Tíminn - 25.01.1941, Page 4

Tíminn - 25.01.1941, Page 4
40 TÍMIM, laiigardaginn 25. jaimar 1941 10. bla3S tÍR BÆNUM Messur á morgun: í dómkirkjunnl kl. 11, séra Bjarni Jónsson, kl. 2, barnaguðsþjónusta, séra Friðrik Hallgrímsson. 1 fríkirkjunni kl. 2, séra Árni Sigurðsson. í Laugar- nesskóla kl. 10, barnaguðsþjónusta; engin síðdegismessa. í háskólakapell- imni kl. 5, séra Bjarni Jónsson. í há- þólsku kirkjunni kl. 6Y2 árdegis lág- messa, kl. 10 árdegis hámessa, kl. 6 síð- degis bœnahald og prédikim. Skákþing Reykjavíkur. Skákþingið hófst í fyrradag og hafa verið tefldar tvær umferðir. Síðar verður skýrt frá vinningum keppend- anna. Faust-leikurinn, sem Stúdentafélagið efndi til sýn- ingar á í hátíðasal háskólans, verður sýndur í Varðarhúsinu á sunnudags- kvöldið. Leikfélag Reykjavíkur sýnir Háa Þór annað kvöld og hefst sala aðgöngumiða kl. 4 í dag. Sex söngvar nefndist nýútkomin sönglagabók eft- ir Sigvalda Kaldalóns Lögin eru við eftirfarandi kvæði: Huldur eftir Grím Thomsen, Hamraborgin eftir Davíð Stefánsson, Heiðin há og Tjaldið eina eftir Grétar Fells, Með sólskinsfána eftir Jakob Thorarensen og Ég syng um þig eftir Kjartan Ólafsson Finnskt skip, Wista að heiti, 7000 smálestir að stærð strandaði i Skerjafirði í gær á mjög svipuðum slóðum og enski tog- arinn á dögunum. Togaranum hefir verið náð út. Á víðavangi. (Framh. af 1. síSu.) stjórn Rauða Kross íslands nú veitt henni viöurkenningu á þann hátt, sem lög félagsskaparins mæla fyrir. Stjórn deildarinnar skipa: Kristján Arin- bjarnar héraðslæknir form. Kjartan Jó- hannsson læknir varaformaður, Gunn- ar Andrew ritari, Sigurður Þorkelsson gjaldkeri, Guðmundur Jónsson frá Mosdal, Sigurður Dalmann, Jóij A. Jó- hannsson, meðstjórnendur. t t r Á miðvikudaginn nú í vikunni rak tundurdufl í grennd við Dranga á Ströndum og sprakk þar í fjörunni. Var sprengingin gífurleg og mátti gerla heyra dunurnar og hávaðann langa vegu. Tjón varð eigi að sprengingunni. Bandamenn Breta (Framh. af 1. síðu) inn í Eritreu, ber mikið á Ind- verjum. í hernum, sem er í Kenya og sækir þaðan inn í A- bessiniu, eru aðallega Suður- Afríkumenn. Hergögn og vistir, sem þessir herir nota, eru að mjög litlu leyti frá Bretlandi. Þau eru að langmestu leyti frá löndum brezka heimsveldisins austan Suez-skurðar. í haust héldu fulltrúar þessara ríkja og ný- lendna fjölmenna ráðstefnu, þar sem markað var í aðal- dráttum, hvernig þau gætu veitt Bretlandi mesta aðstoð i styrjöldinni. Hergagnafram- leiðsla þessara landa, eins og t. d. Ástralíu, Nýja-Sjálands, Suður-Afríku og Indlands, fer stórum vaxandi og mun nú sennilega meira en fullnægja þörfum þess hers, sem Bretar hafa i Afríku og Asíu. Mörg þessara landa eru auðug af ýmsum hráefnum, sem þarf til hergagnaframleiðslu, og um flest þeirra má segja, að þau séu sannkölluð vistabúr. Með fullkominni og markvissri skipulagningu eíga þau auð- velt með að búa miljóna her eins vel úr garði og frekast er auðið. Mannfjölda skortir þau heldur ekki, því að samanlögð íbúatala þeirra er milli 400— 500 miljónir. Við þau bætast svo hinar auð- ugu og fjölmennu nýlendur Hollendinga og Belgíumanna. Skerfur Indlands er ekki sízt merkilegur í þessum efnum. Þar rís nú upp hver vopnaverk- smiðjan eftir aðra og einnig er verið að koma þar upp flug- vélaverksmiðjum. Rösklega hálf miljón Indverja er nú í her- þjónustu hjá Bretum og hefir mikill hluti þeirra hlotið fulla þjálfun. M.iklu fleiri Indverjar reyna þó að komast í herinn en fengið hafa það til þessa. Er unnið kappsamlega að því að koma upp nýjum æfingastöðv- um. Bretland heyir þvi ekki styrj- öldina einsamalt. Það hefir öt- ula og auðuga bandamenn. Það eru þeir, sem hafa gert mögu- lega sigrana í Libyu. Ef þeirra hefði ekki notið við, myndi ít- alir, en ekki Bretar, hafa hrós- að sigri í þessari viðureign. En því er ekki að neita, að það er ómetanlegur sigur fyrir Breta, að þjóðir, eins og Ástra- líumenn, Nýja-Sjálendingar, Suður-Afríkumenn og Indverj- ar skuli af frjálsum og fúsum vilja veita þeim stuðning 1 styrjöldinni. Þessar þjóðir hafa reynt Breta sem húsbændur. í stað þess að halda þeim undir- okuðum og ófrjálsum, hafa Bretar stöðugt verið að veita þeim aukið frelsi og sumar þeirra eru nú orðnar fullfrjáls- ar. Vegna þessarar reynslu af sambýlinu við Breta fylgja þessar þjóðir þeim í styrjöld- inni og óska þeim sigurs. Sá sigur, sem Bretar hafa þannig unnið, er þeim áreiðanlega meira virði en Þjóðverjum þeir blóðugu sigrar, er þeir hafa unnið á meginlandinu undanfarið iy2 ár. Þess ber ennfremur að geta, að tveir bandamenn Breta, Grikkir og Tyrkir, hafa mjög auðveldað þeim sóknína í Li- byu. Ef þessar þjóðir hefðu ekki fylgt Bretum, myndu þeir hafa þurft að binda meiri herafla austan Suez-skurðarins, til að vera viðbúnir að mæta árás, sem Þjóðverjar kynnu að gera um Balkanskagann og Tyrk- land á lönd Breta við Suez- skurðinn. Leikfélag Reykjavíkur »H ÁI Þ Ó R« LTM I lT.TíWH 4'n ni'iTu'H eftir MAXWELL ANDERSON. Sýning annað kvöld JBsJaP kl. 8. vestur um land í strandferð n. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4 k. fimmtudagskvöld 30. þ. m. Tekur flutning á allar venju- legar áætlunarhafnir til Akur- til 7 í dag. eyrar. Vörumóttaka á þriðju- dag á meðan rúm leyfir. Pant- Börn fá ekki aðgang. aðir farseðlar óskast sóttir á miðvikudag. Erlendar fréttlr. (Framh. af 1. síðu.) Antonescu hefir ákveðið að skipa nýja borgarstjóra og lög- reglustjóra í öllum borgum Rúmeníu. -GAMLA BÍÓ- VINSTtLKM HANS PABBA (FIFTH AVENUE GIRL) Amerísk gamanmynd frá R.K.O. Radio Pictures. Aðalhlutverkin leika: GINGER ROGERS, WALTER CONNOLLY, VERREE TEASDALE 0. fl. Aukamynd: UMSÁTRIÐ UM VARSJÁ. Sýnd kl. 5, 7 og 9. (Lækkað verð kl. 5) -NÝJA BÍÓ- LMDNEMAR VESTUBSEYS (WESTERN CARAVANS) Æfintýrarík og spennandi mynd. Aðalhlutverkið leik- ur Cowboy-kappinn CHARLES STARRETT Aukamynd: ,‘SWING SANATORIUM" Skemmtileg dans- og músíkmynd. Börn fá ekki aðgang. — Sýnd kl. 7 og 9. — W.VAV.V.V.V.V.V.'.V.'.’.VAV.V.V.V.VAV.'.VAVAV.V^VAV.'^^SV.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V/.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V ( Happdrætti Háskóla íslands ;! Vcrð hlutamiða og’ upphæð vinninga hækkar um þriðjung. Ainningar verða 6000, auk 30 aukavinninga, en voru áður 5000 Vhmingafúlgan verður 1 miljjón 400 þús. í stað 1 miljjón 50 þús. Vinningar verða sem hér segir: Vinningar áður Vinningar nú Þar af aukavinningar 1. fl. 2. —- 3. — 4. — 5. — 6. — 7. — 8. — 9. — 10. — 200 36200 kr. 357 85000 kr. 7 9400 kr. 250 47000 — 353 86300 — 3 4400 — 250 48800 — 402 87700 — 2 400 — 300 56600 — 402 90600 — 2 400 — 300 68400 — 402 91900 — 2 400 — 350 71600 — 452 ÍOOIOO — 2 400 — 400 83400*— 502 110500 — 2 400 — 450 90200 — 552 117300 — 2 400 — 500 103900 — 602 130600 — 2 400 — 2000 448900 — 2006 500000 — 6 3000 — Athugið ákvæðið um skafttfrelsi Sala taefst i <lag vmninganna .v. tVWUWU '•■.W.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.'.W.'.V.W.VW.V.V.V.VVVAVAW.'.VÍAW.WW Kristindómsstundir í skólum (Framh. af 3. síðu) sér skapgerö hans og líf, en með hinum „helgu“ stundum skól- anna, ef við á annað borð vilj- um það og okkur er það hjart- ans alvörumál. Höfum við ekki nokkra reynslu af gildi kristindóms- stunda í skólum hér á landi? í gamla Latínuskólanum munu slíkar stundir hafa verið daglegt brauð. Gamall prestur tjáði mér eitt sinn, að svo hefði verið. Hann kvaðst einnig hafa fylgzt með æfiferli þeirra 214 Robert C. Oliver: Æfíntýri blaðamannsins 215 ur, Cabera, sagði Grabenhorst glott- andi. — Hann hefir unnið sín verk mjög vel, svo að ég hefi enga ástæðu til að halda, að ég hafi keypt köttinn 1 sekknum, svaraði Cabera. — En nú er eitt enn. Hollman er blaðamaður, og það getur hugsast, að hann hafi þekkt eitthvað til Sir Reg- inalds. Það var mjög mikið rætt um fjölskylduna eftir slysið. Haldið þér að hann viti ekki hver Lucy Spencer er? — Kvöldið, sem við létum hann byrja að vinna fyrir okkur, gerðum við öflugar varúðarráðstafanir. Hefði hann reynt að svíkja okkur, var hann sam- stundis dauður. Ungfrú Spencer hafði gert sig mjög torkennilega áður en hún fór út í sína mjög svo undarlegu kvöld- heimsókn til Cina Charleys. Hún hefir áreiðanlega einnig skipt um nafn. Ég er viss um, að þau þekkjast ekki. Að minnsta kosti hefir hann starfað mjög vel. Aftur á móti veit ég, eftir því sem Mody segir, að þeir John Taylor þekkj- ast. Einu sinni kom það greinilega í ljós, að Hollman vildi forðast að hitta hann — og það er góðs viti. — O-ja-já, sagði Grabenhorst. Ég ég vil ganga úr skugga um þetta sjálf- ur. Ég vil vera fullviss um það, hvort ég má treysta þessum nýja meðlim eða ekki. Viljið þér senda Hollman hingað — ég ætla að tala við hann. Cabera gekk niður í salinn, þar sem allt var eins og áður. Bob var nú kom- inn þangað. Cabera gekk til hans og sló á herðarnar á honum. — Jæja, Hollman, við skulum tala ofurlítið saman. Bob sneri sér við, og reyndi aö lesa út úr svip Cabera, hvað nú væri í vændum. — Komið með til foringjans. Þér hafið lengi óskað eftir að kynnast honum. — Það vil ég mjög gjarnan, svaraði Bob. Hann grunaði ekki, að neitt sér- stakt byggi undir þessu, og hlakkaði til þess að sjá þennan dularfulla mann, sem réttvísin hafði svo oft og árang- urslaust leitað að. Þeir gengu saman út úr salnum og upp að dyrunum á íbúð Grabenhorst. Cabera bankaði varlega á hurðina. — Kom inn, heyrðist sagt innan frá. Þeir opnuðu og gengu inn. Grabenhorst stóð á miðju gólfi og horfði á þá. Bob stóð nú augliti til auglitis við þessa risakönguló, sem var svo tryggi- lega falin í hinu volduga neti sínu. Hann brenndi mynd hans .inn í meðvit- und sína, og vissi að hann mundi manna, sem skráðir voru út úr Latínuskólanum á meðan hann stundaði þar nám og nokkru lengur, eða alls um 10 ára skeið. Honum taldist svo til, að nær y4 hluti þessara manna hefði gjörsamlega farið í hundana, eins og það er kallað, flestir vegna drykkjuskapar. Gat á- rangurinn orðið lakari? Ég held einnig, að náttúru- fræðin sé sú námsgrein, sem nota má til að glæöa trúhneigð og trúarvissu ungmennanna, ef hún er réttilega kennd, eða réttara sagt: kennd að nokkru leyti með hliðsjón af því. Það væri athugandi fyrir guð- fræðideild háskólans, hvort prestaefnin yrðu ekki fremur vaxin þeim störfum, að við- halda guðstrú með þjóðinni, ef þau væru látin leggja meiri stund á náttúruvísindi í námi sínu, en minni stund t. d. á he- bresk fræði. Það er svo margt í náttúrunnar ríki, sem almenn- ingi er algjörlega hulið, en vekur auðveldlega aðdáun og lotningu hjá flestum þeim, er því kynnast, og má sannfæra hvern og einn hjigsandi mann um „Guð í alheimsgeimi og guð í sjálfum þér.“ Að lokum þetta: Við skyldum varast að leggja áherzlu á að sannfæra barnið um sannleiksgildi þeirra krist- indómskenninga, sem auðveld- lega hrynja í rústir í huga ung- mennisins, þegar það vitkast og öðlast meiri þekkingu. Þeir tímar eru hræðilegir í lífi ung- mennisins, þegar það sannfær- ist um það, að kennarinn eða foreldrarnir hafa sagt því sögur úr kristnum fræðum, og lagt á- herzlu á sannleiksgildi þeirra, — sögur, sem að efni til stang- ast t. d. við staðreyndir nátt- úruvísindanna. Þorsteinn Þ. Víglundsson. skólastjóri, Vestmannaeyj um Útbreiðið Tímaim! asiiij er frá og með deginum í dag kr. 29S2 pr. k^. H.f. Smjörlíkisgerðin Smári. H.f. Ásgarður. H.f. Svanur. Smjörlíkisgerðin Ejómi. Verkamannafélagið Hajgsbrun. Kosning stjórnar, varastjórnar, stjórnar Vinnudeilusjóðs, endurskoðenda og Trúnaðarráðs, fer fram í Hafnarstræti 21 Kosningin stendur yfir: Laugardaginn 25. janúar frá kl. 17 til kl. 23 Sunnudaginn 26. — — 13 — — 23 Mánudaginn 27. — — — 17 — — 22 Þriðjudaginn 28. — — — 17 — — 22 Miðvikudaginn .... 29. — — — 17 23 og er þá lokið Félagsmenn eru beðnir að athuga, að þeir einir hafa kosn- ingarrétt, sem eru skuldlausir fyrir árið 1939. Kjörstjórn Verkamannafélagsins Hagsbrnn J'.W.W/.WV.V.W.MV.W.VW.W.VSW.V.VA^W.V.V.V.W.'.V.WAWW.W.V.W.'.W.Vi

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.