Tíminn - 09.01.1941, Qupperneq 4

Tíminn - 09.01.1941, Qupperneq 4
12 TÍMITVIV, fimmtwdaginn 9. jamiar 1941 3. blað Kaldar kveðjur (Framh. af 1. síSu.) er eftir J. M. skáld, sem íburð- armest kvað einu sinni til Vestur-íslendinga. Sr. Jakob hefir einmitt í allmörg undan- farin ár starfað meðal íslend- inga í Vesturheimi og notið þar vinsælda og virðingar. Þegar hann kemur aftur til ættlands- ins, þá eru þetta kveðjurnar, sem J. M. o. fl. velja honum og þeim, sem vilja greiða götu hans, hér heima. Þó að J. M. og aðrir, er skammast yfir veit- ingu sr. Jakobs hafi borið hon- um sjálfum persónulega vel söguna, þá heggur það nærri honum og Vestur-íslendingum að amast mikið við að hann fái prestsstarfið hér, og þar með tækifæri til þess að vinna á ættjörðinni og m. a. þá að auk- inni vináttu og þekkingu milli frændanna beggja megin hafs- ins. Þetta tal J. M. og annara um lýðræðisbrot, er alveg út í loft- ið. Sr. Jón og sr. Jakob fengu aðeins hvor fyrir sig dálítið minnihluta brot atkvæða þeirra, er rétt höfðu til þess að velja prest i Hallgrímssókn. Jón að- eins örlítið stærra brot heldur en Jakob. En hvaða líkur, hvað þá sannanir, hefir J. M., Mbl., Vísir og öll sú hersing, fyrir því að sr. Jón Auðuns hefði fengið fleiri atkv. en Jakob, Sigurjón eða Þorsteinn Lúther, hefði verið kosið á milli aðeins tveggja? Það álíta a. m. k. mjög margir, að Jón hefði þá orðið lægri heldur en hver hinna þriggja. Og það er nú engin frágangssök fyrir J. M. og aðra aðdáendur Jóns Auðuns, að skreppa einstaka sinnum í næsta þorp til þess að hlusta á hann eða fá hann til Reykja- víkur, til þess að lesa yfir sér. En það væri erfiðara að ná til sr. Jakobs, hefði J. M. og öðrum slíkum tekizt að hrekja hann til Vesturheims, eins og virðist hafa verið ósk þeirra, eftir þeirra köldu kveðjum að dæma. Annars er það dálítið spaugi- legur hugsunarháttur, að vilja hrekja sem flesta ágæta menn í burtu af ættlandinu og síðan að syngja þeim lof og dýrð í fjarlægðinni, fyrir að þeir reyn- ast þar þeir sömu menn, sem þeim var varnað að sýna á fóst- urjörðinni, að þeir væru. Og ,,vinarþelið“ til Vestur-íslend- inga og þeirra, er vilja bera bróðurorð milli frændanna beggja megin Atlanzála, virðist koma fram í ónotalegri nekt í viðtökunum, sem sr. Jakob verður fyrir af ýmsum hér heima. Vestur-fslendingur. Aukið landnám (Framh. af 3. síðu) lýst. Framkvæmdir ættu svo að Taefjast á næsta ári. Myndar- legt átak í þessu stórmáli myndi áreiðanlega skapa merki- leg tímamót í sögu þjóðarinn- ar. tJR BÆNUM Framsóknarfélögin í Reykjavík halda fund annað kvöld í kaupþings- salnum. Verða þar teknir til fram- haldsumræðna mál þau, er ekki vannst tími til að ljúka á tveim síðustu fund- um, sjálfstæðismálið og aðstaða Fram- sóknarmanna í Reykjavík. Á fyrri fundum urðu mjög fjörugar umræður um þessi mál og töluðu 10 ræðumenn á hvorum fundi. Má erm búast við miklum umræðum og eru menn hvattir til að fjölsækja fundinn. Jónas Jóns- son verður frummælandi um fyrra málið. Faust-sýning Stúdentafélagsins Faust-leikur Stúdentafélags Reykja- víkur var sýndur fyrir fullu húsi áhorf- enda á sunnudagskvöldið. Var þetta síðasta sýningin, því að félagið á þess ekki kost að fá hátíðasal háskólans, þar sem útbúnaði til þessara sýninga var komið fyrir, til afnota oftar um sinn. Er það miður farið, að eigi skuli vera hægt að sýna leikinn oftar en gert var, því að áreiðanlegt er, að mjög marga hefir fýst að sjá hann, þá er ekki áttu þess kost að njóta þeirra fjögurra sýninga er fram fóru. Aðrar fréttfr. (Framh. af 1. síðu.) ann, sem fór á fund Ribbentrop til Vínarborgar, er nú kominn heimleiðis. Heimsblöðin ræða mikið um þetta ferðalag. Sum telja, að Þjóðverjar fyrirhugi innrás í Búlgaríu. Önnur telja, að þeir muni fresta frekari að- gerðum þar til vorar. Einnig er sagt, að þeir muni tæplega senda þangað meira lið, ef þeir ætli að gera innrás í Bretland. Þjóffverjar munu bráðlega láta víkja Stauning og Hedtoft- Hansen, aðalforingjum jafnað- armanna, úr dönsku stjórninni, segir i fregn frá fréttaritara „Times“ í Stokkhólmi. Þessir menn eru taldir hafa staðið fastast gegn kröfum Þjóðverja um, að Danmörk yrði þeim meira háð. Hafa Þjóðverjar í hyggju, að endurskipuleggj a stjórnina þannig, að hún láti í öllu að óskum þeirra. Seinustu þrjár vikur desem- ber var skipatjón Breta langt undir meðaltjóni ársins 1940. Þykir þetta benda til, að Bret- ar séu að sigrast á kafbáta- hættunni. Ronald Fangen, eitt þekkt- asta skáld Norðmanna, hefir verið tekinn fastur af Quisling- stjórninni fyrir að hafa látið í ijós vanþóknun á stjórnarfar- inu. í sænskum blöðum hefir fangelsun Fangens hlotið harða dóma. Raden-Powell, stofnandi skátareglunnar, er nýlega lát- inn. í Vinarborg hefir orðið vart vaxandi óánægju gegn Þjóð- verjum. Hefir almenningur m. a. látið í ljós andúð sína, þegar leiðtogar Þýzkalands hafa ver- ið viðstaddir hátíðleg tækifæri. M.a. hafi Baldur von Schirach, sem er umdæmisstjóri í Aust- urríki, og kona Görings, orðiö fyrir slíkum móðgunum. Kopar, aluminium og fleiri málmar keyptir í LANDSSMIÐJUNNI. Skipun prestsembættaima (Framh. af 1. siðu.) ast undantekningarlítið allar embættaveitingar og hefir frjálsar hendur að öðru leyti en því, að henni ber vitanlega að reyna að velja sem hæfasta menn, er hafa tilskilda mennt- un. Þannig er hin lýðræðislega framkvæmd embættaveitinga hjá nær öllum lýðræðisþjóðum. Áhrif almennings á embætta- veitingar eru fólgin í því, að hann getur ráðið því, hverjir fara með ríkisvaldið. Það hefir yfirleitt ekki þótt heppilegt fyr- ir lýðræðið að kjósendur hefðu frekari afskipti af embættaveit- ingum. Bæði hafa þeir flestir verri aðstöðu til að dæma um umsækjendurna en hlutaðeig- andi ráðherra og auk þess geta slíkar kosningar skapað hættu- legar deilur og viðsjár, einkum í fámennu þjóðfélagi. Prestskosningalögin eru eig- inlega eina undantekningin frá framangreindri reglu. Þau gefa söfnuði aðstöðu til að velja sér prest, ef vilji hans er nægjan- lega eindreginn, og getur ríkis- valdið þá ekki breytt þeirri á- kvörðun, Þegar löggjafinn setti prests- kosningalögin áleit hann samt rétt, að takmarka vald safn- aðarins í þessum efnum, Þess vegna setti hann þau ákvæði, að til þess að kosning væri lög- leg, þyrfti helmingur kjósenda að taka þátt í kosningu og einn umsækjandinn að hljóta helm- ing greiddra atkvæða. Ef þess- um ákvæðum er ekki fullnægt missir söfnuðurinn vaid til að ráða prestinn og fellur það þá til ríkisstjórnarinnar. Þessi ákvæði í prestskosn- ingalögunum eru auðsjáanlega sett til þess, að lítill minnihluti kjósendanna ráffi ekki vali prestanna. Löggjafinn telur þá betur farið, að valdið falli til ríkisstjórnarinnar. Þessi fyrir- mæli hans geta ekki haft ann- an tilgang. Þegar málið er komið á þenn- an rekspöl verða að gilda sömu reglur um veitingu prestsem- bætta og annarra embætta, er heyra undir hina föstu lýð- ræðisvenju, að ríkisstjórnin ráðstafi embættum í umboði þjóðarinnar. Þetta ætti að vera öllum augljóst, þar sem prest- kosningalögin beinlínis taka það fram, að lítill minnihluti kjósenda bindi ekki hendur ríkisstjórnarinnar. Sú skylda hvílir þá á ríkisstjórninni, að velja menn í þessi embætti eins og önnur embætti, eftir þeim reglum, sem hún telur heppilegastar. Þaff er hin eina kvöð, sem lýffræðiff leggur á herðar veitingavaldinu í slík- um tilfellum. Veitingin í Hallgrímssókn. Samkvæmt framansögðu, er það því ljóst, að lýðræðisregl- an, sem gildir í þessum efnum, lagði ekki aðra kvöð á kirkju- málaráðherrann, þegar hann 186 Robert C. Olíver: úr því á venjulegan hátt. Ef til vill er nú kominn tími til að segja stúlkukind- unum sannleikann. Mody stóð á fætur. — Álíturðu það? — Þú skalt þó bíða þangað til það er alveg nauðsynlegt. Bezt væri að draga það, þangað til ég kem aftur. Cabera yfirgaf nú gistihúsið, til þess að ræða málið við „foringjann", þýð- ingarmesta og sterkasta lið „Keðj- unnar.“ Hann hraðaði sér eftir göt- unni, sem lá út að fögru skemmtigarð'a- hverfi, þar sem glæsileg hvít hús, eins konar smáhallir, stóðu næstum huldar í pálmunum. Cabera opnaði eitt garðhliðið og til- kynnti komu sína við aðaldyrnar. Honum var samstundis hleypt inn, og fylgt inn í skrautlegan viðhafnarsal í arabiskum stíl. Alls staðar voru dýr- indis teppi, mjúkir legubekkir, útskorin húsgögn, greypt fágætum steinum — allt bar þess greinilegan vott, að hér bjó auðugur maður, sem verið hafði langdvölum erlendis, en var nú kominn heim með hið aflaða fé, til þess að njóta þess í ró og friði. Cabera gekk út að einum hinna háu glugga á salnum og naut útsýnisins út á blátt Miðj axðarhafið, meðan hann beið eftir „foringjanum.“ Æfintfjri blaðamannsíns 187 Eftir skamma stund kom hann — maðurinn, sem enginn mátti nefna með nafni. Auðæfi hans voru orðin efni margra tröllasagná. En enginn vissi, að þessi samvizkulausi verzlunarmaður græddi fé sitt fyrst og fremst á lifandi vöru. — Grabenhorst, sem hafði verið nógu slyngur og samvizkulaus til að afla sér auðæfa eftir hinum svívirðileg- ustu leiðum og með hinum djöfullegustu brögðum, — Grabenhorst, sem hafði á að skipa heilum her glæpamanna, keðju af samstarfsmönnum, sem unnu öruggt og ákveðið eins og gangverk í úri. Hverrar þjóðar var Grabenhorst? Vissi hann það sjálfur? Hraust, bogið nefið og þykkar, rauðar varirnar, bentu á að hann væri Austurlandamaður — en nafnið var evrópiskt. Þegar hann fyrst mundi eftir sér, hafði hann átt heima í fátækrahverfi í Galiziu, þar sem hann lék sér á götunni innan um hunda, svín og óhrein börn — öll hans æskuár höfðu liðið í sóðaskap, sulti og umkomuleysi. Loks tók hann þá ákvörðun að rífa sig upp úr þessu svaði, fátækt og eymd, — berjast af öllum kröftuni — komast inn í heim munaðarins, eignast gull, gimsteina, verða ríkur — hvað það kostaði skipti engu. Og nú var hann veitti prestsembættin í Reykja- vík en að velja þá menn, sem hann taldi heppilegasta fyrir kirkjuna. Þaff hefffi veriff beint brot gegn þessari aðalskyldu, sem lýffræffið leggur á herffar veit- ingavaldinu, ef aff það hefffi einskorað sig viff hinar ólög- mætu atkvæffatölur, en ekkert litiff á hæfni umsækjendanna og þarfir kírkjunnar. Það hefði jafnframt veriff beint brot á prestskosninga- lögunum, ef ráffherrann hefði farið einhliffa eftir atkvæffatöl- unum, þar sem lögin leggja hömlur á, aff lítill minnihluti kjósenda geti ráffið úrslitum. Báða þessa menn, sem um er deilt, vantaði talsvert mikið til að ná lögmætri kosningu. Mun- urinn milli þeirra nam um 3% af kjósendum á kjörskrá eða um 230 atkv. af 6400 á kjörskrá. Það kom því ekki til mála að láta hann einan ráða úrslit- um og það því frekar, sem vit- að var, að mikið af fylgi sr. Jóns var fengið með pólitískum á- róðri en byggðist ekki á kirkju- legum áhuga. Ennfremur var vitað, að reynt var að vinna gegn séra Jakobi vegna þess, að hann var bróðir viðskiptamála- ráðherra. Kirkjumálaráðherra gat ekki og mátti ekki stjórnast af öðru í þessu máli en því, sem hann áleit að væri kirkjunni fyrir beztu. Það eitt réði líka ákvörð- un hans. í skrifum íhaldsblaðanna er það líka viðurkennt, að séra Jakob sé mjög vel hæfur mað- ur. Það er ekki reynt að deila á veitinguna með þeim rökum, að hæfari manni hafi verið hafnað, en það eitt gæti gefið réttlætanlegt tilefni til ádeilna eins og málin standa. Til þess ber líka að taka til- lit, að sr. Jakob lætur af starfi í annarri heimsálfu og kemur heim til að ganga í þjónustu íslenzku kirkjunnar. Er vitað að biskup var þessa mjög hvetj- andi og fyrir atbeina hans var séra Jakobi heitið því, sam- kvæmt eigin ósk, er hann hik- aði við heimíörina, að hann gæti fengið setningu í eitt ár í eitthvert af hinum nýju prestaköllum Reykjavíkur, ef hann sjálfur áliti það æskilegt, að athuguðu máli við heim- komuna. Þetta taldi séra Jakob ekki rétt að notfæra sér, þegar til kom, þar sem það hefði gef- ið sérstakt tilefni til að halda því fram, er til kosninga kom, að honum hefði verið veitt betri aðstaða en öðrum umsækjend- um. Hins vegar sýnir þetta glöggt hvert álit kirkjustjórn- in hefir haft á starfhæfni séra Jakobs. Þá ber að taka tillit til þess, að prestarnir í Reykjavík þurfa iðulega að prédika í útvarp. Loks er svo þess að gæta, að sr. Jakob. hefir starfað sex ár í þjónustu þjóðkirkjunnar og önnur sex ár í þjónustu ís- lenzku kirkjunnar í Kanada. Hins vegar hefir Jón Auðuns aldrei verið í þjónustu þjóð- kirkjunnar. Fram hjá öllum þessum stað- reyndum er gengið 1 ihalds- blöðunum. Bróffir Eysteins. Árni frá Múla reynir að læða inn þeirri dylgju í Vísisgrein sinni, að sr. Jakob hafi hlotið skipunina vegna þess að hann sé bróðir Eysteins viðskipta- málaráðherra. Með sömu rök- semdum mætti segja, að Thor Thors hafi verið skipaður sendimaður í Ameitíku vegna þess að hann var bróðir Ólafs atvinnumálaráðherra. Ef Árni óskar eftir umræðum á slíkum grundvelli mun ekki verða skor- ast undan því. Verkföllin (Framh. af 1. síðu.) kauphækkun, auk fullrar dýr- tíðar og nokkurra nýrra frið- inda. Bifreiðavirkjar hafa einnig gert kaupsamninga og verða þeir að aðnjótandi fullrar dýrtíðar- uppbótar og bættra kjara aö öðru leyti. Togarasjómenn hófu verkfall klukkan 12 í fyrrinótt og hafa enn engar sættir tekizt. Verkfall verksmiðjufólks stend- ur enn við hið sama. fc aÁMLA BÍÓ* Juarez Söguleg stórmynd frá Warner Bros, er sýnir mikilfenglega þætti úr æfisögu Benito Juarez, frelsishetju Mexico. Aðalhlutverkin leika: PAUL MUNI og BETTE DAVIS Sýnd klukkan 6.30 og 9. Börn fá ekki aðgang. “***-*—~ NÝJA BÍÓ KOMDU, EF ÞÚ ÞORIR (STAND UP AND FIGHT) Amerísk stórmynd, tekin af Metro Goldwyn Mayer. Aðalhlutverkin leika: WALLACE BEERY og ROBERT TAYLOR. Sýnd í kvöld kl. 5, 7 og 9. Bönnuð börnum innan 14 ára. Innilegar þakkir fyrir auösýnda vináttu á | | fimtugsafmœli mínu 1. janúar. \\ | Jón ívarsson. || tfflttttffltttttttttttfflttffltttttfflttttttttttttfflttfflttttttttttttttfflttttttfflttttttfflttttttttm: Framsóknaríélögín í R.vík 0 SAMEIGINLEGUR FtNDUR í Kaupþingssalnum annað kvöld (föstudag) kl. 8.30. Til framhaldsumræðu verða mál þau, er frestað var á tveim síðustu fundum: 1. Sjálfstæðismáliff og 2. Affstaffa Framsóknarflokksins í Reykjavík. Fjölmennið stundvíslega. STJÓRNIR FÉLAGANNA. i: Enda þótt menn greini á um gildi og tilverurétt einstakra greina J J i> hins innlenda iðnaðar, hljóta allir að vera á einu máli (( * * um aff sú iff justarfsemi, sem notar innlend hráefni til *1 (( framleiffslu sinnar, sé ÞJÓÐÞRIFA FYRIRTÆKI. < > H <> u Verksmiðjur vorar á Akureyri J| Gefjtm og Iðmm, \\ eru einna stærsta skrefið, sem stigið hefir verið í þá J | (> • átt, að gera framleiðsluvörur landsmanna nothæfar < i * * fyrir almenning, ;; Geíjun ö H O (, vinnur úr ull f jölmargar tegundir af bandi og dúkum < < <> til fata á karla, konur og börn og starfrækir sauma- * * (( stofu á Akureyri og í Reykjavik. ,,, <» < b !! Iðunn <C 11 er skinnaverksmiðja. Hún framleiðir úr húðum, skinn- O , ( um og gærum margskonar leðurvörur, s. s. leður til (» Ískógerðar, fataskinn, hanskaskinn, töskuskinn, loð- <1 sútaðar gærur o. m. fl. | \ Starfrækir fjölbreytta skógerff og hanskagerff. *1 !! f Reykjavík hafa verksmíðjurn- ;; ;; ar verzlun og saumastofu við ;; Aðalstræti. << << O < f I ° Z Samband ísl. samvinnufélaga.!!: Fundarboð. Aðalfundur Flóaáveitufélagsins verður haldinn að Tryggvaskála, laugardaginn 1. febrúar n. k., og hefst kl. 1 e. h. Dagskrá samkvæmt félagslögunum.. Ftóaáveitustjórnín. Berklavarnarstöð Líknar er flutt í Kirkjustræti 12 (áðyr Rannsóknarstofa Hásk.ólans). Stöðin verður hér eftir opin á eftirgreindum tímum: Fyrir fullorffna: Þriffjudaga Miðvikudaga Föstudaga Fyrir börn: Mánudaga 1 Fimmtudaga kl. 1%—3 kl. iy2—3 kl. 5—6 kl. 10—11 f. h. kl. 1— 2 e. h. Þess er fastlega vænst, að börn komi AÐEINS til rann- sóknar á hinum tilgreindu barnatímum.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.