Tíminn - 21.12.1940, Blaðsíða 2

Tíminn - 21.12.1940, Blaðsíða 2
210 TÍMEVIV, langardagiim 21. des. 1940 128. blað Sjálístæðísmálið ber að „hefja upp yfir allar ílokka- deílur og sundrung“ Ályktanír Eídafundarins Fjármálín og Jón á Akri Árið 1940 hinn. 1. des., var að Eiðum haldinn fundur um full- veldismál. Skólastjóri Eiðaskóla hafði boðað til fundarins, setti hann, bauð gesti velkomna, nefndi sem umræðustjóra Lúð- vík Ingvarsson sýslumann, Eski- firði, og fundarritara Þórodd Guðmundsson kennara og Björn Sveinsson oddvita. Skólastjóri skýrði frá breyt- ingum, sem orðnar væru á við- horfi til sjálfstæðismála þjóðar- innar, og óskaði hann að um- ræður yrðu látnar snúast um þetta tvennt: 1. Afstöðu þjóðarinnar til sambandslaganna. 2. Afstöðu hennar til núver- andi ástands og næstu framtíð- ar. — Þá tók umræðustjóri við fund- arstjórn og gaf orðið laust. Hófust nú umræður, er stóðu um 21/2 klst. Allmargir tóku til máls. Lýstu þeir ánægju sinni yfir því, að til þessa fundar hefði verið boðað. í umræðunum kom fram sannfæring manna um mikil- vægi þess, að þjóðin fengi end- urheimt frelsi sitt að nýju og töldu eðlilegast, að sambands- lagasamningum milli íslands og Danmerkur yrði sagt upp, þegar ástæður leyfðu. Hins vegar töldu menn ekki tímabært að ræða um, hvaða form hið endur- heimta sjálfstæði fengi. Bent var á gildi menningar- legs sj álfstæðis, varðveizlu tung- unnar, verndun þjóðernisins og annarra þjóðlegra verðmæta. Nauðsyn á sjálfsvirðingu og réttilegu mati á gæðum landsins. Þá var rætt um afstöðu þjóðar- innar til setuliðsins brezka. — Menn voru á einu máli um, að íslendingar þyrftu að koma ein- arðlega fram gagnvart því, en þó með fullri kurteisi. Margir tóku til máls. Við lok umræðanna var skip- uð 7 manna nefnd til að gera tillögur til fundarályktunar. í henni áttu sæti: Gunnar Gunn- arsson rithöfundur, Skriöu>- klaustri, Páll Hermannsson al- þingismaður, Eiðum, Björn Hallsson bóndi, Rangá, Gísli handa hinum eiginlegu bóka- mönnum. En eðlilegast er, að gera Fornritaútgáfuna alþjóð- areign. J. J. Helgason , bóndi, Skógargerði, Skúli Þorsteinsson skólastjóri, Eskifirði, Stefán Pétursson bóndi, Bót, og Sveinn Jónsson bóndi, Egilsstöðum. Páll Hermannsson hafði fram- sögu fyrir hönd nefndarinnar og las tillögur hennar og fara þær hér á eftir: 1. gr. a. Fundurinn skorar á Alþingi og ríkisstjórn að vinna á allan hátt að því, — ákveðið og hik- laust — að ísland verði fram- vegis sjálfstætt og fullvalda ríki, óháð allri erlendri íhlutan. b. Ennfremur skorar fundur- inn á alla landsmenn, hvernig sem högum þeirra er háttað og hverjar skoðanir, er þeir kunna að öðru leyti að hafa, að leggja allt sitt lið til þess, að svo megi verða og hefja þetta mál mál- anna upp yfir allar flokkadeilur og sundrung. c. Alveg sérstaklega heitir fundurinn á íslenzka æsku og æskulýðsfélög að vera, nú sem fyrr, á verði og verja allri orku sinni og störfum í þágu fullkom- ins sjálfstæðis og frelsis þjóðar- innar. 2. gr. a. Fundurinn beinir eindregið þeirri áskorun til allra lands- manna, jafnt vandamanna og þegna, að gæta þess stranglega, að koma þannig fram við erlend ríki og erlenda menn, að sam- boðið sé sæmd og virðingu þjóð- ar, sem verðskuldar að lifa frjáls og ráða sér sjálf. b. Fundurinn skorar ákveðið á alla landsmenn, að koma ein- arðlega fram við hið erlenda setulið, en þó af fullum dreng- skap og forðast þar jafnt áreitni sem undirlægjuhátt. Jafnframt beinir fundurinn því til ríkis- valdsins, að taka hart á öllum slíkum yfirsjónum, ef fyrir koma. — Hins vegar skorar fundurinn á ríkisstjórnina að stuðla að því eftir megni, að ís- lenzkir þegnar verði aðeins dæmdir af íslenzkum dómstól- um. 3. gr. Fundurinn skorar á alla ís- lendinga, flokka, stéttir og ein- staklinga, að beita nú alveg sérstaklega sem mestum dreng- skap og sannsýni í öllum við- skiptum sínum innbyrðis. 4. gr. Fundurinn beinir þeirri á- Eftir því sem lengra líður frá því, að Sj álfstæðismenn komu í stjórnina, og eftir því, sem Sjálfstæðismenn sitja lengur í skóla reynslunnar, aukast á- hyggjur þeirra útaf þeim sam- anburði, sem þjóðin heimtar að gerður verði annars vegar á gíf- uryrðum þeirra um eyðslu og sukk Framsóknarmanna undan- farið, og hins vegar á fram- kvæmd þeim í fjármálum síðan þeir tóku við meðferð fjármála ríkissjóðs. Enginn gaspraði meira um þessi mál en Jón á Akri, enda mun engum stjórnmálamanni hafa verið jafn órótt innan rifja undanfarið og honum, og er það að vonum. Er Jón nú orðinn svo kvíðafullur í sam- bandi við það, sem í vændum er, þegar hann og flokksbræður hans verða krafðir reiknings- skapar um efndir stóryrða sinna, að hann fer af stað í Mbl. 18. þ. m. með gömlu tugg- una um fjármálastjórn Fram- sóknarflokksins. Hefir Jón nú það helzt um þessi mál að segja, að útgjöld ríkisins hafi hækkað stórlega siðan fyrir 14 árum síðan og hækkað nokkuð frá 1933 til 1938/ Á þetta að vera sönnun fyrir óhæfilegri fjármálastjórn Fram- sóknarflokksins og skjóta stoð- um undir fleipur Sjálfstæðis- manna um þessi mál. Það þarf ekki að eyða miklu rúmi til þess að hnekkja mál- færslu af þessu tagi. Jón á Akri tekur samkvæmt þessu aukin útgjöld vegna mæðiveiki, endurbyggingu í sveitum, j arðræktarstyrks o. s. frv. sönnun fyrir versnandi fjármálastjórn, og eru þá að- eins örfá dæmi nefnd af mý- mörgum, sem fyrir hendi eru. — Má segja með réttu, að þessi skorun til ríkisvaldsins og þjóð- arinnar, að taka til ýtarlegrar athugunar, hvort ekki sé þörf á því, að stofnað verði til al- þjóðarsamtaka til styrktar og fulltingis þeim skoðunum, er felast í framangreindum álykt- unum. Jafnframt bendir fund- urinn á, að vel færi á því, að forysta slíkra samtaka yrði falin sérstakri deild stjórnarráðsins. Fundarstj óri bar tillögur þess- ar undir atkvæði, og voru þær samþykktar með öllum greidd- um atkvæðum. Þá talaði Þórarinn Þórarins- son skólastjóri nokkur þakkar- orð til fundarmanna og bað árs og friðar landi og lýð. Fleira gerðist ekki. Fundi slitið. Þóroddur Guðmundsson, fundarritari. röksemdafærsla sé aðeins hæfi- legt framhald af þeim hunda- vaðsskrifum, sem frá Jóni hafa áður komið um þetta. Nú ætti Jón á Akri hins vegar að gera sér Ijóst, að hann hefir ekki lengur ábyrgðarleysið sér til skjóls, og að komið er að skuldadögum. Hafi eyðslan og sukkið verið gegndarlaust undanfarið og fjárlögin hsekkað ófyrirsynju, þá hefði átt að vera sérstaklega auðvelt fyrir fjármálaráðherra Jóns á Akri að lækka fjárlögin og útgjöld ríkissjóðs, a. m. k. að fella niður hina skaðlegu og al- gerlega ónauðsynlegu liði fjár- laganna, sem Jóni er svo gjarnt að hrópa um. — Ekkert af þessu hefir skeð; það er vitað, að eins og á er haldið, hefðu út- gjöld ríkissjóðs vaxið, þótt ekk- ert stríð hefði komið. Hér við bætist svo, að eng- in sparnaðartillaga hefir verið felld fyrir flokki Jóns á Akri eða ráðherra hans, nema tillögurn- ar að fella niður fjárframlög- in til landbúnaðarins. Margir þeir, er trúnað hafa lagt á glamur Sjálfstæðismanna undanfarin ár, telja þarfara verkefni fyrir Jón á Akri, að útskýra fyrir þeim, hvernig á þessum ósköpum stendur, en að auka á raunir flokksmanna sinna með því að útmála fyrir þeim, hve útgjöld ríkissjóðs séu gífurleg og þarflaus, og þó ekk- ert að gert af hálfu flokksins né ráðherra Jóns til þess að lækka þau. Eftir því, sem Jón á Akri út- málar meira hin óþörfu útgjöld undanfarinna ára, eftir því verðuf Ijósara annað af tvennu: Að fullyrðingar Jóns eru raka- laust þvaður, eða að Jón sjálfur, ráðherra hans og flokkur eru engu minni eyðsluseggir en þeir, sem hann deilir á, þar sem þeir láta þetta allt gott heita í framkvæmdinni. Jón á Akri mun verða kraf- inn reikningsskapar í sambandi við fullyrðingar sínar fyr og síð- ar um þessi mál, og verður þá gengið eftir því, að hann sýni fram á, hvar sé niðurskurður- inn á eyðslunni og sukkinu, sem hann og flokksbræður hans hafa byggt svo að segja allan sinn áróður á undanfarið. Kjós- endur landsins eiga kröfu á hendur Jóni og slíkum mönn- um í því sambandi, sem áreið- anlega verður gengið eftir. Hitt er svo annað mál, sem ekki er þörf að ræða að svo stöddu, að blekkingar Jóns á Akri og ann- arra slíkra um fjármálin und- anfarin ár, mun ekki nú frem- ur en áður hnekkja þeirri við- urkenningu, sem Eysteinn Sigurður Heiðdal: Anstfirðir tpmtrm Laugardayinn 21. des. Hín nýja bókaútgáía og fornrítín Þjóðvinafélagið og mennta- málaráð eru nú að senda til kaupenda tvær síðustu bækur þessa árs. Fimm voru komnar áður. Útgefendur þessara bóka hafa fulla ástæðu til að þakka samstarfsmönnum við útgáf- una, svo og útsölumönnum og kaupendum, góða og farsæla samvinnu á þessu fyrsta starfs- ári hinnar nýju útgáfu. Aldrei áður í sögu íslands hefir þjóðin tekið nokkru út- gáfufyrirtæki með jafn opnum örmum. Enn síður eru þess for- dæmi í hinum ágætu mennta- löndum frændþjóðanna. Til samanburðar raá geta þess, að ef jafnvel væri tekið á móti bókum í Svíþjóð, yrði að gefa út af þeim 600 þúsund eintök en í Danmörku 360 þúsund. En jafnvel í þessum löndum, er oft þungt fyrir fæti hinna mestu rithöfunda. Sú var tíðin, að í Danmörku þótti nóg að gefa út 800 eintök af ritum Georgs Brandesar. Útsölumenn hinnar nýju út- gáfu hafa yfirleitt verið elju- samir í bezta lagi. Sumir þeirra hafa nú þegar fullborgað fyrir áskrifendur sína en aðrir greitt mikið upp T viðskiptin. Fjár- , haldsmaður útgáfunnar álítur nú þegar fullsannað, að ef ekki hefði hækkað pappír og prent- un vegna stríðsins, myndi áætl- un útgáfustjórnarinnar hafa staðizt til fulls. Hefir komið til tals í útgáfustjórninni að fara fram á við ríkisstjórn og þing nokkra dýrtíðaruppbót, sem svarar hækkun á verði pappírs og prentunar frá því, sem var sumarið 1939, þegar áskriftar- verð og tala útgáfubóka var á- kveðin. Er lítill vafi á, að því máli muni verða vel tekið, því að dugandi menn í landinu hafa lagt gott eitt til útgáfunnar og líta á fyrirtækið sem þýðingar- mikinn þátt í eflingu sjálf- menntunar og heilbrigðra heim- ilisáhrifa í landinu. Áður en þessi vinsæla tilraun hófst, voru margir mætir menn teknir að örvænta um, að hin dreifða byggð i landinu og kaup- túnin vildu kaupa og eiga bæk- ur í heimilum sínum, öðru vísi en í lestrarfélögum. Formaður Fornritaútgáfunnar, Jón Ás- björnsson lögmaður, sendi dug- legan bóksala um eitt blómleg- asta hérað landsins með bindi af hinni nýju Fornritaútgáfu. Bókin sagði frá viðburðum, sem höfðu gerzt í þessu héraði, en kostaði níu krónur ó- bundin. Sölumaður gekk bón- leiður til búðar. Héraðsbúar vildu ekki sinna þessari mynd- arlegu og þjóðlegu útgáfu. Af henni er þá sorgarsögu að segja, að hún er að kalla má eingöngu keypt í Reykjavík, og nokkrum öðrum stærri kaupstöðum, og þá helzt til gjafa, en ekki af því, að þessar bækur séu liður í bókasöfn kaupenda, nema hjá tiltölulega fáum mönnum. í fjöldamörgum hreppum á ís- landi er ekki keypt eitt einasta eintak af þessari myndarlegu og merkilegu útgáfu. Það er ó- hætt að segja, að allur þorri manna í landinu fer á mis við þá menningu, sem þessi útgáfa á að verða þjóðinni. Það hefir komið til orða í menntamálaráði, hvort ekki væri hugsanlegt að koma Forn- ritaútgáfunni inn á sem flest heimili í landinu, með því að fella verðið svo, að hvert bindi væri aðeins fimm krónur ó- bundið. Myndi þá umboðsmönn- um útsölunnar falið að safna föstum áskrifendum. Allar líkur benda til, að eiginlegum lesend- um fornritanna myndi á þenn- an hátt fjölga um helming. Á- stæðan til að hvert bindi er nú ekki dýrt selt á níu krónur er, að dreifingarkostnaðurinn er meira en þriðjungur af verðinu og kaupendur of fáir. Takist ekki að koma Fornritaútgáf- unni inn í heimili alls þorrans af fólki í landinu, verður að gera aðra handhæga útgáfu Ég sá Austfirði fyrst vorið 1905. Það var í þann tíð, er „Hól- ar“ fluttu á hverju vori full- fermi af sunnlenzkum sjó- mönnum, sem dreifðust á út- gerðarstaðina allt frá Stöðvar- firði til Bakkafj arðar. Þá voru eingöngu notaðir litlir árabátar til fiskiveiða á Austfjörðum. Á þeim árum var oftast góður afli og stutt að sækja fiskinn. Var þá fremur auðvelt að gerast út- gerðarmaður, þótt ekki væru mikil efni, því að lánstraust var mikið hjá kaupmönnum. Þá var líka „líf i tuskunum" á fjörð- unum. Á hverri höfn komu út- gerðarmennirnir á skipsfjöl til að ná sér í Sunnlendinga. Mátti þá oft heyra spurt: „Ertu ráð- inn, manni.“ Og kæmi það fyr- ir, að svarið væri neitandi, þá var sá Sunnlendingur ekki mik- ill fyrir mann að sjá, sem ekki var „stormaður“ með glæsileg- um kauptilboðum, því að hluta- mennska var víst fátíð á Aust- fjörðum á þeim árum. Næstu ár til 1914 hafði ég nokkur kynni af Austfjörðum. Fór ég þar um öðru hvoru á þeim árum. Siðan liðu 26 ár svo, að ég sá ekki Austfirði, þar til í sumar, að ég hafði nokkurt tækifæri til að kynnast lífi fólksins þar í kauptúnunum. Þær raddir hafa stundum heyrzt undanfarið manna á milli, að Austfirðir séu heim- kynni eymdar og úrræðaleysis. Síðustu sex árin, að meðtöldu árinu 1 ár, hafa verið hin mestu aflaleysisár, og hefir því kreppt allmjög að fó,lki austur þar. Það er því næsta eðlilegt, að menn, sem þekktu til á Aust- fjörðum áður, furði sig á því, hvernig fólk bjargast áfram í slíku árferði. Uppgjöf Eski- fjarðar á ríkissjóð á einnig sinn þátt í að slá skugga á alla Aust- firði. Því er ekki að neita, að flest kauptún á Austfjörðum bera það með sér, að þau hafi átt betri daga en nú um sínn. Má sjá það á húsum og hafnar- mannvirkjum víða, að þau hafá verið gerð af meiri efnum en nú er þar til að dreifa, enda eru öll hin gömlu, fjársterku fyrirtæki fallin að velli, og eru allvíða eftir þau hús og hafn- armannvirki sem minnisvarðar betri daga. Og lítið er um ný- reist hús, nema nokkur í Nes- kaupstað, á Reyðarfirði og Stöðvarfirði. En þó að þannig sé umhorfs á Austfjörðum við skjóta yfir- sýn, þá er margs annars að geta, sem gerir Austfirði nú, eftir erfiðu árin, að sumu leyti meir aðlaðandi en áður, þegar allt var í uppgangi. Því er nú svo háttað í brölti mannlífsins, að venjulega er því mjög á lofti haldið, er miklar framfarir eiga sér stað og miklir sigra'r eru unnir. Þess gleymist þó oftast að geta, hve þeir sigrar voru auðunnir vegna aðstöðu eða þess, hve náttúran var samvinnuþæg þeim, sem lofið og þakkirnar hlutu fyrir allar framfarirnar. Hitt er sjaldan athugað, að það þarf oft og tíðum miklu meiri mann- dóm til að halda í horfinu, þeg- ar móti blæs, og að þá reynir verulega á þrek mannsins, þeg- ar fýkur í skjólin og flestar bjargir eru bannaðar. Ef til vill hafa Austfirðingar unnið sína mestu sigra á þess- um síðustu og verstu tímum. Aðalbreytingin, sem orðið hefir á Austfjörðum á síðustu árum, er sú, að menn hafa snú- ið sér að moldinni og knúð hana til að gefa sér brauð. Flest kauptúnin framleiða nú sjálf næga mjólk handa sér, og kart- öflur munu nú eftir hið kalda sumar nægar handa heima- mönnum. Fyrir 10 til 15 árum var sama og engin garðrækt í kauptúnum á Austfjörðum, en nú er garður við hvert hús, þar sem því verður við komið, eða stór flæmi í samreitayrkju ut- an við kauptúnin, eins og á Seyðisfirði. Hvert þorp á nú á- litlegan kúahóp og er túnrækt í mikilli framför. Jens Hólmgeirsson hefir í blaðagrein nýlega sagt frá ein- yrkja nokkrum í kauptúni á Austurlandi. Brauzt hann í að fá sér land til ræktunar og segir frá því, hver áhrif það hafði á afkomu hans. Þessi maður er einn af mörgum, sem hafa gengið slíka braut til þess að bjarga sér og sínum, og er dæmi hans sýnishorn af því, hvernig Austfirðingar brugðust við hinum vondu árum. Ef til vill vilja menn segja, að hér sé ekki um þann merkis- atburð að ræða, að orð sé á gerandi, því að samskonar framfarir hafi orðið í mörgum sjávarþorpum hér á landi í seinni tíð. Vitanlegt er, að framfarir hafa víðar átt sér stað, en sama er gerð Austfirð- inga eigi að síður, og óvíst er, að aðrir hafi haft jafn erfiðar aðstæður í þessum efnum og þeir. Er einnig meira um þetta að segja um lífróður þeirra á seinni árum. Þótt landbúnaður hafi aukizt mjög á Austfjörðum, þá er nú svo háttað þar, að sá atvinnu- vegur getur aldrei orðið nema styrktarbj argráð fyrir almenn- ing. Aðalatvinnuvegurinn er og hlýtur að verða fiskveiðar. Mik- ið hagræði er að hinum nýju síldarverksmiðjum og hrað- frystihúsum, en einnig þær eíga alla sína afkomu undir sjávaraflanum. Þess vegna er Austfirðingum lífsnauðsyn að eiga þau tæki, sem til þess eru að ná björginni úr sjónum, en þau eru fyrst og fremst skip, sem fullnægi þörfinni. Það mundi nú margur ætla, að allmikið skarð væri höggvið 1 vélbátaflota Austfirðinga eftir þessi aflaleysisár. En hið að- dáunarverða í þessum efnum er það, að þeim hefir tekizt að halda bátum sínum og meira að segja, að halda þeim vel við. Það Minningarsjóður Höiðahjónanna ' Þann 20. des. næstkomandi eru 100 ár liðin frá fæðingu sagn- fr. Sighv. Gr. Borgfirðings, er lengst bjó hér að Höfða í Dýra- firði. Afrek hans létu ekki mik- ið yfir sér, þegar þau voru unnin. Þau voru öll unnin í kyrrþey við 'skrifpúltið, sem hvíldi á knjám eljumannsins í þröngu baðstofunni í Höfða eða í verbúðarkytrum verstöðvanna, þar sem hver tómstund var notuð til skrifta. Eins og aðrir bændur þurfti hann að sjá fyr- ir búi sínu og börnum mörgum. En þrátt fyrir það hefir hann skilið eftir sig starfsafrek, sem ef til vill eru eins dæmi. Með- hjálpari var Sighvatur alla sína tíð, meðan heilsan leyfði og lét sig aldrei vanta. Hann gaf sér og tíma til að taka þátt í fund- um og mannfagnaði. Hér í skól- ann kom hann nokkrum sinn- um og flutti þá jafnan fræð- andi fyrirlestra. Erfingjar þeirra Höfðahjón- anna urðu samtaka og sammála um það, að heiðra minningu foreldra sinna með minningar- gjöf til Núpsskóla. Er það sjóð- ur, sem ber nafn þeirra hjóna og er nokkru vaxtanna varið til þess að veita viðurkenningu þeim nemendum skólans, er skara fram úr i sögu og bók- menntalegum fræðum. Mér er skylt og ljúft að þakka erfingjunum þá hugulsemi og hlýju til menntastofnunar Vest- fjarða, sem fram kemur í þess- ari minningargjöf. Eru mér sér- staklega minnisstæð hin ágætu bréf," er ég fékk frá æskuná- granna mínum og vini,Pétri Sig- hvatssyni úrsmið og símastöðv- arstjóra á Sauðárkróki, í sam- bandi við afhendingu þessarar minningargjafar. Mér er það mikil ánægja, að skólanum gefst tækifæri til þess að rækja minningu þeirra hjóna. — Ég vildi óska, að hann bæri ávallt gæfu til að gera sig þessarar minningargj afar verðugan, með því að nemendur hans stunduðu af ástúð og elju þær námsgrein- ar, er sagnfræðingnum voru hugleiknastar og ekki síður kristilegt menningarstarf, sem þeim hjónum báðum, en ekki síður húsmóðurinni, Ragnhildi Brynjólfsdóttur, var hjartfólg- ið. „Ég á minni elskuðu kristnu móður það að þakka, að ég lenti ekki á refilsstigum í lífinu,“ sagði einn sonur hennar við mig í sumar, sem leið. — Hvort- (Framh. á 4. slðu) Jónsson hefir hlotið fyrir fjár- málastjórn sína, — ekki aðeins hjá flokksbræðrum sínum held- ur einnig fjölda andstæðinga. er furðulegt, hve útgerðar- mönnum á Austfjörðum hefir tekizt að verjast skuldasöfnun með jafn ótrúlega litlum tekj- um, eftir sunnlenzkum mæli- kvarða,og þeir hafa haft undan- farin ár, og jafnframt að við- halda bátum sínum og veiði- tækjum. Á þessu sviði hafa Austfirð- ingar ef til vill unnið sina stærstu sigra á þessum erfiðu árum. En þeir sigrar hafa ekki unnizt, án fórna. Maður verður þess víða var, að bátur og veiði- áhöld hafa setið í fyrirrúmi fyr- ir mörgum þeim þægindum, sem nú þykja nauðsynleg á hverju heimili. Fyrst og fremst var hugsað um að halda þeirri að- stöðu til sjósóknar, sem nauð- synleg er til að geta stundað sjóinn áfram, — heimili og lífs- þægindi urðu að vera á hakan- um. Ég er í engum vafa um, að þessi þáttur í lífsbaráttunni er hin mesta þrekraun, einkum, er sama aflaleysið með vonleys- ið í kjölfarinu endurtekur sig mörg ár í röð, En að vísu er vonin alltaf vak- andi á meðan báturinn flýtur fyrir landi. Og sú er von margra, að nú hefjist aflaár á Aust- fjörðum. í haust hefir aflazt með betra móti, og vegna hins háa verðs á fiskinum, er haust- atvinna sjómanna betri nú en verið hefir um langt skeið. Þess skal ekki láta ógetið, að einstaka útgerðarfyrirtæki hafa orðið að láta af hendi báta sína, vegna vanskila. En flestir hafa þó bátarnir átt heimili áfram á

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.