Tíminn - 09.01.1941, Síða 3

Tíminn - 09.01.1941, Síða 3
3. blað TÍMIM, fimmtndagiim 9. janúar 1941 11 B Æ K U R Gösta Berlings saga eftir Selmu Lagerlöf. Haraldur Sigurðsson þýddi. Víkingsútgáf- an gaf út. 480 bls. Verð: 25 krónur í shirtingsbandi. Sjaldan eða aldrei hefir jafn mikið komið út af stórum og góðum bókum sem nú fyrir jól- in. Þar rak hver aðra. Ein af þeim, sem út komu um miðjan desembermánuð var Gösta Berlings saga eft- ir Selmu Lagerlöf í þýðingu Haralds Sigurðssonar, en gefin út af Víkingsútgáfunni. Það mun réttmæli, að Selma Lagerlöf sé ein þeirra stór- skálda, sem hvað mest ítök á meðal íslenzkra manna. Áður hafa ýmsar bækur hennar, til dæmis bæði bindi Jerúsalem og Föðurást, verið þýddar á ís- lenzkt mál, auk mikils fjölda smásagna. Hafa sumar smá- sögur hennar birzt í eigi færri en 3—4 íslenzkum þýðihgum. Ennfremur hefir verið þýddur og gefinn út á íslenzku fyrri hlutinn af barnabókinni Njáls saga Þumalings, sem hefir náð mjög mikilli hylli yngri les- endanna. Þess er ekki kostur nú að fara mörgum orðum um Gösta Berlings sögu. En það er fagn- aðarefni, að bókaútgefendur skuli ráðast í að koma út ritum, sem njóta óskertrar aðdáunar allra bókmenntaunnenda. Haraldur Sigurðsson hefir áð- ur þýtt mörg ágæt ritverk frægra höfunda á Norðurlönd- um, meðal annars hinar ó- gleymanlegu bækur Axel Munthe, Söguna frá San Mic- hele og Frá San Michele til Parísar, og tvær skáldsögur Lil- lanpáá, Silju og Skapadægur. Ég gæti trúað, að Gösta Ber- lings saga sé ein þeirra bóka, sem mörgum er hvað allra kær- komnust af flestu því, sem ráð- izt hefir verið í að gefa út í haust. J. H. I sveit eða kaupstað (Framh. af 2. siðu) dæmi St. J., nema bóndinn á að taka mó. Það má vel vera að hann geti það móti 1—2 smálestum af kolum, en bæði er hætt við vanhöldum í bú- skapnum og tæplega hægt að komast hjá að kaupa einhverja hjálp við búið. Eg get ekki fundið, hvernig bóndinn fær 1560 kr. til að borga með húsa- leigu. Ef það á að felast í þess- um 600 króna landsskuld og vöxtum, þá gengur það ekki. Sá liður er ekki of hár. Það má vel vera að bóndinn þurfi ekki 1560 kr. í húsaleigu, en hann þarf 1000 kr. í vexti og viðhald húsa yfir fólk, fénað og hey, á hverju ári, og til þess að borga þessar 1000 krónur, verður hann að spara fæði og fatnað móti því, sem embættismaðurinn má veita sér í dæmi St. J. Þetta munar 30—40% eftir húsaverði eðá húsaleigu; enda hlýtur það svo að vera. Embættismaðurinn hefir varið löngum tíma til undirbúnings starfa síns og hlýtur að kosta meiru til dag- legs lífs á ýmsan hátt. Það er fásinna að bera smá- bónda saman við embættis- mann eða mann með 500 kr. tekjur á mánuði. Það sést líka á öllum lífsvenjum. Jafnvel bændur með allstór bú hafa ekki svo miklar nettótekjur. Eg hygg það sé fátt, nema hlunn- indi komi til. Annar er það fj arri mér að vilja rýra kosti þess að lifa í sveitinni. Eg hefi álltaf verið í sveit ,og séð þar og reynt margt 'ánægjulegt og arðberandi, svo að lengi mætti telja, að mér þætti tæmt. Jafnvel margt það örðuga er þroskandi. Eykur þrekið, þroskar hugsunina og eykur skilninginn á hlutunum. Oft sést, að mistökin eru af því að fyrirhyggjan var of lítil, eða framkvæmdin ekki nógu ár- vökul til þess að ekki beri útaf. En sveitalífið setur tvö ákveð- in skilyrði, til þess að menn geti notið þess, eða tileinkað sér gæði þess og kosti, en það er vinna og sparsemi. Þessi tvö at- riði, sem gamla fólkið kallaði dyggðir, og alltaf eru og alltaf verða dyggðir, heimtar móðir jörð af börnum sínum, og þeim, sem rækja þær drengilega, borgar hún líka skilvíslega, en hvergi betur en bóndanum í sveitinni. Eins hefnist honum líka fyrir það manna mest, ef hann vanrækir þessar dyggðir. Eins og högum er háttað með sveitabúskapinn nú á dögum, eða sveitalífið, þá er það á versta reki; maður getur sagt, að það sé á gelgjuskeiðinu þannig, að jarðirnar eru ekki ræktaðar nema lítið, varla meir en til hálfs, þar sem bezt til hvers býlis. Heimilt sé ábú- anda að veðsetja býli sitt fyrir nauðsynlegum lánum, eftir sömu reglum og slíkt er nú leyft um jarðir, sem byggðar eru með erfðaleiguíkj örum. Teiknistofa landbúnaðarins hafi á hendi aðstoð og eftirlit með bygging- um á býlum þessum á sama hátt og um venjuleg nýbýli. Rétt viröist að gera ráð fyrir að ríkið láti fullgera nokkur býli, þ. e. fullrækti landið og annist alveg um byggingarnar. Þetta sé þó aðeins gert handa þeim mönnum, sem vinna vilja við landnámið án verulegrar kaupgreiðslu, enda fái þeir þá sín ógreiddu vinnulaun endur- goldin með hæfilegum eignar- hluta í mannvirkjum býlisins, þegar þeir taka það til ábúðar. Virðist ekki ólíklegt, að áhuga- samir, ungir menn,sem ætla sér að stunda búskap, muni sj4 sér hag í því að verja hluta úr tveimur eða þremur árum æfi sinnar, til þess á þennan hátt að tryggja sér öruggt framtíð- arheimili og atvinnu. Þá skal vikið að landnáminu við sjávarsíðuna. Að sjálfsögðu þarf þar vel að vega og meta landnámsskil- yrðin á hverjum stað. Ræktun- armöguleika alla, samgöngur, hafnarskilyrði, aðstöðu til sjó- sóknar o. s. frv. Hlutverk ríkis- ins sé að girða landíð og full- rækta, leggja nauðsynlega vegi og vatns- og skolpæðar. Að þessu loknu, sé landið metið og látið á erfðaleigu, eftir sömu regl- um og sveitabýlið. Ábúandi annist styrklaust um húsabyggingarnar, en eigi þess kost að fá hæfilegt fé að láni úr smábýlalánadeild Búnaðar-^ bankans, sem vonandi verður* endurvakin í hagfelldu formi nú á næsta þingi. Teiknistofa landbúnaðarins hafi á hendi eftirlit með byggingum á sama hátt og á sveitabýlinu. Mörg rök hníga að því, að dreifbýlis- skipulag eigi að vera á þessum byggðahverfum við sjóinn, þannig, að íbúðarhúsin standi á ræktunarlóðunum. Rétt virðist að gera ráð fyr- ir, að ríkið láti fullgera bygg- ingar á nokkrum sjávarbýlum með sömu kjörum og minnst var á í sambandi við sveita- býlin. Ég geng að því vísu, að mörg- um muni vaxa í augum sá þátt- ur landnámsins, sem hér e r ráðgert að rikið annist um, og telji svo stórfelld afskipti rík- isins hina mestu fjarstæðu, meðal annars af kostnaðarleg- um ástæðum. í sambandi við þær hugleið- ingar vil ég benda á eftirfar- andi atriði: 1. Fjölda margar menning- arþjóðir, þar á meðal sumar frændþjóðir okkar, hafa eftir líkum leiðum, framkvæmt mun stórfelldari átök í þessum mál- um, heldur en hér eru ráðgerð, og telja sér að því þjóðfélags- legan ávinning. 2. Hin síðari ár hefir þjóðfé- lagið árlega varið allt að 6 milljónum króna í beina og ó- beina framfærslustyrki í alls- konar myndum. Líklegt er, að liðlega fjórði hluti þessarar Tilkynniné egypskar cigarettur með tækiíærisverðL § fAthyglí skal vakin á pví, að samkvæmt ákvörðun lélagsmálaráðuneytísins, sbr. aug- lýsingu dags. 27. desember 1940, hækka slysa- tryggingariðgjöld samkvæmt reglum nr. 221, Srá 21. lebrúar 1939, um áhættullokkun og á- Arabesque Ronde í 20 stk. pk. Kr. 1,60 pk. Arabeskue de luxe 20 — — Kr. 1,80 — Tóbakseínkasala ríkísíns. kvörðun iðgjalda Syrir slysatryggingar, um 5O°/0 Srá 1. janúar 1941, par til öðruvísi kynni að verða ákveðið. ADALFUNDUR Tryggingarstoinun ríkisins. Aðalfundur Hlutafélagsins Eimskipafélags íslands, verður haldinn í Kaupþingssalnum í húsi félagsins í Reykjavík, laugardaginn 7. júní 1941 og hefst kl. 1 e. h. er, og sumar lítið sem ekkert. Heyfengurinn, sem ennþá er að miklu leyti undirstaða afkom- unnar, er þá tekinn að miklu leyti „upp á gamla móðinn.“ Mikill fjöldi bænda á ekki önnur heyvinnuáhöld en orf og hrífu. Afkastamunurinn frá því upprunalega liggur þá í því,-að túnið hefir verið sléttað — gert greiðfært, og að menn hafa betri ljái. Eylandslj áirnir eru hér nú útbreiddasta og mesta umbótin í heyvinnutækni fjölda margra, og í öðru lagi hagar svo til hjá mörgum, sem þó hafa keypt sér vélar, sláttu- og rakstrarvél, að þeir geta ekki notað þær nema takmarkað eða lítið eitt. Bóndinn verður því að vinna eins og hann hefir krafta til, taka kaupafólk og krefjast af því strangrar vinnu til þess að bera úr býtum líf- vænlega útkomu. Aðrar vinnu- greinir, svo sem iðnaður og mörg eyrarvinna., eru reknar með vélum, svo að mikill hluti starfsins liggur í að stjórna vélunum. Erfiðisvinnan upp á gamla móðinn er því að verða óvin- sæl við heyvinnuna, en þarf þó að vera ríkjandi eins og til hagar. En það, sem mestu máli skiptir í þessu sambandi, er það, að gerbreyttar lífsvenjur hafa flutzt út um sveitirnar, kröfurnar um margbreyttara fæði, betri fatnað og einkum stóraukið hreinlæti. Þetta eru orðnir sjálfsagðir hlutir, og ekki annað um það að segja en gott eitt. En það tekur upp á húsfreyjurnar á bæjun- um að fullnægja þessu. Vinnu- konur eru ekki fáanlegar, og alltof dýrar. Húsmóðirin á því þarna allt að gera, búa til mat- inn, gæta barnanna, ganga að heyvinnu allt sumarið, og síð- ast en ekki sízt, hirða heimilið og halda því í sambærilegu fjárhæðar hafi runnið til full- vinnandi fólks, sem fyrir skipu- lagslausa atburðaþróun hefir myndað sér heimili við ófull- nægjandi lífsmöguleika. Og ennþá heldur þessi þróun á- fram í ógæfuáttina. Það virð- ist því fyllilega tímabært, að þjóðfélagið snúi við á þessari braut og gefi þessu fólki kost á að vinna fyrir sér við mynd- un nýrra heimila á lífvænleg- um stöðum, í stað þess að veita því beina eða óbeina fram- færslustyrki. 3. Ekkert er eins dýrt og hættulegt eins og aðgerðaleys- ið í þessum málum. Lausnin á atvinnuleysismálunum fæst aldrei nema unnið sé markvisst að myndun nýrra heimlla, þar sem lífsskilyrðin eru fyrir hendi. 4. Hinn margumtalaði striðs- gróði, sem rikissjóður fer vænt- anlega ekki varhluta af, verður á engan hátt betur festur né skynsamlegar hagnýttur, held- ur en að verja honum til þess að nema land fyrir ný heimili. 5. Þegar þjóðin hefir öðlazt þann þroska að tiieinka sér þegnskylduvinnuhugsj ónina í framkvæmd — og þess verður vonandi 'skammt að bíða — þá er þar meðal annars fundið sjálfgefið úrræði til þess að gera miklar framkvæmdir í landnámsmálunum. Ég tel hina mestu þörf, að næsta þing taki mál þetta til meðferðar og afgreiði lög um landnám ríkisins á líkum grundvelli og hér hefir verið (Framh. á 4. síðu.) ástandi við íbúð kaupstaðar- konunnar. Þetta er þrekraun meiri en nokkurt annað starf hér á landi, enda er hvort tveggja, að margar konur slitna fyrir aldur fram og ungu stúlk- urnar vilja ekki ganga út í að verða sveitakonur. Og ekki vilja þær það fremur eftir að hafa verið í skóla með öllum þægindum. Það er eðlilegt, að þær vilji ekki setjast að við gömlu eldhúsin á eftir. Það er einn sá mesti mismunur, að elda við rafmagn og misjafnan eldivið, þótt eldavél sé, því að oftast þarf að spara kolakaup eins og hægt er. Eg sé mest eftir að tapa kjarnanum af stúlkun- um úr sveitinni. En það er mjög erfitt, að koma þeim þægindum út um sveitirnar, sem kauptún og kaupstaðir geta haft, eink- um Reykjavík eða stærri bæj- irnir. En þægindin draga til sín fólkið, enda miðar löggjöf ött að því, launakjör og lifnaðar- hætttir, að draga fólkið í sjáv- arþorpin. Jafnvel stúlkur með börn fara til Reykjavíkur vegna meðlagsins, sem þar er lang hæst frá föðurnum eða sveit- inni. Allur launamunur í sveit eða við sjó i kaupstað, á að falla niður. Hann er niðurdrep fyrir sveitirnar. Það á að borga sama starf eða embætti sem líkustum launum, hvar sem er á landinu. Ráðið er eitt við þessu, sem hér að framan er sagt, og að- eins eitt: Það er ræktað land. Ræktað, vel yíkt land heldur uppi nútíma lífsvenjum, en ó- ræktað land ber ekki nema frumstætt líf. Undirstaðan er að rækta jörðina vel. Meðan býlin eru meira og minna ó- ræktuð, verður þar ekki lifað nema erfiðu lífi við sparneytni og fátækt. Samt vil ég nú gera tilraun til að bera saman afkomulíkur kaupstaðarbúa og sveitabónda. Eg vil tala um daglaunamann eða smábónda. Framh. Útbrdðlð Tímaiin! D A G S K R Á ; 1. Stjórn félagsins skýrir frá hag þess og fram- kvæmdum á liðnu starfsári, og frá starfstil- höguninni á yfirstandandi ári, og ástæðum , fyrir henni, og leggur fram til úrskurðar endurskoðaða rekstursreikninga til 31. des- ember 1940 og efnahagsreikning með at- hugasemdum endurskoðenda,svörum stjórn- arinnar og tillögum til úrskurðar frá endur- skoðendum. 2. Tekin ákvörðun um tillögur stjórnarinnar um skiptingu ársarðsins. 3. Kosning fjögra manna í stjórn félagsins, í stað þeirra, sem úr ganga samkvæmt félags- lögunum. 4. Kosning eins endurskoðanda í stað þess, er frá fer, og eins varaendurskoðanda. 5. Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur mál, , sem upp kunna að verða borin. Þeir einir geta sótt fundinn, sem hafa aðgöngumiða. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hlut- höfum og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu félags- ins í Reykjavík, dagana 4. og 5. júní næstk. Menn geta fengið eyðublöð fyrir umboð til þess að sækja fundinn á aðalskrifstofu félagsins í Reykjavík. Reykjavík, 6. janúar 1941. Ntjérnin. Munið hina ágætu Sjafnar blautsápu í Va k£« pökkum. Sápuverksmíðjan Sjöin. Helldsölnblrgðir hjá: SAMBANDl ÍSL. SAMVINNUFÉLAGA. Bóndi — Kaupir |*ú búnaðarblaðið FREY? 188 Róbert C. Oliver: Æfintýri blaðamannsins 185 búinn að ná þessu marki, en vegurinn hafði legið yfir lík, blóð, tár, örvænt- ingu og sorg. En hann var orðinn auð- ugur maður, sem lifði í allsnægtum og gaf sínar fyrirskipanir til hinna mörgu undirmanna sinna. Þannig var Enoch Grabenhorst, þrælasalinn frá Marseille. — Cabera, sagði hann, þér gerið mér þann heiður? Röddin var mjúk en þó ógnandi. Cabera sneri sér snöggt við. Hann hafði ekki heyrt fótatak yfirboðara síns, á hinum mjúku teppum. — Ég þarf að ræða við yður áríðandi málefni. Þess vegna kem ég, sagði Ca- bera og hneigði sig. Grabenhorst gaf bendingu með hendinni um leið og hann settist. — Við skulum setjast! Cabera vissi, að fanginn var ekki gefinn fyrir neitt málæði, og byrjaði því að skýra frá því, í stórum dráttum, sem gerzt hafði. Um Duval, hvarf Taylors, sambandið þeirra á milli, og svo um nýja félagann, sem var á Hotel Ferdinand með stúlkurnar sínar. Grabenhorst var ekki lengi að hugsa máliö. — Látið skipstjórann bíða. Sjáið um að stúlkurnar sýni svo fljótt, sem auðið er, en þær mega ekki sjá yður. Mér skilst, að þær hafi ekki séð yður enn þá? — Alveg rétt, svaraði Cabera. laust hefði verið leitað að honum í Mar- seille. í sambandi við þetta telur lögreglan sig hafa ástæðu til að aðvara nokkrar enskar dansmeyjar, sem komu með sömu lest, og sem lögreglan árangurslaust hefir leitað að. Yfirvöldin munu taka mál þetta til mjög rækilegrar rannsókn- ar. Meðal hinna mörgu, er sátu og hlustuðu á þessa frétt, voru þeir Ca- bera og Mody. Þeir sátu glottandi undir lestrinum. En þegar kom að nið- urlaginu, urðu ’ þeir alvarlegri og á- kváðu, að bezt myndi verða að koma stúlkunum sem fyrst niður í skipið og láta úr höfn. Að vísu hafði hugmyndin verið að gera við þær nýja samninga til þess að eyða öllum grun, en þær fréttir, að Pierre Durval var enn lif- andi, gerði það nauðsynlegt að hraða burtförinni. — Ég sé ekki betur en að við verðum, enn einu sinni, að fá Hollman verk að vinna, sagði Mody og leit spyrjandi á Cabera. Hann kinkaði kolli. — Það er sennilega það bezta. En til frekara öryggis ætla ég að tala við for- ingjann. Ég verð svo sem hálfa klukku- stund í burtu, Mody — vertu á verði þangað til, og ef eitthvað kynni að koma fyrir, verður þú að bjarga þér út

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.