Tíminn - 06.02.1941, Blaðsíða 3
15. blað
TÍMINN, fimmtudagiim 6. februar 1941
59
ANN ALL
Afmæli.
Helgi Ágústsson, verzlunar-
stjóri Kaupfélags Árnesinga,
Sigtúnum, er fimmtugur í dag.
Hann er fæddur að Gelti í
Grímsnesi 6. febrúar 1891, son-
ur Ágústs, fyrrum óðalsbónda í
Birtingaholti, Helgasonar, og
þannig af hinni kunnu Birt-1
ingaholtsætt. En kona Ágústs
og móðir Helga er hin ágæta
kona, Móeiður Skúladóttir
Thorarensen, læknis á Móeiðar-
hvoli, Vigfússonar. Standa
þannig að honum í báðar ættir
merkar kynkvíslir í Árness- og
Rangárvalasýslum. Vorið 1892
fluttist hann með foreldrum
sínum að Birting'aholti, höfuð-
bóli ættarinnar, og ólst þar upp
við venjuleg sveitastörf á stór-
búi föður síns. Hann gekk í
bændaskólann á Hvanneyri
1909 og lauk þar prófi 1911 við
góðan orðstí. Kvæntur 1916
Önnu Oddsdóttur fræðimanns
og gullsmiðs, Eyrarbakka, Odds-
sonar, og hóf búskap á Syðra-
Seli vorið 1917. Hélt hann þar
uppi þeirri búrausn, sem hann
hafði vanizt í föðurhúsum. Þar
var þeim þriggja barna auðið
og eru þau öll hin mannvæn-
legustu. Elztur er Ágúst. Stund-
ar hann nú bakaraiðn. Næstur
er Oddur, við nám í mennta-
skóla Akureyrar, og yngst Mó-
eiður, ógefin í föðurgarði. Eitt
barn tóku þau í fóstur. Er það
Helga Helgadóttir. Helgi brá búi
1932 og gerðist þá starfsmaður
í Kaupfélagi Árnesinga og hefir
starfað þar síðan af óþrjótandi
elju og trúmennsku. Hann hef-
ir ætíð verið dáðrakkur maður
og mikilvirkur, svo að hinir
starfhæfustu samstarfsmenn
hans dáðst að. Er hann hægri
hönd Egils forstjóra Thoraren-
sens, frænda síns, i hinum fjöl-
þættu kaupsýslustörfum.
Helgi Ágústsson er mikill
vexti og sterkur. Mikill um
herðar, eins og Flosi sagði um
Helga Njálsson. Alvörumaður
og oft áhyggjusamlegur, en líka
hýr og hlýr í lund. Ber tal hans
og svipmót vott um manndóm
og menningu, sem runnin er úr
báðum ættum. Hann er söng-
maður góður og hefir miklar
mætur á söngmennt, enda lagt
rækt við hana alla æfi. Var
hann einn stofnenda hins vin-
sæla Hreppakórs og formaður
hans frá öndverðu og til 1939.
Helgi er gestrisinn og góður
heim að sækja, enda heimili
þeirra hjóna fyri'rmynd um alla
rausn og hibýlaprýði, jafnt ut-
-an húss sem innan. Hafa þau
ræktað trjálund og blóm við
hús sitt, svo að fegurð og un-
aður er að. Hefir húsfreyjan
einkum unnið að þeirri ræktun
og farið um þá reiti líknar-
höndum.
Á þessum merkilegu tima-
mótum 1 æfi Helga Ágústsson-
ar munu frændur og vinir óska
honum langra lífdaga og far-
sældar á ófarinni æfibraut.
U.
Þorbjörg Jóhannesdóttir í
Huppahlíð í Miðfirði, varð ný-
lega sjötug. Hún er borgfirzk
að ætt; giftist fyrir tæpri hálfri
öld Jóni Jónssyni bónda í
. Huppahlíð, og hafa þau búið
þar síðan og gert garðinn
frægan, ásamt börnum sínum.
Hefir Huppahlíðarheimilið ætíð
verið rómað mjög fyrir gest-
risni og glaðværð. Þorbjörg hef-
ir verið mjög dugleg og búkona
mikil enda þurft á dugnaði að
halda um dagana. Hin síðari ár
hefir Jón maður hennar verið
rúmfastur og oft þjáður, og hef-
ir hann notið framúrskarandi
aðhlynningar konu sinnar og
barna. Miðfirðingur.
Dánardægur.
Sigurður Bjarnason, bóndi á
Vigdísarstöðum í Vestur-
Húnavatnssýslu, andaðist á
sjúkrahúsinu á Hvammstanga
um síðustu áramót, rúmlega
sextugur að aldri. Kona hans,
Ingibjörg Daníelsdóttir, er á
lífi. Höfðu þau búið á Vigdísar-
stöðum yfir 30 ár. Eigi voru þau
hjón efnuð, en með miklum
dugnaði komu þau upp stórum
barnahóp, án aðstoðar ann-
ara. Eru börn þeirra sjö, öll
uppkomin, og fósturbörn þar að
auki.
Sigurður heitinn var mesti
eljumaður, glaðlyndur og vel
látinn.
Kopar,
aluminium og fleiri málmar
keyptir í LANDSSMIÐJUNNI.
Sannarlega er mikill vandi á
höndum gamalli en ærið fá-
mennri menningarþjóð, sem átt
hefir öldum saman við að búa
erlenda kúgun og óskaplega fá-
tækt, en verður svo á harla
stuttum tíma að kosta alls
kapps um að rétta við hag sinn
í hverri grein og neyta til þess
allrar sinnar orku um hvað
eina. Þarf reyndar engan mjög
á því að furða, þótt misjafn-
lega vilji til takast, er nema
þarf ótal margt nýtt frá rót-
um og gæta þess þó jafnan, að
það samlagist hinu forna en of-
geri því ekki, og efli svo hvað
annað, gömul þekking og ný,
erlend menning og innlend.
Okkur er eflaust mikil nauðsyn
á því að efla atvinnuvegi vora
með erlendri kunnáttu og
tækni. En hitt varðar ekki
minna, heldur meira, að andleg
menning okkar eflist jafn-
framt, því að þar liggur frelsi
okkar og sjálfstæði við. Gild-
asi þáttur þjóðlegrar menn-
ingar er bókmenntirnar og
tungan. Ef tungan er í háska,
er þjóðernið í lífsháska. Meðan
þjóðin hefir í heiðri bókmenntir
sínar, heiðrar hún tungu sína.
Rannsókn fornrita vorra er því
ekki aðeins metnaðarstarf, sem
okkur sæmir að hafa forgöngu
um. Hér er þjóðnýtt menning-
arstarf af höndum innt, ekki
til hillufylli og veggjaskrauts,
heldur er hér lagður grundvöll-
ur nýs skóla, þjóðarskóla í ís-
lenzkum fræðum, er sniðinn er
til sjálfsnáms hverjum íslend-
ing. Heill þjóðarinnar krefst
þess, að allir þjóðhollir menn,
allir menntafrömuðir og menn-
ingarstofnanir i landinu beiti
sér eindregið um það, að vekja
öfluga hreyfingu um almenna
útbreiðslu þessa ritsafns og
brennandi áhuga á iðkun hinna
þjóðlegu bókmennta vorra í
skólum og ekki síður á heimil-
um um landið allt. Því miður
hefir hér afturkippur orðið
hina síðustu áratugi, einmitt
jafnhliða því, sem þjóðin hefir
þó varið æ rneira fé og orku til
skólahalds og annarrar menn-
ingarsarfsemi. Tunga vor er f
hættu, á því er enginn vafl, og
þjóðerni í Iffshættu, eins og
nú horfir, ef ekki er að gert.
Nú dregur að því, að sjálfstæð-
ismál okkar verði til lykta leitt.
En ég fæ ekki betur séð, en að
hér verði jafnframt að rísa
sterk endurreisn þjóðernismála
vorra, ef sú barátta öll, sem
háð hefir verið fyrir þjóðfrelsi
í landi voru, á ekki að vera
unnin fyrir gýg, og hið nýja
þjóðveldi andvana fætt, kuln-
að út í rót sinni, dautt af fúa
innan frá, einmitt á því vor-
inu, sem átti að veita fyllsta og
fegursta þroskann.
Þorkell Jóhannesson.
Hugleiðmgar
um sjálfstæðismálið
að telja ríkin bundin við sann-
ing, sem gerður er á friðar-
tímum, og án þess að slíkt á-
stand, sem nú ríkir, sé haft í
huga.
Þegar * um samninga er að
ræða, er það og venjulega talin
riftunarástæða, er annarhvor
aðili getur eigi innt af hendi
þær skyldur, sem samningurinn
leggur honum á herðar. Dan-
mörk hefir eigi um lengri tíma
getað rækt þau störf, sem henni
eru fallh í samningnum. Sama
máli gegnir um konung. Að
vísu verður aðilum þessum eigi
gefin sök á vanefndunum. En
það ræður eigi úrslitum þegar
um riftun er að ræða, heldur
hitt, hversu vanefndirnar eru
verulegar eða miklar. Þegar eitt
ár hefir liðið svo, að aðili hafi
eigi getað fullnægt samningi
af sinni hálfu, verður tæplega
um það deil, að um verulega
vanefnd sé að ræða.
Enn má benda á, að hér
er um það að ræða, að hernað-
ur eða ófriðarástand taki fyrir
samningsefndir. Slík tilfelli
(vis major) eru venjulega talin
leysa undan samningsskyldum
og hafa slit samnings í för með
sér.
Mörg fleiri rök mætti leiða að
skoðun þeirri, sem hér hefir
verið haldið fram, en þess ger-
ist tæplega þörf, þar sem henni
mun ekki hafa verið andmælt
opinberlega, a. m. k. ekki hér á
landi.
Þegar komizt hefir verið að
þeirri niðurstöðu, að báðar þær
leiðir, sem lýst hefir verið hér
að framan, séu heimilar, er
eðlilegt, að sú spurning vakni,
hvor sé heppilegri, og hvora sé
réttara að velja.
Ég tel síðarnefndu leiðina, að
slíta sambandinu þegar í stað,
réttari og heppilegri. Skal ég
leitast við að rökstyðja þá skoð-
un mína lítilsháttar.
Frá því sjálfstæðisbarátta ís-
lendinga hófst, hafa þeir jafn-
an tekið þau málefni þjóðar-
innar í sínar hendur, sem þeir
gátu mest fengið. Þeir hafa
alltaf sótt á, og takmarkið hefir
verið, að verða að fullu sjálf-
stætt, fullvalda og óháð riki.
Margir hinna ágætustu íslend-
inga hafa helgað krafta sína
þessari baráttu. Þjóðin öll hef-
ir hvað eftir annað á umliðn-
um árum sýnt vilja sinn í þess-
um efnum. Það væri því næsta
einkennilegt, ef nú ætti að hika
við aö stíga sporið til fulls. Það
væri harla úndarlegt, ef vér
þyrðum eigi að taka öll vor mál
í eigin hendur, þegar vér loks
eigum þess kost. Það er því ein-
kennilegra, sem reynslan hefir
ótvírætt sýnt það, að oss hefir
jafnan vegnað því betur, sem
vér höfðum meiri sjálfstjórn.
Öll deyfð í sjálfstæðismálinu
getur einnig orðið oss hættu-
leg, bæði inn á við og út á við.
Hún getur haft lamandi áhrif
á sjálfstæðisvilja og þjóðar-
kennd landsmanna sjálfra og
aðrar þjóðir geta tapað á oss
trausti og virðingu.
Ótvírætt er og, að að sam-
bandi við Dani er oss ekkert
gagn, enda raunverulegt sam-
band ekkert orðið. Það er því
þess vegna ástæðulaust að
vera að draga sambandsslitin
á langinn.
Ef vér látum þetta tækifæri
ganga oss úr greipum, gæti svo'
farið, að á oss yrði litið, að ó-
friði loknum, sem einskonar ó-
ráðstafað rekald, sem aðiljar
friðarsamninga færu þá að ráð-
stafa eftir geðþótta sínum. Það
er ekki ósennilegt, að þá verði
ýmsar breytingar gerðar á
ríkjaskipan, og þá auðvitað
fyrst og fremst á þeim ríkjum,
sem eitthvert los er á. Ég tel
því þýðingarmikið, að stjórnar-
skipun vor verði komin í fast
horf áður en ófriðnum lýkur, og
að endir verði bundinn á
sjálfstæðisbaráttu vora fyrir
þann tíma.
Þá má á það benda, að nú
er samvinna á milli helztu
stjórnmálaflokkanna hér á
landi. En það er einmitt mjög
nauðsynlegt, að um þetta mál
verði samvinna á milli allra
flokkanna. Þessi samvinna var-
ir væntanlega meðan á stríð-
inu stendur. En er stríðinu lýk-
ur, er eigi ósennilegt, að ýms á-
greiningsefni verði með flokk-
unum, sem geta gert sam-
vinnuna torveldari. Gæti þá
farið svo, að erfiðara yrði að
sameinast um lausn þessa máls
en nú. Þegar á þetta er litið
virðist æskilegt að leysa málið
nú þegar.
Því hefir verið hreyft, að «ó-
viðkunnanlegt væri að leysa
mál þetta á meðan hið erlenda
setulið dveldi hér á landi, og
æðsta stjórn væri í raun og
veru i þess höndum. Þessi rök-
semd hefir óneitanlega við
nokkuð að styðjast. En þar er
því til að svara, að fyrir liggur
skýlaust loforð Breta um að
hverfa héðan jafn skjótt, sem
ófriðnum er lokið, og láta inn-
anlandsmál afskiptalaus. Enn
er eigi ástæða til að vantreysta
þessuni yfirlýsingum. Vér eig-
um því að haga gerðum vorum
með þær fyrir augum. Og ekki
verður séð, að sambandsslit og
ákvörðun um framtíðar stjórn-
skipun landsins.séu ósamríman-
leg dvöl hins erlenda setuliðs.
En hér má og benda á það, að
ástand það, sem hér á landi
hefir skapazt, vegna dvalar hins
erlenda setuliðs, styður að
vissu leyti að því, að undinn sé
bráður bugur að lausn sam-
bandsins og æðsta stjórn ríkis-
ins sé flutt inn í landið fyrir
fullt og allt. íslenzkt þjóðerni
hefir aldrei komizt í meiri raun
en nú. Ef eigi á illa að fara,
er sýnilega þörf djúprar og
sterkrar þjóðernisvakningar.
Sambandsslitin og stofnun lýð-
veldis hér á landi mundu vekja
þjóðernishreyfingu. Þar er enn
ein ástæða til að lausn þessa
máls sé eigi frestað.
Loks skal á það bent, sem áð-
ur mun hafa verið drepið á,
að sú ráðstöfun, sem Alþingi
gerði á meðferð konungsvalds-
ins 10. apríl, var aðeins ætluö
til bráðabirgða, sbr. m. a. orða-
lag ályktunar þeirrar, er þing-
ið samþykkti. Því verður eigi
neitað, að það er með öllu ó-
viðeigandi að láta ráðuneytið
fara með konungsvaldið um
lengri tíma, enda geta af því
risið margskonar vandræði, og
er raunar merkilegt, hversu vel
þetta hefir bjargast af hér, hið
síðasta ár. Má alls ekki draga
af þvi þá ályktun, að hér sé
um æskilegt framtíðarskipulag
að ræða. Þvert á móti verður
það að teljast ófært til fram-
búðar. Er það svo ljóst, að ó-
þarft ætti að vera að eyða um
það fleiri orðum.
Framangreind rök benda ó-
tvírætt í þá átt, að slíta beri
sambandinu við Dani, og þar
með konungssambandinu. þeg-
ar í stað, og flytja hina æðstu
stjórn endanlega inn í landið.
Sú stjórnskipun, sem hér verð-
ur sett, verður vafalaust lýð-
veldi, en hér skal eigi rætt um,
á hvern hátt því verði nánar
fyrir komið.
Nokkrum gagnrökum mun
hafa verið hreyft gegn þeirri
skoðun, sem hér hefir verið
haldið fram. Því hefir verið
hreyft, að Bretar myndu ófúsir
að viðurkenna nokkrar breyt-
ingar á ríkjaskipun í álfunni á
(Framh. á 4. síðu.)
Dvöl
kemur út fjórum sinnum á ári,
hvert hefti að minnsta kosti 80 blað-
síður. Árgangurinn kostar aðeins 6 kr.
Dvöl er stærsta og langmerkasta smásagnasafnið, sem
til er á íslenzku. Nær 30 þjóðir eiga þar beztu skáld sín
að fulltrúum. Alls hafa birzt þar um 240 þýddar sögur eftir
152 höfunda. Þar á meðal eru sumar perlur heimsbókmennt-
anna, eins og „Dóttir skóburstarans“, eftir Emil Zola, „Veð-
málið“, eftir Anton Tsjeckov, „Ósigur“, eftir John Gals-
worthy og „Janko litli“, eftir Henryk Sienciewicz.
Allir bókhneigðir menn ættu að kaupa Dvöl. Látið ekki hjá
líða að gerast áskrifendur. Bendið kunningjum ykkar á Dvöl.
Áritun: Tímaritið Dvöl,
Lindargötu 1 D, Reykjavík. Sími 2353.
Eftirtaldar vörur
höfum við vcnjulega til sölu:
Frosið kindakjöt af
dilkum — sauðiun — ám.
Nýtt og frosið nautakjöt,
Svínakjöt,
IJrvals saltkjöt,
Ágætt hangikjöt,
Smjör,
Ostar,
Smjörliki,
Mör,
Tólg,
Svið,
Lifur,
Egg,
Harðfisk,
Fjallagrös.
Samband ísL samvínnufélaga.
Flutníngur tíl íslands
Reglulegar hálfsmánaðar ferðir frá vesturströnd Bretlands til
Reykjavíkur. 3—4 skip í förum. Sérstaklega hagkvæm flutnings-
gjöld, ef um stærri vörusendingar er að ræða.
Tilkynningar um vörur sendist
CLLLIFORD & CLARK Ltd.
Bradleys Chambers,
London Street, Fleetwood,
eða
GEIR H. ZOEGA
Símar 1964 og 4017,
er gefur frekari upplýsingar.
Muníð hína ágætu
Sjafnar blautsápu
í Vz kg. pökkum.
Sápuverksmiðjan Sjöfn.
Heildsölubirgðir hjá:
SAMRANDl ÍSL. SAMVINNLFÉLAGA.
236 Robert C. Oliver:
Taylor og Lucy gegnum bæinn, án þess
að athygli bæjarbúa eða lögreglu yrði
vakin á föngunum. Því þrátt fyrir það,
að Grabenhorst hefði allt vel í pott-
inn búið, þá var þó ekki öll höfnin
augafull af óvinum laga og réttar.
Kæmist heiðarlegur lögregluþjónn á
snoðir um að ekki væri allt í lagi, var
allt eyðilagt.
Cabera ákváð því að taka sjálfur að
sér flutning fanganna til ákvörðunar-
staðarins. Bob, sem fararstjóri dans-
meyjanna, átti að leiðbeina þeim til
sama staðar.
Nú var tækifærið komið fyrir Bob.
Hér var hann með tólf ungar, enskar
stúlkur, sem hann hæglega gat frelsað
frá ömurlegum örlögum. Og það hefði
hann gért, ef John Taylor og Lucy
hefðu ekki enn verið í höndum Cabera.
Bob þurfti ekki annað en snúa sér til
næsta lögreglumanns og segja: Hér eru
tólf enskar dansmeyjar, sem hafa ver-
ið lokkaðar í gildru í því skyni að selja
þær — og í skipinu eru tveir fangar í
höndum hættulegra glæpamanna.
En Bob mundi eftir aðvörun Graben-
horst — hann mundi eftir lögreglu-
manninum, sem hafði farið með Gra-
benhorst niður á skrifstofuna til þess
að taka á móti mútunum. Og Bob leizt
illa á lögregluþjónana, sem hann sá
Æfintýri blaðamannsins 233
hverfið væri ömurlegt. Hún hugsaði
einnig svo oft um þennan unga mynd-
arlega mann, sem frá upphafi hafði
verið henni eins og óráðin gáta.
Nei — hún var ekki reið við hann.
Þau höfðu bæði leikið sér að eldinum
— nú höfðu þau bæði fengið brunasár
— sár, sem þó hægt var að lækna. Og
þessi eldur hafði brennt saman örlög
þeirra, eins og logi sýður saman járn.
Bob hélt stöðugt um fingur Lucy.
— Segðu að þú þráir þann dag!
— Ég geri það vissulega.
— Segðu að þú þráir að koma þang-
að með mér einum.
— Já, svaraði hún.
Bob andaði djúpt.
— Þú veizt ekki hvað þetta gleður
mig. Ég verð eins og nýr maður. Ég
skal berjast einn við alla þessa djöfla
og ég.skal sigra — þín vegna Lucy.
— Ég treysti þér, hvíslaði hún. Ég er
mikið öruggari nú en áður. En nú
verður þú að fara — ef einhver sæi þig
hér! Komdu aftur ef þér gefst tækifæri
til þess.
— Það skal ég gera, Lucy — eg
kem ....
XVIII.
Mira var komin upp að strönd Norð-
ur-Afríku. Innsiglingin í höfnina var
hrífandi fögur.