Tíminn - 11.02.1941, Qupperneq 3

Tíminn - 11.02.1941, Qupperneq 3
1T. hlað TÍMDffl, þrigjadagmm 11. febr. 1941 67 Með verðinu kr. 2.50 pr. kg. ger- ir lambsgæran kr. 10.00. Gæru- vigt er vitanlega ofurlítið mis- jöfn, en stendur þó ætíð í nokkuð ákveðnum hlutföllum við kjötþungann. Sé meðalkjöt- vigtin 13.65 kg. tekin, eru alls engar líkur til að gæran sé yfir 3 kg. 15 kg. kjötvigt gefur hins- vegar dálitlar líkur fyrir því, að gæran kunni að verða allt að 3.15 kg. Verð það, sem búið er að greiða bændum hér fyrir. gær- ur, er víðast kr. 2.00 pr. kg. Gerir því meðallambsgæran kr. 6.00 til 6.50. Má af þessu yfirliti sjá, að ekki virðist S. J. sýnt um að fara með lágar tölur í sínum búreikningum; gerir hann þó ráð fyrir, að uppbætur muni koma, svo að endanlegt verð fari framúr þessu. V. Ég held, að bezt sé að eltast ekki lengur við þessa áætluðu útreikninga S. J. Vil ég að- eins benda honum á fáein at- riði til athugunar. Fyrst það, að þess munu engin dæmi síðustu 20 árin, að þeir, sem landbúnað stunduðu, hafi getað svarað 5 —6% vöxtum af þeim höfuð- stól, sem bundinn var í atvinnu þeirra, og bera jafnframt sæmi- legt kaup úr býtum. Hitt mun sönnu nær, að væri meira en 50% í skuld, brá mjög til beggja vona hvort bóndinn bjargaðist efnalega, þrátt fyrir meira starf og meiri sparneytni á öllum sviðum, en nokkur önnur stétt þjóðfélagsins hefir þurft á sig að leggja. Þá vil ég benda S. J. á grein í 99. tölublaði Timans, eftir Pál Zophóníasson, þar sem hann sýnir fram á, að mjólk þá, sem bóndinn hefir eftir 360 10 kl.st. vinnudaga, geti verkamaðurinn — ekki launamaðurinn — keypt með útsöluverði, sem þá var kr. 0.56 pr. lítra fyrir vinnulaun sín í 317 daga. Þarf þó bóndinn að greiða af þessu mjólkurverði sínu fóðurbæti, landleigu og margt fleira. Svipað er með kjötið. Kjötinnlegg það, sem bóndinn hefir eftir 261 vinnu- dag getur verkamaðurinn keypt allt og greitt með vinnulaun- um sínum á 140 dögum. Bónd- inn hefir að vísu ull og gærur eftir, en hann á einnig eftir að greiða öll útgjöld við fjárbúið önnur en eigin vinnu. Ef við S. J. legðum leið okkar inn til nokkurra einyrkja bænda, og síðan til launa- mannsins í Reykjavík, til að bera saman húsbúnað þessara jafningja, er hann telur vera, um tekjur og afkomu, mundi þá ekki koma í lj ós æðimikill munur á öllum húsbúnaði. Nú benda þó áætlanir S. J. til þess, að launamaðurinn hafi alls ekki afgang til þeirra hluta um- fram bóndann. Nei, ekki einu sinni fyrir blöðum, bókum og útvarpi, hvað þá sumarferðum eiga vísar jarðir til að búa á. Með því er þessum aðilum tryggð aðstaða til að mynda eigin heimili. En um kennara sveitanna gegnir öðru máli. Ef litið er á þessa hlið málsins frá sjónar- hóli farkennara, er augljóst, að fjölskyldumanni er eigi fært að gegna starfinu, ef ekki er um sérstaka aðstöðu að ræða að öðru leyti. Það er einungis fyrir einhleypa menn, sem unnið geta önnur störf jöfnum hönd- um, hvar sem vera skal. Far- kennurunum er ætlað að starfa í sveitunum og fyrir þær, en fá þó enga aðstöðu til að mynda þar eigin heimili. Þeir eiga að veita nemendum sínum nálega sömu kunnáttu og krafizt er í föstum skólum, en hafa þó verri aðstöðu og kjör á allan hátt. Afleiðingin hefir verið sú og verður ávallt sú, að flestir far- kennarar leitast við að komast burt til þéttbýlisins eða ann- arra starfa. Afleiðinger þessa rangláta og furðulega fyrirkomulags bitna eigi aðeins á kennurunum sjálf- um, heldur og börnum farskóla- hverfanna, á sveitunum í heild. Kennari við slíka aðstöðu verð- ur sveit sinni aldrei það, sem hann gæti orðið. Þetta sparar að vísu dálítið í krónum og aur- um. En er sá sparnaður ekki full dýrkeyptur, þegar hæfi- leikamer.n flýja úr sveitunum og húsbúnaði. Álítur hann þá, að þessi mikli munur, sem hér er á, stafi af því, að bóndinn sé slíkur eyðslubelgur, en hins vegar sé embættismaðurinn svo hagsýnn og hófsamur, að segja megi, að hver eín króna verði að tveimur við það eitt að hann snerti á henni. VI. Þá vil ég víkja fáeinum orð- um að þeirri skoðun S. J., að bóndinn sé um starf og afkomu fullt svo öruggur sem launa- maðurinn. Viðurkennir hann að vísu, að nokkuð sé til í því, að framleiðsla bóndans sé háð verðsveiflum, en álítur þó ó- þarflega mikið úr því gert. Aftur á móti segir hann um embættismennina: „Geta ekki flestir launamenn misst at- vinnu með skömmum fyrir- vara“. Það er ekki auðvelt að koma auga á, að þessi ótti S. J. sé á rökum byggður. Síðustu 30 ár- in hefir orðið samfelld og stór- felld aukning skrifstofu- og fastlaunamanna, hjá ríkinu og einstökum fyrirtækjum. Þau dæmi skipta hundruðum, að jafnvel vel stæðir bændur hafa brugðið búi til að gegna í stað- inn einhverju fastlaunastarfi, hafi þeir átt þess kost. Til hins eru aftur á móti nálega engin dæmi, að fastlaunamaður hafi slégið frá sér slíku starfi til að gerast einyrkja bóndi. Ekki getur S. J. verið ókunn- ugt um það, að margir þessara launamanna fá svokölluð eftir- laun, er þeir hætta störfum. Eftirlaun þessi nema allt að kr. 8000.00 pr. einstakling, en þeg- ar þau álítast ekki nægileg þeim til lífsframfæris, er bætt við þá og kallast þá „Styrktar- fé og eftirlaun, auk lögboðinna eftirlauna“. Þá fá konur þeirra ekkjustyrk, ef þeir deyja, og styrk til að ala upp börn sín. Hvað hefir svo smábóndinn sér til öryggis á móti því sem hér hefir verið talið? Ekkert! Alls ekkert! Það eina, sem hann getur gert, þegar brotsjóir verðfalls- ins skella yfir hann, er að þrýsta niður lífsþörfum sínum um allt það, sem úr búi þárf að borga, svo sem klæðnað, er- lenda matvöru, eldsneyti til hita og vellíðunar, og svo auð- vitað öll kaup á áhöldum og húsgögnum, sem létt gátu honum erfiðið. Efast ég að vísu ekki um, að margur launamaðurinn telur þetta afar dýrmæta aðstöðu, fyrir aðra en sjálfa sig. Við skulum ekki hlaupa al- veg yfir þá áhættu bóndans, sem fólgin er á verðsveiflunum, jafnvel þótt S. J. geri lítið úr henni. Virðist hann annaðhvort vera búinn að gleyma sinni bú- mannsreynslu eða þá, að hann hefir aldrei eignazt hana neina. Fyrst vil ég minnast á hið stórfellda verðfall afurðanna fyrir þær sakir? Það, sem mest er um vert, er þó ávallt hið skapandi afl — maðurinn sjálf- ur. III. í áliti launamálanefndar frá 1934 er sýnt fram á það, að ríkissjóður leggi hér um bil þrefalt meira fé fram til kennslu hvers barns í föstum skóla heldur en farskóla. Nýrri skýrslur um þetta eru ekki fyr- ir hendi. Virðist því líkast, að lægra mat sé lagt á þau ung- menni, sem alast upp í strjál- býli Qg farkennslu njóta, held- ur en hin, sem alast upp í þétt- býli og fá fræðslu f föstum skólum. Þannig er skipt gjöf- um þjóðfélagsins til barnanna í landinu. Það er augljóst, að sveitabörnin, sem farkennsl- unnar njóta, eru mjög afskipt og rangindum beitt í þessu efni, ef árangur kennslunnar er á nokkurn hátt kominn undir því fjárframlagi, sem lagt er til kennslumálanna — með öðrum orðum, ef nokkuð þýðir að leggja. mikið fé fram til barna- fræðsiunnar í landinu. Með þessum hætti er að veru- legu leyti borinn fyrir borð hlutur þeirra ungmenna, sem síðar eiga að búa í miklum hluta sveitanna og bera þær uppi. Á síðustu árum hefir fyrir at- beina Alþingis á ýmsan hátt verið hlynnt að þeim, sem höll- um fæti standa. Jarðræktar- Flutningur til íslands Reglulegar hálfsmánaðar ferðir frá vesturströnd Bretlands til Reykjavíkur. 3—4 skip í förum. Sérstaklega hagkvæm flutnings- gjöld, ef um stærri vörusendingar er að ræða. Tilkynningar um vörur sendist CULLIFORD & CLARK Ltd. Bradleys Chambers, London Street, Fleetwood, eða GEIR H. ZOEGA Símar 1964 og 4017, er gefur frekari upplýsingar. verður lokuð fyrst um sinn vegna inflúensufaraldurs. — NB. Þeir, sem eiga mánaðarkort eða kennslukort fá það bætt upp síðar, er þeir missa úr við lokunina. Tilkynníng irá ríkisstjórnínni. í tilkynningu ríkisstjórnarinnar, dags. 23. desember 1940 í 71. tölublaði Lögbirtingablaðsins er skýrt frá því, að girðing hafi verið lögð þvert yfir Hvalfjörð, hér um bil í 317° stefnu frá suðurenda Hvaleyrar í Hvalfirði. Girðing þessi er merkt með duflum og er hættuleg skipum. Nú hefir brezka herstjórnin tilkynnt, að skipum sé bannað að sigla inn fyrir framangreinda girðingu. Ef óskað er eftir að sigla inn fyrir girðingnna, verður að leita aðstoðar brezkra flotayfirvalda í Reykjavík, sem munu veita nauðsynlega leiðsögn. Reykjavík, 6. febrúar 1941. Tílkynning iráríkisstjórninni Brezka herstjórnin hefir tilkynnt að gæzluskipið, sem hefir árin 1920—21, sem breytti svo í horfi fyrir mörgum fram- leiðenda, að í stað drjúgrar innstæðu að loknum stríðsár- unum, myndast stórar og ó- væntar skuldir, þótt ekkert væri annað gert en halda sem horfði um tilkostnað við fram- leiðsluna. Kom þetta jöfnum höndum af því að framleiðslu- vörurnar seldust seint og illa, og þess vegna lengi óvitað hvert endanlegt verð yrði. Aðflutta varan féll hins vegar ekki, heldur jafnvel steig sumt af henni, og þegar við þetta bætt- ist þekkingarleysi manna á slíkum verðsveiflum, mátti segja að allir væru haldnir barnalegu bjartsýni um fram- tíðina, og litu á verðhrunið sem él eitt, er fljótgert yrði að jafna sig eftir. Niðurstaðan varð samt sú, að þá myndaðist verulegur hluti þeirra skulda, sem framleiðendur hafa síðan verið að greiða með eilífum ok- urvöxtum. Næsta áfallið fyrir framleið- endur varð svo 1924—25 með gengishækkun Jóns Þorlákson- ar, þegar smákrónur skuldaár- anna eru stórauknar að gildi, svo að nú þurfti stórum meira framleiðsluverðmæti til greiðslu skuldanna. Þriðja ólagið skall svo yfir, eftir heimskreppuna 1929. Gekk það svo nærri bændum, að meðaldilkurinn, sem á árunum 1927—28 hafði lagt sig — kjöt og gærur, á kr. 25.00—26.00 féll í verði þar til árið 1932, að verð hans var aðeins orðið kr. 7.70. • Að ógleymdri dýrtíðaruppbót embættismanna, fengu fast- launamennirnir einnig stór- fellda launaviðbót með þessum styrkurinn er greiddur eftir sömu reglum í öllum héruðum landsins. Þeim, sem erfiðasta hafa aðstöðuna, er meira að segja veitt nokkur uppbót. Styrkir til endurbygginga íbúð- arhúsa er einungis veittur þeim, sem eiga erfiðan hag, en ekki hinum, sem betur mega. Þetta er vql gert og viturlega. Svipuð ákvæði þarf að setja á sviði menntamálanna og um opinbera þjónustu. Hverja stétt opinberra starfs- manna ber að skoða sem eina heild, og þá aðila, sem vinna í dreifbýlinu, má ekki lengur setja skör neðar en þá, er sams konar þjónustu veita í þéttbýl- inu. Þjóðfélagið verður að veita öllum kennurum sveit- anna aðstöðu til að mynda eig- in heimili. Ríkissjóður á að leggja jafn mikið fé fram til kennslu hvers barns á skóla- skyldualdri, hvar sem það býr í landinu og hvort sem það gengur í farskóla eða fastan skóla. En sé einhver munur gerður, á fremur að veita far- skólum uppbót en hinum, sem meiri hafa þægindin. Sveitirnar mega ekki við því, að hlutur þeirra sé fyrir borð borinn á nokkurn hátt. Það er og tjón þjóðfélaginu öllu. Æsk- an er fjöreggið meðal þjóðar- innar. Á viðhorfi æskunnar veltur um gengi sveitanna eða gengisleysi. Þess vegna verður (Framh. á 4. síðu.) hætti, að þá þurftu þeir mun færri krónur til kaupa á inn- lendum framleiðsluvörum til sinna heimilisþarfa. Um fram- leiðendur mátti hins vegar segja, að mikill hluti þeirra rið- aði á gj aldþrotsbarmi. Var þá loks svo komið, að flestum var orðið ljóst, að eitthvað yrði að gera til að rétta þá við. Stærsta átak þeirrar viðréttingar var stofnun kreppulánasjóðs og það skuldauppgjör, sem fram fór á vegum hans. Varð það mörgum þurfandi smáframleiðanda rétt- mæt leiðrétting þeirrar féflett- ingar, sem á undan var gengin með gengishækkuninni og fleiru. — En í skjóli þess var því miður rekið margvíslegt svindil- brask þeirra hagsýnu fjárafla- manna, sem gripu tækifærið til að þurrka út skuldir, sem lítið eða ekkert voru í ætt við at- vinnurekstur. Afurðasölulögin voru annað aðalátakið. Þau voru aðeins nokkrum árum of seint á ferð- inni. Er margt gott um þau að segja, enda gætir þar þróttmeiri framsýni heldur en almenning- ur á að venjast. Skorti heldur ekki storm um þær framkvæmd ir, og ekki mun S. J. ókunnugt um, hverjir þar stóðu fremstir í flokki. Svo mikið er víst, að við bændurnir munum það, og við munum einnig, hvað margir menn úr launastéttun- um í höfuðstaðnum hafa seint og snemma lagt til þessara mála allra. Þá verð ég að minnast á bar- áttuna við búfjársjúkdómana, sem er mesta vandamál þjóðfé- lagsins alls, eins og sakir standa, en þó fyrst og fremst bændanna. Skil ég ekki, hvernig nokkur getur álitið slikt lítils um vert fyrir þá, sem fjárbú stunda, þar sem hvoru tveggja er í húfi, tekjur og höfuðstóll. Niðurlag næst. á hendi eftirlit með siglingum til Reykjavíkur, og sem hefir verið á sveimi úti af Gróttu, hafi tekið sér stöðu 0.65 sjómílur í rétt- vísandi 300° stefnu frá Engeyjarvita. Reykjavík, 6. febrúar 1941. Húðiv og skinn. Ef bændur nota ekki til eigin þarfa allar HÚÐIR og SKINN, sem falla til á heimilum þeirra, ættu þeir að biðja KAUPFÉLAG sitt að koma þessum vörum í verð. — SAMBAND ÍSL, SAMVINNUFÉLAGA selur NAUTGRIPAHÚÐIR, HROSSHÚÐIR KÁLFSKINN, LAMBSKINN og SELSKINN til útlanda OG KAUPIR ÞESSAR VÖRUR TIL SÚTUNAR. — NAUTGRIPA- HÚÐIR, HROSSHÚÐIR og KÁLFSKINN er bezt að salta, en gera verður það strax að lokinni slátrun. Fláningu verður að vanda sem bezt og þvo óhreinindi og blóð af skinnunum, bæði úr holdrosá og hári, áður en saltað er. Góð og hreinleg meðferð, á þessum vörum sem öðrum, borgar sig. — JÖrðóskast tilkaups eðaleigu Jörð óskast tii kaups eða leigu með allri áhöín, helzt vel upp byggð. Allar nánari uppl. gefur Ólafur Jónsson, Geirseyri, Patreksfirði. 244 Robert C. Oliver: verðið að muna, að ég er ókunnugur á þessum hluta hnattarins. Mustapha brosti. — Þér munuð áreiðanlega fá að skoða yður um, víðsvegar í veröldinni. Keðjan er mjög stór. Meðlimir henn- ar ferðast mikið. Næst verður það ef til vill Suður-Ameríka — eða Grikkland — við komum víða við! — Hvers vegna eigum við að standa hér og bíða, spurðu stúlkurnar, sem fóru nú að verða æði óþolinmóðar. Eftir hverju erum við að bíða? — Verið rólegar dálitla stund. Þetta verður ekki lengi. — Hvers vegna er ekki farið með okkur til herbergjanna, sem við eigum að búa í, til þess að við getum hvílt okkur, — svo erum við banhungraðar. — Og við viljum fá að sjá sýningarsal- inn, sagði nú ein. — Þetta lagast! Þetta lagast, sagði Bob og óskaði að Cabera kæmi sem allra fyrst. Hann kveið því, er koma átti og óskaði, að það væri þegar um garð gengið. Þó vissi hann, að allar ungu stúlkurnar, að undantekinni Doris, mundu formæla honum og hata hann af heilum huga. Skyndilega kom Cabera inn um litl- ar dyr á hinum enda garðsins. Hann Æfintýri blaðamannsins 241 — Já, sagði Bob. Þið eruð fangar — fangar, eins og fuglar í búri. En ekki er öll von úti enn. Enginn grunar mig — ég verð að hjálpa ykkur. Eg er sá eini, sem fæ leyfi til þess að fara aftur út fyrir múrana. Doris fölnaði. — Þér! Þér? Það eruð þér, sem hafið farið með okkur hingað? — Ef þér stillið yður ekki, þá er úti um allt. Ég er ekki í félagsskap með þessum óþokkum, þótt það kunni að líta svo út. Bráðum kemur Cabera með tvo fanga, sem hafa verið í skipinu. Það er leynilögreglumaðurinn John Taylor og hin margumtalaða Lucy Spencer. Þau þekkja mig og treysta mér — og það verðið þér að gera líka. — Hamingjan góða — ég skil þetta ekki — — — Það er heldur ekki von — ég skal útskýra það seinna. Það, sem ég bið yður um, er að gera yðar bezta til þess að allt komizt ekki í uppnám. Þér verð- ið að vera þolinmóðar og hugga hinar og glæða von þeirra — en nefnið ekki nafn mitt. Fái ég að vinna óhindraður, vona ég að hjálpin komi fljótt. Ég segi yður þetta til þess að þér látið ekki hugfallast — til þess að þér látið hinar vita sannleikann. Og svo er eitt, sem ég ætla að biðja yður um:

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.