Tíminn - 31.12.1940, Qupperneq 1
\ RITSTJÓRI:
< ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON.
(
’ FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR:
< JÓNAS JÓNSSON.
i
i
< ÚTGEFANDI:
j FRAMSÓKNARFLOKKURINN.
RITSTJ ÓRN ARSKRIFSTOFUR; !
EDDUHÚSI, Lindargötu 1 D.
SÍMAR: 4373 og 2353. |
AFGREIÐSLA, INNHEIMTA
OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: \
EDDUHÚSI, Lindargötu 1 D. \
Sími 2323.
PRENTSMIÐJAN EDDA h.f.
Símar 3948 og 3720.
24. árg.
Reykjavík, þriðjndaginn 31. des. 1940
130. blað
Víð áramótín 1940--’4lGenéiðásjónarhól
Eitir Jónas Jónsson íormann Framsóknarflokksíns
Eftir Skúla Guðmundsson
Nokkur þýffingrarmikil afmæli.
Framsóknasflokkurinn hefir
haft ástæffu til að minnast á
hinu liðna ári nokkurra merkra
atburða í framfarasögu þjóðar-
innar.
í vor, sem leið, voru liðin 10 ár
frá því að hin glæsilega þúsund
ára hátíð Alþingis var haldin á
Þingvöllum. Landsspítalinn, út-
varpsstöðin, Skipaútgerð ríkis-
ins, menntaskólinn á Akureyri
og Síldarverksmiðjur ríkisins á
Siglufirði áttu líka tíu ára af-
mæli á hinu liðna ári. Enginn
atburður hér á landi hefir í tíð
seinni kynslóða varpað meiri
ljóma yfir land og þjóð heldur
en Alþingishátíðin. Og hinar
fjórar síðarnefndu stofnanir
tákna hver um sig mikið átak
í framfarabaráttu landsmanna.
Fram að 1930 átti þjóðin engan
almennan spítala og varð um
verklega kennslu læknaefnanna
að vera á bónbjörgun hjá út-
lendri stofnun, sem bjó við fá-
tækleg ytri skilyrði. Einstakir
menn höfðu áður reynt að koma
á stofn útvarpsstöð sem per-
sónulegu gróðafyrirtæki. Það
hafði algerlega misheppnazt.
Framsóknarmenn beittu sér þá
fyrir því, að ríkið efndi til mik-
illar útvarpsstöðvar og keypti
jafnframt inn öll tæki handa
hlustendum. Með þessu skipu-
lagi hefir tekizt að koma á út-
varpsrekstri, sem ekkert heimili
vill án vera, og tryggja notend-
um betri og ódýrari tæki heldur
en fást á almennum markaði
í næstu löndum. Með löggjöfinni
um menntaskólann á Akureyri
var Hólaskóli endurreistur í höf-
uðbæ Norðurlands. Mikill fjöldi
dugandi en efnalítilla manna
hefir síðan þá notið góðrar
fræðslu og marghliða uppeldis-
áhrifa á Akureyri. Með Skipa-
útgerð ríkisins var strandferð-
um og landhelgisgæzlu hér á
landi komið í fast horf. Með
„Esjunni" einni saman fara nú
um 12 þúsund farþegar á ári
undir þeim skilyrðum, sem auka
almenna menningu 1 landinu.
í stað þess að efnaminni stétt-
ir landsins voru áður keyrðar
skrans í lest, eins og eitt þjóð-
skáldið komast að orði, er
strandferðaskip ríkisins nú
glæsilegur farkostur, og sú
starfsemi hefir á liðna árinu
verið rekin tekjuhallalaust. Á
tímum heimsstyrjaldarinnar var
300 þúsund króna tekjuhalli á
rekstri Sterlings í strandferðum,
auk alls þess mismunar, sem var
á líðan farþega. Um síldar-
bræðslur ríkisins segja menn nú
það eitt, að án þeirra hefði nú-
tíma þjóðarbúskapur á íslandi
stöðvazt, þegíar saltfisksmark-
aðurinn tapaðist í Suðurlöndum.
Framsóknarflokkurinn hafði
um öll þessi málefni að mjög
míklu leyti forustu við fram-
iklvæmdirnar, oft gegn mikilli
andstöðu annarra samþegna. Nú
vill enginn missa þær stór-
merkilegu nýungar, sem hér
hefir verið minnzt á. Þær eru
orðinn fastur þáttur í lífi þjóð-
arinnar. Eftir tíu ár tekur öll
þjóðin þátt 1 andlegum afmælis-
fagnaði í sambandi við þá bjart-
sýni og skapandi þrótt, sem kom
fram við lausn allra þessara
vandamála.
Hiff liffna ár.
Árið, sem leið, hefir að mörgu
leyti verið ánægjulega viðburða-
ríkt fyrir íslenzku þjóðina. Sum-
artíðin var ákaflega erfið og ó-
hagstæð fyrir sveitafólkið. Vorið
fremúr kalt og úrfelli alveg ó-
venjuleg, einkum á Suðurlandi.
Heyskapartíð var óhagstæð í
flestum sveitum, og hin nýbyrj-
aða garðrækt, sem á að birgja
þjóðina með nægilegum garð-
mat, brást alveg tilfinnanlega, i
sökum hins erfiða tíðarfars.!
Varð að flytja inn erlendar
kartöflur í haust og alltaf síðan.
Veturinn hefir reynt að bæta
fyrir erfiðleika sumarsins. Nú
voru snjólaus jól um allt land,
og mikinn hluta þessa vetrar
hefir jörð verið snjólítil og
stundum frostlaus 1 mörgum
lágsveitum.
Við sjóinn hefir afkoman ver-
ið með öðrum hætti. Síldarafli
varð óvenjumikill í sumar, og
meira unnið úr síld í íslenzkum
verksmiðjum heldur en nokkurn
tíma fyrr. Markaður fyrir sildar-
mjöl og síidarlýsi hefir verið
mjög sæmilegur. Aftur á móti
hefir enn ekki tekizt að fá fulla
aðstöðu til að sélja saltsíld til
Svíþjóðar, og liggur nú allmikið
af þeirri vöru hér á landi, án
þess að sýnilegar horfur séu um
sölu á þeim birgðum í öðrum
löndum. Vegna styrjaldarinnar
hafa Englendingar haft mikla
þörf fyrir fisk héðan frá landi,
og má kalla að hver fleyta hafi
verið á floti vegna þess markaðs.
Fisksalan í Englandi og sala
síldarafurða úr verksmiðjum
landsmanna til Englands hefir
gefið góðan arð. Hafa ýmsir
menn, sem stunda útgerð, stór-
um bætt hag sinn á hinu liðna
ári. Mjög mörg af hinum skuld-
ugustu fyi-irtækjum landsins eru
nú annað hvort skuldlaus við
íslenzka banka, eða eru að verða
það. Allt öðru máli er að gegna
um verðlag á landbúnaðarafurð-
um. Englendingar hafa há-
marksverð á innfluttu freðkjöti
en ekki á nýjum fiski. Það er
enn óséð, hvaða verð landbænd-
ur fá fyrir afurðir sínar. Menn
vona að það verði þolanlegt, en
engin vissa er um þær niður-
stöður. Um ull og gærur, sem
ekki er unnt að senda til Norð-
urlanda eins og í fyrra, er full-
víst, að verðið í Bandaríkjunum
verður mun lægra en það var í
Evrópu 1939.
Atvinna í bæjum og kaupstöð-
um hefir víða og alveg sérstak-
lega í Reykjavík aukizt stórlega
vegna dvalarliðs Breta hér. Hafa
þeir haft með höndum ýmis-
konar framkvæmdir og tekið'
fjölda manns i vinnu, og að öllu
samtöldu borgað öllu meira
kaup heldur en verkamenn eru
vanir.
Að öllu samtöldu hefir árið
1940 verið fremur hagstætt, að
því er snertir fjárhagsafkomu
manna, þó að hún sé vitaskuld
mjög misjöfn. Einna erfiðust
eru kjör láglaunafólks. Kaup
þess hefir að vísu hækkað, en
dýrtíðin í landinu hefir vaxið
hröðum skrefum.
Fjársýkin.
Tvær pestir virðast hafa bor-
izt hingað með karakúlhrútun-
um þýzku. í fyrstu héldu menn
að Niels Dungal læknir hefði
ráð undir hverju rifi gegn þess-
um vágesti. Lét hann allmikið
yfir sér í þessu efni og urðu
margir til að trúa leiðsögu hans
í þessu efni, alveg sérstaklega
af því að hann var mjög efldur
með einskonar auglýsingagrein-
um í sumum dagblöðum. En er
til kom reyndist öll sú vitneskja,
sem hann og aðrir þvílíkir menn
réðu yfir, gersamlega haldlaus.
Mæðiveikin hafði þá breiðzt út
um vesturhluta landsins. —
Bændastéttin sjálf tók nú málið
í sínar hendur og reyndi að
hefta útbreiðslu sýkinnar með
girðingum og varðreglum.
Aðalvarnarlínan móti mæði-
veikinni er við Þjórsá og Héraðs-
vötn að vestan.
Á Austfjörðum er garnaveikin,
sem virðist líka komin inn í
landið með hinum þýzku hrút-
um, mjög útbreidd í Múlasýslum
og komin á Melrakkasléttu. —
Virðist helzt tiltækilegt að
stöðva framgang hennar við
Jökulsá í Lóni og Jökulsá á
Fjöllum.
Að því er snertir mæðiveikina,
virðist vera um tvenns konar
úrræði að ræða. Annað hvort að
treysta á það, að veikin hætti
að vera stórkostlega banvæn, er
hún gerist landlæg, og þegar nýr
kindastofn vex upp í landinu
af stofni, sem hefir lifað af veik-
ina. En ef þetta gerist ekki,
virðist engin leið opin, nema
fjárskipti. Yrði þá að lóga fé af
tilteknum veikindasvæðum og
flytja þangað sauðfé úr heil-
brigöum héruðum. Eitt er víst.
Engin sú pest má koma í bú-
stofn íslenzkra bænda, að dreif-
býlið leggist í auðn og byggðin
verði eingöngu á sjávarbakkan-
um.
Atburffirnir 10. apríl og 10 maí
1940.
Atburðirnir í stórveldastyrj-
öldinni úti i löndum hafa haft
stórvægileg áhrif á frelsismál
þjóðarinnar. Níunda apríl s. 1.
réðust Þjóðverjar inn í Dan-
mörku og hertóku landið. Dag-
inn eftir lýsti Alþingi yfir einum
rómi, að það tæki að svo stöddu
í hendur íslenzku þjóðarinnar
það vald yfir málefnum lands-
ins, sem konungurinn í Dan-
mörku og stjórn Dana hafa
haft samkvæmt erfðavenjum og
samningum. Alþingi fól þjóð-
stjórninni allri að vera um stund
handhafi konungsvaldsins, en
valdi sérstaka menn til að vera
erindreka hins sjálfstæða ís-
lands í nokkrum þeim ríkjum,
þar sem þjóðin hafði mest við-
skipti og hægt var að hafa sam-
band við sökum styrjaldarinnar.
Ellefti apríl síðastliðinn var
fyrsti dagur síðan Gamli sátt-
máli var gerður á 13. öld, þegar
íslenzka þýóðin naut fullkomins
frelsis frá yfirráðum erlendra
þjóða. Styrjöldin 1914—18 hafði
borið nokkurt frelsi i fang ís-
lendingum. Styrjöldin sem hófst
1939 byrjaði með að gefa þjóð-
inni nokkuð af því frelsi, sem
beztu menn þjóðarlnnar höfðu
þráð svo lengi. Fyrir hundrað
árum hafði Jónas Hallgrímsson
sagt fyrir um þá tíð í skáldlegri
framsýn:
„Fagur er dalur og fyllist skógi
og frjálsir menn, þegar aldir renna.“
Einum mánuði eftir þennan
frelsisdag, kom hingað brezk
flotadeild og setti allmikið her-
lið hér í land. Bretar viður-
kenndu sérstöðu landsins, sendu
hingað sendiherra og tóku á
móti sendifulltrúa frá íslandi í
London.
Sendiherrann gekk á fund
ríkisstjórnarinnar og tilkynnti
henni að Bretar myndu táka sér
leyfi til að hafa hér her meðan
yfirstandandi styrjöld stæði, en
draga lið sitt allt héðan, þegar
ófriðnum væri lokið. Sendiherr-
ann kvað Breta cvkki myndu
gera neina tilraun til að hafa
áhrif á stjórnarskipun eða þjóð-
málalif íslendinga. En þeir
myndu taka sér vald yfir stöð-
um á sjó og landi, sem hefðu
hernaðarlega þýðingu. íslenzka
ríkisstjórnin mótmælti þessari
ráðabreytni Breta og lagði hins
vegar áherzlu á það fyrirheit
Bretastjórnar, að blanda sér
ekki í íslenzk þjóðmál og hverfa
héðan burt með hervald sitt eins
og fram var tekið af sendimanni
Englendinga.
Mismunandi hertaka.
Eins og vonlegt var, þótti
mörgum íslendingum hið nýja
þjóðfrelsi hafa verið ðerið
(Framh. á 2. síðu)
I.
Senn er þetta ár á enda. Það
hverfur, eins og öll hin fyrri,
og kemur aldrei aftur. En það
skilur eftir spor í lífi einstak-
linga og þjóða. Minningarnar
um höpp þess og tjón, ljós og
skugga, gleði og sorgir, líf og
dauða, vaka í hugum mann-
anna.
Áramótin eru reikningsskila-
tími. Þá gerum við upp þá við-
skiptareikninga, sem skatta-
skýrslurnar byggjast á. En þá
er líka ástæða til þess fyrir
hvern einstakan mann og þjóð-
ina í heild, að líta yfir lífs-
reikninginn, virða fyrir sér at-
burði liðna ársins og ástand
líðandi stundar áður en haldið
er áfram út í þokuna, sem
iiggur yfir leiðum framtíðar-
innar.
II.
Bændurnir hafa gengið að
störfum sínum á þessu ári eins
og venjulega, vetur, sumar, vor
og haust. Árangurinn hefir
orðið misjafnlega góður, nú
eins og áður. Aöstaða bænd-
anna til búrekstrar, er mjög
misjöfn. Sumir hafa góðar
jarðir og hægar, aðrir rýrar og
erfiðar. Dugnaður bændanna
og áhugi er líka mismunandi.
En undanteknfngalítið vinna
þeir mikið. í þeirra hópi eru
margir afreksmenn. Og þrátt
fyrir erfiða vinnu og fáar
hvíldarstundir, eru þeir flestir
glaðir og reifir.
Sumarið síðastliðna var
bændum fremur óhagstætt víð-
ast á landinu. En tíðin hefir
verið góð það sem af er vetr-
inum. Þar hafa bændurnir
fengið sumarauka.
Enn er óvíst hvað bænd-
urnir bera úr býtum fyrir störf-
in á því ári, sem nú er að enda.
Mikið af framleiðsluvörum
landbúnaðarins liggur enn ó-
selt i vöruskemmum hér á
landi. Snurður hafa hlaupið á
viðskiptaþræðina af völdum
stríðsins. En þrátt fyrir óviss-
una halda bændurnir áfram að
gegna sínum störfum, fyrir
sjálfa sig og þjóðina í heild.
Þeim, sem vel vinna, sé þökk
og virðing.
„Bóndi er bústólpi
•— bú er landstólpi —
því skal hann virður vel.“
I
III.
Sjómenn og útgerðarmenn
hafa haft óvenju miklar tekj-
ur á þessu ári. Fiskverðið hefir
verið hátt, síldveiðin mikil og
verð á þeim síldarafurðum,
sem tekizt hefir að selja, hærra
en áður. Tekjurnar hafa komið
í góðar þarfir. Bönkunum hefir
tekizt að innheimta skuldir hjá
einstökum útgerðarmönnum og
útgerðarfélögum.
íslenzkir sjómenn eru dug-
legir. Þeir munu standa fylli-
lega jafnfætis sjómönnum ann-
ara landa um dugnað og áræði.
En í félagsmálum eru fiski-
mennirnir einkennilega óþrosk-
aðir. Þeir hafa að vísu stofnað
félög, í þeim tilgangi að bæta
sín kjör. En þeir hafa talið sig
þurfa að sækja kjarabæturnar
í hendur annara manna. Sjó-
mennirnir á togurunum og öðr-
um stærri fiskiskipum eru yfir-
leitt annara þjónar alla æfina.
Vonandi verður sægörpunum
það einhverntima ljóst, að þeir
eiga ekki að hafa aðra yfirboð-
ara en Drottinn á himnum. Þá
losa þeir sig úr vinnumennsk-
unni og gerast eigin húsbænd-
ur. Þá verða þeir, sem annast
afurðasöluna og reikningshald
útgerðarinnar, samverkamenn
sjómannanna en ekki hús-
bændur. Sjómennirnir hætta
þá að gera kaupgjaldskröfur á
hendur öðrum, en skipta með
sér arðinum af útgerðinni eftir
reglum, er þeir sjálfir skapa.
Margir útgerðarmennirnir eru
dugandi menn, sem láta sér
ant um þau íyrirtæki, er þeir
stjórna. Sumum þeirra hefir
tekizt að verjast áföllum á liðn-
um árum, þrátt fyrir erfiðleik-
ana. En í þeirri stétt eru líka
til einstaklingar, sem hafa veitt
forstöðu stórum útgerðarfyrir-
tækjum, án þess að hafa þá
kosti, sem slíkir forstöðumenn
þurfa að hafa. Fyrirtæki þess-
ara manna hafa tapað, ávallt
þegar hægt var að tapa, en
ekki grætt nema þegar árferð-
ið var þannig, að ómögulegt
var að komast hjá að græða.
Sumir þessir menn hafa notað
mikla fjármuni til persónulegr-
ar eyðslu. Þeir hafa varið pen-
ingum, sem þeir komust yfir, til
að byggja stórar hallir yfir sig
sjálfa og sitt skyldulið, en lát-
ið skuldirnar i bönkunum, sem
þeir áttu að borga, standa ó-
hreyfðar. Það verður eitt af
þýðingarmestu viðfangsefnum
nýrra tíma, að koma í veg fyr-
ir, að þeim fjármálarefum, sem
þannig haga sér, í hvaða stétt
eða stöðu, sem þeir eru, verði
trúað fyrir sparifé landsmanna.
Þeir verðskulda ekki að fá um-
ráð almenningsf j ármuna eða
mannaforráð í þjóðfélaginu.
IV.
Hér hefir verið getið þeirra
stóru fyikinga, bænda og sjó-
manna, sem sækja auðæfi í
skaut náttúrunnar. Auk þeirra
eru svo daglaunamenn og iðn-
aðarmenn, sem einnig vinna
líkamlega vinnu.
Fleira þarf’ að vinna. Ríkið
þarf embættismenn og ein-
hverjir þurfa að annast kaup
og sölu á vörum, í þeim stétt-
um, sem gegna þessum störf-
um, er „misjafn sauður í mörgu
fé“ eins og víðar. Margir em-
bættismennirnir eru góðir og
samvizkusamir, og í hópi kaup-
sýslumannanna eru líka marg-
ir dugandi menn. En verzlunar-
stéttin er of fjölmenn. Meiri
hluti fólksins í kaupstöðunum
hefir enn ekki komið auga á
það, að hægt er að gera verzl-
unina hagstæðari með því að
minnka verzlunarkostnaðinn,
og þess vegna heldur þetta
fólk uppi óþarflega mörgum
kaupmönnum og verzlunar-
mönnum.
Margir ungir menn eru þann-
ið gerðir, að þeir vilja hliðra
sér hjá líkamlegri vinnu. Þeirra
fegursti draumur er atvinna
við verzlun eða skrifstofustörf.
En margir þeirra, sem vilja
troða sér inn á það svið, eru lið-
léttingar þar sem annars stað-
ar. Þeir eru andlegir og líkam-
legir silakeppir, sem fáu nenna
og lítið vilja á sig leggja. Eina
áhugamái þessara löðurmenna
er að fá rólegt starf, sem krefst
lítillar hugsunar og enn minni
líkamlegrar áreynslu. Afköstin
fara líka venjulega eftir áhug-
anum. Margir þeirra geta tæp-
lega lagt tvo við tvo öðru vísi
en í vél. í skrifstofum stærri
verzlunarfyrirtækja i höfuð-
staðnum, og afgreiðslusölum
bankanna, mætir aðkomu-
mönnum margraddaður söng-
ur samlagningarvéla, margföld-
unarvéla og ritvéla, sem glamra
þar á öllum borðum. Skrif-
stofuvélar eru að vísu gagnleg-
ar, eins og margar aðrar vélar.
En þegar vélamenningin er
komin á það stig, að enginn
getur margfaldað tvo með
tveimur öðruvísi en í vél, þá er
langt gengið. Þá er mannsand-
inn orðinn visinn.
Eigi getur ömurlegri sjón en
ungan og þreklega vaxinn
mann, sem situr við skrifstofu-
borð og potar með einum fingri
á ritvél. Þetta fyrirbrigði sézt
í öðruhverju húsi við aðalgöt-
urnar í Reykjavík.
f námunda við þessa menn
eru svo aðrir, einni tröppu neð-
ar. Það eru þeir, sem ekki einu
sinni nenna að hanga á skrif-
stofum. Það eru allskonar
„rónar“, sem lifa á „slætti“ í
smáum eða stórum stil.
V.
Viðfangsefni kvenfólksins eru
margskonar _ og lífskjör þess
misjöfn, eins og karlmanna.
Sveitakonurnar afkasta flestar
miklu verki. Þær munu yfirleitt*
hafa lengri vinnudaga en aðr-
ir landsmenn og margar þeirra
verða þreyttar á unga aldri,
vegna mikillar áreynslu. Marg-
ar konur verkamanna og sjó-
manna í kaupstöðum hafa lika
mikið að gera. En í hópi þess-
ara sístarfandi kvenna í sveit-
um, kauptúnum og kaupstöð-
um, er þó að leita þeirra ham-
ingjusömustu. Þar eru flestar
þær konur, sem léttast og
hjartanlegast geta hlegið, þrátt
fyrir allt stritið.
En svo eru líka til vansælar
konur. Þær, sem ógæfan hefir
verst leikið, eru sumar „fínar“
frúr í kaupstöðunum, sem hafa
verið dæmdar til iðjuleysis.
Sumir menn eru svo óvitrir, að
þeir halda, að þeir geti gert
konur sínar að börnum ham-
ingjunnar með því að „bera
þær á höndum sér“ í bókstaf-
legum skilningi. Ef slíkir menn
hafa peningaráð, byggja þeir
óhóflega stór íbúðarhús með
allskonar nýtízku þægindum,
safna þar saman miklu af ó-
börfum húsgögnum og smala
síðan þangað inn þjónustu-
stúlkum víðsvegar að úr sveit-
um og sjóþorpum. Vinnukonur
eru látnar elda matinn, gera í-
búðina hreina og gæta barn-
anna, ef þau eru einhver. Hús-
móðirin sjálf þarf ekkert og á
ekkert að gera.
Margar vesalings frúrnar,
sem fyrir þessu verða, geta ekki
staðizt öll „vélabrögðin". Þær
leita gleðinnar í skemmtunum
(Framh. á 4. siðu)
Jón ívarsson
fimmtugur
Á morgun verður Jón ívarsson
kaupfélagsstjóri og alþingis-
maður 50 ára. Hann var fæddur
á nýársdag 1891 að Snældu-
beinsstöðum í Reykholtsdal,
sonur hjónanna, er þar bjuggu
þá, Rósu Sigurðardóttur og ívars
Sigurðssonar. Jón missti föður
sinn ungur. Móðir hans hélt
áfram búskap á jörðinni með 6
börn sín, en lítil efni. Jón var
(Framh. á 4. síðu)