Tíminn - 06.02.1941, Blaðsíða 1
RITSTJÓRNARSKRIFSTOFOR:
EDDUHÚSI, Llndargötu 1 D.
SÍMAR: 4373 og 2353.
AFGREIÐSLA, INNHEIMTA
OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA:
EDDUHÚSI, Lindargötu 1 D.
Sími 2323.
PRENTSMIÐJAN EDDA h.f.
Símar 3948 og 3720.
25. ár.
-------------------!-------------------
Reykjavík, fimmtudagiim 6. febrúar 1941
Tíu koiiiiiiíinisiar ákærðir
fyrir landráðastarfsemi
DreiíibréSið var Sjölritað á skriS*
stoSu SocialistaSélagfs Reykjavíkur,
f
en dreiSt út Srá skriSstolu æsku-
lýðsSylkingarinnar
/ einni stœrstu loftárás Þjóðverja á -London eyðilagðist ein fornfrœgasta
bygging borgarinnar, Guildhall. Nokkur hluti þessarar byggingar var frá
1411, en meginhlutinn frá 1789. Stór salur náði eftir nœr endilangri bygg-
ingunni, 50 m. langur, 16 m. breiður og 17 m. hár. Rúmaði hann milli 6000—
7000 manns. Þar liafa borgarstjórar Londonar um langt skeið verið settir
inn í embœtti sín á mjög hátíðlegan hátt. Salurinn var prýddur mynda-
styttum af mörgum frœgustu mónnum Breta. í hliðarsölunum hafa verið
haldin réttarhöld, auk þess var þar stórt bókasafn og minjasafn. —
Margir stórsögulegir atburðir liafa gerzt í Guildhall. — Myndin sýnir rúst-
irnar í stóra salnum. Þakið hefir fallið inn.
GLAPRÆÐI MUSSOLINIS
Dómsmálaráðuneytið á-
kvað í fyrradag, að höfða
skyldi mál gegn þeim mönn-
um, er sannazt hefir að átt
hafi hlut að bréfi því, að
dreift var meðal erlendra
hermanna hér í bænum
meðan á Dagsbrúnarverk-
fallinu stóð. Jafnframt fyr-
irskipaði dómsmálaráðu-
neytið málshöfðun gegn rit-
stjórum Þjóðviljans vegna
skrifa þeirra um málið.
Valdimar Stefánsson, fulltrúi
sakadómara, kvaddi blaðamenn
á fund sinn í gær til þess að
skýra þeim frá rannsókn dreifi-
bréfsmálsins og því, er hún hef-
ir í ljós leitt. Frásögn hans var
á þessa leið:
Rannsókn málsins er nú lok-
ið. Hófst hún hinn 11. janúar,
en 10. janúar seldi herstjórnin
brezka íslenzkum yfirvöldum í
hendur þá fimm menn, sem
hún hafði látið fanga, þá Har-
ald Bjarnason, Bragagötu 38,
Helga Guðlaugsson, Laugavegi
55, Eggert H. Þorbjarnarson,
Bergstaðastræti 30, Eðvarð K.
Sigurðsson, Litlu-Brekku, og
Guðbrand Guðmundsson, Berg-
þórugötu 15 A.
Með játningu sakborninga
sannaðist, að Eggert H. Þor-
bjarnarson er upphafsmaður
bréfsins og samdi það á ís-
lenzku, eftir að hafa ráðgazt
við Hallgrím B. Hallgrímsson,
Auðarstræti 9, um efni þess.
Síðan"'þýddi Hallgrímur bréfið
á enska tungu, og kveðst hann
hafa gert það einn, nema hvað
stúlka, er dvalið hefir meðal
enskumælandi þjóða, hafi
hjálpað sér um þýðingu ein-
stakra orða og orðatiltækja.
Þessa stúlku neitaði Hallgrím-
ur eindregið að nafngreina.
5. janúar hjálpuðust þeir
Eggert og Hallgrímur að því að
fjölrita bréfið og gerðu þeir það
í skrifstofu Sósíalistafélags
Reykjavíkur, félags kommúnista
í Reykjavík, í Lækjagötu 6. Er
þeir höfðu lokið fjolrituninni
brenndu þeir frumritunum,
bæði því íslenzka og enska.
Ritvélin, sem þeir notuðu, var
fengin að láni hjá félaginu Iðja.
Fundur Framsókn-
armanna í Austur-
Barðastrandarsýslu
12. janúar síðastliðinn héldu
Framsóknarfélög Geiradals-
hrepps og Framsóknarfélags
Reykhólahrepps sameiginlegan
fund að Kambi í Reykhóla-
sveit. Á fundinum voru rædd
ýms almenn landsmál, svo sem
sj álfstæðismálið, samstarf við
aðra flokka, skatta- og tolla-
mál og rafmagnsmál. Urðu
einkum langar umræður um
sjálfstæðismálið og samstarfið.
Hófust síðan umræður um
innanhéraðsmál og voru eink-
um rædd vegamál héraðsins.
Fara hér á eftir nokkrar á-
lyktanir fundarins:
Sambandsmálið.
„Fundurinn álítur að vinna
beri að því, að öll þjóðin standi
(Framh. á 4. síðu.)
Fjölritunartækið hafði Eggert
lengi haft í sínum vörzlum.
Þeir Eggert og Hallgrímur
tóku ekki þátt í dreifingu bréfs-
ins.
Dreifimiðarnir voru brotnir
saman í skrifstofu Æskulýðs-
fylkingarinnar, (félags ungra
kommúnista). Klukkan 7.30
lögðu nokkrir menn af stað með
miðana til þess að dreifa þeim
út meðal hermannanna. Sex
menn áttu hlut að því verki,
Eðvarð K. Sigurðsson, Ásgeir
Pétursson, Leifsgötu 3, Harald-
ur Bjarnason, Helgi Guðlaugs-
son, Guðbrandur Guðmundsson
og Guðmundur Björnsson,
Njálsgötu 98.
Rannsókn málsins var lokið
23. janúar. Voru réttarskjölin
þá send dómsmálaráðuneytinu
til úrskurðar, hvað gera skyldi.
4. febrúar fyrirskipaði ráðu-
neytið málshöfðun gegn þeim
mönnum átta, sem hér hafa
verið nefndir á undan, fyrir
brot gegn 10. kafla hegningar-
laganna. Ennfremur fyrirskip-
aði ráðuneytið málshöfðun
gegn ritstjórum Þjóðviljans,
Einari Olgeirssyni og Sigfúsi
Sigurhj artarsyni, fyrir brot
gegn 2. málsgrein 121. greinar
hegningarlaganna, samanber og
10. kafla hegningarlaganna,
fyrir skrif um dreifibréfsmálið
í Þjóðviljanum.
f gær var öllum aðilum til-
kynnt málshöfðunin. Dóms í
málum þessum má vænta áður
en langt um líður.
Sjö sakborninganna,. er þátt
tóku í samningu bréfsins og
dreifingu, sitja í varðhaldi.
Mun svo verða þar til dómur
fellur. Hinn áttundi, Guðmund-
ur Björnsson, hefir eigi verið
hnepptur í fangelsi.
Kveffaraldur, nokkuð illkynjaður,
hefir gengið í Reykjavík, Hafnarfirði,
Keflavík, Akranesi og sennilega víðar
síðustu tvær vikur eða jafnvel lengur
og hefir þó kveðið mest að honum
síðustu vikuna. Nokkuð mun kvefpest-
in vera farin að breiðast út í sveit-
irnar hér í grendinni, þótt ekki séu
mjög mikil brögð aff'því enn sem kom-
ið er. Líklegt er, að útbreiðsla farald-
ursins sé búin að ná hámarki sinu hér
í bænum. Læknar eru ekki fyililega á-
sáttir um það, hvort hér sé um kvefpest
að ræða eða væga inflúenzu. Allmargir
þeirra, sem fengið hafa faraldur þenna,
hafa lasnazt svo, að þeir hafa verið
rúmfastir 1—2 daga, en á fremur fáa
hefir hann lagzt þyngra.
t t t
Ríkisútvarpið efnir til svonefndrar
bændaviku 9.—15. febrúar. Verða öll
útvarpserindi þá viku flutt á vegum
Búnaðarfélags ' íslands. Erindi þessi
verða alls 38, flutt af forvígismönnum
Búnaðarfélagsins, ráðunautum þess og
starfsmönnum og öðrum forystumönn-
um í málefnum landbúnaðarins, sér-
fræðingum ýmsum, bændum og
menntamönnum. Erindin fjalla um hin
margvíslegustu efni: Kvikfjárrækt,
jarðrækt, meðferð ýmissa afurða, dag-
leg störf, verzlunarárferði, búnaðar-
fræðslu, jarðfræði, endurminningar frá
liðnum dögum og margt fleira, sem of
langt yrði upp að telja. Tvær kvöldr
vökur verða þessa viku, sunnudag og
laugardag. Á síðari kvöldvökunni
Erleiidar fréttir
Frá Vichy berast nú ýmsar
sögusagnir um, að Petain muni
slaka til fyrir ÞjóSverjum. Dar-
lan flotamálaráðherra átti við-
ræður við Abetz, sendiherra
Þjóðverja í París, í fyrradag og
gerði Abetz grein fyrir sein-
ustú kröfum Þjóðverja. Darlan
fór til Vichy um kvöldið og hafa
síðan verið haldnir þar stöðug-
ir ráðuneytisfundir. Öruggt
þykir, að Þjóðverjar heimti að
Laval fái sæti í Vichystjórninni
og eigi hann síðan að undirbúa
framsal franska flotans. Líklegt
þykir, að Petain óttist, að
mynduð verði leppstjórn i Par-
ís og kjósi því heldur að láta
undan. Annars eru fregnir um
þetta mjög á reiki.
Wendell Willkie er nú á leið
vestur um haf í flugvél. Hann
mun svara spurningum á fundi
utanríkisnefndar Bandaríkja-
þings á morgun. Wilikie skrapp
til írlands áður en hann fór
vestur og ræddi við De Valera.
Áður en Willkie fór frá Eng-
landi lýsti hann yfir því, að
hann myndi gera allt, sem hann
gæti til að auka stuðning
Bandaríkjanna við Bretland.
Hann lýsti jafnframt aðdáun
sinni á hugrekki brezks al-
mennings og forystu Churchills.
Hann lét einnig birta stutt á-
varp á þýzku í enska útvarpið,
þar sem hann sagðist vera
stoltur af því að vera af þýzk-
um ættum, en hann væri unn-
andi frelsis og væri því andvíg-
ur núverandi stjórn Þýzkalands.
Ensku blöðin lofa Willkie fyrir
mikinn dugnað, því að hann
hafi verið á stöðugu ferðalagi
meðan hann dvaldi austan hafs
og notað tímann ótrúlega vel.
Willkie er líka orðlagður starfs-
maður. Hann hefir með þessari
ferð unnið sér mikla lýðhylli í
Bretlandi.
í Balkanlöndunum virðist
mótstaða gegn Þjóðverjum
fara harðnandi. Búlgarski lahd-
(Framh. á 4. síðu.)
syngur karlakór Hvanneyringa milli
þátta, við stjórn söngkennarans þar,
Hans Jörgenssonar.
r t t
Grímur Arnórsson á Tindum í Geira-
dal skýrði Tímanum svo frá tíðindum
i Austur-Barðastrandarsýslu: — í
haust og vetur hefir tíð verið einmuna
góð, svo að elztu menn muna eigi betri
tíð, oftast stillur og úrkomulítið. Alveg
var snjólaust þar til aðfaranótt 31.
janúar, að talsverða fönn setti niður.
En brátt leýsti þó aftur, svo að nú mun
snjólaust vera þar vestra. Þessi góða
tíð hefir þó tiltölulega lítinn heysparn-
að í för með sér, því að jörð er lítt fall-
in til vetrarbeitar á þessum slóðum,
hverju svo sem viðrar. Heyfengur
manna eftir sumarið var yfirleitt
sæmilegur, hey ekki verulega hrökt.
Þó töfðu óþurrkar heyskapinn. Gras-
spretta var góð í sumar.
t t t
í haust var hafin vegagerð frá Kinn-
arstöðum í Þorskafirði, inn með firð-
inum austanverðum. Er það upphaf
vegar, er leggja skal yfir Þorskafjarð-
arheiði norður að Djúpi. Alls var unnið
fyrir 10 þúsund krónur í haust.
t t t
Sextán póstpokar, sem áttu að fara
hingað til lands, týndust með skipinu
Western Prince, er skotið var í kaf á
leið sinni um Atlantshaf. Var í pokum
þessum póstur sá, er til féllst á tíma
18. nóvember til 5 desember. Megin-
hluti póstsins var frá Vesturheimi, en
Það er sameiginlegt álit hlut-
lausra fregnritara, að Þjóð-
verjar stjórni nú málefnum ít-
alíu eins og þeim þóknist. Þeir
hafi heldur ekki náð neinu
landi jafn auðveldlega og fyr-
irhafnarlítið undir yfirráð sín.
Þótt benda megi á mörg
glappaskof hjá stjórnmála-
mönnum lýðræðislandanna á
undanförnum árum, eru þau
samtl lítilfjörleg hjá því glap-
ræði, sem Mussolini gerði síð-
astliðið sumar, þegar hann hóf
þátttöku í styrjöldinni. Það er
nú fullvíst, að meginþorri al-
mennings og herforingj arnir
voru andvígir þessari ákvörðun.
Ef lýðræði hefði verið í Ítalíu,
myndi hún aldrei hafa komizt
nokkuð af honum var frá Svíþjóð. í
einum pokanum var ábyrgðarpóctur.
t t t
Skráning atvinnulausra manna í
Reykjavík hefir nýlega verið fram-
kvæmd. Gáfu 24 sig fram. í fyrra á
sama tíma voru atvinnuleysingjar í
Reykjavík 553, en 521 árið 1939. — Ár-
ið 1939 voru atvinnuleysingjar íReykja-
þó færri, samkvæmt talningu þeirri, er
þá fór fram í byrjun febrúarmánaðar,
heldur en nokkurt annað ár á tíma-
bilinu 1930—40.
t t r
Hárgreiðslumeyjar og starfsstúlkur á
veitingahúsum eiga enn í verkfalli og
þykir ekki líklegt, að þær kaupdeilur
verði leystar í bráðina. Eigendur veit-
ingahúsa hafa neitað að tala við
samningsnefnd frá stúlkum fyrr en
öllum veitingahúsum bæjarins hafi
verið lokað. Veitingaþjónar og hljóð-
færaleikarar höfðu sem kunnugt er
gert samúðarverkfall á sínum tímum,
þegar sýnt þótti, að samningar tækj-
ust eigi. Það hefir heldur eigi þótt
til neins að halda samningafund með
hárgreiðslumeyjum og eigendum hár-
greiðslustofanna. Er það að ólíkind-
um, að sú deila leysist í bráð heldur.
— Loftskeytamenn á togurum höfðu
boðað verkfall í dag, ef sættir yrðu
ekki komnar á um kaup þeirra og kjör.
— Loks hafa afgreiðslustúlkur í mjólk-
urbúðum og brauðabúðum samþykkt
verkfallsheimild, ef með þarf.
í verk. Þá aðstöðu, sem ítalir
eru nú komnir í, verða þeir al-
gerlega að skrifa á reikning
einræðisins.
Það þykir líklegt, að Musso-
lini hafi farið í styrjöldina í
þeirri trú, að hún væri raun-
verulega til lykta leidd og ítalir
þyrftu því ekki að berjast að
ráði. Hann sá fyrir hrun Frakk-
lands og hefir talið víst, að
Bretland myndi fara fljótlega
sömu leiðina. Honum hefir því
ekki þótt síðar vænna að
blanda sér í leikinn, ef hann
ætti að tryggja ítölum einhvern
hluta í herfanginu.
Það má telja víst, að Musso-
lini hafi byggt þessa skoðun að
verulegu leyti á sögusögnum
Þjóðverja. Trú hans á sann-
leiksgildi þeirra hefir aukizt,
þegar hann sá hina sigursælu
sókn þeirra. Þá gat hann
ekki lengur staðizt mátið.
Það er vissulega ekki undarlegt,
þótt fáfróður almenningur
flækist í áróðursneti Þjóðverja,
þegar slyngur einræðisherra,
sem hefir hina beztu aðstöðu til
að ge.ta fylgzt með málunum,
lætur blekkjast.
Það verður tæpast skýrt öðru
vísi, hvers vegna Mussolini lét
Ítalíu fara í styrjöldina. Hon-
um mun áreiðanlega hafa ver-
ið fyllilega ljóst, að mikið skorti
á, að ítalir hefðu nægan hern-
aðarlegan undirbúning og að
þeir yrðu algerlega háðir
Þjóðverjum, ef styrjöldin stæði
til langframa. Herforingj arnir,
sem voru mótfallnir styrjöld-
inni, munu áreiðanlega ‘ hafa
gert honum fulla grein fyrir
þessu.
Þótt svo hefði farið, að ítalir
hefðu enga ósigra beðið, voru
þeir orðnir háðir Þjóðverjum
eftir nokkra mánuði, ef styrj-
öldin héldi áfram. Ítalía
hefir engar teljandi kola- og
olíunámur. ítalir höfðu ekki
miklar birgðir af þessum vör-
um, þegar styrjöldin hófst. Kol
gátu þeir ekki fengið annars
staðar en í Þýzkalandi og eftir
að Bretar höfðu lagt hafnbann
á Ítalíu gátu Þjóðverjar alveg
ráðið yfir olíuflutningnum til
Ítalíu. Án kola og olíu geta ít-
alir ekki rekið ftamleiðslu sína
eða hernað. Þeir voru því orðnir
Þjóðverjum fljótlega háðir af
þessum ástæðum, þótt engar
(Framh. á 4. siöu.)
Á. KROSSGÖTUM
Kveffaraldurinn. — Bændavika ríkisútvarpsins. — Úr Austur-Barðastrandar-
sýslu. — Þorskafiarðarheiðarvegurinn. — Sextán póstpokar týnast. — Ekkert
atvinnuleysi í Reykjavík. — Kaupdeilurnar. -
15. blað
A víðavangi
LÆRDÓMSRÍKT FYRIR
HEILDSALANA.
Heildsalablaðið bendir á það,
að viðskiptaástandið hér sé nú
á ýmsan hátt svipað og í árs-
lok 1915. Utanríkisverzlunin
hafði þá gengið að óskum tvö
undanfarin ár og verzlunar-
;öfnuðurinn því verið mjög
hagstæður um áramótin, en á
síðari árum heimsstyrjaldar-
innar hafi þessi hagnaður ver-
ið etinn upp og reyndar miklu
meira. Lætur blaðið í ljós þann
ótta, að sama sagan geti endur-
tekið sig nú. Blaðið getur þess
ekki, að gróði fyrstu styrjald-
áráranna fór að verulegu leyti
forgörðum sökum þess, að við
gættum þess ekki á verðhækk-
unarárunum, sem komu þar á
eftir, að stilla innkaupum okk-
ar í hóf. Þessi reynsla ætti að
verða okkur lærdómsrik og
vonandi fást aðstandendur
heildsalablaðsins til þess að
viðurkenna hana í verki.
BÆJARÚTGERÐIN
í REYKJAVÍK.
Bæjarbúar munu áreiðanlega
fagna þeirri ráðabreytni bæjar-
stjórnarinnar að taka varðskip-
ið Þór á leigu í þeim tilgangi að
lækka fiskverðið í bænum. Það
mun þó flestum þykja eðlilegra,
að bærinn gerði skipið út á
fiskveiðar heldur en að hafa
það í fiskflutningum til Eng-
lands. Þá væri hægt að lækka
fiskverðið á mjög auðveldan og
einfaldan hátt. Hitt virðist
miklu erfiðara að nota gróðann
af fiskflutningunum til að
lækka fiskverðið. Enn hefir líka
.ekkert heyrzt um það frá bæj-
arstjórninni, hvernig hún
hyggst að hátta framkvæmdum
I þeim efnum. Þannig getur líka
farið, að enginn gróði verði af
bessum flutningum og hver
verður þá lækkun fiskverðsins.
Bæjarstjórnin verður að segja
bað skýrt og skorinort, hvernig
hún hugsar sér að lækka fisk-
verðið með þeirri tilhögun, sem
nú er á útgerð Þórs. Annars er
ekki ólíklegt, að ýmsir fari að
efast um efndirnar.
BÆNDADAGUR.
í seinasta blaði Ingólfs er
vakin athygli á tillögu, sem
samþykkt var á aðalfundi
stjórnar S. U. F., 1939, um al-
mennan bændadag, þ. e. að á-
kveðinn dagur verði haldinn há-
tíðlegur í öllum sveitum lands-
ins og þá sérstaklega minnzt
starfa sveitafólksins í þágu lýðs
og lands. Tillaga þessi hefir ver-
ið send Búnaðarfélagi íslands
og ber að vænta þess, að hún
verði tekin til athugunar á bún-
aðarþinginu, sem nú er að
hefja störf sín.
SÖFNUÐURINN, SEM EKKI
MÁ MINNAST Á.
Árni frá Múla krefst þess af
forsætisráðherra, að hann láti
Tímann hætta að birta greinar
um nýja fríkirkjusöfnuðinn,
sem ýmsir' helztu forsprakkar
Sjálfstæðisfokksins hafa látið
stofna í þeim tilgangi, að
hnekkja áliti ráðherrans. Þessi
krafa er mjög skiljanleg, ef lit-
ið er á málið frá sjónarmiði
Árna. Þorra landsfólksins er
orðið það ljóst, að þessir for-
sprakkar Sjálfstæðisflokksins
hafa stofnað umræddan söfn-
uð í pólitískum tilgangi, en ekki
af trúarlegum áhuga. Meðal
allra, sem unna þjóðkirkjunni,
mælist það vitanlega illa fyrir,
þegar stofnað er til klofnings
og sundrungar í henni, með
slíkt takmark fyrir augum.
Margir þessara manna hafa
heldur ekki búizt við slíku frá
Sjálfstæöisflokknum, sem hefir
látizt vera kirkjunni vinveittur.
Hinn nýi söfnuður hefir sýnt
þeim svart á hvítu, að Sjálf-
stæðisflokkurinn þyrmir ekki
þjóðkirkjunni, ef hann heldur
(Framh. á 4. siðu.)