Tíminn - 06.02.1941, Blaðsíða 2

Tíminn - 06.02.1941, Blaðsíða 2
58 TÍMMN, íiinmtudaffimi 6. fehruar 1941 15. blað fpminn Laugardaginn 8, febr. Viðskiptamálin Hngleiðingar nm sjá Eftir Ólai Jóhaimesson lögfræðing Á síðasta ári urðu a,llmiklar breytingar á stjórnarhögum ís- lands. Sambandsríki vort, Danmörk, var, eins og kunnugt er, hernumin af hinu þýzka herveldi aðfaranótt 9. apríl f. á. Sakir þessa atburðar hlaut sambandið á milli ríkjanna að rofna að mestu leyti. í hinni íslenzku stjórnarskrá er að visu byggt á því, að konungur vor sé búsettur í öðru riki, og honum heimilað að fara með konungsvald hér, þegar hann er staddur í því ríki, þ. e. hinu danska ríki, eða hér á landi. En samkvæmt eðli málsins er það ófrávíkj anlegt skilyrði þess að konungur geti farið með æðsta stjórnvald hér, að auð- velt sé að ná til hans, því að á ast í byggingar á s. 1. ári, vegna þess háa verðs, sem var á inn- fluttu efni. Innflytjendur munu heldur ekki hafa talið æskilegt, að safna að sér miklu af nauð- synjavörum, umfram það, sem þörf var fyrir á árinu. Þrátt fyrir „vörukaupastefnuna", sem Sjálfstæðismenn skrifa um, er ekki vitað að margir kauptmenn hafi farið til Englands árið sem leið, í þeim tilgangi að reyna að ná kaupum á nauðsynjavör- um í stórum stíl. Ekkert skal fullyrt um það hér, hvort unnt hefði verið að auka eitthvað kaup á miður nauðsynlegum varningi í Eng- landi árið sem leið. En jafnvel þótt svo hefði verið, var það ekkert bjargráð. Það er alls ekki hægt að halda því fram, að við værum betur á vegi staddir, þó mögulegt hefði verið að kaupa eitthvað af vörum, sem vel er hægt að vera án, fýrir t. d. 3—4 milj. kr., og innieignir bankanna, sem nú eru yfir 50 milj. kr., hefðu lækkað, sem því nemur. í einum „pistli“ ísafoldar síð- astliðinn laugardag, er varpað fram spurningu um það, hvern- ig Framsóknarmenn muni standa að vígi „þegar farið verður að ræða um viðskipta- málin við kosningarnar í vor.“ Framsóknarmenn standa vel að vígi í þeim umræðum. Þeir hafa fylgt þeirri stefnu á und- anförnum erfiðleikaárum, að takmarka innkaupin um leið og tekjurnar minkuðu. Það er stefna allra hygginna manna, sem kunna fótum sínum forráð í fjárhagsefnum. En ísafoldar- menn mega vita það, að gætnir fjármálamenn eru ekki hrifnir af baráttu Sjálfstæðisflokksins á liðnum árum gegn þeim ráð- stöfunum, sem gerðar hafa verið til að ná hagstæðum verzlunarj öfnuði. Sk. G. milli hans og ráðherranna, sem að mestu leyti fara með störf hans, þarf að vera all náið sam- band. Er Danmörk var her- numin, var því augljóst, að konungi mundi með öllu ó- kleift að rækja störf sin hér á landi. Þá þegar var og sýnilegt, að dönsk stjórnarvöld mundu eigi geta farið með utanríkis- mál vor. En, eins og kunnugt er, var Danmörku með sam- bandslögunum falið að fara með utanríkismál íslands í um- boði þess. Forsenda þess um- boðssamnings var vitanlega, að svo náið samband væri á milli landanna, að íslenzk stjórnar- völd gætu jafnan gefið umboðs- manninum, Danmörku, fyrir- mæli um meðferö utanríkismál- anna og að dönsk stjórnar- völd, sem með utanríkismálin fóru, gætu leitað álits og um- sagnar íslenzkra hlutaðeigandi stjórnarvalda, hvenær sem var. Með hernámi Danmerkur voru því brostnar forsendur fyrir umboðinu. Ennfremur var ljóst, að Danmörk mundi eigi geta farið með landhelgisgæzlu hér við land, þar sem floti hennar var á valdi ófriðaraðila, og því eigi samrímanlegt íslenzku hlutleysi, að hann væri í ís- lenzkri landhelgi, og^héldi þar uppi landhelgisgæzlur íslenzkum stjórnarvöldum, Alþingi og ríkisstjórn, varð þegar ljóst, hverjar afleiðingar hernám danska ríkisins mundi hafa fyrir íslenzka stjórnar- hætti. Samþykkti Alþingi því á fundi 10. apríl tvær ályktanir varðandi framangreind efni. Fjallaði hin fyrri þeirra um meðferð konungsvaldsins. Með henni var hinu íslenzka ráðu- neyti falin meðferð þess að svo gtöddu. Síðari ályktunin var um utanríkismálin og landhelgis- gæzluna. í henni lýsti Alþingi því yfir, að ísland tæki, að svo stöddu meðferð þessara mála að öllu leyti í sínar hendur. Um lögmæti þessara ráðstafana verður ekki deilt, enda hafa bæði konungur og dönsk stjórn- arvöld fallizt á að þær hafi verið réttmætar. Ýms önnur ríki hafa og viðurkennt þær. Sameiginlegt var það báðum ályktunum Alþingis frá 10. apríl, að gert var ráð fyrir, að sú skipun málefna, sem í þeim fólst, skyldi aðeins vera til bráðabirgða. Síðan þessar ályktanir voru gerðar, eru liðnir næstum tíu mánuðir. Á þeim tíma hafa ýmsir sögulegir atburðir gerzt. Meðal annars var brezkur her- afli settur hér á land af hinu brezka ríki aðfaranótt 10. maí síðastliðins. Og síðan hefir brezkt herlið dvalið hér á landi. Þó að vitanlegt sé, að æðsta vald í landinu sé í höndum hins útlenda hers á meðan hann dvelur hér, hafa ályktanir Al- þingis frá 10. apríl á engan hátt misst gildi sitt eða orðið ónauð- synlegri. Eftir töku íslands, er samband við Danmörku enn ó- kleifara en áður. Það ástand, sem skapaðist við hernám Dan- merkur 9. apríl, er enn óbreytt. Konungi er enn ómögulegt að fara með konungsvald hér á landi og Danmörku ,er enn ó- kleift að fara með utanríkis- mál vor. Sakir þessa ástands og þess, hversu lengi það hefir staðið, telja margir, að vér íslendingar stöndum • nú á nokkurs konar vegamótum í sjálfstæðismálun- um, þar sem okkur séu fleiri leiðir heimilar og færar. All- mikið hefir verið rætt og ritað um mál þessi hina síðustu mán- uði, og ýmsir fundir hafa látið frá sér fara ályktanir um þessi efni. Segja því e. t. v. einhverjir, að ekki sé ástæða til að fjöl- yrða frekar um mál þessi að sinni, fyrr en séð er hvaða á- kvörðun eða afstöðu Alþingi tekur. En það er eigi rétt. Það er einmitt mjög mikil nauðsyn, að sem allra- flestir taki mál þessi til rækilegrar athugunar og segi á þeim sína skoðun, skýri þannig málið og veki aðra til umhugsunar um það. Hér er um svo þýðingarmikið mál fyrir oss íslendinga að ræða, að það er einkennilegt, hversu hljótt hefir verið um það, um langt skeið, eða þar til í vetur, að menn virðast hafa vaknað til umhugsunar um það. í því sem hér fer á eftir, verður gerð lítilsháttar grein fyrir þeim mismunandi leiðum, sem framundan eru og heimil- ar verða að teljast. Samkvæmt sambandslögun- um getur Alþingi og Ríkisþing- ið, hvort fyrir sig, krafizt þess, eftir árslok 1940, hvenær sem er, að byrjað verði á endur- skoðun á þeim samningi, sem í sambandslögunum felst. Sé nýr samningur eigi gerður innan þriggja ára frá því krafan kom fram, getur Alþingi eða Ríkis- þingið, hvort fyrir sig, sam- þykkt, að sambandslagasamn- ingurinn skuli úr gildi felldur. Til þess að slík ályktun sé gild, verða a. m. k. % þingmanna, annaðhvort í hvorri deild Rík- isþingsins eða í sameinuðu Al- þingi, að hafa greitt atkvæði með henni. Síðan verður álykt- unin að vera samþykkt við at- kvæðagreiðslu kjósenda þeirra, sem atkvæðisrétt hafa við al- mennar kosningar til löggjaf- arþings landsins. Hafi % at- kvæðisbærra kjósenda a. m. k. tekið þátt í atkvæðagreiðslunni og að m. k. % greiddra atkvæða hafa verið með samningsslit- um, þá er samningurinn fall- inn úr gildi. Þessi leið til að slíta sam- bandinu við Dani, er að sjálf- sögðu enn heimil. Um það skipta atburðirnir frá í fyrra- vor engu máli. Alþingi getur því jafnskjótt, sem það hgfir komið saman, krafizt þess, að byrjað verði á endurskoðun á sambandslagasamningnum. — Eins og allar aðstæður eru nú, er sennilegt, að lítið gæti orðið af samningaumleitunum. Yrð- um vér því væntanlega að bíða, þar til. þrjú ár væru liðin frá því, að vér komum fram með kröfuna. Síðan gæti Alþingi samþykkt, að sambandinu skyldi slitið. Að fullnægðum öðrum skilyrðum 18. gr. sam- bandslaganna, sem rakin hafa verið hér að framan, væri svo samningurinn að öllu leyti úr gildi fallinn. En á meðan Al- þingi lætur mál þetta afskipta- laust og gerir ekki kröfu um endurskoðun, er * samningurinn endurnýjaður með þögninni. Jafnframt því, sem sam- bandinu við Dani væri að öllu leyti slitið og íslendingar tækju öll sín mál í eigin hendur, myndi konungssambandið verða rofið. Enda þótt konungssam- bandið sé eigi eitt af samn- ingsákvæðum sambandslag- anna, eru þó sambandslögin að ýmsu leyti forsenda þess og það er ekki tryggt með samningsá- kvæðum, eftir að þau eru fallin úr gildi. Yrðu því alltaf einhver ráð, ef á þyrfti að halda, til að rjúfa konungssambandið. Sennilega verður enginn ágrein- ingur um þeta atriði, og skal því eigi fjölyrt um það hér. Auk þeirrar leiðar, til sam- bandsslita, sem lýst hefir verið hér að framan, er til önnur fljótfarnari leið. Telja verður, að sakir þess hversu Danmörku hefir lengi verið ómögulegt að rækja þau störf, er sambands- lögin leggja henni á herðar, og vegna þess, hversu aðstæður eru nú breyttar frá því, er samningurinn var gerður, sé íslendingum heimilt að slíta sambandinu við Dani þegar í stað. Þó að samningurinn frá 1918 væri gerður að lögum í hvoru landinu fyrir sig, breytir það ekki því, að hann er í eðli sinu fyrst og fremst samningur á milli tveggja fullvalda ríkja. Slíkir samningar eru að jafn- aði gerðir með það fyrir augum, að aðstæður haldist óbreyttar að öllu verulegu. Verði veru- legar breytingar á aðstæðum, er það forsenda eða þegjandi skilyrði af beggja hálfu, að samningurinn skuli niður falla. Eigi verður deilt um það, að stórkostlegar breytingar hafa átt sér stað á högum beggja ríkjanna frá því 1918, er samn- ingurinn var gerður. Ríkin eru nú hertekin, sitt af hvorum ó- friðaraðilja og allt samband á milli þeirra útilokað um ófyr- irsjáanlegan lengri tíma. Það væri því að öllu leyti óeðlilegt (Framh. á 3. síðu) Morgunblaðið og nýmjólkurverðíð^, í Reykjavíkurbréfi sínu 1. þ. m. minntist Morgunblaðið enn á mjólkurskipulagiö, og farast því þar m. a. orð á þessa leið: „Hið gamla slagorð Tíma- manna um það, að sama vara skuli seld sama verði á sama stað, er þeim enginn styrkur, sem mest hafa viljað niðast á mjólkurframleiðendum í Kjós- ar- og Gullbringusýslu.“ Þótt hugsunin á bak við þess- ar tilfærðu hnur Morgunblaðs- ins virðist frekar óljós, verður helzt að ætla að blaðið telji Tímamönnum til ávirðingar þetta, sem það nefnir „slagorð" þeirra. En veit þá ekki Morgun- blaðið, að þetta „slagorð“, sem það vill áfellast Tímamennina fyrir, er ekkert annað en það, sem ýmsir helztu bændurnir hér í Mosfellssveitinni höfðu grundvallað sem sitt stefnumál þegar í ársbyrjun 1933, fullum tveimur árum áður en mjólk- ursamsalan tók til starfa?Þann- ig skýrðu Sj álfstæðismenn í það minnsta bændum í Árnes- og Rangárvallasýslum frá, á sín- um tíma. í pésa þeim, eftir Eyjólf Jó- hannsson, sem nefndur var „Mjólkurmálið“, og Sjálf- stæðisflokkurinn gaf út og lét dreifa meðal bænda á Suður- landsundirlendinu rétt fyrir Al- þingiskosningarnar 1937, er þannig að orði komizt neðst á bls. 74: „Þegar skipulagið verður komið í það horf, að á sama megi standa fyrir mjólkúrbúin, hvort þau framleiða ost, skyr, rjóma, dósamjólk eða selji mjólkina sem nýmjólk, og sama verð verður greitt fyrir sömu vöru komna á sama markaðsstað innan verðjöfnun- arsvæðisins, þá komast loks til framkvæmda stefnumál Mjólk- urbandalags Suðurlands, sem voru grundvölluð með samning- unum frá 13. janúar 1933 ....“ Og hverjir höfðu grundvall- að þessi stefnumál Mjólkur- bandalags Suðurlands þegar í ársbyrjun 1933? Eftir því sem sjá má á bls. 15 í nefndum pésa, voru það m. a. Magnús á Blika- stöðum, Ólafur í Brautarholti, Kolbeinn í Kollafirði og enn fleiri Sjálfstæðismenn. Tíma- mönnunum getur því ekki tal- izt heiðurinn óskiptur af „slag- orðinu", sem Morgunblaðið nefnir svo. Hitt kynni frekar að vera, að bændum þeim, sem við vinnslubúin skipta, mætti virðast svo sem Tímamennirnir hefðu meint meira með því, sem þeir sögðu, en fyrgreindir Sjálf- stæðismenn og aðrir þeirra flokksmenn. Eða finnst ekki bændum þeim, sefti við vinnslu- búin skipta og ætlað er að setja aðallega að vinnslu- verðinu, að samþykkt sú, sem gerð var á fundinum að Klje- (Framh. á 4. síðu.) Dr. Þorkell Jóhannesson: HáNkóIi aldanna Fyrir nokkrum dögum flutti Eysteinn Jónsson viðskipta- málaráðherra útvarpserindi um viðskipta- og gjaideyrismálin 1940. Gerði ráðherrann þar m. a. grein fyrir verzlunarjóínuö- inum árið sem leið, útílutningi og innílutningi, vörubirgðum, peningagengi og ástæðum bankanna. Verzlunarjöfnuður- inn varð hagstæður á sl. ári um 60 milj. króna og inneignir bankanna erlendis námu ruml. 50 milj. kr. um siðustu áramót. Viðskiptamálaráðherra skýrði frá því, að þessi hagstæði verzl- unarjöfnuður stafaði að nokkru leyti af því, að magn innfluttr- ar vöru hefði verið minna árið 1940 heldur en næstu árin -á undan. Heíir Hagstofan áætlaö, að ef jafn miKiö vörumagn hefði veriö flutt .inn 1940 og árið næsta á undan, þá myndi innflutningsverðmætið haía orðið rúmlega 28 milj. kr. hærra en það varö. Mest hefir dregið úr innflutningi á byggingar- efni og vélum. Siðastliðið ár var lítið um nýbyggingar og yfirleitt forðuðust menn að ráð- ast í framkvæmdir, sem kost- uðu mikið erlent efni. Samkvæmt yfirliti ráðherrans voru birgðir af kornvörum í landinu mjög svipaðar um síð- ustu áramót og næstu áramót á undan, en birgðir af sykri, kaffi og kolum voru talsvert meiri nú en í fyrra. Undanfarið hafa birzt grein- ar um viðskiptamálin í mál- gögnum Sj álf stæðisf lokksins, þar sem haldið er fram mestu fjarstæðum um þau efni. Eru þar bornar fram ásakanir á yf- irstjórn viðskiptamálanna fyr- ir of lítinn innflutning á nauð- synjavörum árið 19'40. Er þar alveg gengið fram hjá því at- riði, sem höfundum greinanna- ætti þó að vera vel kunnugt, að helztu nauðsynjavörutegund- irnar voru 'á „frílista“ allt árið sem leið, og kaupmenn og kaup- félög gátu flutt þær vörur inn án þess að fá samþykki gjald- eyris- og innflutningsnefndar. Það er ennfremur kunnugt, að síðan stríðið hófst, hefir ríkis- stjórnin ætíð verið þess mjög hvetjandi, að innflytjendur öfl- uðu bírgða af brýnustu nauð- synjum, og reynt að greiða fyrir kaupum og innflutningi á þeim. Er því síður en svo, að stjórn- arvöldin hafi staðið í vegi fyrir því, að nauðsynjar væru flutt- ar til landsins. Ef blöð Sj álf stæðisf lokksins telja við eiga að ásaka einhvern eða einhverja fyrir of lítinn innflutning á nauðsynjavörum árið 1940, ættu þau að beina skeytum sínum til innflytjend- anna, sem ekki hafa fylgt „vörukaupastefnunni“, sem Sjálfstæðismenn tala um. Eins og áður er að vikið, hefir ríkis- stjómin verið þess hvetjandi að nauðsynjar væru keyptar til landsins, og reynt að greiða fyr- ir því á allan hátt. Er því ó- réttmætt og ósæmilegt af blöð- um Sjálfstæðisflokksins, að á- saka ríkisstjórnina fyrir það, að eigi var safnað meiri birgðum af nauðsynjavörum .s. 1. ár en raun varð á, nema þau telji, að stjórnin hefði átt að grípa fram fyrir hendur kaupmanna og kaupfélaga, og kaupa inn vör- ur, eða m. ö. o. setja á stofn landsverzlun. Væri æskilegt að fá skýr svör um það frá ritstjór- um Sjálfstæðisflokksins, hvort þeir telja að stjórnin hefði átt að fara út á þá braut. Margar ástæður hafa valdið því, að innflutningsmagnið varð minna s. 1. ár en áður. Oft hef- ir verið mjög erfitt að fá vörur afgreiddar í viðskiptalöndun- um og fluttar þaðan. Þessa erf- iðleika þekkja allir kaupsýslu- menn. Sumar þær vörutegund- ir, sem áður voru fluttar til landsins, eru ófáanlegar með öllu í þeim löndum, sem nú er hægt að skipta við. Þá hefir eftirspurn eftir ýmsum vörum, t. d. byggingarefni, verið minni en áður, þar sem menn hafa ekki talið skynsámlegt að ráð- íslenzk fornrit X. bindi Ljósvetningasaga,Reyk- dælasaga og Víga- Skútu. Björn Sigfús- son gaf út. Bindi þetta hefir inni að halda sögur þær og þætti, er helzt mætti kenna við Þingeyj- arsýslu. Er Ljósvetningasaga fortakslaust merkust þessara frásagna. Er hún nú í fyrsta sinni út gefin með þeim hætti, að þættir, sem inn í hana heíir verið skotið, eru færðir aftur fyrir sjálfa Ljósvetningasögu, og er þetta eitt fyrir sig svo mikil umbót á sögunni, að ýms- um mun finnast, að þeir lesi hana nú í fyrsta sinn í þessari útgáfu. Svo mjög hafa þættirn- ir spillt henni, fleygað hana og ruglað. Tvær gerðir sögunnar, styttri og lengri, eru hér skyn- samlega út gefnar hlið við hlið, en styttri gerðin skipar öndvegi, svo sem rétt er. Formáli útg. og greinagerð öll. fyrir sögunni er fjörlega ritaður og af mikilli vandvirkni og alúð, enda hefir hann kannað þetta efni ræki- lega áður og ritað um það prýði- legan þátt. Reykdælasaga er, sem kunnugt er, örðug viðfangs, losaraleg og hin óáreiðanleg- asta. Gerir útgefandi henni hin sæmilegustu skil, - en nær sér þar miður á strik, sem von er, svo haldlítið, sem þar verður löngum fyrir fæti í sögunni sjálfri. Að öðru leyti er þetta bindi fornritanna í líku sniði og hin fyrri og hið prýðilegasta að öllum frágangi. Sjö ár eru nú liðin, síðan Hið íslenzka fornritafélag hóf starf sitt með útgáfu Egils sögu Skallagrímssonar. Á þeim tíma hafa út komið sjö bindi af ís- lendingasögum að forlagi fé- lagsins. Verkinu hefir miðað heldur seint, a. m. k. seinna en margir hefðu kosið. En um hitt mun naumast nokkur ágrein- ingur, að útgáfuverk þetta er í alla staði svo vel og prýðilega úr garði gert, að mjög er til sóma öllum þeim, sem hér hafa hönd að lagt. Má þar fyrst og fremst þakka ritstjóra útgáf- unnar, próf. Sigurði Nordal. Hingað til höfðu hinar vönduð- ustu útgáfur íslenzkra forn- rita verið úr garði gerðar af er- lendum bókaforlögum all-oft- ast og mjög oft að þeim unnið af erlendum mönnum, og var þetta tæplega vanzalaust. Nú þarf ekki um það að efast, að hver sá maður, íslenzkur eða erlendur, sem kanna vill forn- rit Vor, á ekki kost á vandaðri útgáfu en þessári, svo langt sem hún nær. Hér er þvi af hendi leyst mikið þjóðnytja- verk og borgið íslenzkum heiðri í því efni, sem sízt mátti áfátt vera. Nú er það næsta mikilsvert og verður þess lengi minnst, að með útgáfuverki þessu taka ís- lendingar sjálfir alls kostar og afdráttarlaust í sínar hendur forustuna um rannsóknir og túlkun hinna fornu bókmennta sinna. Má og sjá þess glögg merki þegar, að þar með er brautin greidd að nýju mati þessara fornu dýrgripa, nýjum og gleggra skilningi á gerð þeirra og eðli öllu. En hér er þó enn meira í efni. Alúðarstarf fræðimanna, rannsóknir þeirra, skýringar og leiðbeiningar eru harla mikils virði í sjálfu sér. En slíkt nægir ekki, sízt eins og nú er komið mál- efnum með þjóð vorri. Hér skortir á, að þjóðin öll hagnýti sér þetta undirbúnings starf, noti það af alúð og brennandi áhuga um að kynnast sem bezt má verða innsta eðli og örlög- um sínum frá upphafi vega, hinni sífrjóu uppsprettu tung- unnar, heiðríkju fornrar lífs- speki og ódauðlegri snilld hinna fornu skálda. Vér deilum um marga hluti og sýnist sinn veg hvorum. En um eitt verður ekki deilt. Hverju barni þessarar þjóðar er íslendingseðlið í blóð borið. Sæmd þess og heill er sú mest að vera sannur íslending- ur. Með öðrum hætti getur ís- lendingur aldrei orðið sannur maður. En til þess verður hann að leita hins upprunalega í sínu eigin eðli, skilja það, hlúa að því og þroska það. Það er ekki nóg að elska land sitt, fegurð þess í öllum hennar myndum, margháttuð gæði þess og jafn- vel harðneskjuna sjálfa, sem er önnur náttúra þess — eins og skugginn, sem myndinni lyftir í ljósið, svo að hún verður skýr á að horfa, verður mynd. Hér þarf dýpra að leita og lengra að kanna, gera sér hugfólgið allt hið dýpsta og dýrasta, sem íslenzkur andi, reynsla og snilld hafa náð og leitt í ljós. Kenna skyldleikans við það allt, eflast af því, skjóta rótum, vaxa, mannast. Fornbókmenntirnar, hin andlega arfleifð feðranna, er og verður dýrasta eign þjóð- arinnar. Þær hafa veriff helzti skóli kynslóffanna í þessu landi öldum saman og eini skóli alþýff- unnar. Þangað verður jafnan að leita sífelldrar enduryng- ingar þess, sem upprunalegast er og innst í eðli kynstofnsins. Hinir vitrustu og beztu menn þjóðar vorrar og fjölda margir ágætir áhrifa- og mennta- menn erlendir, hafa fyrir löngu skilið og viðurkennt, að þjóð vor ætti bókmenntum sínum að þakka varðveizlu tungunnar, þjóðernisins og þjóðlegrar menningar, og þar með réttinn til sjálfstæðis, án íhlutunar og yfirdrottnunar annarra þjóða. Þetta hefir nýlega verið stað- fest á áhrifamikinn hátt, svo sem flestum mun minnisstætt. Og það er eflaust, að á dóm- þingi þjóðanna verða andleg menningarafrek okkar, forn og ný, jafnan helzu sönnunar- gögnin um réttindi okkar til þess að mega njóta þjóðfrelsis og þjóðréttinda, þrátt fyrir fá- tækt og fámenni, og helzta vörnin fyrir okkar unga og veikbyggða íslenzka ríki, ef málum er þar skipað með rétt- indum og ekki með blindri rangsleitni og vopnavaldi. Sú hætta er til og fáum við lítt við henni séð. En önnur hætt- an, jafnvel meiri, býr í sjálfum oss, hirðuleysi og tómlæti sjálfra vor um þjóðleg menn- ingar verðmæti. Það er á okk- ar valdi að standa þar á verði vel vakandi. Það er skylda okk- ar, því að líf okkar liggur við. En margs er hér vandgætt, ef vel á til að takast.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.