á í kaupstöðunum og virðist fara vaxandi. Þá er ýmis- legt rifjað upp, sem á daga þessara manna hefir drifið. Fer oft betur á að gera það þá, held- ur en yfir líkbörum þeirra, eins og tíðast hefir verið til þessa tíma. En þeim, sem búa uppi í' strjálbýlum fjalladölum, í kyrrðinni úti á landi, er oft minni gaumur gefinn. Og þó hafa þeir margir hverjir leyst af hendi stærsta og karlmann- legasta dagsverkið. Einn hinna hljóðlátu, merku manna þeirrar mestu umbóta- kynslóðar, er þetta land hefir byggt og nú tekur að halla starfsdegi hjá, er sextugur í dag. Það ex Kristján Gestsson, bóndi að Hreðavatni í Borgarfirði. — Hann fæddist 21. des. 1880 að Tungu í Hörðudal og ólst þar upp. Á yngri árum nam hann trésmíðaiðn í Reykjavík, en sveitin heillaði hann aftur heim til sín, og byrjaði hann búskap í Tungu, skömmu eftir að hann hafði lokið iðnnáminu. Þar bjó hann nokkur ár, en hafði síðan skipti á Tungu og Hreðavatni og flutti þangað árið 1913. Hann er kvæntur Sigurlaugu Daníels- dóttur, greindri og góðri sóma- konu. Þau eiga sex efnilega syni: Daníel bónda á Gljúfurá, Gest lögregluþjón í Borgarnesi, Ingimund bústjóra á Svigna- skaxði, Hauk læknisnema í há- skólanum, Magnús búfræðing heima á Hreðavatni og Þórð nemanda í Hvanneyrarskólan- um. Þegar Kristján kom að Hreða- vatni, var jörðin mjög niður- nídd. Hefir hann stóraukið og bætt túnið, meira en tvöfaldað töðufenginn, og er þó erfitt til ræktunar. Öll hús á Hreðavatni hefir Kristján reist myndarlega að nýju, úr steini, timbri og járni. íbúðarhúsið reisti hann 1926—7 og þá svo stórt og mynd- arlegt, að nú rekur hann þar gistihús á hverju sumri og rúm- ar húsið 20—30 gesti. Þegar Kristján reisti húsið, mun hann alls ekki hafa haft í huga gisti- húsrekstur, því að þá virtist þess heldur ekki aðkallandi þörf. En hugsjón hans, eins og fleiri duglegra framfarabænda, mun hafa verið sú, að fleiri en einn gætu búið á jörðinni þegar kraftar hans þrytu. En þessi stórhugur Kristjáns kemur nú í góðar þarfir, því þótt hið myndarlega íbúðarhús sé stórt, þá tekur það ekki nærri alla, sem vilja dvelja á þessum fágra stað á sumrum. Hinn hægláti, hjálpsami og Áfengisverzlun rikisins hefir eirikarétt á framleiðslu bökunardropa, ihnvatna og hárvatna. Einnig hefir hún einkarétt á innflutningi þess- ara vara, ennfremur á hvers konar Ujörnum til iðnaðar. Verzlanir og aðrir, sem á vörum þessum þurfa að halda, snúa sér því til okkar. Áfengisverslun ríkisins góðviljaði bóndi á Hreðavatni er ástsæll af fjölda manna, ekki aðeins í sveit sinni og héraði, helqþir líka af mjög mörgum víðsvegar að af landinu, er kynnast honum, þegar þeir dvelja á óðali hans. Ég held að Kristján sé einn af þeim mönnum, sem sér í anda landið sitt og fólkið, er það byggir, taka stórum fram- förum í menningarátt. Hans starf miði sí og æ, eins og margra annarra umbótamanna, til þess að leggja þeim öflum lið, er til þess hjálpi, að hann „heilsi með fögnuði vagninum þeim, sem eitthvað í áttina líð- ur.“ Kristján á Hreðavatni er einn þeirra manna, er verður seint gamall þótt árin færist yfir hann. Og að hann verður það ekká er máske fyrst og fremst vegna þess, að hann er frjáls- lyndur umbótamaður í skoðún- um — og verki. V. G. Austfjörðum, aðeins skipt um eigendur. Fari nú svo, að afli glæðist við Austurland, þá uppskera Aust- firðingar sigurlaunin eftir bar- áttu þeirra á hinum erfiðu ár- um. Þeir eru nú með aukinni jarðrækt búnir að búa svo í hag- inn, að líf þeirra verður trygg- ara, hvað sem á dynur, og með þrautseigri sparsemi og hag- sýni hefir þeim tekizt að halda svo í horfinu, að þeir eru ennþá færir um að sækja björg í djúp Ránar. Aflasæl ár mundu þvi nú verða Austfirðingum miklu meiri lyftistöng til velmegunar en nokkuru sinni áður. Ef til vill finnst mönnum þetta óþarfa hjal. Það sé svo sem ekki í frásögur færandi, þótt fólk á Austfjörðum hafi háð harða lífsbaráttu og borið sigur af hólmi. En eins og hin- um miklu sigrum góðra ára er á lofti haldið, þá finnst mér ekki síður ástæða til að minn- ast á sigra hinna erfiðu ára, því, eins og þegar er sagt, þarf oftlega meiri orku til að vinna þá en hina. En það eru mörg verkefni á Austfjörðum, sem kalla á fram- kvæmdir. Samgöngur milli sumra kauptúnanna eru ó- trúlega strjálar. Úr því verður ekki bætt fyrr en bátur fer milli fjarðanna a. m. k. vikulega. Á vetrarvertíð er fexðinni á milli fjarða haldið uppi eftir ein- hverri reglu. Að vísu kemur úr- bót í þessu efni að nokkru leyti, þegar vegarsamband er komið á milli Eskifjarðar og Neskaup- staðar og Fáskrúðsfjarðar og Opið Sunnud. 22. des. Mánud. 23. des. Þriðjud. Mfðv.d. Fimtud. 24. des. 25. des. 26. des. Þriðjud. 31. des. Miðv.d. 1. jan. verðup ii iii jólin eins og hér segir: Fyrir bæjarbúa og yfirm. úr hernum. Fyrir brezka hermenn. Fyrir bæjarbúa og yfirm. úr hernum. Fyrir alla. Fyrir bæjarbúa og yfirm. úr hernum. Fyrir alla karlmenn. LOKAÐ ALLA\ DAGINN. Fyrir bæjarbúa og yfirm. úr hernum. Fyrir brezka hermenn. Fyrir bæjarbúa og yfirm. úr hernum. Fyrir alla. Fyrir bæjarbúa og yfirm. úr hernum. LOKAÐ ALLAN DAGIMV. Aðra virka daga opið sem venjulega. Miðasalan hættir 45 mínútum fyrir lokun. kl. 8 f. h,— - 3 e. h. — 3 e. h,— - 7 e. h. — 7.30 f. h,— - 7 e. h. — 7 e. h.— -10 e. h. — o 00 f. h,— -12 á h. —- 1 e. h,— - 3 e. h. _ 8 f. h,— -12 á h. — 1 e. h.— - 3 e. h. — 7.30 f. h.— -12 á h. — 1 e. h,— - 4 e. h. — 4 e. h,- - 6 e. h. h 1 u t a dags. - —ATH. Geymið auglýsinguna. Sundhöll Reykjavíkur. Reyðarfjarðar. Seyðisfjörð vantar stóriðju meiri en síldar- verksmiðjuna, því hann hefir tvö höfuðskilyrði: vatnsorku og ágæta höfn. Neskaupstað vant- ar betri höfn en hann hefir nú. Eskifjörð? — Já, hvað á um hann að segja? Hann virðist því miður vanta flest, nema góða höfn og myndarlegt fólk. Hvers vegna ekki að flytja Esk- firðinga og hús og bryggjur yf- ir á Hóimaland við Reyðar- fjörð. Þar er landrými og að sögn góð aðstaða við sjóinn. Þá yrði Reyðarfjörður og Eski- fjörður einn kaupstaður. En nú- verandi Eskif j arðarkauptún verður í stöðugri hættu fyrir skriðum og vatnsflóðum. Ann- ars mun eitthvað vera um það rætt, að létta á Eskifirði með flutningi fólks þaðan á Vattar- nes. Ekki veit ég hvað úr því verður. Fáskrúðsfjörður mun fá hraðfrystihús bráðlega, en þess er knýjandi þörf á þeim stað. Stöðvarfjörð vantar hafskipa- bryggju og rafstöð, o. s. frv. Það er margt ógert enn á Austfjörðum og mörgu Grettis- taki eftir að lyfta. En eftir þeirri reynslu, hvernig Austfirð- ingar hafa varizt erfiðleik- um síðustu ára, má vænta þess, að þeir verði liðtækir í sókn, sem að vísu er hafin nú þegar með myndarlegum fyrir- tækjum sum staðar, en verður almennari í náinni framtíð. Vinnið ötulleqa fyrir Tímann. Um launagreíðslur kaupfélaga í síðast útkomnu hefti af Sam- vinnunni skrifar Skúli Guð- mundsson alþingismaður um starfsmannalaun hjá kaupfélög- unum, og bendir á, að réttara og æskilegra væri að laun þess- ara starfsmanna ákvæðust að meira eða minna leyti eftir við- skiptaveltu viðkomandi kaupfé- lags, eins og tíðkaðist á fyrstu árum kaupfélaganna, á meðan þau höfðu aðallega pöntunar- starfsemi með höndum. Þetta munu vera orð í tíma töluð og er næsta furðulegt, að ekki skuli vera nema tvö af sambandskaupfélögunum, sem hafa haldið við þessu launa- greiðslufyrirkomulagi. Það getur varla verið ágreiningsmál, að það fyrirkomulag er beint í anda samvinnustefnunnar og hefir þar að auki þann kost í för með sér, að glæða áhuga hvers starfs- manns fyrir vexti og viðgangi fé- lags síns meira en ella. Að vísu munu kaupfélögin yfirleitt eiga því láni að fagna, að hafa á- hugasamt starfsfólk í þjónustu sinni, en þó mun ekki svo, að eigi geti breytzt til batnaðar hjá flestum þeirra. Þá er sá annar kostur þess, að laun starfsmanna hjá hinum ýmsu kaupfélögum myndu sam- ræmast mun meir en nú er. Yrði að sjálfsögðu að finna sem sann- gjarnastan grundvöll fyrir slíku launafyrirkomulagi, en með hlið- sjón af launum verzlunarmanna almennt annars vegar og við- skiptaveltu kaupfélaganna hins vegar, ætti þaö vel að mega tak- ast. Gæti ég vel trúað, að þegar til framkvæmda kæmi, myndi bæði eigendur kaupfélaganna, félagsmennirnir og starfsmenn þeirra fella sig betur við þess (Framh. á 4. síðu) «❖ TILKYNNIN4G FRÁ BAÐHÚSI REYKJAVÍKUR. Opið verðnr fyrir jjólin eins «j* hér segir: Laugardag 21. frá kl. 8 f. m. til kl. 8 e. m. Sunnudag 22. frá kl. 8 f. m. til kl. 8 e. m. Mánudag 23. frá kl. 8 f. m. til kl. 10 e. m. Þriðjudag 24. frá kl. 8 f. m. til kl. 2 e. m. Alla þessa daga verður Baðhúsið einungis opið fyrir bæjarbúa. Tekið á móti pöntunum á kerlaugum sama dag og þær eiga að afgreiðast. Milli jóla og nýárs og eftir nýár verður Baðhúsið opið eins og að undanförnu. Reynið að forðast lirengsliii og komið tímanlega. 172 Robert C. Oliver: Æfintýri blaðamannsins 169 inga. Það er eins vel hægt að nota þá til þess að hengja þá á lögreglunjósnara. Hm — en því meiri ástæða er til að ná í hann. Pierre Duval kom inn einni mínútu áður en lestin átti að leggja af stað. Hann fann Mody eins og hálfsofandi í sætinu. — Jæja, sagði Mody, þetta hefir geng- ið vel? — Já, það er allt í lagi, svaraði Du- val brosandi. — Það er gott, sagði Mody hálf geisp- andi. Það er enn hálfur annar tími þar til við komum til ákvörðunarstaðarins, ég er að hugsa um að reyna að blunda svolítið. Er yður nokkuð á móti skapi að við lokum hurðinni fram á ganginn og drögum fyrir gluggana — þá verður rólegra? — Ekki hið minnsta, svaraði Duval vingjarnlega. Lestin fór nú af stað. Mody fór úr jakkanum, teygði úr sér; síðan dróg hann niður gluggatjöldin og lokaði hurðinni. „Presturinn" virtist líka ætla að hvíla sig síðasta spölinn, lokaði aug- unum og krosslagði hendurnar á mag- anum. Nú varð að láta til skarar skríða. Mo- dy fitlaði eitthvað við jakkann sinn eins og hann ætlaði að nota hann undir Hann reif það upp og las: „Tilboð í gullepli nr. 2. London. Ab. Marseille." Mody stakk skeytinu hugsandi í vas- ann. Skeytið var mjög sakleysislegt en á dulmáli „Keðjunnar“ þýddi það að John Taylor (nr. 2) hefði farið frá London og væri í Marseille. Mody mundi vel eftir því, sem Bob hafði sagt honum um kunningsskap þeirra John Taylors. Sennilega yrði það þannig, að þegar Bob — nú Brad- don — færi út úr lestinni á stöðinni í Marseille með dansmeyj arnar á hælun- um, myndi leynilögreglumaðurinn taka á móti honum, og nota sér tækifærið til þess að taka bæði Bob og stúlkurnar út úr „hlutverkinu.“ Enn var nokkur tími til stefnu. Og á þeim tíma varð að gera ráðstafanir til þess, að Bob gæti farið óhindraður með „farm“ sinn á hinn rétta stað. En hvemig? Mody sló öskuna hugsandi úr vindl- inum. Nú varð að leggja heilann í bleyti. Ameríkumaðurinn vissi, að Chicago- aðferðir myndu hafa þveröfug áhrif hér, vegna þess að menn myndu verða svo undrandi, að þeir gleymdu að sýna mótspyrnu. Hið franska jámbrautar- starfsfólk myndi gera grín að því, ef vélbyssa kæmi í ljós — þó hún væri

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.