Tíminn - 25.01.1941, Blaðsíða 2

Tíminn - 25.01.1941, Blaðsíða 2
38 TÍMIM, lawgardagmn 25. janiíar 1941 10. blað Njö endnrbætnr á Háskóla Éslsiads ^ímtrm Laugardaf/inn 25. jan. Aldarijórðungs- afmælí Framsóknar- flokksms Þessa dagana eru liðin 25 ár síðan Gestur Einarsson bóndi á Hæli kvaddi saman fjöl- mennan fund að Þjórsárbrú til að stofna nýjan flokk. Á þess- um fundi var ákveðið að bjóða fram við kosningar til efri deildar þá um sumarið lista með nöfnum tólf manna. Efsti maður á þessum lista var Sig- urður Jónsson á Yztafelli. Neðsti maður var Hallgrímur Kristinsson. Um þennan lista stóð þegar frá upphafi mikill styr. Gest- ur Einarsson og nánustu sam- starfsmenn hans fóru ekki dult með, að þeir ætluðu að stofna nýjan landsmálaflokk og gerðu ráð fyrir því, að hann yrði mjög áhrifamikill. Þær spásagnir for- göngumannanná hafa orðið að veruleika. Við kosriingarnar mitt um sumarið fékk listi Mbl.- manna með Hannes líafstein efstan, um 1850 atkvæði. Listi nýja flokksins fékk 1200 at- kvæði og kom Sigurði Jónssyni að. Listi Alþýðuflokksins og listi, sem Einar Arnórsson bar fram fyrir sig sem ráðherra, fengu hvor um sig 600 atkvæði og komu ekki að manni. Það var sýnilega mikil orka bak við framboð Sigurðar Jónssonar. í fyrsta áfanganum var náð tveim þriðju hlutum af fylgi sterkasta flokksins í landinu. Við kosningar um haustið bættust nokkrir nýir þingmenn í hinn nýja flokk. Alþingi kom saman fyrir jól. Þann vetur var gengi hins nýja flokks sýnilega mikið. Fyrsta daginn, sem Sig- urður Jónsson sat á þingi, var hann kosinn varaforseti í sam- einuðu þingi, og eftir nokkra daga var hann orðinn ráðherra í fyrstu þjóðstjórn íslendinga. Hann hafði yfirstjórn þýðing- armestu málanna. Til hans stjórnardeildar heyrði forusta í bankamálum, landbúnaði, verzl- un, iðnaði, samgöngum á sjó og landi, símamálum og póst- málum, Síðan þessir atburðir gerð- ust er liðinn fjórðungur aldar. Margs er að minnast frá þessu tímabili. Engum mun koma til hugar að segja, að Framsókn- arflokkurinn hafi verið alls- ráðandi allan þennan tíma. Slíkt á sér aldrei stað í lýðræðis landi. En hinu verður heldur ekki neitað, að Framsóknar- flokkurinn hefir haft mjög mikil og varanleg áhrif á þró- un margháttaðra félagsmála hér á landi. Einna mest var uppskeran um 1930. Þá var undir leiðsögu Framsóknar- flokksins lokið við Landspítal- ann. Sundhöllin fullgerð hið ytra. Búnaðarbankinn stofn- settur. íslandsbanki endur- reistur sem útvegsbanki. Skipa- útgerðin byrjuð. Landssmiðjan er endurreist. Lagt fram frv. um byggingu handa Háskóla íslands, Héraðsskólarnir að Laugarvatni og Reykholti að mestu fullgerðir. Síldarbræðsla ríkisins á Siglufirði fullgerð og tók til starfa. Bifreiðasamband hófst að sumarlagi frá Reykja- vík til Húsavíkur og flest helztu undirlendi landsins. Varðskip- ið Ægir var fullbyggt bæði til strandgæzlu og björgunar. Lögreglumálum Reykjavíkur var þá í fyrsta sinn komið í við- unandi horf. Og til að leggja sérstaka áherzlu á hina öru og margþættu þróun þjóðfélagsins var haldin hin mikla Alþingis- . hátíð á Þingvöllum vorið 1930. í félagsmálum vinna ótal hendur að hverju verki. Öll þjóðin á meira eða minna þátt í stórframkvæmdum þeim, sem hér er getið. En Framsóknar- menn lögðu til forustuna við lausn allra þessara mála. í tuttugu og fimm ár hefir styrk- ur þessa flokks verið fólginn í því, að styrkja stærstu hug- sjónamenn um stærstu verk- efni, sem um var barizt á hverj- um tíma. Stærsta mál þessara tíma er í ritgerðinni „Stofnun Jóns Sigurðssonar“, sem birt er í seinasta bindi ritgerðarsafns Jónasar Jónssonar, víkur höfundurinn að nokkrum endurbótum, sem gera þurfi á Háskóla íslands. f niður- lagi greinarinnar, .sem hér fer á eftir, telur hann upp þær endurbætur, er mestu máli skipta. Forráðamenn háskólans hafa ekki sýnt framsýni eða áhuga um hin sameiginlegu mál stofn- unarinnar. Aðstaða háskólans var mörkuð með úrræðaleysi og deyfð, þegar Framsóknar- menn tóku byggingarmál hans til meðferðar, sem þátt í al- mennri viðreisnarstarfsemi. Forstöðumenn háskólans hafa fyrir sitt leyti lítið skilið og enn síður kunnað að meta þessa starfsemi, og mun engin breyt- ing verða í því efni fyrst um sinn. Við háskólann eru allmargir starfsmenn, sem gera skyldu- verk sín með talsverðum mynd- arskap, og ekkert bendir til, að þjóðin muni hafa betra að bjóða í því efni fyrst um sinn. En enginn þessara manna var fær um að skapa þá nýjung, sem hér hefir verið gerð. Ekki er heldur sýnilegt, að háskólinn sé líklegur til að geta ummynd- frelsismál þjóðarinnar. Nábúa- flokkarnir hafa lofað miklu. Sjálfstæðisflokkurinn hefir sett skilnaðarmálið efst á stefnuskrá sína. Alþýðuflokkur- inn hefir bundizt heitum um að vinna að stofnun lýðveldis. Framsóknarmenn hafa ekki lofað miklu, en eftir fregnum að dæma hvaðanæfa utan úr hinum dreifðu byggðum er svo að sjá, sem Framsóknarmenn séu einráðnir í að fylgja stærstu hugsj óninni með dirfsku og gætni. Á flokksþingi Framsóknar- manna, sem kemur saman inn- an skamms hér í bænum, mun væntanlega verða gefið yfirlit um megindrætti í sögu flokks- ins. Þar er margs að minnast og er það efni of stórt til að verða tæmt í einum fyrirlestri. En vel mætti vera, að flokks- mönnum þætti svo miklu máli skipta aldarfjórðungsreynsla, ekki síður vegna starfs á kom- andi árum, að það þætti við eiga að gefa út með haustinu nokkra þætti um flokksstarfið, 'sem hafið var með miklum stórhug á fundinum við Þjórs- árbrú fyrir fjórðungi aldar. Einn af okkar merkari skóla- mönnum hefir sent fræðslu- málastjórninni skýrslu um ut- anför sína 1939. Útdráttur úr skýrslunni birtist almenningi í einu dagblaðanna í Reykjavík. Eitt atriði í skýrslu þessari vakti sérstaklega athygli mína. Ég hefi orðið þess var, að ýmsir utan skólastarfseminnar í landinu hafa höggvið eftir þessu sama atriði og notað það til hnýfilyrða á skólana okkar í heild og kennaraliðið. Þessi skólamaður lýsir morg- unstund í unglingaskóla í London. Honum segist svo frá: „Skólastjórinn stóð við púlt fyrir miðjum vegg, gegnt aðal- dyrum salarins, og kennaralið- ið þar út frá til beggja handa. Á töflu voru skrifuð tvö vers, sem syngja átti, og lék einn kennarinn á hljóðfæri. Allir sungu versin. En að þeim lokn- um lutu allir höfði meðan skóla- stjórinn flutti í hálfum hljóð- um örstutta bæn. Eg stóð undrandi yfir þeim alvöru- og hátíðleikablæ, sem yfir þessari stund hvíldi. Og er hann hafði lokið bæninni, sem varla hafði staðið lengur en eina mínútu, lyftu allir höfði í þögulli alvöru, en hann mælti: „Góðan daginn og til hamingju með starfið í dag.“ — Sigu þá sundur fylkingarnar, hægt og að sitt andlega skipulag, nema með aðstoð frá öðrum stofnun- um, og þá að likindum fyrst og fremst frá þeirri stofnun, sem hefir gert kleift að leysa bygg- ingarmálið, en það er Alþingi. Sumir kennarar háskólans hafa búið yfir sviplíkri and- legri meinsemd eins og kom hinum öldruðu dóiriurum í hæstarétti til að álíta, að þeir ættu að vera ríki í ríkinu. Al- þingi braut á bak aftur þessa óvenjulegu rökvillu. Sama verð- ur raunin með háskólann. Hann hefir allar sínar tekjur frá rík- issjóði, peninga frá skattþegn- um landsins, samkvæmt ráð- stöfun Alþingis. Háskólinn á að kalla má engar eignir og fær nálega engar tekjur nema fyrir atbeina rkisvaldsins. Það er ekkert í aðstöðu háskólans, sem gefur honum rétt til að vera ríki í ríkinu. Starf kennar- anna við þessa stofnun hefir heldur ekki gefið háskólanum sögulegan rétt til að ríkja ofar valdi og hagsmunum þjóðfé- lagsins. Svo mikið er víst, að Jón Sigurðsson ætlaði ekki þjóðskólanum að vera bundinn stakki stéttarhagsmuna. Fyrsta og sjálfsagðasta af- leiðing hinnar nýju húsbygg- ingar er, að allt það húsrúm, sem þar er til, verði fullnotað. Kennaradeildin og viðskipta- háskólinn eiga að sjálfsögðu að flytja þangað, og halda því á- kveðna formi, hvor fyrir sig, sem löggjafarvaldið velur þeim. Til mála kemur, að stýri- manna- og vélstjóraskólinn verði deildir í þjóðskólanum, og vel myndi Jóni Sigurðssyni hafa líkað það. Næsta meginverkefnið er að takmarka aðgang nemenda í núverandi deildir háskólans, eftir því, sem þörf þjóðarinnar krefur. Það er háskaleg fjar- stæða, að ríkinu beri skylda til að ala upp með ærnum kostn- aði miklu fleiri, lækna og lög- fræðinga heldur en þörf er fyrir í landinu. Þjóðskóli er miðaður við þjóðarhagsmuni, en ekki við sérkröfur einstaklinga. Þess vegna á ekki að taka fleiri nem- endur í nokkra deild í þjóð- skóla, heldur en ríkisstjórn og Alþingi telja, að landið hafi þörf fyrir á hverjum tíma. Tak- mörkun nemenda hlýtur jafn- an að gerast með samkeppnis- prófi. Þriðja nýjungin, sem þarf að gera í Háskóla íslands, er að koma á ársprófum í hverri deild, og tekið verði lokapróf í hverri grein. Með þeim hætti er hljóðlega, og hélt hver til sinn- ar stofu. Eg stóð eftir hissa og hrifinn. Eg gat ekki annað en hugsað heim, og einnig öfundað kenn- arana, sem gengu til starfa með þessum ungmennum, er þannig hófu dagsverkið." Þannig er þessi frásögn barnaskólastjórans á Akureyri. Og hann kemst að þeirri niður- stöðu í skýrslu sinni, að okkur skorti kristindóm í skólana. Nokkru eftir að frásögn þessi birtist í einu dagblaðanna, kom kunningi minn til mín, og við ræddum þessi mál. „Eftir því sem ég kemst næst,“ sagði hann, „eru flestir skólar á landi hér heiðnir skól- ar. Þar skortir gersamlega all- an kristindóm. Ekki eru undur, þótt æskunni okkar verði hált á svellinu, þegar hættur steðja að, eins og sannast nú á ungu stúlkunum víðsvegar um land- ið, og þá sérstaklega í Reykja- vík.“ Á þessa Teið fórust kunningja mínum orð. Mér er kunnugt um það, að svipað viðhorf til skól- anna hefir komið í ljós á op- inberum foreldrafundi, síðan umrædd grein birtist í blaðinu. Af sérstökum ástæðum finn ég hvöt hjá mér til þess að gefa skýrslu, þegar ég les þessa frá- sögn um hina helgu morgun- auðséð hvaða nemendur stunda námið á viðunandi hátt. Þeir, sem ekki gera það, ættu ekki að fá rétt til að halda áfram námi næsta vetur. Með því væri girt fyrir þá ólánsvenju, að nem- endur séu árum saman iðju- litlir eða iðjulausir á vegum ríkisins við svokallað nám. Fjórða umbótin, sem þarf að gera í háskólanum, er að láta drykkjuskap og slark varða brottrekstri úr skóla. Drykkju- skapur er nú ekki minna þjóð- armein heldur en berklaveikin. Og það er óhætt að fullyrða, að mikið af áfengisbölinu er að kenna vesaldómi þeirra manna, sem hafa staðið fyrir uppeldi ungra manna í embættaskól- um landsins. Vínnautn hefir þótt þar svo sjálfsögð, að fram á síðustu missiri hefir þótt eðli- legt að stúdentar yrðu ölvaðir á eftir lokaprófi í menntaskóla og við inngöngu í háskóla. Það er naumast hægt að hugsa sér meiri óvirðingu gerða nafni Jóns Sigurðssonar en að kenna við hann stofnun, sem telur það afsakanlegt, að kennarar og nemendur haldi drykkjugildi saman, og þykist menn að meiri fyrir félagsskap um víndrykkju. Fimmta stórbreytingin, sem þarf að verða í lífi háskóla- nemenda snertir íþróttir og lík- amsmenntun. í amerískum há- skólum er lögð jafn mikil rækt við líkamsmenntun eins og bók- leg fræði, en hér er öll sú hlið málsins vanrækt nokkurn veg- inn eins mikið og hægt er. Hefi ég áður vikið að því, að kenn- arar við háskólann hafa, í sam- bandi við hina virðulegu bygg- ingu, enga forsjón haft í því skyni, að stuðla að bættri lík- amsmenntun. En úr því má bæta síðar. Nóg er landrými á háskólalóðinni fyrir íþróttahús, þegar skilningur vex á málinu. Sjötta atriðið, sem mér þykir hlýða að benda á, er sú nauð- syn, að enginn nemandi út- skrifist úr Háskóla íslands svo, að hann hafi ekki að minnsta kosti stundað einn vetur nám í sinni sérgrein við erlendan háskóla. Væri hægra að fram- kvæma þá nýjung, ef háskóla- nemendur væru aldrei fleiri heldur en þjóðin hefir þörf fyrir. Sjöundi og síðasti liðurinn, sem hér verður drepið á, er hin nýja forstaða, kanslarastarfið. Ein af höfuðmeinsemdum há- skólans er sú, að þeir menn, sem mótað hafa skipulag hans, hafa reynt að líkja eftir stór- um háskólum á meginlandinu, og haldið, að hér væri aðstaða til að miða uppeldið við vís- indanám. Þessir menn hafa ekki gætt þess, að vaxtarbrodd- ur vísindanna er nú hjá ríkis- stofnunum meðal ríkra og fjöl- mennra þjóða. Sjálfstæðar, stund í enska skólanum og heyri, hvaða hljómgrunn þau orð fá í hjörtum ýmissa, sem hafa hneigðir til að skútyrða skólana og saka kennarana um allt misheppnað uppeldi æsku- manna. Eg hefi liíað sams konar morgunstund hrifningarinnar í enskum unglingaskóla. Það var i Leeds fyrir 10 árum síðan. Mín lýsing á þessari helgu morgunstund verður mjög svip- uð þeirri lýsingu, sem að ofan er rituð. En ég hugsaði ekki heim, eins og okkar ágæti skólamaður, og engin öfund gerði vart við sig hjá mér. — Kannske stafaði það af skorti á kristindómsáhuga og þjóð- rækni? Eg dvaldi lengur í skólanum og umhverfi hans en þessa morgunstund, og sannfærðist um það áður en lauk, að slíkar kristindómsstundir í skóla eða skólum eru engin sönnun fyrir ágæti skólaandans og skóla- uppeldisins. Ef við heimsækjum skóla til þess að kynna okkur t. d. bekki, borð og stóla, þá er ekki nægi- legt að líta á þessi áhöld og dást að fegurð þeirra og styrk- leika, og óska þess síðan, að við hefðum svona borð og stóla í skólanum heima. Við verðum a. m. k. fyrst að leita eftir réttu svari við þessum spurningum: Hvernig fara þessi áhöld með líkama nemendanna? Eru þeir óskemmdir af því að sitja við þessi borð og á þess- um stólum eftir 3—4 vetra nám eða lengur. vísindalegar rannsóknir geta tæpast orðið framkvæmdar hér á landi nema í sambandi við náttúru landsins, móðurmálið og sögu landsins. Og eftir ná- lega 30 ára starf Háskóla ís- lands, er í þessum greinum svo ástatt, að þjóðin á enga sögu um dvöl hennar í landinu, að frátöldum barnabókum, enga bókmenntasögu nema ágrip um fornbókmenntirnar, og í nátt- úruvísindum sézt ástandið af uppgötvun Dungals um snigla þá, er valda mæðiveikinni og fullyrðingu um hrygningu síld- arinnar í nánd við Vestmanna- eyjar. Með bættri aðstöðu get- ur orðið hér takmörkuð vís- indastarfsemi viðvíkjandi nátt- úru landsins og lífi þjóðarinn- ar. En í öðrum efnum má telja, að fátæktin og fámennið loki leiðunum. Meginhluti allra ís- lendinga, sem stunda háskóla- nám, hafa enga aðstöðu til að kynnast vísindum eða vísinda- legum rannsóknum, heldur brotum af niðurstöðum sumra vísindagreina til nota fyrir starfsmenn þjóðfélagsins. Það er þess vegna fullkom- lega sama og að reyna að kom- ast undir endann á regnbogan- um, að telja fólki á íslandi trú um, að Háskóli íslands geri nemendur_ sína að vísinda-. mönnum. í því liggur ekki van- met á hæfileikum námsmanna og kennara, heldur sú stað- reynd, að vísindalíf nútímans þarf önnur vaxtarskilyrði held- ur en unnt er að skapa í fá- tæku og fámennu landi. En verkefni íslenzks þjóð- skóla er allt annað. Hann á að geta alið upp og mótað dugandi embættismenn og starfsmenn fyrir hið íslenzka þjóðfélag. Þar kemur aðallega til greina, að veita slíkum mönnum viöun- andi fræðslu um þær niður- stöður vísindanna, sem falla eins og molar af borðum hinna ríku og fjölmennu mennta- þjóða. En hlutverk okkar sjálfra er að ala upp hrausta áhuga- menn, reglusama og hneigða til að vilja sinna þjóðnýtum vinnu- brögðum. Starf kanslarans í þjóðskóla íslands væri ekki að taka í sínar hendur vald eða vinnu kennaranna í. sérfræði- náminu, heldur að standa fyrir málum stofnunarinnar út á við og sinna uppeldi nemenda, sem fram að þessu hefir verið talið að mestu óviðkomandi há- skól.anáminu. Ég býst við, að sumum var- færnum mönnum sýnist hér vera erfitt verk fyrir höndum, að gera þjóðskóla í anda Jóns Sigurðsson úr fátæklegum og vanræktum lauriamannaskóla. En reynslan sannar, að dropinn holar steininn. Það er heil öld síðan Jón Sigurðsson hóf bar- áttu fyrir þessu máli. Það var Svo er því einnig varið um kristindómsstundír í skóla. Hve djúp og varanleg eru áhrif þeirra á barns- og unglingssál- ina?- Eru ungmenni, sem notið hafa þeirra stunda, siðfágaðri og betri menn yfirleitt en hin- ir, sem farið hafa á mis við þær í skólunum? Hafa þessar krist- indómsstundir nokkur áhrif á það, að með ungmenninu nái að þróast kostir hinnar ákjós- anlegustu skapgerðar? Eru þessar stundir ensku kennar- anna, eða efni þeirra, þeim hjartans mál, eða arfbundin hefð, eins og svo margt í ensk- um þjóðháttum, siðum og venj- um? — Sjálfsagt hvort tveggja. Já, ég hreifst með eins og skólastjórinn á Akureyri þessa helgu morgunstund fyrir 10 ár- um. Eg dvaldi síðan í þessum sama unglingaskóla þennan dag allan, hlustaði á kennslu, skoðaöi áhöld o. s. frv. Eftir hádegið fylgir skóla- stjórinn mér í náttúrugripa- safn skólans. Við göngum eftir löngum gangi. Út um opnar dyr til vinstri kemur í skyndi 14—15 ára piltur og snertir öxl skóla- stjórans um leið og hann snar- ast framhjá; „No!“ hreytir skólastj órinn út úr sér. Um leið snýr hann sér snöggt við gegn piltinum. Hann stillir sér upp eins og herforingi með viðeig- andi valdsmannssvip og atyrð- ir piltinn. Mér er kannske hug- stæðast, hversu pilturinn skalf af ótta. Hann virtist við það leka ofan í skóna sína, ef þannig mætti orða það. Eg varð í rauninni skelfingu lostinn. „Var nokkuð minnst á mig“? Sigurður Jónasson, forstjóri, ritar í Tímann s. 1. þriðjudag (þ. 21. jan.) alllangt mál. Mest er það um hann sjálfán, en nokkuð er þó mér ætlað. Tilefni þessarar greinar Sig- urðar Jónassonar á að vera út- varpserindi, er ég flutti fimmtu- dagskvöldið, 16. þ. m.: „Um hagnýt jarðefni og rannsókn landsins“. Fjallaði þetta erindi mitt einkum um kalksand Vest- fjarða, hagnýtt gildi hans t’il sementsvinnslu, og þær rann- sóknir, er gerðar hafa verið í þvi sambandi. Þeir, sem á hlýddu, munu hafa tekið eftir því, að erindi mitt var ekki um menn þá, sem hvött höfðu til rannsóknanna, heldur um þær sjálfar, framkvæmd þeirra og árangur. í þeim hluta forstjóra-grein- arinnar, er að mér veit, vill S. J. láta svo út líta, að ég hafi á einhvern hátt hallað réttu máli í frásögn. Hann nefnir þó ekki eitt einasta dæmi upp á slíkt. (Framh. á 3. síðu) lengi vel kæft í værðarvoðum danskjar og íslenzkrar þröng- sýni. Að lokum tókst að koma á fót stofnun, sem bjó presta undir embættisstarf á fslandi. Alllöngu síðar kom læknadeild- in. Þá liðu mörg ár, þar til laga- kennsla hófst, og síðan nokk- urt árabil, þar til þessar deildir voru sameinaðar með löggjöf og bætt við kennslu í íslenzk- um fræðum. Undirbúningur löggjafar um stað handa þjóð- skólanum og löggjöf viðvíkjandi byggingunni stóð frá 1928 til 1930. Þá tók það fjögur ár, frá 1930 til 1933, að koma gegn um Alþingi löggjöf um landgjöf Reykj avíkur, byggingarmálinu og happdrættislögunum. Síðan þá hefir verið unnið meira og minna að undirbúningi há- skólahússins og byggingarstarf- inu. Þegar litið er á, hve íöng þessi þróun hefir verið og hve mjög þröngsýni og hleypi- dómar hafa tafið framkvæmdir, þá þarf engan að undra, þó að það verði ekki auðsótt verk, að framkvæma þjóðskólahugsjón Jóns Sigurðssonar, að því er snertir hina andlegu og upp- eldislegu hlið málsins. Eitt er nú þegar hægt að fullyrða. Sá flokkur, sem hefir hrundið í framkvæmd hinu prýðilega byggingarmáli háskólans, mun ekki hika við að halda áfram að vinna á þann hátt að þjóð- skólamálinu, sem bezt sæmir minningu þess manns, sem stofnunin er kennd við og jafnan á að vera hennar vernd- arandi. J. J. Hvernig átti ég að skilja þetta? Hér var á feröum sami maður- inn, sem staðið hafði fyrir hinni helgu morgunstund. Hvað átti ég að hugsa? Hér var einhverju meir en lítið ábótavant. Nú hugsaði ég heim og gladdist við þá hugsun, að ekki ríkti upp- blásinn eða innblásinn heragi í neinum íslenzkum skóla. Hvað vantaði i þennan skóla? Ekki vantaði kristindóm. Ekki vantaði helgar stundir. Nei, — en það vantaði hið sama, sem líklega vantar í flesta ensku skólana eins og skólana okkar — og heimilin okkar. — Það vantar Krist í skó’lana. Það vantar . anida meistarans frá Nasaret í skól- ana. — Æskulýðinn, — en okk- ur hina fullorðnu fyrst og fremst, — skortir 'siðgæðisþrek hans'og viljastyrk, fórnarlund hans og samúðarkennd, þol- gæði hans og þrótt. Okkur skortir hann allan. Það er nóg til að hismi í heiminum, en minna um kjarna. Þannig er það, og þess vegna er heimurinn eins og hann er. Eg heimsótti fjölmarga skóla í Leeds og nágrenni borgarinn- ar og hlustaði á margar helgar morgunstundir. Eg legg engan dóm á þær frekar. Eg dvaldi á þessum stað um átta vikna skeið, því að fræðslumálastjórn Leeds-borgar þykir hafa gengið á undan um margt, sem lýtur að bættum skólabrag og skóla- kerfi, fræðsluháttum og bygg- ingum ungmennafræðslunnar í Englandi. Þess vegna heim- sækja skólana í Leeds margir J. J. Þorsteimi Þ. Víglimdssoni Krístíndómsstundír í skólum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.