Tíminn - 13.02.1941, Blaðsíða 2
70
TtMB\IV, ffmmtiidagiim 13. fcbr. 1941
18. blað
Viðskíptamálín
Rógur Sjálfstæðisblaðanna um víðskípta-
málaráðherrann
‘gíminn
Fimtudaginn 13. febr.
Vaxandi dýrtíð
Mikil verðhækkun hefir orð-
ið á ílestum vörum siðan strið-
ið hófst. Útsöluverö á þeim
kornvörutegundum, sem mest
eru notaðar hér á landi, heíir
hækkað um 60—100% siðan i
ársbyrjun 1939. Sykur heíir tvö-
faidazt í veröi, og á mörgum
öðrum aðfluttum vörum hefir
verðhækkunin jafnvel orðið enn
meiri. Flutningsgjöldin hafa
hækkað mjög mikið og hlut-
fallslega meira en innkaups-
verðið á flestum vörum. Þá hef-
ir verðtollurinn átt sinn þátt í
hækkuninni á þeim vörum, sem
eru verðtollsskyldar.
I giidandi kaupgj aldssamn-
ingum vinnuveitenda og verka-
manna munu yfirleitt vera
ákvæði um, að kaupgjaldið skuli
breytast með verðlaginu. Hækk-
un verðlagsvísitölunnar hefir
þvi í för með sér hækkað kaup
. og um leið aukinn framleiðslu-
kostnað.
Á meðan verðið á útflutnings-
vörunum er hátt, eins og það
hefir verið á sjávarafurðunum
að undanförnu, getnr atvinnu-
reksturinn haldið áfram, þrátt
fyrir háa kaupið. En nokkur
hætta er á því, að erfitt reyn-
ist að lækka kaupið og annan
framleiðslukostnaö, um leið og
útflutningsvörurnar lækka i
verði. Sjómenn og útgerðar-
menn hafa enn ekki viljað taka
upp hiutaskipti á ölium fiski-
flotanum, en það hefði verið ör-
uggasta ráðið til að tryggja
áframhaldandi rekstur útgerð-
arinnar, hvernig sem verðiagið
breytist.
Nokkuð hefir verið rætt og
ritað um það, á hvern hátt væri
hægt að vinna á móti dýrtiðinni.
Morgunblaðið segist hafa bent
á það, um þingtímann í fyrra-
vetur, að nota ætti striðsgróð-
ann til að halda niðri verðlag-
inu innanlands. Það er rétt, að
greinar um dýrtiðina birtust í
Morgunblaðirju í febrúar í fyrra.
Tilefni þeirra var Utilsháttar
verðhækkun kjöts á innlendum
markaði. Morgunblaðið hélt þvi
fram, 4. febrúar 1940, að í stað
þess að hækka kjötverðið á inn-
anlandsmarkaðinum, hefði átt
að nota eitthvað af hinu er-
lenda stríðsverði til uppbótar á
verðið innanlands. Fáum dög-
um síðar, 7. og 9. febrúar 1940,
hélt Morgunblaðið því enn fram,
að nokkuð af „stríðsverðinu“
fyrir útflutta kjötið, hefði átt
að nota til verðuppbótar á það
kjöt, sem selt var á innlendum
markaði. Kom hér greinilega
fram, að ritstjórar Morgun-
blaðsins töldu rétt, að innan-
landsverðið á landbúnaðarvör-
unum yrði ákveðið hlutfallslega
lægra en á öðrum neyzluvörum,
og bændur landsins ættu að
bera kostnaðinn af þeim dýr-
tiðarráðstöfunum.
Hitt mun, a. m. k. á þeim
tíma, ekki hafa verið skoðun
Morgunblaðsins eða Sjálfstæð-
isflokksins, að rétt væri að
skattleggja aðrar útfluttar vör-
ur, eins og t. d. ísfiskinn, og
nota þann skatt til að halda
niðri vöruverðinu innanlands.
Um það vitnar m. a. samtal við
atvinnumálaráðherrann, sem
Morgunblaðið flutti 13. okt. síð-
astl. Þar telur ráðherrann, að
útgerðarmenn ættu að vera
lausir við að borga skatta af
ágóða ársins 1940, ef þeir legðu
fram fé til byggingar sjómanna-
skóla.
En síðastliðinn föstudag birt-
ir Morgunblaðið samtal við at-
vinnumálaráðherrann, þar sem
vikið er að því, að nauðsynlegt
sé að leita ráða til að stöðva
verðbólguna. Telur ráðherrann,
að þetta mætti e. t. v. gera á
þann hátt, „að greiða framleið-
endum innlendra neysluvara
uppbót, í því skyni að varan
lækki á innlendum markaði."
Ekki er þess getið, hvernig eigi
að afla fjár til að greiða þessa
uppbót. En eftir að þetta samtal
kom í Morgunblaðinu hefir ver-
ið skrifað um stríðSgróðaskatt í
Vísi, og þar lagt á móti því, að
slíkur skattur verði lögákveð-
inn.
Það er vitanlega rétt, að mjög
I.
Blöð Sjálfstæðisflokksins hafa
að undanförnu haldið uppi til-
efnislausum og vítaverðum á-
rásum á viðskiptamálaráðherr-
ann. Halda þau þvi fram, að
hann hafi beitt sér á móti því
að nauðsynjavörur væru flutt-
ar til landsins, en sú framkoma
ráðherrans hafi leitt til þess,
að miklar innieignir hafi safn-
azt í Englandi undanfarna
mánuði, og þjóðartapið af því
nemi þegar tugum miljóna. Lít-
ur út fyrir, að blöð Sjálfstæðis-
flokksins telji þessar innieignir,
sem myndazt hafa erlendis,
hina verstu plágu.
Það vita allir, sem hafa fylgzt
með þessum málum og hafa
einhvern snefil af þekkingu á
þeim, að ritstjórar Sjálfstæðis-
blaðanna fara hér með vísvit-
andi ósannindi um viðskipta-
málaráðherrann. í stað þess að
standa í vegi fyrir innflutningi
á nauðsynjum, hefir ráðherr-
ann, allt frá stríðsbyrjun, gert
það sem unnt var, til að greiða
fyrir kaupum og innflutningi á
nauðsynjavörum, eftir því sem
möguleikar til afgreiðslu og
flutninga leyfðu á hverjum
tíma.
II.
í greinum sínum um við-
skiptamálin, ganga Sjálfstæðis-
menn enn sem fyr algerlega
fram hjá því atriði, að helztu
nauðsynjavörurnar hafa verið
á „frílista" síðan í maímánuði
1939. Hafa því innflytjendur á-
vallt síðan getað flutt þessar
vörur inn, eftir því sem ástæð-
ur leyfðu, án nokkurra afskipta
hins opinbera, og síðari hluta
ársins 1940 var langsamlega
mestur hluti innflutningsins
frá Breilandi alveg frjáls.
væri æskilegt að takast mætti
að finna einhver ráð til að
sporna við vaxandi dýrtíð. En
verði horfið að þvi ráði, að verja
fé til þess að halda niðri sölu-
verði afurða á innlendum mark-
aði, ætti að nefna þær fjárveit-
ingar réttu nafni. Það væri
styrkur til neytenda, en ekki
framleiffenda.
Sk. G.
Philippe Petain er fæddur
1856 og verður því 85 ára gamall
á þessu ári.
Marga mun hafa undrað það,
að Petain — öldungur á níræð-
isaldri — skyldi hljóta valið
sem leiðtogi þjóðar sinnar, þeg-
ar þörfin var brýnust fyrir
mann með mikið vinnuþrek í
þeirri stöðu. En smáatvik, sem
gerðist fyrir sextán árum, skýr-
ir þetta nokkuð. Þjóðflokkur í
Marokkó hafði gert uppreisn
gegn Frökkum og varð svo vel
ágengt, að mikill kurr var með-
al frönsku þjóðarinnar út af ó-
förum hersins. Forsetinn kvaddi
þá Petain á fund sinn og bað
hann að taka að sér stjórn
hersins í Marokkó. Petain
kvaðst óvanur nýlenduhernaði.
Forsetinn lézt ekki heyra þetta
og svaraði: Horfurnar eru veru-
lega alvarlegar og þess vegna
gríp ég til hins mikla varasjóðs
Frakklands, sem er hið óbilandi
traust, er þjóðin ber til yðar.
Þegar heimsstyrjöldin hófst
var Petain lítið þekktur maður.
Hann hafði orðið liðsforingi
1878 og annast kennslu við her-
skóla um alllangt skeið. Yfir-
menn hans* viðurkenndu gáfur
hans og starfsþrek, en fram-
koma hans var þeim annars
ekki að skapi. Hann var gagn-
rýninn á margt á hærri stöðum
og hafði áhuga fyrir ýmsum
nýjungum, sem þá nutu lítils á-
lits. Hann kenndi liðsforingja-
efnum m. a. sálarfræði og lagði
megináherzlu á, að hugsað væri
vel um aðbúnað hermannanna
og reyna væri að halda baráttu-
kjarki þeirra óbiluðum.
Innflytjendur munu yfirleitt
ekki hafa talið sér hagkvæmt
að safna miklum birgðum af
nauðsynjum, enda eru takmörk
fyrir því, hvað þeir geta tekið
mikið af vörum til geymslu um
langan tíma. Og þegar „frílist-
inn“ var gefinn út, gerðu rit-
stjórar Sjálfstæðisflokksins alls
ekki ráð fyrir þvi, að sú til-
slökun á innflutningshöftunum
myndi auka til muna innflutn-
ing á nauðsynjavörunum, sem
yfirleitt höfðu verið leyfðar eftir
þörfum. Þetta sést m. a. í grein
í Vísi 16. maí 1939, um „frilist-
ann.“ Þar er á það bent, að
þær vörur, sem gefnar eru
frjálsar, séu allt nauðsynjavör-
ur, og árið næsta á undan hafi
verið gefin út innflutningsleyfi
fyrir meira en inn var flutt af
þeim. Siðan segir svo í Vísis-
greininni:
„Heildarinnflutningurinn
eykst þvi tæplega við þennan
frílista, því ekki er að búast
við því að innflytjendur fari
að flytja inn vörur til þess að
liggja með þær að nauð-
synjalausu.“
Þetta stendur í forystugrein
í Vísi 16. maí 1939. Það var þvi
síður en svo, að ritstjórar
Sjálfstæðisblaðanna gerðu ráð
fyrir að innflytjendur færu að
safna miklum birgðum af nauð-
synjavörum, enda varð ekki
vart við mikinn áhuga kaup-
sýslumanna fyrir birgðasöfn-
un á þeim tíma.
III.
Hér í blaðinu hefir það áður
verið skýrt rækilega, síðast í
grein um viðskiptamálin 6. þ.
m., að allt aðrar orsakir valda
því, að innflutningurinn varð
eigi meiri síðastliðið ár, en að
viðskiptamálaráðherra eða
gjaldeyris- og innflutnings-
nefnd hafi hindrað innflutning
á nauðsynjavörum. Stöðvun
viðskipta við Norðurlönd og
Þýzkaland i siðastliðnum april-
mánuði, hlaut að hafa mikil á-
hrif á utanríkisverzlunina.
Þetta var jafnvel viðurkennt af
ritstjórum Sjálfstæðisblaðanna.
Segir svo um það í Morgunblað-
inu 14. apríl 1940:
„Útilokun okkar frá við-
Fyrstu vikur heimsstyr j ald-
arinnar stjórnaði Petain lítilli
herdeild. Hann sýndi strax
mikla herstjórnarhæfiléika og
var hvað eftir annað hækkaður
í tigninni, þótt enn nyti hann
lítilla vinsælda á hærri stöðum,
sökum gagnrýni sinnar. Rétt
eftir áramótin 1916 var honum
falin yfirstjórnin við Verdun,
en Þjóðverjar beindu þá þang-
að aöalsókn sinni. Þegar Petain
tók við vörninni var baráttu-
kjarkur hersins að bresta og ó-
lag á ýmsum þáttum varnar-
innar. Petain tókst að ráða
bót á þessu og stöðva hina
trylltu sókn Þjóðverja. Með því
vann hann sér viðurkenningu
sem einn bezti herforingi
Frakka. Það var þá, sem hann
gaf hernum hið fræga vígorð:
Þeir skulu ekki brjótast í gegn.
Þessi ummæli eru höfð eftir
frönskum herdeildarforingja
við Verdun, þegar hann heyrði,
að Petain hefði verið faltn yfir-
stjórn varnarinnar: Guði sé Jof.
Vér vorum að gefast upp, en
undir forystu hans munu taug-
ar hermannanna ekki bila.
Herforingi þessi vissi vel,
hvað hann sagði. Petain lét
ekkert ógert til að hughreysta
hermennina og reyndi eftir
megni að bæta aðbúnað þeirra.
Hann heimsótti hersveitirnar í
fremstu víglínu og lét sér ekki
nægj a umsagnir liðsforingj -
anna, heldur spjallaði við hina
óbreyttu hermenn og spurði um
líðan þeirra. Munnmæli herma,
að á tveimur mánuðum hafi
hann skipt um bílstjóra 14
sinnum. Þrettán bílstjórar
skiptum við Norðurlönd á-
samt Þýzkalandi gerbreytir
öllum viðskiptum okkar við
útlönd, eins og gefur að
skilj a.“
Ennfremur:
„Árið sem leið nam inn-
flutningurinn frá þessum um-
ræddu löndum 33,8 miljón-
um króna. Er það yfir helm-
ingur af öllum innflutningi
til landsins eða 55%. Og svip-
uð hlutföll hafa í þessu verið
undanfarin ár.
Ýmsir mikilvægir vöru-
flokkar hafa því sem næst
eingöngu verið fluttir inn frá
þessum löndum, svo sem
helztu byggingarefnin, og
mikilsverðar útgerðarvörur.“
Síðan bendir Morgunbl. á
það, hvað þetta geri viðskipta-
aðstöðu okkar erfiða.
Eins og hér er réttilega tek-
ið fram, gat ekki hjá því farið,
að útilokun okkar frá viðskipt-
um við þau lönd, sem áður
höfðu selt hingað meira en
helminginn af öllum aðfluttum
vörum, hefði mikil áhrif á ut-
anrikisviðskiptin og gerði þau
erfiðari á ýmsan hátt. Það
sést líka greinilega, þegar sam-
anburður er gerður á innflutn-
ingi einstakra vörutegunda ár-
in 1939 og 1940, að síðara árið
er flutt inn miklu minna magn
af ýmsum þeim vörum, sem áð-
ur voru keyptar frá Norður-
löndum eða Þýzkalandi, svo sem
timbri og öðru byggingarefni,
tilbúnum áburði o. fl. Þetta
stafar að nokkru leyti af því, að
dregið hefir úr eftirspurninni
hér innanlands, vegna verð-
hækkunar, en jafnframt af því,
að vörurnar hafa ekki verið fá-
anlegar í þeim löndum, sem nú
er hægt að skipta við, eða ekki
hægt að fá skip til vöruflutn-
inga.
Samanburður á innflutningi
síðustu tveggja ára sýnir aftur
á móti, að inn hefir verið flutt
meira vörumagn á s. 1. ári held-
ur en 1939, af ýmsum þeim vör-
um„ sem áður voru mest tak-
markaðar, svo sem metravöru,
ávöxtum o. fl. En einmitt það,
að innkaup á miður nauðsyn-
legum varningi hafa verið auk-
in frá því sem áður var, er
sönnun þess, að sú fullyrðing er
alröng, að reynt hafi verið að
takmarka innflutning á nauð-
synjavörum.
IV.
Enn eitt þýðingarmikið at-
riði kemur til greina í þessu
sambandi. Jafnvel þótt verzlan-
ir hefðu viljað auka innflutn-
ing á nauðsynjavörum á síðast-
höfðu látizt eða særzt af kúlum
fjandmannanna á þessum
ferðalögum Petains!
Petain átti þó eftir að sýna
þessa hæfileika sína ennþá bet-
ur. Þegar Joffre var látinn
hætta herstjórninni í desember
1916, var talið líklegt, að Peta-
in yrði eftirmaður hans. En
hann naut enn lítilla vinsælda
á hærri stöðum. Ráðherrar og
stjórnarnefndir töldu, að hann
hefði ekki sýnt sér tilhlýðilega
virðingu. Nivelle varð því fyrir
valinu. En sól hans var gengin
til viðar innan fimm mánaða. í
maí 1917 var Petain skipaður
yfirhershöfðingi franska hers-
ins og þeirri stöðu hélt hann til
styrjaldarloka. Seinustu mán-
uði ársins 1918 var Foch þó yf-
irmaður hans sem yfirhers-
höfðingi alls hers Bandamanna.
Þegar Petain tók við yfirher-
stjórn 1917, var baráttuhugur
franska hersins að bresta. Óá-
nægja fór vaxandi meðal her-
mannanna og víða bryddi á ó-
hlýðni við liðsforingjana.
Sennilega hefir Petain bjargað
sigri Bandamanna í annað
sinn, þegar honum tókst að
uppræta þessa óánægju.. En
hann gerði það ekki með refs-
ingum og aftökum. í styrjald-
arbók sinni lýsir Churchill
þessu starfi Petains með svo-
felldum ummælum: Vafalaust
hefir enginn verið betur fallinn
til þess að' miðla málum en
Petain. Mánuðum saman var
hann á stöðugu ferðalagi,
heimsótti hundruð herdeilda,
talaði við liðsforingja og ó-
breytta hermenn, hlustaði á
harmatölur. og kærur, dró úr
ýmsum refsingum og kvöðum,
lengdi leyfi hermannanna og
eyddi óánægjunni með þessum
og öðrum ráðstöfunum. í lok
ársins 1917 hafði hann endur-
liðnu ári, og getað fengið þær
keyptar í núverandi viðskipta-
löndum okkar, benda allar lík-
ur til þess, að innflutningur-
inn hefði strandað á því, að
eigi hefði verið unnt að fá skip
til flutninganna. Öll þau kaup-
skip, sem íslendingar eiga eða
hafa getað útvegað á leigu með
viðunandi kjörum, hafa verið
fullnotuö til vöruflutninga að
landinu árið sem leið, bæði frá
Ameríku og Englandi. Skipin
munu yfirleitt ekki hafa haft
undan að flytja þær vörur, sem
innflytjendur hafa beðið um
farmrúm fyrir. Aðeins örstutt-
an tíma af árinu hefðu skipin
getað flutt lítið eitt meira af
vörum frá Englandi, ef langur
afgreiðslufrestur og sérstaklega
samgönguerfiðleikar þar í
landi hefðu ekki valdið töfum.
Ritstj órar Sj álfstæðisf lokks-
blaðanna varast að minnast á
þetta atriði málsins, enda er
sú staðreynd, að kauþskipa-
flotinn hefir ekki haft undan
að fullnægja eftirspurn eftir
flutningum til landsins, veiga-
mesta sönnunin fyrir því, að á-
sakanir þeirra á hendur við-
skiptamálaráðherra eru á eng-
um rökum byggðar.
Það getur átt sér stað, að
mögulegt hefði verið að flytja
inn eitthvað meira en gert var
af miður þörfum varningi frá
Englandi árið sem leið, en af-
leiðing þess myndi vafalítið
hafa orðið sú, að innflutningur
á nauðsynlegustu vörunum
hefði minnkað, vegna flutn-
ingaerfiðleikanna. En hefði það
verið hagkvæmara fyrir þjóð-
félagið, að nota farmrúmið í
skipunum fyrir vörur, sem hægt
var að komast af án, en draga
að sama skapi úr innflutningi
á nauðsynlegum vörum? — Og
myndi það hafa orðið til þess,
að létta þungum áhyggjum af
Sjálfstæðismönnum, í sam-
bandi við innieignirnar í Eng-
landi, ef hægt hefði verið að
lækka þær, um t. d. 2—4 milj.
króna, með því að kaupa meira
af hinum dýrari og miður þörfu
vörum, en láta nauðsyryarnar
sitja á hakanum?
V.
Að undanförnu hafa blöð
Sjálfstæðisflokksins margoft
sakað okkur Framsóknarmenn
um ódrengskap og óheilindi í
samstarfi. Á sama tíma halda
þau áfram að dreifa út um
landið blekkingum um þýðing-
armikil landsmál, ásamt dylgj-
um og ósannindum um ráð-
' herra Framsóknarflokksins. Á
þann hátt auglýsa Sjálfstæðis-
reist baráttukjarkinn og agann
í hinum þjáða, en fræga,
franska her, sem með ægileg-
um fórnum í samfleytt þrjú ár
hafði varið frelsi Evrópu.
Frá þessum tíma er eftirfar-
andi fyrirskipun Petains: Eng-
inn hermaður má finna til þess,
að hann sé einstæðingur og lít-
ils metinn. Hann verður á hverri
stundu að finna umhyggju yfir-
manna sinna.
Jafnhliða þvi, sem Petain
ferðaðist milli herdeildanna,
skrifaði hann greinar um hin
margvíslegustu efni í hermanna-
blaðið „Bullitin des Armées“. í
flestum þessum greinum birtist
umhyggja hans fyrir hermönn-
unum.
Foch mun sennilega verða tal-
inn meiri herstjórnarsnillingur
en Petain. En verk hins síðar-
nefnda mun þó ekki hafa átt
minni þátt í sigri Bandamanna.
Meðal frönsku hermannanna
naut ekki neinn maður eins mik-
illa vinsælda og trausts sem
hann. Undir forystu hans báru
þeir fullt trausts til herstjórnar-
innar.
Þessu trausti hefir Petain
haldið fram á þennan dag. Hann
hefir hlotið öll helztu heiðurs-
merki Frakklands. Hann var
gerður marskálkur 1918 og hefir
alltaf átt sæti i franska herfor-
ingjaráðinu. Þegar Frakkland
hefir verið í vanda statt hefir
verið leitað til hans. Árið 1925
var hann kvaddur til að bæla
niður uppreisnina í Marokko,
1934 var hann fenginn til að ger-
ast hermálaráðherra, þegar fjár-
málahneyksli og óeirðir höfðu
stofnað innanlandsfriðnum í
voða. Árið 1938 var hann gerður
sendiherra Frakka hjá Spánar-
stjórn, en þá þótti mikils um
vert að treysta vináttu Frakk-
lands og Spánar, Petain og
Franco eru góðir kunningjar, því
V erduppbætur
Morgunblaðið læst vera mjög
undrandi yfir því, að Bjarni
Ásgeirsson og Steingrimur
Steinþórsson hafa flutt tillögu
á búnaðarþingi um verðupp-
bætur á útíluttum landbúnað-
arafurðum og skirskota til þess
í greinargerð tillögunnar, að
ríkisstjórnin muni hafa umráð
yfir einhverri fjárhæð, sem
nota ætti til að verðuppbæta
útflutningsvörur.
Blaðið lætur eins og því sé
alveg ókunnugt um, að ríkis-
stjórnin hafi slika fjármuni
undir höndum, cn væri það rétt,
þá væri það í mesta máta ó-
viðfeldið að tveir þingmenn
væru að „flagga með slikt opin-
berlega, áður en ríkisstjórnin
lætur nokkuð frá sér heyra
Þessu er því að svara, að á
þingmálafundi, sem nýlega var
haldinn á Klébergi á Kjalar-
nesi, skýrði atvinnumálaráð-
herra frá sjóði, sem ríkisstjórn-
in hefði til ráðstöfunar í þessu
skyni. Einnig skýrði hann frá
því, ^ivernig sjóðurinn væri
myndaður.
Þetta upphlaup Mbl. er því
næsta kynlegt og má geta upp
á ýmsu, sem hefir getað orsakað
það. Því verður þó ekki trúað að
óreyndu, að ástæðan sé sú, að
blaðið vilji láta svipta fram-
leiðendur þeirra útflutnings-
vara, sem hafa orðið harðast
úti, verðuppbótum, sem þeir
eiga fulla heimtingu á.
íhaldssál *
er sig nefnir Þóri, hefir fund-
ið hvöt til að hnjóta í Krýsu-
víkurveginn. Er sýnilegt, að hún
hefir ekki komið auga á hver-
ina þar né veit neitt um fyrir-
hugaðar lendingarbætur í Her-
dísarvík við sjálfan Selvogs-
banka og þá að sjálfsögðu ekki,
að lönd þar gróa nú örförum
eftir að um þau var friðað. Þá
hamast hún út af vali vegar-
stæðisins, en sér ekki, að með
því er vegið að vegamálastjóra
landsins, þessum hennar góða
jábróður. Klykkir svo út með
því að svala skapi sínu á öllum
þeim, er hafa vilja fram á og
kallar þá „umbætlinga“. Þykir
vel mega við það una, því sízt
vildum við hafa til þess unnið
að heita „óbætlingar“. m.
menn drengskap sinn og sam-
starfsvilja, á þeim örlagaríku
tímum, sem nú standa yfir.
Sk. G.
að Franco vann undir stjórn
hans í Marokkóstríðinu.
Það er sagt, að einu sinni hafi
risið alvarlegur ágreiningur milli
Foch og Petain. Það var í árs-
byrjun 1918. París var þá í hættu.
Foch lagði meiri áherzlu á að
verja norðurhafnir landsins en
París. Petain vildi það gagn-
stæða. Clemenceau var þá for-
sætisráðherra og studdi Foch
með svofeldum ummælum: „Við
munum berjast fyrir framan
París, inni í París og fyrir aftan
París“. Petain var þeirrar skoð-
unar að allt væri tapað, ef París
félli. Hún var hjarta Frakklands.
Ef til vill skýrir þetta afstöðu
hans síðastliðið vor.
Þegar Þjóðverjar höfðu rofið
Litlu-Maginotlínuna síðastliðið
vor var enn kallað á Petain til
að auka trú þjóðarinnar á
stjórnarforystunni. Hann varð
varaforsætisráðherra. Þegar ó-
sigurinn virtist fullkominn, var
honum falið alræðisvald. Vafa-
laust hefir meginþorri þjóðar-
innar verið samþykkur þeirri
ráðstöfun. Barátta hans seinustu
vikurnar gegn ofríki Þjóðverja
sýnir að hann vill ekki frekar
bregðast trausti þjóðarinnar á
gamals aldri en meðan hann var
yngri og átti hægara með að
stríða í ströngu.
Frakkland hefir krafizt mikils
af Petain marskálki, sagði Dala-
dier forsætisráðherra, þegar
hann bað hann að gerast sendi-
herra á Spáni. Má það enn biðja
hann einnar bónar?
Petain svaraði:
— Enginn Frakki hefir lokið
köllun sinni, meðan hann álítur
sig færan til að starfa.
Þess vegna ann hinn mikli
öldungur sér ekki hvíldar sein-
ustu daga æfi sinnar heldur
skipar sér þar J fylkingu, sem
ábyrgðin er þyngst og vandinn
mestur. Þ. Þ.
Forystiimeim þjóSanna;
Philíppe Petain