Tíminn - 25.01.1941, Blaðsíða 3

Tíminn - 25.01.1941, Blaðsíða 3
10. blað TÍMIM, langardagiim 25. januar 1941 39 ANNÁLL Afmæli. Jón Guðmundsson, fyrrum hreppstjóri frá Narfeyri, verður 75 ára hinn 27. þessa mánaðar. Jón er fæddur á Brekkum í Hvolhreppi, sonur Guðmundar Þorkelssonar bónda þar, og konu hans, Ólafar Jónsdóttur frá Eyvindarmúla í Fljótshlíð. Jón fluttist til Reykjavíkur ár- ið 1885 og lærði þar trésmíði. Dvaldi hann í Reykjavík til 1908, en fluttist þá að Ósi í Skilmannahreppi og bjó þar í sjö ár. Var hann um skeið bæði oddviti og sýslunefndarmaður hreppsins. Frá Ósi fluttist Jón að Narfeyri á Skógarströnd og bjó þar þangað til 1930, að hann fluttist aftur til Reykja- víkur. Jón var hreppstjóri og sýslunefndarmaður í Skógar- strandarhreppi um langt skeið og í stjórn Kaupfélags Stykkis- hólms frá stofnun þess og þang- að til hann fluttist úr hérað- inu. Jón er kvæntur Guðrúnu Jakobsdóttur, hreppstjóra, Árnasonar frá Auðsholti í Ölf- usi. Þau hafa eignazt fimm dætur og tvo syni, sem öll eru á lífi og hin mannvænlegustu. Jón hefir jafnan haft mikinn áhuga á þjóðmáluni og fylgt þar stefnu Framsóknarflokks- ins. Ólafur Ingvar Sveinsson, bóndi og hreppsnefndaroddviti á Grund í Vesturhópi, varð sjötugur á siðastliðnu ári. Hann hefir verið oddviti hrepps- nefndar í Þverárhreppi sam- fleytt í 28 ár. Færðu sveitungar hans honum útvarpstæki í jólagjöf, sem vott þakklætis og viðurkenningar fyrir ágæt störf í þágu sveitarinnar. Ingvar á Grund, — eins og hann er venjulega nefndur, — hefir komið mjög við sögu sam- vinnumála í Vestur-Húna- vatnssýslu. Var hann einn af stofnendum kaupfélagsins fyrir rúmlega 30 árum, og fyrsti deildarstjóri í Þverárhrepps- deild félagsins. Auk fleiri starfa í þágu félagsins, hefir hann verið endurskoðandi kaupfé- lagsreikninganna óslitið síðan árið 1924. Ingvar er mesti reglumaður og leysir öll verk af höndum með vandvirkni og samvizku- semi, enda nýtur hann trausts og vinsælda allra, sem hann þekkja. Sk. G. Vinnið ötullega fyrir Tímann. enskir skólamenn árléga víðs- vegar að af landinu, einnig frá London. Öðrum þræði dvaldi ég þarna svo lengi, ef ég mætti kynnast því, hversu varanleg siðgæðis- áhrif þessi kristindómsandi skólanna hefði á æskuna yfir- leitt, því að ég hafði áður kynnzt honum í norskum lýðháskóla. Eg verð að segja það, þó ég eigi á hættu að hneyksla fólk: Á- hrifin virðast vara sorglega stutt yfirleitt, þó að það sé ekki undantekningarlaust. Fleiri en einn enskur skóla- maður setti fram þá spurningu í einkasamtali um þessi mál: Er enski æskulýðurinn, þegar öll kurl koma til grafar, siðgæðis- ríkari eða siðferðisfágaðri en æskulýður annarra Vestur- Evrópuþjóða? Eða: Er æskulýð- ur nokkur siðmenningarlands léttúðarfyllri, þegar á heild- ina er litið, en enski æskulýð- urinn, svo að ekki sé notað grófara orð, þrátt fyrir hinar helgu stundir skólanna? Þó ber að geta þess, að ensku heimilin byrja snemma að glæða trúhneigðina og til- beiðsluhvötina hjá barninu. Þau renna þannig styrkum stoðum undir kristindóms- stundir skólanna. Þannig standa ensku skól- arnir miklu traustari fótum í þessum efnum en okkar skólar. Eg kom oft á leikvelli og í skemmtigarða í borginni og ná- grenni hennar. Eg sóttist helzt eftir að vera þar, sem æskan lék sér eftirlits- og agalaus. Eg sá margt fagurt og eftirbreytni- „Var nokkuð minnst á mig?“ (Framh. af 2. siöu) Það er heldur ekki von, því það er ekki hægt. í erindi mínu sagði -ég, að þessar rannsóknir, sem um ræð- ir, hefðu verið framkvæmdar fyrir „atbeina ríkisstjórnar ís- lands“. Annað kom ekki mínu máli við. Hvern þátt S. J. hefir átt í því, að fá ríkisstjórnina til að láta gera rannsóknirnar, veit ég ekki, né heldur þekki ég milligöngu hans milli ríkis- stjórnarinnar og hins erlenda firma, er fengið var til að gera áætlunina um sementsverk- smiðjuna. En ég held að hvor- ugt sé efni í útvarpserindi. S. J. leitast við að gera sem minnst úr rannsóknum mínum, og segir að minna ráða „muni lítt hafa verið leitað“. Það er nú fjarri mér, að vilja se'ilast til hóls um nokkuð, er lýtur að framkvæmd þessa máls, né ætl- ast til, að mér sé þakkað annað en ég á. En hitt má heldur ekki lá mér, þó að ég krefjist þess, að vera sanngirni beittur í dóm- um um rannsóknir minar. Að til mín hafi þó verið leitað bera orð Sigurðar Jónassonar sjálfs vitni. Hann segir í Nýja Dag- blaðinu, 7. ág. 1935, að forsætis- ráðherra hafi ákveðið „að láta framkvæma nauðsynlegar rann- sóknir á leirmagni hér í grennd og var Jóhannesi Áskelssyni, sem þá var í Vatnajökulsferð sinni, falið, þegar hann kom heim, að framkvæma þessar rannsóknir og ennfremur að mæla upp og áthuga nánar skeljasandssvæðið við Sauð- lauksdal“. Þetta gerði ég eins og fyrir mig var lagt. Eg hafði þegar 1932 gert undirbúningsathugan- ir á kalksandinum. Hið heims- kunna firma, sem samdi áætl- unina um hina íslenzku sem- entsverkmiðju, virðist líta öðr- um augum á þetta starf mitt heldur en S. J. gerir nú. í áætl- un firmans stendur: „Inden vor Ingeniör Aude kom til Island, var der jo allerede foretaget en förste inledende Undersögelse af Raamateriajspörgsmaalet, idet Geologen, Hr. Johannes Áskelsson, havde udpeget en Kalkforekomst og en Lerfore- komst, som han mente vilde kunne,- bruges, nemlig Kalk- sandsforekomsten i Patreks- fjord og Lerforekomsten ved Ellidaá“. í áætluninni stendur ennfremur, þegar lýst hefir verið kalksandi á Stokkseyri, Álftanesi á Mýrum og í Tálkna- firði, en allir reyndust illnot- hæfir að dómi hins erlenda verkfræðings, er firmað sendi hingað til rannsóknanna. „Til bage bliver saaledes kun den af Hr. Johannes Áskelsson ud- Jörðiu Fagranes á Langanesi er til sölu og laus til ábúðar á næstkomandi fardögum. Áhöfn getur fylgt, ef óskað er. — Upplýsingar gefa þeir Karl Hjálmarsson kaupfélagsstjóri og Ingimar Baldvinsson, Þórshöfn. pegede Forekomst i Patreks- fjord, ..... “sem hinn eini nothæfi þeirra kalksanda, sem rannsakaðir voru. Aðeins eitt atriði enn: Þegar reynslan hafði úr því skorið, að leirinn var of snauður af kísil- sýru til þess, að hægt væri að nota hann einan í hráefna- blöndu sementsins, virtist mál- ið stöðvað, minnsta kosti í bili. Eg var þá staddur í Kaup- mannahöfn. Þeir verkfræðing- arnir, Monbergsbræður og dr. Nielsen, kvöddu mig til fundar við sig um málið. Þar var ég spurður að því, hvort ég teldi líklegt, að finna mætti í grend við kalksandinn kísilsúrari leir en þann, er áður var getið. Eg taldi þá á því litlar líkur, eins og reynzt hefir rétt vera. En ég benti þá á hverahrúðrið. Verk- fræðingarnir töldu strax rétt að reyna það til uppbótar á kísil- sýruskorti leirsins. Eg símaði þvi til S. J. og bað hann að sjá um að hverahrúður, sunnan af Reykjanesi, yrði sent til firm- ans. S. J. getur nú rifjað upp vert. Eg sá líka ýmislegt ljótt og andstyggilegt, og jafnvel svo spillt æskulif, að frá því verður ekki skýrt, hvorki í mæltu máli né riti. Hér var æskan úr skól- unum að leikjum eða við annað stundardundur. Framkoman virtist vera eins misjþfn og sinnin og skinnin, rétt eins og framkoma skólaæskunnar okk ar, þrátt fyrir hinar helgu stundir skólanna. Leeds er mikil verksmiðju- borg, svo sem kunnugt er. Það sögðu mér skólamenn, að líf unga fólksins, sem vinnur þar í verksmiðjunum, væri sora blandið, svo að til böls horfði. Á hvern hátt má það þá ske, að æskan eignizt Krist þannig, að hann verði henni varanleg eign, sem hefir djúptæk áhrif á skapgerð hennar og líf? Það er hin vandráðna gáta, sem kirkjan virðist ekki standa nær að leysa en aðrar uppeldis stofnanir, því að ekki verður annað séð, en að æskulýðurinn flýi hana. — Á sama tima fyllir hann skólana, þessar kristin dómssnauðu stofnanir. Eg fyrir mitt leyti hefi ekki sterka trú á því, að þessi uppvaxandi kynslóð hverfi til kirkjunnar, þegar aldurinn færist yfir hana, og hún fer að hugsa og hvarfla hulganum til eilífðarmálanna. Mun hún ekki fremur fylla sali sálarrannsóknanna og guð- spekideildanna, eða velta fyrir sér heimspeki Helga Péturs. — Þó gefur hirðisbréf biskupsins svolitla von um breytingu til batnaðar frá því sem nú er, ef með sér, hvernig - þau afskipti heppnuðust. En er hverahrúðr- ið loks barst firmanu fyrir minn atbeina, reyndist það gott til uppbótar á göllum leirsins eins og ég hafði spáð, og voru þá fundin öll þau efni, er til sementsins þurftu, og ástæða fengin til að ráða sérfræðing til frekari rannsókna. Þegar ég hafði lesið grein Sigurðar Jónassonar, flaug mér í hug piltungi einn, sem ég kynntist einu sinni. Hann hélt alltaf, að allir væru alltaf að tala um sig. Brygði einhver sér að heiman, var viðkvæðið hjá strák, þegar komið var heim aftur: „Var nokkuð minnst á mig?“ Eg held nú, að S. J. hafi ekki heyrt erindi mitt, en að hann hafi síðar spurt þá, er á hlýddu: „Var nokkuð minnst á mig?“ Nú gerði ég það auðvit- að ekki, þar eð erindið var um kalksand en ekki um Sigurð Jónasson og afrek hans. Þetta vissi útvarpsráð og hafði ekk- ert við það að athuga. Jóhannes Áskelsson. honum endist aldur og starfs- kraftar, og hann verður lán- samur með samstarfsmenn inn- an kirkjunnar og utan. Tímarnir breytast og menn- irnir með. Og þær stofnanir andans sem efnisins, sem ekki vilja, — með allri gætni þó — veita viðtöku nýrri þekkingu, nýjum straumum og reyna til að samþýða það eða samlaga þörfum líðandi tíma, — þær stofnanir daga uppi og stein- renna fyr en varir. Já, á hvern hátt má það verða, að æskan geti orðið fyrir varanlegum áhrifum af lífi Krists og skapgerð. Hér þýðir auðsjáanlega ekki að ríghalda sér í gamlar kenni- og trúar- setningar. Væri það goðgá að draga hinn helga hjúp af Jesú og sýna æskunni hann eins og hann var og er raunverulega: mikill, óendanlega mikill í skapgerð sinni og lífi, en þó mannlegur? Hvernig myndi það takast að sníða megin sögukennslunnar þannig, að hún yrði öðrum þræði leiðin að þessu marki, þessari skapgerðarmótun. Hvernig myndi það reynast að byrja sögukennsluna í fram- haldsskólunum með ítarlegri og hnitmiðaðri fræðslu um skap- gerð og lif mannssonarins frá Nasaret, og leggja síðan skap- gerð hans, markmið og leiðir til grundvallar, þegar við síðar í- sögukennslunni fellum dóm um persónur veraldar- og íslands- sögunnar. Til þess að það mætti takast, þyrfti að semja veraldarsöguna þannig fyrir skólana, að hún yrði meir persónusaga, sem gæfi sýn inn í einkalíf og skapgerð, en styrjaldarsaga, eins og nú, þar sem valdasjúkir blóðvargar og bölvaldar verða hinir miklu í sögunni. Eg set hér fram nokkrar spurningar máli mínu til skýr- ingar. Það er kennslustund í sögu. Við ræðum um frelsisbaráttu Jón Sigurðssonar forseta. Við er um að ljúka við kaflann um hann. Hver var hugsjón hans? Hvaða tilfinningar fólust að baki henni? Hver munu vera einkenni þeirrar skapgerðar, sem knúðu fram orðin: „Vér mótmælum allir,“ eða „aldrei að víkja frá réttum málstað?“ Að hverju leyti var barátta Jóns hliðstæð baráttu Krists? Hvað- an fengu þeir styrk til að stríða fyrir sínum góðu og göfugu hugsjónum? Skulu þeir hafa fengið hann frá sömu lindinni, sama aflgjafanum? — Eigum við nokkuð af þessum einkenn- um þeirra? Getum við fundið dæmi um það? Getum við leitað styrks og máttar í lífinu frá sama aflgjafanum? Hvernig? Hvernig getur unglingurinn þegar, að einhverju leyti fetað i fótspor þessara mikilmenna sögunnar? o. s. frv., o. s. frv. Eg árétti þessar spurningar með því að minna á kvæði Matthíasar um Skúla fógeta. Þar er þetta erindi: „Hvaðan kom þér, kappinn sterki, konungborin sál, Ragnarsþrek í víkingsverki, viljans sigurstál? Lúður þinn og frána fána fékkstu ei „úr búð“; allt, sem þér nam auðnan lána átti sál þín prúð.“ Það er tiltölulega auðvelt að vekja aðdáun og virðingu — jafnvel lotningu og ást — hraustra og kröftugra ung- menna fyrir göfugum og sterk- um sálum, sem berjast og fórna sér fyrir háleitar hugsjónir. Og með spurningum og hugleiðing- um í kringum þetta efni má fá ungmennið til að skyggnast inn að sinum eigin hjartarótum. Það má glæða skilning og sjálfsþekkingu, eða gefa þrá eftir henni. Hún reynist stund- um sterk, ef hún er vakin á annað borð. Hún glæðir með- vitundina um eigið sálarlíf, hugsanir og hegðun. Sem annað ákjósanlegt dæmi úr sögunni má nefna Jón Ara- son, baráttu hans og dauða. Þriðja dæmið af handahófi er Marteinn Lúther, og þá al- veg sérstaklega á kirkjuþinginu í Worms. Fjórða dæmið er Sókrates, kenningar hans og kennsla á götum Aþenuborgar og ekki sízt síðustu lífsstundir hans. Það er mín persónulega skoð- un, að við myndum með völdum sögukennurum megna fremur á þennan hátt að leiða Krist inn í kennslustofuna og hjálpa æskunni til að skilja og tileinka (Framh. á 4. síðu.) Gangið í GEFJUNAR íötum Á síðustu árum hefir fslenzk- um iðnaði fleygt fram, ekki sízt hefir ullariðnaðurinn aukizt og batnað og á ullar- verksmiðjan Gefjun á Ak- ureyri mikinn þátt í þessum framförum. Gef junardúkarnir eru nú j löngu orðnir landskunnir j fyrir gæði. Ullarverksmiðjan vinnur úr j íslenzkri ull, fjölmargar teg- undir af bandi og dúkum tilj fata á karla og konur, börn j og unglinga. Gef jun starfrækir sauma- stofur í Reykjavík og á Ak- j ureyri. Gef junarföt eru j smekkleg, haldgóð og hlý. i Gefjunarvörur fást um landj allt hjá kaupfélögum ogj kaupmönnum. Cr ef ) 1111 Il.i. Eimskipafélag íslands. Tllkyuniiig til viðskiptamauua Vér leyfum oss að benda heiðruðum viðskiptamönnum á, að vörur, sem þeira eiga liggjandi í vörugeymsluhúsum vorum, eru þar á þeirra ábrygð og að þeim ber sjálfum að sjá um bruna- tryggingu á þeim og um aðrar þær tryggingar, sem þeir telja nauðsynlegar. Þetta gildir jafnt um þær vörur, sem eru í vorum vörzlum hér í Reykjavík og hjá afgreiðslumönnum vorum víðsvegar um landið. Reykjavík, 22. janúar 1941. H. F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSL VADS mtmmtnmtmtmmmmtttmtmmmmtmmmmmttmmtmmmmmmttmKffl TÍMINN er víölesnasta anglýslngablaðið! mttmtmtttttmttttmttmtmmtttmmtttttmmtttmmttmtttmmttmttmmttmtmt 216 Robert C. Oliver: Æfintýri blaðamannsins 213 aldrei gleyma henni framar. Hann sá þykkar varirnar, svart yf- irskeggið og hin þungu augnalok yfir hvössum augunum. Herðarnar voru breiðar og brjóstið mikið, fæturnir sverir og sterklegir — næstum því eins og þeir væru grónir ofan í gólfið — eins og tákn þess, að það væri ekki öllum hent að ryðja þessum risa íir vegi. Hann hafði allmikla ístru, sem benti á góða daga og lítið líkamlegt erfiði. Það var augnabliks þögn. Hvöss augu Grabenhorst mættu rannsakandi augnatilliti Bobs. Hvorugur leit undan. — Mætti ég leyfa mér að kynna Bob Hollman fyrir foringjanum. Það var Cabera, sem talaði. — Einmitt það-------Mr. Hollman — — komið þér nær, ungi maður. Viljið þér ekki setjast? Ég er vanur að kynn- ast nánustu samstarfsmönnum mínum persónulega. Þér hafið nýlega lokið starfi, sem, eftir því sem Cabera skýr- ir frá, hefir tekizt vel. Bob settist, eftir bendingu Graben- horst, hægra megin við hann. Þar sat hann þannig, að ljósið féll beint í and- lit hans. — Segið þér mér nú eitthvað um yð- ur sjálfan, Mr. Hollman, sagði nú Gra- benhorst, sem fylgdist með hverri Grabenhorst létti. — Hvaða maður var þetta. — Eg hefi getið mér til, að----- — Engar getgátur. Hver var maður- inn? — John Taylor — auðvitað hann. — John Taylor, sem við höfum niðri í klefanum? Cabera kinkaði kolli. — Hann hefir líka haft málið með höndum síðan. — Það er nú svo, sagði Grabenhorst. Ég hugsa að ég hafi gaman af að heilsa upp á þennan náunga. En svo er það eitt enn: Bob Hollman....... Hvernig útskýrið þér, að hánn, sem áður var einn af áköfustu og hættulegustu fjandmönnum okkar, skuli allt í einu vera orðinn einn af gagnlegustu og hæfustu mönnunum í „Keðjunni“? Þér segið, að það sé óhætt að treysta hon- ,um. Hvernig rökstyðjið þér það? Cabera brosti. — Ég er glöggur mannþekkjari, og mér mistekst ekki oft. Hollman er blaðamaður. Laun hans eru heldur ó- veruleg, en hann er hneigður fyrir munað og þægindi. Ég álít, að hugs- unin um æfintýraríkt líf, ásamt góð- um launum, sem við greiðum honum, hafi breytt.skoðun hans á okkur. — Ég vona að þér hafið rétt fyrir yð-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.