Tíminn - 18.01.1941, Side 2

Tíminn - 18.01.1941, Side 2
26 TÍMIIVIV, langardagiim 18. janúar 1941 7. blað Drengskapnr stjórnmálamanna Daggjöld berklasjúklínga 'gíminn Laugardaginn 18. jjan. Bezta prestakall á landínu Það er haft eftir presti, sem nýlega þjónaöi Vestmannaeyj- um í fjarveru sóknarprestsins, að Vestmannaeyjar væru bezta prestakall á landinu, og líklega í heimi. Hvort sem þetta er rétt eða ekki, þá hefi ég oft spurt sjálf- an mig að því, hvort þessi stað- ur mundi eiga marga sína líka um náttúrugæði, þegar á allt er litið. Eyjarnar eru afburða fagrar. Fuglalífið er til gagnsemdar og ánægju, jaðvegurinn frjó- samur, lofslagið mildara en annarsstaðar á landinu og loks er Eyjan með sæmileg hafnar- skilyrði úti fyrir hafnlausri strandlengju í miðbiki hinna auðugustu fiskislóða. Fyrir fjörutíu árum voru Vestmannaeyjar fámenn byggð, sem treysti jöfnum höndum á landbúnað og sjávarafla. Þang- að til voru þar einvörðungu árabátar og frumstæðustu veiðiaðferðir. En síðan hefir gullinu verið ausið upp úr hafinu í æ stærri stíl og með vaxandi tækni, fjölbreyttari veiðitækjum og fullkomnari skipakosti. Þessi óvenju glæsilegu lífs- skilyrði hafa seitt til sín æ fleira af hraustu og tápmiklu fólki. Það þarf karlmennsku til sjósóknar á opið haf, en aðal- vertíðin ber upp á veðrasöm- ustu vetrarmánuðina. Það er talið, að Vestmanna- eyjar séu þriðja mesta út- flutningshöfn á landinu. Fram- ar standa aðeins Reykjavík og Siglufjörður, en á báðum þeim stöðum má heita, að meginhluti þjóðarinnar eigi meiri og minni hlut að. Sýnir þetta athafna- semi Eyjaskeggja annars veg- ar og aflasældina hins vegar. En hefir nú almenningi á þessari miklu uppgripaeyju notast að náttúrugæðunum og dugnaði sínum eins og skyldi? Er þetta spurning, sem ekki aðeins gæti verið lærdómsrík fyrir Eyjabúa, heldur einnig allan almenning í landinu. Sakir þess hversu Eyjarnar eru einangraðar, mundu hag- fræðingar eiga hér hugþekkt rannsóknarefni, ef þeir vildu taka sér það fyrir hendur. Frá sjónarhóli almenns borg- ara, virðist ósmár hlutur af aflafeng Eyjamanna hafa gengið þeim um greipar á und- anförnum árum, eins og reynd- ar flestu öðru sjávarsíðufólki, sem ekki hefir notið úrræða samvinnu sem skyldi. Þetta hafa Vestmannaeying- ar sjálfir skilið, og eru á síðari árum teknir að snúa bökum saman í meira og minna full- komnum samvinnufélagsskap. Þeir urðu fyrstir til að taka upp að nýju hin farsælu hluta- skipti og sníða þau við vélbáta- útveginn. Þeir hafa komið á samvinnu um kaup á olíu, þótt enn standi þeir þar of fáliðaðir, til þess að geta haft í fullu tré við auðhring þann, sem hér verzlar aðallega með þessa nauðsynjavöru. Hins vegar hafa þeir engan veginn komið á sterkum samtökum um kaup á lífsnauðsynjum né heldur af- urðasöluna, þótt þátttaka í fisksölusamlagi, lifrarsamlagi og útvegsbændafélagsskapur sé á staðnum. Þá eru hraðfrysti- tæki staðarins ennfremur einkafyrirtæki. Athyglisvert er það, að sam- lags- og samvinnuúrræði Eyja- manna eru öll að kalla risin upp á krepputímabili síðasta áratugs. En allt verður þetta hálf- verk, meðan öllum almenningi verður ekki ljós hinn regin- djúpi eðlismunur samkeppni og samvinnu. Og engir ættu að vera óðfús- ari í sannvirði aflafanganna en þeir, sem með mikilli fyrir- höfn og lífshættu sækja þau á hinar veiðisælu íslenzku fiski- slóðir. Það sem Vestmannaeyingar I. Fyrir nokkrum dögum sá ég eitt blað af „ísafold“ hjá kunn- ingja mínum hér í sýslu. í því blaði er ég sakaður um að hafa rægt Sjálfstæðisflokkinn og komið ódrengilega fram í stjórnmálaumræðum. Er því haldið fram, að ég muni ekki treysta mér út í stjórnmála- baráttuna á heiðarlegan og drengilegan hátt, heldur kjósa hina aðferðina, „að rægja og narta, nú, meðan vopnahléið stend- ur.“ Þeir, sem kveða upp dóma, mega alltaf búast við að verða dæmdir sjálfir. Og í tilefni af þessari ísafoldargrein finnst mér ástæða til að minnast lítið eitt á drengskap Sjálfstæðis- manna. Aðeins eítt sýnishorn verður tekið að þessu sinni. Síðustu árin fyrir stríðið voru erfið íslendingum, að þvi er snerti viðskipti við önnur lönd. Meðalútflutningur á saltfiski lækkaði úr 35 milj. kr. á ári 1925—1934 niður í 17 milj. kr. 1935—1938. Á móti þeirri lækk- un fékkst að vísu allmikil hækkun á öðrum útflutningi, aðallega síld og síldarafurðum, en þó varð niðurstaðan sú, að verðmæti útflutningsins varð að meðaltali 6,7 milj. kr. minna árlega 1935—1938 heldur erí næstu 10 árin á undan. Jafnframt því, sem gerðar voru ráðstafanir til að auka út- flutninginn, var erfiðleikunum mætt með því að takmarka innflutning á útlendum vörum. Árangurinn af þessum ráðstöf- unum varð sá, að þrátt fyrir lækkun útflutningsins var verzlunarjöfnuðurinn 3—4 milj. kr. hagstæðari að meðal- tali á ári 1935—1938 heldur en næstu 10 árin áður. Á síðara tímabilinu þurfti þó að flytja inn mikið af vélum og efni til nýrra síldarverksmiðja, hrað- frystihúsa og annara fram- leiðslufyrirtækja, til þess að þegar hafa afrekað með sam- vinnuúrræðum, þrátt fyrir það, að hafa undanfarið valið sér að trúnaðarmanni á þjóð- þingum einn hinn kunnasta einstaklingshyggju- og sam- keppnismann, bendir allt til þess, að Vestmannaeyjar mættu verða eitt hið glæsilegasta Framsóknar- og samvinnukjör- dæmi á landinu, þegar þær fyr- ir alvöru vöknuðu til skilnings á mikilvægi hinna félagslegu úrræffa. G. M. FRAMHALD. En þetta mikla skáld* er ekki til í þúsundum heimila á ís- landi. Það eru til stórar og mis- heppnaðar útgáfur af verkum hans, sem geýmast vel í bóka- söfnum. Það eru til vasaútgáfur í skinnbandi af ljóðum hans, en þær eru leikföng manna í efna- heimilum. En í öllum þorra heimila í sveit og við sjó er næstum ekkert til af Ijóðum, nema sundurlausir molar í kennslubókum o. s. frv. Á þenn- an hátt þorna lindir máls og ljóða hjá stærstu stéttum þjóð- arinnar. Úrval úr ljóðum, sögum og æfintýrum Jónasar Hallgríms- sonar á að verða, fyrsta bókin af bókmenntaúrvali þjóðarút- gáfunnar með mynd skáldsins og stuttri æfisögu. Hver bók verður á stærð við. Hafblik Einars Benediktssonar. Síðan fylgir hver úrvalsbókin ann- arri, alltaf af sömu stærð. Sumstaðar verða tvö, þrjú, fjögur eða fimm skáld í sömu bók. Tilgangurinn er sá, að gefa út eftir hvert skáld ekki aðeins það bezta, heldur líka þau ljóð, sem mestar líkur eru til að þjóðin verði hrifin af og festi sér í minni. Miklir bókamenn og efnamenn myndu vilja eiga *) Jónas Hallgrímsson. unnt væri að auka útflutning á öðrum vörum í staðinn fyrir saltfiskinn. Nú hefði mátt vænta þess, að þeim ráðstöfunum, sem óhjá- kvæmilegt var að gera til að mæta erfiðleikunum, yrði vel tekið af öllum þjóðhollum og drenglyndum mönnum. En hvernig var framkoma Sjálf- stæðismanna í þeim efnum? Það er öllum kunnugt, að með- an þeir voru í stjórnarandstöðu, beittu þeir sér ákaft gegn þeim ráðstöfunum, sem gerðar voru til að ná hagstæðum verzlun- arjöfnuði. En jafnframt á- sökuðu þeir fyrrverandi stjórn fyrir að ná ekki enn hagstæð- ari jöfnuði í viðskiptunum við útlönd og fyrir gjaldeyriserfið- leikana! Slíkur var þeirra drengskap- ur. Þess hefir ekki orðið vart, að breyting hafi orðið á málflutn- ingi Sjálfstæðismanna eftir að þjóðsfjórnin var mynduð. Þrátt fyrir þær staðreyndir, sem hér hgfir verið bent á, að verzlun- arjöfnuðurinn var stórum hag- stæðari en í meðallagi, og að rekstrarhagnaður ríkissjóðs var að meðaltali um 800 þús. kr. á ári á stjórnarárum fyrrverandi stjórnar, halda leiðtogar Sjálf- stæðisflokksins því fram enn í dag, að stuðningsflokkar þeirr- ar stjórnar hafi með óstjórn verið búnir að koma fjármál- um þjóðarinnar í fullkomið öngþveiti og hafi af þeim sök- um neyðst til að kveðja Sjálf- stæðismenn til hjálpar. Þannig er sannleiksást og drengskapur Sjálfstæðismanna. En hvernig er það „vopna- hlé“, sem þeir telja að nú sé? Lesendur Sjálfstæðisblaðanna geta dæmt um það. Árásir Sjálfstæðismanna á formann Framsóknarflokksins, ráðherra hans og flokkinn í heild, halda stöðugt áfram, þrátt' fyrir stj órnarsamvinnuna. II. Hvað veldur reiði þeirra ísa- foldarmanna? Hvað hefi ég skrifað, sem hægt er að telja róg um Sjálfstæðisflokkinn? Er það rógur um Sjálfstæðis- flokkinn að skýra frá því, sem leiðtogar hans hafa sagt um fjármál á undanförnum árum og þeim sparnaðarfyrirheitum, sem þeir hafa gefið kjósendun- um? Er ódrengskapur að krefjast skýringa á því, við hvað Sjálf- stæðismenn hafa átt, þegar þeir skrifuðu og töluðu um bitlinga, heildarútgáfu af verkum skáld- anna samhliða þessu úrvali. En þessi útgáfa myndi flytja neista af hinum helga loga skáldskap- arins inn í þúsund heimili, sem eiga nú engar ljóðabælcur og myndu ekki eignazt slíkar bækur, ef þessi útgáfa mis- heppnast. VII. Bók Skúla Þórðarsonar á að byrja á byltingu Lenins í Rúss- landi 1917, skýra síðan Versala- friðinn, og að því búnu, hvern stórviðburðinn af öðrum, upp- haf og veldi fasismans á Ítalíu og nazismans í Þýzkalandi, við- reisnarstarf Roosevelts í Banda- ríkjunum og þróun þingstjórn- ar og aukins samstarfs í Breta- veldi. Þessi bók verður ekki nema um 10 arkir að stærð, en væntanlega með allmörgum myndum af þeim mönnum, er mest koma við sögu. Tilgangur- inn með þessari bók er að ryfja upp fyrir þjóðinni megin- strauma í lífi nútímaþjóða, frá því að veldi Rússakeisara hrundi, og þar til heimsstríðið skall á. Slík bók á að geta ver- ið góður leiðarvísir í málum yf- irstandandi tíma. Mér þætti fara vel á, að sögu- bókin að ári yrði einar 10 sjálf- stæðar ritgerðir um upphaf hinna merkustu andlegu hreyf- inga frá því um 1500 og fram Ekki veit ég dagsetningu þeirra laga, sem ákveða stöðu íslenzkra berklasjúklinga gagn- vart þjóðfélaginu. En víst er það, að á þeim degi hefir lög- gjafanum verið annað hjarta nær en kjör þeirra, sem einna verst eru leiknir af dutlungum tilverunnar. Þegar berklasjúk- lingum eða sveitarfélögum þeirra er gert að skyldu að borga fimmta hluta dvalar- kostnaðar á sjúkrahúsi, er sannarlega höggvið nærri fjár- hag þeirra og sjálfsvirðingu, jafnframt því, sem almennum „eyðsluna og súkkið“, sem þyrfti að skera niður? Er ódrengskapur að benda á það, að Sj álfstæðisflokkurinn hefir engar tillögur gert um niðurskurð á slíkum útgjöld- um, þrátt fyrir stóru orðin? Er ódrengskapur að vekja at- hygli á því, að reynt hefir ver- ið að villa landsmönnum sýn og afla kjósendafylgis með blekkingum í þýðingarmiklum málum? III. Það mun álit flestra, að víð- tækt samstarf um stjórn lands- ins sé nauðsynlegt á styrjald- artímum, og að þjóðstjórnin hafi verið mynduð á heppileg- um tíma. En ekkert bendir til þess, að stjórnarflokkarnir líti svo á, að flokksstarf og umræð- ur um landsmálin eiga að falla niður meðan stjórnarsamvinn- an helzt. Flokksblöðin eru gefin út, flokksfundir og stjórnmála- skeið haldin eins og áður. Er Sjálfstæðisflokkurinn engin undantekning í þeim efnum.- Næsta vor verða kosningar til Alþingis. Þá eiga kjósendur að kveða upp sinn dóm. Það er skylda þeirra að kynna sér sem vandlegast stefnur og störf stjórnmálaflokkanna. Alveg sérstaklega er það skylda þeirra að kynna sér, hvað bezt hefir staðizt dóm reynslunnar af því, sem flokkarnir hafa sagt og gert á liðnum árum. Alvar- leg og gaumgæfileg athugun á þessum málum er nauðsynleg, til þess að kjósendurnir geti ályktað rétt og viturlega. Kom- ist þeir að þeirri niðurstöðu, að upplýsingar um þýðingarmikil landsmál, sem hafa verið veitt- ar og þeir hafa farið eftir, séu í ósamræmi við veruleikann, er það tvímælalaus skylda þeirra að breyta afstöðu sinni. Það er sú lágmarkskrafa, sem verður að gera t'il þjóðar, er setti þing fyrir þúsund árum og vill halda áfram að vera menningarþjóð. Hvammstanga, 13. jan. 1941. Skúli Guffmundsson. til þessa dags. Væri þar hafin sagan með siðabótinni annars vegar og hreyfingu Kristmunka hins vegar. Síðan tæki við hver ritgerðin af annarri og eftir ýmsa höfunda. Með þessum hætti væri sjóngleri sögunnar brugðið yfir þýðingarmestu at- burði hins nýja tíma. Að þessu loknu mætti vel koma í jafn- stórum bindum megindrættir mannkynssögunnar. Er full þörf slíkra bóka, því að við próf nú á dögum kemur í ljós, að mikill hluti æskumanna í landinu ber varla nokkur kensl á frægustu menn mannkyns- sögunnar og má kalla að þeim sé vorkunn, því að engar bæk- ur eru til um þessi efni, sem lesnar eru í heimilum. Dr. Guðm. Finnbogason hefir nú þegar búið til prentunar 8 arka bók, sem hann kallar Um mannfélagsfræffi. Lítið er ritað um slík efni á íslenzku og jafn- vel á hinum Norðurlandamál- unum. Þessi bók á að verða upp- haf að útgáfu um slíkt efni. Yrðu þá á næstu árúm gefnir út valdir kaflar af úrvalsefni í rríannfélagsfræði af málum stórþjóðanna. Mér lék mikill hugur á að Dr. Guðm Finn- bogason þýddi hina fyrstu bók um þetta efni á íslenzku til að leggja grundvöll að sérfræði- legju orðaSafni ujn hugtök mannfélagsfræðinnar. Getur þess orðið langt að bíða að þjóðin eigi völ á öðrum manni jafnhæfum til þess starfs, þannig að hann sé bæði heim- spekilega menntaður og með ótrúlega miklu valdi yfir ís- berklavörnum var stefnt í aug- ljósa hættu. Það er viðkvæmnismál hverj- um andlega heilbrigðum manni að þiggja styrk af almanna- framfæri. Því nær gengur þetta virðingu hans, sem hópur sá, sem byrðar hans tekur á sig, er minni og þá að jafnaði nokkur persónuleg kynning við hvern einstakling. í fjölmennu bæjar- félagi verður hinn þurfandi einstaklingur því ekki fyrir jafnmiklum óþægindum af þessum sökum, sem í fámennu bæjar- eða sveitarfélagi. Þetta sýnist augljóst mál og þarfnast ekki skýringa, til þess að verða skilið af þeim, sem einhverri sanngirni vilja beita. Þetta leiðir til hins, að margir kjósa fremur að láta sinn síðasta eyri til að forðast slíka niðurlæg- ingu. Fái sjúklingur bata, svo að hann losni við sjúkravist, getur engum dulizt hvílíkum kjörum hann á að sæta, þar sem hann stendur uppi snauður að fjármunum og tíðast lítt fær til starfs, a. m. k. fyrst um sinn. Á meðan hann, oft á tíð- um nauðugur, fórnar dvöl með- al sinna nánustu til þess eins að fría þá og aðra við smit- hættu, verður hann, tekjulaus og ófrjáls, að bera þann kostn- að, sem af þessu leiðir. Hvílík mannúð, sem þarna lýsir sér. Þessu fjárhagslega máli fylgir svo líkt og draugur hætta sú, að fólk skirrist við að leita sjúkrahússvistar, þó að grun- ur sé á, að slíks væri þörf. Ég veit, að margur sveitamaðurinn telur sér engan sparnað gerðan með .dvöl á sjúkrahúsi, þrátt fyrir það, að gjaldið, sem hann greiðir, er aðeins fimmti hluti þess, er dvöl hans reiknast að kosta. Þessir menn eru tíðum svo frískir, að nokkrum störf- um gætu sinnt, auk þess að húsbændur gætu stjórnað heimili sínu, sem að öðrum kosti bíður upplausnar. Ein- stakling eða heimili með litlar eignir dregur ekki svo lítið gjald, sem nemur 400—500 kr. á ári. Verður það í mörgum til- fellum nóg til að steypa fjár- hag þeirra. Þá er það og til, að sjúklingum er dæmt að borga fulla meðgjöf á sjúkrahúsinu, séu þeir taldir svo efnum búnir að geta staðizt það. Má geta því nærri, hvort ekki muni sætt hinu fyrsta tækifæri til heim- ferðar, þegar svo er um hnút- ana búið. Dæmi þess eru til, og sennilega mörg, að slíkt hefir átt sér stað, og leynir sér ekki hver hætta fylgir þeirri ráða- breytni, • þar sem sjúklingurinn stendur ef til vill við takmörk smithættu. Frh. á 3. s. lenzku máli. Siðar munu aðrir koma og byggja ofan á þann grunn, sem vel er gerður. — Margir menn hafa litla unun af bókum um mannfélagsmál, og mun það mála sannast, að fáar slíkar bækur nái vinsæld- um hjá öllum landsmönnum. En hver frjáls þjóð verður að geta haft útsýn um mannfé- lagsmál. Ef íslendingar ætla að varðveita frelsi sitt og fé- lagsmálamenningu, þýðir ekki fyrir borgara landsins að hyggja sig mega loka augum fyrir þeirri merkilegu fræði- grein. Mér hefir komið til hug- ar að bjóða forstöðumönnum við æskumannaskóla landsins að fá þessa bók í bandi fyrir kostnaðarverð. Væri nóg fyrir hvern skóla að fá 25 eða mest 50 bækur, og lána þær síðan heilum bekkjum til lesturs og undir próf í félagsfræði. Ann- ars verða bækur þjóðarútgáf- unnar ekki prentaðar nema handa föstum kaupendum. VIII. Stjörnufræðin á að verða hin fyrsta af mörgum hliðstæðum bókum í náttúrufræði. Næst ætti að koma jarðfræði með jarðsögu íslands. Síðan efna- fræði, eðlisfræði, líffræði og sálarfræði. Hver af þessum bók- um á að vera um tíu arkir að stærð, og allar með myndum. Bækur um slík efni geta vel verið svo óheppilega gerðar, að nálega enginn af öllum hinum mörgu kaupendum þjóðarút- gáfunnar vildi skera upp úr þeim. En þær geta líka verið svo Fcrð Oðins til Eyja Menn eru almennt undrandi yfir skrifum Morgunblaðsins í sambandi við ferð varðbátsins Óðins til Vestmannaeyja. Stað- reyndir málsins eru þessar: 1. Laxfoss átti að fara fyrr til Eyja, en tafðist vegna verk- falls. 2. Óðinn átti að fara suður fyrir land til eftirlits. 3. Allmargir menn þurftu að komast til Eyja, — 26 fóru með skipinu, þar af 3 Framsóknar- menn — og viðkoman hefir áreiðanlega borgað sig fjár- hagslega fyrir skipið. 4. Það er sannað, að Jóhann Þ. Jósefsson, alþingismaður, hafði pantað far með Óðni, en hætti á síðustu stundu við för- ina, — sennilega til þess að geta látið skrifa árásargreinar. Ennfremur er það staðreynd, að vegna fárra skipaferða, hafa varðskipin verið notuð meira nú en áður til fólks- og farm- flutninga, enda minni hætta á því nú en fyrr, að veiðiþjófar fái með aðstoð loftskeyta og talstöðva fregnir úr landi um ferðir varðskipanna. Ferð- irnar eru ekki auglýstar í sam- keppni við aðra, og verða því ýmsir af þeim, — en hinsvegar hafa þeir verið fluttir, er færa sönnur. á, eða gera líklegt, að þeir eigi brýnt erindi til ákveð- inna staða. í samræmi við þessa reglu er flutningur á prestin- um vestur á Breiðafjörð, flutn- ingur fjögurra manna til Vest- mannaeyja, samkvæmt beiðni Jóhanns Jósefssonar, — skipið var sent gagngert með þá, — og loks flutningur á fulltrúum á aðalfund Sölusambands ís- lenzkra fiskframleiðenda. Margt fleira hliðstætt mætti nefna. Þannig eru staðreyndirnar. Hvað segja menn svo um árás- argreinar Morgunblaðsins, þar sem hrúgað er saman klúryrð- um og skömmum um ráðherra Framsóknarflokksins og hótað samvinnuslitum, af því að í 26 manna hópi, sem Óðinn flutti til Eyja, voru 3 Framsóknar- menn?! Þó er þessi herferð blaðsins hafin rétt eftir að Óð- inn hefir verið sendur gagngert til Vestmannaeyja með fjóra „sjálfstæðis“-menn samkvæmt beiðni Jóhanns Þ. Jósefssonar, alþingismanns! Fyrirgreiðsla sem þessi hefir verið talin svo sjálfsögð, að forstjóri skipaútgerðarinnar hefir ákveðið ferðirnar, án þess að leita samþykkis dómsmála- ráðherra. Svo var um förina eftir fulltrúum á fund sölu- sambandsins, ferð fjórmenning- anna til Eyja eftir beiðni Jó- hanns Jósefssonar, og nú þessa síðustu för Óðins. c. _ vel gerðar, að þær verði lesnar með eftirtekt af hverjum hugsandi manni í landinu og geta opnað augu þúsunda af æskumönnum landsins fyrir fegurð og dýrð náttúrunnar. Þeir, sem semja slíkar bækur verða að hugsa sér að lesendur þeirra viti sama sem ekkert um efnið, og að bókin þurfi að vera einskonar sjálffræðari. Höf- undurinn þarf að finna til eins og maður, sem stendur uppi á háu fjalli og lýsir megindrátt- um, en ekki smáatburðum í yf- irborði víðlends héraðs, sem blasir við sjónum hans. Ég hygg að mér sé auðveldast að lýsa fyrirkomulagi þessara náttúrufræðibóka með því að segja frá umtali, sem orðið hef- ir í menntamálaráði um jarð- fræði, sem Pálmi Hannesson væri allra manna færastur að semja. Bókin byrjaði með sögu- legum inngangi. Þar væri' rakin æfiatriði og uppgötvanir nokk- urra þýðingarmestu jarðfræð- inga stóru landanna. Síðan væri á sama hátt sagt frá helztu íslenzku j arðfræðing- unum, Eggert Ólafssyni, Sveini Pálssyni, Jónasi Hallgrímssyni, Þorvaldi Thoroddsen, dr. Helga Péturs og Guðmundi Bárðar- syni. Síðan tæki við hver rit- gerðin af annarri, hin fyrsta um gerð sólkerfisins, önnur um dauðabergið og hið lífvana tímabil jarðsögunnar. Þá kæmi hver kaflinn af öðrum úr sögu jarðarinnar og íslands. Loka- þátturinn yrði um sköpunar- sögu landsins eins og hún ger- ist nú á dögum. Því lík bók er IÓNAS JÚIVSSON: Þjóðarútgáfan

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.